Tíminn - 07.08.1926, Page 4

Tíminn - 07.08.1926, Page 4
138 TlMINN Frh. af 1. síðu. Uim, unga menn og konur í kaupstöðum er það að segja, að áreiðanlega á Ihaldsstefnan hlut- fallslega mun minni átök, í þeim hóp, þótt vart skeri úr eins greini lega og í sveitunum. — Einu máli var sérstaklega hald- ið fram í kosningabaráttunni. Það var bankamálið: Skipulagi seðlar útgáfunnar. Gerði það Sigurður Eggerz, og af mörgum fylgisr mönnum hans var talið að afstaða til þess máls ætti mjög að ráða atkvæðum manna. I því efni er úrskurðurinn skýr. Og hafi þeir menn, er þessu héldu fram, talað í fullri alvöru, þá hljóta þeir að minsta kosti að viðurkenna, að dómur þjóðarinnar er mjög ótví- ræður. III. Gleðiefni má það vera öllum frjálshuga mönnum og framsækn- um á íslandi, að landkjörið bendir á það hiklaust, að örlög íhaldsins, ósigur þess, sé fyrirsjáanlegur við kjördæmakosningamar 1928. I hálft þriðja ár hefir það leg- ið eins og mara á landinu, og á eftir að liggja enn í hálft annað ár. Þegar saga þessara ára verður síðar rituð, er engum vafa undir- orpið, hver dómur verður um vald hafa íhaldsins. Um margt verða þeir sakfeldir og er sumt af því nefnt hér að framan. En allra þyngstur verð- ur áfellisdómurinn um það, sem er höfuðeinkenni á þeirri íslensku í- haldsstefnu. En höfuðeinkennið er það, að landinu er stýrt með einhliða hagsmunum sárfárra kaupstaða- búa fyrir augum: kaupmanna og stóreignamanna. Um að leysa af hendi stærsta verkefni núverandi kynslóðar, að snúa straumnum frá kauptúnum til sveita og hefja alhliða viðreisn landbúnaðarins.til þess að tryggja hreysti og heilbrigði kynslóðar- innar og til þess að tryggja fjár- hagsafkomu þjóðarinnar — um þetta atriði hafa íhaldsforkólf- arnir gjörsamlegau brugðist þjóð- inni. í ótal liðum má rekja og hefir oft verið rakið, hversu Ihalds- H.f. Jón Signumdnðn & Co. Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson guUsmiSnr. Sími 383. — Laugaveg 8. HV ALUR. Fyrsta flokks hvalrengi (bárurengi og sporður) hefi eg til sölu í heilum fötum. Pantanir óskast sendar fyrir lok þessa mán. Steini Halgason, Sími 1909. Laugaveg 78. íiokkurinn, og formaður hans, for- sætisráðherrann af eigin náð, hef- ir staðið öndverður móti öllum réttmætum tillögum, sem miðað haxa að viðreisn landbúnaðarins. A því á Ihaldið að íalla, því að enn er það svo, eins og það á altaf að vera á íslandi, eins og það hefir altaf verið á íslandi í í 1000 ár, að bændurnir hafa meginhluta hins póhtíska valds. Enn eru þeir nokkrir til, með- al hinnar eldri kynslóðar, bænd- anna, sem ekki hafa fengið opin augu fyrir því, að þeir snúa snör- una að sínum eigin hálsi og barna sinna, er þeh- styðja íhaldið. En þeim fækkai; óðum, og með hverj u árinu sem líður munu „verkin tala“ skýrara og skýrara í þessu efni. „Alt er betra en íhaldið“, á að vera að orðtaki haft um ísland endilangt, hvort heldur er í sveit- um eða kauptúnum. Svo sorglega hefir Ihaldið skráð sína eigin sögu á undanförnum árum. Nú í haust verða bændurnir ekki síst á það mintir, hversu sár hún verður þeim íhaldsstjómin á þeirra eigin bökum, er þeir fá að heyra kjötverðið, sem gengis- hækkunin smáskamtai' þeim. ----o---- / (xagnfræðakenslu hefja undirritaðir aftur 1. október í haust og verður að þessu sinni kent í tveimur bekkjum, fyrsta og öðrum. Námsgreinar og stundafjöldi hinn sami og .