Tíminn - 18.12.1926, Síða 1

Tíminn - 18.12.1926, Síða 1
(Sjaíbfeti afgr«t6sluí*'ai»ur £íma»i « 5i®ur§«tr ^tt&rifsfan, Sambím&sfjásiwn, ReYfjat»fI ^fgteiböía C f m «tt s er i Samhanfesljófmu] (Dptn hogk^a 5—f). f. 5irni <196. X. ár. Reykjavík 18. desember 1926 56. blað Lífsábyrgðarhlutafélagið „THULE“ Stokkliólmi. BÓNUS fyrir árið 1925 er kominn, og greiðist daglega hjá aðalumboðsmanni félagsins á íslandi, A. V. Tulinius í Eimskipafólagshúsinu nr. 25, gegn afhendingu arðmiða. Reykjavík hinn 17. desember 1926. A. V. Tulinius. Framsóknarfél. Reykjavíkur heldur fund næstkomandi þriðjudag í Sambandshúsinu kl 8 ’/j síðdegis. Fundarefni: Járnbrautarmálið. Málshefjandi Jónas Jónsson frá Hriflu. Tveir dómar. Síðan dómsvaldið var flutt inn í landið 1919, munu tveir af dómum hins nýja hæstaréttar hafa valdið mestu umtali, og eru líklegir til að valda straumhvörf- um í löggjöf og að einhverju leyti í réttarfyrirkomulagi lands- ins. Hér er átt við dóminn út af pésum B. Kr. og máhð út af hrossakaupum Garðars Gíslasön- ar 1924. Sambandið hóf skaðabótamál á B. Kr. en hann var sýknaður af þeirri kröfu í undirrétti og hæstarétti. Viðurkent var að mik- ið af orðum hans væru ósönn og meiðandi og þau dæmd ómerk. En báðir réttimir töldu ekki sannað, að Sambandið hefði beðið f járhagsskaða af pésunum. Þess- vegna yrðu ekki dæmdar skaða- bætur. Garðar hóf skaðabótamál sitt gegn Tímanum út af nokkrum greinum er leiddu af hrossaút- flutningi Garðars að vetri til. Theodór Ambjamárson ráðunaut- ur vítti vetrarútflutninginn og vetrarrekstur hrossa um landið, frá sjónarmiði mannúðar og mildi við dýrin. Garðar lét svara með skætingi og grobbi. Varð þá nokkur deila um hrossaverslunina yfirleitt. Skrifuðu í Tímann kaup- félagsstjórar, bændur og ýmsir aðrir áhugasamir samvinnumenn. Þótti þeim bændum hafa reynst betri verslun kaupfélaganna með hross heldur en Garðars. Ritstjóri Tímans lagði ekki til málanna. Honum eða blaði hans stóð eng- inn persónulegur hagur af hrossa- kaupunum, á einn eða annan veg. En hann mun hafa álitið skyldu sína við málstað sveitanna, að taka greinar er virtust líklegar til að styðja atvinnurekstur bændanna, jafnt í hrossarækt sem öðru. Ummæli þau sem þessi tvö mál hafa risið út af, eru býsna ólík. B. Kr. undirbýr skipulags- bundna herferð á hendur kaupfé- lögunum, gefur svo að segja á hvert heimili landsins ritling, þar sem því var haldið fram, að Sam- bandið, stærsta verslunarfyrir- tæki bænda, hefði verið stofnað í illum tilgangi og af illum mönn- um. Flestir félagsmenn þess væru ginningarfífl og í mikilli hættu. Viðskiftamenn Sambandsins væru 1 stöðugri hættu ef þeir ættu hjá því. Ráðið væri að félags- menn sundruðust. En ef þeir, gerðu það ekki, ætti löggjöfin að taka í taumana og drepa fyrir- tækið. Hér var um fyrirfram ráð- gerða árás að ræða, sem stefndi beinlínis í þá átt að eyðileggja Samb’andið. Greinarnar um hrossaverslunina frá hendi hrossaráðunautsins, eru eingöngu dýravenidunarmál, og halda á- fram sem almenn umræða um verslunarmálið. Margir menn skrifa um hrossaverslunina án þess að vita hver um annan, en byggja greinar sínar á hinu yfir- lætisfulla sjálfshóli Garðars, sem hann keypti inn í blöðin. Bæði málin dæmdi í undirrétti Jóhannes Jóhannesson. En vegna anna sinna við ýmislegt, sem