Tíminn - 13.11.1926, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1926, Blaðsíða 4
192 TlMINN fund hreppstjóra (sem umboða- maður A-listans). Er þar þá saman komin öll kjörstjóm, svo og umboðsm. B- listans. Höfðu þá allmargir sjó- mexm komið tii hreppstjóra og óskað eftir því að fá að kjósa, þar sem þeir ætluðu á sjó dag- inn eftir, ef veður ekki bannaði. En umboðsmaður B-hstans hafði sent símskeyti tU stjómar- ráðsins og spurt, hvort fjarvera þeirra sjómanna, er færu á sjó með það fyrir augum að koma að landi samdægurs, væri gUd. Leit hann sjálfur svo á, að það væri ekki, og mótmælti því, að sjómönnum væri leyft að kjósa. Við þessar aðfarir umboðsmanns B-hstans, skeytið og mótmæhn, varð kjörstjómin svo skelkuð, að hún neitaði að skera úr um það, hvort kosning væri gUd eður ekki, en bauð sjómönnunum upp á að kjósa, „en“, sagði kjörstjómin, „þið megið búast við að atkvæði ykkar verði gerð ógild á xnorgun“. Þessum kostum vildu engir sjó- menn hhta, og kusu engir. Eg mótmælti þegar þessum skilningi umboðsmannsins og kjörstjómar, en mótmæh mín voru ekki tekin til greina. — Þegar á kjörfund kom, daginn eftir, krafðist eg þess að fá bókaðar gerðir þessa „aukakjörfundar“, — eða hvað á að kalla það — en því neitaði kjörstjóm þverlega. En mótnaæh þau, er eg vUdi fá bókuð voru svohljóðandi: Umboðsmaður A-hstans óskar þetta bókað: Eg tel umboðsmann B-hstans hafa gert rangt, er hann mót- mælti því, að sjómenn fengju að kjósa í gærkvöldi, svo og kjör- stjórn, sem neitaði að skera úr því, hvort kosningin skyldi telj- ast lögmæt eður ekki. Byggi eg þessi mótmæh mín á því, — í fyrsta lagi — að sann- anlegt er, og á allra vitorði, að þetta hefir verið gert annars- staðar; í öðru lagi, að sama kjör- stjórn hefir, við landkjörið í sum- ar, látið slíka kosningu fara fram athugasemdalaust og í þriðja lagi, að oddviti yfirkjörstjómar (sýslu- maður), taldi rétt, að þeir kjós- endur, er ætluðu að vera fjar- verandi á kjördag, fengju að kjósa daginn fyrir. Mótmæh eg því eindregið að- ferð umboðsmanns B-hstans og kjörstjómar. í orðaskaki því, er um þetta varð, bar margt á góma. Meðal annars vildi umboðsmaður B- listans efast um að þeir, sem sækja til fiskjar á haf út, væru komnir út úr hrepnum, „eða í hvaða hreppi eru þeir?“ spurði hann. Var honum svarað, að menn vissu ekki til, að búið væri að skifta hafinu í hreppa. Þess vil eg láta getið, að um- boðsmaður B-hstans taldi rétt, að þeir sjómenn, er færu til fiskj- ar, með það fyrir augum, að koma ekki að landi samdægurs, þeir mættu kjósa fyrir kjörfund, — en hinir ekki. Að lokum vil eg taka það fram, að kjörstjómin var (á kvöld- fundinum) skipuð íhaldsmönnum eingöngu. Þá hefi eg nú skýrt frá þess- aði „sögulegu“ kosningu. Þykir mér með þessu sýnt, að kosninga- lögin em ekki nógu skýr, a. m. k. ekki til þess að íhaldsmenn treysti sér til þess að skilja þau. Og þar sem það getur oltið á æðimiklu, hvort sjómenn hafa í raun og vem rétt til að kjósa fyrir kjörfund eða ekki, þá vænti jeg þess, að hinum háttvirtu lög- gjöfum vomm verði ljúft að gera lögin svo úr garði, að jafnvel íhaldsmönnum verði ómögulegt að misskilja þau, og það jafnvel þótt sjómennimir, sem kjósa vilja, séu ahir í andstöðuflokkum Ihaldsins. Friðrik Hjartar. Ihaldsrök. Fyrir 16 árum síðan flutti eg hesta föður míns norður í land. Var þá staddur hér í bæn- um