Tíminn - 31.07.1926, Síða 4
134
TIMINN
Kjöttunnur,
L. Jacobsen,
Köbenhavn Símn.: Cooperage
V alb y
alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum
í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandains og margra
kaupmanna.
SMHRH
SHÍBRLiKI
IKa.Tj.pféla.gsstj órar I
Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er
„Smára“ - smjörlíkí
Sendið því pantanir yðar til:
H.f. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík.
Framh. af 1. síðu.
ályktanir og það allra helst á
þessum tímum.
Hver eru stórfeldustu tíðindin
sem gerst hafa um fjármál ein-
staklinga og stétta innan þjóðfé-
lagsins undanfarin ár?
Það eru þau tíðindi að láns-
stofnanir hafa tapað miljónum
króna, sem þær sumpart hafa tai>-
að í gj aldþrotum, sumpart talið
réttara að gefa eftár.
Hvað er þetta í rauninni annað
en opinber fjárstyrkur? Því að
vitanlega verður alþjóð að borga
þetta aftur. Munurinn aðeins sá,
að ekki liggur fyrir samþykki Al-
þingis til að veita þessa miljóna-
styrki. ónei, þeir eru veittir án
þess.
Eru það bændur landsins sem
fengið hafa þessa miljónastyrki?
Eru það bændur landsins sem láta
bankana tapa hundruðum þús-
unda og miljónum króna með
gjaldþrotum? Eru það bændur
landsins sem ár út og ár inn eru í
samningum við peningastofnanirn-
ar um að fá eftirgefin tugi og
hundruð þúsunda króna, og fá
svo ef til vill á eftir ný lán til
þess að halda áfram sömu svika-
myllunni ?
Það munu finnast aðeins ein-
staka dæmi þess að bændur hafa
orðið gjaldþrota og hafa orðið að
gera slíka samninga við bankana.
En þau dæmi eru ekki annað
en örfáar og örlitlar undantekn-
ingar frá aðalreglunni. 0g þegar
það hefir komið fyrir, þá mun það
aðallega stafa af því að bændur
hafa leiðst út á þá óheillabraut
að fara að fást við eitthvað ann-
að en búskapinn.
Að nálega öllu leyti hefir þessi
miljónastyrkur gengið til kaup-
túnanna, til útgerðarmanna og
kaupmanna einkum, einmitt ef til
vill ekki síst tii þeirra manna, sem
standa að útgáfu þeirra íhalds-
blaða, sem ala á þessum öfug-
mælum í garð bændastéttarinnar.
Það er t. d. opinbert mál, að
sumir af kunnustu útgefendum
Morgunblaðsins hafa fengið eftir-
gefnar skuldir sem nema hundr-
uðum þúsunda króna.
Sú aðstoð sem hið opinbera
hefir veitt til viðreisnar landbún-
aðinum árum saman, er, í krón-
um reiknuð, ekki nema lítið brot
að þeim mörgu miljónum, sem
sokkið hafa í kauptúnum undan-
farin ár, og sem þjóðfélagið í
heild sinni á eftir að borga. Og
hver er sá sem séð hefir fyrir
endann á því sem þjóðfjelagið á
eftir að borga af þessu tagi á
næstu árum?
Enn átakanlegra er að leggja
dóm á þetta mál frá öðru sjónar-
miði.
Hvað hefir þjóðfélagið fengið í
aðra hönd fyrir þá aðstoð, sem
það hefir veitt bændunum: t. d.
með jarðabótastyrknum, sam-
kv. jarðræktarlögunum, styrkn-
um til Búnaðarfélags Islands, og
eilítið bættum lánskjörum til
landbúnaðar?
Það hefir fengið það í aðra
hönd að landið hefir verið stór-
lega bætt. Það hafa verið sköp-
uð betri lífsskilyrði fyrir afkom-
enduma. Það er verið að bæta bú-
stofninn. Tún, engjar og haglendi
hefir verið girt. Mýrum hefir ver-
ið breytt í tún með framræslu.
