Tíminn - 31.07.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.07.1926, Blaðsíða 3
TÍMINN 133 siteypa á að vera, en inni í miðj- um vegg-jum er ekki sýnilegt að nein „binding“ (storknun) hafi átt sér stað, og þó á danskt Port- landssement að „binda“ í síðasta lagi á 14 tímum. Þegar inn er komið úr næfur-þunnri skel, sem utan á liggur, má grafa í gegnum 50 cm. þykka veggi með fingrun- um einum“. ----o---- Skólamál Siiimlendinga. ----o---- Svax til Jónasar Jóngsonar. Mér þykii- þú skýra nokkuð einhliða og lilutdrægt frá fundi á Þjórsártúni í „Tímanum“ 27. tbl. Meðal annai-s segir þú að jeg hafi einn Rangæinga mælt bót „köldum stað“. Borið saman við fyrri hluta greinarinnar gefur þetta villandi hugmynd um ræðu mína á nefndum fundi og vitna jeg þar til áheyrendanna á fund- inum. Jeg benti aðeins á það, viðvíkj- andi hverahitanum, að það væn annað afl, sem mundi í framtíð- inni verða meiri hita- og ljós- gjafi á Suðurlandsundirlendi og það væri rafmagnið. Hvergi á landinu eru betri fallvötn til virkjunar í smærri og stærri stíl en þar. Jeg er svo trúaður á framtíðina, að jeg er þess full- viss, að heimska og framtaksleysi hamli því ekki til langframa að eitthvað af þessum fallvötnum verði tekið til virkjunar. Þótt það sé vitanlega kostur að hafa hvera- hita á sikólasetri þá er það hjá- trú ein, að hvergi megi reisa skóla nema við. hveri. Ekki verður þó hverahiti notaður til ljósa. Þú kennir Jóni Magnússyni og stjórninni að stöðvað var að reisa skóla á Laugavatni, ef svo er, sem er nú raunar ekki nema að því leyti sem þeir tóku í streng- inn með Sunnlendingum að hamla því að skólasetrið yrði upp til fjalla í mtjaðri Árnessýslu fjarri aðalsamgöngunum. Þetta er jeg nú stjórninni þakklátur fyrir, því eg mynda mjer skoðanir eftir mál- efnum en ekki eftir mönnum. — Jeg veit heldur ekki betur en Framsóknarflokkurinn fylgdi okk- ar þingmönnum Sunnlendinga á næstsíðasta kjörtímabili í því, að sjálfsagt væri að reisa einn skóla fyrir alt Suðurlandsundii’lendi, og hafa hann sem næst sýslumót- unum, og nálægt aðalsamgöngun- um. Svo var það þá, og hvers- vegna þá að vera að skifta um skoðun. Það er af mörgum ástæðum óráðlegt, að reisa nema einn skóla á Suðurlandi. Meðal annars af því, að ósennilegt er að ríkisstyrk- ur fengist itil tveggja eða fleiri skóla. þriðja mánuð síðan vinna hætti í námunum, og enn er ekki sýnilegt að dragi til friðar. Svo sem kunnugt er lögðu Eng- lendingar mikla stund á að hækka verðgildi enskra peninga upp í hið forna gullgildi, og tókst það með miklum erfiðismunum. En jafn- framt var því spáð, af hinum frægustu hagfræðingum, að þessi hækkun peninganna myndi hafa alvarlegar afleiðingar. Verðlagið í landinu þurfti að laga sig eftir hinu nýja kaupmagni pening- anna. Námueigendur heimtuðu að kaup verkamanna lækkaði. Verka- menn sögðu, að atvinnan væri erf- ið og hættuleg, og að kaupið væri fremur of lágt en of hátt fyrir slíka vinnu. Þá greip stjórnin til 'þess ráðs að borga námueigendum rikis- styrk, til að fresta úrslitadeil- unni. Sú leið var ófær til lengd- ar, enda mun stjórnin aðallega hafa hugsað sér að fá þannig frest til að búa sig undir úrslita- deiluna um kaupgjaldið. Krafa námumanna er ekki ein- göngu um að haida kaupi sínu, En aðalatriðið fyrir mér er þö það að einn skóli mundi styðja að og glæða samvinnu og sam- hug Sunnlendinga. Lega og öll aðstaða Suðurlands er þannig, að þeim er nauðsynlegt að stánda saman um innanhéraðsáhugamál sín; það verða menn að skilja. p. t. Reykjavík 19, júní 1926. Gunnar Sigurðsson (frá Selalæk). ----o-- Vextirnir. Fyrir fullum mánuði síðan hækkaði þjóðbanki Dana forvext- ina úr 5]/%% í 5%. Hér hjá okkur tekur Lands- bankinn 7 tá °/o í forvexti og Is- landsbanki 8%. Og á sama tíma eru atvinnuvegirnir að sligast í kreppunni. Þessir háu vextir hér á landi ná engri átt. En allra ófyrirgefanlegast er það, að íslandsbanki skuli svo iengi hafa leyft sér að haia hærri vexti en Landsbankinn. Hvaðan kemur Islandsbanka siðferðilegur réttur til að skatt- leggja þannig