Tíminn - 19.03.1927, Side 1

Tíminn - 19.03.1927, Side 1
©faíbtfeti 99 afgrei&slumaöur Cimans er Xannpeig þorstei nsöóttir, Sambanósljúsinu, KeYfjauíf. Címans er t Sambanös^úsinu. ©ptn óaatega 9—\2 f. t). Sími 496. XL Ar Reykjavík, 19. mars 1927. 12. blað. IJtan úrheimi. Uppsrangrur Bandaríkjanna. Aðstaða Bandaríkjanna varð sú í heimsstyrjöldinni miklu, að til þeirra flaut mikið af hinu hreyfanlega fjármagni Evrópu. Bandaríkin lögðu Vesturþjóðun- um til mikið af herbúnaði og mátvælum, en eyddu sjálfir litlu við þátttöku sína í stríðinu, bæði af fé og mönnum, í samanburði við stórþjóðir Evrópu, sem fóm- uðu bæði auði og mannslífum, svo að aldrei hefir stærri fóm verið færð áður í nokkru stríði. Eftir stríðið hefir Bandaríkja- þjóðin fært sig upp á skaftið, og er nú fremst allra þjóða í stefnu- fastri leit eftir sem mestum auði, með sem minstri fóm og á- hættu. Bandaríkin bratu á bak aftur heit hins mikla leiðtoga Wilson. Hann stofnaði þjóðbandalagið til að fyrirbyggja ófrið og eyði- legging í framtíðinni. Banda- ríkjaþjóðin neitaði að vera með í þessum félagsskap. Áhættan af erlendri ásókn er lítil fyrir Bandaríkin. Þau era stærsta og sterkasta ríki jarðarinnar og varin af tveim heimshöfum. Vegna sinna borgara þurftu Bandaríkin ekki að vera með í al- heimsfélagsskap fyrir friðnum. Auk þess hlaut hvert af hinum stærri ríkjum að taka á sig nokkum kostnað og ábyrgð við samstarf þjóðanna. Evrópuríkin halda áfram að fóstra hugsjón Wilsons, hversu sem fara kann með þroskann, enda hefir Norð- urálfan æma þörf fyrir aukna friðarstarfsemi. Eina hættan sem Bandaríkjun- um gæti staðið af öðrum þjóðum í hemaði væri af sigursælum er- lendum flota, og er þó erfið sókn til Ameríku, bæði yfir Atlants- haf og Kymahaf. En engin þjóð gæti látið sér koma til hugar að flytja landher til Bandaríkja, Vitundin um að eina hemaðar- hættan kynni að vera af samein- uðum flotum nokkurra stór- velda, knúði Bandaríkin til, skömmu eftir ófriðarlokin, að kalla hinar skuldugu þjóðir á fund í Washington og var um- ræðuefnið að takmarka herskipa- stól stórþjóðanna. Komst á fast- ur samningur um töluhlutfall bryndrekanna. Bandaríkin og England máttu hafa 5 dreka, þegar Japan bygði 3 en Frakk- land og Italía 1.75 hvor. Þýska- land var afvopnað og Rússland ekki með í samningunum. Frökk- um þótti sér smán gerð með því að skamta þeim svo lága tölu, en skuldimar vora hlekkur um háls þeirra. Nú í vetur boðar Bandaríkjaforseti til annars fundar um að koma hinu sama skipulagi á um minni herskip þjóðanna, einkum kafbáta. Tak- ist Bandaríkjum að takmarka flota annara þjóða, en vera sjálf- ir sterkastir með Englendingum, án þess að fóma miklu fyrir ör- yggið, telja leiðtogar þeirra að málunum sé vel borgið. J. J. -—o——- ófarir. Erfið reyndist Jóni Þor- lákssyni vömin í gengismálinu. Gafst illa málstaðurinn, og lagði enginn honum liðsyrði. Og þegar andstæðingamir hófu hina síð- ustu sókn sína flýði forsætisráð- lierrann frá umræðunum og yfirgaf þingsalinn. ---o--- Skuldakóngurinn. „Viðreisn fjárhagsins“I! Mestu og alvarlegustu tíðindin sem borist hafa út um landið frá Alþingi, eru tíðindin um hinar nýju miljónalántökur. í vor sem leið tók fjármálaráð- herrann þriggja miljón króna lán í Danmörku. Það lán er nú orðið fast, að langsamlega mestu leyti í húsum kaupstaða og