Tíminn - 10.07.1926, Side 1

Tíminn - 10.07.1926, Side 1
. £*3faíMfcti \ ' afgteiésIuTnaöar Cimans ct 5 i s a r 4 « i r 3 111 r i f * f o n, .■xsmfeanlsþéismss, Sí'ffjfitsff ^fgrci&sla Címaní «t i Samíxmb6Í)óabiu (Dptrt laglega 9—f2 f. Ij. Simi X. ár. Þingvallanefndin \gerir ráð fyr- ir því, að ríkið verði að reisa á Þingvöllum veglegt gistihús, sem mundi kosta of fjár. Þetta er al- veg rétt. Valhöll og konungsskáli eru Þingvöllum og landinu til skammar. En þetta nýja gistihús, sem óhjákvæmilegt er að byggja, verður að standa tómt níu mán- uði ársins, eða því sem næst. Þess vegna virðist vera mjög eðlilegt, að nota húsið hina mán- uði ársins til skólahalds. Það skal að vísu fúslega játað, að Þingvellir hafa ýmsa ann- marka sem skólasetur. Þar er bú- jörð lítil og ekki hverar til upp- hitunar, en hinsvegar er vatnsafl nægilegt til að framleiða rafmagn til ljóss og hita. Og svo gera hin- ar sögulegu endurminningar stað- inn helgari en nokkurn annan blett á íslandi. Sýslunefnd Árnessýslu hafði valið skólanum stað á Laugar- vatni, og er því best að athuga gerðir hennar og það sem með þeim stað mælir. Er þar skemst frá að segja, að þegar Þingvöll- um sleppir, þekki jeg engan stað á Suðurlandi, sem betur er fall- inn til skólaseturs en Laugar- vatn. Þar er náttúrufegurð mikil bæði sumar og vetur. Skógur í hlíðinni fyrir ofan bæinn, og skógræktarstjóri segir að hvergi á íslandi séu betri skilyrði fyrir skógrækt en í Laugardal. Þar eru heitar laugar í túninu til þess að hita upp með skólahúsið, bújörð góð, þó það sé reyndar ekki höf- uðskilyrði, því skólinn þarf ekki að hafa bú, heldur má kaupa nauðsynjar að, þó það sennilega yrði dýrara, vatnsafl nálægt til að reka rafstöð, og engum óvit- lausum manni ætti að koma til hugar, að lýsa og hita skólahúsið með olíu og kolum nú á dögum.*) Á Laugai’vatni eru ennfremur ágæt skilyrði til allskonar íþrótta- iðkana. Frægir sögustaðir (Skál- holt, Þingvellir og Haukadalur 0. fl.) í nágrenninu og auðvelt að komast þangað. Samgöngur góð- ar og greiðar í allar áttir. Að vísu liggur staðurinn í útjaðri láglend- isins, en það gerir ekkert, til, eins og tekið var fram í síðasta blaði. Menn eru að tala um að hægara væri fyrir Rangæánga að sækja skólann ef hann væri til dæmis á Ólafsvöllum eða þar í grend, heldur en ef hann væri á Laugarvatni. Nú skulum vér at- huga þetta. Hugsum oss pilt sem á heima austur undir Eyjafjöll- um, eða jafnvel fyrir austan Mýrdalssand. Hann fer í skólann og ferðast ríðandi. Hann getur sparað hálfa, eða í mesta lagi heila dagleið, ef skólinn er aust- arlega í Ámessýslu. Hálfa dagleið um haustið og annað eins um vorið. Þetta er inú alt 0g sumt. Skólinn hlýtur að verða þvínær eingöngu heimavistarskóli, þó ef *) pess þurfum vér íslendingar vandlega að gæta, að gera oss sem mest óháða útlendu eldsneyti, og ljósmeti, en nota þau gæði, sem til eru í landinu sjálfu. Auk þess, sem þetta yrði fjársparnaður fyrir landið, þá getur hið pólitíska ástand í heim- inum, vinnudeilurnar og öil hin mikla ókyrð í lifi stórþjóðanna orð- ið þess valdandi, að mánuðum sam- an verði hvorki hægt að fá kol né olíu liingað til lands. Revfejavflt 10. júlí 1926 33. biaö BARRATTS-^S? Þetta ágæta baðlyf mun elst í notkun hér á landi og þektast. Það er notað í öllum fjárræktarlöndum og hafa vísindin tvímælalaust sannað ágæti þess. Kaupmenn og kaupfélög, sendið pantanir yðar til Magnúsar Matthíassonar, Túngötu 5, Reykjavík, eða beint til undir- ritaðs einkasala fyrir Island á Barratts-baðlyfjum. Stærð íláta eftir vild kaupenda. Louis Zöllner, Newcastle on Tyne. Stýrimannaskólinn. Þeir nýsveinai’, sem vilja fá inntöku í Stýrimannaskólann næsta vetur, sendi forstöðumanni skólans beiðni um það fyrir 1. september, ásamt áskildum vottorðum (sjá B-deild Stjómartíðindanna 1924, bls. 113—114, 7.