Tíminn - 16.10.1926, Qupperneq 1

Tíminn - 16.10.1926, Qupperneq 1
©faíbferi 4fg*ei&slui”a&ur Cirtians et 5 i 3 u r $ e t r „fri&rifsfon, Samlxm&sfjástm! Sevfjfflpif íimatis ec í SamfKmbsf'.úsimi CVin &agIeoKi <A—{fi ff, f. SitTtt ^96. Keykjavfk 16. ohtóber 1926 Þeir hafa verið Þrándur í Götu bættra samgangna. Hið mesta skilningsleysi hafa Ihaldsmenn sýnt á réttlátum kröfum um vaxtakjör af ræktun- arlánum. Hin hörðustu ókvæðis- orð hafa þeir alveg nýlega látið falla, í aðalmálgagni sína í þeirra manna garð sem vilja láta lækka vextina til slíkra lána eitthvað í áttina við það sem lögfest er í nágrannalöndunum. Fullkomið er skilnigsleysi íhaldsmanna á nauðsynina að fjölga sveitabýlunum og að rílcið íslenska eigi einhverjar skyldur að rækja í því efni, svo sem önn- ur ríki hafa viðurkent með laga- setning. Og loks fordæma þeir með öllu að opinberar ráðstafanir megi gera um sölu og flutning tilbú- ins áburðar, því að þeir hafa engan skilning á að aukin rækt- un, svo að nokkru nemi, er án hans óframkvæmanleg. Er hér, í stórum dráttum, sýnt viðhorf ílokkanna til þeirra mála, sem kjósendur í Rangárþingi hljóta að setja öllum ofar. En hitt getur og engum rang- æskum kjósanda úr minni liðið að íhaldsstjóm hefir nú stýrt mál- efnum Islands nálega í þrjú ár, við svo mikla ógiftu að yfir okk- ur eru nú komnir meiri vand- ræðatímar en þeir voru sem hlut- ust af heimsstyrjöldinni. Má segja að svo dimm séu þau ský sem nú grúfa yfir atvinnulífi fslend- inga, að hvergi sjái rofa til. Og er gengileysi íhaldsstjórnarinnar í þessu efni allra sorglegast er þess er jafnframt minst að tvö árin, þessara þriggja, sem hún hefir faiið með völdin, voru ei- muna góðæri. Verður að leita til þeirra tíma, er erlendir menn fóru með stjóm íslands til þess að finna dæmi um jafnógiftusamlega stjórn. Milli þessara flokka eiga Rang- æingar að kjósa. Þeir eiga að kveða upp dóm yfir fhaldinu íslenska og óhappastjóm þess. óbilandi trú hefir hann á ís- lenskan landbúnað og fyrir allra hluta sakir er hann sjálfkjörn- asti maðurinn í öllu Rangárþingi til að fara með umboð héraðs- manna á Alþingi. Getur sá er þetta skrifar bætt því við um sig persónulega, að engan mann vildi hann fremur en síra Jakob í Holti kjósa sér að samverkamanni á Alþingi. — | Einar Jónsson bóndi á Geld- ingalæk er hinn frambjóðandinn. Hafa Rangæingar tvisvar í röð hafnað honum sem frambjóðanda og þó knýr hann enn á dyr hjá þeim. Roskinn maður er hann orð- inn og hefir setið á þingi í mörg ár. En hver er sá sem vill segja að þess sjáist mikil afreks- merki ? Hvað hefir Einar Jónsson á Geldingalæk unnið það til frægð- ar á Alþingi, sem réttlæti það að honum sé nú aftur falið umboð Rangæinga. Flokkur hans gefur út mörg blöð, og vitanlega bera þau alt fram, sem hægt er að bera fram til að styðja kosningu hans. Hvað hafa þau talið upp af af- rekum hans á Alþingi? Ekkert! Og þar er ekki um að kenna vanrækslu blaðamannanna íhalds- flokksins, heldur veldur hitt: að ekkert liggur eftir Einar Jónsson eftir hina löngu þingsetu hans. Ekki hafa þau heldur borið það fram, flokksblöð Einars, að lík- legt sé að hann verði Rangæing- um til einhvers sérstaks sóma á Alþingi. Af fortíðinni getur eng- inn gert sér vonir um slíkt. Erindið hans á þing er ekkert annað en það að vera atkvæði, atkvæði fyrir þaxm flokk, þar sem ráða þeir menn, sem minst- an hafa skilning á þýðingarmestu málunum fyrir bændur