Tíminn - 16.10.1926, Side 4

Tíminn - 16.10.1926, Side 4
176 TIIINN ~ ..v,-. J,.. fíókmentafélagsbækumar eru nýkomnar út og eru í seinna lagi á ferðinni. Fombréfasafnsheftið er ekki nema 5 arkir og sækist útgáfa þess seint, þessa langþýð- ingarmesta rits fyrir sögurann- sóknir, með því lagi. En ekki er því um að kenna, að sá sé slóði, sem að útgáfunni vinnur, því að það er Páll Eggert Ölason pró- fessor. — Annálaheftið er sex arkir. Lýkur þar Vallaannál og byrjar Mælifellsannáll, áður ó- prentaður. Hannes Þorsteinsson sér um þá útgáfu, með hinni mestu nákvæmni og lærdómi. Hlýtur þessi annálaútgáfa að verða mjög vinsæl. — Þá er stórt hefti af Saíni. Er þar framhald litgerðar Guðbrands Jónssonar um dómkirkjuna á Hólum. Ólokið er henni enn og eru nú mörg ár hðin síðan ritgerðin hóf að koma út. — Loks er Skírnir, mjög fjöl- breyttur að efni að vanda. En á- nægjulegast er að geta þess, að tveir menn, sem ekki hafa áður ritað um söguleg efni íslensk, rita þar mjög merkilegar greinar, sína hvor. Þorkell Þorkelsson forstöðu- maður veðurathugunarstofunnar ritar um Stjömu-Odda. Fátt hef- ir verið ritað áður um þann merkilega mann, sem almenning- ur hefir átt aðgang að að lesa, og nokkur vafi leikur á hvenær hann var uppi. En hinar fornu rímbækur eru sammála um að eftir hann sé hin svonefnda Odda- tala eða Oddatal, sem víða hefir verið prentað, og segir frá stjömufræðilegum athugunum, hvenær sólhvörf séu, hve „sólar- gangur vex að sýn“ og hvar dag- ur komi upp og setjist tiltekna daga á árinu. Telur Þorkell að rit þetta beri vott um „framúr- skarandi athugunarhæfileika og skarpskygni og óvenjulega kost- gæfni og áhuga á stjörnufræði- legum athugunum, svo að Stjömu-Odda má óhætt telja langhelsta stjörnufræðing á sín- um tíma hér í Norðurálfunni“. Ætlar Þorkell að Stjörnu-Oddi hafi gert hinar merkilegu athug- anir sínar snemma á tólftu öld og að hann í samvinnu við Úlf- héðinn lögsögumann Gunnarsson „hafi átt mestan þátt í þeim um- bótum á missiratalinu, er komu á það skipulagi í samræmi við kirkj urímið“. Loks segir Þorkell að „Oddur var kominn inn á nýja braut með athugunum sínum“ og „að það gat haft merkilegar af- leiðingar að láta menn í öðrum löndum Evrópu vita um athug- anir hans, því að þá voru menn þar skemmra á veg komnir“. Er þessi ritgerð Þorkels um alt stór- íróðleg, skemtileg og rökvíslega rituð. — Hina greinina ritar ann- ar veðuríræðingur, Jón Eyþórs- son: Um loftslagsbreytingar á Islandi og Grænlandi síðan á landnámsöld. Hefir því verið haldið fram af erlendum fræði- mönnum, að afturför sú er varð á miðöldunum á Norðurlöndum og þar á meðal á Islandi, stafi af ioftslagsbreytingum sem þá hafi orðið. Hafi tíðarfar versnað mjög og orðið kaldara er leið á 14. öld- ina og hámark þessara harðinda orðið um 1430. Hafa margir tek- ið þessar fullyrðingar trúanlegar. Jón Eyþórsson rannsakar þetta mál frá öllum hliðum og mjög rökvíslega. Að því er virðist fær- ir hann óyggjandi rök fyrir að þessar kenningar séu alveg gripnar úr lausu lofti. Kemur hann að mörgum og merkilegum athugunum á fomum ritum. Má því og bæta við að mesti fjöldi kirkjumáldaga er til frá 14. öld og einkum frá síðasta áratug aldar- innar, sem sýna ljóslega, að síst er þá um að ræða fátækt og ves- aldarbúskap á íslandi, sem hefði hlotið að vera samfara slíkum harðindum. — Ámi Pálsson ritar stutta yfirlitssögu Skímis á