Tíminn - 06.11.1926, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.11.1926, Blaðsíða 1
©•faíbferi oij afg,rei&&lur’a6«t Eimans et S i § k r $ e t r ^ri&rifsíon, Samtxm 6 s b ftsin u Heffjartf ^.fgrclbela Címans er ( SombanösI;úsÍJiii <Dptn bo^íeo^t d— 12 l> f. Simi 4CWS. X. ár. Rflykjnvílí 6. nóyember 19á6 50 bluA ÍTtan urheiioi Landsdómurinn í Noregi. Svo sem kunnugt er ákvað norska þingið í sumar sem leið að draga foringja íhalds- manna í Noregi, Abraham Berge fyrrum forsætisráðherra fyrir landsdóm. Sök hans var sú að hafa lánað Handelsbanken í Osló 25 miljónir af ríkisfé, án þess að bera málið undir fjárveitingar- valdið, þ. e. norska þingið. Meir að segja leyndi íhaldsstjómin norska þessu láni, sem raunar tapaðist alt hjá bankanum, eins lengi og hún gat. En þegar vitn- eskja fékst um málið þótti það undir eins hið mesta höfuð- hneiksli. Ihaldsflokkurinn norski var í þann veginn að taka völd þegar hneikslið komst upp, en treysti sér ekki til þess lengi vel, sökum almenningsálitsins. Berge hafði áður haft svipaði aðstöðu hjá íhaldsfloknum norska eins og Jón Þorláksson hefir hjá rétttrú- uðum íhaldsmönnum hér á landi. Berge var af því fólki í Noregi álitinn ímynd hinnar eiginlegu fjármálavisku. Þegar vitneskjan kom fram um hversu Berge hafði ráðstafað rík- isfé ólöglega og óleyfilega var hann um leið fallinn maður. Hon- um var í þinginu norska sýnd sú tegund af kulda og andúð, að hann sá þann kost vænstan að lifa eins og skuggi, það sem eft- ir er af þingveru sinni. En Norðmönnum var þetta ekki nóg. Hneikslið var of mikið til þess, að það yrði þagað í hel. Þungir skattar til ríkis og bæjar hvíla á norsku þjóðinni. Aðstaða þingsins til skattborgaranna varð erfið, ef þeir voru krafðir um há gjöld, en einstakur ráðherra gat sukkað tugum miljóna af landsfé, án ess að málið væri rann- sakað. Landsdómurinn hefir starfað síðan í haust og verður varla búinn fyrir jól. Mörgum tugum vitna hefir verið stefnt, og það engum smámennum. Þar koma fyrv. ráðherrar, banka- stjórar, sendiherrar, þingmenn og fjöldi annara trúnaðarmanna al- mennings. Einn daginn varð að- albankastj óri Norðmanna, Rygg, að standa fyrir rétti í fjóra tíma samfleytt. Það er ómögulegt að spá hver verður hin formlega niðurstaða. Landsdómurinn er einskonar kvið- dómur. 1 honum eiga sæti menn úr öllum flokkum. En sakborn- ingur hefir rétt til að ryðja úr dómnum, og hann ryður auðvitað andstæðingunum, en lætur sam- herjana sitja. Og íhaldsmennirnir norsku hafa varið og afsakað að- ferð Berges eftir föngum. En í neðvitund almennings er sekt lans fyrir löngu staðfest, alveg eins og enginn sæmilegur maður mælir bót þeim íslensku íhalds- lönnum, sem í sumar vildu með neiksli Berges reyna að skapa rír fordæmi ef til kæmi með . öglega fjáreyðslu úr landssjóði. Hver sem að lokum verður nið- staða landsdómsins norska við- 'g'andi hegningu hinna brotlegu . 'ðherra, þá mun þetta mikla ■ :1 samt hafa djúp og varanleg if í Noregi. Rannsóknin og . tnaleiðslan hefir sannað hve . ptæk spilling hefir verið kom- ið í fjármálalíf þjóðarinnar, hversu hlutafélögin og braskar- amir hafa leikið sér með spari- fé almennings, eins og fjárhættu- spilarar. Sú vitneskja sem þar fæst ber væntanlega árangur í auknu aðhaldi í framtíðinni. En mesta þýðingu hefir þessi mikla sókn norska þingsins bein- línis í því skyni að halda uppi heiðri þingvaldsins móti einræðis- hugmyndum íhaldsstefnunnar. 