Tíminn - 13.11.1926, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1926, Blaðsíða 3
TÍMINN 191 (Mythologiæ Lexicon Kmh. 1828). Með þessari athugasemd um guðamusterið mikla, er norræna, „tungan helga“ hefir reist óbrot- lega fyrir alla tíma, hlýtur hug- urinn að leiðast ennfremur til eins frægðamafns, er stendur oss nær. „Spekingurinn með barns- hjartað“, skáld Njólu, hvarflar oss fyrir sjónir, þar sem hann einn, fyrir ekkert, spannar feikna- svæði sagnalandsins, og hefur upp fyrir sjer sjálfum hendingar úr stjarnóðinum djúpa, djarfa og hugarhreina.Enginn af voru bergi brotinn, hefir fyr eða síðar alist með gáfum og trú, er nær stæðu ríki himnanna en Björn Gunn- laugsson. En af ræktarsemi við hið mikla verkefni mun þá og mörgum koma í hug annað nafn, þegar næturóðsins alkunna er minst. Brynjólfur Jónsson á Minnanúpi átti skylt við skiln- ingsþrá á djúpi og hæð í dular- efnum þeirrar stjörnu, sem vér köllum jörð. Yfirleitt má segja það eðlilegt af forsögu vorri, áð fræði stjarnanna yrðu ein megin- grein íslenskrar þekkingar. — Augljósasti kosturinn við rit þetta, er hlutfallsrétt takmörkun fróðleiks og skýringa í hinum ýmsu atriðum. Höf. hefir áður birt efni sitt á víð og dreif, en látið sér mjög ant um að skifta rúmi hæfilegar við framsetning hinna margbreyttu kenninga og vísindalegu ályktana. Fyrir þann tilgang, sem bók þessi sýnir sjálf á forsíðunni, er þessi kost- ur hennar sjerlega verðmætur. Eins og ritið er nú komið fram samfelt, en jafnframt fjölhliða liðað í smágreinar, þarf ekki skilningur lesenda á einu eða öðru, í hinu erfiða efni, að standa eða falla með fullkomnu námi bókarinnar í heild. Er að vísu ara- grúi af almennum fræðiritum stjömuvísindanna um allan heim og á öllum tungum, sem nú liggja fyrir til undirstöðu álíka rits sem þessa. En að því leyti sem eg hef að undanfömu átt kost á að kynna mér slíkt, má eg fullyrða, að eg hefi ekki sjeð alþýðlegt rit af sömu tegund nje tilgangi, sem sje betur fallið til þess að kynna skólaæsku og almennum lesend- geyma. Eg skal taka það fram að mér gekk það þó ekki til að kjósa Sigurð ráðunaut, til þess að hann héldi sætinu aðeins opnu fyrir Valtý. — Eg vissi þá ekki að fá- anlegur var til starfsins þáver- andi skólastjóri á Hólum, Sigurð- ur Sigurðsson; eg vissi það ekki fyr en stuttu áður en kosningin átti að fara fram. En að málinu athuguðu ákvað eg að kjósa hann og gerði það. Mín persónulega skoðun er sú, að þetta sé fyrsta ástæðan til að Valtýr gekk á mála dönsku kaupmannanna, því að hann mun þá hafa farið að örvænta um að ná nokkumtíma þeim frama í B. I. sem löngun hans stóð til. Stolnar f jaðrir. Jafnframt þessari endalausu raunarollu Valtýs, um alla ósigr- ana, reynir hann að koma því að, að eitt hafi hann þó gert gott, meðan hann var hjá B. I. Hann gerist svo djarfur V. St. að eigna sér, eitthvað af jarðræktarlög- unum. Og rétt er það að eitt á hann. Hann á sama þátt í jarðr ræktarlögunum, sem ritvélamar hjá S. I. S. eiga í bréfunum sem S. í. S. skrifar kaupfélögunum. Annað á veslingurinn ekki, undir- tylluskrifari var hann við það verk og ekkert annað. Um jarðræktarlögin skal ann- ars þetta tekið fram: Tilefnið til þess að jarðræktar- lögin voru samin var það að Klemens Jónsson þáverandi at- vinnumálaráðherra lagði fyrir stjórn Búnaðarfélags Islands, með um grandvallarsetningar „hinnar opnu bókar“. Nýyrði rits þessa eru flest