Tíminn - 07.08.1926, Blaðsíða 3
TlMINN
187
Jörðin Hrafnabjörg í Lokinhamradal í Arnarflrði, ásamt
timburhúsi og peningshúsum í ágætu standi, er til sölu og ábúðar í
næstu fardögum. Túnið er alt í ágætri rækt og girt með gaddavír.
Utigangsbeit fyrir sauðpening er þar með afbrygðum og sjávarútvegs-
jörð með þeim betri í Arnarfirði. Kúfiskbeita fyrir landi.
Allar frekari upplýsingar hjá undirrituðum jarðeiganda eða sýslu-
manni Oddi Gíslasyni ísafirði.
Hrafnabjörgum 21. júní 1926.
Ólafur O. Kristjánsson.
T. W. Buch
(Idtasmiðja Buchs)
Tietgensgade 64.
Köbenhavn B.
LITIR TIL HEIMALITUNAR:
Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og
allir litir, fallegir og sterkir.
TIL HEIMANOTKUNAR:
Gerduft „Fermenta", eggjaduft, ávaxtadropar, soya,
matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf-
vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn,
„Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi,
skilvinduolía o. fl.
Brúnspónn.
LITARVÖRUR:
Anilinlítir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir.
GLJÁLAKK:
„Unicurn" á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágæt tegund.
HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT:
Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur.
alstaðar á íslandi.
Craddavirinn
„Samband“
er sterkur og tiltölulega langódýrastur.
Kaupfélögin annast um pantanír.
eftir rétta 7 vikna dvöl í Dan-
mörku, og komið til Reyykjavík-
ur þann 13. s. m.
Alstaðar fengu glímumennimir
hinar ágætustu viðtökur, og dóm-
ar dönsku blaðanna um glímuna
voru framúrskarandi góðir. Hið
sama kom einnig fram í umræðum
um hana manna á meðal, og nokkr
ir létu í ljós, að þeir vildu gjarn-
an læra að glíma,hvort sem nokkuð
kann nú að verða úr því. Hygg þó
að á næsta vetri verði íslensk
glíma eitthvað iðkuð við Leikfim-
isháskólann í Ollerup.
Árangur þessarar farar dylst
mér ekki að muni verða nokkur.
Margir Danir vita nú meiri deili
á íslenskri þjóð en áður. Á flest-
um af þessum 37 sýningarstöðum
blakti íslenskur fáni í fyrsta sinn.
Og hvar sem íslenskur fáni blakt-
ir yfir íslenskum hraustleika- og
drengskaparmönnum, hlýtur það
að verða íslensku þjóðinni til vegs
auka.
En að glímumennirnir hafi haft
þetta tvent til- að bera, get jeg
betur dæmt um en flestir aðrir,
því að af sérstökum ástæðum var
eg víðast hvar sem áhorfandi, og
veit, að þeir komu alstaðar fram
íslensku þjóðinni til sóma. En
það er trú mín, að því betur sem
útlendingar kynnast okkar þjóð,
því meiri verði hróður okkar. Og
hjá mörgum, sem jeg átti tal við,
kom einmitt í ljós undrun yfir
því, hve glímumennii'nir væru
vasklegir, og eins yfir hinu, að
hjá íslensku þjóðinni skyldi hafa
geymst jafn falleg og drengileg
íþrótt sem þeim fanst íslenska
glíman vera. Og einmitt fyrir ís-
lensku glímuna ættu slíkar utan-
ferðir sem þess, að geta haft
mikla þýðingu; því ef hægt væri
að halda þeim áfram mundi það
verða til þess, að íleiri iðkuðu
glímuna, einmitt meðfram til þess
að verða hæfir til slíkrai' ferðar.
Það mundi ekki þykja lakara en
venjuleg glímuverðlaun, því enn
er útþráin rík í Islendingseðlinu.
