Tíminn - 24.07.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.07.1926, Blaðsíða 4
130 TIMINN T. W. Bitch (Iiitasmiðja Buchs) Tietg-ensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blœsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata‘‘-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnsspónn. LITARVÖRUR: Anilinlitir Catechu, bláflteinn, bránspónslitir. . GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og hásgögn. þomar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandl. Gaáda¥iriim „Samband" er sterkur og tiltölulega langódýrastur. Kaupfélögin annast um pantanir, ITefnaðarnámsskeið Heimilisiðnaðarfélags Islands Nokkrir nemendur geta enn fengið aðgang að vefnaðarnáms- skeiði félagsins, sem haldið verður hér í Reykjavík í október og nóvember næstkomandi. Þeir gefi sig fram við forseta félagsins. Skólavörðustíg 43. — Sími 1509. Karólína Gruðmundsdóttir. Framh. af 1. síðu. Það er vitað mál að nálega alt þetta fé hefir tapast í kauptán- unum í sjávarátgerð og verslun aðallega. Álitlegar eru þessar summur. Þær eru talandi vottur um það, hversu viðsjálir viðskiftamenn kaupstaðabáamir hafa reynst bönkunum. Og eins og horfumar eru ná, um atvinnureksturinn við sjóinn, er ómögulegt að loka aug- unum fyrir þeim möguleika, að meira og stórfeldara hmn vofi ná yfir kauptánunum en nokkru sinni áður. Þetta sýnir ekki einungis það hve það er hættulegt fyrir land- ið í heild sinni, að eiga fjárhags- afkomu sína svo mjög undir s j ávarátveginum. Þetta sýnir oig hitt, hvað það hefir haft alvarlegar afleiðingar hafði lært að verjast. Stærsti maðurinn í eldri flokknum er ekki glímumaður og verðiu' ekki. Hann er of stirður og sterkur. Voru allar glímumar mjög ljót- ar, þar sem hann var annarsveg- ar. Auk þess er hann ekki brögð- óttur, svo að allar hans glímur urðu langar. Þeir menn, sem gerðir eru eins ag haxrn, eiga ekki að gefa sig við ísl. glímu. Hán heimtar fimi og snerpu meir en afl. En þeir geta vel orðið af- burða-íþróttamenn á öðrum svið- um. Þannig geta þeir náð langt í grískri glímu. En kringlukast, otg: þó einkum káluvarp, er sér- staklega við þeirra hæfi. Best glímdu þeir í eldri flokknum, Öskar, sem er aðeins á 18. ári (hann verður bráðlega skæður, ef hann heldur vel áfram), og Guðm. Pálsson, sem engan vinn- ing fékk af því að hann vantar snerpuna. Em þeir Gestur og Jóhann þó báðir góðir glímu- menn líka. Þeir báru sig bara ekki nógu vel í leiknum alla tíð. Þessi héraðsmót gætu orðið reglulega góð, ef félögin, sem að þeim standa, kæmu betra skipu- lagi á þau. Félagsmenn eiga að æfa sig vel; heima fyrir undir mótin. Minst 1/2 mánuði fyrir mótið eiga þau hvert um sig að hafa félagsmót heima hjá sér og velja þar sína bestu menn í hverri grein til að keppa á héraðsmótinu fyrir félag- ið. Nöfn þessara manna, aldur þeirra og í hverju þeir eiga að keppa, skulu félagsstjómirnar þegar í stað senda héraðsstjóm- inni. Býr hán þá át leikskrá fyrir mótið, og lætur fjölrita hana eða prenta. Þá skal héraðsstjómin hafa séð fyrir öllum nauðsynleg- um starfsmönnum og starfsá- höldum fyrir mótið, og skýlum á leikvanginum. Þið skuluð sanna, að með þess- ari aðferð fáið þið miklu fleiri góða íþróttamenn og betur æfða, margfalt betri árangur á mótinu í öllum greinUm, og svo verða mótin skemtilegri. Sérstaklega þó ef þið reynið að velja þannig keppendur ykkar, að hlaupin og stökkin geti farið fram á meðan glíman stendur yfir. Það gefur áhorfendum meiri fjölbreytni fyr- ir augun og athyglina. Héraðsmótið eigið þið að binda við ákveðnar, nokkrar íþrótta- greinar, og