Tíminn - 31.07.1926, Blaðsíða 2
132
TlMINN
liÉjiiiijpiÉælÉii.
Fyrst í þesaum mánuði sögðu
opinberar skýrslur að í Dan-
mörku væru 46177 menn atvinnu
lausir.
Hinn 10. þ. m. voru þeir tald-
ir 46560 og hinn 17. þ. m. voru
þeir taldir 47025. En það er vit-
að að hinar opinberu skýrslur ná
ekki til allra.
Þetta er afskaplega alvarlegt á-
stand. Um hásumarið aðalbjarg-
ræðistímann, verða svo margir
fullvinriándi menft að sitja auð-
um höndum. Og svo sem tölum-
ar sýna, fer atvinnuleysið vax-
andi jafnt og þétt.
Þetta er myndin af ástandinu
í atvinnulífi Dana. Allur at-
vinnurekstur ber sig svo illa, að
atvinnurekendur verða að færa
saman kvíamar í svo stórum
stýl.
Það er hækkunin á verðgildi
dönsku krónunnar, sem er ein-
asta ástæðan til þessa vandræða
ástands. —
Hér heima, í höfuðstað íslands,
blasir sama hörmungarástand við,
og þó í enn alvarlegri mynd.
Hér er ekki hirt um að fá
'skýrslur um hve margt fullvinn-
andi fólk nú verður að sitja auð-
um höndum.
Henni þykir það skemtilegra I-
haldsstjóminni, að sitja í veislu-
höldum og fara skemtiferðir.
Ástandið hér í bænum er það,
að áreiðanlega er mjög langt síð-
an eins alment atvinnuleysi hef-
ir átt sér stað, og það um há-
bjargræðistímann. Hitt fyrirsjá-
anlegt, að miklu meira verður
það þegar haustar að.
Og ástæðunnar þarf ekki langt
að leita.
Gengishækkunin hefir sært
hina íslensku atvinnuvegi holund-
arsári. Lamaðri eru þeir en þeir
hafa nokkru sirini verið á þessari
öld.
Og landsstjómin heimtaði það
á síðasta þingi, og hótaði að fara
ella, að ekkert yrði gert til að
tryggja verðfasta peninga á rétt-
mætum verðgrundvelli.
----o---
Um jurtakynbætur.
í 24. töubl. Tímans þ. á. reit eg
grein með þessari fyrirsögn. Af
vangá hefir gleymst að birta nafn
undir henni. í næsta blaði kom
athugasemd við grein þessa eftir
hr. Ragnar Ásgeirsson, þar sem
hann vill leiðrétta þann misskiln-
ing í grein minni, að Búnaðarfé-
lagið geri lítið til þess að útbreiða
hin bestu afbrigði, er það gerir
tilraunir með.
Það er gleðilegt að heyra, að
þeir, sem við tilraunirnar starfa,
hafa skilning á því, hvað gera
þarf í þessu efni; en framkvæmd-
irnar eru ekki eftir því.
Það fyrsta, sem þarf að gera
í þessu efni er, að skrifa um það
sem verið er að gera; ekki aðeins
í Búnaðarritið, mest einusinni á
ári, heldur líka 1 dagblöðin oft
og mörgum sinnum.
Það er aðeins lítill hluti af
bændum, sem kaupir Búnaðarrit-
ið og sem getur fylgst með þess-
ari tilraunastarfsemi. Þar er líka
rúmsins vegna aðeins hægt að
skýra frá aðalatriðunum.
1 öðru lagi þarf að auglýsa bestu
afbrigðin, jafnvel þótt lítið sé til
af þeim. Að öðrum kosti vita að-
eins einsitaka menn, að þau eru
fáanleg. Bændur þurfá líka tíma
til þess að átta sig á ýmsum nýj-
ungUm. Það þarf „agitation" á
þessu sviði, ekki síður en annars-
staðar, og hana öfluga. Mér vit-
anlega hefir'það hvergi verið aug-
lýst, að útsæði af Eyvindarkart-
öflum eða öðrum bestu afbrigð-
um, sem Búnaðarfélagið gerir til-
raun með, væri fáanlegt.
í þriðja lagi þarf Búnaðarfélag-
ið að útvega bændum útsæði og
fræ af bestu afbrigðum þess, með
vægu verði. Eg þekki aðeins einn
bónda, sem í ár hefir fengið út-
sæði af Eyvindarkartöflum, og
kosta þær á Blönduós 35 aura pd.,
eða meira en tvöfalt á við aðrar
kartöflur.
Enda þótt kartöflumar í raun
og veru væru svona mikils virði,
þá tel eg rangt að selja þær dýr-
ara en annað útsæði, að minsta
kosti meðan verið er að útbreiða
þær; því eg geri ráð fyrir, að það
sé þetta kartöfluafbrigði, sem
Búnaðarfélagið vill nú útbreiða.