for- dildarlaus og liðlega mynduð, enda eru þessi fræði fallin til þess að treysta á þolzif íslensk- unnai’ um tákn nýrra mynda hug- arins. Er ekki ólíklegt að á þessu meginleiksvæði mannlegs vits, komi fram frá skáldanda þjóðar vorrar þeir draumar, hugboð og fi’amsóknir inn í hið ókunna, sem Eddutunga vor er svo guðdóm- lega hæf til þess að binda við ódauðleg orð. Hér mætti annars auðvitað gera ýmsar athugasemdir, sér- staklega um síðustu og fram- sæknustu kenningar um hlutföll og sambönd stjömuveralda, þar sem hver sólnageymur kann að teljast, segjum billión billióna af sólum, fyrir utan reikistjörnur og tungl. Ennfremur hefði ekki ver- ið úr vegi að líta á afreksverk hinna „ólærðu“ stjömuspekinga fornaldar, er sögðu fyrir tíma- mót, reikningslaust að því er vér köllum, sem vísindamenn vors eigin tíma viðurkenna. Tíma- lengdir frá einni stjamstöðu til annarai' ei’u af ýmsum frægum sérfræðingum nútímans séðar með sömu augum er Daníel beindi að ráðgátum himinsins. En um slíkt verður ekki unt að gera hér grein nema aðeins með örfáum orðum. Hinn athuguli, víðlesni höfund- ur „Vetrarbrautar“ á rétt til við- urkenningar fyrir mjög vanda- samt verk, unnið í þakklátsverð- um tilgangi — þeim, að undir- byggja almenna þekkingu ís- lenskrar þjóðar um grundvallar- atriði himnafræðinnar. En um leið vil eg, sem einn lesandi þessa rits, lýsa því yfir að þessi náms- grein á, að minni hyggju, ekki að stundast á sama hátt, nje að sama takmarki sem öimur skóla- vísindi vor. Vér stöndum hér við hlið annai’s heims. Lög hans eru ekki ennþá orðin oss hin sömu sem hin önnur lögmál, er jarð- mest mentun fræðir oss um. Eðlisvit mannsins hlýtur að geta komist miklu lengra í þekking um stjarnageyminn heldur en reikningur og eðlisfræði nútíma vors ná til. Og þar kemst hugs- T. W. Bnch (Iiitasmiðja Buchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kz*yddvörur, blámi, skilvinduolía o. ÍL Brúnspónn. LITARVÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. þornar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH8FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vöruéæði óíáanleg. S.I.S. s!k:iftir eirxg-örLg-u. -við okknr. Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. un vor þá enn í samband við þann veruleik, þau reynslusann- indi, að ein einasta grundvallai’- villa, ein örsmá feyra í rökvísi voi’ri getur grafið afgrunns dýpi milli vor sjálfi’a og viðfangsins. Eg hefi lítilsháttar minst á þetta atriði fyr (sbr. „Eimreiðin“ sept. þ. á.). Á vorum tímum mið- ar slíkum efnum hratt áfram; og eg tel engan efa á því, að mikill byr fáist hér á landi fyrir þá stefnu, að rannsaka djúpt hæfi- leika hins innra manns, til skynj- unar, bæði um rúm og tíma, án þess að hin svokölluðu skilningar- vit starfi þar að á venjulegan hátt. Hin „inni’i sjón“ hefir ráðið við úrlausnir feikna mikilla reiknings- dæma í Austurlöndum og þá ekki síður t. d. meðal blámanna. Um norræna dulskynjun á þessum há- sviðum ber Eddan óræka vitnis- bui'ði. Ragnarökkrið er sá draumur um heimslok, sem virð- ist bersýnilegast sprottinn af spádómsanda þess innra manns, sem skaparinn hefur gefið oss öllum, en er settur hjá af svo- nefndum i’aunvísindum. Sú kór- villa að hafa ómótmælanlegar staðhafnir fjarskynjunar að litlu á þessum voi’um „síðustu tím- um“, mun, að eg hygg, trauðla verða langlíf í skólum nje al- bréfi dags. 9. júní 1922 að „und- irbúa og koma fram með frum- varp eða aðaldrætti til frum- varps til ræktunarlaga og breyt- inga á ábúðarlögunum ásamt til- heyrandi athugasemdum, ef unt er svo snemma, að hægt sé að leggja fyrir næsta Alþingi". En ástæðan til þessa bréfs frá Kl. J. var sú, að einn af þing- mönnum Framsóknarflokksins í neðri deild, Eiríkur Einarsson 1. þ. m. Árn. bar fram og fékk samþykta þingsályktunartillögu um að skora á landsstjómina að gjöra þetta. Þessi er forsaga málsins, en framhaldið er svo það, að aðal- verkið að samning laganna vann Sigurður Sigurðsson og aðal- samverkamaður hans var með- stjórnandi hans í B. í. Hallgrím- ur heitinn Kristinsson forstjóri S. í. S. Ekki síst frá Hallgrími er kominn sá vottur stórhuga sem er í jarðræktarlögunum. Hvað sem okkur líður hinum Framsóknarmönnunum, þá ætti V. St. ekki að leika sér að því að ljúga af Hallgrími Kristinssyni það sem sá mikli maður gerði vel, þó að af miklu sé að taka. Færist þá skörin upp í bekkinn ef skrifaravæskillinn V. St. ætlar að fara að eigna sér verk Hall- gríms Kristinssonar. Hvítárvallahúsið. Og enn einn ósigur sinn nefnir V. St. Um söluna á húsi B. I. á Hvítárvöllum á eg enn einu sinni að hafa leikið á V. St. og snúið honum um fingur mér. Er frá- sögn V. St. af þessu máli svo full af dylgjum og ósannindum að eg neyðist til að fara um hana nokkurum orðum. V. St. gefur jafnvel í skyn að eitthvað athugavert hafi verið við þessa sölu. Hann segir að eg hafi „gefið það í skyn að þessi sala væri hagsmunamál fyrir Tíma- flokkinn“ og að mér „kæmi því betur“, „að kaupin yrðu gerð hvað sem hag B. I. liði“. Þetta eru dylgjur um óráðvendni af minni hálfu og eru þær dylgjur áréttaðar með því að eg hafi beitt óeðlilegri aðferð til þess að fá þetta samþykt og hóað saman fundi er „Borgfirðingur einn“ var á ferð „og vildi hann fá kaup- in gerð straks“. Hver er sannleikurinn í þessu máli? Hvítárvallahúsið er selt hjer- aðsskóla Borgfirðinga, Hvítár- bakkaskólanum, opinberri stofn- un, sem rekur hliðstæða þjóðnýta starfsemi við þá sem áður var rekin í Hvítárvallahúsinu. Þannig er þessu varið með „hagsmuna- mál Tímaflokksins“. Og Borg- firðingurinn sem „vildi fá kaupin gerð straks“ og kom á fund stjóraar B. I., var Davíð bóndi Þorsteinsson á Arnbjargarlæk — einn af helstu íhalds, en ekki Framsóknai’mönnunum í Borgar- fjarðarhéraði. Dylgjur V. St. í minn garð í þessu máli eru vandræðafálm ves- almennisins, illmælgi aumingjans sem hann hrópar úr fylgsni sínu að sér meiri manni, sem hann alt- af bíður ósigur fyrir. Það er ekki til vottur af sannleika í þessum dylgjum vesalingsins. Þvínæst segir V. St. að hann hafi því aðeins samþykt söluna að hann hafi trúað því að Sig- urður búnaðarmálastjóri væri henni samþykkur, enda hafi eg sagt honum ósatt í því efni. Dettur mér í hug út af þess- um ummælum Valtýs það sem segir í foi’num latneskum máls- hætti að lygaranum er það nauð- syn að vera minnugur. En það hefir bi'ugðist V. St. í þetta sinn. Hann lætur svo nú sem at- kvæði sitt um hússöluna hafi hann látið vera komið undir skoð- un Sig. búnaðarmálastjóra. En á fundi B. I. stjórnarinnar 10. nóv. f. á., þá er endanlega var gengið fi’á sölunni, þá er mér var falið, af V. St. og öðrum að gefa afsal fyrir húsinu og þá er Sig. Sig. var staddur á fundinum — þá bókar V. St., ritari B. I. stjórn- arinnar orðrétt svo: „Búnaðar- málastjóri lagði ekkert til þess- ara