Tíminn - 27.11.1926, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1926, Blaðsíða 2
198 TlMINN P.WJacobsen&Sön Timburverslun, Símnefni: Granfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. -=...— Eik og efni i þilfar til skipa. ========= Frá útlöndum. Asquith, sem í áratugi hefir verið foringi frjálslynda flokks- ins enska, og nú gengur undir nafninu lord Oxford, hefir lýst því yfir, að það sé fullkomin á- kvörðun hans að leggja niður for- ystuna og hverfa frá stjómmál- unum. Er talið víst að það muni valda flokknum miklum erfið- leikum í viðbót við þá sem fyrir eru. Á stríðsárunum, þá er Asquith þótti of aðgerðahægur og Lloyd George var settur í sæti forsætisráðherra í hans stað, klofnaði frjálslyndi flokkurinn, og fór svo, sem ólíklegt var, að hin- ir frjálslyndari fylgdu Asquith, en þeir er meir hægfara voru fylgdu Lloyd George. Og upp úr því misti flokkurinn kjöríylgi í svo stórum stýl að hans hefir lítt gætt síðan, en bæði Ihaldsmenn og Jafnaðarmenn unnu stórlega á. Og klofningurinn í flokknum hefir ekki jafnast. Er, búist við að Lloyd George vilji alls ekki taka við forystunni, heldur muni hann leita samvinnu við hina meir hægfara í hóp Jafnaðar- manna. — Gengishækkun dönsku krón- unnar hefir nú leitt af sjer þing- rof þar í landi og nýjar kosn- ingar. Allir atvinnurekendur í landinu, bæði í bæjum og sveit- um eiga við afskaplega mikla örð- ugleika að stríða vegna gengis- hækkunarinnar og því samfara hefir atvinnuleysið verið meira, en nokkru sinni. Til þess að ráða bót á þessu lagði stjómin tillög- ur fyrir þingið um ýmiskonar stuðning af hálfu hins opinbera, með lánum og fjárframlögum o. fl. til framleiðendanna, einkum iðnaðarins, en til þess að fá tekj- ur á móti þessum gjöldum lagði stjórhin til að eignaskatturinn yrði hækkaður. Segir stjómin, og það með miklum rétti, að geng- ishækkunin hafi fært sparifjár- eigendum og þeirn sem t. d. eiga verðbrjef, mikinn gróða, og það í mörgum tilfellum án verðskuld- unar og því sé réttlátt að eigna- skatturinn sé hækkaður. En stjómin fékk ekki meirihluta fyr- ir þessum tillögum í þinginu. Hefir hún setið með stuðningi róttækra vinstrimanna, en þeir vildu ekki ganga eins langt í þessum ráðstöfunum og stjómin. Afréð stjómin því að rjúfa þing og fara nýjar kosningar fram 2. næsta mánaðar. — Ricciotti Garibaldi er maður nefndur ítalskur, sonarsonur frelsishetjunnar nafnkunnu. Hann Stóra málið. Yfirlit. Nú er hallæri í landinu, eink- um þó í þeim kauptúnum sem hafa dýrastar veiðivélar við út- veginn eins og Rvík, Hafnar- fjörður o g Vestmannaeyjar. Stærstu veiðitækin, togaramir, hafa legið óhreyfðir mánuðum saman. Og eigendur sumra þess- ara skipa hafa lýst því yfir á op- inbemm fundum, að svo mundi verða framvegis. Stóra skipin mundu liggja óhreyfð á sumrin. En undanfarin ár hefir unga fólkið þyrpst einmitt til verstöðv- anna í von um stöðuga vinnu þar. Nú gengur þetta fólk atvinnu- laust hundruðum, ef til vill þús- undum saman. Og ekki sýnist blasa betra við framundan, því að útvegurinn íslenski getur enga tryggingu boðið verkafólki sínu. Hann getur boðið vinnu við og við, þegar vel gengur, en langt atvinnuleysi tímunum saman og hungurkost með hæfilegu milli- bili. En á hverju ári leita hópar af bændafólki úr sveitunum út á vakti athygli á sér er styrjöldin hófst, því að fyrstur