1 öllum löndum koma nú fram radd- ir frá afturhaldsmönnum um að þingstjórnin sé úr sögunni. Nú eigi að koma aftur einveldi hinna „sterku“ manna. Það er í skjóli þessa i’éttar hins „sterka manns“ sem Berge kastar 25 miljónum af ríkisfé í hit botnlausra fjárglæfra í Han- delsbanken. Landsdómurinn norski um Berge fellur ekki fyr en eft- ir nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. En dómur almennings- álitsins er fyrir löngu fallinn. Og hann hefir með öllu fordæmt þá ofbeldisstefnu, sem fram kom í hinu löglausa framferði íhaldsfor- kólfsins Abraham Berge. J. J. .11 rar. Nl. II. Ólafur Thors hefir nú í haust skrifað greinar í bændaútgáfu Mbl. um skattamál. Aðalefni gTeinanna var að sýna að hér væri um að gera að taka skatt- ana óbeint, þ. e. með neyslu- sköttum. Beinu skattarnir hér, þ. e. eigna- og tekjuskattur, væru alt of háir, miklu hærri en hjá hinni eilífu allsherjar fyrirmynd við Eyrarsund. Litlu síðar var þessi kenning rekin ofan 1 yfinnann Ólafs, fjár- málaráðherrann, á opinberum fundi í Rvík. Gat ráðherrann engri vörn við komið. Reyndin var sú, að beinu skattarnir gefa landssjóði Islánds ekki nema tí- unda hlut af tekjum hans, en drjúpa ríkissjóði Dana nálega ferfalt betur. Sennilega hefir Ó- lafur ekki vitað betur en af venjulegri framhleypni byrjað að vaða elginn til að auglýsa sem mést kjánaskap sinn. Ekki varð haldbetra kvein Ó- lafs um hvað eignar- og tekju- skatturinn væri þungbær fyrir hin svokölluðu gróðafélög hér á landi. Stærsta félagið, sem ólaf- ur stýrir sjálfur, borgaði sem sé hvorki eignar- eða tekjuskatt fyrir árið 1925, sem þó var bæði gott veiðiár og fremur gott verslunarár fyrir útvegsmenn. Og að lokum var Ólafur gintur úr því bakvígi þagnarinnar, sem „gróðafélögin“ hafa hulið sig í á undanförnum árum. Hann játar að Kveldúlfur borgar engan bein- an skatt til ríkissjóðs fyrir 1925. Hins getur hann ekki, að vænt- anlega eru vinnukonur hans það voldugri en Kveldúlfur 1925, að þær borga einhvem beinan skatt til landssjóðs af sínum miklu tekjum. Nú finnui’ Ólafur, að það tekur sig ekki út að Kveldúlfur álítist jafn fátækur eins og B. Kr., þó að Kveldúlfur sé skattfrjáls. Hann kemur því með langa skýr- ingu um það, að þó að Kveldúlf- ur borgi hvorki af eignum né Hljóðfæri frá bestu verksmiðjum heimsins. Piano Harmonium Grammofonar Guitarar Fiölur Harmonikur Munnhörpur Ennfremur mikið úrval af ágætis grammofonplötum, allar nýj- ustu íslensku söngplötunum. Sömuleiðis mikið úrvai af klassískum nótum fyrir piano, harm- onium og fiðiu. Vörur sendar gegn eftirkröfu út um alt land. Katrín Vidar. H1 j ó ð færa verslun. Lækjargötu 2. tekjum árið 1925, þá geti hann samt átt 2 miljónir í eign og haft nokkur hundruð þúsund í tekjur. Hann fullyrðir að vísu ekki að tekjumar hafi orðið svona háar, heldur hitt, að hjá slíku félagi gætu þvílíkar tekjur verið skatt- frjálsar samkvæmt skattalögum ríkisins. En þegar þessi vitneskja er fengin verður manni óskiljanlegt hversvegna