Tíminn - 22.01.1927, Page 4

Tíminn - 22.01.1927, Page 4
16 TlMINN Álit kennara og foreldra um hinar nýju kenslubækur eða sjálffræðara Bókafélagsins: (3) Islandssaga Jónasar Jónssonar er vafalaust sú langbesta námsbók handa börnum, sem völ er á. Hún er sniðin eftir þroska bama, er skemtileg aflestrar og gerir því námið léttara en ella. Mun hún því um langt skeið verða notuð sem námsbók í barna- skólunum. Guðm. Davíðsson, kennari, Reykjavík. Framh. af 1. síðu. um þess, bíður eftir framtaks- semi íslands og fiskimönnum. — Er það hugsanlegt að þjóð vor og þing sýni þá léttúð, að fleygja einu einasa ári enn frá sér — án þess að hafin sé sú hreyfing héðan vestur á bóginn, er heimurinn býst við af oss, nú þegar það heyrir undir eigin stjómarstofur vorar að opna hliðin fyrir íslenskri útgerð frá Grænlandsströndum ? Með því sem hér hefur verið minst á, er engan veg vikið að því, að draga úr gildi nýrra að- ferða til þess að hagnýta fisk- afla í heimalandinu. Fiskiðnaður í miklum mæli, með öllum vís- indalegum ráðum og aðferðum, er krafa tímans hjá oss nú þeg- ar og langt inn í ókominn fram- tíma. Einar Benediktsson. íiii J. K. tók sér fyrir hendur að sanna, að miðflokkurinn íslenski hefði 'breytt um stefnu við það að verkamenn kusu fremur fram- bjóðanda hans heldur en íhalds- dverginn. Ef nokkurt vit var í kenningu stjómmálaritstjóra íhaldsflokksins, þá hlaut sam- starf milli miðflokks og verka- mannaflokks hér að vera eins- dæmi í þingstjómarlöndum. 1 fyrstu var J. K. svo illa að sér að hann trúði þessu. Þá var honum bent á að ekki meiri smá- menni en Lloyd George og As- quith hefðu meir að segja með öllu ’þingfylgi sínu stutt verkamannastjóm móti íhaldinu enska. Sömuleiðis að Zahle, Brandes, Ove Rode og Munch hefðu ýmist setið við stjóm í Danmörku með stuðningi verka- manna, eða stutt stjóm þeirra, J. K. sá að hér var „skák“ á hann. Og hann játaði að hann sæi nú að miðflokkur Breta og Dana hefðu beint unnið saman við verkamannaflokk sinna landa. Þá vonaði J. K. að hann gæti bjargað sér með vinstri manna flokknum danska. Hann hélt að vinstrimenn Dana hefðu ætíð verið móti dönskum verkamönn- um. En þá varð líka „skák“ á íhaldið íslenska. Bændaflokkur- inn danski hafði ámm saman þegið stuðning danskra verka- BRITT ANNIA prjónavélamar eru ódýrastar. Samband ísL samvinnufflaga. manna móti Estrup. Mesti for- ingi vinstrimanna, I. C. Ohrist- ensen stóð árum saman í þessari samvinnu. Þetta hefir J. K. orð- ið að játa með þögn. En í viðbót varð hann að gefa beina játningu um að Neergaard foringi vinstri- manna vildi nú fyrir jóhn ganga í félagsskap um landsstjórn við danska verkamenn. Með þessu var hið síðasta danska hálmstrá hrun- ið í höndum J. K. í viðbót varð J. K. að játa að hinir miklu stjómmálamenn er- lendra miðflokka starfa oft og tíðum með socialistum, ef þeim býður við að horfa. Með þögn varð haxm líka að viðurkenna að hinn lítilfj örlegi leiðtogi íslenskra íhaldsmanna biðlaði beinlínis til íslensku „bolsanna“ fyrir land- kjörið í vetur, bæði í Bárubúð og Hafnarfirði. Að vísu var hann hryggbrotinn eins og foringi danskra vinstrimanna fyrir jólin. í báðum tilfellunum þóttust soc- ialistar yfir það hafnir að sinna bónorðinu. En bónorðið batt engu að síður þá sem leituðu sér þessa