Tíminn - 22.01.1927, Blaðsíða 1
©faíbfcri
99 afgrei&slumafcur Ci m ans er
Sannueig p o r s 1 e i n söó tlir,
Sambanöstjúsinu, Hrffjornf.
XI. ár
TJtan úrheimi.
Viðreisnarbarátta Þjóðverja.
Nú á tímum sýnast tvær af
stjórþjóðunum standa best að
vígi í samkepni landanna. Það eru
Bandaríkjamenn og Þjóðverjar.
Síst er að furða þótt Ameríku-
menn þykist standa föstum fót-
um. Sú þjóð græddi mest á stríð-
inu og tapaði minstu. Hitt gegn-
ir furðu, að Þjóðverjar skuli koma
næstir, sú þjóð sem hafði allan
heiminn á móti sér í styrjöldinni
miklu, sem var svelt með margra
ára umsáti til að gefast upp
heldur en farast úr hungri, sem
misti her sinn og flota, peninga,
sjóðeignir, í stuttu máh nálega
öll hin ytri gæði veraldarinnar.
En samt er þessu svo varið.
Þjóðverjum hefir farið eins og
Brennu-Flosa. Þeir hafa brugðist
karlmannlega og viturlega við
raunum sínum. Viðreisnarbarátta
þeirra er aðdáanleg og á ekki sinn
líka, þótt leitað sé að fordæmum
hjá öðrum þjóðum.
Ólán Þjóðverja stafaði af því
að þeir höfðu erft spiltan og
þröngsýnan aftui-haldsflokk, sem
fór með stjómarvaldið samkvæmt
æfagamalli hefð. Júnkararnir
steyptu þjóðixmi fyrirhyggjulítið
út í hina ægilegu styrjöld. En
þegar það tafl hafði verið teflt
til enda vissi þjóðin hverir áttu
að svara til saka. Keisarinn og
konungar landsins voru afsettir
og reknir úr landi. Lýðveldi kom
í staðinn. Gjaldeyrir landsins fór
sömu för og yfirstéttin. Hann
varð verðlaus, og um leið hurfu
innieignir og skuldir. 1 peninga-
legum efnum var gengishmnið
einskonar ragnarök. En upp af
rústum hins gamla spratt nýtt
líf, verðfastir peningar, blómleg-
ur iðnaður, fjörug verslun.
Afglöp íhaldsmannanna þýsku
fyrir og í stríðinu voru svo mikil
að fyrirlitning og óbeit nálega
allra þjóða hvíldi á þjóðinni. tJt-
lendur her sat í landinu á kostn-
að landsmanna. Þjóðverjar þóttu
ekki hæfir til að taka þátt í sam-
starfi þjóðanna, alþjóðabandalag-
inu. Þjóðin átti að greiða fé-
gjöld til sigurvegaranna svo mikil
og þung að búast mátti við að
það jafngilti þrældómi margra
kynslóða.
En nú er þessu furðumikið
breytt. öreigamir þýsku, verka-
mannaflokkurinn og miðstéttin
að miklu leyti hafa tekið höndum
saman um að rétta landið úr
þeirri niðurlægingu, sem aftur-
haldsmennimir höfðu steypt því
í. Helsti foringi miðstéttarinnar
þýsku, Stresemann, hefir með
stuðningi verkamanna komið fram
hinum ótrúlegustu bjargráðum.
Lýðveldinu hefir verið bjargað
frá árásum keisarasinna. Það
tókst að ná samkomulagi við
Frakka, Breta og Bandaríkja-
menn um stórt lán til að rétta
við atvinnuvegina, sem jafnframt
trygðu mikla skuldagreiðslu. En
þá var eftir logandi fjandskap-
urinn við Frakka. Stresemann sá,
að ómögulegt var að koma þjóð-
inni á legg, nema nábúamir hættu
að gruna Þjóðverja um undir-
búning nýrrar hefndarstyrjaldar.
Þá kom hann því til leiðar að
Þjóðverjar réttu sínum fomfénd-
um hönd til samkomulags, og
JSAfgretfcsía
Cimans er í Sambanösþúsinu.
®pin baglega 9—\2 f. 4.
Shni ^96.
Reykjavík, 22. janúar 1927.