tí- ræðisaímælinu. Páll Eggert óla- son ritar um vísindastarfsemi síra Jóns heitins Jónssonar á Stafafelli og Sigurður Nordal rit- ar mjög skemtilega grein um bókmentir siðaskiftaaldarinnar, í tilefni af hinu mikla riti P. E. Ó. um það eíni. Mjög skemtileg er grein L. H. Múllers, ferðasaga suður Sprengisand á skíðum um hávetur og hin nýja skýring Árna Pálssonar, að naínið Sona- torrek, á hinu fræga kvæði Eg- ils þýði „torrekin“ þ. e. torsótt hefnd. — Um alt em Bókmenta- félagsbækumar aufúsugestir og getur vart hjá því farið, að fé- lögum þess fjölgi að mun. Er sá óhyggixm, sem því frestar. BRITT ANNIA prjónavélamar eru ódýrastar. Samband ísL samvinnufélaga. Riarfli fenoers brundið. Þrásinnis hefir Fenger látið blað sitt fullyrða að Framsóknar- menn hafi gert sjávarmönnum hinn mesta óleik með því að mæla með að nokkur veiðiskip, erlend fengju að halda til í Hafnarfirði 1923. e Eg vildi vita hvað Hafnfirðing- ar segðu sjálfir um þetta, og kom þar á fund nýlega, þar sem 200 ráðnir og rosknir verkamenn og sjómenn ræddu um landsmál. Eg rakti gang málsins fyrir þeim. Haustið 1923 vofði hungursneyð yfir Hafnarfirði. Bænarskrá um að ensku skipin mættu halda á- fram að veiða þar kom til stjóm- arinnar. Áttahundruð karlar og konur skrifuðu undir. Átakanlega var lýst neyðinni sem yfir vofði, ef þing og stjóm neitaði. Stjóm- in kallaði þingmenn á fund. íhaldsforkólfarnir flestir lögðu hið versta til málanna. Framsóknar- menn allir lögðu Hafnfirðingum liðsinni. Ásgeir Ásgeirsson spurði hvort bíða þyrfti með svar eftir því að Hafnfirðingar gætu látið beinagrindur af þrem hordauðum mönnum koma sem fylgiskjöl með umsókninni. Stefna Fram- sóknarmanna sigraði. Hafnfirð- ingum var hjálpað til atvinnunn- ar. Hungursneyðinni var aflétt. Nú spurði eg . Hafnfirðinga hvort það væri í þeirra umboði, að Mbl. ásakaði Framsókn fyrir að hafa mælt með beiðni þeirra. Allir kváðu nei við því. Þvert á móti sögðust þeir vel muna þessa drengilegu hjálp. En rógburð Fengersliða á kjördegi mundu þeir launa með því að hjálpa til að fella frambjóðanda íhaldsins. J. J. ----o---- H.f. Jón Sígnumdsgon & Co. JMCill-uxr og alt til upphluts sér- lega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson gulLsmiður. Sími 38S. — Laugaveg 8. ÞÚ sparar SKILDING Á DEGI HVERJUM EF ÞtJ NOTAR Aslfa-Iaval skilvindu í staðinn fyrir þessa ódýrari og handónýtu skilvindu- garma, sem svo margir hafa glæpst á að kaupa. — Sparnað- urinn við aukið rjómamagn, næg- ir fljótt til að borga ekki einasta ALFA-LAVAL-skilvinduna, held- ur líka til að auka drjúgum inn- eignina í sparisjóði. Hygnir bændur vita því að ALFA-íAVAL é, .-.•is.-CÁ i'-X' .US er ódýrasta skilvindan þegar til lengdar lætur. Einkaumboð fyrir Island: Samband ísl. Samvinnufélaga. HÉRMEÐ leyfi eg mér að gefa heiðruðum almenningi til vitund- ar, sérstaklega sveitamönnum, að eg tek að mér að binda bækur fyrir lægra verð en aðrir. Góð- ur frágangur, fljót afgreiðsla. Hverfisgötu 32 B. Virðingarfyllst Oddur Gíslason. Olsen félaga sinn inn í gestaher- bergi Ed. til að vera við þegar Mbl.menn deildarinnar drápu áburðarfrumv. Geta má, til að sýna heilindi íhaldsins, tveggja ummæla flokksmanna um áburð- armáhð. Þrír íhaldsmenn viður- keima (á þingskj. 