ítalskra manna gerðist hann sjálfboðaliði í franska hernum. Hann hefir hafst við á Frakklandi um hríð pg þóst vera mikill fjandmaður Mussolinis og byltingar hans, og verið athvarf ítalskra flótta- manna. En nú er uppvíst orðið að hann er leiguþý í hendi Musso- linis er tælt hefir landa sína til Italíu, til þess að þeir gengu í gi'eipar lögreglunni. Hann hefir og undirbúið banatilræði gegn Mussolini, sem svo átti að kenna Frökkum, en lét Mussolini jafn- framt vita alla ráðagerðina. — Flettir mál þetta ofan af hinni mestu spillingu og er það mál margra og grunur, að a. m. k. sum hin svokölluðu banatilræði gegn Mussolini séu leikur búinn til af honum sjálfum, í því skyni að æsa þjóðina, enda hefir sá til- gangur náðst mæta vel, sem enn mun sagt verða. — Þýska þingið hefir ákveðið að Vilhjálmur, keisari fyrverandi, skuli aldrei eiga afturkvæmt til Þýskalands. — Briand, utanríkisráðherra Frakka hefir opinberlega mót- mælt hinni svívirðilegu fram- komu ítölsku stjórnarinnar í Garibaldimálinu. Hefir Garibaldi játað að hafa þegið 400000 þús. líra í mútur frá stjórninni. Enn hefir franski innanríkisráðherr- ann lýst því yfir, að Garibaldi hafi staðið á bak við byltingatil- raun þá er hefja átti á Spáni, frá Frakklandi. Hafi sá verið til- gangurinn að kenna Frökkum um og æsa þannig Spánverja til bandaiags við ítali gegn Frökk- um. Kveða frönsku blöðin sam- eiginlega upp afarþungan dóm yfir þessu framferði öllu. — Út af hinu síðasta „banatil- ræði“ við Mussohni gekk ný óeyrðaalda yfir Italíu. Blöð and- stæðinga Fascista voru stöðvuð, prentsmiðjur þeirra eyðilagðar, sumir starfsmenn við blöðin og andstæðingaþingmenn barðir og mjög hart leiknir. Þá hefir Mussolini látið leiða í lög aftur dauðarefsingu við tilræðum gegn konungsættinni og Mussolini, en ef fregnir eru bomar sem mættu virðast Fascistum pólitiskt hættu- legar, þá liggur við fangelsisvist í 5—15 ár. Eru stofnaðir sérstak- ir dómstólar til að dæma slík mál. Enn er hert á eftirliti með ferðamönnum, félög bönnuð og fjöldi manns rekinn úr landi. Er með aðgerðum þessum lokið síð- ustu leyfum af athafnafrelsi á Italíu og ef svo er sem af er lát- ið, að Fascisminn eigi öragt virki á Italíu, er merkilegt að grípa þessa hálu braut. Sömu götu ganga menn úr mörgum minni sjóþorpum. Menn hafa vonast eft- ir atvinnu, fjárhagslegu öryggi og fleiri góðum hlutum. En at- vinnuleysið og hallærið hafa kom- ið í staðinn. Hvað á að gera af atvinnulausa fólkinu í bæjunum? Hvað á að gera af ungu mönnunum og ungu stúlkunum úr sveitinni, sem finst þar of þröngt um sig, og hafa ætlað að leita til sjávarins í von um að geta efnt þar til heimilis, en hafa þar nú að engu að hverfa ? Svarið við þessari spumingu er þýðingarmesta þjóðmálið sem nú er á dagskrá. Það er mál mál- anna, það er stóra málið. Takist að leysa úr þeim vanda á skyn- samlegan hátt, er framtíð íslend- inga örugg um ókomnar aldir. Mistakist lausnin á þessu máli, þá er ekki líklegt að íslensk þjóð eigi nokkra framtíð. Milli 1880—1900 munu um 20 þús. íslendingar hafa flutt vestur um haf. Þetta var mikil blóðtaka fyrir þjóðina. En mjög margir af þeim mönnum, konum og körlum, er vestur fluttu, hafa, eftir fyrstu þurfi til slíkra ráðstafana. Full- yrða fjölmörg blöð í nágranna- löndum Italíu að „banatilræðið“ síðasta hafi eingöngu verið leik- ur sjálfra Fascista, til