íslenska atvinnu- vegi? Meirihluti bankastjóra Islands- banka eru skipaðir af landsstjórn inni; vitanlega er það æðsta skylda þeirra að gæta hags- muna landsmanna í bankanum. Hvernig; geta þeii- varið þessa vexti íslandsbanka? Væri fróðlegt að heyra grein gerða fyrir því. -----o---- I Th. Stauning forsætisráðherra Dana og frú hans komu hingað til bæjarins nýlega, eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu. Dvöldust þau á heimili danska sendiherrans og fengu tækifæri til að skoða umhverfi bæjarins, að svo miklu leyti sem veður leyfði. Þau fóru aftur heim á leið með „íslandi" um miðja vikuna. Bað ráðherrann blöðin að flytja Islend ingum eftirfarandi kveðjuorð: „Mér vai’ð það innileg ánægja að kynnast íslandi og fulltrúum íslendinga. Mér varð það ánægja, ekki eingöngu vegna hinnar dýr- legu og sérkennilegu náttúrufeg- urðar landsins, heldur og vegna þeirrar framsóknar, sem eg kom auga á á ýmsum sviðum. Mér hefir verið skýrt frá hinum miklu framförum fiskveiðanna og til- raunum og áformum um aukning annara atvinnuvega, landbúnaðar- ins sérstaklega, og hlaut mér að vera það mikið gleðiefni, manni hinna verklegu framkvæmda, að hér virðist vera vaxandi fjör og starfsemi. Að endingu vil eg geta þess Notað um allan heim. Árið 1904 var i fyrsta sinn þaklagt i Dan- mörku úr - Icopal. — Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum, Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt --------- l»étt -------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök, Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabríker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. Jörðin Hrafnabjörg í Lokinhamradal í' Arnarflrði, ásamt timburhúsi og peningshúsum í ágætu standi, er til sölu og ábúðar í næstu fardögum. Túnið er alt í ágætri rækt og girt með gaddavír. Utigangsbeit fyrir sauðpening er þar með afbrygðum og sjávarútvegs- jörð með þeim betri í Arnarfirði. Kúfiskbeita fyrir landi. Allar frekari upplýsingar hjá undirrituðum jarðeiganda eða sýslu- manni Oddi Gíslasyni ísafirði. Hrafnabjörgum 21. júní 1926. Ólafur Q. Kristjánsson. Hinir margeítirspurðu grammófónar „Sonora“ fyrirliggjandi Sambaud ísl. samvimmfélaga. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.X.S. sXziftlr ©iixg-öxAg-u. við olbzlsz-LO?. Seljurn og mörgum öðrum íslenskum verslunum. un menningarlegrar og efnalegr-. ar samvinnu í framtíðinni. Eg bið blöðin að flytja öllum þeim hjartanlegar þakkir og kveðjur, sem tekið hafa konu minni, löndum mínum og mér, með svo mikilli alúð og gestrisni. Th. Stauning, forsætisráðherra í Danmörku. sérstaklega, hve mikils fagnaðar mér fékk það að sjá greinilega hve samúðin með Dönum er hér innileg og hjartanleg. 1 mínu landi er hún og ekki minni gagnvai’t Islendingum. Get eg nú skýrt frá því, er heim kemui’,, að bræðra þjóð okkar er einhuga oss um, að styðja að skynsamlegri framþró- H.f. Jón Signranðsson & Co alt til upphluts sérlega ódýrt. Skúfholkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 388. — Laugaveg 8. Samvinnuskóiinn 1926—27. Skólatíminn 7 mánuðir, frá 1. okt. til aprílloka. Kenslugreinar: Samvinnusaga, félagsfræði, hag- fræði, verslUnarsaga, verslunar- löggjöf, verslunarlandafræði, bók- færsla, reikningur, verslunarreikn- ingur, skrift, vélritun, íslenska, dan-ska, enska og fyrir þá sem þess óska sérstaklega byrjunar- kensla í þýsku og frönsku. I fjarveni skólastjórans tekur Rannveig Þorsteinsdóttir í Sam- bandshúsinu móti umsóknum og svarar fyrirspumum skólanum viðvíkjandi. Lýðliáskólinn i ]aðri (Jærens folkehögskule) Kleppi Noreg. 