Tíminn - 08.01.1927, Blaðsíða 1
Reykjavík, 8. janúar 1927
VIÐVÖRUN.
Með því að allískyggilegt útlit er fyrir,
að atvinna hér í bænurn á komandi vetr^
arvertíð verði af skornum skamti, eru utan-
bæjarmenn, samkvæmt ályktun bæjarstjórn-
arinnar, hérmeð varaðir við að sækja
hingað til bæjarins í atvinnuleit á þessum
vetri.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði hinn 5. janúar 1927.
3Kagnús Jónsson.
©iaíbícri
og afgreiðslumaður Cimans er
Rannneig þorsteinsöóttir,
Sambanösljúsinu, Keyfjauíf.
XI. ár
Utan úrheimi.
i'iamlbr í íiugustinui.
iiikid eru iiöin 20 ár siöan
ijisu maöux-inn Xiaug yíir Erm-
arsund og niaut iieimsirægö aö
iaunum. mn á í>eim stutta tnna,
sem siöan er liöinn, haía iram-
rajrir í iiuglistinni veriö ótrúiega
nukiar. ínu geta menn jaínvei bu-
íst viö aö i>eir tímar muni koma,
pegar riugvéiar veröa jafn al-
menn iarartæki eins og biíreiöar
eru nú. iyrir islenúmga geta
iiugvéiarnar oröið aö ómetamegu
gagm og er því fuil jþörf á að
iandsmenn fylgist með öllum
nyjungum i þessu efni.
INu er svo komiö, aö heita má,
aö íastar ííugíerðir séu nhih allra
iieistu oorga áifunnai'. Um 80
íastar „hnur-< eru starfræktar í
rivropu og á hverjum sumardegi
rara fiugvéiar hinna ýmsu féiaga
ridO pus. km. milii borga og bæja
meö farþega, póst og annan flutn-
ing. riin tíðfarnasta loftieiöin er
miiii riondon og Parísar og fer
fjöldi manns þá leið á hverjum
degi. Frá lieisingfors er flogið tii
btokiviLÓlms, þaðan til Gauta-
borgar, Kaupmannahafnar, Ham-
borgar, Amsterdam, Bryssel og
Pansar. A sama hátt liggja flug-
iinur milli stórborganna í allar
aðrar áttir.
Menn gera yfirleitt ráð fyrir
að íiugferðir séu hættulegar, en
það er varla rétt að svo sé. Eft-
ir nákvæmum skýrslum frá mörg-
um iöndum virðist niðurstaðan
vera sú, að minni hætta sé að
fara með farþegjaflugvél heldur
en bifreið, eítir sæmilega fjöl-
förnum vegi.
Næst er kostnaðurinn. Exm er
nokkru dýrara að fara með flug-
vél, en járnbrautariest, en sum-
staðar er þó munurinn næsta ht-
ill. Þannig er talið, að lítill mun-
ur sé á kostnaði við að fara með
flugvél og lest milli Hamborgar
og Kaupmannahafnar, enda nota
ferðalangar sér mikið að fljúga
þann spotta, því að miklu munar
á tímaeyðslunni.
Úr þessu fer varla að verða
vansalaust fyrir íslendinga að
koma ekki á flugferðum irman-
lands. Er þar mest þörfin með
póstflutning, og þar næst með
farþega.
Þar sem þétt jámbrautamet
eru spent milli allra borga og
bæja eins og víðast er 1 hinum
þéttbygðari löndum álfunnar má
segja, að flugvélarnar séu ekki
beinlínis óhjákvæmilegt sam-
göngutæki. En hér á Islandi eru
samgöngur allar og einkum póst-
málin í því niðurlægingarástandi,
sem ekkert hliðstætt dæmi er til
um nú á dögum, hjá þjóð sem
vill telja sig tilheyra hinum sið-
aða heimi. Það ætti þess vegna,
að verða eitt af fyrstu verkum
næstkomandi Alþingis, að hrinda
ílugmálinu áleiðis, helst með ■ því
að fá hingað æfða erlenda flug-
menn og láta þá síðan kenna
dugandi mönnum fluglistina. Mun
síst þurfa að kvíða því, að hér
yrði skortur á hæfum flugmönn-
um. Enda mun mikils við þurfa
hér, því að óstöðug veðurátta og
landshættir munu hér á landi
valda flugmönnum allmikilla erf-
iðleika, sem. minna gætir í sum-
um nágrannalöndunum. En sama
má segja um siglingar hér við
land og hefir þó sjómannastétt-
inni tekist að sigra örðugleika.