Rangár- vallasýslu. Þeir verða áreiðanlega fáir sem vilja halda því fram að Ein- ar Jónsson eigi annað erindi til Alþingis. X. ár. Kosnmgin í Rangárþingi. Flokkarnir tveir. Rangæingar eiga auðkjörið á laugardaginn kemur. Annarsvegar eiga þeir að kjósa í milli tveggja flokka, tveggja stjómmálastefna, tveggja lífs- skoðana. Framsóknarflokkurinn stendur að öðrum frambjóðandanum. Rangárvallasýsla er eina kjör- dæmi landsins sem á ekkert kauptún innan sinna vébanda. Bændurnir eru þar alveg einráð- ir. Og Framsóknarflokkurinn er bændanna flokkur. Meginhugájón- in sem hefir hópað bændum um alt Island undir merki Fram- sóknarflokksins er: alhliða við- reisn landbúnaðarins. Þess vegna hefir Framsóknar- flokkurinn, með öllum meðölum, viljað hindra áframhaldandi vöxt kauptúnanna á kostnað sveit- anna. Þess vegna styður flokkurinn samvinnuhreyfinguna, af því að reynsla er fengin fyrir því ann- arsstaðar, og einnig hér, að sam- vinnan er ein allra öflugasta lyfti- stöngin í lífsbaráttu bændanna, og allra stétta. Þess vegna styður flokkurinn búnaðarfélagsskapinn af alefli, af því að hann hefir unnið krafta- verk um viðreisn landbúnaðarins. Þess vegna styður flokkurinn héraðaskólana, af því að þeir hafa annarsstaðar orðið andlegar miðstöðvar og lífgjafar í sveit- unum. Þess vegna berst flokkurinn fyrir að nægu fjánnagni með réttlátum vaxtakjörum verði beint til sveitanna. Þess vegna berst flokkurinn fyrir bættum samgöngum á sjó og landi, til þess að gera fram- leiðsluna í hinum dreifðu bygð- um arðvænlegri og áhættuminni. Þess vegna berst flokkurinn fyrir því að af ríkisins hálfu sé gert mögulegt og aðgengilegt að fjölga býlum í landinu, að dæmi annara siðaðra þjóða. Þess vegna berst flokkurinn fyrir því að aukin ræktun lands- ins sé gerð möguleg, með því að með opinberum ráðstöfunum verði notkun tilbúins áburðar gerð almenn og aðgengileg. Ihaldsflokkurinn stendur að hin um frambjóðandanum. Það er flokkur kaupmannanna, æðstu embættismannanna, eink- um í kaupstöðunum og flokkur stórútgerðai’mannanna. Hugsjónir íhaldsflokksins, ef hugsjónir skyldi kalla, eru af þessu mótaðar. Hagsmunir þess- ara yfirstétta kaupstaðanna ráða framkvæmdum Ihaldsmanna í öll- um aðalatriðum. Skilning brestur Ihaldsflokkinn fullkomlega og vilja að sinna af alhug þeim mál- um sem landbúnaðinn varða fyrst og fremst. Samvinnustefnunni hafa Ihalds- menn sýnt meiri fjandskap en nokkurri nýrri hreyfingu hefir nokkru sinni verið sýndur á Is- landi. Ihaldsmenn í efri deild gerðu það að flokksmáli í hitt eð fyrra að skera stórlega niður fjárfram- lög til Búnaðarfélags Islands. Héraðsskólunum hafa íhalds- menn sýnt hinn mesta fjandskap oft og iðuglega. Mennirnir tveir. Hinsvegar eiga Rangæingar að velja í milli tveggja manna sem í kjöri eru við kosninguna. Jakob Ó. Lárusson prestur í Holti undir Eyjafjöllum er að vísu ungur maður, tæplega fer- tugur. En hann er maður með óvenjulega ánægjulega fortíð að baki og þó hefir hann látið „alla sína mannkosti í vöxt fara, en enga þverra“. Allra manna var hann vinsæl- astur og vinfastastur 1 skóla, og mannhylli mun honum jafnan fylgja meðan hann lifir. Dreng- skapur hans og einbeitni aflaði honum þá þegar og jafnan síð- an óskoraðs trausts. I félagsskap jafnaldranna varð hann forystumaðurinn: hugsjóna- ríkur, brennandi af áhuga, kapp- samur og fylginn sér, í besta lagi, en þó jafnan með forsjá. Hjá söfnuðum sínum er hann svo elskaður, og