Tíminn - 24.07.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1926, Blaðsíða 2
128 TÍMINN Bjarni Jónsson frá Vogi Þau tíðkast hin breiðu spjótin. Fjórir hinir þjóðkunnustu menn á íslandi hafa fallið í valinn á fárra daga fresti. Nú síðast einn hinn kunnasti íslenskra stjóm- málamanna, Bjarni Jónsson frá Vogi. Andaðist hann á heimili sínu hér í bænum að kvöldi 18. j). m. Gat sú fregn engum komið á óvart, því að síðasta árið, og lengur reyndar, tók Bjami Jóns- son ekki á heilum sér. örfáa fyrstu dagana sat hann síðasta þmg, og var allatið mikið veik- ur síðan. Bjami Jónsson var fæddur á Miðmörk undir Eyjafjöllum, 13. okt. 1963. Hafði séra Jón faðir hans þá nýlega fengið veitingu fyrir Stóradal undir Eyjafjöllum, en fluttist þaðan, fjórum árum síðar, fyrst að Prestsbakka í Hrútafirði, síðan vestur í ögur- þing 1871, og loks að Skarðsþing- um 1873, og dvaldist þar 1 18 ár. Ólst Bjami þar upp, í Vogi á Skarðsströnd, og kendi sig við þá jörð jafnan síðan. I föðurætt var Bjarni Húnvetn- ingur, en móðurættin var úr Skaftafellssýslum, einkum úr Ör- æfum; faðir hans var sonur Bjarna bónda Jónssonar í Finns- tungu í Húnavatnssýslu og Elínar Helgadóttur Guðmundssonar bónda á Litla-Búrfelli í Svínadal í Húnavatnssýslu. Helga, kona sr. Jóns og móðir Bjarna, var dóttir Árna bónda á Hofi í Öræfum, Þor- varðssonar, Pálssonar, Eiríksson- ar, Jónssonar bónda á Hnappavöll- um í 'Öræfum, Einai’&sonar. En Þórunn móðir Helgu var dóttir Péturs bónda á Hofi í öræfum, Þorleifssonar lögréttumanns í ör- æfum, Sigurðssonar sýslumanns í Vestmannaeyjum, er dó 1765. Rúmlega tvítugur settist Bjarni í 3. bekk latínuskólansi og tók þaðan stúdentspróf 1888. Hjelt síð an áfram námi í Khöfn og lauk kennaraprófi í gömlu málunum, latínu og igrísku, 1894. Fluttist þá heim og gegndi kenslustörfum við latínuskólann til 1905. Var Bjami ágætlega góður kennari, og full- víst er það, að enginn kennari skólans var á þeim árum sam- rýmdari piltum og ástsælli af þeim, enda gat það engum dul- ist, að hann varð leiðtogi um fleira en námið. Tók hann hinn mesta þátt í fjelagslífi og gleð- skap skólapilta og stúdenta, og jafnframt fór hann þá að láta mikið að sér kveða í stjómmálun- um og í sjálfstæðisbaráttunni sérstaklega. Var hann alla tíð í þeirra hóp, sem báru fram full- komnastar sj álf stæðiskröfurnar, og mun óhætt að fullyrða, að eng- inn hefur sem hann átt þátt i því, að móta hugi hinna ungu mentamanna til fylgis við þær kröfur á þeirri tíð. Hann mun hafa verið einn helsti hvatamaður að stofnun Landvaraarflokltsins og þá, og síð- an lengi, var- hann mjög riðinn við blaðútgáfur margar þeirra sjálfstæðismanna, sem lengst fóru í kröfunum. Hann var og sá, sem ungu mennirnir, t. d. í ungmenna- félögunum, hér um slóðir a. m. k., litu einna mest upp til af stjórn- málamönnunum, enda lét hann og önnur áhugamál þeirra sig mjög skifta, svo sem íþróttir, skógrækt og þjóðlega vakningu, og kom ó- sjaldan á fundi þeirra og flutti erindi. Var það qgi alla tíð éin sterkasta hlið Bjama Jónssonar, að hann vildi vernda það, sem þjóðlegt var og ramíslenskt. Kom það m. a. fram í hinni þörfu bar- áttu hans gegn ættarnöfnunum, sem mun vera eitt síðasta málið, sem hann bar fram til sigurs, þótt fullkominn væri ekki. Lengst mun á lofti haldið bar- áttu Bjarna móti sambandslaga- uppkastinu 1908. Afstaða hans