Tíminn - 04.12.1926, Blaðsíða 1
(ÖJaíbfeti
af$rei6&Inví,a&ur 3,'imans «
StgKrjetr
SðftnlnmbsfiéMhm, Rerfj«»tt
X. ár.
~Stf.'a»fari,5áyiiÆi,> ii'ini'iiMigGssMirti'w itnjfíiiririMEwrÉniaisMircga
íltan nrheimi.
Frá Svartliðum á Ítalíu.
Kosningarnar og gengismálið
í Danmörku.
Nýlega hefir amerískur fræði-
maður sem býr á efri árum í
Ítalíu lýst ástandinu þar í bréfi
til vinar síns.
Hann segir að norrænir menn
og Engilsaxar geti alls ekki skilið
í því hversvegna íhaldsstjóm
Mussolinis getur haldið völdum í
landinu. I Ameríku eða Englandi
myndu borgaramir ekki þola því-
líka harðstjóm vikuna út. Nú er
þingið ekki lengur til og eigin-
lega ekkert ráðuneyti. Alt mál-
og íitfrelsi sé upphafið. Ekkert
blað fær að koma út nema það
sé í öllu með stjórninni. Engum
leyfist að finna opinberlega að
neinu sem stjómin gerir.
Hann gefur líka skýringuna á
því hvers vegna þjóðin þolir
þetta gerræði íhaldsmannanna ít-
ölsku. Það er þroskaleysi þjóðar-
innar. Helmingur fólksins kann
hvorki að lesa eða skrifa, og í
félagslegum efnum eru fullorðnir
Italir eins og 12 ára börn í engil-
saxnesku mlöndum.
Annars vex grimdaræði Musso-
lini svo að segja með degi hverj-
um. Nú eru fjölmargir af bestu
mönnum landsins reknir í útlegð
eða drepnir, fyrir það eitt að
vera mótfallnir kúgunarstefnu
íhaldsmanna.
Hins vegar er rétt að geta
þess að mjög mikill hluti þjóð-
arinnar unir stjóm þessari allvel.
Það eru fyrst og fremst þeir,
sem sitja sólarmegin í fjármála-
efnum, því að svartliðar reka í
öllu þeirra erindi. En í spor þeirra
fylgir hinn gerómentaði og þroska
lausi múgur, sem í öllum löndum
myndar helminginn af kjörfylgi
kyrstöðumanna. Því stærri er sá
hópur sem mentun í landinu er
lakari.
Þegar þetta er athugað verður
ljóst, að Spánverjar, Grikkir og
*Pólverj ar geta líkt eftir stjómai--
fonni svartliða. En í betur mentu
löndum álfunnar getur öfgastefna
þessi ekki þrifist. íhaldið í hverju
landi er því sterkara sem mentun
og manndáð er á lægra stigi. —
Ástæðurnar til þess að íhalds-
flokkurinn í Danmörku er tiltölu-
lega veikur em tvær: Fyrst ofsi
og hófleysi flokksins á tímum
Estrup, og í öðm lagi hin góða
almenna mentun í landinu.
Kosningaúrslitin í Danmörku
urðu þau að verkamenn og frjáls-
lyndir mistu 6 þingsæti til and-
ófsflokkanna. Má telja víst að
vinstrimenn eða bændaflokkurinn
taki við völdum með stuðningi
hægrimanna.
Danska sjómin gat að réttu lagi
setið hálft annað ár enn og beðið
kosninga. En af flokksástæðum
mun hún ekki hafa talið holt að
sitja svo lengi, með hundrað þús.
menn atvinnulausa í landinu.
Verkamennimir höfðu eins og
verkamenn og embættismenn á
íslandi vonast eftir að græða á
krónuhækkuninni. En í þess stað
varð gengishækkunin að dráps-
byrði fyrir iðnaðinn. Hvert fyrir-
tækið eftir annað sagði upp fólki
sínu af því ekki borgaði sig að
framleiða með þeim kostnaði sem
Reykjavík 4. desember 1926
leiddi af krónuhækkuninni*). At-
vinnuleysið og vonbrigði danskra
verkamanna og iðnaðarforkólfa
stafa eingöngu af gengishækkun-
inni. Annars hefði verið góðæri
og almenn vellíðan þar í landi.
J. J.
----o----
„Ekki skal gráta Björn bónda,
heldur safna liði“.
Landskj örsatkvæðin voru talin í
fyrradag á lestrarsal Alþingis.
Fóru leikar svo að:
A-listi, Framsóknarflokksins
fékk.............. 6940 atkv.
B-listi, Ihaldsflokksins
fékk..................8514 atkv.