altaf þær sömu, eða skifta um ár frá ári eftir föstum reglum. Af hlaupum getið þið bundið ykkur við 100 metra og 800 m., eins og ná. En svo þurfið þið endilega að bæta við einu löngu hlaupi, t. d. 5 kílómetra. Og væri best að það væri víðavangshlaup, flokkahlaup. Sendi hvert félag 4—5 bestu langhlaupara sína 1 það hlaup, en 3 fyrstu menn fé- lagsins, sem inn koma, gæfu stigin. Hlaupið væri því 3 manna flokkahlaup. Þetta mundi fjörga mikið mótið og ætti að geta vakið kapp meðal félaganna. Af stökkum ætti aðeins að hafa hástökk og langstökk. En svo fyrir bankana sjálfa að beina fjármagninu svo einhliða til kauptánanna. Þeir eru vitanlega ná undir sömu hættuna seldir og kaup- tánin. Þetta sýnir loks að þegar nán- ar er að gáð, er landbánaðurinn miklu traustari viðskiftavinur bankanna en sjávarátvegurinn þó hann sé látinn borga lægri vexti, sem eru í samræmi við ör- yggi atvinnuvegarins. Það er því svo langt frá að það sé rétt, að Landsbankinn stæðist ekki við, ef samþykt væri tillaga okkar Halldórs Stefánssonar. Það má miklu fremur fullyrða að það að allmikill hluti af umráðafé hans yrði bundinn í landbúnaðar- lánum, með lágum vöxtum, yrði til að tryggja aðstöðu hans stór- kostlega. Tr. Þ. er nauðsynlegt að fá inn eitthvert kast. Og á meðan þið hafið þenn- an leikvöll, sem nú er, er aðeins hægt að iðka þar eitt kast, það er kúluvarp. Væri nú 1—2 keppendur frá hverju félagi í hverri þessara íþróttagreina og svo glímunni og sundinu, sem hvorttveggja er sjálfsagt að hafa á mótinu, þá er nóg komið til að skipa daginn með. Unglingamót ætti ekki að vera í sambandi við mótið, það gerir mótið of langdregið og leið- inlegt fyrir áhorfenduma, og jafnvel fyrir keppendurna sjálfa. Þarna ættu aðeins að keppa menn sem eru orðnir 18 ára og eldri og með þeim, sem fullorðnir, þeir einstöku unglingar — ekki yngri en I6V2 árs —, sem eru orðnir það þroskaðir, að þeir geta kept við fullorðna sér að meinalausu. Þar sem verðlaun eru ekki nema tvenn í hverri grein á þessu móti, kemur ekki til greina að reikna stig nema af tveim fyrstu mönnunum. Því er ástæðulaust fyrir félögin að senda nema mest tvo menn, ef þau eiga þá mjög góða, til að keppa í hverri íþrótt, nema í flokkahlaupinu, því þar teljast 3 eða fleiri aðeins sem einn væri, nefnil. flokkur. Þá hefi eg bent á hversu skipa mætti mótinu á betri veg. En þá er eftir annað, það er leikvangur- inn sjálfur. Eg hefi áður nefnt að hann vantar mikið til að verða þolan- lega nothæfur, og jafnvel ómögu- legt að gera hann nokkumtíma svo úr garði, að hægt verði að hafa á honum kringlukast eða spjótkast. Svo er annað. Sundið er svo nauðsjmleg íþrótt, að lyfta ber undir það svo sem hægt er og því sjálfsagt að láta keppa í því á mótinu. Er þá sérstak- lega óþægilegt að hafa laugina svona langt frá leikvellinum. Hana er þó ekki hægt að flytja nær leikvellinum, þar sem hann er nú. En væri ekki unt að flytja hann nær lauginni, þar sem hún er? Mér leist, svona fljótt á að líta, svo á, að hægt væri að koma honum alveg í samband við laug- ina. Eg hygg að rétt væri fyrir Héraðssambandið að athuga þetta vel og gera áætlun um kostnað og fyrirhöfn við að flytja girðingamar og laga til á nýjum stað, ef tiltækilegur þætti við laugina, áður en farið væri að leggja í þá miklu fyrirhöfn, sem því fylgir, að reyna að gera þennan gamla leikvöll svo úr garði, að íþróttamennimir geti búist við að ná nokkrum íþrótta- árangri á honum. Orðlengi eg þetta svo ekki meira. Vona að þið, ungmenna- og íþróttafélagar takið þetta til nánari athugunar. Þið hafið ætíð hugfast