Tíminn - 03.07.1926, Síða 2
118
TlMINN
Konungsgarður.
Síðan vér fengur fullveldi vort
viðurkent, hefir það verið að
flækjast í mínum hug, að þessu
„kongsríki" væri það ekki skamm-
lausit að eiga engan konungsbú-
stað. Mér þykir því vænt um,
að Tíminn hefir hreyft þessu
máli og vildi nú leggja nokkur
orð í belg.
Það fer hér sem oftar, að
vandi fylgir vegsemd hverri, og
meðan vér heitum kongsríki, verð-
um vér að sýna einhvern lit á því,
að það sié meira en nafnið, þó
alt verðum vér að sníða eftir
efnum vorum og ástæiðum. Hvað
sjálfan konunginn snertir virðist
mér aðallega vera um þrent að
gera: 1) að sjá konungi fyrir
sæmilegum bústað í Rvík, 2) að
sjá honum fyrir einföldum en
sómasamlegum sumarbústað í
sveit, þar sem hann gæti stund-
að laxveiði o. fl. sjer til skemtun-
ar og 3) að greiða honum „borð-
fé“ af vorum hluta.
Það mun vera einsdæmi í
kongsríki, að enginn sé konungs-
garður og að konungur þurfi að
vera „á flækingi", eins og Tíminn
kemst að orði. Bæði er þetta
landinu til skammar og sennilega
dýrara að öllu samtöldu en að
byggja dálítinn konungsgarð. I
hvert sinn 6em konungur heim-
sækir oss verðum vér að rjúka
upp til handa og fóta til þess
að hola honum einhversstaðar
niður á sómasamlegan hátt, og
talsvert fé gengur í súginn til
þessa. Eg hefi því lagt það til,
að í skipulagi Reykjavíkur verði
ákveðinn hæfilegur staður fyrir
konungsbústað. Húsið þyrfti ekki
að vera ýkja stórt og vel mæltti
nota mikinn hluta þess í þarfir
landsins og stjórnarinnar þegar
konungur er fjarverandi, en auð-
vitað til þess eins, sem þoka
mætti burtu með stuttum fyrir-
vara.
Tíminn stingur upp á því, að
einstakið menn leggi fram fé til
þess að byggja húsið. Vel má
vera að fé féngist til þess, ef
vel áraði, en ekki kann jeg við
þetta. Hér er ekki að tala um
neinn persónulegan greiða við
konung vorn, sem hann ætti að
vísu skiíið fyrir framkomu sína
í sjálfstæðismálinu, heldur al-
menna ríkisnauðsyn, sem landinu
ber að sjá fyrir engu síður en
nauðsynlegum húsakynnum fyrir
stjórnarráðið. Það má eins fara
fram á, að konunghollir menn
byggi sómasamlega stjómarráðs-
byggingu, því gamla „stjórnar-
ráðið“ er orðið allsendis ófull-
nægjandi og nálega til skammar.
Eg býst við, að konúngsgarð-
ur verði nauðsynlegri með hverju
árí sem líður og ekki ósennilegt,
að konungur eða asittmenn hans
komi hingað flest sumur þegar
tímar líða.
Minna má á það í þessu sam-
bandi, að vér erum að þessu
leyti ver settir en smáríkið San
Marino, sem hefir liðug 10 þús.
íbúa. San Mariningar hafa lengi
átt snotra stjórnarhöll og hafa
þar meðal annars ágæta sam-
komusali. Þeir þóttust ekki geta
án hennar verið.
Sumarbústaðar konungs mætti
vel vera yfirlætislaus og óbrot-
inn en honum þyrfti að vera vel
í sveit komið, þar sem laxveiði
væri góð og fagurt um að litast.
Má ganga að því vísu, að kon-
ungi væri það kærkomið að geta
lifað nokkra daga í ró og næði
er hann kæmi hingað, og eflaust
hefir hann allan vilja til þess að
kynnast íslenskri alþýðu og hög-
um hennar. Mætti alt þetta leiða
til þessi, að konungar skoðuðu sig
engu síður íslenska en danska,
lærðu ílensku til fullnustu o. fl.
þvíl.
Borðfé konungs er nú líklegra
öllu minna en vér yrðum að gjalda
forseta lýðveldis, þegar öll kurl
kæmu til grafar. Vér höfum
borgað það skilvíslega svo sem til
var skilið, en hálf óviðkunnanlegt
þykir mér það, að konungur er
víst eini starfsmaður ríkisins, sem
ekki fékk neina dýrtíðaruppbót.