skólapiltur sem þurfti að komast norður. Eg tók hann með á hestana alia leið norður í Skaga- fjörð. Er þetta það eina sem við höíum átt saman að sælda á hest- um, en undanfamar vikur hefir það verið eitt aðalumtalsefni þessa skólapilts, sem nú er geng- inn á mála hjá dönskum kaup- mönnum og heitir Valtýr Stef- ánsson, að eg sé einhver mesti hestaniðingur á þessu iandi. Er það ekki vonum fyr sem hann kvittar fyrir hestlánið. — Eg bjóst ekki við því, fyrst er það var nefnt í Mbl. og síðar í hinu Ihaldsmálgagninu, að eg mundi þurfa að svara þessum ummælum. En þessi ummæh um meðferð mína á hestum eru orðin einna helstu „rökin“ sem Ihaldsmenn hafa til brunns að bera um opin- ber mál. Þá er rætt er um tiibú- ixm áburð, eða um veltufé handa bændum, eða ixm Búnaðaríélag Islands, þá khngir jafnt og þétt hjá Ihaldsmálgögnunum þetta; Tr. Þ. er hestaxxíðingur. Síðast í gær er þetta orðin aöaluppistað- an í pólitiskri grein í Mbl. Þykir mér sem svo sé komið, að af sögulegum ástæðum sé það rétt að skýra frá tilefni þessara um- mæla: I maímáxxaðarlok í vor lagði eg af stað 1 ferð kringum land. Með mér var sonur minn 11 ára, eg haíði létta þverbakstösku og eg tók íimm hesta á leigu til feröarixmar. Eg var hálfan mán- uð á leiðinni úr Landeyjum aust- ur að Egilsstöðuin á Völium. En það voru ekki komin nóg grös svona snemma. Þótt áframhaldið væri ekki meira en þetta lögðu hestarair af og úr Hornaí'irðinum þótti mér réttara að fá létt und- ir með þeim, sem eg gerði. Þegar þá hafði eg ákveðið að skilja tvo af hestunum eftir, af því að mér þóttu þeir orðnir of magrir, og eg ákvað að skilja þá eftir í Mý- vatnssveit, af því að þar átti eg til kunnugastra að hverfa. — Hestarnir hvíldust á Egilsstöðum í náiega þrjá sólarhringa og úr Fljótsdaishéraðinu fékk eg lán- aða viðbótarhesta og fylgdar- mann og kom ekki sjáifur á bak langferðahestum mínum. Eftir hvíldina á Egilsstöðum kom nú á þá alla fimm það erfiði að bera piltinn og töskuna. Við gistum á Möðrudal nóttina áður en við komum í Mývatnssveitina. Hitinn var ein 4 stig þegar við fórum af stað um morguninn og það var kalsaveður ahan daginn. Við komumst ekki hjá að sundleggja hestana í Jökulsá; það var eríitt sund og það var kalt. Stuttu síðar fer einn af hestunum að letjast og það svo að hann fór að tefja ferð okkar. Hann var veik- ur eða uppgefinn. Eg gerði ráð fyrir að hann hefði ekki þolað sundið. Eg vissi ekki þá, það sem eg veit nú, að áður en hestur þessi kom í eigu núverandi- eig- anda, hafði ekki verið nógu vel með hann farið og hann hafði gefist upp. Slíkum hestum er á- valt hættara. En það munu marg- ir segja með mér að hverjum óskemdum hesti ætti það ekki að vera ofraun að hlaupa sem laus, úr Héraði til Mývatnssveitar, eftir þriggja daga hvíld á Egils- stöðum. Við skildum hestinn eftir á grasi og annan hjá honum til samlætis. Eg gerði allar ráðstaf- anir þeirra vegna. Þeir urðu eftir í Mývatnssveitinni í margar vik- ur og komu afbragðs vel haldnir suður undir haust. Nokkrum dög- um eftir að eg var búinn að skilja hestana eftir og farinn úr Þing- eyjarsýslu, rís upp íhaldsmaður einn og kærir meðferðina á hest- unum. Eg býst við að margur hefði orðið sá, með þessa mála- vexti, að hann hefði neitað nokk- urri sekt hjá sér. Eg gerði það ekki. Eg lít svo á að það eigi BRITTANNIA prjónavélamar era ódýrastar. Samband ísL