Ræktaða landið hefir verið stór-
um aukið. Víða geta nú tvær fjöl-
skyldur lifað góðu lífi og alið upp
hraust og heiibrigð böm, þar sem
áður var erfitt að lifa fyrir eina,
Hvað mundi þjóðfélagið fá í
aðra hönd ef haldið yrði lengra
áfram á þeirri braut, ef það
styddi landbúnaðinn með enn
meiri forsjá og framlögum. Ef t.
d. Búnaðarfélag Islands fengi
meiri styrk til meira starfs? Ef
t. d. gerðar yrðu ráðstafanir til
að gera tilbúna áburðinn stórum
ódýrari, hinu opinbera að mjög
kostnaðarlitlu? Ef t. d. farið yrði
að dæmum annara þjóða og orðið
við réttlætiskröfunni að láta
bændur eiga kost á lánsfé með
kjörum sem eru í samræmi við
hina litlu áhættu?
Það fengi í aðra hönd stórfeld-
ari alhliða framfarir landbúnað-
arins. Bústofninn meir bættan,
fullkomnari vinnubrögð, meiri og
betri afuiðir, stórum aukna
ræktun og stórum meiri þarfar
framkvæmdir. Það fengi það í
aðra hönd að landinu yrði skilað
enn betra og byggilegra í hendur
eftirkomendunum. —
En hvað hefir þjóðfélagið feng-
ið í aðra hönd fyrir hinar mörgu
miljónir króna sem lánsstofnan-
imar hafa tapað hjá kaupstaðar-
búunum: útgerðarmönnum og
kaupmönnum.
Hvða verðmæti fyrir framtíð-
ina liggja t. d. eftir kauptúnabú-
ana á Austurlandi, sem útbúið á
Eskifirði hefir tapað á meir en
hálfri annari miljón króna?
Hvaða verðmæti fyrir framtíð-
ina liggja eftir kauptúnabúana á
Vesiturlandi, sem annað útbúið á
ísafirði er búið að tapa á meir
en miljón króna — svo nefnd séu
tvö einstök dæmi?
Því skal vitanlega ekki neitað,
að ýmislegt þarft og varanlegt
hafi verið framkvæmt fyrir þetta
óheyrilega mikla fé, sem hefir
tapast.
En hversu mikið verðmæti hef-
ir orðið að engu, t. d. í þús. síld-
artunna sem aldrei voru seldar,
heldur voru látnar fúna niður og
síðast varð að kosta til að aka
þeim í sjóinn?
Hversu mikið af þessu fé hefir
farið til þess eins að kosta sukk
og býlífi fólksáns í verstöðvunum
og óhófslifnað Islendinga í út-
löndum, sem þeir, því miður, eru
orðnir altof þektir af.
Því miður er það svo, að hlut-
fallslega mikið af þessu inikla fé
hefir gengið til þessi sem miklu
betur hefði verið látið ógert. I
mörgum tilfellum hefði fólkinu
verið heilnæmara að svelta, blátt
áfram, í nokkra daga, en að lifa
því lífi, sem þetta fé hefir gert
því mögulegt að lifa.
Það sem þjóðfélagið hefir feng-
ið í aðra hönd, í andlegum og
fjármálalegum verðmætum fyrir
þessar miljónir sem tapast hafa
í kauptúnum og kaupstöðum und-
anfarin ár, er því miður hlut-
fallslega sorglega lítið. —
Aldrei hafa verið sögð meiri
öfugmæli á Islandi en þessi, sem
íhaldsmenn í kauptúnum, og jafn-
vel í sveitum líka, láta klingja:
að landbúnaðurinn hafi verið hlut-
fallslega ofmikið styrktur af hinu
opinbera og að landbúnaðurinn sé
hálfgerður ómagi á þjóðarbúinu.
Sannleikurinn er alveg gagn-
stæður þessu.
Kauptúnabúamir hafa verið
miklu, margfalt miklu meir
styrktir af opinberu fé, og á mið-
ur viðeigandi hátt.
Á öllum sviðum hefir landbún-
aðurinn verið olnbogabarnið.
Og — sá hái miljónastyrkur,
sem kauptúnin hafa fengið með
lánaeftirgjöfum og töpum bank-
anna, hefir að töluverðu leyti
sokkið í sjóinn, engum til gagns,
en oft jafnframt til andlegs og
líkamslegs tjóns þeim, sem nutu
beint og óbeint — hann hefir
skapað þjóðfélaginu hlutfallslega
lítið verðmæti.