Auðir seðlar vora . . 147 •
Ógildir seðlar voru . . 96
Voru því alls greidd 15697 atkv.
eða réttum 1600 fleiri en í sumar.
Jónas læknir Kristjánsson á Sauð-
árkróki er réttilega kjörinn land-
kjörinn þingmaður í stað Jóns
heitins Magnússonar.
Miklum sigri fagna Ihaldsmenn
yfir þessum kosningaúrslitum,
sem vonlegt er, og víst er um
það, að víða um Reykjavíkurbæ
vom miklar veislur haldnar í
fyrrakvöld þess tilefnis að Jón
bóndi á Ystafelli náði ekki kosn-
ingu.
Vitað var það þegar, þá er séð
var hversu viðraði á kosninga-
daginn, að þessi yrðu úrslitin.
En ýmislegt hefir hjálpað til að
gjöra muninn svo mikinn sem
hann reyndist.
I Þingeyjar- og Múlasýslum
varð kosningaþátttakan stórkost-
lega miklu minni en hún he'fði
orðið ef færð og veður hefði ver-
ið sæmilegt. Er ekki ofhátt áætl-
að að þessa vegna hafi A-listinn
mist á þeim slóðum 12—1500
atkvæði. Annarsstaðar á landinu
hefir veðuráttan ekki haft eins
stórkostleg áhrif. En yfirleitt
hefir þó víðasthvar dregið nokk-
uð úr sókn í sveitunum vegna
veðurs og færðar, og mestu hefir
A-listinn tapað á því.
Annað atriði kemur og mjög
til greina. Samfara landskjörinu
fara fram kjördæmakosningar í
Reykjavík og Rangárvallasýslu.
En það eru hvort um sig sterk-
ustu kjördæmi íhaldsflokksins,
annað kaupstaðar hitt sveitar-
kjördæmanna. I þessum tveim
kjördæmum kusu nú töluvert á
annað þúsund kjósendur fleiri en
í sumar. Vitanlega hefir það
styrkt aðstöðu íhaldsflokksins
stórkostlega að fá svo mikla sókn,
einmitt í þessum kjördæmum.
Loks má vera að fullyrðingar
Ihaldsblaðanna um óeðlilegt sam-
band milli Framsóknarflokksins
og verkamanna hafi fælt ein-
hverja bændur frá að kjósa eða
varpað þeim, í þetta sinn, í fang
íhaldsflokksins. Og þó er næsta
ósennilegt að svo hafi verið. ó-
sannindin um skoðanaafslátt
Framsóknarmanna voru opinber
og blekkingamar um sameiningu
*) Ilinn 14. okt. 1926 skrifar norskt
heildsölufirma íslenskum viðskiftavin:
Norska krónan hefir í gœr og dag
hækkað um 10%. þetta hefir orsakað
skelfingu í fjármálum landsins, en
kemur þó mest við framleiðendur, er
selja til útlanda.
og samvinnu flokkanna voru svo
hlægilega vitlausar, að fáir hafa
látið af þeim taslast. Var og eftir-
tektavert að sjá að fyrrihluta
kosningahríðarinnar, meðan gert
var ráð fyrir að íhaldsblöðin
næðu alment út til bænda, var sí-
felt á því alið hve svívirðilegt
það væri fyrir bændur að þiggja
atkvæði verkamannanna handa
bónda. En síðustu dagana kvað
við alt annan tón. Þá gengu
íhaldsblöðin á biðilsbuxunum til
verkamanna og reyndu að sýna
þeim fram á að bændur væru
miklu verri í þeirra garð en I-
haldsmenn. Væri gengismáhð
stærsta máhð nú á dagskrá þjóð-
arinnar og í því máli ættu Ihalds-
menn og verkamenn samleið.
Hefir Tíminn enga aðstöðu til að
vita hvem árangur sú bónorðs-
för hefir borið.
En einsdæmi mun það vera í
stjórnmálabaráttu sem Ihalds-
menn gerðu: annarsvegar að gei’a
Framsóknarmenn tortryggil^ga
fyrir að vilja taka á móti atkvæð-
um verkamanna handa bónda,
hinsvegar að sækjast sjálfir afar-
fast eftir að fá þau atkvæði og
bera fram þau rök, að málefn-
anna vegna ættu verkamenn
heldur að kjósa Ihaldsmann.
— Svo má skýra úrslit lands-
kjörsins, en undir engum kring-
umstæðum má draga fjöður yfir
það að þau eru mikill sigur fyrir
Ihaldsflokkinn. Verða allir, frjáls-
huga menn á Islandi að gera sér
það ljóst að seigt mun íhaldið
reynast, og að þess mun gerast
þörf að taka á því sem til er til
þess að ríða það niður.