6 mánaða námskeið. — Hefst 1. okt. Ungir íslend- ingar, karlar og konur, eru kærkomnir nemendur. Einn kennaranna talar ís- lensku. Skólaskýrsla send ókeypis. Karsten Övretveit skólastjóri. Rússastjórn viðurkend. Um síðustu mánaðamót er þess getið í dönskum blöðum, að I- haldsstjórnin íslenska hafi þá ný- lega viðurkent opinberiega Bolche- vickastjórnina á Rússlandi, sem löglega stjórn. Ihaldsmálgögnin hafa ekki sagt frá þessu. Landskjörið. Atkvæðakassai’ eru ekki enn komnir úr öllum sýslum, en munu vera á leiðinni, þeir sem ókomnir eru. Hefir yfirkjör- stjórnin ákveðið að talning at- kvæða fari fram í Alþingishús- inu 3. næsta mánaðar. Alls munu hafa kosið rúmlega 14 þúsund. Samkvæmt lögum frá síðasta Alþingi hefir landsstjómin nú bannað innflutning á Iifandi fugl- um, heyi, hálmi o. fl., vegna hættu af gin- og klaufnaveiki. heldur jafnframt um, að námum- ar verði reknar sem alþjóðarfyrir- tæki. Er það fyrst og fremst stefnumál verkamanna, en um leið liður í baráttu þeirra móti kaup- lækkun. Námurnar eru mjög mis- góðar. Sumar eru nú þegar svo lítið févænlegar, að vonlítið er um að hægt sé að reka þær svo, að nokkur gróði sé að, nema með því lægra kaupgjaldi. Aðrar gefa aftur mikinn gróða. Ef námumar eru allar reknar sem þjóðarfyrir- tæki, geta góðu námumar borið uppi gróðalausan rekstur lélegu námanna. Nefnd, sem stjómin skipaði til að rannsaka kolamálið, hefir far- ið bil beggja, að nokkru leyti gengið inn á kröfur verkamanna um samstarf um námureksturinn. Hefir það orðið verkamönnum til nokkurs styrks í baráttu sinni. En eins og að líkindum lætur eru námueigendur alls ófúsir að ganga inn á nokkurn sameigin- legan rekstur. Þeir sjá, að þá er þess skamt að bíða, að þeir verði f að selja þjóðfélaginu þessar auðs- uppsprettur. Standa þeir því fast á móti allri sambræðslu, en halda fram kauplækkun, þar til rekstur- inn geti borið sig. Þégar námunum var lokað, í byrjun maímánaðar, vegna kaup- lækkunarkröfunnar, gerðu jám- brautar- og flutningamenn í Eng- landi samúðarverkfall, í von um, að með því móti tækist að binda skjótan enda á deiluna. Það verk- fall stóð sem kunnugt er liðuga viku, uns verkamenn gáfust upp, nema námumennimir. Allsherjar- verkfallið hafði ekki þau áhrif sem forvígismenn þess höfðu bú- ist við. Stjómin var vel undirbú- in og tókst að halda uppi öllum nauðsynlegum flutningum. Námu- mennirnir höfðu, og hafa jafnvel enn, mikla samúð manna í öðrum stéttum, vegna þess, að menn viðurkenna að starf þeirra sé í einu nauðsynlegt, en þó erfitt, og fram úr lagi gleðilaust. Allsherjar verkfallið dró talsvert úr þessari samúð. — 1 Englandi er talið, að allsherjarverkfall muni ekki verða reynt aftur í mannsaldur eða meira. Kolavinnan er í einu: erfið og hættuleg. Löggjöf Breta viður- kexmir þetta með því, að hún hef- ir .hvað eftir annað stytt vinnu- tímann, svo að nú um nokkur ár hefir hver maður ekki mátt vinna nema 7 tíma í ensku' námunum, hvern sólarhring. Nú sáu námueigendur að ekki var nema um tvent að velja til að sigra: Að fá lækkað kaupið, eða lengdan vinnutímann, án þess að kaupið hækkaði. Fyrri leiðin reyndist torsótt, og auk þess bjuggust námueigendur við að bein kauplækkun myndi verða þeim þyngi’i í skauti í næstu kosningabaráttu. En til að geta unnið lengur en 7 tíma, varð að breyta löggjöfinni. Undanfama daga hefir staðið geysihörð rimma í enska þinginu um það fi’umvai’p stjórnarinnar að vinna 8 stunda vinnudag í nám- unum. En að lokum hefir þó frv. verið samþ. í báðum deildum. Vei'kamenn hafa beitt sér af al- efli á móti því, og Lloyd George að nokkru leyti. Hins vegar hefir hinn sterki íhalds-meirihluti stjórnarinnar átt auðvelt með að brjóta á bak aftur alla mótstöðu í. þinginu. Og nú er frv. orðið að lögum. Námueigendur ætla síðan að bjóða verkamönnum að hefja vinnu aftur, og fá fyrst um sinn sviplíkt kaup og áður, en vinna 8 stundir. Gera þeir ráð fyrir, að neyðin muni sverfa svo að í mörgu heimilinu að þessi kostur- inn verði tekinn. Hins vegar er helst svo að sjá, sem leiðtogar verkamanna vilji heldur af tvennu illu þann kostinn, að lækka kaup- ið en lengja vinnutímann. Vitna þeir í það, að slys í námun.um, og þau eru að jafnaði 500 á hverjum degi, verði langmest síðasta kl.- tímann, þegar þreytan yfirbugar. En hversu sem deilu þessari lík- ur, virðist það einsætt, að hún er, með öllum sínum erfiðleikum, að- eins ein afleiðing gengishækkun- arstefnunnar í Englandi. J. J. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.