ekki kemur dómarastörfum við, mun hann hafa látið Einar Am- órsson gera báða dómana, en síð- an litið yfir verk hans og undir- skrifað það. Þetta er undarleg ráðabreytni, þar sem Einar er há- skólakennari í lögum og vara- maður í hæstarétti. Gat hann því dæmt málið í báðum réttum, ef ekki hefði verið almenn vitneskja um þátttöku hans í tfndirdómn- um. Einar og Jóhannes og síðan hæstiréttur sýknuðu Björn af skaðabótum. En vafalaust myndi engum af þessum 7 mönnum, er gerðu þá dóma, hafa komið til hugar að neita að tilgangur B. Kr. var að eyðileggja Sambandið. Þeir létu það óumtalað, en sýkn- uðu hann vegna þess að tilraun- in hafði ekki tekist. Pétur Magnússon frá Gils- bakka flutti málið fyrir Tímann. Hann sannaði fyrir báðum rétt- um, að Garðar hefði engan skaða beðið á hrossaverslun sinni 1924 af hinum almennu umræðum. Garðar fékk það ár tiltölulega meira en Sambandið af hestum, miðað við 1923. Auk þess tapaði Garðar að eigin sögn um 70 krón- um á hverjum hesti 1924. Ef greinar Tímans hefðu minkað hrossakaup Garðars 1924, þá gat Garðar ekki annað en skoðað það, sem happ, eins og þá stóð á. En nú sannaðist ekkert slíkt. Krafa Garðars var því sjálfíallin, á tjóni því er hann og allir aðrir' útflytjendur urðu fyrir á hross- um 1924. Hann hafði þar að auki fengið vel sinn hluta hrossa- magnsins árið 1924, miðað við aðra útflytjendur þá og árið áður. Pétur Magnússon krafðist því, að Tíminn yrði algerlega sýknað- ur, og benti á hvaða réttargrund- völl hæstiréttur hefði lagt í B. Kr. málinu. Umræður um verslun sem ekki leiddu af sér sannan- lega skaða, væru ekki skaðabóta- skyldar, að mati hæstaréttar. Hæstiréttur játaði nú að hvorki sannanir eða líkur væru fyrir að hrossaverslun Garðars hefði lið- ið við umræðumar. En hann taldi ^sennilegt að verslun hans yfirleitt kynni að hafa liðið. Þess vegna. dæmdi hann Tímann til að greiða 5000 kr. í skaða- bætur. Jóhannes Jóhannesson og Einar Arnórsson höfðu í undirrétti komist að þeirri niðurstöðu, að Tíminn ætti að greiða 25 þús. kr. Jóhannes birti þann dóm eiginlega í tvennu lagi. Fyrst á venjulegan hátt, en auk þess einskonar opinbera tilkynningu fyrir munn V. St. í Mbl., um að sektin væri í sjálfu sér of há. En það væri Pétri Magnússyni að kenna. Hann hefði ekki mót- mælt skaðabótaupphæðinni. Hæstiréttur vítti Jóhannes Jó- hannesson fyrir þessa viðbótar- skýringu og taldi hana alranga. Undirdómurinn sýnist hafa haft of lítinn tíma til að rannsaka málið. Bæði Einari og Jóhannesi hefir yfirsést. Garðar hafði ein- mitt óskað eftir að dómarinn skyldi meta bætur „alt að 25 þús. kr.“. Sést af þessu annríki Jóhann- . esar við pólitík og ýms önnur störf. Birting hans á dómsskýr- ingum í Mbl. og hin ástæðulausa árás á Pétur Magnússon, stafar sýnilega af því, að hann og lög- fræðingur sá, er hann lætur starfa að málunum á sína ábyrgð út í bæ, verja ekki nægum tíma til starfsins. í hæstarétti hafði Garðar ræðu sína skriíaða og var oröbragðið engu likara en Páli á Þverá væri að skrifa biað sitt, Storm. Egg- ert Briem dómstjóri vitti Garðar ekki lyrir þessa framkomu og lieidur ekki fyrir að ráðast á óviðkomandi og óstefnda menn, t. d. Tiieodór Arnbjarnarson. Bjuggust allir við, er á hlýddu, að Garðar yrði sektaður fyrir málíærsluna. En svo varð ekki. Teija