En jaíníramt því að fleiri yrðu
tii þess að iðka glímuna, yrði hún
betur iðkuð en nú, því til slíkrar
ferðar má ekki velja aðra menn
en þá, sem glíma veL En það ætti
að vera okkur metnaðarmál að
fegra og bæta þessa þjóðaríþrótt
vora, sem hefir verið, og verður
eflaust í næstu framtíð, sterkur
þáttur í líkamlegu uppeldi þjóðar-
innar. Því að á meðan strjálbýlið
í sveitunum er svo sem það nú er,
verður ekki að ræða um verulegar
ám, sem í þau falla. Annars verð-
ur hans ekki vart alla leið suður
og vestur að> Þjórsá, nema lítið
eitt í Skaftá, og ef til vill við og
við í ósum sumra vatna á S-strönd
inni.
Um lífshætti laxins er það fyrst
að taka fram, að hann er vatna-
fiskur, sem er getinn og gotinn í
ósöltu vatni (straumvatni); í sjó
eða söltu vatni geta eggin eigi
kiakist; það er margsannað; en
sökum fæðuskorts í vötnunum
verður hann að dvelja í sjó, —
skemri eða lengri tíma — á und-
an hrygningu, til þess að ná æxl-
unarþroska. Þó eru undantekning-
ar frá þessu: 1 hinum miklu
stöðuvötnum, Vánern í Svíþjóð
og Ladóga í Rússlandi (og í
vötnum í Labrador og ám í Mai-
ne), er afbrigði af laxi (f. iacu-
stris), sem aldrei gengur í sjó,
en lifir í vötnunum, eins og í sjó,
væri, milli þess sem hann geng-
ur til hrygningar upp í árnar,
sem í vötnin falla; enda hafa
þessi vötn upp á meiri fæðu að
bjóða, en smávötnin annarsstað-
ar. Þessi lax er nokkuð frábrugð-
inn venjulegum laxi, svipai' í
ýmsu til urriða, og verður aldrei
eins stór og sjógenginn lax getur
orðið (hæst 12 kg), en um hann
skal ekki farið fleiri orðum hér.
Svo ber það og við, að hængseiði
ná æxlunarþroska áður en þau
ganga til sjávar.
fimleikaiðkanir þar; en glíman á
að miklu leyti að geta bætt það
upp.
En það er ekki einasta að slík-
ar ferðir sem þessi geti aukið á-
lit Islendinga út á við og stuðlað
að líkamlegri vellíðan þeirra, held
ur og hitt, að þeir, sem fara slík-
ar ferðir, koma heim aftur meiri
menn en þeir voru áður. Því það
er satt, sem skáldið segir: „Við
Þegar laxinn er kominn í sjó,
má segja að hann hverfi mönnum
sýn, því að enn sem komið er,
vita menn lítið um hætti hans þar.
En eitt er víst og það er það, að
hann notar tímann vel til þess að
afla sér fæðu; en hver hún er og
hvar hann tekur hana er meira
vafamál. Menn verða hans oft
varir við strendurnar þann tíma
ársins, sem hann gengur í árnar,
c. á vorin og sumrin, og veiða
hann þar, bæði hér við land og
annarsstaðar. I Eystrasalti er
hann veiddur töluvert á flotlóðir
(t. d. við Borgundarhólm) og í
makrílsnet fæst hann stundum
langt úti í Skagerrak; hans hefir
orðið vai't í þorskanet í Garðsjó,
lítið eitt í snyrpinót í Skaga-
firði og inn í Vestmannaeyjahöfn
hefir stórlaxatorfa komið. Aftur
á móti fæst hann aldrei við botn,
hvorki á öngul né í vörpur. Bæði
þetta og liturinn bendir ótvírætt
á, að hann sé uppsjávarfiskur, og
lifir mest á smásíld, sandsíli,, og
svo líklega á loðnu, kampalampa
og öðrum smáum krabbadýrum,
sem fara í torfum í sjónum. —
Stundum finnast leyfar af svona
dýrum (t. d. hryggir) í laxi ný-
komnum úr sjó, og einusinni lítt
melt millisíld (í ölfusá), en ann-
ars er öll fæða tíðast upp melt,
þegar í árnar kemur, og því mjög
erfitt að fá nokkuð nánara að
vita um hana. — Um fei’ðir eða
að ferðast frjálst og vítt, föður-
land manns stækkar“.