-9. gr.). Reykjavík, 28. júní 1926. PÁLL HALLDÓRSSON. til vill gætu einstöku piltar geng- ið til hans frá nágrannabæjun- um.*) Laugarvatn virðist hafa alla kosti til að bera, sem skólasetur, en Grafarbakki (eða Hveraheiði) hefir fátt til síns ágætis, nema hverahitann, sem að vísu er mik- ilsvirði. En vel má vera að finna megi ýmsa sitaði sunnanlands, þó eg ekki þekki þá, sem séu eins fagrir og hentugir til skólaseturs og Laugarvatn, og það sé fjarri mér að vilja einskorða skólahug- myndina við Laugarvatn. Mér er alveg aama hvar skólinn er, ef staðurinn aðeins hefir þau skil- yrði, sem áður hefir verið bent á. Það er næsta óviturlegt, að gera þetta mál að æsingamáli, eða ætla að láta almenna atkv.gr. á fund- um skera úr því, hvar skólinn eigi að vera. Það er aðeins til þess að ala á sundrung og ósam- þykki. Menn verða aldrei sammála um neinn stað, ef Islendingar eru sjálfum sér líkir méð sundurlynd- ið. Hér er til ágætt dæmi. í fyrra var ákveðið að reisa heilsuhæli á Norðurlandi. Það er bygt með samskotafé og ríkisstyrk, alveg eins og Suðurlandsskólinn. Það gekk vel að safna fénu, en þegar átti að ákveða staðinn brast sam- komulagið og deilur hófust milli manna. Má guð vita hvar það hefði endað, ef forstöðunefndin hefði ekki bundið enda á málið og ákveðið staðinn með samþykki landlæknis og húsameistara ríkis- ins, og þó nokkur urgur væri í sumum mönnum fyrst í stað, þá virðast allir nú vera orðnir hjart- anlega ánægðir með staðinn. Eins mundi fara í Árnessýslu. Eins og M. H. benti á, er nú svo mikið fé fyrir hendi, að það vantar aðeins herslumuninn til til þess að koma skólanum á fót — 'og svo samkomulag um stað- inn. — Það væri óskandi að Ár- nesingar gætu nú í snatri komið sér saman um að útvega það sem á vantar af fénu og fela svo skólanefndinni allar framkvæmdir í málinu. Svona máli verður fá- menn nefnd að ráða til lykta, en ekki allur almenningur og síst af öllu má hreppapólitík komast að. Nú er hægt að fá styrk úr ríkis- sjóði, en það er ekki víst að það verði auðvelt á næstu árum, ef málið verður dregið á langinn. Nú fara erfiðir tímar í hönd, og líkindi til að næstu þing verði spör á fjárveitingar. Hér þarf því að hafa hraðann á. Það er slæmt að Rangæingar og Skaftfellingar skyldu ekki vera með Árnesingum í þessu máli. En það dugar ekki að bíða eftir þeim, enda er það víst, að ef skólinn kemsit upp, þá munu austari sýslurnar líka bráðlega senda unglinga sína í hann, og þá yrðu þær líka að taka þátt í kostnaðinum. Nú sem sitendur verður unga fólkið á Suðurlandsundirlendinu, sem vill afla sér einhverrar ment- unar annarar en þeirrar, er bama- skólarnir láta í té, að leita í Rvk eða Hafnarfjarðar (á Flensborg- arskólann). En þetta hefir þætr af- leiðingar, að mikið af æskulýðnum *) í Danmörku og fleiri löndum er algengt að liafa stutt námsskeið á undan uppskerutímanum, bæði fyrir sveitafólk og fyrir ungt