Tíminn - 12.03.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.03.1927, Blaðsíða 4
44 TlMINN Alþmgi. Frumvörp. Jón Guðnason flytur frv. um að vegurinn mUli Borðeyrai- og Búðardals verði tekinn í tölu þjóðvega. Jónas Jónsson flytur frv. um afnám útflutningsgjalds á land- búnaðarafurðum. 1 greinargerð frv. telur hann þetta réttmætt, af því að tollum hafi verið létt af sjávarútveginum á síðasta þingi. Sami þm. flytur frv. um að það skuli varða sektum og embættismissi við ítrekað brot, ef embættismenn, skipstjórar eða vélstjórar á skipum séu ölvaðir við störf sín. Tryggvi Þórhallsson flytur frv. um breytingu þá á stjórnar- skráni, að þing skuli haldið ann- aðhvert ár. Eigi fer frv. fram á aðrar breytingar. Eru þá komin fram 3 stjómarskrárfrv. í þing- inu, eitt úr hverjum aðalflokki. Tryggvi Þórhallsson, Ásgeir Ásgeirsson og Halldór Stefáns- son flytja frv. um stöðvun á verðgildi íslenskra peninga. Er það samhljóða frv. Tr. Þ. á síð- asta þingi, eins og það var orðið eftir 2. umræðu í neðri deild. Ásgeir- Ásgeirsson flytur frv. um hvalaveiðar, samhljóða frv. um það efni, sem samþykt var í fyrra í neðri deild. Ólafur Thórs flytur frv. um að leggja innflutningsgjald á bensín og verja því til viðhalds vegum. Nemi gjaldið kr. 2,50 af hverj- um 50 kg. Jónas Kristjánsson flytur frv. um br. á lögum um víneinkasöl- una. Verði það að lögum, á það að gjöra sjúkrahúsum lyfjakaup léttbærari en áður. Sami þm. flytur og frv. um varnir gegn út- breiðslu næmra sjúkdóma. Er það um rétt til að fara með smitbera sem venjulega sjúkl- inga, sem haldnir eru af næm- um sjúkdómi. Héðinn Valdimarsson ber fram breytingar við frv. um fátækra- lög. Aðalatriði þeirra er að ríkið verði eitt framfærslufélag og hver maður eigi framfærslurétt í dvalarsveit sinni. Atvinnumála- ráðuneytið jafni framfærslu- kostnaðinum niður á einstök hér- uð eftir efnahag. Einar Árnason og Guðm. Ó- lafsson flytja frv. um friðun hreindýra. Gömul lög um friðun- ina gengu úr gildi 1926 og hafa ekki verið endumýjuð. Tryggvi Þórhallsson flytur frv. um tilbúinn áburð. Með því er ríkisstjórninni gefin heimild til að veita Búnaðarfélagi íslands einkasölu á köfnunarefnisáburði 1. jan. 1928, hafi félagið eigi áð- ur fengið einkaumboð til sölu á Noregssaltpétri eða öðrum jafn- góðum kalksaltpéturstegundum. Ríkið annist án endurgjalds flutning áburðarins frá útlönd- um og til einstakra hafna. Sams- konar frv. hefir og verið flutt á undanfömum þingum tveim. Héðinn Valdimarsson flytur frv. um að hvíldartími háseta á togurum skuli vera 8 stundir I sólarhring. Áður var hann 6 tím- ar. Minni hluti stjómarskrár- nefndar í efri deild (Jónas Jóns- son og Ingvar Pálmason) felst á að halda þing annaðhvert ár en ekki breytingar á kjörtímabilinu. Samgöngumálanefnd neðrideild- ar leggur til að stj.frv. um einka- leyfi félagsins Titan til fossa- virkjunar og jámbrautarlagning- ar verði samþykt með nokkrum breytingum. Mentamálanefnd neðri deildar klofnaði um stj.frv. um bygging heimavista við Mentaskólann. Meiri hlutinn (Ásgeir Ásgeirsson, Magnús Jónsson og Jón Kjart- ansson) lagði til að frv. yrði samþykt. Minni hlutinn (Bem- harð Stefánsson og Jón Guðna- son) vill vísa því frá með rök- studdri dagskrá, en veita féð í fjárlögum, þegar ástæður leyfa. 