Tíminn - 28.08.1926, Page 4

Tíminn - 28.08.1926, Page 4
TlMINN 150________________ Frh. af 1. síðu. þessir kenna Framsóknarflokknum um vöxt bæjanna. Er þetta hlægi- legasta rökvilla sem sést hefir á prenti nýlega. En um eitt er hún merkileg: I fyrsta sinn kemur það þama fram í Ihaldsblöðum að of- vöxtur bæjanna sé athugaverður. Tvent á Framsóknarflokkurinn að hafa gert í þessu efni. Hið fyrra er undanþágan sem veitt var fyrir ensku togarana í Hafnarfirði. TJm það mál er þess að geta að sá maður, sem fyrst og fremst var talsmaður undan þágunnar er einn virðulegasti maðurinn í hóp Ihaldsmanna og um leið einn elsti og reyndasti útgerðarmaður landsins: Ágúst Flygenring. Kasti þeir hnútunum að þessum virðulega flokksbróður sínum. í annan ístað á Framsóknar- flokkurinn að hafa drýgt dauða- synd með því að heimta og fá framkvæmda nokkra rýmkun á fiskiveiðalöggjöfinni, í samning- unum við Norðmenn um kjöt- tollinn. Skemtileg er þessi rökvilla. Hafa íhaldsblöðin undanfarið haldið því fram að það væri íhalds- flokknum að þakka að í engu hefði verið slakað til á fiskiveiðalög- gjöfinni í kjöttollsamningunum. — Gott samræmi er það. í annan stað er ekki vel skiljan- legt hvernig Framsóknarflokkur- inn á að hafa eflt bæjalífið, með því að leggja megináhersluna á að lækka toll á aðalframleiðsluvöru bændanna. — Það hlýtur að vera Jón Kjartansson sem komið hefir meS þetta. I þriðja lagi skal aðeins mint á það að tilslakanir þær sem gerð- ar voru, voru viðvíkjandi síld- veiðinni. Og sannarlega er það skoðun Framsóknarmanna að síld- veiðin hafi reynst Islendingum svo lítt farsæl að vel hafi mátt fórna einhverju á því sviði til þess að forða því að óeðlilega hár tollur lenti á aðalframleiðsluvöru bænd- anna, sem stofnað hefði landbún- aðinum í hina mestu hættu. — En Tíminn getur með engu móti skilið hvernig þetta, að forða land- búnaðinum frá gríðarháum kjöt- tolli, á að hafa orðið til þess að fjölga fólki í bæjunum. — Síðast bera íhaldsblaðamennim- ir það fram að Framsóknarflokk- urinn sé „niðurrifsflokkur". ójá! Það er ekki ástæðulaust að tala um niðurrif nú á Islandi. Og það er holt að gera sér grein fyrir því nánar. Því að nú undan- farið hefir sannarlega verið unn- ið að því að rífa niður á íslandi. Atvinnuvegimir standa hallara fæti en nokkra sinni áður. At- vinnuleysi ríkir í istóram stíl og miklu meira vofir yfir. Nálega allur atvinnurekstur er rekinn með tapi. Meira verðhrun á af- urðunum en nokkra sinni. Hinir allra erfiðustu tímar era yfir land okkar komnir. Og hver er höfuðástæðan til þessa alvarlega ástands? Höfuðástæðan er hin gapalega verðhækkun peninganna. En engum lifandi manni getur komið til hugar að kenna Fram- sóknarflokknum um það niðurrif. Framsóknarmenn hafa heimtað verðfesting peninganna og ef kröfu þeirra hefði verið hlýtt þá væri ekki nú um niðurrif að tala á Islandi, heldur um miklu far- sælla ástand. Ihaldsmennimir eraþeir sem hafa rifið niður. Ihaldsformaðurinn, Jón Þorláksson, er sá sem fyrst og fremst ber ábyrgina á því að ís- lenskir atvinnuvegir liggja nú svo að kalla í rústum vegna niður- rifsstefnu hans. íhaldsflokkurinn er niðurrifs- flokkurinn. — Svo hönduglega ferst þeim, Ihaldsblaðamönnunum að verja málstað Ihaldsins. Þó þeir séu ærið margir við starfið, þá reynist þeim það of- ætlun að verja rangan málstað. ----------------o---- Verðlakkun. 