þess að fá tilefni til að framkvæma þess- ar nýju kúgunarráðstafanir. — Gott dæmi um yfirgang Fas- cista er það, að aðalblað þeirra heimtar að dauðadómur verði kveðinn upp yfir Nitti, forsætis- ráðherra fyrverandi, samkvæmt hinum nýju lögum sem Musso- lini hefir sett, en Nitti hefir dvalist í útlegð undanfarið. Ætti sú viðbót að fylgja dóminum að Nitti væri réttdræpur hverjum ítala. — Kosningar eru nýlega um garð gengnar á Grikklandi. Fóru þær svo að lýðveldissinnar náðu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða — hinn gamh flokkur Venizelos- ar. Konungssinnar fengu ekki nema um fjórða hluta þingsæt- anna. ■ o- byrjunarerfiðleikana, fengið sæmi legt viðfangsefni fyrir hæfileika sína. Margir þeirra sakna lands- ins, en una vel við persónulegt gengi sitt í Vesturheimi. Ástæðan til Ameríkuferðanna var sú, að fólkið sem óx upp í sveitinni hafði ekki tök á að skapa þar ný heimili eftir þörf- um. Þjóðfélagið gætti ekki skyldu sinnar og svaf. Þá leitaði fólkið þeirra skilyrða til heimilismynd- unar vestanhafs, sem það ekki fann hér heima. Eftir aldamótin stöðvaðist straumurinn til Ameríku. Kaup- túnin mynduðust. Afli þjóðfélags- ins var varið til að auka útveg- inn og koma upp skýlum við sjó- inn fyrir aðkomufólkið. En nú er þessi Ameríka líka að lokast. Og engir skilja það betur en verkamennimir sjálfir. Á fundi í Hafnarfirði í vetur spurði einn af helstu leiðtogum verkamanna tvo Framsóknar- menn, sem þar vora staddir, hvað flokkur þeirra vildi gera til að líf- vænlegra yrði í sveitunum, svo að fólkið streymdi ekki þaðan í at- vinnuleysi og erfiðleika kauptún- anna. Varðskipið Óðixm er nú farið til Khafnar til aðgerðar. Hefir gosið upp sá kvittur að það muni stórgallað til þess verkefnis, er því er ætlað., Hafði það þolað illa sjóa í sumar ef nokkuð var að, m. a. eitt sinn hálflagst á hhðina norður hjá Siglufirði og mun sumum skipverjum hafa þótt tví- sýni á hvort það rétti sig við. Fyrir utan allar aðrar hUðar þessa máls er mjög bagalegt að missa skipið úr strandgæslunni nú, ekki síst þar sem Fálkinn er í lamasessi. Ný bók. Tveir kennarar á Húsa- vík, Benedikt Bjömsson og Egill Þorláksson hafa gefið út úrvals- ljóð handa bömum. Era þar tekin hin léttustu og skemtilegustu kvæði við hæfi bama sem eru að byrja nám. Bókin er með myndum af helstu þjóðskáldun- um, kostar 2,50 og mun fást hjá flestum kaupfélögum og sumum bóksölum. —o——— Framsóknarflokkurinn hefir svarað þessu fyrir sitt leyti. Úr- ræðið er að auka ræktunina í landinu bæði í sveitinni og við verstöðvar og kauptún, þar sem því verður við komið. Jafnframt yrði að f jölga heimilunum í sveit- inni. Og aðferðin við þessa umbót er hin sama og annarstaðar. Ein- staklingamir leggja fram vinnu sína og fé í heimilafjölgunina og ræktunina eftir því sem þeir geta. En þjóðfélagið bætir við, svo sem við þarf en tryggir um leið hag heildarinnar, hindrar fjárbrall, og gróðaspil með hin nýju heimili. Þessi lausn hefir verið fólgin í frv. um Byggingar- og landnáms- sjóð, er eg hefi borið fram á Al- þingi tvö undanfarin ár. I bæði skiftin hafa íhaldsmenn beitt sér móti málinu eftir föngum. I fyrra skiftið vildi forkólfur íhalds- manna láta drepa það strax við fyrstu umræðu. Þó varð það ekki, heldur svæfði stjómarflokkurinn málið í nefnd. I vetur sem leið, feldu íhaldsmenn annað aðalatriði