Tíminn - 12.03.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1927, Blaðsíða 2
48 TlMINN n i n 11 u 11 t 1111 niTrrm mu inmnTmmniiiinmi 111 n 11 rrn n iTrrrnnGl x: u JUNO 0; 99 iimiiH-í u i’iniiiiiiHMiiiitini’. saumavélarnar eru tví- jinælalaust bestar og § lang ódýrastar. Einkaumboðsmenn SAMBAND ÍSL. SAMVINNIIFÉLAGA P.WJacobsen&Sðn Timburverslun. Símnefni: Gbranfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenbavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarmu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni i þilfar til skipa. M iltlðndnni, Fáar þjóðir hafa átt almenn- ari samúð að fagna meðal Norð- urálfumanna, en Armeningar, enda hafa þeir orðið, að þola meiri ofsóknir en flestar þjóðir aðrar efir það og aukið á sam- úðina, að Armeníumenn eru kristnir, flestir, en það voru Tyrkir, sem aðallega fram- kvæmdu ofsóknimar. Er talið að ofsóknir síðasta mannsaldurinn hafi fækkað Armeníumönnum um helming og séu enn lifandi af þeim tvær , miljónir. Rúmur helmingur þeirra lifir í heima- landinu, í lýðveldi sem kallað er Erivan og er nú í sambandi við Rússland. Um þriðjungur mil- jónar Armeníumanna lifir land- flótta í Ameríku og Vestur- Errópu, og þeir sem ótaldir eru aðallega á Grikklandi og Sýr- landi. Hafa þessir mörgu flótta- menn yfirleitt átt hinum bestu móttökum að fagna, en hins- vegar sannast á þeim hið fom- kveðna að leiðir verða langþurfa- menn. Hefir Friðþjófur Nansen af Alþjóðabandalagsins hálfu, mjög að því unnið að koma þess- um flóttamönnum heim aftur, enda mun þar ekki skorta land- rými og landkosti. En á gott stjómarfar og friðsemi innan- lands mun allmjög skorta eins og oftast áður. — Það er haft eftir einum ensku ráðherranna, alveg nýlega, að í löggjöf sem stjórain hefir á prjónunum verði allsherjar- verkfall bannað og lögð við mikil refsing að hvetja til þess. — Meiri og meiri athygli vek- ur deilan milli Englands og Rúss- lands. Sum af útbreiddustu og áhrifamestu blöðunum á Eng- landi, jafnvel flokksblöð stjórn- arinnar, liggja henni mjög á hálsi fyrir að hafa ekki slitið öll- um samningum við Rússa og jafnvel sagt þeim stríð á hendur. Benda blöðin á að allsherjar- verkfallið enska í fyrra, sem svo mikið tjón hlaust af og nálega horfði til uppreisnar, hafi fyrst og fremst verið að kenna út- sendurum Rússastjómar. Þá hafi og Rússar styrkt kolaverkfalls- menn með fjái’framlögum og með þvi átt sinn mikla þátt í því hve það verkfall verð langt og dýrt. Enn sé ófriðurinn í Kína, sem þegar hefir valdið Englandi ómetanlegu tjóni og neytt ensku stjórnina til að senda þangað volduga heri, fyrst og fremst að kenna undirróðri Rússa, enda hafi Rússar lagt til bæði forystu- menn og skotfæri handa Kín- verjum. Og loks séu rússneskir erindrekar að starfi víða um nýlendur Breta og megi þá og þegar vænta þess að ófriður hefj- ist hér og þar vegna undir- róðurs þeirra. Vegna þessara óánægjuradda sendi enska stjórn- in allharðort skeyti til Rússa seint í f. m. En Litvinof svarar af Rússa hálfu og neitar öllum undirróðri, en er þó maðurinn, segja ensku blöðin, sem sjálfur stendur fyrir aðförum Rússanna. — Danir