í sömu bekkjum hins Almenna mentaskóla (íslenska, danska, énska, sagnfræði, stærð- fræði, landafræði, náttúrusaga, dráttlist og eðlisfræði) og verður alt miðað við það, að nemendumir verði færir um að ná gagnfræðaprófi við þann skóla. Kensla stendur til 30. maí, og verða próf haldin um miðjan vet- ur og í lok kenslutímans. Til kenslu verða teknir piltar og stúlkur á hæfilegum aldri, sem hafa venjulega barnaskólaþekkingu, em heilbrigð, og setja tryggingu fyrir greiðslu kenslukaupsins kr. 35.00 á mánuði er greiðist fyrir fram við hver mánaðamót. Þeir, sem kynnu að vilja setjast í annan bekk sýni auk þess, að þeir hafi næga þekkingu í fyrsta bekkjar námsgreinum. Menn gefi sig fram við meðundirritaðan Guðbrand Jónsson, Lindargötu 20 B. Guðbr. Jónssou. Sigfús Sigurhjartarson. Kaupið. Sparið. mm skQrna neltobak í 100 eða 500 granxma loftþétt- um blikkdósum. — Altaf jafn- hressandi í þessum umbúðum. ÞEIR sem enn eigi hafa skilað samskotalistum til minnis- varða Hannesai' sál. Hafstein eru beðnir að gera það hið allra bi'áð- asta. Ólokin samskot til minnisvarðans er óskað að greidd vei’ði sem fyrst til gjaldkera minnisvai'ðanefndarinnar Ö. Forberg lands- símatjói’a, eða annara nefndarmanna. — MINNÍSVARÐANEFNDIN. „Sjaldan bxegður mær vana sínum“. Birtist í Morgunblaðinu í gær svo átakanlega skemtilega vitlaus fjóla, að ómögulegt er að þegja yfir, þótt menn séu al- ment orðnir leiðir á að hlægja að daglegu fjólunum. Segir blaðið frá því „að keypt yrði handa Danmörku líkneski af ókendum Tizian. Hefir það fundist nýlega. Er það af öldruðum manni skeggj- uðum og í svörtum búningi“. — Hvílík fjóluhi'úga! Eftir orðanna hljóðan og eftir því sem Valtýr skilur danska textann, sem þetta er þýtt eftir, virðist liggja bein- ast við, að hann haldi, að Tizian sje einhver þjóðflokkur; senni- lega mjög drykkfeldur, úr því sér- stök ástæða er til að taka fram að þessi Tizian, sem „líkneskið“ er af, sé „ókendur“. Og svo er þetta líkneski „í svörtum bún- ingi“. Hvílegt listaverk og kostar 360 þús. kr., segir Moggi! Hvað ætli líkneski kosti af kendum Tizian ? — Fáfræðin sem ber verð- ur af þessai’i hjákátlegu frásögn er alveg dæmalaus. Valtýr, sem síleft er að skrifa um listir, þekk- NÝJAR BÆKUR! Sakúntala, 2. útg., í ísl. þýðing eftir Stgr. Th., verð kr. 3.00. Rökkur, 4. árg., verð kr. 2.00. Hjá bóksölum um land alt! í prentun: Ljóðaþýðingar Stgr. Th. II. bindi, með mynd af þýðandanum miðaldra. VERÐLÆKKUN Á BÓKUM! Ljóðaþýðingar Steingríms Thor- steinssonar, I., á verri pappír í bandi, áður kr. 8.00, nú kr. 5.00. Sama bók á verri pappír, heft, áður kr. 6.00, nú kr. 3.00. Sama bók, á betri pappír, í liandi, áður kr. 10.00, nú kr. 7.00. — Sama bók á betri pappír, heft, áður kr. 7.00, nú kr. 5.00. — Redd-Hannesar- ríma, áður kr. 3.00, nú kr. 2.00. — HJá bóksölum um Iand alt. — Útg. Axel Thorsteinsson, Kirkjustræti 4, Rvík. SUNNUDAGSBLAÐIÐ, skemtiblað með myndum. Aðalefni: Sögur. priðji árgangur hefst í se.it. þ. á. Enda þótt blaðið væri stækkað i vor, kostar það aðeins kr. 3.00 á ári (áður kr. 5.00), frá byrjun næsta ár- gangs. — Ókeypis sýnishorn send þeim, er óska. Útgefandi: Axel Tborsteinsson, Kirkjustræti 4, Reykjavik. ii' ekki einn frægasta málara heimsins og skilur ekki að ræða er um málv. eftir hann, en ekki „líkn- eski“ af „ókendum Tizian“. — Og nú er hvorugur Jónanna 1 bænum svo engum öðrum er til að dreifa en „fjólupabba". Sementslaust hefir verið í bæn- um í þrjár vikur. Óvenjulega mörg hús eru í smíðum og þar á meðal mörg stórhýsi. Hefir vinna stöðvast alveg við mörg þeii'ra um hríð. Ekki bætir það úr vandræðum hins mikla atvinnu- leysis. Lát séra Eggerts Pálssonar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð frétt- ist hingað síðari hluta dags í gær. Hafði hann farið utan stuttu eftir að þixigi sleit, til