Tíminn - 26.03.1927, Page 2

Tíminn - 26.03.1927, Page 2
eo TlMIW* Frá útlðndum, Mjög alvarlegt hneikslismál er nýlega til lykta leitt í Bandaríkj- unum. Auðmaður, að nafni Dobmy, fékk fyrir nokkrum ár- um leigðar olíunámur miklar sem ríkið á. Nú hefir hæstiréttur kveðið upp dóm sem fellir leigu- samninginn úr gildi, þar eð hann hafi verið fenginn með sviksam- legu framferði. Er talið að Dobmy verði fyrir tjóni sem nemi sjö miljónum sterlingpunda. En á grundvelli þessa dóms er það talið víst, að sá maður sem á þeim tíma var innanríkisráð- herra, og leigði námumar, Fall að nafni, verði dæmdur fyrir að hafa þegið mútur. Ummæli hæstaréttar eru afarhörð og svog mikið hneiksli mun aldrei fyr hafa komið fyrir í stjómmála- lífi Bandaríkjanna. — Fyrstu vikuna í mars, dóu rúmlega 1000 manns úr inflúensu í London og 100 stærstu borg- unum á Englandi. — Nýtt atriði hefir komið fram í hinu mikla máli sem norska þingið ákvað að höfða gegn Abraham Berge, fyrverandi forsætisráðherra íhaldsmanna, vegna miljónalánsins sem hann veitti hinum illa stadda banka og leyndi þingið því, bæði þá og síð- ar, að lánið hefði verið veitt. Er því haldið fram að málinu eigi að vísa frá vegna þeirra ákvæða hegningarlaganna að mál sem hafið er til þess að koma fjár- málaábygð á hendur öðrum verði að hefja áður en ár er liðið frá því að atburðir gerðust. Er með öllu óvíst hvort málinu verður vísað frá á þessum grundvelli eða ekki. — Við konungshirðina ensku mega ekki sjást stutt pils eða klipt konuhár. Ekki er konum þar heldur leyfilegt að ríða í hnökkum. Erfitt mun það þó sennilega reynast, fyrir þessa valdhafa, sem aðra, að spyrna á móti tískunni. — Æðsti maður ráðstjómar- arinnar rússnesku, Stalin, flutti ræðu í Moskva, snemma í þess- um mánuði, og komu meðal ann- ars fram hjá honum eftirfarandi atriði: „Stríð við Rússland verð- ur hvorki háð nú í vor, né í haust, sagði Stalin. óvinir okkar eru ekki við því búnir enn, og- þeir þora heldur ekki að taka afleiðingunum af því, því að verkamennimir í Vestur-Evrópu munu ekki þola það að farið sé með ófrið á hendur Rússlandi. En sjálfir viljum við eiga frið við alla. Fylsta vinátta ríkið við alla nábúana að austanverðu, í Asíu. En hitt getur komið fyrir að Ekigland slíti stjómmála- sambandi við Rússland. Þó vill Italía ekki gera ráð fyrir að enska stjómin þori að taka á sig þá ábyrgð. Loks gat hann þess að fjárhagsleg viðreisn Rúss- lands væri á bestu leið. — Mjög ljóst dæmi um harð- stjómina á ítalíu er eftirfarandi: Þýskur blaðamaður frá hinu al- kunna blaði Rlustrierte Zeitung, var á ferð í Italíu fyrir nokkmm mánuðum og birti síðan í blaði sínu myndir frá ferðinni. Svo (kom þessi sami maður aftur til Italíu, snemma í þessum mánuði í sömu erindum. En þá var hann óðara tekinn fastur, útlendur maður. Hann er ákærður um að myndimar sem hann tók, og tekstinn, hafi gefið óvilhalla mynd af ástandinu á Italíu. Er búist við að hann fái fyrir langa fangelsisvist. Mælist þetta