fóik úr borg- unum, í sumarleyfinu. þetta verður sjálfsagt cert líka hér á landi er tímar líða. sest að í bæjunum, og er tapað fyrir sveitimai’. Skólinn á að vera eú taug, sem tengir unglingana við átthagana. Það er því brýn þörf á því, að koma honum upp sem fyrst, á svo fögrum og skemtileg- um stað, sem mögulegt er, og vanda til hans, eins og framast er auðið. H. H. ----0--- Landskjörið. Nú eru fréttir komnar um þátt- töku í kosningunum í flestöllum kaupstöðum og sjóþorpum lands- ins og rúmum helmingi sveitahér- aðanna. Er það eitt að segja, að allir kaupstaðimir 0g sum sjó- þorpin hafa kosið ágætlega, en í sveitum hefir þátttakan verið frámunalega lítil, miklu minni en við landkjörið 1922. Nákvæmar tölur um atkvæðafjölda er ekki enn hægt að fá, en þegar áreiðan- legar fréttir eru komnar úr öll- um kjördæmum landsins, mun Tíminn flytja skýrslu um þáttt. í kosningunum nú, og svo til sam- anburðar atkvæðatöluna frá 1922. Talsverðir gallar era sagðir hafa verið á kosningunni í Mýra- sýslu. Þar var kosið heima í sum- um hreppum, enda þótt heima- kosningar væru afnumdar með lögum á þinginu 1924. Þeir sem fyrir þessu hafa staðið, hvort sem það er sýslumaður eða hreppstjórar, virðast ekki fylgj- ast vel með í lögunum, og ættu þeir þó að hafa Stjómartíðindin við hendina. Einn hreppstjóri var svo áfjáður að hann fór í annan hrepp til að láta kjósa. Hann má hafa háar hugmyndir um valdsvið sitt maðurinn sá. Sennilega má taka burt og ógilda atkvæði þau, sem greidd voru heima, því þau eru í um- slögum. Þegar talin verða saman atkvæðin úr hreppunum og látin saman í einn kassa. Annars verð- ur að ógilda kosninguna í allri sýslunni. ----o---- Vínsmyglun. Fyrir skömmu fund- ust fyrir norðan allmiklar birgðir af spíritus og sterkum vínum, sem i faldar höfðu verið. Málið var rannsakað og kom það í ljós, að Jón Guðmundsson, sem áður hefir fenjgist við smyglun hafði verið þarna að verki. Hafði hann flutt vínið norður á vélbát og komið því fyrir, svo hefir átt að selja það smátt og smátt. — Nú er rannsókn í vínsmyglunarmálinu lokið'og hinir ákærðu látnir laus- ir gegn tryggingu. Hafa þeir ját- að að hafa fengið vínið úr þýsk- um togara undir Jökli, alls um 1900 lítra í 10 lítra dunkum og var það falið á þremur stöðum, en lítið eða ekkert mun hafa ver- ið selt af því, en talsvert drukkið af skipshöfninni í ferðalaginu fram og aftur. Um 800 lítrar fundust. Enginn hinna ákærðu þykist vera eigandi áfengisins. Einn hinna ákærðu er Bjami Finnbogason frá Búðum. Kveður hann Jón eiganda áfengisins, en Jón aftur Bjai’na. Fallegur félags- skapur það. ---0--- Kjöttollsmálið. Fyrir skömmu var til umræðu í norska stórþinginu fyrirspurn til stjórnarinnar frá stórþings- manni, Andersen-Rysst í Ála- sundi, um samkomulag Norð- manna og Is lendinga út af kjöt- tollsmálinu. Fyrirspumin hljóð- aði svo: „Hefir stjórnin veitt því eftir- tekt, hverjum erfiðleikum fiski- menn vorir mæta við ísland og ætlar hún að gera nokkuð til að lagfæra það mál?