við alt„ sem þið ger- ið í þessum félagsskap, að vinna eins og stendur í stefnuskrá ung- mennafélaganna, að andlegri og líkamlegri heill og heilbrigði sjálfra ykkar og þjóðarinnar í hvívetna. Og að þið forðist á fundum ykkar og mótum að láta sjást þær mestu andstæður ung- menna- og íþróttafélagsskaparins sem til eru, það er: sigarettu- buxnavasahengilmænur og fylli- svín, eins og síra Magnús tók svo vel fram í lok ræðu sinnar á mót- inu. Vinsamlega. St. Bj. -----0---- Ritstjóri Tímans kom heim úr ferð sinni mánudagskvöld síðastl. Hafði verið fullar sjö vikur á ferð og farið landveg kringum land. Sótti 22 fundi, sumpart búnaðar- mála, sumpart stjórnmálafundi. — Hvergi varð hann var við „andúð- arbylgjuna", sem þeir félagar, Árni frá Höfðahólum og Valtýr Stefánsson, vilja hefja gegn hon- um, og telja að risin sé. Honum var þvert á móti frábærlega vel tekið allsstaðar, og undantekning- arlaust, og hefir aldrei farið á- nægjulegri ferð. — En úr því minst var á „andúðarbylgju" væri ekki úr vegi að gera örlitla fyr- irspum til Valtýs Stefánssonar. Ritstjóri Tímans sótti meðal ann- ars mjög fjölmennan og ánægju- legan fund á Sauðárkróki 29. f. m. Er það alkunnuigt, að í því héraði eiga Ihaldsmenn óvenjulega mikil ítök, og þó einkum á sjálf- um Sauðárkróki. Þennan morgun, þá er fundurinn átti að hefjast úr hádegi, var Valtýr Stefánsson, rit stjóri aðalmálgagns íhaldsins, staddur á Sauðárkróki, og hafði verið þar um nóttina. Var það ekki skylda hans, ef hann hafði dug til og þor, að sækja þar fjöl- mennan, pólitískan fund, rétt fyr- ir landskjörið, til þess að halda uppi svörum fyrir stjórnmálaflokk inn, sem hann er ritstjóri fyrir? En hvað igerði hann? Hann laum- aðist burt- af Sauðárkróki um morguninn, örfáum klukkustund- um áður en fundurinn átti að byrja. Hversvegna gerði hann þetta? Var hann hræddur við „andúðarbylgju", og það, jafnvel á Sauðárkróki? Var hann hræddur við sömu bylgjuna, sem flokks- bræður hans létu bera hann úr stjórn Búnaðarfélags íslands? -— Eða var það einhverskonar önn- ur bylgja en „andúðarbylgja“? — Sá, sem sjálfur er svo illa haldinn af biti samviskunnar, að hann fer um landið eins og flóttamaður, huldu höfði, og þorir ekki einusinni að horfast í augu við andstæðing- ana, en flýr þá dáðlaus og hug- laus, tali sá ekki um „andúðar- bylgju“. Ritstjóri Tímans hefði gjarna viljað óska Valtý Stefáns- syni annars hlutskiftis en þessa, og að sitja að sömu „samúðar- bylgju“ og Árni frá Höfðahólum. Grasspretta er alveg óvenjulega góð yfirleitt um land alt, bæði á túnum, engjum og haglendi, t. d. víða í Borgarfirði er meira gras en menn muna. Veldur því góða tíðin í vor; en sumstaðar á Norð- urlandi urðu þurkamir of miklir, og dró það úr sprettunni nokkuð. Fjöll eru víða orðin snjóminni á þessum tíma en verið hefir um langa hríð. Embættismaiuiasamband Norð- urlanda hélt stjómarfund sinn hér í bænum um síðustu helgi. Fund- irnír voru haldnir í neðri deildar- sal Alþingis, undir stjóm Kle- mensar Jónssonar fyrv. ráðherra. Sóttu fundinn fulltrúar frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Sví- \ þjóð, hinir merkustu menn. Fór hann í alla staði vel og myndar- lega fram. Gestimir fóm heim aft ur með „íslandi" um miðja vik- una. Jón Krabbe, fulltrúi íslands í Kaupmannahöfn, var einn meðal þeirra, sem sótti aðalfund embætt- ismannasambands Norðurlanda, og hvarf heimleiðis ásamt hinum. Hæstiréttur. Við fráfall Krist- jáns Jónssonar dómstjóra koma til framkvæmdar löigdn um, að dómendur séu þar þrír, og að dómstjóri sé kosinn. Hefir Eggert Briem verið