áætla að á árinu sem leið hafi útlendingar tekið út inneignir úr dönskum bönkum sem námu ca. 90 miljónum króna. Þessa peninga fluttu útlending- arnir til Danmerkur til þess að græða á væntanlegri hækkun dönsku krónunnar og stjómmála- mennimir dönsku létu þessa út- lendu gengisbraskara fá óskir sínar uppfyltar. Nú hafa þeir flutt peningana heim með mikl- um ágóða. Ef gert er ráð fyrir að að meðaltali hafi þetta út- lenda fé legið í bönkunum síðan dönsku krónuna vantaði 20% á gullgildi, þá hafa gengisbraskar- arnir grætt 18 miljónir króna. Jáfnframt er talið að mikið af þessu fjármagni sé nú komið yfir til Noregs. Inneignir útlend- inga í Noregi em nú taldar um 100 miljónir kr. og þessi mikla „spekulation“ útlendinga er aðal- ástæðan til undangenginnar hækkunar norsku krónunnar. Og gengisbraskaramir græða þar líka stórfé, en atvinnuvegir þjóðanna leggjast í rústir. Er ís- lenskum almenningi holt að at- huga einnig þessa hlið málsins. — I Manchester Guardian birtust um mánaðamótin jan.— febr. síðastl. merkilegar frá- sagnir um kjötstríðið í Englandi. Átta amerísk félög keppa um kjötmarkaðinn enska. Flytja þau inn kælt kjöt frá Argentinu. Miklu meira er flutt inn en enska þjóðin þarf að nota og verðið hefir fallið geysilega. Það er áætlað, að kjöthringamir tapi 200 þús. pundum á viku á enska markaðinum. En sá hringur, sem lengst getur þolað þetta stór- felda tap hlýtur sigur í barátt- unni og vinnur markaðinn. Sam- komulag hefir verið reynt, en mistekist, með ,því að félögin geta eigi orðið ásátt um að skifta með sér markaðinum. Því flytja þau inn kjöt hvert í kapp við annað, án tillits til sölu- möguleika og bjóða verðið niður. Nú er svo komið, að heildsölu- verð á kjöti í Englandi er lægra en fyrir stríð. En samskonar kjöt og félögin bjóða svo afar- lágu verði selja þau helmingi hærra í stórborgunum vestan hafsins. Nú mætti ætla að al- menningur í Englandi hefði hag af þeirri miklu samkepni inn- flytjendanna. En því fer fjarri. Neytendur kjötsins njóta ekki þessa lága verðs. Það eru smá- salamir ensku, sem allan hagnað- inn hirða. Þeir kaupa kjötið af félögunum amerísku og selja það því verði, er þeim sjálfum sýn- ist. — Það hefir verið reiknað út, að ef samvinna tækist um söluna og hætt yrði við hið gegndarlausa niðurboð kjötsins, mundu ensku neytendumir geta fengið mun ódýrara kjöt en nú og bændumir í Argentínu samt sem áður haft góðan hag af sinni framleiðslu. Skipulagsleysið og hin hóflausa samkepni á kjöt- markaðinum er engum til góðs nema smásölunum ensku. ---o--- Fréítir. Veðrið. Misátta á Suðurlandi þessa viku. Oftast um tveggja stiga hiti. Norðanátt með snjó- komu á Norður- og Austurlandi. Mest 9 stiga frost. Dánardægur. Guðmann Krist- jánsson stúd. med. andaðist í Rvík 8. f. m. Hann var ættaður af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, f. 22. ágúst 1897. Stúdentsprófi lauk hann vorið 1924 og hóf nám í læknisfræði. Þá veiktist hann af lungnatæringu, er að lokum dró hann til dauða. Rúmfastur var hann tvö síðustu ár æfinnar. Halla Lárusdóttir andaðist 1. þ. m. á Kirkjubæjarklaustri á Síðu, 83 ára gömul. Hún var ekkja Helga heitins Bergssonar bónda á Fossi í sömu sveit. 