Tíminn - 19.06.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1926, Blaðsíða 4
114 TXltlMN Alþýðuskólinn á Hvítárbakka. Skólinn starfar frá veturnóttum til sumarmála (skóli settur fyrsta vetrardag). Námsgreinar eru þessar: íslenska, danska, enska, tölvíai, íslandssaga, mannkynssaga, félagsfræði, landafræði, náttúrusaga, eðlis- fræði, siðfræði, söngur, leikfimi og hannyrðir. Þýska er og kend og bókhald. þeim er óska. Heimavist er i skólanum og kostaði fæði og þjónusta kr. 1,70 á dag fyrir pilta og kr. 1,33 fyrir stúlkur síðastliðinn vetur. Skólagjald var kr. 75,00. Pá nemendur fyrir það kenslu, húsnæði, ljós og hita. Var þá allur hinn beini kostnaður pilta í vetur til jafnaðar kr. 384,00 og stúlkna kr. 317,00 (bækur eru þó eigi reiknaðar með). Eldri nemendur og nýnemar, sem óska inntöku í skólann næsta vetur, sendi umsóknir sínar fyrir 1. okt. n. k. Inntökuskilyrði eru þessi: a. Umsækjandi sé 16 ára gamall; þó getur skólastjóri veitt undanþágu frá þessu, sé umsækjandi fullra 14 ára. b. Umsækjandi sé eigi haldinn neinum næmum sjúkdómi. c. Umsækjandi hafi óflekkað mannorð. d. Umsækjandi hafi öðlast þá mentun, sem krafist er til fullnaðarprófs í fræðslulögunum. e. Umsækjandi leggi fram skírnarvottorð og bólusetningar og yfirlýsingu frá áreiðanlegum manni um ábyrgð á greiðslu þess kostnaðar, er skólaveran hefir í för með sér. Nemendur þurfa að leggja sér rúmfatnað (rúmunum fylgir dýna og heykoddi), handklæði, mundlaugar, sápu, skóáburð, skóbursta, fata- bursta og því um líkt. Umsóknir sendist undirrituðum eða Andrési Eyjólfssyni í Siðu- múla (símleiðis). Þeir gefa og allar nánari upplýsingar. Hvítárbakka, 16. júní 1926. O. A. Sveinsson. Frá útlöndum. — Símað er frá Varsjá, að stjómin lofi þingkosningum innan hálfs árs. Krefst hún stjómar- skrárbreytingar, sem heimili stjóm löggjafarvald, þegar þing er ekki haldið; forseta neitunar- vald og aukinn rétt til þingrofa. — Símað er frá Berlín, að flokk arnir „hervæiðist“ og búi sig und- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögu sósíalista og kommúnista um endurbótalaust eignanám með al furstanna. Hinir flokkarnir, nema demokratar, hvetja kjós- endur til að fella tillöguna. — Símað er frá Bem, að mik- ill hvirfilvindur hafi komið ná- lægt Ghauxdufond og gert stór- tjón á skógum og húsum. Margir særðust. — Símað er frá London, að Chamberlain hafi sagt í ræðu í þinginu, út af fjárstyrk Rússa til bresku verkfallsmannanna, að gott samkomulag milli Rússlands og Englands geti ekki haldist, nema Rússar hætti öllum undir- róðri í breskum löndum. — Símað er frá Moskva, að stjórnin hafi svarað Englands- stjórn því við fyrirspurn hennar um rússneskt fé sent verkfalls- mönnum í Englandi, að þetta sé verkfallsstyrkur frá rússneskum verkamönnum en ekki frá stjóm- inni, sem vanti heimild til þess að hindra útflutning á peningum. — Franska stjórnin er fallin. Peret beiddist 1 ausnar af þeiin ástæðum, að hann taldi nauðsyn- legt að mynda stjórn á ný, þar sem stjórnin hefði ekki stuðning allra flokka og Frakklandsbanka til hindrunar falli frankans, en þann stuðning yrði hin nýja stjórn að fá. Lausnarbeiðni Per- ets leiddi svo af sér fall stjóm- arinnar. — Líklegt þykir að Briand geri tilraun til þess að mynda stjóm á ný. Ennfremur er talið líklegt, að Herriot og Poincaré verði ráðherrar. — Símað er frá London, að Baldwin hafi sagt í þingræðu, að