valinn dómstjóri til 31. ágúst 1927, og mun vera til- ætlunin að dómararnir skipi for- sæti dómsins sitt árið hver. Sveinn Björnsson er nú hættur málaflutningsmannsstörfum og er í þann veginn að flytja til Kaup- mannahafnar, til þess að taka aft- ur við sendiherraembættinu. — Frá Þingvöllum tapaðist 5. þ. m. ljósgrár hestur, dekkri í tagl og fax, 8 vetra, aljámaður. Mark: Heilrifað hægra og bragð framan og biti aftan vinstra. — Finnandi vinsamlega beðinn að geyma hestinn og láta Einar Ein- arsson, Vitastíg 10, Reykjavík, vita um hann, sem mun vitja hans brátt oig borga áíallixm kostnað. Eggert Claessen baixkastjóri hefir verið kosinn fonnaður Eimskipa- fjelags Islands í hans stað. Björu Jakobsson íþróttakennari fór utan með „lslandi“ til þess að sækja fund íþróttakennara, sem haldinn verður í Kaupmannahöfn. Knud Berlin, prófessor við Kaup mannahafnarháskóla, dvaldist hér í bænum nokkura daga um síð- ustu helgi. Mun það alþjóð enn í fei’sku minni, að enginn var oss Islendingum verri fjandmaður í sjálfstæðisbaráttunni, hin síðari árin, enda er hann framarlega í flokki Ihaldsmanna. En til þessar- ar farar halði honum vexúð veitt- ur styrkur úr sáttmálasjóðnum danska. Hefir það verið átalið í einu dagblaðinu hér í bænum, og það með réttu. Sjóður sá hefir það takmark, að stuðla að igóðri sambúð Islands og Danmerkur, og á þá síst við að hann borgi undir verstu fjandmenn íslands hingað. Knud Berlin hefði a. m. k. þurft að fara eina pílagrímsferð til Ca- nossa, áður en honum var sýnd- ur slíkur heiður. Eitt af kunnustu blöðum Dana, íhaldsblaðið „Nationaltidende“, segir frá kosningunni í lögjafnað- arnefndina í þinglokin síðustu. — Síðan segir blaðið: „Hinn ný- kjöi’ni nefndarmaður, Jónas Jóns- son, eða Jónas frá Hriflu, sem hann venjulega er kallaður á Is- landi, er vafalaust sá maður, sem mest kveður að í íslenskum stjóm málum. Hann er leiðtogi hins mikla Bændaflokks, sem nálega á- valt er mjög andstæður Ihalds- flokknum, sem eins og kunnugt er hefir myndað núvei'andi ráðu- neyti. Allir andstæðingamir óttast Jónas Jónsson, þvi að hann er sér- staklega harðskeyttur, bæði í ræðu og í'iti, en útávið dregur hann sig ætíð mjög í hlé. Hinn nýi nefndarmaður er til þess að gera ungur maður, og í persónu- legri viðkynningu er hann sér- staklega alúðlegur. Hann er með- ritstjóri bændablaðsins Tímans“. Ásgeir Ásgeirsson kennari hef- ir verið settur umsjónarmaður fræðslumála, í stað Jóns heitins Þórarinssonar. Guðmundur G. Bárðasson nátt- úrufræðimgur hefir verið skipaður kennari við Mentaskólann, í stað Helga heitins Jónssonar. Eiríkur Briem prófessor átti áttræðisafmæli 17. þ. m. Dvelst hann nú í Viðey hjá syni sín- um og ber aldui’inn með afbrigð- um vel. Barði Guðmundsson frá Þúfna- völlum hefir undanfarið stundað sagnfræðinám í Noregi. Hefir al- veg nýlega birst eftir hann sögu- leg ritgei’ð í Historisk tidsskrift. Fjallar hún um sögu Gautlands, einkum frá 950—1050 e. Kr. Hef- ir sú skoðun verið ríkjandi, að löngu áður en sögur hófust hafi Gautland verið annað aðalhérað- ið í ríkjum Svíakonungs. En Barði leiðir að því mörg rök og merkileg, að á dögum Haralds Gonnssonar hafi Gautland lotið Dönum og undantekningai’lítið síð an til miðrar 11. aldar. Sýnirrlt- gerðin, það sem raunar var áður vitað, að Barði Guðmundsson er prýðilega vel að sér orðinn, svo unigur maður, og hefir mikla sagnfræðingshæfileika. Er gott til þess að hugsa, að hann eigi eftir að vinna merkilegt starf á þessu sviði, og um alt er þessi ritgerð honum til sóma. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.