málsins í þinglokin, en svæfðu hitt. — Frá mótstöðumönnum málsins hefir ekki komið nein bending um það hveraig þeir vilji Ný kenslubók. Jónas Jónsson: Dýrafræði, þriðja hefti. Með útkomu þessa heftis er lokið Dýrafræði Jónasar Jónsson ar frá Hriflu. Hefir hann í hjá- verkum unnið að samning kenslubóka handa bömum og ung- hngum. Á milli þess, sem hann hefir starfað í þingdeildum og bæði í ræðu og riti tekið allveru- legan þátt í dagskrármálum þjóð- arinnar undanfarin ár, ásamt skólastjórastarfi sínu, þá hefir hann helgað alþýðufræðslunni hinar fáu tómstundir sínar. Á- vöxtur þeirra stunda era sex kenslubækur, sem út hafa komið eftir hann s. 1. 10 ár. íslandssaga hans hefir þegar verið endur- prentuð oftar en einu sinni og er löngu orðin viðurkend, a. m. k. af flestum, besta kenslubókin í sögu þjóðarinnar handa bömum og unglingum. Má segja, að J. J. beri alþýðu- mentunina jafnt fyrir brjósti nú eins og þegar hann kendi við Kennaraskólann. Eru kenslubæk- ur hahs ljósastur vottur þess. Enda hefir hann jafnan, utan- þings sem innan, verið málsvari alþýðufræðslunnar jafnt og ann- ara menningarmála. Eiga allir unnendur mentunar og lista þar hauk í homi á Alþingi, sem Jónas frá Hriflu er. Get eg þessa hér fyrir þá sök, að mér virðist hér til hafa gætt of mikils tómlætis af hendi sumra kennara viðvíkj- andi kenslubókum J. J., að nota þær eins og þær hafa átt skilið. Er ilt til þess að vita, að átt skuli geta sér stað, að góðum kenslubókum skuli hafnað af sumum foreldram og kennurum af því þeir eiga ekki samleið með höf. í landsmálum. En til þessa veit eg dæmi. Flestir viðurkenna þó, sem skyn bera á þá hluti, að kostir kenslubóka J J. fram yfir samskonar kenslubækur, sem not aðar hafa verið í skólum hér, séu svo augljósir, að ekki verði um deilt. En þrátt fyrir viður- kenda yfirburði kenslubóka þessa höf., er þó enn fjölda af bömum þessa lands boðnir „steinar fyrir brauð“ í skólunum, bragðdauf „ágrip“ fyrir lifandi og ljósar myndir úr lífi manna og dýra. Um þetta þriðja hefti Dýra- fræðinnar má segja hið sama og um hin fyrri: Það hefir alla þeirra kosth Þó hygg eg, að í þessu hefti hafi höf. best tekist. Eg lagði það ekki frá mér fyr en eg hafði lokið við að lesa það til enda. Fanst mér það verulegur skemtilestur. Er næstum sama um leysa vandann. Ameríka er sem betur fer nú lokuð að verða fyrir innflutningi héðan. Helstu kaup- tún landsins bjóða upp á atvinnu- leysi og hallæri nýjum gestum. Þrátt fyrir þetta sér íhaldið ís- lenska enga þörf nýrra úrræða. Það sér ekkert anað en að efna- mennimir sem leika sér með veltufé bankanna, megi ekki leggja á sig ný gjöld til að land- ið verði ræktað og bygt af Is- lendingum sjálfum. Eg hefi við meðferð málsins sýnt og sannað að nábúaþjóðir okkar fjölga árlega heimilum í sveitunum og styðja þá starfsemi árlega með geisimiklum fjár- framlögum. Sama gerir íslenska ríkið við marga starfsmenn sína. Á hverju ári er lánað fé með sérstökum kjörum til að skapa heimili fyrir lækna, sýslumenn og presta. Einn af þeim mönnum, sem mest hatast við að heimila- fjölgun í sveitunum sé styrkt með ódýrum, hagkvæmum lán- um af almannafé, hefir sjálfur beðið um landssjóðslán og feng- ið það með vildarkjörum, 60 þús. kr., til að byggja yfir sig og sína. Fordæmin eru alstaðar um rík-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.