ef til vill verði að grípa til þess úrræðis, að lögbjóða lengri vinnu- tíma í námunum. Launalækkun þá ekki nauðsynleg. — Símað er frá París, að hepn- ist Briand stjómai'myndunin, þá muni hann heimta ótakmarkað umboð til þess að framkvæma fjárhagsumbætur og ennfremur krefst hann þess, að þingið lofi því, að leggja engar hindranir í veg hans í fjármálunum. — Poincaré er fús til þess að verða ráðherra, en radikalar neita samvinnu við hann. Það er búist við því, að það muni taka langan tíma að mynda stjórnina. — Símað er frá London, að verkamenn hóti megnustu mót- spymu gegn stjórnartillögunni um lengri vinnutíma í kolanám- unum. ----o---- Guðmundur Thoroddsen pró- fessor med. hefir verið kjör- inn rektor Háskólans eftir Magn- ús Jónsson próf. juris, fyrver- andi ráðherra. Sigvaldi Kaldalóns hefir verið settur læknir í Flateyjarhéraði Héldu vinir hans honum veglegt samsæti að skilnaði. Er það sann- kallað gleðiefni að hinn ágæti listamaður er orðinn heill heilsu aftur. Jónas Jónsson alþm. frá Hriflu fór nýlega til Lundúna með fjöl- skyldu sinni. Ætlar hann að dvelja í Englandi um tveggja mánaða tíma og mun hann við og við skrifa Tímanum fréttagrein- ar um útlend mál. Hin mesta veðurblíða er nú um land allt, og grasspretta batnar óðum. Það er eins og vant er þeg- ar konungur kemur hingað til lands, þá fer fósturjörðin í spari- fötin. Samvinnan 1. hefti 1925: Jakob Hálfdánarson og Kristín Pétursdóttir með mynd. Stækkun Tímarits ísl. samvinnufélaga með mynd af Hallgr. Kristinssyni. Ileima og erlendis, fréttir of innl. og útl. samsinnufélögum. Bygg- ingar með myndum af fyrirmynd- ar sveitabæ og höll, hvorttveggja um myndun íslensks húsgerðar- stíls. Báðar myndimar eftir Is- grím Jónsson málara. Byggingar- og landnámssjóður, frumræða 1925. Upphaf stóriðjunnar með mynd af Adam Smith eftir Frið- geir Björnsson. Ódýru bílferðirn- ar með mynd af stærsta bíl Zófónáasar. Forstöðumenn sam- vinnufélaganna með myndum af Hannesi Thorarensen, Helga Bergs, Eyjólfi Jóhannssyni, Stef- áni Diðrikssyni og Guðbrandi Magnússyni. Kaupfélögin eftir próf. Ch. Gide. Þingstjóm eftir Hallgrím Ilallgrímsson, með myndum af enska þinghúsinu og sal neðri deildar. Nemendur Sam- vinnuskólans 1924—25 með tveim myndum. — Samvinnan kostar 4 krónur. Afgreiðslum. Rannveig Þorsteinsdóttir, Sambandshúsinu. Dánarfregn Hinn 26. sept. síðastliðinn, and- aðist að Nesi í Norðfirði ekkju- frú þórunn Sigríður Pétursdóttir, ekkja fyrrum prófasts síra þor- steins þórarinssonar síðast á Ey- dölum. Hún varfædd 22. júlí 1840 að Berufirði, dóttir síra Péturs Jónssonar, er þá var prestur þar og síðar á Valþjófsstað og fyrri konu hans Önnu Björnsdóttur frá Kirkjubæ, er var dótturdóttir Guðmundar Péturssonar sýslu- manns í Ki'ossavík. Voru þau böm síra Péturs, sem fullorðins aldri náðu 6 að tölu, 4 bræður og 2 systur, fóru öll til Ameríku snemma í flutningatímanum, nema þau frú Sigríður og síra Stefáns Péturssonar, sem dó á Hjaltastað 12. ágúst 1887. Frú Sigríður ólst upp hjá for- eldrum sínum, fyrst í Berufirði oð síðan á Valþjófsstað, og hlaufc hið besta uppeldi, sem vænta mátti, þar eð foreldrarnir voru góðum efnum búin, vel mentuð og mikilhæf. Lærði hún mest heima í foreldrahúsum, bæði til munns og handa og mannaðist vel. Voru þær Valþjófsstaðasyst- ur á sjínum tíma álitnar með fremstu stúlkum á Austurlandi. Hinn 3. okt. 1861 giftist frú