J. J.
----o—■—
Meirl bylting.
Forsætis- og fjámálaráðheri--
ann kvaddi gamla árið með langri
grein, í Morgunblaðinu sínu
danska, á gamlársdag.
Hann ber sig bara vel yfir
fjárhagsástandinu íslenska. Hann
er kominn í sömu kringumstæð-
um og braskarinn, sem þorir ekki
að banna sér, og má alls ekki
kannast við hvemig komið er
fyrir honum.
Eftir alt gumið um „viðreisn
fjárhagsins”, sem hefir verið lát-
ið kveða við í Ihaldsherbúðunum
lengst af alt árið, hefði það og
stungið mjög í stúf hefði ráð-
herrann alt í einu um áramótin
farið að segja satt um fjármála-
ástandið eða réttara sagt óstand-
ið, undir stjórn hans.
„Viðreisn fjárhagsins" hjá
Ihaldsflokknum og Jóni Þorláks-
syni sérstaklega er sú að þeim
hefir tekist að snúa góðæri í
illæri. Með fádæma gálauslegum
og vanhugsuðum ráðstöfunum
hefir þeim tekist að koma ís-
lenskum atvinnuvegum á kné,
svo að nú er meiri skortur og
vandræði í landinu, en nokkru
sinni fyr á þessari öld, og hinir
allra alvarlegustu tímar fram-
undan.
Slagorðið um „viðreisn fjár-
hagsins" af íhaldsflokksins hálfu,
er stærsta þjóðlygin sem sögð
hefir verið á þessum mannsaldri,
því að það er ekki nóg með það,
að fjárhagurinn hefir ekki verið
reistur við, heldur hefir beinlín-
is það gagnstæða verið gert.
Fjármálaráðstafanir Jóns Þor-
lákssonar hafa beinlínis borið a.
m. k. annan hvern atvinnurek-
anda á landinu út á kaldan klaka,
og komið með hörmungar at-
vinnuleysis og skorts heim í stofu
hjá miklum meiri hluta verk-
manna.
Þessarar „viðreisnar fjárhags-
ins“, verður minst lengi, eins og
sumra annara mestu hörmunga-
tíðinda í sögu þessa lands. —
En Jón Þorláksson segir það
greinilega í þessari Morgunblaðs-
grein, að hann ætlar ekki að láta
sitja við það sem orðið er. Hann
hefir sem sé ekkert lært af þeim
hörmungum, sem hann hefir leitt
yfir landið.
Hann tilkynnir það, sjálfur for-
sætis- og fj ármálaráðherrann, að
héðan af sé ekki um annað að
ræða en að halda áfram að hækka
verðgildi krónunnar, uns hún hef-
ir náð gullgildinu gamla, þ. e. að
breyta verðgildi peninganna enn
um c. fimta part.
Slík yfirlýsing forsætisráð-
herra, mundi þykja alveg óverj-
andi annarsstaðar en á íslandi og
ef Jón Þorláksson nyti sama
trausts og virðingar og forsætis-
ráðherrar annara landa, þá myndi
slík yfirlýsing sem þessi, fá mjög
alvarlegar afleiðingar.
Slík yfirlýsing býður útlendum
„spekúlöntum“ upp á stórgróða.
Einfalt dæmi er það að útlend-
ur „spekúlant" hefir einni miljón
sterlingspunda yfir að ráða til
þess að nota í þessu skyni. Hann
kaupir íslenskar krónur fyrir og
leggur inn í banka hér. Rúmar 22
miljónir króna fær hann fyrir.