Eg held við hefðum verið jafn-
lifandi eða dauðir fyrir því, þó
hann heði setið við sömu kjör og
aðrir.
Ef einhver kynni að svara því,
að konungsstjórn standi á völtum
fæti á þessum dögum og vand-
sjeð hvort búa þurfi í haginn
fyrir hana, þá er því að svara,
að vér þurfum ætíð að sjá sóma-
samlega fyrir stjórnanda landsins,
hverju nafni sem nefnist. San
Mariningar hafa engan konung,
en nauðsynin var eigi að síður
hin sama hjá þeim og oss.
Að mínum dómi tekur alt þetta
mái alls ekki til pólitisku flokka-
deildanna. Kjami þess er sá, að
íslenska ríkið komi sómasamlega
fram í hvívetna eftir því sem
efni og ástæður leyfa. Og það
er ekki nema fjöður af fati voru að
koma þessum málum í gott lag
þegar um hægist og fjármálin
komast í betra lag.
Guðm. Hannesson.
Smjörlíkisgerð. — Reykjavík
1111 m 11 m i m i n 1111 iT rrHiivriTiiTTTTiiiiozrn:iTxii!iiiniiiEniin:iij:i.riiJz
HAVNEM0LLEN
KAUPMANNAH0FN
mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti.
Meiri vörugæði ófáanleg.
S.X.S. slciftljr eizrxgröm-g-u. ^r±ð o^lc-Lir.
Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
Kaupum ull hæsta verði.
Eflið hag yðar og aukið notkun á íslenskum v ö r u m.
FATADÚKAR frá „Álafossi" eru haldhestir og ódýrastir. Alkemba
(lopun) á uil er ódýrast, best og fljótast unnin.
"Verslið -við „Álafoss“
Sími 404. Hafnarstræti 17.
VIÐBÆTIR.
Mér þótti væmt um að fá grein
Guðm. Hannessonar til stuðnings
þeirri hugmynd er eg kastaði
fram í Tímanum fyrir nokkru.
Það er mín skoðun, að það sé ís-
lenska ríkinu ósamboðið, að hafa
ekki hús yfir sinn æðsta embætt-
ismann og eins tel eg það því
ósamboðið, að hafa ekki húsa-
kynni, þar sem hægt sé að taka
sómasamlega á móti útlendum og
inniendum gestum, sem stjóm og
þing þurfa að sýna sóma*). —
Þessi bygging á auðvitað að
vera eign ríkisins, en mjer þætti
vel við eiga, að einstakir menn
*) Hér má bæta við og Reykjavík-
urbær, meðan sjálfur liöfuðstaðurinn
á ekkert ráðhús.
I kostuðu hana að einhverju leyti,
eins og til dæmis Danir hafa
gert með Ki’istjánsborgarhöll.
Ríkið kostaði húsið sjálft, en ein-
staklingar skutu saman miklu fé
til þess að skreyta það innan. Er
hér gott tækifæri fyrir listamenn
vora að sýna snild sína, því auð-
vitað ætti sem mest af skraut-
inu að vera íslenskt.
Svo ætti að selja timburhjall-
inn við Tjarnargötu, sem einu-
sinni var ráðherrabústaður, enda
er sjálfsagt að ráðherrarnir sjái
sér sjálfir fyrir íbúðum og engin
meining í því, að láta einn af
þremur hafa embættisbústað, en
vönduð og vegleg húsakynni til
risnu verður hið fullvalda ríki að
hafa. H. H.
Frá ársþingi
Kennarasambandsins.
Sjötta ársþing Sambands ís-
lenskra barnákennara kom saman
í Reykjavík sunnudag 20. júní s.
]., og stóð til 24. s. m. Sóttu það
alls um 70 kennarar hvaðanæfa
af landinu.
Bjarni Bjarnason skólastjóri for-
maður sambandsins setti fundinn
með stuttri ræðu. Því næst var
gengið til kirkju og hlýtt á messu
hjá sr. Friðrik Hallgrímssyni.
Á mánudag hófust aðalstörf
þingsins. Formaður gerði þá grein
fyrir störfum stjórnarinnar á
liðnu ári, og var þetta hið helsta:
1. a. Kennaraþingið í Helsing-
fors. Þar höfðu, að tilhlutun sam-
bandsistjóraarinnar, mætt fyrir
hönd ísl. kennara iþeir próf. Sig.
