Tíminn - 12.03.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1927, Blaðsíða 1
©faíbferi 09 afgrei&sluma6ur C í m a n s er Xannpeig þ o r s t e i n s&ó tiir, Sambanösfyúsinu, KeffjaDÍf. 2^fgreifcsía Ilmans er i Samban&sfjúainu. 0pin öaglega 9—\2 f. f}, Sinxi 496- XI. ár JTta-n urheinii. Frá stjórnmálum Dana. Flokkaskiftingin í Danmörku er ákaflega glögg og föst. Flokk- amir eru fjórir. Yst til hægri eru íhaldsmenn, hinar gömlu leifflr þess sterka flokks, sem á dögum Kristjáns 9. beitti ofbeldi og frekju í stjóm landsins, og komst við það í varanlegt óálit í land- inu. Eru í þeim flokki hinar íhaldssömu stéttir, mikið af bet- ur launuðu starfsmönnum lands- ins, efnaðri kaupmenn og iðn- rekendur, og svo eins og í öllum löndum þróttminstu fátækling- amir, sem lifa hálfgerðu sníkju- lífi og tína molana sem falla af borðum herra þeirra. Næst koma samvinnubændurnir eða vinstri- mennimir. Þeir eru öflugir í öll- um bygðum landsins, en hafa sárlítið fylgi í bæjunum. Fyr meir unnu þeir með smábændum og verkamönnum að því að bægja íhaldinu frá forustu þjóðmála. Síðan íhaldið valt úr forustuse3si gera bændur oft bandalag við sína fornu andstæðinga til að verkamenn verði þeim ekki of- jariar í landinu. Þar sem er þróttmikill bændaflokkur í landi hlýtur hann að ieggja til skiftis lóðið í vogarskálina, ýmist með íhaldsmönnum móti soeiaiistum, eða með sócialistum móti íhalds- mönnum, þarrnig, að hindraður sé of mikil yfirdrotnun hvors bæjarflokksins fyrir sig. Hafa danskir bændur gefið öðrum þjóðum þar glögt fordæmi, um það hversu miðstéttinni ber að jafna metin. í róttæka flokkn- um eru flestir danskir húsmenn, og er það mikil stétt, og auk þess nokkuð af frjálslyndum mönum í borgunum. Þessi flokk- ur nýtur þess að styðjast við víðlesnasta og stærsta blað lands- ins, Politiken. Yst til vinstri eru verkamennirnir. Eru þeir annar aðalflokkur landsins, en hinn bændumir. Danskir verkamenn eru lengi búnir að halda örugg- um félagsskap og hafa fengið miklu áorkað um kjör sín. Þeir hafa betri húsakynni og önnur ytri lífsskilyrði en geiist í öðr- um löndum. Af því þeim líður vei óska þeir hægfara umbóta en ekki byltinga. Þessir 4 flokkar hafa nú um alllangt skeið skifst í tvö sam- bönd um stjórnarmyndun og að- stöðu. 1 öðru eru íhaldsmenn og samvinnubændur, en í hinu smá- bændur og verkamenn. Er svo lítill aðkvæðamunur í þinginu milli þessara tveggja sambanda, að oft má varla á milli sjá. Hins- vegar koma hvorir tveir flokkar sér miðlungi vel saman. Þannig varð stjórn verkamanna að ganga til nýrra kosninga, af því að smábændaflokkurinn vildi ekki styðja þá nema í sumum málum. Á sama hátt á nú bændaforing- inn Madsen-Mygcjal í vök að \erjast um samkomulag við í- haldsmenn. Danskir bændur vilja skera niður mikinn fjölda óþarfra embætta, og spara þannig um 60 miljónir króna fyrir ríkissjóð. En þessi tiiðurskurður kemur hart niður á íhaldsmönnum, því að þeir sitja mjög í óþörfustu em- bættunum. Á hinn bóginn vilja íhaldsmenn koma á hæstum vemdartollum, vegna iðnaðar- forkólfa sinna, en danskir bændur hafa leng'i verið þeirri stefnu mótfallnir. Ef íhaldsmenn láta ekki