þess að leita sér lækninga. Mun hafa andast á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. — Verður hans nánar getið síðar. — Þarf þá enn ein kosning að fara fi'am í haust í hansi stað. göngunni, eins getur ýmislegt örf- að hana, svo sem dumbungsveður og mótvindur, að sagt er. Fiskur- inn gengur mjög eftir stærð (aldri) ; fyrst gengur stórlaxinn aðallega og miðlungslaxinn (2ja fjórðunga og fjórðungslaxinn), í maí til júní, en smálaxinn mest, þegar kemur fram á sumarið (júlí til ágúst). Þegar svo laxinn er, eftir stutta eða langa ferð, kom- inn á eða í nánd við riðin, er hann orðinn lúinn og hefir hægt um sig, hímir í hyljum eða öðr- um fylgsnum og tekur enga eða þá sáralitla fæðu, eins og hann gerir hér í ánum, þar sem hann þó tekur flugu og bítur á maðk. Þegar líður að hxygningu, tek- ur laxinn miklum breytingum, — bæði utan og innan; ytri breyting in er fyrst og fremst íitarbreyt- ing: Hinn bjarti og silfurskæri litur, sem prýddi uppgöngulaxinn, hverfur smámsaman (á báðum kynjum), vegna þess, að slímlag roðsins þyknar, svo að björtu lit- irnir dofna, og aragrúi af litber- um myndast, á hrygnunni gul- ir, svartir og rauðir, en á hængn- um auk þess bláir, og eftir þessu litast nú fiskurinn, fær „riða- búning‘‘, verður „staðinn“; en þennan lit fer hann líka að fá í sjónum, ef hann gengur seint (en það er einkum smálaxinn). Fyi’ir hrygninguna er þá allur laxinn bú- inn að fá riðalit, hvort sem hann gengur seint eða snemma. Riða- liturinn er svo breytilegur, að erf- itt er að lýsa honum nákvæm- lega. 1 stuttu máli sagt, er hrygn an tíðast dökk-mórauð á baki, dökk-silfurgrá á hliðum, sótrauð á kviði, með hvíta rák eftir honum miðjum, en á höfði og hliðum eru fleiri eða færri svartir og rauðir dílar, eða svaxtir blettir, með mó- leitri eða rauðri umgerð. Hængur- inn er miklu breytilegri, svo að tveir fiskar eru varla eins, og litirnir geta verið hinir ólíkustu, kviðurinn t. d. Ijósgulur eða svart- ur, hliðarnar oft rauðgráar eða stálbláar og óreglulegar rákir eða blettir í hrærigraut. Einkennileg- asta breytingin er þó „krókur- inn“: Fremst á neðra skolti hængs ins vex upp kýli úr brjóskkendu efni og hækkar smámsaman upp í totu, „krók“, sem getur oi’ðið 4—5 cm hár á stórum hængum. Þar sem endi króksins tekur heima við efraskoltinn, kemur hola upp í hann, og verður að lok- um svo djúp, að ekki er eftir nema i’oðið ofan á snjáldrinu. Upp í þessa holu fellur ki’ókurinn, en þó ekki lengra en það, að fisk- urinn getur ekki lokað munnin- um nema til hálfs. Alveg er óvíst, til hvers þessi krókur er; ef til vill er hann vopn í hinum grimmi- legu einvígum, er hængai'nir heyja oft um hiygnurnai’. — Innri breytingin er einkum sú, að lax- inn leggur af: hann tekur enga fæðu og meltingarfærin skreppa öli saman, en æxlunarefnin (svil og hrogn) fara að stækka og eru þegar farin að gera það, á síð- gengum laxi, áður en hann gengur í ána. Hin mikla fita, sem safn- ast héfir hvarvetna, í roð, bein, tengivefi, vöðva og eins gammör í gamafestuna, leysist upp og vöðvavefurinn sömuleiðis og fara, auk þess að halda lífs- þróttinum við, til þess að þroska egg og fró, svo að lítið verður eftir annað en „skixm og bein“ og er fiskurinn því eðlilega orðinn grindhoraður og úttaugaður að lokinni hrygningu. Þegar laxinn er orðinn „skrýdd- ur brúðkaupsklæðum“ sínum, eins og þeim var áður lýst, er orðiim „riðlax“, byrjar hrygningin; en mjög er það á ólíkum tíma ársins í ýmsum löndum og jafvel í ýms- um ám í sama landi. Á Norður- löndum og Bretlandseyjum byrj- ar hún víðast í miðjum október (um