var í fylsta samræmi við starf hans í Landvarnarflokkinum. Skrif hans þá og fundahöld um landið hafa áreiðanlega valdið mjög miklu um hinn skýra úrskurð, sem þjóðin þá feldi gegn „upp- kastinu“. Fyrir þá baráttu munu Islendingar nú samhuga gjalda Bjama Jónssyni þakklæti, hvem- ig sem afstaða þeirra var þá. Því að þótt seint verði of mikið úr því gert, hversu mikið gagn Hannes Hafstein gerði þá með því að þoka dönskum stjómmála- mönnum stórum fram á leið til stuðnings og viðurkenningar á kröfum Islendinga, þá er hitt þó víst, reynslan ,er búin að sýna það, að enn lengra mátti komast, en þangað værum við vafalítið ekki komnir nú, ef gerðir hefðu verið samningar 1909. Haustið 1908 kusu Dalamenn Bjarna á þing í fyrsta sinn, og fulltrúi þeirra var hann til dauða- dags síðan. Mikinn þátt tók Bjarni Jónsson í sjálfstæðisbaráttunni næstu ár- in. Oftar en einusinni klofnaði Nýja „kverið“. Haustið 1924 í septembermán- uði var haldinn hinn lögskipaði héraðsfundur fyrir Húnav.prófasts dæmi að Blönduósi. Eftir tilmæl- um prófasts sjera Jóns Pálssonar, hafði sá, er þetta ritar, lofað að hefja þar umræður um krist- indómsfræðslu barna. En þar sem ekki vanst tími til þess á þessum fundi að taka svo umfangsmikið mál til umræðu, , varð það að samkomulagi, að halda aukahéraðs fund næsta vetur og taka mál þetta þá til rækilegrar meðferðar. Lofuðu safnaðarfulltrúarair að mæta kauplaust á þeim fundi. Auk þeirra skyldi prófastur boða á þenna fund sóknamefndarmenn og barnakennara prófastsdæmis- ins. Til fundarins. var boðað 18. apríl í fyrravetur. Um sama leyti stóð yfir sýslufundur, og er þá venjulega gestkvæmt á Blöndu- ósi, enda var fundur þessi mjög vel sóttur og mættu á honum margir sem ekki höfðu beinlínis verið boðaðir, og tóku þátt í umræðum. Stóð fundurinn í tvo daga, og var hinn fjörugasti. — Auk kristindómsfræðslunnar var þar til umræðu kirkjusöngsmálið. Eins og gengur voru skiftar skoðanir í ýmsum greinum, en um eitt vora allir sammála, þeir, er þarna mættu, að brýn þörf væri á nýrri bók til kenslu í kristin- dómi, er betur svaraði kröfum tímans en bækur þær, er nú eru notaðar. í erindi því, sem sá, er þetta ritar, flutti þar á fundinum, var m. a. bent á það, að raunar væru kverin, sem nú eru alment not- uð, nothæf í höndum góðra krist- indómsfræðara, en algerlega ónot- hæf öðrum. Eins og allir vita, hag- ar nú svo til hjer á landi, að til sveita verður mesit að byggja á fræðslu heimilanna. Hún hlýtur altaf að vera mjög misjöfn og harla ófullkomin. Og enda þó kristindómsfræðsla á heimilunum eigi að sjálfsögðu að vera und- ir eftirliti prestanna, þá gefur að skilja, að það eftirlit verður harla ófullkomið, eins og nú hag- ar til víðast hvar eftir brauða- samsteypuna. Allir ættu því að geta skilið, að hvergi er brýnni þörf fyrir góðar kenslubækur í hverri grein sem er en hér á landi. En enda þótt fræðsla væri í höndum góðra fræðara, þá munu varla deildar skoðanir um það, að mikils sje um vert, að náms- bækumar séu sem bestar. öllum er líka kunnugt, hve oft er skift um kenslubækur í öllum öðrum námsgreinum en kristindómi. Á fárra ára fresti koma út endur- bættar útgáfur eða algerlega nýj- ar bækur. Fyrir 50—60 ámm var landafræði Halldórs Friðrikssonar talin góð og gild kenslubók, en naumast er sá fáviti til, sem mundi nú láta börnin sín læra þá bók, og efast