Sigríðru, liðlega 21 árs gömul, síra þorsteini þórarinssyni, sem þá var aðstoðarprestur hjá föður hennar, að Hofi Álftafirði, en vorið eftir var síra þorsteini veittur Berufjörður og fluttu þau hjón þá þangað, og bjuggu þar mesta rausnar- og myndarbúi, þangað til 1890, að síra þorsteini voru veittir Eydalir, og fluttust þau þá þangað um vorið. Á prestssetrinu í Berufirði var jafnan gestkvæmt svo fá dæmi munu hér á landi, en öllum er að garði báru var vel tekið. þetta þekkja flestir á Austur- landi. Og miklu víðar en á Aust- urlandi, hefir jafnan Berufjarð- arheimilisins verið getið, því bæði áttu menn úr öðrum landsfjórð- ungum oft ferðir þar um, og urðu minnisstæðar viðtökumar þar, og víðfrægðu þær, og svo fóru út- lendir ferðamenn oft þar um, og nokkrir þeirra rituðu á eftir ferðasögur sínar, og gátu þar hins höfðinglega prestsheimilis, og hinna góðfrægu hjóna, sem ekki áttu meira en sína líka í gest- risninni. í þessu áttu bæði hjónin sammerkt. Hann var hinn al- kunni gæðamaður, sem öllum vildi gott gjöra, mönnum og skepnum, og hinn sívakandi og umhyggjusami búmaður og heim- ilisfaðir, sem Ijet sér hugarhald- ið um alt, sem heimilinu viðkom, líka um ges/ti þess, og hún hin framúrskarandi myndarkona, um- hugsunarsöm og nærgætin, svo eigi var að undra þótt heimilið væri á orði, þegar þau tvö sam- einuðu kraftana til að gjöra garðinn frægan. Og svo mikið orð fór af Berufirði, í þá daga, hér á kunnuga svæðinu, að vinnu- menn og vinnukonur, sem þar höfðu verið, þóttu bera af öðru vinnufólki, svo í sjón sem raun, á þeim meiri mannsbragur og myndarskapur en alment gerðist. Af þessu stafaði það, að margir komu dætrum sínum þangað til mentunar, bæ0i í bóklegu og verk- legu. Lærðu þær þar bæði hann- yrðir og bóklegt að vetrinum, en gengu til algengrar vinnu á sumrin, og oft voru þar einnig námsstúlkur aðeins að vetrinum til. — Mörg tökuböm, skyld og vanda- laus, voru alin þar upp, og mönn- uðust vel, hafa sum þeirra orðið mesta myndarfólk í bændastétt, og borið alla æfi með sér áhrif hinna góðfrægu fósturforeldra. Vorið 1890 flutti síra þorsteinn að Eydölum, eins og áður er sagt, og bjó þar til vorsins 1910, að hann hætti prestsskap. Eru Ey- dalir, eins og kunnugt er, æðar- varps- og hlunnindajörð mikil, og Ieið þeim hjónum þar að vísu vel, en þó mun heldur hafa gengið af þeim þar, enda var nú aldur- inn farinn að færast yfir þau með sínum eðlilegu afleiðingum, en altaf var sami höfðingsbragur- inn á heimilinu bæði utan húss og innan, og altaf fylgdi heimil- inu því sami gestagangurinn. 12—15 næturgestir gistu þar oft í einu og heyrst hefir um 18 og 20. 5 börn eignuðust þau hjón, dóu tvö þeirra í æsku, en þrjú urðu fullorðin, elst þeirra er Guðný kona síra Jóns í Nesi, svo Anna kona Sveins alþingismanns í Firði, og yngstur síra Pétur, sem varð prestur í Eydölum eftir föður sinn og dó þar 1919. Vorið 1911 fluttu þau síra þor- steinn og frú Sigríður til Guð- nýjar dóttur sinnar, að Nesi í Norðfirði og dvöldu þar, það sem eftir var æifinnar. Dó síra þor- steinn 7. júlí 1917, á 86. aldurs- ári. Var frú Sigríður því ekkja í full 8 ár, og hélt hún lengst af við rúmið þann tíma, en var þó ekki lasnari en það, að hún hafði dálitla flakkferð flesta daga, þang- að til nálægt miðjum síðasta vetri, að hún lagðist alveg rúm- föst. Frú Sigríður var fremur há vexti, grannvaxin og fíngerð í sér, en gerðarleg