veturnætur) og stendur yfir fram undir jól eða fram í janúar. I kaldari löndum byrjar hún yfir- leitt nokkru fyr en í heitari. Hér á landi vita menn ekki nákvæm- lega um þetta, en það má víst líta svo á, að hrygningin byrji yfirleitt snemma og fyr á N-landi en á S-landi, fari fram nyðra í september—október, en syðra í október—nóvember. Þó er það víst, að í Elliðaánum er hrygning- in stundum byrjuð í ágústlok. Til hrygningarinnar velur lax- inn sjer hentuga staði, s. n. „rið“, í ánni, þar sem í botni er þykt lag af smámöl eða grjótmylsnu, tært, kalt vatn, með röskvum straumi og dýpið 0,5—1 m. Hrygn- an dvelur oft lengi í nánd við rið- in á undan hrygnuninni og með henni einn eða fleiri hængar. Þeg- ar svo hennar tími er kominn grefur hún (hængamir síður) með snjáldri og einkum með sporði tveggja metra breiða og hálfs metra djúpa gróf niður í botninn, en mylsnan sem upp rótast, berst upp í hrúgu við neðri enda gróf- arinnar. Að því búnu tekur hún sér stöð við efri enda grófarinn- ar, en einn af hængunum kemur þjótandi fram úr fylgsnum sín- um, strýkst fram með hrygnunni og staðnæmist fyrir framan hana, og samtímis bruna frá þeim egg- in og frjóið, sem straumurinn þyrlar með sjer niður í grófina og þar fer fi’jóvgunin fram, en eflaust verða mörg egg utundan (sumir ætla að aðeins 10% af þeim frjóvgist), því að straumur- inn skolai’ frjóunum svo fljótt með sér, að fæst af þeim ná að sameinast eggjunum, enda halda þau ekki frjóvgunarmætti sínum lengur en 20—30 sekúndur. Að lokinni frjóvgun sópar hxygnan mylsnunni niður í grófina, svo að eggin hyljast undir þykku mylsnulagi niður í grófina og liggja þar meðan þau eru að klekjast1). Ilrygnan gýtur ekki öllum eggjum sínum í einu, held- ur endurtekst hrygningin nokk- ui'um sinnum á 7—10 daga fresti og gerir hrygnan þá nýjar grófir. Sagt er að hrygningin fari helst fi'am í ljósaskiftunum, kvelds og morgna. Þegar fiskurinn hefir hrygnt út, er erindi hans í ána lokið; fer hann úr því að leita aftur til sjávar og nefnist þá „niðurgöngulax" eða „hoplax“ (D Nedfaldslaks, E Kelt). Er hann þá orðinn horaður, slæptur J) petta liefir verið flestra álit, undanfai'ið; en nú síðustu árin halda aðrir því fram, að eggin falli fæst niður i grófina, en safnast flest í myslnuhrúguna neðan við grófina og klekist í henni. og máttfarinn og vill nú svo vel til, að hann hefir, strauminn með sér, því að hann er nú síst fær um að mæta mikilli mót- spyrnu. Áður en hann fer að ganga niður breytir hann aftur lit (fer úr bi’úðkaupsklæðunum) og fær að nokki’u leyti sama lit- inn og hann hafði, þegar hann kom úr sjónum (,,ferðabúning“), nema hvað miklu fleiri dökkvir blettir eru á honum framanverð- um, en á uppgöngulaxi, svo að hann líkist sjóui'riða1). Ef hann kemst í sjóinn og fær nóga fæðu, braggast hann fljótt2) og fær fullan laxalit, en verður eigi eins stór og jafnaldrar hans, sem ekki hafa gotið áður. Svo virðist, sem allur þorrinn af laxinum hér leiti til sjávar fyrir jól; en oft sést lax í ánum fram á þorra og stundum verður vart '"við grind- hoi-aðar eftirlegukindur í sumum ám alveg fram á vor, svo að það vantar ekki mikið á að lax sé að ganga í árnar eða úr þeim árið um kring, þannig að hinir fyrstu fara að ganga upp, þegar hinir síðustu eru að ganga niður og hinir síðustu að ganga upp, þeg- ar hinir fyrstu fara að ganga niður. Niðurl. -----o---- x) Englendingar nelna liann og Bull-trout. 2) Dæmi: Útgotinni 5 kg hrygnu var slept 31. mars; 5 vikum og 2 dögum síðar veiddist hún aftur og var þá 10,6 kg. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.