undan um sparnaðinn á em- bættunum neyðist bændastjómin líklega til að leysa upp þingið í vor og leita enn úrskurðar kjós- enda. Varla myndi mikil breyt- ing verða á aðstöðu flokkanan. Stéttimai* standa harðfylktar um hagsmuni sína. J. J. ---o----- Merk þingmái. Félagið „Titan“, sem á foss- ana í Þjórsá vili virkja einn þeirra, og leggja jámbraut aust- ur ef landið leggur í hana 2 miljónir. Varamaður Jóns Þori., Þórarinn á Hjaltabakka hefir einn manna talað á móti því, á þeirn grundvelli, að hann sæi eft- ir peningunum í þessa samgöngu- bót. Reykvíkingar eru furðu tóm- látir um málið, og heyrist ekki til þeirra hósti eða stuna. En bændur á Suðurlandi eru þjakað- ir af samgönguleysinu, og þeir vona að málið gangi fram og verði að veruleika. Telja má víst að þingið veiti leyfið. Um hitt eru skiftar skoðanir hvort Títan geti framkvæmt fyrirætlun sína. En vegna nauðsynjar Sunnlendinga munu margir þingmenn, sem annars em móti sérleyfum til útlendra gróðafélaga vilja gera þessa tilraun. Þingmenn Norðmýlinga flytja enn frv. um að færa kjördaginn frá hausti til vors, kjósa 1. júlí. Mótmæli hafa komið úr mörgum kaupstöðum og kauptúnum. Segjast bægjamenn þá vera mjög tvístraðir og engu síður illa sett- ir á vorin en bændur í stórhríð- um á haustin. En Jón Guðnason kom þá með þá miðlunartillögu, að kjósa á vorin, en að menn gætu kosið á kjörstað hvar sem þeir eru staddir og væru atkv. síðan send í pósti til yfirstjóm- ar í kjördæmi hvers kjósanda, og þau ekki talin fyr en mán- uði eftir kjördag. Málið er enn í nefnd. Sem betur fer eru bænd- ur að vakna til meðvitundar um hvílík sneipa stétt þeirra er gerð með því að hafa kjördag á þeim tíma árs, þegar tugir manna, ef ekki hundruð geta faiist á einum degi í stórhríð, við að neyta at- kvæðisréttar, auk allra annara annmarka. Halldór Stefánsson beitist fyr- ir því að hver maður eigi sveit þar sem hann á lögheimili. Er sú krafa liður í sjálfbjargarvið- leitni sveitanna. Er hart fyrir fátæk sveitarfél. að ala upp mikið af starfslýð kauptúnanna, en fá svo heim á fæðingarsveitina þá sem heltast úr lestinni. Ef 4 ára skilyrðið fellur niður myndu bæ- irnir og raunar hvert sveitarfé- lag krefjast laga um bygðar- leyfi, enda er Bemhard að þoka því áfram. Sorglegasta tákn tímanna er lánsheimild sú, sem núverandi stjórn er að koma gegn- um þingið með nokkurri leynd. Eftir því sem eitt dagblaðið held- ur fram vill stjórnin krækja í alt að 9 miljónir króna í Ame- ríku. Er það tekið vegna stórút- gerðarinnar og kreppu þeirrar er íslandsbanki hefir verið í. En sú kreppa er aftur nálega ein- göngu vegna tjóns á útgerðarlán- Reykjavík, 12. mars 1927. 11. blað. -■ Talsímar 5 og- 65 - míðar og selur hurðir, glugga og allskonar lista til húsagerðar úr þiirkaðri sænskri úrvalsfuru. — Selui' enni'remur alt annað, sem til húsagerðar útheimtist. Höfum mest úrval af Vefnaðar- v ö r u m úr ull og baðmull. Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Símn.: Coop6rage a í b y nit til beykisiðnar, smjörkvartel o.,s. frv. frá stærstu beykissmiðjum í I >anmörku. Höfum i mörg ár selt tunnur til Sambaudsins og margra kauptnanna. um, því að bankinn skiftir lítið við aðra og síst við bændur. Voðinn liggur í því að vegna dýr- tíðar og verðbralls í Rvík og vegna gengishækkunarinnar eru atvinnuvegirnir reknir með tapi ár eftir ár. Síðan 1920 hafa verið tekin lán á lán ofan langflest á ábyrgð landssjóðs. I vor verða útlendar skuldir lánsstofnana og mest á ábyrgð allra landsmanna milli 40—50 miljónir, ef alt fer eins og J. Þorl. ætlaðist til. „Við- reisn fjárhagsins“ er í höndum hans sú að koma fjárhættuspili gróðabrallsmanna landsins yfir á ábyrgð samþegnanna. Eini vott- urinn um það, að Jón líti nú yfir alt sem hann hefir gert, og sjái að það er harla vont, er það að hann þorir ekki að láta þjóðina vita um upphæð þess stórláns, sem hann er að koma á hið breiða bak gjaldenda í landinu. Málið er nú komið gegn um Nd. Fft & OSH leiri heimili. (8) Halldór Stefánsson ber fram frv. um fjölgun býla. Vill hann að landssjóður leggi fram 100 þús. kr. árlega til að stofna nýbýli. Höfuðstóll þessi skal lán- aður út með góðum kjöi*um, vaxtalaust um nokkur ár og síð- an með mjög lágu afgjaldi. Flutningsmaður hefir með fi’v. þessu viljað freista að þoka mál- inu eins langt, og hægt væri undir núverandi kringumstæðum. Hann takmarkar verksviðið, þannig að landnámsjóðurinn nái til býlafjölgunar eingöngu, en ekki til að endurbyggja eldri bæi. En því miður er veruleikinn sá, að jarðir eru nú að fara í eyði allvíða á landinu af því efnilitlir leiguliðar geta ekki risið undir að endurbyggja hús og útihús. Hitt má játa að býlafjölgun og endurbygging krefst meira fjár- magns heldur en auðgengið er að nú sem stendur. H. Steins. gerir ekki ráð fyrir að skapa sér- stakan tekjustofn vegna land- námssjóðsins. Varð það til þess að tveir eða þrír íhaldsþingmenn sem væntanlega myndu lenda í gróðaskatti, ef slíkur tekjustofn væri myndaður vegna byggingar- og landnámssjóðs, létu í ljósi nokkra ánægju yfir frv. Benda ýms sólarmerki á að íhaldsmenn álíti ekki lengur fært að sýna hugmyndinni opinbera óvild. Samskólafrumvarpið. 1 Tímanum 26. febr. er m. a. komist svo að orði í grein, sem- kölluð er „Orð og athafnir“: „Yfir þetta skólabákn (c: sam- skólana) á að reisa stórhýsi, sem áreiðanlega kostar mörg hundruð þúsund króna. Og rekst- ur þessa skóla á ríkið að kosta að miklu meira leyti en það nú kostar héraðsskólana í sveitum". Eftir tilmælum mentamála- nefndar neðri deildar gerði eg fyrir skömmu áætlun um kostn- að ríkissjóðs af samskólunum, ef þeir kæmust á. Eg geri ráð fyr- ir, að greinarhöfundi hafi láðst að gera það, áður en hann kvað upp dóminn og skal því til leð- réttingar orðum hans lýsa nið- urstöðunni af rannsókn minni, en vísa annars til áætlunarinnar, sem prentuð mun verða sem fylgiskjal við nefndarálit meiri hlutans. Óvíst er enn um stofnkostn- aðinn, en sennilegt þykir að hann verði alls um 700 þús. krón- ur. Þetta eru auðvitað „mörg hundruð þúsund“ krónur. En þess ber að gæta, að ríkissjóði er ekki ætlað að greiða nema 2/5 af þeirri fúlgu eða 280 þús. Gera má ráð fyrir að sú upphæð sé fullhátt áætluð, því að líklegt er að verðlag lækkaði frekar en lxækkaði, áður en lögin kæmust til framkvæmda. Og engum þeim, sem