365) „að þetta skipulag sé mjög óheppilegt, og geti orðið svo óhagkvæmt fyrir áburðamotendur, að það tefði að mun fyrir ræktun landsins“. — Hinsvegar segir B. Kr. um að taka einkasölu á áburði frá Fen- ger: „mér þykir ekki geðslegur viðskiftamóral og neyða menn til að sleppa hluta af lífsframfæri sínu“ (Alþ.tíð. C. 186, 1926). Af orðum Ágúst Helgasonar um 15—1S% álagningu á áburðinn má sjá, að B. Kr. vill unna Fen- ger allmikils til lífsframfæris. Fenger vildi fyrir hvem mun halda Valtý í stjóm 'Búnaðarfél., en Jón Þorl. vildi láta hann fara, bæði til að rýma fyrir bróður sínum og til að komast í betra höggfæri við Sig. forseta. Virð- ist hafa orðið einskonar mála- miðlun með Fenger og Jóni. Fen- ger hefði „lífsframfæri“ sitt, áburðinn, en Jón fengi bróður sinn í sæti Valtýs. Átta þing- menn úr báðum deildum skyldu tilnefna tvo í stjóm Búnaðarfé- lagsins til tveggja ára. Þrír voru Framsóknarmenn, fimm íhalds- menn. Lengi vom átök í íhalds- flokknum um fómarathöfnina Hákon og Jón á Reynistað vildu samkvæmt skipun yfirboðara sinna skella Valtý, en sr. Eggert og Ámi hlífa. Gunnar var á báð- um áttum lengi þá og oft í gamni nefndur Gunnar „helmingur". Að lokum hné hann til brautargeng- is við Fenger. Sátu þessir þre- menningar hjá er kosið var. Fram- sóknarmenn endurkusu Tr. Þ. all- ir, og með fylgi hvers einasta manns í þingflokknum. ’Stjómar- liðar settu upp Magnús ráðherra- bróður. Valtýr var þá úr sög- unni og þóttu endalokin lík því, sem búast mátti við. Hann hafði svikið bændastéttina og var nú aftur svikinn af sínum nýju vinum. Fenger lætur sem Tr. Þ. hafi ráðið falli Valtýs. Eftir því er Tryggvi svo voldugur, að hann ræður yfir þeim ráðhermnum Jóni og Magnúsi og þeirra auð- mjúkustu þénurum. Að vísu mun þetta oflof um ritstjóra Tímans, en þó mun hitt satt, að Fram- sóknarmenn nentu ekki að mæla Valtý undan hóflegri niðurlæg- ingu. Nú gerðust margir atburðir í senn. Ráðherramir láta Jón á Reynistað skrifa þunga ádeilu um Sigurð í „mörð“ 20. maí, en nafn- laust og á ábyrgð miðstjórnar. Magnús á Blikastöðum og Vigfús skrifstofustjóri ákveða að segja Sigurði upp fyrirvaralaust, en með sex mánaða launum. Tr. Þ. verður í minni hluta með sína skoðun og breyta í engu til, nema að starfið geti verið laust á bún- aðarþingi. Hinn nýi meiri hluti ræður sömuleiðis því að embætt- inu er slegið upp. Umsögn sú, er Fenger lætur birta í blaði sínu, að Tr. Þ. hafi viljað láta S. S. fara þegar í stað er vitanlega ósönn. Má sjá mismunandi að- stöðu núverandi stjórnarmanna í greinargerð þeirra í Tímanum 14. ág. s. 1. Magnús á Blikastöðum segir að „brot“ S. S. „sé svo stórt aS ekki geti komið til mála að hann starfaði áfram sem búnað- armálastjóri“. Það er allsherjar- áfelling og annað ekki. Vigfús Einarsson hefir þau orð að fram- koma S. S. gagnvart stjóm fé- lagsins hafi verið „óhafandi og óheil“ og telur hann hafa „fyrir- gert því trausti sem stjórnar- nefndin verður að geta borið til framkvæmdarstjóra“ Vigfús neit- ar ennfremur formlegum rétti búnaðarþings til að blanda sér í forstjóraráðninguna. Tr. Þ. tekur beint fram, að hann vilji að að- staðan sé „laus til ráðstöfunar á Búnaðarþingi“. Er þá hugsunar- rétt ályktun af því, að búnaðar- þing getur ráðstafað embættinu svo að Sigurður haldi áfram, þrátt fyrir áreksturinn í áburðarmál- inu. Til að taka enn af allan vafa um aðstöðu stjórnamefndar- manna, segir í skýrslu þeirra (Tíminn 14. ág.): Var þannig ákveðið með atkvæðum Magnús- ar Þorlákssonar og Vigfúsar Ein- arssonar að búnaðarmálastjóri