Tíminn - 06.11.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.11.1926, Blaðsíða 4
188 TÍMINN Prjónavélar. Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia“ prjónavélamar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru öllum prjónavélum sterkari og endingarbetri. Síðustu gerðimar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði. Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, kosta kr. 425,00. Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, kosta kr. 460,00. Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kr. 127,00. Allar stærðir og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir út- vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sambandskaupfélaganna. 1 heildsölu hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Cooperage V H 1 b y alt til beykisiðnar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum i Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. En þegar þessi ágæti frum- herji Mbl. sér að félagar hans í blaðinu eru búnir að snúa baki við frjálsri samkepni, ræðst hann með mikilli grimd á félaga sína í sameiginlegu málgagni spekú- iantanna. Og Copland er ekki myrkur í máli. — Einokun er þetta. Og í sömu greininni talar hann tíu sinnum um einokun í sambandi við þetta atferli. Auk þess fylgja frá Copland hinar mestu hrak- spár um frammistöðu félags- bræðra sinna. Hann gefur fylli- lega í skyn, að Ólafur Thórs og þeir frændur hans séu ekki ólík- legir til að láta sína gömlu skifta- vini fá besta fiskinn, en beina úr- ganginum til skiftavina gamalla keppinauta. Hann segir: sölufirm- að (þ. e. Thorsfeðgar) getur rak- að saman fé þátt mistök þess baki framleiðendum og 'allri þjóð- inni ómetanlegt tjón“. Um vinnubrögð Thorsfrænda í þessu efni segir hinn enski Moggabróðir: „Er með mestu leynd samið við eitt einasta fisksölufé- lag og því veitt einkaumboð“. Copland segir ennfremur um þessa einokun sem Moggi hefur lofað svo mjög: „Verði einhver mistök á sölunni þá verður skað- inn ekki talinn í þúsundum held- ur ef til vill í tugum miljóna“. Englendingurinn lætur þess getið, sem reyndar er nálega óhugsandi, nema ef hann hefir mjög ilt álit á Ólafi Thors, að félag hans geti grætt á þessari „einokun" þó að hinir útvegsmennimir sem trúa honum til að fara með mál sín, verði fyrir tapi. Kunnugir bítast best. Það má búast við ófögrum lýsingum um manngildi, þegar Moggabræður fara að segja meiningu sína hver um annan. Áhorfandi. ----o---- Oóð ræða. Á fundi vegna landkjörsins, sem haldinn var að Selfossi ný- lega, kom fram ungur og álitleg- ur bóndi úr Flóanum og sagði Magnúsi Guðmundssyni og fylgd- arliði hans sannindi, sem allur landslýður þarf að heyra. Þessi ungi bóndi hét Ingólfur Þorsteinsson í Langholti, bróður- sonur Sigurðar heitins ráðunauts. Ingólfur er búfræðingur frá Hól- um, hefir kynt sér rækilega bú- skap erlendis, og síðan hann kom heim unnið ótrauður að jarðabót- um austanfjalls. Ingólfur sagði íhaldsforkólfun- um hver væri munur á framkomu lánsstofnana og þjóðráðamanna gagnvart landbúnaði og togaraút- gerð. Bankamir hefðu velt hverri miljóninni af annari af sparifé al- mennings í stórútgerðina. Fyrir það hefðu útgerðarmenn getað keypt sér bestu áhöld 1 þeirri grein, sem unt væri að fá: Skip, veiðarfæri, þurkhús o. s. frv. Síð- an færi meir og minna af þess- um fyrirtækjum á höfuðið. Bank- arnir biðu stórtap, á þeim lenti allur skellurinn. Nýir eigendur taka við eignunum, með verði sem gerði unt að nota þau til framleiðslu. Ingólfur sagði að til þess að jafnt væri á metunum þyrftu margar, margar miljónir af spari- fé almennings að hafa verið settar í landbúnaðinn, til að rækta og stækka túnin, til