að þessu frumvarpi standa, kemur til hugar, að féð verði lagt fram á kreppuári. Nú er gert ráð fyrir, að í sambandinu yrðu 4 skólar, ekki eingöngu eða aðallega kaup- mannaskóli, eins og höfundur greinarinnar virðist gefa í skyn, heldur líka gagnfræðaskóli, iðn- skóli og vélstjóraskóli. Þessi síð- ast taldi skóli er ríkisskóli og hefur ófullkomið leiguhúsnæði. Þótt ekkert yrði úr samskóla- hug-myndinni, mundi ríkið ekki geta komist hjá að reisa skóla- og vélahús handa þessum skóla áður en langt um líður. Fróðir menn telja, að það gæti ekki kostað minna en 150 þús. kr. Þá er í rauninni stofnkostnaður rík- isins af hinum skólunum þrem- ur 130 þús. krónur í hæsta iagi. Af þessum þremur skólum ein tveir sérskólar og til þessa hefir ríkið kostað slíka skóla að mestu eða öllu (sbr. kennaraskólann, sjómannaskólann, vélstjóraskól- Einnig bestar saumavélar og prjónavélar. Sendum vörur gegn eftirkröfu hvert á land sem er. Sendið okk- ur litla pöntun til reynslu, það getur orðið upphaf að föst-. um viðskiftum okkar í milli. Viðskiftavinum utan af landi fjölgar með ári hverju, það ev sönnun fyrir vörugæðum, sann- gjörnu verði og góðri afgreiðslu. Reykjavík. ann og' bændaskólana o. s. fi*v.). Getur nú ekki höfundur grein- arinnar fallist á það með mér, að það sé vafasamt, hvort rétt sé að telja, að ríkið eigi að leggja fram nokkurn eyri í stofnkostnað vegna hinnar eiginlegu unglinga- fræðslu, gagnfræðafræðslunnar, í bænum ? En sé svo, þá verður lítið úr þeirri fullyrðingu, að stjórnin vilji „veita Reykjavík alt sem hún biður um, þó að það kosti hundruð þúsunda“. Eg get ekki fjölyrt um rekst- urskostnaðinn, það yrði of langt mál, en vísa til áæitlunar minnar, sem áður er getið um. Eg skal aðeins nefna niðurstöðuna. Þeg- ar gerður er samanburður á reksturskostnaði samskóianna fyririiuguðu og því fyrirkomu- lagi, sem nú er, og miðað er við, að engu verði við aukið nema því, sem ókvæmilegt er, vegna þrengsla í gagnfræða- deild Mentaskólans, þá verður reksturskostnaðai*aukinn, ef sam- skólafrumvarpið verður að lög- um, um 6000 krónur. Finst ekki fleirum en mér, að hatrið til Reykjavíkur hafi hér leitt grein- arhöfund í gönur? Jón Ófeigsson. Aths. Ekki þótti ástæða til að neita hinum heiðraða greinarhöf. um rúm í blaðinu. En öll aðal- atriðin, þrjú, úr Tímagreininni standa óhrakin: að samskólahús- ið á að kosta mörg hundruð þús. kr., að með lögum á að tryggja ríkisstyrk hærri en héraðsskólarn- ir fá nú og að þeir menn sem að þessu máli standa vilja láta ríkið taka að sér mentun kaupmann- anna, en samvinnumenn virða þeir ekki einu sinni viðtals. Verða þeir fleiri en Tíminn, sem leggja þungan dóm á. — Óskandi væri, ef greinarhöf. fengi síðar meiri mannaráð í skólum, og þess munu margir vænta, að hann temdi sér meiri stillingu og sann- girni en kemur fram í niðurlags- orðunum. Ritstj. ----o----- Jarðarför Odds Hennannsonar fór fram 7. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Sr. Bjarni Jónsson flutti ræður á heimili hins látna og í kirkjunni. Starfsfjelagar Odds heitins og bekkjarbræður í skóla báru kistuna!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.