saiirvdimufélaga. aldrei að koma fyrir að hestur veikist eða gefist upp á ferðalagi og að ef að svo fer, sé því um að kenna að ekki hafi nægilega ver- ið um hann hugsað. Þar af leið- andi viðurkenni eg, að eg, þrátt fyrir lýsingu mína hér að fram- an, hafi ekki látið mér nógu ant um þennan margnefnda hest og þessvegna bauð eg það fram sjálfur að greiða þá sekt sem dýravemdunarlögin ákveða lægsta og með þau málalok var eg ánægður. — Af pólitiskum ástæðum hefi eg síðan verið nefndur skepnuníðingur í Ihalds- blöðunum, vikum saman, og það er nú orðið að meginrökum í pól- itiskri baráttu. En ef það er svo frá almennu sjónarmiði að allir fari betur með hesta og skepnur yfirleitt á Islandi en eg, þá verð- ur enginn af því glaðari en eg, og af hinu, að þetta skuli vera eini snöggi blettuiinn í fari mínu sem íhaldsmenn finna. Tr. Þ. íþróttanámskeið U. M. F. í. og 1. S. í. Síðan þessi sambönd voru stofn- uð, hafa þau barist fyrir íþrótta- málunum hvort í sínu lagi; það eru miklar líkur til þess að þeim hefði orðið meira ágengt, ef þau hefðu unnið saman. Bæði hafa samböndin gengist fyrir íþrótta- kenslu með námskeiðum hér í Rvík, bæði hafa þau sent kennara út um land. U. M. F. I. hefir gefið út blað, Skinfaxa, síðan 1909. Stundum hafa verið góð- ar greinar um íþróttir í honum. I. S. I. hefir lengst af verið blað- laust, en það hefir gefið út ýms- ar góðar bækur og vil eg þá sér- staklega nefna Heilsufræði handa íþróttamönnum, bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Það má segja að bæði samböndin hafi unnið vel, þó samvinnan hefði getað verið betri. Nú hafa sam- böndin efnt tij íþróttanámsskeiðs sem stendur yfir 4 mánuði. Á námskeiðinu eru 28 vaskir svein- an víðvegar að af landinu; flest- ar sýslur eiga þar sína fulltrúa. Aðalkennari og forstöðumaður námsskeiðsins er Jón Þorsteins- son íþróttakennari, en auk hans kenna þar þessir menn: ólafur Sveinsson kennir köst, Jón Kaldal hlaup, Reidar Sörensen stökk, ólafur og Jón Pálssynir sund, Ben. G. Waage knattspyrnu, Helgi Valtýsson vikivaka, Valdemar Sveinbjömsson útileiki og Stein- dór Bjömsson kennir um tilhög- un á íþróttamótum. — Svo að segja undantekningarlaust hafa Reykvíkingar látið í té aðstoð sína við námskeiðið þeir sem beðnir hafa verið. Verst gekk að útvega húsnæði, vonast hafði ver- ið eftir leikfimissal bamaskólans hér, en álitið var 1 haust, að það væri ekki hættulaust fyrir stálp- aða pilta að iðka þar glímur og leikfimi, svo lélegt er það. — Templarar lánuðu síðast funda- hús sitt með mjög góðum kjörum. Námskeiðið var sett 31. okt, en 7. þ. m. hélt stjóm I. S. I. við- kynningarmót fyrir nemendur og kennara námskeiðsins og nokkrir fleiri voru boðnir þangað. Ekki þarf að efa það, að mikið gagn verði að þessu námskeiði, svo vel sem er til þess vandað, en auð- vitað er þetta ekki nema lítið spor í rétta átt. Námskeiðin þurfa að vera á hverjum vetri og svo að síðustu fastur íþróttaskóli, þar eð ósennilegt er að íslendingar geti komist af án hans í mörg ár enn. Og altaf fjölgar þó þeim möim- Meö hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöra Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. í 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og ^slandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæst alstaðar á Islandi. Hlutafélagið )ens lailn Mriktar Kðbenhavn K um, sem skilja það