Munu Ihaldsmenn að sjálfsögðu
leggja það svo út að þessi úr-
slit þýði samþykki kjósenda á
stefnumálum íhaldsflokksins:
1. Hækkun nefskatta, en íviln-
un handa hinum tekjumestu.
2. Stofnun varalögreglu.
3. Áframhaldandi vöxtur kaup-
túnanna en hnignun sveitanna.
4. Hækkun krónunnar upp í
gullgildi.
5. Aukning kaupmannaverslun-
ar og afnám samvinnulaganna.
— svo að nefnd séu fáein at-
riði. Skera kosningar úr því
næsta haust, en varla koma
Ihaldsmenn þessu í framkvæmd á
næsta þingi.
---
Heimilafjðlgunin.
Það er undarlegt hvað lengi
jafnvel hinar einföldustu og sjálf-
sögðustu umbætur eru að ná
þeirri viðurkenningu, sem þær
ættu að geta hlotið þegar í stað.
Eitt af þeim málum er fjölgun
heimila í sambandi við ræktun
landsins.
Nauðsyn sú, sem eftir rekur,
er mikil. Á hverju ári yfirgefa
nokkur hundruð ungir menn og
ungar stúlkur hér á landi æsku-
heimilin og halda í einkonar út-
legð. Foreldramir sitja eftir
stundum býsna fámenn. Þau
finna djúpt til yfir missinum.
Þau vita að bömin koma ekki aft-
ur heim nema til skammvinnra
heimsókna. Oft vita foreldramir
að börnin fara sámauðug. En þau
hafa ekki getað myndað heimili í
átthögunum. Þess vegna leita
þau burtu og koma ekki aftur.
Þetta kemur af því að hið ís-
lenska þjóðfélag hefir vanrækt
skyldu sína í þe’ssum efnum.
Það hefir greitt götu Guðmundar
sýslumanns í Borgamesi. Honum
hefir landið lánað 60 þús. kr. til
heimilismyndunar með vildar-
kjörum. Það byggir yfir fjölda af
starfsmönnum ríkisins. En hið
íslenska þjóðfélag hefir alveg
gleymt að það þarf líka að greiða
götu annara bændabama til að
mynda heimili, heldur en þeirra,
sem eru hjá landinu og fá þaðan
kaup sitt.
I Danmörku hjálpar ríkið til að
fjölga heimilum í sveitum 1600—
2000 árlega. I Noregi fjölgar um
1000 heimili að meðaltali. Þar
með eru eingöngu talin þau býli
þar sem fólkið lifir eingöngu af
ræktun. En á íslandi hefir býlun-
um fækkað síðan um 1700. Á
hinni mestu hörmungaröld, sem
yfir landið hefir dunið, voru fleiri
heimili, þar sem fólkið hfði af
ræktarlandi, heldur en þegar Is-
land varð fullvalda „ríki“ 1918!
Þó er sannað að heimilunum
getur fjölgað hér eins og í ná-
búalöndunum. Það þarf aðeins að
hlynna að þessari umbót hér eins
og þar.
I Noregi hafa þeir sem bygðu
og ræktuðu ný býli fengið með
sérstaklega góðum kjörum frá
einskonar „byggingar og land-
námssjóði“ þar í landi 9000 kr. í
það landnám sem að mati kost-
aði 10,000. I Danmörku kosta hin
nýju heimili, með þægilegum
húsakynnum fyrir einyrkja oft
um 20 þús. kr. Og þetta geta þeir
menn bygt, sem sjálfir hafa 2—3
þús. kr. fram að leggja.
En hvernig geta bændasynirnir
á Islandi fetað’í fótspor einyrkj-
anna í Noregi og Danmörku, sem
á þennan hátt finna „Ameríku“ í
sínu eigin landi? Þeir fara í Veð-
deild. Hún getur ekki veitt þeim
eina krónu. Þeir fara í Ræktunar-
sjóðinn. Sama svarið. Hann er
sniðinn eftir þörfum bænda sem
eiga fasteignir. Svo mikil vand-
kvæði eru í þessum efnum að
ungur og duglegur maður á
Austurlandi, sem hafði vilja og
getu til að rækta land og koma
sér upp býli í sveit, en fékk
hvergi lán, af því hann átti að-
eins vinnuafl sitt, skrifar í öng-
um sínum útgerðarmanni* í Rvík,
sem hafði ástæðu til að halda,
að vildi leggja peninga í þvílíka
ræktun og biður hann að lána
sér 10 þús. kr.
Af skiljanlegum, en leiðinleg-
um ástæðum hafði útgerðarmað-
urinn ekki svarað bréfinu, þegar
síðast fréttist. — Og hann gerir
það sennilega aldrei.