Ólafur skrifaði sína fyrri grein um óbærileika eignar- og tekjuskatts á íslandi. Ef ólaf- ur hefir greind á við aumasta kjósanda, sem glæpst hefir á að kjósa hann til þings, þá hlýtur hann að sjá, að Island er Gosen- land í skattamálum fyrir hann og hans nóta. í engu siðuðu landi í nánd við Island eru eignar- og tekjuskattamir tiltölulega eins lítill hluti af tekjum ríkissjóðs, og í engu landi er sá hluti skatta- byrgðarinnar, sem legst sem eins- konar nefskattur á fátæka menn í landinu, einkum bamamenn, eins hár og íslandi. Annaðhvort er Ólafur alveg út á þekju um þessa hluti, þegar hann byrjar að skrifa um hina þungu byrði er eignar- og tekjuskatturinn leggi á „aflaklærnar“, eða hann er svo ósvífinn að vilja sníkja út til handa sér og sínum meiri skatta- ívilnanir heldur en það að gróða- félag, sem á miljónir og hefir nokkur hundruð þúsund í tekjur, sleppi alveg skattfrjálst í tiltölu- lega góðu aflaári. Hvor skýringin hentar betur, kemur máske síðar í ljós. En svo mikið er víst, að Ólafur og fé- lagar hans í togaraútveginum, hafa gert miklu minna að því að uppfylla „aflaklóa“-loforðið við bændur út um land, það sem gef- ið var 1922, heldur en að koma sér undan gróðaskatti til lands- sjóðs. Er þá fyrst að geta þess, að það er Magnús Guðmundsson, sem bar fram þessi þungbæm lög 1921, svo að ekki ætti ólafur að kvarta um að faðemið sé slæmt. Samt fann ólafur að þeg- ar vel veiddist, 1924, þá sendu „aflaklærnar" Jón Þorláksson í betli herferðina miklu á þingi 1925. Samkvæmt því betliskjali áttu tekjur landssjóðs í Rvík einni, af svokölluðum gróðafélög- um, að minka um liðug 600 þús. á því ári. Jón Þorl. lamdi frv. gegnum Nd., með atfylgi allra íhaldsmanna og tveggja sjálf- stæðismanna. Og svo blindur var Jón í þjónustu sinni við „afla- klæmar“, að hann lýsti því síðar yfir, að það eina sem honum hefði þótt að frv. væri, að það hefði ekki gengið nógu langt í þá átt að Iétta sköttum af út- gerðarmönnum. Sé þriggja ára reglan athuguð í ljósi sögulegra staðreynda um „Kára“, Proppé-bræður og fleiri slíkar þjóðfélagsstoðir, þá fara að minka líkumar fyrir að lands- sjóður hefði fengið mikinn „ann- an“ og „þriðja“ slátt hjá þess- um skattborgurum. í Ed. útvegaði eg þá sönnun frá skattstofunni, sem eyðilagði 600 þús. kr. betl Ólafs og Jóns Þorl. íhaldið í Ed. gafst upp, og Jón Þorl. tók sjálfur þátt í flótt- anum. I Nd. hafði hann verið þóttafullur og mikillátur um nauðsyn þriggja ára reglunnar. I Ed. var hann bljúgur og auð- mjúkur, og sagðist vel geta sætt sig við þann herfilega ósigur sem hófleysi hans hafði bakað honum. Árið eftir, veturinn 1926, er Jón sendur í nýja betliherferð. Ólafi hefir þá væntanlega verið ljóst, að hann þyrfti engan bein- an skatt að borga af gróðafélag- inu það ár. — En gróðafélagið þurfti að borga óbeina skatta eins og aðrir. Og Kveldúlfur sýnist ekki elska óbeina skatta sjálfum sér til handa fremur en hina beinu. Jón laumar þá inn í nefnd eina í Nd. betliskjali um að gefa útgerðinni eftir kringum 400 þús. af tollum á síldartunnum og öðr- um fríðindum. í fyrstu munu ýmsir stjómarandstæðingar ekki hafa áttað sig til fulls á að 600 þús. kr. betliskjalið var hér í end- urbættri útgáfu. En eftir