virkilega hversu ómetanlegur aflgjafi íþróttimar eru fyrir hreysti og menningu þjóðarinnar. Hergeir. Sögufróður mun hann vilja teljast sá höfundur, enda aðfeng- inn, sem ritar nokkur orð í Morg- unblaðið nýlega um réttdæmi Ó- lafs helga, tilefnis vegna greinar í næstsíðasta tbl. Tímans. Fer höf. rangt með er hann segir að Tíminn hafi heimfært til nútíma- viðburða á Islandi frásögn Snorra um réttdæmi ólafs. Það gerði Tíminn ekki, heldur nefndi frá- söguna einungis sem dæmi um að lengi hefði staðið baráttan um tvennskonar rétt. Höf. vill efast um réttdæmi Ólafs helga. I því efni gerði Tíminn ekki annað en vitna til ummæla Snorra Sturlu- sonar og verður þá þessi MbL- höf. að deila við Snorra um það. En í þeirri deilu stendur Snoiri allvel að vígi. Meðal armars vitn- ar Snorri í ummæli Halldórs Brynjólfssonar úlfalda, sem var vitur maður og höfðingi mikill. Hafði hann verið með þeim bræðrum ólafi og Haraldi „í kærleikum miklum, og var mér hvorstveggja skaplyndi kunnugt". Og þessi maður segir þetta um Ólaf helga: „þoldu landshöfð- ingjar honum ekki réttdæmi og jafndæmi, og reistu her í móti honum og feldu hann á eign sinni sjálfs“. — Um annað eru þeir líka ósammála Snorri og þessi Mbl.höf. Snorri segir að ólafur helgi hafi fallið á Stiklastöðum en Mbl.höf. að það hafi verið á Stiklarstöðum. ELf. Jón SigmondaBoa & C*. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. Senf með póstkröfuútumland,ef óskað er. Jón Sigmundsson gnUsmiQnr- Sími 888. — Laugaveg 8. A ewrnverrhnáltið piparmyntu plötur hjálpa meltingunni, ilma andardráttinn, gefa hress- andi bragö og verja tennurnar. Jörðín Fremri Háls í Kjós. fæst til kaups og ábuðar í næstu fai’dögum. Slægjur miklar. Tún- ið gefur af sér fyrir 4 kýr. Hús nýleg. Nánari upplýsingar á afgr. Tímans. DÍBAFRÆÐI eftir Jónas Jónsson, þriðja og síð- asta hefti. Verð 2,50. Fæst í Rvík hjá Guðm. Davíðssyni, Arinbirni Sveinbjamarsyni, Þorst. Gísla- syni og Þórami Þorlákssyni en út um land hjá nálega öllum kaup- félögum og nokki’um bóksölum. Landskjörið. Kristján Alberts- on hlakkar yfir því að fáir hafi kosið í Köldukinn, heimkynni Jóns á Ystafelli og í Hæni seyð- firska, sem út kom á kosninga- dagiim, segir svo: „Nú hleður nið- ur snjó. Það er engu líkara en Framsókn ætli að fá fyrir fótinn til kjörstaða“. Mundi •Árni Jóns- son þessa tilefnis hafa sagt: „Eljan, eljan“! — Er ritstjóra Tímans ritað svo úr Suður-Þing- eyjarsýslu: „Eg býst ekki við að þú getir haft hugmynd um hví- líkum eríiðleikum kjörsókn var bundin hér að þessu sinni. Eg man ekki eftir þvílíkri færð. Af fjarlægustu bæjunum var gjör- samlega ómögulegt að sækja kjörfund, nema að fara að heim- an daginn áður og það var vork- unnarmál að einyrkjar treysti sér ekki til þess. Og svo var veðrið hreinasta íhaldsveður: Þoka og dimmviðrishríð . . . Það hefði hvert mannsbam kosið ef hægt hefði verið að fara um jörðina". Kr. A. spyr af hálfu íhalds- flokksins tveggja spuminga, um síðustu helgi. I báðum spuming- unum felur hann rangfærslur á þeirri grein í Tímanum, sem haxm er að svara. Spyrji hann í sam- ræmi við það sem sagt var í Tím- anum og hann skal fá svar. Á landamærum Frakklands og Spánar hefir lögreglan franska handsamað 90 Spánverja sem með leynd ætluðu heim í því skyni að hefja þar byltingu gegn einvaldsstjórn Rivera. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.