Flestir koma heim aftur með
meiri trú á ísland og íslenska
möguleika, djarfari hugsjónir og
sterkari löngun til þess að brjót-
ast fram eftir nýjum og betri
brautum. Og ef við ættum mikið
af ungum mönnum, sem ættu
djarfar hugsjónir, samfara þreki
og isterkri löngun til þess að
göngur laxins í sjónum vita
menn ennþá lítið; þó hafa menn
komist að því, með merkingum,
að hann fer oft langar ferðir frá
átthögum sínum, ýmist með
ströndum fram (t. d. við Noreg
og Svíþjóð) eða út frá löndum (t.
d. þvert yfir Eystrasalt), en hve
langt hann fer út á opið haf (t.
d. í Norðursjó eða Atlantshaf) er
ókunnugt. Sama er að segja um
allar göngur hans hér við land;
þó benda dæmin, sem áður voru
til færð, á það, að hann fari all-
langt burt frá ósum þeirra vatna,
sem hann gengur í. Þegar laxinn
hefir safnað nægum holdum og
kröftum, fer hann að leita til
ánna, en slórir víst oft all-lengi
(jafnvel vikum saman) í hálf-
söltu vatni í lónum og árósum,
meðan hann er að venja sig við
umskiftin.
Þegar laxinn kemur úr sjónum,
er hann feitur og sællegur og að
útliti eins og honum er lýst hér
að framan og gæddur frábærum
sundþrótti, sem tíðum reynir
mjög á, á ferðinni upp eftir ánni,
upp á riðin, sem hér geta verið
80—90 km frá sjó. Meðan hann
er á leið til riðanna, er hann
nefndur „uppgöngulax". Ferðum
hagar hann mjög eftir því, hvern
ig ánni háttar. I djúpum ám,
með jöfnum straumi, mun hann
fara jafnt með bökkum og mið-
streymis; en þar sem misdjúpt er
Með hinni gömlu, viðurkendu
og ágætu gæðavöru
Herkulesþakpappa
sem framleidd er á verksmiðju
vorri „Dortheasmindeu frá því
1896 — þ. e. 1 30 ár — hafa
nú verið þaktir í Danmörku og
^slandi.
ca. 30 milj. fermetra þaka.
Fæst alstaðar á Islandi.
Hlutafélagið
Köbenhavn K.
vinna að alþjóðarheill, þá mundi
ungmennafélagsskap okkar betur
borgið, og hann verða miklu öfl-
ugri undirstaða þjóðfélagsins en
nú.
Þorgila Guðmundsson.
og eyrar, fer hann eftir dýpstu
álunum eða með bökkunum, þar
sem eru afdrep, iðuköst og aðrir
hentugir hvíldarstaðir, og þaðan
tekur hann svo strauminn í sprett
um; yfirleitt virðist hann vilja
láta sem minst á sér bera og leyn-
ist því á daginn undir bökkum eða
í hyljum, en hraðar ferðinni þeg-
ai dimmir eða dimt er í lofti, og
þegar vöxtur er eða flug í ánni,
samfara gruggi. Ef áin er mjög
löng, virðist hann þreytast, þ. e. fer
hægra, eftir því sem lengra dreg-
ur frá sjó. Þar sem hávaðar og
fossar verða á vegi hans, reynir
fyrst verulega á kraftana og sund-
fimina. Hann getur farið langa
leið á móti bullandi straumi, og
þegar um foss er að ræða, sem er
ekki yfir 3 m. hár, getur laxinn
tekið hann í einu stökki, ef hann
er nógu vatnsmikill og vel djúpt
undir honum; tekur hann fyrst
1—2 m loftstökk upp í fallið og
syndir svo það sem eftir er, upp
yfir brúnina, harðara en vatnið
fellur. Sé fossinn hærri, gerir lax-
inn oft hvert loftstökkið eftir
annað, áður en hann gefst upp,
eða hann nær stalli eða þrepi í
fossinum, sem hann getur hvílt
sig á, áður en hann fer lengra, og
þannig getur hann „stokkið“ stall
af stalli, uns hann loks kemst
upp yfir fossinn, ef hann er ann-
ar ekki alveg ógengur. Dæmi eru
þess, að laxar hafa farist (dauð-
Á hausti komandi verður hægt
að selja allmikið útsæði af kar-
töfluafbrigðinu Kerrs Pink (sem
hingað til hefir gengið undir nafn-
inu ,,Eyvindur“). Verður hægt að
láta hvern, er þess óskar, fá frá
5—25 kíló, en það fer þó nokkuð
eftir því hve margar pantanir
koma.