“ Fyrirspyrjandinn taldi nú fengna tveggja ára reynslu fyrir því, að framkoma íslenskra stjórn- arvalda gegn norskum fiskimönn- um, sem stunda veiðar við Island, væri ekki svo „velviljuð", sem til- skilið hefði verið í samnngunum 1924, enda hefði sá samningur verið gerður án íhlutunar fulltrúa fiskiveiðanna í Noregi. Þyrfti stjórnin að taka málið til athug- unar svo þær reglur sem íslend- ingar hefðu fylgt undanfarin tvö ár ekki fengju hefð á sig. Verslunarmálaráðherra Robert- son gat þess í svarræðu, að lítið bæri á þeim „velvilja“, sem til- skilinn hefði verið á samningun- um. En viðskifti íslendinga og Norðmanna hefðu lengi verið vin- samleg og því von um að góð skipun fengist á málinu. Ef til- raunir til bæfttrar skipunar á mál- inu ekki bæri viðunandi árangur væri ekki annað fyrir hendi af Norðmanna hálfu en segja upp samningnum. Fyrv. verslunarmálaráðherra, Rye Holmboe, gat þess að enginn formlegur samningur hafi verið gerður, heldur fengju Norðmenn nokkrar í vilnanir á íslandi gegn því að lækka toll á ísl. saltkjöti. Segist hann hafa skrifað Sveini Björnssyni sendiherra vorið 1925 um kvartanir fiskimannanna og sagst mundu leggja til, að kjöt- tollurinn yrði hækkaður aftur, ef ekki yrði breytt um framkomu við norska fiskimenn, sem veiðar stunda við Island. Við þessu bréfi kveðst hann ekki hafa fengið svar. Nokkrir fleiri þingmenn tóku til máls og hnigu ummæli þeirra að því, að Norðmönnum, sem hér stunda veiðar, hefði ekki verið sýndur sá „velvilji", sem samning- ar stæðu til. Létu tveir fulltrú- ar bændastéttarinnar þess enn- fremur getið, að norskir bændur hefðu orðið fyrir óhagnaði vegna kjöttollssamninganna, sem þó virtust ekki hafa orðið norskum fiskimönnum að því liði sem til var ætlast. Málið hefir vakið talsverða at- hygli í Noregi og flest blöð gert það að umræðuefni. Hafa reyndar áður heyrst kvartanir sama efnis, en þeim virðist aldrei hafa verið jafn mikill gaumur gefinn sem nú. Það merkilegasta við þessar umr. má þó telja það, að ekki hefir heyrst að ræðismaður Norð- manna hér á landi hafi kvartað fyrir hönd landa sinna og á hann þó að vera því kunnugastur af öllum Norðmönnum, hvernig ís- lensk stjórnarvöld hafa komið fram gagnvart norskum fiski- mönnum sem veiðar stunda hér við land. Sé umkvartanir Norðmanna á rökum bygðar að einhverju leyti, — en á það verður enginn dómur lagður að svo komnu hér í blað- inu, — ber stjóminni hér hin brýnasta skylda til að halda þá samninga, sem gerðir vom við Norðmenn 1924. Og að órannsök- uðu máli skal ekki efast um að svo hafi verið gert og svo muni verða gert eftirleiðis. Engar upplýsingar liggja fyrir um það, að opinberlega hafi kom- ið fram kænir til íslensku stjóm- arinnar út af vanefndum á því samkomulagi sem varð milli Is- lendinga og Norðmanna um kjöt- tollinn og fiskiveiðarnar 1924. Og á meðan svo er ekki, er ástæjðu- laust að deila um málið. -o- Konungur skipaði nýlega Jón Þorláksson forsætisráðherra ís- lands; hann gegnir framvegis em- bættinu sem fjármálaráðherra auk þeirra starfa, sem sérstaklega heyra undir forsætisráðherra- embættið. Magnúsi Guðmundssyni er falið að gegna dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu jafnframt sínu em- bætti Ráðherramir verða því að- eins tveir til næsta þings, hvað sem þá tekur við. Það var ofureðlilegt, að Jón Þor- láksson yrði forsætisráðherra, eft- ir dauða Jóns Magnússonar, því hann hefir haft sig mest frammi af íhaldsmönnum á þingi. Hann er fulltrúi hins harðsnúnasta íhalds í landinu, og er því ástæða til að ætla, að stjómmálalínumar muni skýrast og skerpast þegar hann er tekinn við völdunum, og vafalaust mun flokkabaráttan harðna að miklum mun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.