Guðmund'ur Jónsson
frá Torfalæk.
----o----
Frá útlöndum,
Einn 'sáttasemjaranna ensku,
sír William Mackenzie, lét svo um
mælt út af kolaverkfallinu: Und-
anfarin ár hefir Engand tapað frá
7—10 miljónum vinnudaga árlega
vegna verkbanna og verkfalla. —
Eftirtektai’vert dæmi um verkfall
er það, að 50 þús. verkamenn
hefja verkfáll, til að 10 þúsund
verkamenn fái nokkrum aurum
hærri daglaun. Verkfallið kostar
í töpuðum vinnulaunum nokkrar
miljónir króna á viku, og tapið
við að allar vinnuvélar stöðvast
köstar sömuleiðis nokkrar miljón-
ir. Þar við bætast áhrif verk-
fallsins á aðrar starfsgreinar, sem
stöðvast verða að nokkru eða öllu,
og verður tapið þannig 10—25
milj. kr. á viku, eftir því, hve af-
Iþróttanámsskeið
verður haldið hér í Reykfavík, frá 1. nóv. n.
k. til i. mars 1927, að tilhlutun Iþróttasambands
íslands og Sambands Ungmennafélaga Islands-
Námsgreinar eru þessar: Fimleikar, sund, glím-
ur, knattspyrna, almennar einmennings-útiíþrótt-
ir, út-ileikir, heilsufræði, Mullersæfingar og
vikivakar. Kenslan verður bæði munnleg og
verkleg, og sjerstök áhersla lögð á að gera nemendurna hæfa til að
kenna. Einnig verður veitt tilsögn í því, hvernig halda á leikmót og
mæla leikvelli fyrir mót. Að minsta kosti 20 menn verða að gefa sig
fram á námsskeiðið. Kenslugjald er 75 krónur fyrir allan tímann. Þeir
íþróttamenn, sem sendir eru frá félögum innan í. S. í. og U. M. F. í.,
ganga fyrir öðrum umsækjendum.
Umsóknir og ábyrgð tveggja mannn fyrir öllum greiðslum við
námsskeiðið séu komnar, eigi síðar en 1. október n. k., til hr. Jóns
íþróttakennara Þorsteinssonar frá Hofsstöðum (Mullersskólanum í
Reykja\'ík) sem veitir námsskeiðinu forstöðu. Hann útvegar nemend-
um einnig fæði og húsnæði, ef þess er óskað. Á þessu námsskeiði
kenna bestu íþróttakennarar vorir.
Stjórn íþróttasambands íslands.
Ungmennamót
verður í Þrastaskógi sunnudag 8. ágúst n. k. og hefst kl. 1V2 e. h.
Verður þar rætt um málefni ungmennafélaga. — Merki verða seld til
ágóða fyrir skóginn.
Mótið er aðeins fyrir ungmennafélaga.
leiðingarnar verða víðtækar. En,
þótt haidið sé sér að vinnulauna-
tapinu einu, þá tekur það mjög
langan tíma þangað til þessir 10
þús. hafa uimið upp aftur, ef
þeir þá sigruðu það, sem hinir
50 þús. töpuðu. Og vinnuveitend-
urnir, sem venjulega vinna ekki
á annað en það að halda sömu
launum, vinna nálega aldrei tap-
ið upp. Þjóðfélagið í heild sinni
vinnur það aldrei.
— Neðri málstofa norska þings-
ins samþykti 14. þ. m., með 62
atkvæðum gegn 50, að stefna ráð-
herrum Berge-ráðuneytisins fyrir
ríkisrétt. Eru þeir kærðir um
það, sem fyrir alllöngu er opin-
bert orðið, að þeir leyndu þingið
því að þeir höfðu veitt einum
bankánum, sem átti í vandræðum,
margra miljóna króna fjárstyrk
af ríkisfje. Fyrst og fremst er
ákærunni beint gegn forsætisráð-
herra þessarar fyrverandi norsku
Ihaldsstjórnar, Abraham Berge,
en 6 af þeim sem voru íhaldsráð-
herrar með honum eru jafnframt
ákærðir. Tveir þeirra áttu sæti í
núverandi íhaldsstjóm í Noregi
og urðu að segja af sjer. Enginn
vafi er talinn á, að ríkisrjetturinn
muni sakfella ráðherrana, því
tahð er að um sé að ræða ský-
laust brot á stjómarskránni.