Gardyrkfuxtámsskeið
verður haldið í Gróðrarstöðinni í Reykjavík í vor. Hefst
það 10. maí og stendur í 6 vikur. Nemendur fá 75 króna
námsstyrk og auk þess nokkurn ferðastyrk, þeir sem langt
eru að. Umsóknir séu koinnar til undirritaðs fyrir 1. apríl.
Ragnar Asgeirsson
garðyrkjumaður.
HAVNEMO LLEN
KAUPMANNAHBFN
mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti.
Meirí vörugæði óíáanleg.
S.X.S, slciftii? ein.g'özxg-AX vriö nTrTmr
Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum.
Mðttr irzattliúið.
hétu að hyggja þar ekki á land-
vinninga. Briand svaraði því
friðarboði vel og viturlega fyrir
Frakka hönd. Byrjaði síðan frið-
arstarf og samvinna, sem ótrúleg
mátti þykja. Verslunar og við-
skiftábönd voru tengd milh
landanna. Þjóðverjar fengu heið-
arlega móttöku í þjóðabandalag-
inu. Stresemann og Briand vita
að því fleiri hagsmunabönd sem
tengja þjóðimar, því ófúsari
verða þær að grípa til sverðs-
h j altanna.
En íhaldsmenn Þjóðverja hafa
spyrnt á móti hverri umbót mið-
flokkanna og verkamanna. Ef þeir
hefðu ráðið, myndi Þýskaland alt
nú vera þrautpíndur þræll sigur-
vegaranna. En þýska þjóðin hef-
ir lært mikið af upptökum stríðs-
ins og eftirleiknum. Hún veit að
frelsi hennar og framtíðargengi
er komið undir því að hinar
frjálslyndari stéttir landsins
haldi áfram þeirri stjórnarstefnu
inn á við og út á við sem rétt
hefir Þjóðverja við, eftir hið
mesta fall og niðurlægingu.
J. J.
----o----
Einföld þjónusta.
Þá er Þórður Kakali forðum
lagði fégjöld á Sunnlendinga,
þótti þeim léttara að greiða féð
en að þjóna opinberlega til
Þórðar „því að þeir voru einfald-
ir í sinni þjónustu við Gissur“.
En það þarf ekki að sækja
aftur í Sturlungaöld dæmin um
einfalda þjónustu.
Tíminn skýrði nýlega frá
hneikslinu margfalda um smíði
strandvamarskipsins nýja. — Rís
upp í móti einn helsti útgerðar-
maðurinn í þinginu, ólafur
Thórs, þingmaður þess kjördæm-
is, sem einna mest þarf á strand-
vöi-num að halda, og ritar grein
sem frá upphafi til enda er lof-
gjörðarrolla um ráðherrann sem
vitanlega ber ábyrgðina á
hneykslinu. Er helst að skilja á
Ólafi að þetta alt hafi verið bara
betra: skakki þyngdarpunktur-
inn, að skipið var nærri farið,
að það var óhæft skip og strand-
varnir urðu nálega engar í bili,
a. m. k. segir hann að M. G.
hafi gert alt í því máli „með
snild“. — Þetta hefði Sturlungu-
höfundurinn kallað „einfalda
þjónustu“.
Og þá er stutt til næsta dæm-
is.
Fullyrða má, að ef það hefði
verið Framsóknarstjóm, sem ráð-
ið hefði hinni grimmu gengis-
hækkun, þá væru útgerðarmenn,
með fullum rétti búnir að marg-
fordæma hana fyrir fjandskap
við sjávarútveginn og kenna
henni réttilega um hið hörmu-
lega ástand í atvinnulífi landsins.
Með réttu væm þeir búnir að
benda t. d. á að mikill meiri hluti
togaraflotans og mótorbátanna er
keyptur af núverandi eigendum
fyrir fallnar krónur, miklu verð-
lægii krónu en núverandi og að
af því er augljóst hið gengdar-
lausa ranglæti hækkunarinnar og
eins hitt að meginið af þessum
útgerðarmönnum 'hlýtur að fara
á höfuðið vegna þeirrar hækkun-
ar sem orðin er, hvað þá ef hún
heldur enn áfram að hækka um
fimtung verðs.
Réttlætið og tillitið til afkomu
landsins hefðu útgerðarmenn al-
gjörlega með sér í þeim máls-
flutningi.