En stuðningur hins opinbera til
landbúnaðarins hefir fyrst og
fremst orðið til þess að gera land-
ið betra og byggilegra, hann mun
verða til farsældar og gagns fyrir
alda og óboma.
Það er sorglegt að þurfa að
gera þannan samanburð og rekja
þessa sögu.
En þegar öfugmæli þau, sem
lýst er hér að framan, eru jafn-
vel farin að bergmála upp um
sveitir landsins, og eru vakin á
hinum hæstu stöðum, þá má ekki
þegja við.
----o----
MannaLát.
Á síðasta vetrardag andaðist að
heimili sínu Syðra-Velli í Gaul-
verjarbæjarhrepp Jón Árnason
bóndi. Hann var fæddur 17. nóv.
1854 í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð.
Hann ólst þar upp í stórum syst-
kinahóp. Meðal systkina hans eru
Guðjón bóndi í Vatnsdal, og Þór-
unn ljósmóðir í Árkvöm, og Sig-
ríður húsfreyja í Eyvindarmúla.
Hann kvæntist árið 1881 Rann-
veigu Sigurðardóttur frá Brúnum
undir Eyjafjöllum. Var hún ein
af hinum mörgu systkinum Guð-
jóns sál. Sigurðssonar úrsmiðs í
Reykjavík, sem mörgum er að
góðu kunnur.
Þau reistu bú í Háamúla í
Fljótshlíð, en fluttust ári síðar til
Stokkseyrar; en síðustu 25 árin
hafa þau búið á Syðra-Velli,
eignarjörð sinni. Þau Jón sál. og
Rannveig kona hans eignuðust 11
böm; dóu 2 þeirra ung en 9
náðu fullorðins aldri.
Árið 1912 urðu þau fyrir þeirri
sorg að missa elsta son sinn Sig-
urð, stakan efnismann og einn
meðal fremstu sjómanna hér
sunnan lands. Hann dmknaði af
þilskipinu Langanes og var mik-
ill harmur kveðinn að heimili
þeirra við fráfall hans. Þrátt fyr-
ir þetta mikla skarð, sem í hóp-
inn varð, máttu þau kallast lán-
söm með bömin, sem hafa verið
foreldrum sínum stoð og styrkur
hin síðari ár. Liggur mikið dags-
verk eftir þann, sem kemur upp
myndarlegum bamahóp, enda
voru þau hjón mjög samhent og
dugleg.
Þau tóku jörðina í mikilli niður-
níðslu og bættu hans og stækk-
uðu. Gaf túnið af sér 30 hest-
burði af töðu þegar þau tóku við
jörðinni en nú hin eíðari ár gefur
það af sér nokkuð á annað
hundrað.
Það er svo altítt nú á tímum
að bömin þyrpast úr föðurgarði
og leita gulls og grænna skóga
og skilja eftir foreldrana þreytta
og hruma, sem oft má líkja við
fjaðrarúna fugla, ef bömin ekki
skilja hlutverk sitt, og reynast
síður en skyldi.
Það virðist sem þau hjón Jón
og Rannveig hafi upp skorið sem
þau hafa sáð, því 6 af bömum
þeirra sem ekki hafa reist eigið
heimili, hafa dvalið hjá foreldr-
um sínum, og stutt þau með ráð-
um og( dáð.
Jón sál. hafði verið heilsubiiað-
ur síðari missirin, en rúmfastur
lá hann ekki nema rúma 2 mán-
uði, og oft allþungt haldinn. Hann
legst þreyttur til hinstu hvíldar-
innar — en gott er þeim að hvíl-
ast, sem þreyttur er.
A.
----o----
Til athugunar
(fyrir umsækjendur Ljósmæðra-
skólans í Reykjavík).
Síðastliðin haust hafa stúlkur
komið í skólann, í þeirri góðu trú,
að þær væru þar algerlega kost-
aðar af landinu, en svo er ekki.
Þessu var breytt á Alþingi 1924
þannig, að styrkurinn er nú kr.
45,00 á mánuði, að viðbættri dýr-
tíðaruppbót, sem verður alt sam-
tals kr. 70,00 mánaðarlega. Full
líkindi em til að dýrtíðaruppbót
verði minni næsta ár. Þrátt fyrir
þennan styrk, hafa þær sjálfar
orðið að leggja fram til náms-
kostnaðar sex til sjö hundruð
krónur í viðbót, sem ekki er svo
undarlegt, þar sem kenslan varir
fulla 9 mánuði, og þann tíma
allan geta þær ekkert annað gert,
en að stunda námið.