— Á opinberum umræðufundi
snemma í þessum mánuð, lét
einn af helstu hagfræðingum
Dana svo um mælt, meðal ann-
ars: „Um gullkrónuna vil eg láta
þess getið, að við höfum keypt
hana ait of dýru verði. Mikill
hluti hinna smærri bænda verður
að flosna upp og yfirgefa hús og
heimili. Fjárhagsþróttur landsins
í heild sinni er lamaður. Ef ekki
verður ráðið fram úr vinnulauna-
málunum er iðnaðurinn kominn í
kaldakol. Við höfum að vísu feng-
ið fullgilda krónu, en það er dýr-
asta krónan sem til er í Norðurálf-
unni. Jeg er viss um það, að ef
stofnað væri til þjóðaratkvæða-
greiðslu um gullkrónuna, þá
myndi mjög miltill meirihluti vera
á móti henni“.
— íhaldsstjómin á Grikklandi
hefir fengið eina miljón sterlings-
punda lánaða hjá „Svenska Tænd-
stikaktiebolaget“. Jafnframt hef-
ir stjórnin gefið þessu sænska fé-
lagi einkarétt til að framleiða og
selja éldspýtur á Grikklandi.
— Tveir Bandaríkjamenn luku
við ferð umhverfis jörðina um
miðjan mánuðinn. Þeir voru ekki
nema 28 daga og 141/4 klukku-
tíma á leiðinni. Áður hefir leiðin
umhverfis jörðina verið farin á
stystum tíma á 35 dögum. Það
var árið 1913, en þá var heldur
ekki hægt að flýta fyrir sjer með
fiugvjelum eins og nú.
— Uppvíst varð nýlega um
samsæri gegn Mustapha Kemal
einvalda Tyrkja. Þrettán af til-
ræðismönnum voru dæmdir til
dauða, þar á meðal tveir fyrver-
andi ráðherrar. Voru reistir 13
gálgar á þeim stað þar sem til-
Sjó- og bruna
vátryggíngar.
Símar:
Sjótrygging .... 542
Brunatrygging . . . 254
Framkvæmdarstjóri 309
Vátryigið
hjá
íslensku
félagi.
ræðið átti að framkvæmast og
voru þeir allir hengdir þar sam-
t'imis.
--o--
Landsspítalinn. I dagblaðinu
Vísi eru sögð tíðindi nýlega frá
byggingu landsspítalans, sem
mörgum munu' þykja mikil. Þarf
það mál alt að rannsakast, en ekki
getur Vísir komið með neina full-
nægjandi skýringu. Blaðinu farast
svo orð:
„Öllum almenningi er orðið
kunnugt um, að meira en lítil mis-
tök hafi örðið á steypu Landsspít-
alabyyggingarinnar. Loftið er
þrungið af sögnum, og undanb
farna daga hafa margir farið að
byggingunni, til þess að ganga úr
skugga um, hvað sé hæft í öll-
um þeim aragrúa, sem flýgur um
bæinn frá manni til manns. Því
verr hefir hver og einn getað
sannfærst um, að rétt sé hermt
frá aðalkjaraa málsms, sem sé
því, að steypan í miklum hiuta
kjallarahæðar spítalans, einkum
vestur-álmunni, sé ónýt, og að ver-
ið sé að rífa þessi stykki, sem
skifta tugum fermetra, niður, og
steypa upp í skörðin aftur. Bæj-
arbúar eru sem þrumu lostnir. —
Hér er verið að byrja á einhverju
mesta byggingarfyrirtæki, sem
vér nokkru sinni höfum ráðist í,
og á 3. eða 4. mánuði frá byrjun
verksins leynir það sér ekki leng-
ur, að mikið af því, sem unnið
hefir verið, er ónýtt verk. 3—4
vikna gömul steypa er ekki orðin
harðari að utan en 3—4 daga
Utan úrheimi.
Stöðvun frankans.
Skuggi kolamálsins hvílir yfir
Englandi, sökum undangenginnar
hækkunar á gjaldeyri landsins. En
sunnan við Eyrarsund er hið gagn
stæða fyrirbrigði mesta áhyggju-
efni þjóðarinnar. Þar fellur frank-
inn stöðugt. Fyrir stríð jafngiltu
25 frankar einu sterlingspundi. I
vor þurfti 160 franka móti einu
sterlingspundi, og þegar þetta er
skrifað þarf 184 franka móti
pundinu.
Hver einastá stjóm í Frakk-
landi hefir lofað þjóðinni að ráða
fram úr gengismálinu. Fyrst að
stöðva frankann, síðan að hækka
hann upp í gullgldi. Lengi vel
trúði þjóðin þessu. Þjóðverjar
áttu að borga miklar skaðabætur.
Þær áttu að hverfa í miklu skulda
hítina. En smátt og smátt hef-
ir það komið í ljós, að lítið verð-
ur úr greiðslum Þjóðverja. Á
hinn bóginn ganga Bandaríkja-
menn og Bretar að nokkru leyti
eftir skuldum sínum í Frakklandi.