virtur, sem best hafa prestar orðið á íslandi, og mun hann nú sóttur til flestra meiriháttar ráðagerða. Opinberum málum hefir hann jafnan fylgst með prýðilega og af hinum mesta áhuga. Forgöngu- maður er hann í samvinnumálun- um, og einn af þeim sem frá fyrstu slcipuðu sér undir merki Framsóknarflokksins. Rangæingar eiga auðkjörið. Hvaðanæfa að af landinu munu bændurnir fylgja því með sér- stakri athygli hvernig Rangæing- ar kjósa nú þingmann sinn. Þeir munu verða margir sem munu, eins og rangæski speking- urinn forðum, láta segja sér þau tíðindi þrim sinnum, áður en þeir trúa, að Rangæingar hafi tekið Ihaldsmanninn Einar á Geldinga- læk fram yfir Framsóknai*mann- inn, síra Jakob í Holti. ----o---- Saga. Fyrra hefti, annars ár- gangs þess tímarits, er nýlega komið hingað. Ritstjóri og útgef- andi, eins og áður, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld. Mjög margir helstu rithöfundar Vestur-íslend- inga leggja til efni í ritið og er það hið myndarlegasta, efni fjöl- breytt og skemtilegt. Einna mest umtal mun vekja ritgerð eftir Stein Dofra, ættfræðing: Hver er höfundur Njálu? Ætlar hann að það muni vera Einar lögmað- ur Gilsson, sem uppi var á 14. öld. „Jeg tel víst að hann sé síð- asti, ef ekki einasti, höfundur hennar, og að hún sé rituð svo sem 1350—60, kanske á Þing- eyraklaustri, að nokkru leyti með tilstyrk Amgríms ábóta Brands- • sonar, er áður var prestur í Odda og síðan munkur í Veri“, segir Steinn Dofri. Ber hann fram ýmsar ástæður þessu til stuðnings, en einkum rannsókn á vísunum í Njálu. Telur hann þær ortar á 14. öld og svo líkar drápu Einars Gilssonar um Guðmund góða, að hann fullyrðir að Njálu- vísurnar a. m. k. sumar séu og eftir hann og telur þá jafnframt líklegast að hann hafi ritað Njálu. --o-- Heimasætur. Margar gerðust heimasætur við síðasta landskjör. Bændumir voru þó heimasætnastir allra. Það lastyrði þótti allra verst fyr meir, ef röskum mönnum og ráðnum var jafnað til ungra meyja um atfylgi og liðsbeina. Enginn mátti drengur heita, er slíkt þoldi og vissi sig til vinna. Nú eru þser aldir runnar í tímans djúp, er íslenskir bændur voru kallaðir í blóðuga bardaga. Og aldrei höfum við íslendingar verið kallaðir í herþjónustu til vamar þjóðemi okkar og lands- rétti, svo sem flestar okkar frænd þjóðir. Þar þykir það meir en meðalskömm, að stelast undan þeirri skyldu, þótt hún taki bestu ár æfinnar frá eigin starfi. En landið okkar kallar. Við eigum að ráða lögum og rétti a 11 i r, sem komnir erum til vits og ára. Landið okkar kallar okk- ur alla — oftast aðeins eina dag- stund, með margra ára millibili, í þegnskylduna. Þá á að skapa framtíð íslenskrar þjóðar-------- að ráða örlögum íslenskrar menn- ingar. „Þingið getur alt“, segja Eng- lendingar. Og svo er í raun og vem, þar og allsstaðar í þing- frjálsum löndum. Þingið getur ónýtt öll lög, sem nú eru, skapað hvemig lög sem vill í staðinn. Það getur glatað öllu, það getur reist alt. Það hefir alræðisvald. Kosningabarátta er enginn leik- ur. Kjördagurinn er engin skemt- un fyrir fólkið. Á kjördaginn höf- um við ekki aðeins rétt, heldur öllu framar skýldu til þess að ráða, hvert þjóðarfleyinu verður stýrt framvegis. „Þingið getur alt“. Næsta þing getur stigið eitt- hvert óheillaspor, sem aldrei verð- ur af máð, eða hafið það heilla starf, sem blessað verður öldum saman. Á einu einasta atkvæði getur oltið, um meiri hlutann í þing- inu. Atkvæði