Fyrir atbeina Jóns Þorláksson-
ar og með stuðningi af þessari
„spekúlatíón“ útlendingsins hækk-
ar svo íslenska krónan í gullgildi:
sterlingspundið kostar þá rúm-
lega 18 krónur.
„Spekúlantinn*1 útlendi flytur
heim sína eina miljón sterlings-
punda, og á þá enn eftir að flytja
heim líka, ef hinn vill, fjórar mil-
jónir íslenskra gullkróna, sem eru
hreinn ágóði hans, af því að hafa
lagt út í þessa „spekúlatíón“,
samkvæmt bendingu forsætisráð-
herrans.
En ekki skal það fullyrt hér að
það sé beinlínis meining forsætis-
ráðherrans að bjóða útlendum
fjái'plógsmönnum upp á þetta og
að hvetja þá til þess.
En forsætisráðherra landsins
verður að tala varlegar en aðrir
menn. —
Hin hlið málsins er sú, að það
er nú opinberlega yfiriýst af þeim,
sem á að vera mest að marka, að
honum, og flokki hans, þykir ekki
nóg að gert enn um bölvun geng-
ishækkunarinnar.
Undir eins og færi gefst á að
leggja enn á ný drápsklyfjar á
atvinnuvegina með álíka mikilli
gengishækkun og varð í fyrra.
Aftur á að skattleggja atvinnu-
rekendur um 20%. Aftur á að
búa til atvinnuleysi og skort. Aft-
ur á að gefa þeim sem eiga pen-
inga á vöxtum. Aftur á að snúa
góðæri, sen> koma kann, í illæri.
Aftur á að refsa enn meir öllum
þeim mönnum sem á þessum ár-
um hafa unnið eitthvað að því
að bæta og prýða landið á ein-
hvern hátt, húsa jarðir, auka
ræktuðu blettina. I meir en ár
hefir verðgildi peninganna verið
fast og nálgast það meir og meir
að vera réttlátt. Nú vill forsætis-
ráðherrann aftur stofna til þess
að svíkja skuldbindingar sem
gjörðar hafa verið undanfarið og
stofna til enn meira ranglætis
en áður.
Þetta er nýársboðskapurinn!
Byltingarstefna er þetta —
byltingaryfirlýsing.
Sá sem situr í æðsta sæti lands-
ins kallar á ranglætið yfir landið,
sem hann á að stjóma — enn
meira ranglæti en hann þegar
hefir látið verða.
Hann býður heim töpunum, at-
vinnuleysinu, skortinum og kyr-
stöðunni, í emi stæni stíl en orð-
ið er.
riann býður útlendingunum
heiin til að græða á gengis-
„spekúlatíón“.
Annar eins byltingamaður og
vanhyggju hefir aldrei fyr stigið
fæti inn í hvíta húsið á Amar-
hólstúni.
Það eina sem er gott um hann
er það, að hann lýsir vígunum á
hendur sér jafnóðum og hann
vinnur þau og nú jafnvel áður
en hann vinnur þau.
Ber vel í veiði að íslenska
þjóðin fær tækifæri til þess ein-
mitt í ár að skera úr hvort hún
vilji áfram hafa byltingamanninn
yfir sér.
----o...
Jón Kjartansson
uppfræðir Lloyd George í stjórn-
niálum.
Ef Lloyd George þekti Jón
Kjartansson við Mbl. og vissi að
Jón þættist honum snjallari í
stjórnmálum, þá myndi hann
sjálfsagt telja að skörin væri
farin að fæiast upp í bekkinn í
„konungsrikinu íslandi“.
En einmitt þetta hefir gerst. 1
hinni takmarkalitlu einfeldni og
fáfræði sinni hefir Jón Kjart-
ansson skrifað grein sem á að
vera gagnrýni á frjálslynda
flokka fyrir að starfa saman
móti íhaldsstefnunni, þótt þá
greini annars á um vinnuaðferð-
ir, ef hættan af íhaldinu er úr
sögunni.