kauptúna. Þá er næst stóra lánið, sem hinn sami fjármálaráðherra fékk fjárhagsnefnd neðri deildar til að bera fram framvarp um, því að hinn ameríski lánveitandi krafð- ist skýlausrar lagaheimildar fyr- ir því að fjármálaráðherra á- byrgðist lánið af ríkisins hálfu. Hefir ráðherrann tekið það ó- heillaráð, sem í rauninni er beint brot á stjómarskipun landsins, að leyna því fyrir alþjóð hversu stórt þetta lán á að vera. Það era íslenskir kjósendur sem, nauðugir viljugir, eru gerðir að ábyrgðaimönnum þessa nýja miljónaláns, og þess vegna er sú aðferð óafsakanleg með öllu, að leyfa ábyrgðarmönnunum ekki að vita hve háa skuld þeir ábyrgjast. En eitt af stjómarblöðunum hefir sagt frá því að þetta nýja lán sé að hámarksupphæð níu miljónir króna. Hefir því ekki verið mótmælt af ráðherranum, og verður því að hafa það fyrir satt, þangað til annað reynist réttara. Loks er borið fram frumvarp um það af einum í fjárhagsnefnd neðri deildar, fyrir landsstjóm- ina, að ríkið taki 43/4 miljóna króna lán, til nýs veðdeildar- flokks handa kaupstöðum og kauptúnum, sem á að verða 4 milj. kr. hár, en einhver slatti er á pappímum ætlaður Ræktunar- sjóði. Eftir þessu eru hinar nýju lán- tökur samtals að upphæð nálega 17 — sautján — miljónir króna. Þetta er gert fyrir forgöngu þeirrar landsstjómar sem þóttist vera að vinna að „viðreisn fjár- hagsins" og taldi það eiginlega eina verkefni sitt að borga sliuldirl! Fyrir tíð núverandi stjómar var það Magnús Guðmundsson sem var hinn ókrýndi skuldakon- ungur þessa lands. Enska lánið og fjáraukalögin miklu munu lengi halda nafni hans á lofti. En nú hefir Jón Þorláksson langsamlega sett met í lántökum. Nálega sautján miljónir króna á einu ári! Skuldakóngurinn öllum meiri er hann orðinn. Og það er ekki nóg með það, að hann beri með réttu skulda- kóngsnafnið, af því að hann hafi tekið og ábyrgst og muni taka meiri lán en nokkur annar. Hinn sorglegi sannleikur er sá að Jón Þorláksson er jafnframt sá maður sem ber ábyrgðina á þeim tíðindum, sem því valda að sjóðir Islendinga eru nú svo tómir að taka verður þessi milj- ónalán. Þessi miljónalán eru nú tekin vegna þess að að undanförnu hefir verið stórtap á þjóðarhú- skap okkar íslendinga. Um síð- ustu mánaðamót var aðstaða bankanna út á við um það bil 15 miljónum króna verri en hún var á sama tíma í fyrra. En þessi töp íslendinga og þessi alvarlega aðstaða út á við stafar fyrst og fremst af hinni gálauslegu og ráðdeildarlitlu hækkun krónunn- ar. — Fyrir fjórum árum síðan hóf Jón Þorláksson yfirreið sína um landið, sem frægt er orðið. Hann þuldi tölur yfir mönnum. Hann kvað upp þungan dóm yfir þeim mönnum, sem stýrt höfðu fjármálum þessa lands — þyngstan að maklegleikum yfir Magnúsi Guðmundssyni, þáver- andi skuldakóngi. Talnalestur Jóns Þorlákssonar bar þann árangur að hann náði kosningu til Alþingis, vildi verða forsætisráðherra, en gat ekki þá. En fjármálaráðherra varð hann, og starfsbróðir þess manns og þeirra sem hann hafði áfelt mest með tölum sínum. Og nú getur hann farið að reikna út nýjar tölur, hærri og ægilegri tölur en nokkru sinni áður. Það eru miljónalánin sem hann hefir tekið sjálfur og á- byrgst — sautján miljónir á einu ári. Og það er hann sjálfur sem ábyrgðina ber, nálega að öllu leyti, því frumorsök þarfar- innar fyrir miljónaláninu, er