kunnugir það stafa af því, að rétturinn hafi ekki gert sömu kröfu til mentunar og þekkingar á almennum mannasiðum hjá Garðari, eins og málfærsiumönn- um hæstaréttar. Niðurstaðan er þá sú að hæstiréttur dæmir tvo dórna, sem sýnast vera í algerðu ósamræmi hvor við annan. B. Kr. er sýknað- ur fyrir tilraun sína að fá fé- lagsmenn til að leggja Samband- ið niður eða ef það mistækist, þá er löggjafanum bent á að eyði- ieggja það með landslögum. En Tíminn er sektaður fyrir tiltölu- lega hógværar greinar um einn þátt í verslun Garðar. Það sann- ast, alveg skýlaust að dómi hæstaréttar, að krafa Garðars um skaðabætur út af þessum lið (og hann gaf tilefni til málaferlanna) er óréttmæt og órökstudd. Samt eru honum dæmdar bætur af því hann kynni að hafa skaðast á öðrum liðurn verslunar sinnai’. Jón Ásbjömsson, talsmaður B. Kr., hélt því fram til vamar skjólstæðingi sínum að það mætti segja margt og mikið um kaupfé- löofn og Sambandið, án þess að það varðaði við lög. Þau værf ekki á sama hátt vemduð af friðhelgi laganna eins og einstakir atvinnu- rekendur, víst þar með talin gróðafélög. Þetta átti að afsaka og gera ósaknæmar hinar svæsnu, ósönnu og illgirnislegu árásir B. Kr. á samvinnufélögin. Nú virðist mörgum sem hæsti- réttur telji að talsmaður B. Kr. muni hafa haft lög að mæla. Dóm- arnir tveir virðast í algerðu ósam- ræmi að niðurstöðu, nema ef lög- gjöfin er mismunandi. En séu samvinnufélögin réttlaus gagn- vart mótblæstri eins og þeim sem B. Kr. efndi til, þá verður sá dóm- ur fyllilega skiljanlegur. Við frek- ari meðferð málsins kemur í ljós hvert er eðli og andi löggjafai- innar í þessum efnum. En sé gengið út frá kenningu Jóns Ásbjörnssonar, þá er lög- gjöfin að þessu leyti í meira lagi misjöfn, samvinnufélögunum í óhag, og það svo að þau munu tæpiega geta viö unað án þess að iáta hreyfa mótmæium á Alþingi. Benniiega neyðast samvinnufélög- in þá til að hefja sókn um jaín- rétti'A við keppinauta sína kaup- mennina og hlutafélögin. Hugsan- legt er líka að gera þurfi aðrar umbætur á löggjöfinni í náinni framtíð, t. d. gei’a ólöglærðum málfærslumönnum skylt að fylgja háttum vel siðaðra manna fyrir hæstarétti. Þá sýnist sjálfgeíið að letta þurfi einhverjum auka- störfum af undirdómaranum í Rvík. Afall það er liann hefir orð- ið fyrir í sambandi við hina mið- ur vel grunduðu orðsendingu í Mbl. sannar, þótt ekki séu tekin fleiri atriði í sambandi við Garð- arsmálið, að hann hefir ekki, með- an á þingi stóð, haft nægilegan tíma og næði til að athuga máls- gögnin. Þetta er áþreiíanlegt, þeg- ar þess er gætt, að sú lögfræði- lega aðstoð sem hann hefir trygt sér, hefir líka orðið honum ónóg að þessu sinni. Ekki er ósenni- legt, að við meðferð málsins í þinginu á næstu árum kunni að rifjast upp fleiri þættir viðvíkj- andi dómaskipun landsins, þar sem ástæða sýnist til umbóta. Sérstaklega er það ljóst þeim sem þetta ritar, að þar má nokkru áorka. Er jeg kom fyrst með frv. mitt um að spara landinu 20— 30 þús. krónur árlega með fækk- un starfsmanna í hæstarétti, mætti sparnaður þessi allmikilli mótspyrnu. En árið eftir komu helstu mótgangsmenn hugmynd- arinnar yfir á mína hlið. Og nú í ár kemur sparnaður þessi veru- lega til framkvæmda. Landssjóður uppsker nú í ár svo að um munar af hagsýni okk- ar