eins einasta kjós- anda getur ráðið framtíðarauðnu þjóðarinnar. íslenskir bændur hafa haft í höndum öll hin innlendu alþýðu- ráð yfir hamingju landsins í þús- und ár. Enn getur íslenskt bænda- fólk haft öll ráðin í landinu. Það er fjölmennasta stéttin, næstum jafn fjölmenn öllum öðr- um stéttum. En við landkjörið í sumar, sátu bændur með hið kjörbæra heimafólk hópum sam- an heima. Hver framsækinn bóndi sem heima situr, segir í raun og veru við íhaldið: „Ráði aðrir fyr- ir mig. Ráðið þið íhaldsmenn, hvar þið takið gjöldin. Leggið þið, elskulegir kaupmenn, útgerð- armenn, embættis og stjórnmála- braskarar þau öll á okkur bændur og verkamenn, ef þið viljið. Ráð- ið, hvemig þið skiftið þessum 47. biað landssjóðs krónum milli ykkar. Ráðið þið yfir bönkunum, eins og þið viljið. Ráðið yfir allri versl- unarlöggjöf eftir geðþótta. Stofn- ið þið ykkar her, ykkar sendi- herraembætti, handa ykkar gæð- ingum, ykkar latínuskóla, handa ykkar sonum, fellið þið fjárveit- ingar handa skólum minna bama fyrir mér. Eg þarf að vera heima í dag, með mínu fólki, hvað sem öðru líður“. — 1 haust á enn að kjósa. Fyrsta vetrardag er það enn þá skylda okkar allra, að ráða um framtíð landsins. . . . íslenskir bændur og húsfreyj- ur! Látum ekki þá skömm spyrj- ast tvisvar á einu misseri, að flestar verði heimasætumar með- al bænda á kjördaginn næsta. Lát- um ekki það drengskaparleysi spyrjast enn, að verst sé á okkur að heita til liðsbeina og fylgis. Gefið ekki ráðin yfir hamingju landsins úr höndum okkar bænd- anna, sem höfum haft þau í þús- und ár, öll sem ráðin hafa verið af þjóðinni. Gefið þau ekki í hendur íhaldinu. Komið og kjós- ið allir, sem vetlingi getið valdið á vetrardaginn fyrsta, jafnvel þótt kaldan blási. Á einum kjós- anda getur oltið um afstöðu flokk anna í þinginu, ef bændur sækja illa. En ef vel er sótt allsstaðar í sveitum, er framsóknarlistanum handviss sigur. (Dagur). Bóndi. ----o---- Dagur segir: Málstaður Reglunnar og templ- ara hefir jafnan átt að mæta andstöðu og ofsóknum úr herbúð- um íhaldsmanna. Nú telur flokk- urinn sér henta, að svíkjast að þjóðinni í þessu máli. Þegar öll vígi flokksins eru hrunin til grunna og hann getur ekki haft stuðning í kosningum af neinu flokksmáli, stelst hann með fénda lið allra áfengisvama inn í her- búðir templara, býður fram mann úr framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar og segir: „Kjósið þið templarann, vegna áhugamála Stórstúkunnar!“ Hér er um miklu meiri og and- styggilegri falshátt að ræða, en áður hefir þekst, jafnvel í her- búðum Ihaldsins. Jónas læknir hefir, sennilega af athugaleysi, gefið kost á sér, til þess þannig að verða notaður, eins og falskur stimpill á flokkinn. Stéttarígurinn og MbL Mbl. og dilkar þess eru hin óþrjótandi uppspretta illinda í landinu. Það segir verkamönnum við sjóinn, að bændurnir vilji gera þeim alt til ills. Sigurjóni Isfirðingaþm. þótti Jón í Ysta- felli sýna fífldirfsku að þora, af því hann væri bóndi, að sýna sig í kauptúni. Svo bölvanlega hefðu bændur komið fram við verka- menn. Á hinn bóginn varar Mbl. bændur við hættunni af verka- mönnum. Þeir séu blóðugir upp- reistarmenn. Þeir vilji ræna jörð- um bænda og bústofni. Hvað er þetta nema rógur? Tilgangurinn er auðsær. Spekúlantar bæjanna vilja byggja velgengni sína á sundurlyndi sveitafólks og bæjar- búa. Athugull. o-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.