gengishækkunin hans. — Þannig hljóðar: Æfintýrið um litla manninn með tölumar, sem varð skuldakóngur á Islandi. ----o----- Flelr! heimill. (9) Þriðja frv. uni) landnáms- sjóð flytur Jón Baldvinsson for- maður verkamannaflokksins. — Hann vill að landið geri tvær tilraunir í allstórum stíl með landnám, tryggi sér hentugt ræktarland í tveim gæðasveitum austanfjalls, ölfusi og Holtum og reisi 25 ný heimili á hvorum stað. Eftir framlagi úr landsjóði gerir flm. ráð fyrir að hvert býli kosti að, minsta kosti 20 þús. kr. og er það raunar ekki meira en fullræktað og vel bygt smá- býli kostar nú í Danmörku. Gert er ráð fyrir að landið eigi jarð- imar og leigi þær með viðunandi kjörum. Verulegasti annmarki á þessu frv. er að það er of fjárfrekt í hvert býli og mætir ekki þörfinni í hverri einustu sveit á landinu. Rétt er að geta þess að flm. tel- ur þetta aðeins vera fyrstu til- raun*. En ef hvert býli kostar landnámssjóðinn svo mikið, myndi heimilafjölgunin sækjast seint. Ávinningurinn við frv. Jóns Baldvinssonar liggur í því að þar er fengin viðurkenning frá þriðja aðalstjómmálaflokki lands- ins um að hann vilji vinna að landnámi með veralegum stuðn- ingi af opinberu fé. í haust um kosningamar lýsti foringi verkamanna í Hafnar- firði því yfir, að verkamenn ósk- uðu einkis fremur en að landnám tækist að nýju í sveitum landsins til þess að fólksstraumurinn úr sveitinni eyðilegði ekki fram- færslumöguleika þeirra sem fyrir eru í kaupstöðum og kauptúnum. Jarðabæturnar 1925. Búnaðarfélagið hefir nú lokið við að gera upp skýrslu yfir unn- ar jarðabætur 1925, eftir mæling- um trúnaðarmanna, gerðum 1926 og verður útkoman sú um þær jarðabætur, er heyra undir II kafla jarðræktarlaganna, að 2280 jarðabótamenn (bændur) í 180 búnaðarfélögum (eða hreppum) hafa á árinu 1925 unnið að: . áburðarhúsum 28672 dagsv. túnrækt 157352 — garðrækt 1854 — Samtals 187878 dagsv. og styrkurinn nemur fyrir áburðarhúsin kr. 43008.00 túnræktina — 167352.00 garðræktina — 1483.20 Samtals kr. 201843.20 Frádráttur (á túnrækt) eftir 10. gr. laganna nemur kr. 25260.00 og verður þá gjaldskyldur styrk- ur kr. 176583.20 en í fyrra var hann kr. 132.744, og þá var frá- dráttarákvæði 10. gr. ekki beitt. Hæstur er styrkurinn í Gull- brignu- og Kjósarsýslu (með Reykjavík) eða kr. 44213.50, lægstur í Norður-Múlasýslu — einar 587 krónur. Milli 10 og 20 þús. er styrkurinn í Eyjafjarð- arsýslu (með Akureyri), Ámes-, Rangárvalla- og Skagafjarðar- sýslu. Á 18 þjóðjörðum hafa verið unnin 616 dagsverk til land- skuldargreiðslu og afgjaldsmátt- ur þeirra er kr. 4564,37, og á 80 kirkjujörðum 2636 dagsverk- um og afgjaldsmáttur þeirra er kr. 19120.41. I fyrra voru þessar jarðabætur nokkru meiri en nú. Um þessar jarðabætur má geta þess, að ekki verður greitt meira fyrir þær á þessu ári en sem svarar ársafgjaldi þeirra jarða, sem þær eru unnar á, og jarða- bótaskýrslurnai', sem heyra undir II. kafla laganna, er nú verið að afgi’eiða til stjórnarráðsins og má vera að einhverjar lítilsháttar breytingar verði gerðar á þeim þar. Þá eru og fáeinar skýrslur, sem enn liggja milli hluta. Geta því orðið einhverjar breytingar á tölum þeim, sem hér eru nefndar. Hér kemur þó gleðileg framför í ljós, einkum þegar þess er gætt, að 1925 vora mældar allar jarða- bætur, sem gerðar höfðu verið eftir 1. júlí 1923 