1 umræðum áttust þeir einkum við Bernharð og Tr. Þ. annars- vegar en kenslumálaráðherra og Magnús dósent hinsvegar. Víttu Bemharð og Tr. Þ. mjög þá að- ferð að heimila stjóminni fjár- eyðslu, sem ekki er tekin upp í fjárlög. M. G. og M. J. héldu því aftur á móti fram, að stj. ætti að hafa leyfi til að grípa fyrsta tækifæri sem gæfist til að reisa heimavistina og fordæmi væru mörg fyrir slíkum heimildum. Flm. dagskrárinnar bentu á, að komast mætti af með heimavist- irnar á Akureyri uns vænkaðist um fjárhag ríkissjóðs. Dagskráin var feld og frv. stjórnarinnar samþykt í neðri deild. Jón Guðnason og Bemharð Stefánsson flytja frv. um það, að fræðslunefndum sé heimilt að ákveða, að tveir eða fleiri hrepp- ar haldi uppi bamafræðslu í fé- lagi. Halldór Stefánsson flytur frv. um br. á lögum um fasteignamat. Er það skipun matsnefndanna, sem hann vill breyta. Fjármálaráðherra flytur frv. um heimild handa stjórninni til að ábyrgjast reikningslán, sem Landsbankinn tekur á þessu ári hjá banka í Ameríku (The Nati- onal City Bank of New York). Umræður. í umræðum í efri deild um afnám útflutningsgjalds á land- búnaðarafurðum hélt Jónas Jóns- son því fram, að breytingin væri sjálfsögð vegna þess, að létt hefði verið sköttum á sjávarút- veginum á síðastliðnu þingi, þ. e. tollum af kolum, salti o. fl. Ennfremur bæri að taka tillit til þess að aukin landbúnaðarfram- leiðsla þýddi það að landið væri bætt og með því skapað varan legt verðmæti. Gjaldið væri og óréttlátt að því leyti, að það kæmi eingöngu niður á þeim bændum, sem seldu afurðir sínar til útlanda, en ekki þeim, sem nytu innanlandsmarkaðar. Fjár- málaráðherra og Jóh. Jósefsson andmæltu og vildu eigi sleppa þeim hluta gjaldsins, sem ganga á til varðskipanna. Frv. var felt með 7:7 atkv. Greiddu allir í- haldsmenn deildarinnar nema Jónas Kristjánsson atkvæði á móti því. Frv. J. J. um sekt embættis- manna, skipstjóra o. fl. fyrir að vera ölvaðir við störf sín var einnig felt með 7:7 atkv. Með því greiddu atkv. Framsóknarmenn allir, Jón Baldvinsson og Björn Kristjánsson en á móti 7 íhalds- menn. I neðri deild hafði Sveinn Ó- lafsson framsögu fyrir frv. um nýtt strandferðaskip. Gjörði hann samanburð á strandferðum nú og fyrir stríð, er þrjú skip hefðu haft þær á hendi, og taldi þær litlum framförum hafa tekið. 1 fyrra hefði skip verið tekið á leigu til að bæta úr brýnustu þörf, en illa hefði farið um val þess skips og hefði það að litl- um notum komið. Bættar sam- göngur væru besta ráðið til að draga úr einangrun sveitanna. Talað væri um, að ríkið legði fé í járnbraut, en ólíku væri saman að jafna, því hún kæmi aðeins að liði í litlum hluta landsins, en skipið þjóðinni allri. Jón Kjart- ansson og Jón Auðunn andmæltu frv. og töldu flóabáta heppilegri en strandferðaskip. Óttaðist Jón Auðunn, að mikill reksturshalli yrði á rekstri skipsins og benti á tap það, er ríkið hlyti af Esju. Þörf fyrir strandferðir mundi og minka þegar akvegur yrði lagð- ur til Norðurlands. Sv. Ó. hvað motorbáta með öllu óhæf flutn- ingstæki, ef um langa leið væri að ræða og ríkinu ósamboðið að bjóða ferðafólki þvílíkan far- í kost. T. W. Bnch (Xiitasmiðja Buchs) Tietgentgade 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnssvart, kantorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta", eggjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, ajáf- vinnandi þvottaefnið „Persil", „Henko“-bIæsódinn, „Dixin“-s6puduftið, „Ata“-akúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduoiía o. fL Brúnapónn. LITARVÖRUR: Anilínlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitibr. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. þoraar vel. Ágset tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæat aistaðar á. tslandi. BÓKAMENN! Fyrir tíu krónur skal eg senda yður burðargjaldsfrítt þessar bækur: Rökkur I—V, 30 arkir. Æfintýri ís- lendings, saga frá Ameríku, 64 bls. í stóru broti, Útlagaljóð, 64 bls. Ljóða- þýðingar Stgr. Th. yfir 200 bls. með mynd, í skrautbandi og Sunnudags- blaðið allan annan árg., 58 tölu- blöð, með ótal sögum, myndum o. s. frv. — Notið tækifærið. Svona kjör eru sjaldan boðin. Bókaverslun Axels Thorsteinson, Kirkjustr. 