að bæta húsa- kynnin í sveitinni. Síðan yrðu margir af bændunum gjaldþrota. En nýir bændur tækju við sléttu, véltæku túnunum með uppbygð- um bæjum, með verði sem bú- skapurinn bæri. Ingólfur fullyrti, og það munu flestir gera með honum, að þessir nýju bændur gætu áreiðanlega staðist samkepnina við stórút- gerðina. En nú hallaði á. Land- búnaðurinn hefði fengið nauðalít- ið fjármagn í túnrækt og húsa- bætur. Öld vélavinnunnar væri ekki enn runnin í sveitinni. En stórútvegurinn hefði á kostnað bankanna, en raunar almennings í landinu, fengið sér hin bestu tæki, sem keypt yrðu fyrir pen- inga. Ingólfur Þorsteinsson benti á aðstöðumuninn. En hann lét ekki í ljós neina ósk um að bændur færu hina sömu glæfraleið til að auka túnrækt sína og bæta húsa- kynnin. En þó að dugandi for- göngumenn í ræktunarmálunum vilji ekki svikja fé út úr láns- stofnunum, jafnvel ekki til góðra hluta, þá munu þeir hér eftir verða enn óhlífnari en fyr, um þá kröfu, að í ræktunina fáist mikið fé og með viðeigandi vöxt- um. En á hinn bóginn er gott að höfuðandstæðingar sveitanna, út- 7 vegsmennirnir, viti að bændunum sé orðið ljóst hvemig þeir hafa komið ár sinni fyrir borð, við hina svokölluðu stórútgerð. J. J. ----o---- íhalds - hneiksli á Akureyri. Á Akureyri hefir gerst leiðin- legur atburður. Sá af kaupmönn- um og íhaldsmönnum bæjarins, sem að ýmsu leyti hefir þótt taka stéttarbræðrum sínum fram, er orðinn sannur um vítaverða fram- komu gagnvart bæjarfélagi sínu. Þessi maður er Ragnar Ólafsson. Þegar Tr. Gunnarsson stofnaði Gránufélagið hafði það höfuðstöð á Oddeyn. Fyrir dugnað Tryggva eignaðist félagið Oddeyrina og reisti þar Gránuhúsin, sem standa enn. * Svo sem kunnugt er, komst Gránufélagið eftir daga Tryggva sem forstjóra, í klær á dönskum kaupmönnum og hefir verið virki erlendra kauphéðna um langa stund. Seinast var það liður í hinum Sameinuðu íslensku versl- unum, sem nú eru allar famar á höfuðið og er verið að selja eina og eina alt í kringum land. Ein- hver besta eign þessara dönsku verslana var Oddeyrin. Og þegar vitneskja fekst um að firma þetta mundi leysast upp, vildu allir dugandi menn á Akureyri að bærinn keypti Oddeyrina, því að á henni stendur hálfur bærinn. Danskur lögfræðingur hefir um stund dvalið á Akureyri og unnið að sölu þessari. Lét hann líklega við erindreka bæjarins, þar til fyrir fáum dögum, að sú fregn kemur upp að hann hafi á laun og fyrir nokkru selt einum bæjar- fulltrúanum, Ragnari Ólafssyni kaupmanni, eignina. Varð nú hin mesta bræði í öllum sæmilegum mönnum á Akureyri. Borgara- fundur var haldinn í fyrrakvöld. Varð lítið um vamir hjá Ragnari. En helst að sjá sem aðstaða hans sem bæjarfulltrúa sé eins slæm og hún gat verið. Hann vissi, sem trúnaðarmaður bæjarins, um að bæjarstjómin og mestur hluti bæjarmanna vildi að bærinn keypti eignina. En samhliða er Ragnar í samningum við Danann, um að fá eignina sjálfur. Og að því er virðist, hefir hann beðið Danann að halda sölunni leyndri, og halda áfram söluumtali við bæinn, eftir að Ragnar hafði keypt. Á Akureyri þykir senni- legast að Ragnar hafi viljað halda þessu hneiksli leyndu fram yfir landkjörið. Búist við, að íhaldið hefði nógu margar syndir að verja samt. Á borgarafundinum kom fram djörf og vel orðuð tillaga um að bæjarmenn óskuðu að hinn miður heppilegi, erlendi sölumaður, hypjaði sig sem fyrst úr bænum. Af kurteisisástæðum gagnvart er- lendum manni, vildu margir sem höfðu óbeit á athæfi hans, þó ekki reka hann. Féll sú tillaga með litlum atkvæðamun. En rétt á eftir var samþykt með öllum at- kvæðum ákaflega harðorð tillaga í garð Ragnars. Hið merkilegasta við mál þetta er það, að jafnvel þeir fáu íhalds- menn, sem