af- skaplega fyrir um öll lönd. Er ó- hugsandi, að slíkt sem þetta geti komið fyrir annarstasðar en á Italíu, 1 Norðurálfu a. m. k. — Pólland er í þann veginn að taka stórlán í Bandaríkjunum. En sá böggull fylgir skammrifi, að talið er víst að lánveitendur áskilji sér að hafa eftirlit með f j ármálast j óminni. — Samkvæmt opinbemm skýrslum er talið að í hinum miklu jarðskjálftum 1 Japan ný- lega hafi týnt lífi 3274 manns, en 6734 særst alvarlega. Þá er talið að 70 þús. manns hafi orðið húsnæðislausir og 8 þús. hús hafi eyðilagst. Bar svo að sem venju- lega, að fyrst hrimdu húsin í jarðskjálftanum og þvínæst kom óslökkvandi eldur upp í rústun- um. Fór svo fyrir mörgum, að fyrst hlutu þeir meiðsl og ör- kuml, en þvínæst bmnnu þeir í rústunum. Tjónið er metið hátt á þriðja hundrað milj. kr. — Englendingar leggja nú mikið kapp á að auka herlið sitt á Indlandi. Bera þeir því einkum við, að undirróður af hálfu er- endreka frá Rússlandi valdi ó- kyrð í landinu og verði því þörf- in æ meiri að auka herinn. Jafn- framt samþykti enska þingið ný- lega, með yfirgnæfandi meiri- JUNO saumavélarnar eru tví mælalaust bestar og lang ódýrastar. Einkaumboðsmenn SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA hluta atkvæða, að auka flotann við Indland. Á að fá á þau skip allmikið af indverskum hermönn- um, en yfirmenn allir eiga að vera enskir. — Gott dæmi um hinn vaxandi auð Bandaríkjanna er það, að samkvæmt skýrslum hafa bank- ar í Bandaríkjunum lánað til annara landa 1355 miljónir doll- ara árið sem leið. Áður fyr var það svo að á Englandi var mið- stöð peningamarkaðsins í heim- inum. Hún er nú flutt til Banda- ríkjanna. Fpéttlr. Veðrið. Austanátt á Norðaust- urlandi. Annarsstaðar suðaustan og hlýtt. Gestir í bænum. Hallur Krist- jánsson bóndi á Gríshóli í Snæ- fellssnessýslu, Guðbrandur Magn- ússon kaupstjóri í Hallgeirsey, Þórarinn Árnason bóndi að Mið- húsum í Barðastrandarsýslu, Eggert Stefánsson söngmaður og Stefán skáld í Hvítadal. Dánardægur. Frú Annika Jens- dóttir, kona Páls Eggerts öla- sonar prófessors, andaðist á Víf- ilsstöðum 20. þ. m. eftir lang- varandi veikindi. „Alkohol úrelt svikalyf“ heitir bæklingur, sem Jónas læknir Krístjánsson hefir þýtt úr ensku. Er ritið eftir amerískan vísinda- mann og ræðst hann á þá kenn- ing að vínandi sé styrkjandi fyr- ir líkamann og telur, að læknar eigi að leiða almenning frá þeirri villu. ólöglegt áfengi fanst í Goða- fossi fyrir skömmu, og var bryt- inn sektaður um 250 kr. Einnig fundust nokkrar flöskur í dönsku skipi, sem heitir „Vera“, og vom stýrimaður og bryti dæmdir í 250 kr. sekt hvor. Þá var og há- seti á norsku skipi frá Hauge- Merk þingmál. m. Mikil átök urðu um áburðar- málið í Nd. við fyrstu umræðu. Tilgangur frv. er að ná undir op- inbert eftirlit sölu á Noregssalt- pétri, og að fá ókeypis flutning til landsins. Allir Framsóknarmenn fylgdu málinu, en íhaldsmenn klofnuðu. Meginhluti þeirra vildi drepa frv. strax, en Jón á Reyni- stað