4. — Rvík. — Pósthólf 956. Um heimild stjórnarinnar til að ábyrgjast lán fyrir Landsbank- ann urðu langar umræður og harðar í neðri deild. Mælti Tr. Þórhallsson mest gegn heimild- inni en auk hans Halldór Stefáns- son og Héðinn Valdemarsson. Vítti Tr. Þórh. stjórnina harð- lega fyrir gengishækkunarstefnu hennar og kvað lántöku þessa eiga rót sína að rekja til þess tjóns er atvinnuvegirnir hefðu biðið vegna gengishækkunarinnar. Kvaðst ekki geta fylgt því, að ríkið ábyrgðist stór lán nema vissa væri fyrir því hvernig þeim yrði varið. Hér á landi væri ris- inn upp fjöldi fyrirtækja, sem engan tilverurétt ættu og rangt væri að styðja með fjárfram- lögum. Benti m. a. á hina afar- fjölmennu verslunarstétt. Land- búnaðurinn færi varhluta af lánsfé. Af síðasta láni Landsb., 3 milj., hefðu ca. 95% farið til kauptúnanna. Ekki næði neinni átt, að taka nú nýtt miljónalán til að fá þeim hinum sömu at- vinnurekendum í hendur sem áð- ur hefði tapað miljón á miljón ofan af fé bakanna. — Stjórnin yrði einnig að gefa yfirlýsingar um hverja stefnu hún tæki fram- vegis í gengismálinu, því óverj- andi væri að fá nú atvinnuveg- unum stórfé og heimta svo af heim 20% hærri fúlgu ef krónan hækkaði í gullgildi. — Loks yrði að vera vissa fyrir því, að það yrði í raun og veru Landsbank- inn, sem notaði þetta fé og því yrði eigi varið til styrktar Is- landsbanka. — Bar hann fram breytingartillögu, þar sem tekið var fram, að lánið skyldi notað eingöngu í þarfir Landsbankans, en sú till. var feld. Héðinn Valde- marsson vítti það, að stjómin héldi flestu leyndu um lán þetta. Taldi sig þó hafa fengið þær upp- lýsingar að það mundi vera 2 milj. dollara og vextir 5V2% auk V4% aukakostnaðar. Taldi hér aðeins um grímuklædda tilraun að ræða til að útvega Islands- banka rekstursfé, þegar þann misti seðlaútgáfuna, og ætti Landsbankinn að vera milliliður. Fjármálaráðherra kvað lánið tekið m. a. vegna þess að Lands- bankinn þyrfti að flytja viðskifti sín frá banka í Höfn, er hann Svnntiispennnr Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhrmgarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land i'[ óskað er. Jén SigmnndsBon gulkmið?jr. Sími 383. — Lsugaveg 8. 3VE altöl Bajersktöl Pilsner Best. — Odýrast. Iimleiit. 0 í heildsölu bjá Tóbaksverslun Islands h.f. hefði áður skift við. Varði stefnu sína í gengismálinu. Lét hann þau orð falla, að þau ein af- skifti hefði stjómin haft af því máli, að hún hefði tekið í taum- ana, þegar krónan hefði hækkað of ört. Þessu mótmælti Tr. Þ. og kvað fulltrúa stjómarinnar í gengisnefndinni hafa greitt at- kvæði með gengishækkun sum- arið 1925 í samráði við fjáimála- ráðherra. Frumv. var samþykt og því vísað til efri deildar. Leiðrétting. I frásögn um frv. um laun yfirsetukvenna í næst síðasta tbl. var sagt að þau ættu að hækka um 1500 og 700 kr., en átti að vera upp að 1500 og 700 kr. ----o----- Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkules þakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri „Dortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. í 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og Islandi. ca. 30 miij. fermetra þaka. Fæst alstaðar á Islandi. Hlutafélagið }m ViilÉis fairikfcgr Köbenhavn K. SJó- og bruna- vátryggíngar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri . 309 Vátryggið hjá íslensku félaéi. >' 1" ............... B. P. KALMAN hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður. JÓN ÓLAFSSON cand. juris. Málflutningur, skuldainnhei mta. Hafnarstræti 15. Rvík. t^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmé Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.