stundum sýna áhuga fyrir góðum málum, eins og Ragnar hefir gert í heilsuhælis- málinu, falla líka undarlega fljótt, í sömu fordæminguna eins og hinir bersyndugu. X. ----o---- Unglipgaskóla ætlar Jón Krist- geirsson að hafa á Tryggvaskála í vetur eins og auglýst var í síð- asta blaði, ef nægileg verður þátttaka. Er gott til þess að vita að einhver hreyfing er þó í skóla- áttina þar eystra. Bækur. Ástir heita sögur tvær, nýútkomnar, eftir síra Stanley Guðmundsson Melax á Barði í Fljótum; lipurt skrifaðar, skemti- legar, og bera nafn með réttu. — Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. : 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og ^slandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstadar á Islaudi. HlutaféiagiD }k Villadsens fikríUer Köbenhavn K. Dýrafræði eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, 3. hefti (fiskarnir og hin lægri dýr) verður send nú með Esjunni til kaupfélaga og nokkurra bóksala á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Verð kr. 2,50. Þá er komið út annað ritið í hinni miklu fræðibókaútgáfu Þor- steins M. Jónssonar bóksala á Akureyri: Himingeimurinn, eftir Ágúst Bjarnason prófessor. Er það sögulegt yfirlit yfir hinar miklu framfarir 1 rannsókn stjarnanna. Margar og ágætar myndir eru í bókinni og útgáfan öll hin vandaðasta. — Bjarni M. Jónsson kennari í Grindavík hefir samið og gefið út nýtt æfin- týri: Kongsdóttirin fagra, en Tryggvi Magnússon málari hefir teiknað fjölda ágætra mynda sem fylgja. Ólesin er bókin af þeim sem þetta skrifar af þeirri einföldu ástæðu, að börnin á bæn- um hafa ekki slept henni úr hönd- um sér og um fátt meira talað undanfama daga. En í því er líka hollur dómur. Nýr umsækjandi um búnaðar- málastjórastöðuna hefir bætst við Hólmjárn Jósefsson, landbúnaðar- kandidat frá Vatnsleysu. Togararnir sem legið hafa að- gerðalausir undanfarið, eru nú margir sumpart að búast á ís- fiskveiðar, sumpart þegar farnir af stað. Hannes Þorsteinsson þjóðskjala- vörður varð fyrir því slysi ný- H.f. Jón SigmnndMon & Co. SYnntDspeonur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofuuarhrmgarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmundsson gnllsmiSnr. Sími 388. — Laugaveg 8. Sjó- og bruna- vátryggíngar. Símar: Sjótrygging .... 642 Brunatrygging . . . 264 Framkvæmdarstjóri 309 Vátryggið hjá íslensku íélagi. Yagnhjól frá Moelven Brug, Moelven. Fyrirliggjandi Samband ísl. samvinnufél. HAVANA-vindlar. Vegna þess, að tollur á vindlum er lagður á eftir þyngd þeirra og stórhækkaði um síðustu áramót, svarar nú best kostnaði fyrir alla þá, sem reykja, að kaupa VERU- LEGA GÓÐA VINDLA, því að tollurinn er jafnhár af góðum sem lélegum vindlum. Tóbaksverslun íslands h.f. hefir nú, til þess að útvega viðskiftamönnum sínum bestu vindlana og sjá um að þeir fái sem mest verðmæti fyrir pen- inga sína, náð beinu sambandi við Cuba um bestu vindla heims- ins, Havanavindla, í stað þess að þessir vindlar hafa áður verið keyptir gegnum ýmsa milliliði í Norðurálfunni. Tóbaksverslun Is- lands h.f. er nú orðinn einkasali hér á landi fyrir HENRY CLAY AND BOCK & CO. Ltd. HA- VANA, sem eiga helstu vindla- verksmiðjuraar í Cuba, og býður því þeim, sem við hana skifta, kaupmönnum og kaupfélögum, egta Havanavindla: Bock, Henry Clay, Cabanas, Villar y Villar, Manuel Garcia, La Corona, Mur- ias, La Meridiana o. fl. heims- frægar tegundir, fyrir svo lágt verð, að sjálfsagt verður fyrir alla þá, sem reykja vilja góða vindla, að kaupa H A V A N A- V IN D L A. Ins. lega að handleggsbrotna, með þeim atburðum, að bifreið ók svo nærri honum að hún feldi hann. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.