Nei, hér er ekki nema ein leið
að hrinda þessu máli í fram-
kvæmd. Hún er sú að landið
leggi til muna fé í þessa heimila-
fjölgun eins og allar aðrar frænd-
þjóðir okkar gera. Jón Þorláks-
son segir að vísu, að bændumir
eigi að hafa svo næma sómatil-
finningu að þiggja engin slík vil-
kjör frá landinu. Þá verði þeir
sveitarómagar. En úr því að Jón
hefir sjálfur stutt að því að gera
sýslumanninn í Borgarnesi að
þvílíkum skjólstæðingi ríkisins, og
* Athugasemd við píslarsögu Ólafs
Thórs um að útgerðarmenn hér greiði
of háan tekjuskatt, kemur í næsta
blaði. J. J.
Cim*«s er i 3ambatt6síjáfiitui
CDptn ðoglega 9—I* b- f-
5fmi 49®-
54. blað
styður árlega marga aðra em-
bættismenn landsins til með
hlu^nindum af almannafé hlið-
stæðum þeirra sem hér er talað
um til heimila handa nýjum
bændum, þá fer félagsskapurinn
við hina nýju sveitarlimi ráðherr-
ans að verða svo fínn, að varla
getur óttinn við nafnið fælt menn
frá að ganga hér sömu braut og
nánustu frændþjóðir okkar hafa
farið.
Feður og mæður kveðja árlega
mörg hundruð böm sín sem vildu
vera kyr og gætu verið kyr í
sveitinni. En þetta fólk hefir ekki
enn lært að þekkja mátt sinn.
Ef það hefði þann manndóm til
að bera að það vildi knýja á dym-
ar eins og sýslumaðurinn í Borg-
arnesi eða presturinn á Mælifelli,
þá yrði lokið upp fyrir þeim líka,
alveg eins og gert hefir verið í
nábúalöndunum. Hér er ekki um
neinn galdur að ræða, ekkert ann-
að en að sýna kjark og manndóm
á réttum stað. J. J.
-----o----
Stúdentablað gaf stúdentaráð
háskólans út að vanda 1. des.,
sjerlega fjölbreytilegt að efni og
skemtilegt. P. E. Ó. prófessor
ritar stutta minningargrein um
Eggert ólafsson á 200 ára af-
mælinu, kjamyi’ta og prýðilega.
Yngri stúdentarnir leggja til
margbreytilegt efni, bæði 1
bundnu máli og óbundnu og einn
þeirra, Þorvaldur Blöndal, sonur
Jóns heitins læknis í Stafholtsey
birtir karlakórslag við vísu eftir
Þorstein Erhngsson, prýðilega
gott. Þá em í blaðinu ágætar
gamanmyndir eftir Tryggva
Magnússon málara frá Hólmavík,
hinn stórlega listfenga mann og
er honum þó altaf að fara fram
og eftir Eyþór Gunnarsson lækna-
nema. Mun engan iðra sem eign-
ast þetta blað.
Eggertsminning. Út kom á 200
ára afmæli E. Ó. í fyrradag,
mjög stórt og myndarlegt mixrn-
ingarrit um hann eftir Villijálm
Þ. Gíslason magister, á forlag
Þorsteins Gíslasonar. Er allur frá
gangur bókarinnar svo vandaður
að af ber. Styrkur hefir verið
veittur til bókarinnar bæði af E.
ó. nefndinni og af landsstjóm-
inni.
Vínsmyglun. Um síðastliðna
helgi var Þór, sem þá lá á Isa-
firði, kallaður til Bolungarvíkur.
Þar lágu þá margir togarar
veg'na illveðurs og hafði hrepp-
stjórinn á Bolungarvík komist að
því að víni hafði verið smyglað
í land. Skipstjórinn á Þór fór um
borð í þýskan togara, sem hann
grunaði sérstaklega, en skipstjóri
neitaði harðlega að hafa fengist
við smyglun. Togarinn var þó
fluttur til Isafjai’ðar, þar eð út-
búnaður veiðarfæra var ólöglegur
og hefir hann nú verið dæmdur í
2000 gullkróna sekt. Maður sá er
sagður var eiga vín það, sem flutt
var í land er í gæsluvarðhaldi.
Bátur ferst. Vélbáturinn Bald-
ur úr Reykjavík fór út á veiðar á
mánudagsmorgun og þareð ekki
spurðist til hans á þriðjudag var
„Suðurland“ fengið til að leita,
komst það vestur fyrir Akra en
varð einskis vart. Er nú talið von-
laust um að báturinn komi fram.
Skipverjar vom 4, var formaður-
inn kvæntur og þriggja bama
faðir.