eg þó ekki um, að góður kennari gæti kent hana svo að gagni kæmi. Eg tek aðeins þetta dæmi, en svo er það vitan- lega um allar aðrar námsgreinar. Sumir munu nú ef til vill segja, að um kristin fræði sé öðru máli að gegna. Kristindómsnámið eigi altaf að byggjast á orði ritningar- innar, sem ekki breytist. En hvað um það. Tæplega er til sá gamal- guðfræðingur, að hann neiti því, að boðun fagnaðarerindis Krists og eilífðarmálanna breytist eftir því, sem tímar líða. Þetta er bók eins og Korvinspostilla löngu týnd og tröllum gefin. Jafnvel meistara Vídalín lesa nú fáir sér til sálu- Sjálfstæðisflokkurinn, þareð nokk urir einstakir menn innan hans vildu slaka á kröfunum. Bjami var í því efni jafnan sjálfmn sér samkvæmur og stóð jafnan harð- ur móti undanhaldsmönnum í fiokknum, og hann átti sinn mikla þátt í þeim farsæla enda, sem bundinn var á sjálfstæðisbarátt- una, í bili, 1918. Hann sýndi þá, að hann vildi ekki einungis berj- ast neilegri baráttu,eins og mörg- um hefði mátt virðast hin und- anfarna barátta. Þá er hann áleit fenginn nægilega tryggan sjálf- stæðisgrundvöll og tryggilega op- inn möguleika _fil að ná hinu ajlra fylsta siáífstæði, þá beitti hann sér jafneiudregið með því að taka þeim kjörum, sem hann hafði áður lagst eindregið gegn cöru. Þessarar hliðar í stjórnmála- starfsemi Bjarna Jónssonar verð- ur lengi minst á íslandi. Um hið annað, sem mest ein- kendi hann sem stjórnmálamann verður hér minna rætt. Hann fór ekki dult með stefnu sína í neinu og' alþjóð er kunn afstaða þessa blaðs til stefnu hans í fjármál- um og öðru. En enginn mun efa að örlæti Bjarna á almannafé var sprottið af miklu trausti á auð- legð landsins og mátt atvinnu- veganna. í því trausti lét hann gamminn geisa. Ilvort heldur var á þingi eða mannfundum, sópaði mjög að Bjarna Jónssyni. Ræðumaður var hann ágætur, rökvís og ákveðinn og talaði og ritaði jafnan ágætt mál. Kappsmaður vai' hann hinn mesti um hvert mál sem hann ílutti. Hann stóð föstum fótum í fornri menninigu þjóðar sinnar og í menningu hinna fornu Grikkja og Rómverja og kom það mjög oft fram í ræðum hans og ritum. Skáldmæltur var hann vel, en vegna annara starfa liggur minna eftir hann á því sviði og annara ritstarfa, en búast hefði mátt við. Hafði hann á hendi fjölda mörg opinber störf hin síðari árin, svo sem alþjóð er kunnugt. Tómlegra verður eftir en áður í sal neðri deildar Alþingis, er Bjarni Jónsson er þaðan horfinn. Styr stóð um hann jafnan og oft varð mönnum litið til hans. Hin síðari árin var fjörið þó orðið minna með hnignandi heilsu, og er aldur færðist yfir hann. Hann hafði lokið sínu aðaldagsverki. Það starf hans heyrði sögunni til. Hann átti síður heima í þeim viðfangsefnum sem nú eru á dag- skrá. En þegar frá líður verður þess ekki minst. Þá mun lifa endurminningin um hinn hugreifa og djarfmála mann sem ekki vildi ganga að neinum miðl- H.f. Jón Sigmundsson & Co. -~hÆ Í11T JL 3? og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jóu Sigmundsson guIlsmiður. Sími 338. — Laugaveg 8. ungskjörum um sjálfstæði ís- lendinga og sem blés sigursæll þeim anda í brjóst hinnar ungu kynslóðar, að Island væri fyrir íslendinga og ekki aðra. Fyrir það munu honum allir þakkir gjalda og ekki síður þeir sem voru honum andstæðir, og mjög andstæðir, um það hversu ætti að stýra málum landsins í aðaldrátt- um