Bækur Bókafélagsins:
Hjá Ársæli Ámasyni og öUum
bóksölum: Islandssaga H. Verð
3,50. Dýrafræði I. (Spendýrin).
Verð 3,50.
Hjá nálega öllum kaupfélögum
og nokkrum bóksölum: Island^-
saga I, Dýrafræði II (Fuglamir),
Nýju skólaljóðin. Verð hverrar
af þessum bókum 2,50.
Ferðirnar borga þær algerlega
úr eigin vasa, hjúkranarföt, svo
sem hvítar svuntur, kjólar, skór
og skjólgóðar utanyfirhafnarkáp-
ur kostar alt mikið fé — en án
þessara fata er þeim ómögulegt
að vera. Bækur og annað því líkt,
sem við kann að bætast, gerir og
sitt strik í reikninginn.
Ekki geta þær eða mega hafa
heimili sitt hjá skyldfólki eða góð-
kunningjum þó þær ættu þá hér
í bænum, því þeim er gert að
skyldu, að búa hjá þeim Ijósmæðr-
um, sem era þeirra kennarar, og
er það alveg nauðsynlegt að svo
sé, því á öllum tímum sólarhrings-
ins, getur ljósmóðirin þurft að ná
í námsmey sína í skyndi, svo að
hún geti sem best látið hana
verða aðnjótandi hinnar verklegu
kenslu. v
Þetta sem hér hefir verið tekið
fram er fullrar athugunar vert,
þegar litið er til þess, hve erfitt
muni fyrir stúlkumar að endur-
greiða sinn mikla námskostnað,
með litlu lélegu laununum sem nú-
gildandi lög mæli fyrir. Engum er
kunnugra um það en okkur ljós-
mæðrum sem erum kennarar
skólans, fyrir hve sárum von-
brigðum stúlkumar verða, þegar
þær fara af þekkingu að athuga
málið. Þær sem hafa byrjað með
glæstum vonum og einlægum
áhuga fyrir starfinu, þeim liggur
við að láta hugfallast með að
halda áfram, þegar þær sjá hve
mikið fé þær þurfa sjálfar fram
að leggja — flestar verða að taka
það til láns — og með hverju á
að borga? — Einkum virtist mik-
ið bera á þessari sáru óánægju
síðastliðinn vetur, eftir að fullséð
var hver afdrif launamálið fékk
á Alþingi.
Það era því vinsamleg tilmæli
frá stjóm Ljósmæðrafél. Islands
til allra, er kynnu að vita um
einhvem tilvonandi nemanda, að
benda honum á þessar upplýsing-
ar, því þær eru með öllu hinar
nauðsynlegustu.
Stjómin.
----o----
Greinargerð um hið svonefnda
áburðarmál og tildrög til frávikn-
ingar Sigurðar Sigurðssonar bún-
aðarmálastjóra mun stjóm Bún-
aðarfélags íslands birta mjög
bráðlega.
Það hefir verið ákveðið af
stjórn Búnaðarfélags Islands að
veita ekki, fyr en á Búnaðarþingi,
ráðunautsstöðuna sem losnaði við
fráfall Sigurðar heitins Sigurðs-
sonar ráðanauts.
Ráðherrabústaðurinn. Það mun
vera í ráði að gert verði við hús-
ið í Tjarnargötu, og að forsætis-
ráðherra flytji þangað. Hefir hús-
ið verið með öllu viðhaldslaust
undanfarin ár og staðið autt að
nokkru.
Horfir til stórvandræða vegna
óþurkanna, um Suðurland alt a.
m. k. Víðast eru nú liðnar fullar
fjórar vikur síðan sláttur byrjaði
og mega varla teljast nema tveir
þurkdagar síðan.
Allmiklar misfellur er sagt að
orðið hafi sumstaðar við land-
kjörið. Kosið var heima undir
handarjaðri sýslumannsins í
Borgamesi og sumstaðar hafði
stimpill verið notaður við kosn-
inguna.
----o----
Ritstjóri: Tryg’gvi Þórhallsson.
Prentam. Acta.