Nordal og Ásgeir Ás'geirsson al-
þingism.
b. Skrifleg próf. Stjórn Sam-
bandsins var á síðasta ársþingi
falið að hlutast til um 'það,, að
komið yrði á sameiginlegum,
skriflegum prófum í öllum barna-
skólum landsins. Leitaði hún fyrir
sjer um framkvæmdir í því máli
hjá kenslumálastjóm landsins,
bæði bréflega og munnlega, en
það bar engan árangur.
c. Íslandskortið. Þar er komið,
að kortið mun verða prentað í
sumar, og verður til sölu í haust.
d. Reikningar sambandsins voru
þá lesnir upp og samþyktir. I
sjóði voru nálega kr. 900,00.
2. Kiistindómsfræðsla. Sr. Frið-
rik Hallgrímsson hóf umrælður.
Taldi hann biblíuna ekki einhlíta
sem hjálparrit við kristindóms
fræðslu, og vildi hafa tvennskon-
ar biblíusögur, aðrar við hæfi
ungra barna, en hinar fyrir nokk-
uð þroskuð börn. Kver taldi hann
og þurfa, en mjög varúðarvert að
nota lengi hið sama. Utanaðlær-
dóm taldi hann og góðan ef skyn-
samlega væri' með farið. Rætt
var nokkuð um þetta, og voru
menn yfirleitt ásáttir.
Ásgeir Ásgeirsson taldi það eðli-
legustu skiftingu hlutverka milli
skóla og kirkju 'að skólinn ann-
ist sögulega kristindómsfræðslu,
en kirkjan hina trúfræðilegu.
Taldi hann og grundvöll að þess-
ari skiftingu lagðan í fræðslulög-
unum nýju.
3. Söngkiensla í skólum. Máls-
hefjandi var Aðalsteinn Eiríks-
son, kennari. Vildi hann láta
leggja miklu meiri rækt við söng-
kenslu í barnaskólum en verið
hefur, og Ifaldi einkum ástandið
í barnaskóla Reykjavíkur óviðun-
•0C--J
Grænlandsmál.
Grænlandsmálið er nú orðið
dagskrármál. Einstakir áhuga-
menn eru búnir að hreifa því
í blöðum og tímaritum hér á
landi, til þess að minna oss á,
hvað forfeður vorir gátu og
gerðu, þeir, er unnu oss for-
réttindi á Grænlandi. Vér eigum
þá líka að minnast þess, að rétt-
indum fylgja skyldur.
Nú eru stiórnir fjarlægra þjóða
farnar að teygja hverja kló í átt-
ina til Grænlands, en stjórn Is-
lands hefir litið undan og lagst
á eyrað.
Nú eru útgerðarmenn í Noregi
búnir að finna fiskimiðin við
Grænland, teknir til að hirða
mestu uppgripin og neyta allra
bragði til þess, að fá þaðan sem
mest Té og fljótlegast. — En
landar vorir sitja rólegir, og halda
að sér höndum.
Nógu margir sjómenn fá að
hvíla sig hér í sumar, og nóg
væri eftir af skipum við garðinn,
þó 2 eða 3 hefðu farið tilrauna-
för í Grænlandshöfin, og fengið
skaðatrygging í sektafénu fyrir
landhelgisbrotin.
En Alþingi hefir sýnt, að alt
ofan frá 10.000.000 járnbraut,
niður í 100 kr. betligjöf sé sjálf-
sagðara umtalsefni og þjóðinni
þarflegra, en afli til frambúðar
af sjó, og atvinna þjóðarinnar.
Þverrandi afli á fiskimiðum ís-
lands, er alvarlegra málefni en
svo, að athafnamennirnir megi
láta það afskiftalaust. Þeir verða
að bera ráð sín saman, og fram-
kvæma það er farsælast sýnist.
Ef Norðmenn græða á því, að
fara frá sínum auðugu fiskimið-
um — á vissum tímum — fram-
hjá fiskimiðum Islands, og alla
leið suðvestur fyrir Grænland.
Er þá slíkt hið sama ókleift Is-
lendingum, sem eiga að sækja
svo miklu skemmri leið?
Sumir virðast í þessu máli
hræddir við Dani. Halda þeir
Dani verri nú en fyrir tveimur
öldum — eftir miðdik einokunar?
Af því eg held að almenningur
héí' á landj viti| ekki hvað Dan-
ir vildu gera í Grænlandsmálum
á þeim tímum, þá set eg hér sutt
ágrip: Fyrst um það þegar Grænl.
var týnt, og svo yar um það, er
Danir vildu fá íslenska bændur
til Grænlands. — Skoða eg það
hjartastyrkjandi gegn Dana-
hræðslu, en þægðarlyf fyrir þá.