styrks. Það stafar af skiljanlegri van- kunnáttu J. K. er hann heldur að danskir húsmenn séu aðallega hjú annara. Þeir eru þvert á móti sjálfstæðir bændur, einyrkj- ar, en vinna með vélum og eru yfirleitt mjög sjálfstæðir í at- vinnumálefnum. Þá heldur J. K. að íslenskir bændur séu kyrstöðumenn. Þess vegna eigi þeir að elta kyrstöð- una. Þá man hann illa að mið- flokkurinn íslenski heitir Fram- sóknarflokkur, og að í honum eru yfirleitt nálega allir framfara- bændur landsins, þeir sem sækja í einu fram með gætni og djörf- ung. Hvort munu átthagar J. K. bera þess vitni að Lárus í Klaustri hafi verið kyrstöðumað- ur? Og sagði ekki Halldór Stef- ánsson á Egilsstöðum vorið 1923, að Héraðsbændur gætu ekki ver- ið kyrstöðumenn ? Þeir yrðu að bæta kjör sín með framförum. Hrelling J. K er ekiki búin með fengið eignarhald á jörð, að gefa svo hátt verð fyrir hana, að þeir verja allri æfi sinni til að komast úr skuldunum, og geta svo aldrei framkvæmt neitt veru- legt til umbóta. Svo tekur sá næsti við og þannig gengur koll af kolli. Sjálfsagt getur komið til mála, að breyta ýmsum fyrir- komulagsatriðum, t. d. gæti eg hugsað mér annað form en fasteignarmatið til að miða við söluverð og leigu — og ná þó sama tilgangi. En hvað sem því líður, þá er það víst, að landbún- aðurinn íslenski mun lengi standa í þakkarskuld við þann flokk, sem bent hefir á þessa leið og barist fyrir framkvæmdum". Vestur-Húnavatnssýslu 28. des. 1926: „. . . Ekki get eg kvartað undan jarðnæðinu, en nú er erf- itt að búa vegna verslunarörðug- leika, sem auðvitað liggja mest í gengishækkuninni. Þar næst kem- ur kaupgjaldið. Útgerðarmenn eru þar alveg að drepa okkur með vitlausu kaupboði, þegar eitt- hvað fæst úr sjónum. Þeim gerir sumum lítið til hvemig gengur að borga. Þeir láta hlutafélögin fara á höfuðið frá skuldunum og byrja svo á nýjan leik. En við hvorki getum né viljum hlaupa frá skuldunum, og fengjum ekki ótakmörkuð lán til framleiðsl- unnar, eins og atvinnurekendui við sjóinn, þó að við vildum fylgja í slóð þeirra. Hér er al- menn óánægja við Þórarinn, bæði út af því, að bregðast í gengis- málinu, því sem hann þóttist fylgja meðan hann var hér fyrir norðan og ekki síst fyrir að drepa tillögu Framsóknar um strand- ferðaskip með kæhrúmi. Það sjást nú vegsummerkin á þeirri fyrir- hyggju íhaldsmannanna þegar ein besta og frægasta hlunninda- jörð í héraðinu, Þingeyrar, ætlar ekki að seljast, þótt margsinnis sé auglýst. Það sem eyðileggur búskapinn á Þingeyrum, skaðar minni jarðimar líka. En það er samgönguleysið. Hér er laxveiði á mörgum jörðum í sýslunni, en menn koma ekki þessari ágætu vöm í verð, af því samgöngumar vanta. Nú er einmitt kælihúsið hér á Hvammstanga, og bestu skilyrði að safna laxinum þangað, ef koma mætti honum síðan í skip með kælirúmi til kaupstaða annarsstaðar á landinu eða áleið- is til útlanda. En það er ekki von að vel fari fyrir sveitakjördæm- um, sem hafa þingmenn sína bundna á klafa hjá togaraeigend- um í Reykjavík“. ----.. fordæmum mestu og frægustu manna í Englandi og Danmörku. í Noregi hefir hinn glæsilegi leiðtogi vinstrimanna, Mowinckel, árum saman setið við stjórn með stuðningi og hlutleysi verka- manna. t Svíþjóð studdi Ekman og frjálslyndi flokkurinn ráðu- neyti Brantings. í Þýskalandi