Nú er það kunnugt að foringj-
ar frjálslynda flokksins í Eng-
landi, Lloyd George og Asquith,
studdu ráðuneyti verkamanna-
flokksins enska meðan það sat
að völdum, aðeins til að vinna
móti afturhaldsstefnunni. Hins-
vegar breyttu Lloyd George og
Asquith ekki um stefnu. Verka-
mannaflokkurinn vai'ð að leggja
stefnumál sín, t. d. þjóðnýtingu
kolanámanna, á hilluna meðan
hann sat við stjórn, af því mið-
flokkurinn enski vildi aðeins
frjálslynda, umbótastjóm og
halda íhaldinu niðri.
I Danmörku vann bændaflokk-
urinn undir stjóm I. C. Christ-
ensen árum saman með verka-
mönnum og húsmönnum (socia-
listum og radikölum, sem nú
kallast) móti íhaldinu danska.
Bændumir höfðu forustuna og
timuns er í Sambanösþúsinu.
©pin öa^lega 9—\2 f. þ.
Sími $96.
2. blað
hættu ekki leiknum fyr en þeir
höi'ðu gengið af íhaldinu danska
svo IómuÖu, að það hefir ekki
komist að stjórn í aldarfjórðung.
I Noregi hefir vinstrimanna-
íiokkurinn og verkamenn unnið
saman móti íhaldinu. Foringjar
frjálslynda flokksins, Knudsen
og Mowinckel, hafa árum saman
setið við stjórn með stuðningi
eða hlutleysi verkamaimaflokks-
ins.
Það sem Jón Kjartansson í
sinni skemtilegu fáfræði hygst
að gera, er að breyta þeirri
stefnu sem allir frægustu og við-
urkendustu stjómmálamenn ná-
lægra landa hafa skapað. Og hún
er sú, að ef íhaldið er í meiri
hluta á einhverjum stað, þá taka
allir frjálslyndir menn höndum
saman um það að halda aftur-
haldinu í skefjum, lama það og
losa þjóðina við þá hættu sem
af því stafar.
Þetta kann að vera beiskur
lærdómur fyrir íhaldið íslenska.
En reynslan er samt þessi. Síð-
asta dæmið um slíka samvinnu er
það, er allir andstæðingar íhalds-
ins norska gengu saman að því
aö draga íhaldssegginn, Berge,
fyrir landsdóm út af þeim 25
miljónum af ríkisfé, sem hann
hafði sóað, að þinginu fom-
spurðu, til að hjálpa íhaldsbrösk-
urum í fjárhættuspili þeirra.
Nú vil eg að síðustu beina
þeirri fyrirspum til Jóns Kjart-
anssonar, hvort hann við nánari
athugun þykist þess umkominn
að fara að knésetja Lloyd
George, Asquith, I. C. Christen-
sen, Gunnar Knudsen og Mowinc-
kel, því að þessir miklu leiðtogar
frjálslyndu flokkanna í næstu
löndum hafa myndað þá reglu,
að umbótaflokkar landanna vinna
alt af saman að því að lama
íhaldið, hvað sem líður skoðana-
mun þeirra að öðru leyti. En
skyldi nú fara svo að J. K.
finni að hann er nokkuð líkur
Birni að baki Kára í þessari að-
stöðu, þá myndi honum sjálfsagt
hollast að reyna ekki að láta ljós
sitt sldna í þeim efnum, þai* sem
hæfileikar hans og þekking eru í
jafn miklu ósamræmi við átakið
eins og hér á sér stað. J. J.
„Klukknahljóð“ heitir nýtt lag
eftir Sigvalda Stefánsson, Kalda-
lóns, sem gefið hefir verið út og
fæst hjá bóksölum, en kvæðið er
eftir Grím. Þetta lag vakti mesta
eftirtekt allra íslensku laganna
sem Eggert bróðir Sigvalda söng
á hljómleik sínum í París.