En það er ekki Framsóknar-
flokkurinn sem hefir framkvæmt
gengishækkunina, heldur hefir
hann spymt á móti henni eins
fast og hægt er.
Jón Þorláksson heitir sá sem
ber ábyrgðina á vandræðunum og
óréttinum og íhaldsflokkurinn að
baki honum.
Og hvað gera útgerðarmenn ?
Sem einn maður fylkja þeir sér
undir merki Jóns Þorlákssonar,
segjandi „já og amen“ við svipu-
höggum hinnar ranglátu gengis-
hækkunar hans. „Með snild“,
hefir Jón gjört þetta, mundu
þeir segja, — eða hvað?
Og nú, þegar hann opinberlega
hótar nýrri og enn ranglátari
gengishækkun, þá verður ekki
annað séð en að útgerðarmönnum
sé „litur einn gefinn“.
Ef þetta má ekki heita „ein-
föld þjónustu", hvað þá?
----o-----
Fleiri heimiii.
— Eftir J. J. —
(1) Frumvarp það sem borið
var fram á þingunum 1925 og
1926 um fjölgun heimila á rækt-
uðu landi miðar að því að ger-
breyta, á löngum tíma, hverri
einustu sveit, og umhverfi hvers
einasta kaupstaðar og sjóþorps.
Það gerði ráð fyrir að landið
styrkti menn, sem vildu leggja á
sig skynsamlegt erfiði til að end-
urbyggja gamla bæi, til að rækta
túnauka í sveitum, og til að
byggja einn eða fleiri bæi í sveit,
þar sem aukin ræktun gerði kleift
fyrir fleiri fjölskyldur að lifa á
sömu jörðinni. Frv. ætlaðist enn-
fremur til að fólk í sjóþorpum
og kauptúnum gæti notið sömu
hlunninda, ef það ræktaði land við
sj ávarsíðuna. Að síðustu var
trygt, að þau lönd og hús, sem
þjóðfélagið hafði lagt í fé með
þessum hætti gæti aldrei lent í
höndum braskara. Féð í þessar
framkvæmdir átti að fá með því
að hækka nokkuð skatt á stór-
gróðamönnum.
---o----
Eins og þráföld reynsla sýnir,
kunna ítrustu erfiðleikar manna
einatt að knýja fram slíkar at-
hafnir og úrræði, sem verða til
þess að margbæta áratjón heilla
þjóða. En hér er einmitt nú þann
veg statt meðal vor, að allskyns
illæri, markaðsbrigð og dýrtíð
hafa dunið yfir þjóðbúskap vom
bæði til lands og sjávar; og mun
óhætt að segja, að mikill óhugur
sé nú ráðandi meðal almennings
hér á landi. Vafalaust munu ýms-
ir saka stjóm og löggjöf vora í
þessum efnum; en yfirleitt mun
þó svo vera litið á, að misfellur
á fisksölu héðan til erlendra
markaða hafi allra mestu um
valdið.
Og sé því nú haldið fram, að
þjóðhagur Islendinga standi og
falli aðalleg-a með afui'ðum sjó-
sóknanna, virðist athygli og ráð-
stafanir vorar eiga að beinast í
þá átt, fyrst og fremst, að bæta
úr aðstöðu íslendinga á fiskmark-
aði heimsins. En hér skal þó ekki
minst á það mál, hvemig erindi
vor hafa verið rekin ytra á hin-
um alkunnu og gömlu kaupsvæð-
um alt til þessa dags, nje held-
ur hvers vegna að nálega allur
þorskur er fluttur héðan salt-
vérkaður, en hinir óseðjandi
markaðir fyrir harðfiski t. d. í
Suðurálfu, munu lítt nefndir né
notaðir frá íslandi. Fjölda mörg
önnur atriði mætti taka fram í
þessu samhengi. En ætluixin var
einungis að benda hér á eina leið
V.
sem fær vii'ðist vera til þess, að
hefja íslenskan markað sjávar-
afurða, á slíkum megingrund-
velli, sem mundi standa varan-
lega, bjai-gfastur og að miklu
leyti óháður öllum þeim fjöl-
mörgu minniháttar atvikum, sem
hingað til hafa einatt virst ráða
alt of miklu um reikningslega út-
komu hinna harðsóttu fiskiveiða
voi’ra.