hefir giftudrýgsti foringi mið- flokkanna, Stresemann, bjargað þjóð sinni með samstarfi við verkamenn. Hið sama hafa Her- riot og Briand gert í Fi-akklandi. Hver er þá dómur söguxmar um stjórnmál þingstjórnarlanda þeirx-a, sem best eru ment? Hann er sá að í hverju einasta af þess- um löndum hafa miðflokkamir og verkamenn þrásinnis unnið saman móti kyrstöðuflokknum. Og að þvi leyti sem íslenski mið- flokkurinn, Framsóknarmenn, kunna að vinna saman við verka- menn móti íhaldinu, þá hafa þeir fyrir sér fordæmi allra skyldra flokka í næstu löndum. Með þessum röksemdum er J. K. orðinn mát. Sömuleiðis blað hans og flokkur. Hér eftir getur enginn íslenskur afturhaldsmað- ur áfelt frjálslynda flokka fyrir að vinna saman móti íhaldinu, nema þeir eixxir, sem vilja láta sjást, að þeir séu með öllu þekk- ingarlausir afglapar í stjómmála- sögu þingstjórnarlandanna. J. J. ----o---- Boðslbréf. að mánaðarriti um andleg mál. Vjer höfum oftlega orðið þess varir nú á undanfarandi ámm, að bæði prestar og fjölda margir menn aðrir, sem áhuga 'hafa á andlegum málum, hafa fundið sárt til vöntunar á frjálslyndu blaði, er ræddi tnimál. Lengi hef- ir ekkert slíkt blað verið til og er það mikil furða með jafnfrjáls- lyndxi þjóð og víðsýnni og Is- lendingar eru. Ástæðan fyrir þessu álítum vér, að sé einkum sú, að vantað hafi framkvæmdir til að annast ritstjóm og útgáfu þess. Af því að vér teljum hér svo brýna nauðsýn fyrir hendi að ræða trúmál á þann hátt, er sam- rímist hugsunarhætti og þekk- ingu nútímans, höfum vér ráðist í að gefa út þetta boðsbréf og leita með því undirtekta almenn- ings um útgáfu slíks blaðs. Vér viljum geta þess, að vér eigum vísan stuðning margra mikilhæfra og víðsýnna maima bæði innan prestastéttar og utan; ennfremur væntum vér samvinnu við fjöldamarga aðra, þótt vér enn höfum eigi náð svari frá þeim. Um gmndvöll þessa trúmála- tímarits viljum vér ennfremur taka það fram, að við frjálslyndi skiljum vér það, að gefa sem allra flestum, er ræða vilja með alvönx um eilífðarmálin kost á að taka til máls án tillits til tniar- skoðana og flokka. Einkum vilj- um vér gera oss far um, eftir því sem tök verða á, að fræða menn um ýmsar stefnur, sem nú em uppi í kristninni erlendis, en lítt eru kunnar hér á landi, og benda á ýmsar bækur, er vér teljum mjög athyglisverðar. Þá höfum vér miklar vonir um að geta flutt glöggar fregnir af andlegu 1 ífi meðal bræðra vestanhafs, því að einn af félögum voram er ráðixm forstöðumaður safnanna að Gimli í Manitoba. Fái fyrirtækið góðar viðtökur, Preludíur eftir N. 0. Raasted, organista við Frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Ný bók fyrir harmonium. Mikið úrval af allskonar nótum, grammofónum, grammofónsplöt- um, fiðlum, guituram, harmonik- um, munnhörpum. Vörur sendar gegn eftii’kröfu út um alt land. KATRÍN VIÐAR Hljóðfæraverslun Lækjarg. 