Meðan Grænland var týnt,
Byrja eg þar, sem F. J. endar
sögu Grænlands (Um Grænland,
Kmh. 1899, bls. 47) og segir
grænlensku sögnina um bardaiga
við Skrælingja og fall síðasta
bóndans á Grænlandi. Það bafi
hlotið að verða „um 1500 eða
ekki alllöngu þar á eftir“.
Ef treysta má frásögn Ann-
ála (J. S. 8°, 88 — með saman-
burði við Skarðsárnn., Seiluann.
o. fl.) sýnist, þessi sorgaratburð-
ur hafa orðið nær miðri 16. öld
en byrjun hennar. Gæti og eins
vel verið enn síðar.
I Ann. segir frá því, að á árinu
1534 (réttara þó 1535, eða jafn-
vel 1527) hafi ögmund biskup
Pálsson hrakið undir Grænland,
er hann var á heimleið frá Nor-
egi. Þóttist hann þekkja Herjólfs-
nes og sá þar fólk með lambfé
við stekk. Efalaust á lýsing
þessi við ættmenn íslendinga.
Skrælingjar hefðu heldur elt ein-
stakar kindur með örvum sínum,
en að temja þær við stekk.
Þá er þess getið í Annálum, að
Danir hafi byrjað að leita Græn-
lands árið 1579*). Skipherrann
(Jakob Alldal) kom hér við land,
að Kirkjuvogi — sennilegast til
þess meðal annars, að leita upp-
lýsinga um stefnuna og ferðalag1-
*) Sama órið sendi Fr. kon. II., 6
byssur og 8 spjót, gefist í hverja
sýslu hér ó landi „til varnar gegn
útlendum illræðismönnum".
ið. Þá hafði verið lengi áður svo
ástatt, að enginn Norðurlandabúi
kunni leið, eða hafði komið til
Grænlands.
Sýnist líklegast að landið hafi
verið týnt alla 16. öldina — lík-
lega nokkru fyr, og ekki fundist
aftur frá Norðurlöndum eða sigl-
ing komist þangað, svo víst sé,
fyr em um miðja 17, öld. Samt
getur verið, að skip ýmsra þjóða
hafi hröklast þangað á þessum
tíma. Og Þorv. Thor. getur þess
(Lfr.s. I. 147), að enskur land-
könnuður hafi komið hingað til
lands frá Grænlandi 1586. Vitan-
lega hafa Danir frétt um þá ferð,
en orðið litlu nær að öðru leyti.
Aftur gera Danir leitartilraun
1607, og fá þá með sér íslenskan
háseta.
1613 voru spánskir hvalaskutl-
arar á 18 skipum kringum Is-
land. Einn þeirra hraktist 9 daga
fyrir ís, og komst að Grænlandi.
Sáu þeir í fyrstu ekki til manna
á landi, en fengu brátt kveðju
þeirra: beinörfaskot, er drápu 3
skipverja. Sáu svo heilan her
manna, þá er þeir hurfu frá landi.
Sé þessi saga sönn, er augljóst,
að þá hefir gestrisnin íslenska
verið flúin úr landi, eða jarðsett
áður á þessum stað.
Þessi hræjðsla skrælingja og
herför móti skipsmön»um, gæti
jafnvel bent á það, að ófriðurinn
við gömlu íbúana og útrýming
þeirra hafi þá verið nýlega um
garð gengin, eða foringjum þeirra
í fersku minni.
Ekki er þess getið, að land-
könnuðurinn enski yrði fyrir
slíkri heimsókn, 27 árum fyr.
Og 39 árum síðar, voru skrælingj-
ar vingjarnlegir og meinlausir.
Mun það og eðli þeirra, að vera
illvígari og örari til hefnda fyrir
mótgerðir, en til áreitni að fyrra
bragði*). Hitt getur líka verið,
að Spánverjar hafi byrjað á
„glettingum" við Skrælimgja —-
þó þess sé ekki getið. Slíkt gerðu
þeir nokkrum sinnum hér á landi.
Skömmu síðar, 1619, kemur hing-
að konungsbréf: „Að menn færu
af íslandi að ári að leita Græn-
land“, á konungsskipi. Og skyldi
þeim, er færu, séð fyrir lífsupp-
eldi þaðan í frá.
Ekki er kunnugt að þessar
þrjár tilraunir Dana, sem þegar
eru nefndar, hafi borið nokkurn
árangur, og líða svo enn rúmir
þrír tugir ára.
Árið 1652 bjuggust Danir enn
*•) hykir mér trúlegast, að það
liafi orðið fyrsta deilu- og bardaga-
ofni milli vestrænu og auslrænu
íhúanna, að Skrælingjar hafi skotið
búfé, eins og hver önnur villidýr.