Vér eigum nú eina leið opna í
þessu efni, sem menn ættu, að
því er virðist, að athuga í tíma
með þeirxi alvöru og kostgæfni,
sem ástand og hagur þjóðar
vorrar krefst.
Vér höfum tök á því, að sækja
þær bestu fiskistöðvar sem heim-
urinn á. Samkvæmt ríkisstöðu
vorri, eftir sambandslögunum, er
4. blað.
stjómin í Reykjavík einráð um
það, að veita íslenskum útgerð-
armönnum leyfi til fiskiveiða við
Grænland; og er þar ekki ein-
ungis átt við veiðar innan græn-
lenskrar landhelgi, heldur frá
landi við sjálfa firðina vestra;
með stöðvar, útveg og allan til-
búnað, samkvæmt því sem þyk-
ir henta. Þar er það verðmæt-
asta fiski og allskonar veiðiföng
af sjó og landi þau bestu, sem
þekkjast nokkursstaðar á jörð-
inni. Ágæti fiskisins frá náttúr-
unnar hendi mundi þar veita ís-
lendingum þá aðstöðu á heims-
markaðinum, sem þeir verð-
skulda, fyrir aldabaráttu gegn
sérstæðum innri og ytri erfiðleik-
um. Saga Islands réttlætir þessa
kröfu; og í því atriði hljóta sám-
þegnar vorir að fagna framtaks-
semi sjómanna og útgerðarmanna
héðan, þar sem Danir vitaniega
einungis stunda vei’slun við frum-
byggjana.
Fiskiðnaðurinn hér við strend-
ur nyi'stu sæva, er það sem á að
koixxa — og kemur. Niðursuða
og margvísleg verkun og mat-
reiðsla hiima framúrskarandi
efna, sem þessi höf vor láta í té,
ryðja sér brautir, óhjákvæmi-
lega og samkvæmt órjúfanlegu
lögmáh tilboða og eftirspumar
— án þess að velferð og hags-
munir íslenskrar útgerðar þurfi
að standa og falla með erind-
rekstri hinna og þessara sendi-
sveina úti um lönd, né heldur
með óeðlilegum samtökum eða
félagskvöðum útgerðarmanna.
Mai-kaðir niðursoðinna fiskja frá
bestu alistöðvum heimsins, exni
óseðjaniegir; þörfin og „smekk-
urinn“ fyrir slíka fæðu fer, sam-
kvæmt algildri reynslu, sívaxandi
með menning þjóðanna.
— Mætti eg aðeins segja les-
endum þessara fáu orða frá ednu
atviki, sem veitti mér færi á að
kynnast því hvað yfirburðir efn-
isins gætu merkt fyxir íslenskan
útflutning af fiskiföngum.
Eg kyntist Englendingi nokkr-
um í Lundúnum, sem hafði sam-
band við eitt stærsta lyfjabúða-
félag heimsins, og bað hann mig
útvega sér sýnishom af íslensku
þorskalýsi. Eg skrifaði kunningja
mínum einum hingað heim um
þetta og mér var sent glas af
„hreinsuðu“ lýsi, sem lyfjafélag-
ið rannsakaði. Niðurstaðan varð
sú, að lýsi þetta reyndist að öll-
um eðlilegum einkunnum miklum
mun betra en noi’skt lýsi — en
innihaldið í glasinu var svo illa
verkað, að það var ekki fram-
bærilegt fyrir stjóm félagsins.
En nú hafði eg þá áður, fyrir
árum síðan, heyrt frá félags-
fundi einum, þax’ sem rætt var
um stofnun „heimsfélags“ í
meðalalýsi, og var þá deilt um
það, hvort setja skyldi upp stöð
í því skyni í Vestmannaeyjum,
eða fyrir vestan haf. Niðurstaðan
vai*ð sú, að stofnað var til
þessa vesti'a með milljónum af
stei'lingspundum. Hvað hefði
ágæti grænlenska lýsisins getað
gilt undir líkum atvikum, hefðu
íslenskir útvegsmenn rekið þai’
fiskiveiðar með öllum tækjum
nýjustu tísku, til þess að notfæra
sér feiknasjóði hafsins fyrir
vestan?
ótæmanlega auðlegðin við
Grænland og inni á fjarðasti'önd-
Framk. & 4 síðu.