2. þá vonum vjer að geta hafið út- gáfuna mjög ibráðlega. Verður ritið alls 12 arkir (192 bls.) í stóru 8 blaða broti á ári. And- virði blaðsins höfum vér eigi séð oss fært að hafa lægra en 5 krón- ur, en verði einhver arður af út- gáfunni, mun honum verða varið til eflingar ritinu. Þess viljum vér ennfremur geta, að vér munum bjóða væntanlegum kaupendum allmikinn afslátt á ritum og ritl- ingum um trúmál, sem einhver okkar eða blað vox*t kann að gefa út. Höfum vjer nú þegar loforð um þýðingu á mjög merku riti um Fjallræðuna eftir Johannes Miiller, þýskan trúspeking. Áski'iftir sendist til cand. theol. Einars Magnússonar, Sólvöllum, Reyk j avík. Virðingarfylst Reykjavík, í desember 1926. Páll Þorleifsson pi’estur að Skinnastað. Þorgeir Jónsson cand. theol. Einar Magnússon cand. theol. Benjamín Kristjánsson stud. theol. Björn Magnússon stud. theol. Jakob Jónsson stud. theol. Jón Ólafsson stud. theol. Kristinn F. Stefánsson stud. theol. Ludvig Guðmundsson stud. theol. Sigurður Stefánsson stud. theol. Þormóður Sigurðsson stud. theol. Þói'arinn Þórarinsson stud. theol. ----o----- Ái-nessýslu 5. jan. 1927. „Áveitumálin eru nú farin að valda mönnum áhyggju. Skeiða- áveitan er byrjuð fyrir nokkram áxum. Grasið hefir aukist nokk- uð en minna en við var búist, en verkfi’æðingur landsins áætlaði kostnaðinn alveg vitlaust og nú rísa menn ekki undir byrðunum. Heldur lítið hefir farið burtu af fólki af Skeiðunum, en engin ný- býli hafa risið þar, því að enginn hefir efni á að byggja alt upp að nýju, og taka svo á sig þungan hlut af áveitukostnaðinum. 1 vor kemur vatnið á^Flóann, en marg- ir hoi’fa með kvíða á skuldahlið- ina; milcið af verkinu var unnið meðan krónan var 50—60 aurar, en nú mun ætlast til að það verði alt boi'gað í gullkrónum. Ef þingið tekur ekki í taumana og bjargar málinu við er ekkert líkara en að margir bændur á áveitusvæð- inu vei'ði að fara frá jörðum sínum, af því þeir geta ekki xis- ið undir þeim sköttum og skyld- um, sem á þá era lagðar“ Ritatjóri Tryggvi Þórhallswm. Prentsm. Acta. H.f. Jón Áhersla lögð á ábyggileg viðskifti. Millur, svuntuspennur og belti ávalt fyrirliggjandi. Sent raeð póstkröfu um alt land. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 883. — Laugaveg 8. Best. — Odýrast. Iimlent. 8 Notuð íslensk frímerki kaupir undirritaður háu verði. Innkaupsverðlisti er sendur ef um er beðið. Bjarni Guðmundsson Túni, Árnessýslu. Tilkynning. Hér með tilkynnist það, að eg undirritaður sel gegn póstkröfu hvert sem er á landinu, alt efni til gummiviðgerðar. Leiðarvísi í að gera við gummiskófatnað sendi ég þeim er þess óska. Einn- ig verðlisti ókeypis. Virðingarfylst Þórarinn Kjartansson Laugaveg 76. Jitrð til sðlu. Jörðin Garðar í Flateyrar- hreppi í önundarfirði fæst til kaups og ábúðar 1 næstu far- dögum 1927. Allar upplýsingar samkvæmt sölunni gefur ábúandi og eigandi jarðarinnar Magnús Reinhai’ðsson. 26. desember 1926. Magnús Reinharðsson. Mjólkurfélagið Mjöll h.f. Borgamesi vill vekja athygli kaupenda á því, að þeir geta pantað mjólk- ina beint frá vei’ksmiðjunni sé um stærri kaup að ræða. Nánari upplýsingar gefur Sig. B. Runólfsson, Sími 1514. Aðvörun. Vegna þess atvinnuleysis, sem ríkir nú hjer í Reykjavík, varar bæjarstjórnin alvarlega alla menn og konur við að fara til Reykja- víkur í atviimuleit, hvort heldur er um skamman eða langan tíma. Aðkomumenn geta alls ekki bú- ist við að fá hjer vinnu, hvorki á landi, nje á bátum eða skipum, sem gerð eru út hjeðan, þar sem vinna sú, sem í boði er, nægir ekki handa bæjarmönnum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. janúar 1927. K. Zimsen.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.