mála, enda var hann ekki kvaddur til þess“. — Þetta eru orð Valtýs Stefánssonar, yfirlýst álit hans að þetta mál, sem ekki var búnaðarmál, heyrði alls ekki undir Sig. Sig. og bæri ekki að leita álits hans. — Nú segir hann alveg það gagnstæða. V. St. er búinn að verða sér oftar til minkunar opinberlega en nokkur annar maður á Islandi. Slík heimska og slík óráðvendni í frásögn, þætti merkileg í fari annara. Hjá V. St. verður hún að- eins ein af mörgum. Það hlægir mig, að maðurinn mennu áhti íslendinga. Höf. „Vetrarbrautar“ getur þess og t. d. (bls. 104) að árekstur sólar á annan hnött mundi valda lík- um atburðum, sem lýst er í Gylfaginning. Eg hefi í þessum fáu athuga- semdum um hina vel sömdu og ljóslega rituðu bók höf. ekki ætl- að mér að kveða upp neinn eigin- legan ritdóm, sem rúm hefði heldur ekki enst til hér, ef styðja hefði átt með nokkrum rökum. En vissulega er óhætt að segja, að „Vetrarbraut“ er handhæg og þó efnisrík bók byrjenda. Hún er lykill að öðrum ennþá dýpri og hærri sjónum, fyrst og fremst í þeirri stjarnaveröld sem sjónauk- ar vorir og ályktanir ná til. Eg efast ekki um, að hún muni fá ágætar viðtökur hjá vori'i lestrar- fúsu þjóð, sem oftast kann vel að meta þau rit, sem eru hylli hennar verð. Einar Benediktsson. o Meiri hluti kjósenda í Súganda- firði eru sjómenn. Það varðar þá því miklu, hvort þeir hafa rétt til að kjósa til Alþingis fyrir kjörfund, eða að- eins á kjördegi. — Við lands- kjörið síðasta hér, gerðust þeir atburðii’, er virðast benda til þess, að kosningalögin séu ekki nægilega skýr í þessum efnum. En atburðirnir voru, í stuttu máli þessir: Daginn fyrir kjör- fund síma jeg til sýslumanns og spyr hann hvort hann telji leyfi- legt, að kjósendur, er búast við að vera fjarvei’andi á kjördag, kjósi daginn fyrir. Kveður hann j^ við því. Skýrði eg hreppstjóranum (oddv. kjörstjómar) frá þessu samtali okkar sýslumanns, en af tilviljun var umboðsmaður B-list- ans svo nærri að hann mátti nema mál mitt og kallar þegar fram í og kveður þetta vera ansskúrans vitleysu, hvað sem sýslumaður segi um það. Kvaðst eg ekki deila um það. Líður svo til kvölds. Þá er eg kvaddur á sem sérstaklega er leigður til þess að bei'jast á móti mér og til þess einkum að gera starfsemi mína fyrir landbúnaðinn tortryggilega, skuli vera annað eins andlegt og líkamlegt lítilmenni og V. St. er, sá sem frægastur er af endemum allra Islendinga og falastur hæst- bjóðanda. Bjarnargreiði. Máli Sigurðar búnaðarmála- stjóra blandar V. St. inn í harma- grát sinn. Mun hann vilja láta ókunnuga trúa því að nú vilji hann styðja þann mann sem hann hefir ofsótt leynt og ljóst árum saman. Má vera að einhver trúi. Um það mál ræði eg ekki við hann frekar en orðið er. En eg vil aðeins geta þess, sem eg veit með vissu, að með vinarhótunum nú vinnur Valtýr Sig. Sig. miklu meira tjón, en með fjandskapnum áðui’. Eru þeir saman í þeim róðri Vesturlandsritstjórinn og og Valtýr. Heimfæri eg til þeirra eftirfarandi sögu, sem flestir munu kannast við: „Hváz*t veldur þú því, að vér megum eigi sækja til vígis í Al- mannagjá?" „Eigi veld eg því“, segir Snorri, „en hitt er satt að eg veit hverir valda — og mun eg segja þér, ef þú vilt, að þeir valda því Þorvaldur kroppin- skeggi og Kolur“. Þeir . . . höfðu verið hin mestu illmenni í liði Flosa“. Tryggvi Þórhallsson. ------o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.