því sem meir leið á þingið, óx mótstaðan gegn gjafamáli þessu. Að lokum komst þó aðalefni þess gegn um þingið, en í meðfömnum höfðu andstæðingar stjómarinnar bætt inn í það dálítilli lækkun á mat- vörutolli, sem kemur alþjóð manna að gagni. En í heild sinni er þó sami svipur á þessu frv. eins og hinu fyrra um þriggja ára regluna. I báðum tilfellunum eru „aflaklæmar" að gimast sérstöðu í skattamálum, reyna að græða sem mest á almenningi og borga sem minst til almannaþarfa. Þessi frammistaða stjómarinn- ar og standa fylgihðs hennar myndi ekki hafa verið gerð að umtalsefni nú nema fyrir það, að Ólafur hefir gerst svo óskamm- feilinn að fara að skrifa opinber- lega um að beinu skattamir séu of þungir á aflaklónum og að sem mest þurfi af óbeinum sköttum. Alveg eins og óbeinu skattarair sem hafa orðið hátt á annað hundrað krónur á bamið í vögg- unni og gamalmennið á grafar- RIGLEYS veitir tönnunum holla hrey- fingu og hreinsar einnig bilið milli tannanna. Hjálpar auk þess melting- unni. Notið ávalt Wrigley’s eftir mat — og sannið til að yður h'ður miklu betur. —'liia&KBBSSi bai-minum séu ekki nógu háir. En samhliða því að Ólafur gyllir toll- stefnuna hefir hann notað að- stöðu sína í stjórnarflokknum til að fá sérstaka ívilnun með lög- um handa gróðafélögunum. Ef nokkru þyrfti við að bæta til að sýna hve veigamikill maður Ólafur er, sýnir hann sjálfur inn í hug sér. Hann afsakar skattleysi Kveldúlfs fyrir árið 1925 með gengishækkun Jóns Þorlákssonar. Hann prentar upp úr þingræðum Tr. Þ. harða ádeilu út af gengishækkun stjórnarinnar. Hann gerir auðsjáanlega að sín- um orðum hina átakanlegu lýs- ingu Tr. Þ. á því hver skaðræðis- maður Jón Þorl. vai’ð atvinnulífi landsins með gengishækkunar- braski sínu. Ólafur virðist viðurkenna með Tímanum skaðsemi J. Þ. í geng- ismálinu, og hann finnur þetta á þann eina hátt sem hann er lík- legur til að skynja fjármálavís- indi, nefnilega með snertingu við pyngju sína. En þrátt fyrir hörm- ungar atvinnuveganna vegna gengishækkunar Jóns 1925, þor- ir ólafur ekki að fylgja Tr. Þ. á þingi 1926 til að byrja fest- ingu krónunnar, og hindra þannig ófamað nýrrar hækkunar. Ef Ól- afur reynir að fóðra þægð sína við Jón Þorl. í gengismálinu með því að honum hafi gengið til al- menn umhyggja fyrir velferð landsins, þá hefði hann, frá því sj ónarmiði fylgt Jóni möglunar- laust að eyðileggingu atvinnu- veganna. En allir sem sátu á þingi í fyrra vissu að Ólaf dauðlangaði til að fylgja Tr. Þ. og gerði óburðuga tilraun til að hrista klafann með atkvæðagreiðslu sinni er drepin var gengisdag- skrá Jóns Þorl. En þegar til al- vörunnar kom lét hann Jón kúga sig til að fylgja þeirri misvitru gengisstefnu, sem eftir eigin játningu Ólafs, hefir komið Kveldúlfi svo illa, að hann er að ■lögum afsakaður að greiða skatt af eignum og atvinnu 1925. Með undangengnum rökum er sýnt og sannað hve lítið hefir verið að marka kosningagylling- arnar frá 1922, um að Ólafur léti togaragróðann ganga 1 rækt- un bænda. Sömuleiðis vanþekking hans um skattamál, og hóflaus eigingirni um að reyna að láta „laga og ólaga“ skattalög lands- ins eftir sérhagsmunum Kveld- úlfs. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.