6 síðustu árg. af Sunnanfara áður kr. 15,00 nú kr. 8,00. — Gneistar eftir Sig. Kr. Pétursson áður 2,00 nú 1,25. —Sagnaþættir Br. J. frá Minna-Núpi, II. h. áð- ur 1,00 nú 0,50. — Draumur Jóns Jóhannssonar áður 0,60 nú 0,25. — Bjamargreifamir áður 6,00 nú 3,00. — Kvenhatarinn áður 1,00 nú 0,50. — SÚ þriðja áður 1,50 nú 0,75. — Maður frá Suður-Ameríku áður 6,00 nú 3,00. — Hefnd jarls- frúarinnar áður 5,00 nú 2,00. ■— Spæjaragildran áður 3,50 nú 1,50. — Alt í grænum sjó (leikrit) áð- ur 2,00 nú 1,00. — Um fiskaklak áður 1,35 nú 0,75. Bækumar era senúar með póst- kröfu, burðargjaldsfrítt út um land, ef beðið er um fyrir minst kr. 10,00 í einu. BÓKABÚÐIN, Laugaveg 46. Reykjavík. Sími 1846. Beislisstangir, ístöð, keirslumél og reiðbeislamél (gúmmí og járn) seist ódýrt í heildsölu og smásölu. Símnefni: „SLEIPNIR“. Laugaveg 74. Sími 646. Framh. frá 3. síðu. Sinovjev, sem og var einn helsti maður Kommúnista, og hafði á hendi starfsemina út á við, undir- búning heimsbyltingarinnar, hef- ir einnig mist völd sín. Og skoðana bróðir hans, Kamenew, hefir farið sömu leiðina. Það er svo að sjá sem hinir „rauðustu" séu að missa völdin, og að það séu þéf sem nú standa fyrir mótstöðunni gegn núverandi valdhöfum, Stalin og félögum hans. Bera þeir stjórn- inni á brýn, að hún slái af kröf- um kommúnismans og sé að skapa nýtt, borgaralegt þjóðfélag. ----o----- Biynleifur Tobíasson stórtempl- ar kom úr utanför um síðustu helgi og hvarf heim á leið, norð- ur á Akureyri, um miðja vikuna. Hafði setið bindindismálaþing á Eistlandi: annað sem háð var fyr- ir Norðurlönd og önnur lönd við Eystrasalt, en hitt var alheims- þing bindindismanna. Bæði voru þingin fjölsótt og fóru vel fram. Hann flutti erindi um ferð sína, meðan hann stóð við. Grænlandsveiðar. Norðmenn hafa stundað veiðar á Grænlandsmiðum undanfarin ár, og nú síðast hafa ensk skip leitað á sömu slóðir. Á- rangur hefir orðið svo góður, að talsverður áhugi er að vakna hjá íslenskum útgerðarmönnum að fara að stunda þessar veiðar. Vill svo vel til, að mest er veiðivon á Grænlandsmiðum, einmitt á þeim tíma árs, er togararnir hafa minst að gera heima fyrir. En til þess að unt verði að stunda veiðina verða skipin að hafa aðgang að höfn á Grænlandi, og ýms rétt- indi önnur. Hefir danska stjómin opinberlega gefið leyfi til að nota eina höfn á vesturströnd Græn- lands, Ravns-Storö, með ýmsurn skilyrðum. En þar fylgir böggull skammrifi. Höfn þessi er svo langt frá miðunum, að hún er með öllu ónothæf, og skilyrðin, sem fylgja um margt óaðgengi- leg. Hefir af þessu risið eigi lítil óánægju-alda í hóp útgerðar- manna og annara. Bættist það við, að Grænlandsfarinn, Einar Mik- kelsen, sem hér var staddur í bæn- um nýlega, upplýsti, að önnur höfn á Grænlandi, sem Dönum væri með öllu útlátalaust að opna, lægi ágætlega við veiðunum. Getur þetta mál ekki legið lengi í lág- inni og margt fleira verður nú til að beina huga Islendinga til Grænlands. öll dagblöðin í Reykja vík fara hörðum orðum um þetta mál, en aðalmálgagn Ihaldsflokks- stjórnarinnar kyssir á vöndinn og kennir um vangá! Leiðrétting. Meinleg prentvilla HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN L.VLR L LVLLvSL Allar KELTIN-SLEEYE '1 vélar eru smíðaðar fynr hæsta klassa Lloyd til sjó- ferða og hafa hlotið viður- kenningu „Board of Trade“ í farþegaskip. O. Einarsson vélfræðingur Reylijavík. Símnefni: „Atlas“, Reykj&vík. Sími 1340. H.f. Jón Sigmundsson & Co. og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út t&>xoaazo.y. Um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gallsmiBnr. Sími 388. — Laugaveg 8. Sjó- og bruna vátryggingar. Símar: mælir með sínu alviðurkenda r úgmj öli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. Sjótrygging . . Brunatrygging . Framkvæmdarstjóri 542 254 309 S.I.S. slciftir ©ÍXXg-ÖXXg-LL -við oldcULZ?. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. P.W.Jacobsen&Sðn Timburverslun. Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Vátryééið hjá íslensku félagi. Ágætir erfiðisvagnar, ásamt vönd- uðum aktýgjum, ódýrara en áður. Hin margeftirspurðu handvagna- hjól komin aftur. Reiðtýgi og alt tilheyrandi. Lækkað verð. Pantan- ir afgreiddar út um land. — Símnefni „SLEIPNIR“. Laugaveg 74. Sími 646. Eik og efni i þilfar til skipa. OR0EUN T. W. Buch (liitasmidja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta", eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörar, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITARVÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágæt tegund. HOLI.ENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á. íslaudi. er í Noregskveðju Jakobs Thorar- enssens í síðasta tbl. 1 fjórða vísuorði fyrsta erindis stendur: býr í skála, en á að vera: hyr í skála. I „Greinargerðinni“ frá stjórn Búnaðarfélags íslands í 38. tbl. Tímans hefir misprentast, síðast í sérumsögn Magnúsar Þorláksson- ar. Stendur þar að umsóknarfrest- ur um búnaðarmálastjórastöðuna sé „til septemberloka“, en á að vera: „til ágústloka“. Lán hefir Jón Þorláksson fjár- málaráðherra tekið í Danmörku, af íslands hálfu, að upphæð 2 milj. kr. Er það ætlað til að kaupa fyryir bankavaxtabréf hins nýja veðdeildarflokks Lands- bankans. Lífsábyrgðarfél. danska ríkisins veitir lánið. Kjör era þau, að vextir eru 5% og útborgast með 93% gengi. Eftir því verða lánskjörin ekki aðgengileg í hinni nýju veðdeild. -----o---- Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta. frá hinni landsþektu verk- smiðju Jakob Knudsen, Bergen endast alt lífið. Verð frá kr. 375,00 hér á staðnum. Sent gegn póstkröfu, en V4 hluti verðsins á að fylgja pönt- uninni. — NB. Ef borgun fylgir pöntun eru hljóðfær- in send umbúða- og burðar- gjaldsfrítt. HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR Símnefni: Illjófærahús. Sími 656. Samvinnuskólinn 1926—27. Skólatíminn 7 mánuðir, frá 1. okt. til aprílloka. Kenslugreinar: Samvinnusaga, félagsfræði, hag- fræði, verslunarsaga, verslunar- löggjöf, verslunarlandafræði, bók- færsla, reikningur, verslunarreikn- ingur, skrift, vélritun, íslenska, danska, enska og fyrir þá sem þess óska sérstaklega byrjunar- kensla í þýsku og frönsku. I fjai-veru skólastjörans tekur Rannveig Þorsteinsdóttir í Sam- bandshúsinu móti umsóknum og svarar fyrirspurnum skólanum viðvíkjandi. Fjárbyssur, riflar, fjárskot, skot- hylki (hlaðin og óhlaðin), púður, högl, hvellhettur, — ódýrt. Hannes Jónsson, Laugaveg 28.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.