Tímamanna, en hiklaust má vænta, að ekki verði þar látið staðar numið. J. J. ----0----- Stokkseyrarbruninn. Ekki hefir enn orðið upplýst hver hafa ver- ið upptök eldsins á Stokkseyri. En fyrst varð eldsins vart í búð sem menn héðan að sunnan höfðu tekið á leigu. *) Ilér er skortur á meir en jöfn- uði, ef kenning J. Á. er rétt, þegar borin eru saman hin mildu ummæli Tímans um hrossaverslunina og pésar B. Kr. Siðfræði eftir próf. Á. H. Bjarnason. í fyrra kom út fyrsta hefti siðfræðinnar. Nú er annað heftið nýkomið.' Þriðja og síðasta heftið kemur að ári. Menn ættu að kaupa heftin jafnóðum og þau koma. Nægilegt umhugsunarefni fyrir heilt ár er í hverju hefti, og betur þó. 1 því er verðmæti slíkrar bókar fólgið, að vekja til umhugsunar. Rökstuddar skoðan- ir um siðferðileg efni eru hverj- um manni nauðsynlegar og þjóð- félaginu í heild sinni. Prófessor- inn á því þakkir skyldar fyrir þessa ágætu bók. 1 fyrra heftinu var rakin safea siðalærdómanna. Annað heftið er* aftur um höfuðatriði siðfræðinn- ar. Höfuðkaflamir eru níu tals- ins. Skal hér birt yfirlit yfir einn kaflann, sem fjallar um hinn sið- ferðilega mæhkvarða: 1. Hinn siðferðilegi mælikvarði. 2. Siða- lög. 3. Siðaboð. 4. Kynstu náttúr- unni. 5. Kynstu sjálfum þér. 6. Hafðu stjóm á sjálfum þér. 7. Gættu sóma þíns. 8. Vertu trúr, dyggur og áhugasamur. 9. Finn þú köllun þína og ræk hana. 10. Vertu ættrækinn og heimilisræk- inn. 11. Vertu þjóðrækinn. 12. Vertu orðheldinn og ráðvandur. 13. Ástunda réttlæti og mannúð. 14. Vertu góður og guðrækinn. 15. Siðaboðið samfelt kerfi. Munu allir finna af þessum fyrirsögn- um, að efnið á erindi til þeirra. Til sýnis skal hér birt sjöunda greinin um að gæta sóma síns: „Þá er stúlkur skrýðast skart- klæðum til þess að fara á dans- leika eða á hátíðlegar samkom- ur, gæta þær þess alla jafna að koma ekki við neitt, sem óhreint er, stíga ekki í poll eða önnur óhreinindi, svo að hvergi sjái á þeim blett eða hrukku. Á líkan hátt er þeim kent að gæta sóma síns. Sál þín, einkum á meðan þú ert ungur og fullur eftirvænting- ar eftir gleðileikum lífsins og hátíðabrigðum þess, ætti að vera slík hátíðabúin vera. Gættu þess því að flekka hana ekki né ytri búning hennar, líkamann, með því að ata þig út á saurugum at- höfnum eða með því að láta ljótar hugsanir og ljótar til- hneygingar setjast að 1 huga þín- um og hjarta. Sérstaklega ber þér þó að gæta þess að glata ekki drengskap þínum né heldur lífsláni annarar manneskju með framferði þínu. Haltu því orð þín og eiða, er þú hefir bundist þeim, en farðu varlega í því að lofa, og farðu varlega með fjöregg annara manna, lífslán þeirra. Minstu þess, sem meistari sáln- anna sagði: Hvað stoðar það manninum, þótt hann eignist all- an heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni. En slíkt sálartjón hlýst af hverri þeirri athöfn, sem mann iðrar eftir alla daga. Sá sem glatað hefir, hvort heldur er drengskap sínum eða heiðri, hefir glatað því dýnnætasta, sem hann á. En sá sem heldur sæmd sinni og heiðri óskertum, getur litið dj arfmannlega upp á hvem mann og sagt: Eg er maður! — Þó er mun hægra að segjast vera mað- ur heldur en að vera það í raun og sannleika, því ekki reynir á kappann fyr en á hólminn er Framh. ó 4. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.