eftir að sjálfstæðisviðurkenn- ingin var fengin. Þeigar mest reið á í sjálfstæðisbaráttunni reynd- ist hann eitt besta og bitrasta sverðið og af öllum mun honum gefið það heiðursnafn að hann var góður íslendingur. ——o--- Ingoiin Jónsdóttir. Bókin mín. Rvík, 1926. Tveir ritdómarar hafa í alllöngu máli dæmt um „Bókina mína“, prófessor S. Nordal í Vísi, og Jón Bjömsson í ísafold. Báðir skýra náið frá flokkun bókarinnar og efnismeðferð, og ljúka á lofsorði. Aftur finnur Jón að ósamstæðu efni; aftan við mannlýsingar birti hún erindi flutt heima í sveit, og æfintýri. — Þetta virðist bygt á rökum; — hefði betur átt heima í sérriti. Mér er sérstök ánægja að minn- ast á „Bókina mína“. Eg er mörgu af efni hennar gagnkunn- ugur, margt af því heyrt af vör- um höfundarins, og þekki frásagn- argáfu hennar. Myndimar, sem hún dregur upp, era skýrar, og sérkenni hennar er að móta frá- sögnina fasta í huga áheyranda sinna. Eg kyntist frú Ingunni fyrir 36 árum, þá unglingur, og eru mér margar stundir minnisstæðar á heimili þeirra hjóna, er hún las upp kvæði eða sagði sögur. „Bókin mín“ er sýnishorn af frásagrargáfu hennar, og mun ritið best mæla með sér sjálft. Höfundurinn er alþýðukona, sem lengstan hluta æfi sinnar hefir bóta, og saltarann kunna menn að- eins að nefna. Það munu nú um eða yfir 40 ár síðan kver Helga Hálfdánar- sonar kom fyrst út; síðán hefur það altaf verið gefið út orðrétt, ekki breytt punkti eða kommu. — Kver það, sem kent er við Th. Klaveness, mun nú vera yfir 20 ára gamalt, en þessi kver era mest notuð hér á landi. Sálmabók- in, ,sem flestir prestar nota við kristindómsfræðsluna og sungin er í heimahúsum og kirkjum, mun vera orðin fertug. Enginn neitar því, að þessar bækur allar vora á sinni tíð góðar og gildar og höfundunum til sóma. En það væri grátlegur misskilningur að halda, að þeim góðu mönnum væri van- sæmd ger, þó að bækur þessar yrði nú gefnar út í endurbættri og endurskoðaðri útgáfu, og mundi nokkur sá, er dirfðist að neita því, að þess væri full þörf. Margt f þessum bókum öllum, einkum þó sálmabókinni, á errn sem fyr hið fylsta erindi til tímans barna; en þar er líka áreiðanlega margt dautt fræið; en dauðum frækom- um vill enginn góður sáðmaður sá í garðinn sinn. Um þetta voru allir sammála á héraðsfundinum á Blönduósi. Um hitt urðu menn ekki sammála, hvernig skyldi orða tillögu til sam- þyktar. Tvær tillögur komu fram. Efnis- munur var þar enginn. önnur, sú, er fékk fleiri atkvæði, var mjög langorð. Hin tillagan, sem við Kristján kennari á Brúsastöðum bárum fram, var talsvert styttri, og að okkur fanst gagnorðari. Hún var á þessa leið: „Fundurinn telur þess brýna þörf að samin verðl hið allra fyrsta ein kristindóms- kenslubók, á fögru og einföldu máli, til fermingarundirbúnings barna, og séu í henni úrvalskaflar úr ritningunni, einkum nýja testa- mentinu, úrvals erindi úr kristi- legum kveðskap, ásamt völdum sögum kristilegs efnis og helstu atriði kristnisögunnar og bestu manna hennar. Síðas-t í bók þessari sé prentuð einföld og skýr trúarjátning á breiðum, kristilegum grundvelli, svo og faðirvorið. Bók þessari fylgi stuttar leið- beiningar fyrir kennarann og fall- egar biblíumyndir". Tillagan, sem samþykt var, var sama efnis. Var prófasti falið að senda biskupi hana, ásamt fund-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.