Kartöfluafbrigði þetta hefir ver-
ið ræktað undanfarin 5 ár í
Gróðrarstöðinni og skarað fram úr
öðrum, svo að fullyrða má að það
er stórum betra heldur en mörg
önnur afbrigði, sem notuð eru
víða um land.
Og eins hefir það reyn&t, hjá
þeim, sem hafa fengið það und-
anfarin haust, til ræktunar út
um sveitir.
Kartafla þessi er bleikrauð, hér
um bil hnöttótt, og augun ekki
djúp. Hún er bráðþroska, og það
er höfuðkostur hér á landi. Enn-
fremur er hún hérumbil ómót-
tækileg fyrir kartöflusýkina al-
ræmdu, og væri því fylsta ástæða
til að reyna hana á þeim stöðum,
sem sýkin hefir geit usla. Og enn
eitt: hún hefir geymst prýðilega
vel.
Vei’ðið á kartöflutegund þessr
ari verður 0,40 kr. hvert kílógr.'
auk flutningsgjalds.
Þeir, sem óska að fá útsæði af
afbrigði þessu til reynslu og rækt-
unar, geri svo vel og sendi pant-
anir sem fyrst, til gróðrarstöðvar-
stjórans í Reykjavík, og verða
þær þá sendar gegn eftirkröfu.
Æskilegast væri að afgreiða sem
mest í haust, og pantanir verða
þegar afgreiddar eftir 15. sept.
29. júlí.
Ragnar Ásgeirsson.
----o-----
— Kornmyllu, rafknúinni, hefir
Mjólkurfélag Reykjavíkur komið
sér upp hér í bænum. Er hinn
mesti myndarbragur á og alls
hreinlætis gætt. Malar gróttinn nýi
800 kíló af rúgi á kl.st. Hafa áður
um það heyrst raddir að mikil
nauðsyn væri á að við íslending-
ar færum að mala korn handa
okkur sjálfir, og er það rétt, því
að enginn efi er á, að oft er hing-
að flutt miður gott mjöl.
----o-----
rotast) við þessar tilraunir. Lax-
inn virðist fælast þær ár, sem
sandrif eru fyrir ósunum á, eða
eru mjög grunnar og sendnar
neðst. Annars leitar hann eðli-
lega síst í þær ár, sem hafa ekki
hin nauðsynlegu skilyrði fyrir
klaki og uppvexti seiðanna (sjá
síðar).
Mjög er það misjafnt, hvenær
laxinn gengur í árnar og fer það
ýmist eftir stærð (aldri) fisksins
og hvernig háttar til um ána, eða
eftir sérstöku eðli fisksins. Víðast
hvar gengur hann upp á vorin og
sumrin, en sumstaðar ekki fyr en
á haustin og sumstaðar (í lönd-
um, þar sem er hlýr vetur) er
hann að ganga í árnar svo að
segja alt árið. En hér verður eigi
farið nánara út 1 það mál. I norð-
lægum löndum, þar sem ámar eru
undir ís á vetuma, fer laxinn yf-
irleitt ekki að ganga upp fyrri en
ísinn er farinn og vatnið farið að
hlýna nokkuð. Hér á landi fer
hann í fyrsta lagi að ganga í apríl
og þó aðeins á SV-landi, annars
vanalega ekki fyrri en í maí, og
ef kuldatíð er, og þá einkum á
N-landi, ekki fyrri en í júní; en
svo getur hver gangan komið eft-
ir aðra fram eftir sumrinu, langt
fram í ágúst, og koma göngumar
helst í stórstrauma, ef annað
ekki hamlar, svo sem þurkar og
lítið vatn í ánni. En eins og ýmis-
legt getur dregið úr eða aftrað