og þá engum frádrætti beitt við úthlutun styrksins. ----o---- Albíngí. Frumvörp. Halldór Stefánsion flytur frv. um landnámssjóö Islanda. Sam- kvæmt því á ríkissjóður að leggja 100 þús. kr. árlega í þann sjóð. Sé fénu varið til að styrkja ný- býli, sem einstakir menn eða sveitafélög vilja stofna eða ríkið sjálft, ef aðrir verða eigi til þess. Framlög til nýbýla veitist gegn ævarandi afgjaldi af býlinu, 2% árlega af framlaginu. Sé þó af- borgunarlaust 10 fyrstu árin. Sjóðurinn sé undir sömu atjóm og Ræktunarsjóður. Jón Baldvinsson flytur frv. um forkaupsrétt kauptúna að jörð* um í nágrannahreppi, hafi hrepp- urinn sjálfur hafnað sínum for- kaupsrétti. Frv. um skyldu útgerfarmauui til að tryggja fatnaS «g muni lögskráðra skipverja (Flm. J. Bald.). Einar Jónss. flytur þál. um að skora á stjórnina að gjöra áætl- un um kostnað við að byggja barnahæli og reka kúabú í Gunn- arsholti á Rangárvöllum. Jón Baldvinsson flytur frv. um stofnun nýbýla. Ríkisstjómin skal leitast fyrir um kaup á landi í Rangárvalla- og Ámes- sýslu er nægi til að stofna 50 nýbýli. Kosti ríkið ræktun lands- ins og nauðsynlegar byggingar en leigi síðan býlin. Stjómin hafi heimild til að taka alt að 1 nailj. og 200 þús. kr. lán í þessu skyni. Björn Líndal flytur frv. um salemahreinsun á Akureyri. Ingvar Pálmason flytur frv. um stofnun húsmæðraskóla á Hall- ormsstað. Halldór Steinsson ber fram tillögur (stjórnarskrárbr.) um afnám landkjörinna þingmanna. Pétur Ottesen flytur till. (br.- till.) um að sameina fræðslumála- stjóraembættið kennara- eða skólastjórastöðu við Kennara- skólann. Þór. Jónsson og Ben. Sveinsson flytja br.tiIL við frv. um sérleyfi Titans. Er hún um það, að ákvæði um framlag ríkissjóðs til jám- brautarinnar skuli falla niður. Ben. Sv. flytur br.till. við vega- lagafrv. — um Kópaskersveg. Þingsályktunartillögur. Jón Baldvinsson, Jónas Jóns- son og Magnús Kristjánsson flytja þál. um að rannsaka veg- arstæði milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Sé rannsóknin framkvæmd í sumar og árangur hennar ásamt kostnaðaráætlun lagt fyrir næsta Alþingi. Jón Guðnason og Ingvar Pálmason flytja þál. um áfengis- varnir: Að afnema vínsölustaði þar sem þess er óskað, leita nýrra samninga við Spánverja og birta skýrslur um lyfseðlaút- býting lækna. Halldór Stefánsson, Ámi Jóns- son og Jón Kjartansson flytja þál. um breyting á reglugerð Ræktunarsjóðsins. Megi veita lán til rafmagnsstöðva í sveitum til 20 ára og alt að 3/6 virðingar- verðs stöðvana. Taki þessi breyt- ing og til þeirra lána, sem þegar eru veitt. Jónas Jónsson flytur þál. um að skora á landstj. að kaupa eða leigja hentuga flugvél til póst- flutninga hér á landi og fá hæf- an mann til að stjóma henni. Tilraun skal hefjast á næsta sumri. Fjórir þm. (Bemh. Stefáns- son, Einar Ámason, Jakob Möller og Jónas Kristjánsson) flytja í sameinuðu þingi þál. um að láta fara fram stúdentspróf við Gagn- fræðaskólann á Akureyri á vori komanda. I Gagnfræðaskólanum hefir um 3 síðustu ár verið fram- haldskensla samskonar og í lær- dómsdeild Mentaskólans í Rvík. Er nú að því komið, að þeir, sem fyrstir nutu kenslu þessarar taki stúdentspróf, og er tillagan komin fram. til þess að spara þeim ferðakostnað og önnur óþægindi við það að taka próf- ið í Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.