13 böm eignuðust þau hjón og eru 5 á lífi: Láms bóndi í Kirkju- bæjarklaustri, Helgi forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Einar, í Úr bréfiutn. Suður-Þingeyjarsýslu 13. de»- ember 1927: „Við höfum eignast hér eina hetju, sem er bara ögn minni en Salomon. Þegar „skáldið“ á Sandi var að búa sig á kjörfund í haust, varð honum þetta að orði: „Það vildi eg að eg ætti 300 konur og 600 frillur til að fara með upp í FjaJl (þ. e. á kjör- stað) í dag“. Salomon gamli átti 1000 konur að því er hermt er, og þær sneru hjarta hans af- leiðis, svo hann tók að dýrka af- guði á gamals aldri. Þetta mun Guðm. hafa haft í huga er hann bað um sinn frilluhóp til vegs og gengis íhaldinu. En vegna síns alkunna yfirlætisleysis mun hann hafa viljað vera 100 „stykkjum" neðar en Salomon“. Skagafirði 21. jan. 1927: „Ekki veit eg hvort læknir okkar hefir ástæðu til að fagna yfir að eiga að vera fáein ár á þingi. Menn hér vita, að hann hefir lítið til bmnns að bera. En kjördagurinn er upplagður fyrir íhaldið og eyðileggjandi fyrir bændur. Meðan kosið er fyrsta vetrardag eða annan dag þegar allra veðra er von, getur Reykja- vík efalaust lengi hrósað sigri yfir okkur kjósendum úti á landi sem eigum langa sókn á kjörstað í hríðum, ófærð og yfir krapa- ér“. Norður-Þingeyjarsýslu 5. jan: „Það em erfiðir tímar nú. Gengishækkunin ætlar alveg að drepa okkur. Við vonum eftir að þingið taki svo á því máli, að Jón Þorláksson lógi okkur ekki alveg með frumhlaupi sínu“. Austur-Húnavatnssýslu 24. febr. 1927: „-----Þess var getið á Sveins- staðafundinum í fyrra, að sýslu- maður Ámesinga hefði spáð, að eftir 10 ár yrði hugmyndin um byggingar- og landnámssjóð mesta hitamálið í landinu. Rétt er það, að í fyrstu tókst íhald- inu að þyrla upp andstöðu móti hugmyndinni, en nú er hún hér um slóðir meir og meir að vinna fylgi. Eg held, að engu þjóðmáli hafi á síðustu missirum vaxið fylgi jafn fast og ömgglega eins og byggingar- og landnámssjóðn- um. Hér vom þrír þingmála- fundir haldnir og á tveim þeirra var .málið rætt og áskoranir til þingsins samþyktar, en á Blöndu- óssfundinum komst ekki að helm- ingur mála, sem á dagskrá vom og eitt af því var byggingar- og landnámssjóðurinn. Eg held að skamt bíði þangað til íhaldið fer að lina mótstöðuna, snúast svo með til hálfs, og segja svo að það hafi alt af verið sitt áhugamál, að landsjóður hjálpaði til að byggja upp býli í sveitum og fjölga þeim. Þetta er vonin. Þeg- ar Framsókn er búin að sjá réttu leiðina í framfaramálunum t. d. í kæliskili og búnaðarlánadeild- armálinu, þá gefst íhaldið upp og segist hafa verið pottur og panna í allri framförinni“. Merkur Árneaingur biður Tím- ann fyrir eftirfai-andi orðsend- ingu: Herra forsætisráðherra Jón Þorláksson--------! Þjer hafið nýlega skrifað um gengi og fjárhag. Þinginu hrósið þér fyrir „margvíslegar og mjög' miklar ráðstafanir, sem miðuðu beinlínis að því, að hækka gengi íslenskrar krónu“. Af þessum ráðstöfunum minnist þjer fyrst og fremst á innflutningsbönn og innflutningshöft á óþörfum vam- ingi. Þér segið afdráttarlaust að