Þar við bætast hin geysimiklu
innanlandslán vegna stríðsins og
uppbyggingar landsins. Allir þess-
ir lánardrotnar ganga fast að,
einkum hinir innlendu, eftir að
séð er að frankinn fellur æ meir
og meir. Meðan von var um
þýsku miljarðana bar minna á
innlendu kröfunum, enda féll þá
frankinn minna.
En eins og allar stjórnir hafa
lofað að bæta gengið, hefir eng-
ir. getað það, og hver eftir aðra
látið af völdum þess vegna. Nú
nýverið hefir hinn þaulreyndi
stjómmálamaður, Briand, komið
nýskipun á ráðuneytið og fengið
fjármálin í hendur manni, sem
segist að minsta kosti geta stöðv-
að frankann þár sem hann er.
Hærra er nú ekki hugsað. Þessi
maður er Caillaux (Ka-jó). Hann
er sann-riefndur æfintýramaður.
Fyrir stríðið var hann um stund
yfirráðherra. Eitt af stærstu blöð-
um Frakka deildi mjög á hann
og gekk svo langt, að birta ástar-
bréf konu hans til mannsefnis
síns, meðan þau voru trúlofuð. —
Konan gekk þá upp á skrifstofu
ritstjórans og skaut hann með
skammbyssu gegnum höfuðið. —
Meðan á stríðinu stóð þótti Caill-
aux heldur deigur og var talinn
fús til friðar við Þjóðverja. Lá
þá við sjálft að hann væri skotinn
fyrir landráð. En í fjánnála-
þrengingum landsins hafa margir
mesta trú á honum, sem þeim
sterka manni, er kunni að geta
bjargað gjaldmiðli landsins frá al-
gerðu falli, eins og þýska mark-
inu. I því skyni hefir Briand nú
fengið honum í hendur fjármála-
forustuna.
Undanfarna daga hefir ráðherr-
ann unnið áf alefli með mörgum
bestu sérfræðingum landsins að
því, að undirbúa skipulag á fjár-
málum laridsins, þannig, að frank-
inn geti stöðvast.
En getur það tekist? Og er
Caillaux rétti maðurinn? Efi leik-
ur á hvorutveggju. Ef Frakkar
eru spurðir um, hvað þeir haldi,
þá játa flestir, að þeir geri ráð
fyrír algerðu falli myntarinnar.
Og margir álíta Caillaux glæfra-
mann, ef til vill búinn allmiklum
hæfileikum, en líklegan til lít-
illa framkvæmda.
Þingið er alt í molum, að því
er snertir gengismálið, og hefir
aldrei getað tekið á því föstum
tökum. Hver stétt otar sínum
tota. Nálega allir eiga hjá ríkinu,
og vilja ekki fyr en í ítrustu
nauðsyn sætta sig við að fóma
þvi' til að vinna stríðið.
Cailláux veit af reynslunni, að
þingið muni líklegt til að fella
allar djarftækar ráðstafanir til
gengisstöðvunar. Þess vegna fer
hann fram á að stjómin megi
ráða miklu til lykta um það mál
með bráðabirgðalögum. Og þing-
menn eru hræddir um, að ráð-
herrann ætli að nota sumarfrí
þeirra til þess að gerast umsvifa-
mikill í þeirri lagagei’ð. Þykir
þeim einsætt, að stjórnin hafi
dregið málið á langinn sem mest,
þar til leið að þinglausnum, í von
um að fá þá heldur alræðisvaldið,
meðan þingmenn væru í burtu.
Undireins og Caillaux hafði tek-
ið við völdum í þetta sinn, setti
hann aðalbankastjóra Frakklands
frá, og í háns stað mann sér mjög
samhentan. Ástæðan er sú, að
hinn frávikni bankastjóri hefir
legið eins og ormur á gulli bank-
ans; ekki viljað eyða forðanum til
að stöðva frankann. En ráðherr-
ann vill nota gull bankansi, eins
og Napóleon lífvörð sinn, til að
gerá herslumuninn í lok orustunn-
ar.
Nú sem stendur er ekki hægt
að spá neinu. Caillaux vill fá eins
konar alræðisvald til að lækna
fjánnál landsdns. Óvíst er að þing-
ið veiti þetta vald. Og enn óviss-
ara er, hvort nokkur bót yrði
ráðin á vandkvæðunum, þótt fjár-
málaráðherrann fengi þetta vald.
En svo mikið má þó fullyrða, að
við aðgerðir Caillaux eru tengdar
síðustu vonir innieigenda í Frakk-
landi um, að fá ríkislánin inn-
lendu endurgoldin.
J. J.
Námadeilan enska.
Það mál, sem langmesita þýð-
ingu hefir haft fyrir ensku þjóð-
ina undanfarna mánuði, er deilan
um kolamálið. Nú er komið á