var hún, og sópaði töluvert að henni, hvar sem hún sást, hörundsliturinn bjart- ur og augun blá og skír. í fram- komu var hún prúð og nett, og hin hæverskasta í orðum og látbragði við hvern sem var. 1 brjósti bar hún viðkvæmt og kærleiksríkt hjarta, og var fljót til þess að finna til með öðrum, og sæi hún einhvern vesælan eða fátækan, var hún ekki ánægð nema hún gæti vikið honum einhverju góðu. Varði hún þannig ellistyrk sínum. Allir sem þektu hana vel, báru því hlýjar tilfinningar til hennar og má segja, að hún nyti almennr- ar vinsældar á kunnuga svæðinu. Ilún var góðum gáfum gædd, skörp og minnug, bókhneygð mjög, las mikið og fylgdist vel með, enda hélt hún altaf góðri sjón og óskertum sálargáfum fram til hins síðasta, las blöðin og nýjar bækur, sem hún náði í og ræddi um innihald þeirra við þá, sem gátu talað með um það. það sem bagaði hana einna mest, var heyrnarleysi, sem fór að bera á um sjötugsaldur eða jafnvel innan við það, og ágerð- ist meir og meir með aldrinum, og var orðið svo mikið undir hið síðasta, að ókunnugir áttu bágt með að halda uppi samræfðum við hana. Sjálf varð hún burtferðar- stundinni fegin, en vinir og vanda- menn renna þakklátum huganum eftir henni út yfir dauðans hafið og geyma kærar endurminningar í þögulu brjósti. N. Fundur Bókmentafélagsins var haldinn 17. júní. Var hann fá- mennur og gerðist þar fátt sögu- legt. Heiðursfélagar voru kjörnir þeir dr. Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður, Páll E. ólason prófessor og Valtýr Guðmunds- son prófessor í Kaupmannahöfn. Nokkur hreyfing var fyrir því, að Skírnir yrði stækkaður og kemst það sennilega í framkvæmd á næisa ári. Á þingniálafundum Klemensar Jónssonar í Rangárvallasýslu hreyfði enginn andmælum og má því álíta að sýslan sé eindregið með Framsóknarflokknum. Enda er það eðlilegt, því Framsóknar- flokkurinn er bændaflokkur og Rangárvallasýsla er bæmdakjör- dæmi fyrst og fremst. Er því von að Rangæingar séu Framsóknar- menn. Embættisprófi í lögum hafa ný- lokið hér við háskólann Guðmund- H.f. Jón SigmtuidSBon & Co Millur og alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson guUsmiöur. Sími 888. — Laugaveg 8. Sjó- og bruna vátryggíngar. Simar: Sjótryg-ging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 300 Vátryggið hjá ísíensku félagi. Reykir Capstan Navy Cut, Tóbaksverslun íslands h.f. Samvinnuskólinn 1926—27. Skólatíminn 7 mánuðir, fi’á 1. okt. til aprílloka. Kenslugreinar: Samvinnusaga, félagsfræði, hag- fræði, verslunarsaga, verslunar- löggjöf, verslunarlandafræði, bók- færsla, reikningur, verslunan’eikn- ingur, skrift, vélritun, íslenska, danska enska og fyrir þá sem þess óska sérstaklega byrjunar- kensla í þýsku og frönsku. 1 fjarveru skólastjórans tekur Rannveig Þorsteinsdóttir í Sam- bandshúsinu móti umsóknum og svarar fyrirspurnum skólanum viðvíkjandi. ur Benediktsson með 1162/3 st., (I. einkunn), Tómas Guðmunds- son með 952/3 st. (II. betri), og Tómas. Jónsson með 1002/3 ,st. (II. einkunn betri). Landkjörsframbjóðendur halda nú daglega þingmálafundi á Suð- vesturlandi. Aðsókn víðast góð. Landsfundi kvenna var lokið 14. þ. m. Verður sagt frá honum síðar. „Óðinn“. Hið nýja strandferða- skip íslands er nú smíðað. Hefir það farið reynsluferð og verið afhent ísl. stjórninni. Ritstjóri: Tryggri pórhaUssœá Píentam. Aeta,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.