bönnin og höftin miði „beinlínis að þvi, að hækka gengi íslenskr- ar krónu“. Þessi yfirlýsing yðar, og fleira í greinum yðar, gefur ástæðu til nokkurra spuminga, sem óskað er eftir að þjer svar- ið: Voru innflutningsbönnin og innflutningshöftin ekki afnumin með yðar aðstoð og samþykki ? Ef svo hefir verið, hvers vegna unnuð þér, hækkunarmaðurinn, að því að eyðileggja ráðstafanir, sem að yðar dómi, miða „bein- línis að því að hækka gildi ís- lenskrar krónu? Hvað hafið þér, sem þingmaður og ráðherra, gert til þess að hækka krónuna? „Aðalatriðið“ til þess að erlent lánsfé fáist með lágum vöxtum, teljið þér það, að krónan hækki upp 1 hennar fyrra gildi. Jafn- framt segir þér, að „allar ráð- stafanir, sem stjóm landsins hefir gert í gengismálinu milli þinga, hafa miðað að því, að draga úr*) afleiðingunum af ráð- stöfunum þingsins, hafa hemil á gengishækkuninni“. Ilvei's vegna beitið þér yður í umræðum á þingi fyrir hækkun krónunnar, en dragið úr hækkunarráðstöfun- um Alþingis milli þinga og hafið hemil á gengishækkuninni ? Hve- nær kemst krónan upp í gullgildi og hvenær kemur tími ódým lánanna, ef hækkunarmennirnir sjálfir hamla, af ásettu ráði, móti hækkuninni? Þér takið fram að landbúnaðinum sé sérstök þörf á ódým lánsfé. Er þá ekki nauð- syn að flýta fyrir hækkun krón- unnar, ef það er „aðalatriðið“ til þess að atvinnuvegimir fái ódýr lán? Þér segir að þingið 1924 hafi vakið „athygli á sér í öllum ná- lægum löndum fyrir það, hve óvenjulega gagngerðar ráðstaf- anir það gerði til þess að hækka íslenskan gjaldeyri". Viljið þér ekki koma því til leiðar, að þetta þing veki „athygli á sjer í öllum nálægum löndum fyrir óvenjulega gagngerðar ráðstafan- ir til þess að hækka íslenskan gjaldeyri, og þann veg sýna í verkinu, að þér trúið sjálfir kenningum yðar um, að hækk- un krónunnar sé „aðalatriðið“ til þess að auka lánstraust landsins? *) Leturbreyting J. p. Viljið þér ekki beita yður fyrir því, nú þegar á þessu þingi, að lögð verði innflutningsbönn á allan óþarfavaming og innflutn- ingshöft á miður nauðsynlega vöru, og sýna þannig í verki að þér, hækkunarmaðurinn, viljið nota þau ráð, sem þér sjálfir seg- ið að miði „beinlínis að því, að hækka gildi íslenskrar krónu“? Við sem búum úti á lands- bygðinni og höfum mjög tak- markaðar ástæður til þess að fylgjast með öllum gerðum þeirra, sem fara með völdin í landinu“, getum ekki annað en spurt þegar okkur sýnist verk- in ráfa í öfuga átt við kenning- amar. Úr Borgainesi er skrifað 17. f ebr.: „. . . Góðtemplarastúkan boð- aði hér til almenns fundar um bindindis- og bannmál þann 16. þ. m. Voru þá staddir hér á leið til Alþingis 5 þingmenn. Ætluðu bindindis- og bannmenn að fá þá á fundinn til skrafs og ráða- gerða, en einkanlega væntu þeir sér þó styrks — jafnvel til út- breiðslustarfsemi — frá hinum nýlandkjöma þingmanni úr fram- kvæmdanefnd Stórstúkunnar. En það brást. Eftir ítrekaðar tilraunir tókst loks að fá hann á fundinni, en þegar þangað kom fekst hann ekki til að ljá bindindis- og bann- vinum né áhugamálum þeirra nokkurt liðsyrði, heldur stein-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.