hætti störfum við Búnaðarfélag Islands þegar 1. júní“. Nú skal að síðustu leitast við að draga saman meginatriði deil- unnar. Mál búnaðarmálstjóra er tví- þætt. Annar þátturinn er deilan um áburðarmálið. Það er búnað- í armál og annað ekki. Því má og verður að ráða til lykta með það eitt fyrir augum að gera sem mest gagn ísl. landbúnaði. Sigurð- ur búnaðarmálastjóri á að fara eða vera eftir því hvort heppi- legra er fyrir bændastétt lands- ins. Þessa aðstöðu hafa fulltrúar Framsóknar, er við málið hafa fengist. Trúnaðarmaður þeirra í stjóminni hefir þessvegna skot- ið málinu undir hæstarétt Bún- aðarþings. Aðstaða slíkra manna er með öllu ópersónuleg. Niður- stöður hvorki bygðar á hatri né velvild. Hinn þáttur málsins er haturs- mál. Einstaka menn hafa lagt þungan hug á Sigurð og láta það ráða gjörðum sínum. Fyrst drög- in koma fram í löngun Valtýs í embættið. Hann sér að Sigurður er í vegi, og gerir bandalag við hvern andstæðing Sigurðar. Næst kemur árekstur Sigurðar og Jóns Þorl. Það em andstæð öfl, sem mætast. Kyrstaðan og umbóta- löngunin. Jón bíður átakanlegan ósigur þegar grasið í „forarmýr- inni“ vex honum nær því yfir höfuð. Síðan kemur Magnús bróð- ir hans til hjálpar á búnaðar- þingi. Þegar skoðanamunur um áburðarmálið kemur er Jóni á Reynistað att á „foraðið". Magn- ús er settur inn í stjómina. Hann og Vigfús framkvæma brott- reksturinn strax. Nýr maður á að vera kominn fyrir búnaðar- þing í vetur. Jón á Reynistað er látinn vega að Sigurði í „merði“. En báru M. G. oð J. Þ. áburðar- söluna mjög fyrir brjósti? Nei, svo er ekki. Þeir láta skoðanalaus Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkules þakpapp a sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasminde11 frá því 1896 — þ. e. i 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og ^slandi. oa. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstadar á Islandi. Hlutafélagið 3ens Villadsens falrildsr Köbenhavn K. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallason. Prentsm. Acta. peð sín í Ed. drepa einkasöluna, sömu dagana ag þeir ákveða að láta reka Sigurð fyrirvaralaust, af því að svo hafði farið að ein áburðartegundin hafði fallið í hendur Fengers. íhaldsmenn nota atkvæði sín á þingi til að halda megninu af áburðarverslun landsins hjá einu útlendu firma. Þeir gera það sjálfir, sem þeir sakfella Sigurð búnaðarmálastjóra fyrir. Þeir eru frammi fyrir alþjóð manna sann- ir að sök með atkvæðagreiðslu fulltrúa sinna í Ed. Þessi tvískinningur í framkomu íhaldsmanna stafar af þvi, að þeir eru að leika sér með áburðarmál- ið. En fyrir leiðtogum flokksins er hatursmálið aðalatriði. Þess- vegna láta þeir reka Sigurð fyrir að verja Noregssaltpéturinn slæ- lega fyrir ásókn Fengers. En sjálfir leggja þeir blessun þing- valdsins yfir „einokun" Fengers með margar áburðartegundir. Hér eftir verður báðum þáttum málsins haldið aðgreindum. — Áburðarmálið er að tryggja bændum landsins hinar hentug- ustu tegundir tilbúins áburðar, án áþarfra milli liða og með vægu flutningsgjaldi. Þetta er aðstaða Framsóknarflokksins. Þess vegna stóðu allir þingm. flokksins með frv. Tr. Þ. í báðum deildum. Hat- ursmálið er aftur á móti ekki annan en það, að flæma Sigurð frá Búnaðarfélaginu. Núverandi ráðherrar og þeirra nánasta fylgi- lið er þar að verki. J. J. ----o-----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.