og Ottesen voru þar undan- tekning. Fenger lét Valtý Stef- ánsson blása að kolunum og dönsuðu þeir eftir hans pípu Jón Kj., Jón Auðunn, Líndal, Ámi og Hákon. Valtýr undi illa sínum hlut að geta ekki komið Magnúsi á Blikastöðum úr stjóm Búnaðarfél. og vildi auðsýnilega hrella hann sem mest um leið og hann vann fyrir hina útlendu eigendur Mbl. Fullvíst er að meiri hluti íhaldsmanna í Nd. ætlar að meta meira hagsmuni útlendinga þeirra en nú fara með áburðar- söluna, heldur en bændanna sem ættu að fá hann álagningarlaust. Færsla kjördagsins hefir ver- ið lengi í nefnd, en er nú að koma í dagsins ljós. Hafa þeir unnið að málinu Jörundur, Jón Guðnason og Ámi. Á móti em Héðinn og Jón Kj. Meirihlutinn vill bæta úr þeirri miklu yfir- sjón eldri þinga, er fluttu kjör- daginn á þann tíma þegar stór- hríðar, ófærar ár og sjór geta valdið stórslysum við kjörsókn og hindrað þúsundir kjósenda frá að nota réttt sinn. Til að bæta úr óánægju kaupstaða- og kauptúna- búa, sem oft eru burtu frá heim- ilum sínum á vorin, fylgir meiri hlutinn till. Jóns Guðnasonar um að menn sem eru fjarri heimilum sínum geti kosið á þeim kjörstað er þeir ná til, og síðan séu at- kvæðin í lokuðu umslagi send yfirkjörstjóm í því kjördæmi þar sem maðurinn á heima. Þar má sannprófa hvort maðurinn er á kjörskrá og hvort hann hefir áður kosið. Húsmæðrafræðslan er nú loks- ins í uppsiglingu, og má telja það einhvern merkasta þátt í starfi þessa þings. 1 haust er gert ráð fyrir að Sigurborg Kristjánsdótir byrji skóla sinn á Staðarfelli og verður það hinn fyrsti fullkomni og sjálf- stæði húsmæðraskóli í sveit. Á Isafirði hefir kvenfélag haldið uppi skóla nokkur ár með góðum árangri og leggur fjárveitinga- nefnd til að hækka styrk til hans. Þá fær Blönduósskólinn 6000 kr. í raflýsingu. Er sá skóli í mikl- um uppgangi, hefir valda kenn- ara, og er í þann veginn að verða fullkomnasti skóli í verk- legri kenslu fyrir konur. 1 Eyja- firði hefir Guðrún frá Veðramóti, 1 garðyrkjukona og maður hennar Sveinbjöm byggingarfræðingur reist myndarlegt nýbýli í Kaup- angslandi. Hygst frú Guðrún að halda þar lítinn húsmæðraskóla og eru allar líkur til að hún fái nokkum rekstursstyrk. Þá hafa konur í Þingeyjarsýslu safnað fé í mörg ár í húsmæðraskóla. Vilja þær nú reisa hann á Laug- um. Jóhann byggingarfræðingur hefir teiknað húsið og er það lít- ið en laglegt og í bæjastíl, eins og skólinn. Fjárveitingamefnd Nd. mælir með 11 þús. kr. fjár- veitingu til þessa húss en 1 * 3/5 koma annarstaðar að. Ekki hugs- að til að sá skóli verði stærrí en svo að hann fullnægi þörf kvenna í Þingeyjarsýslum. Loks kemur skólinn á Hallormsstað. Fyrsti landkjörinn (J. J.) hreyfði því máli í fyrra, að landstjóm- in leitaði samninga við frú Sig- rúnu Blöndal í Mjóanesi um að hún stýrði húsmæðraskóla á Hallormsstað, en þá var málið ekki útrætt. Nú flytur Ingvar Pálmason málið. Vill hann að reistur sé á Hallormsstað hús- mæðraskóli fyrir alt Austurland, og það rúmgóður að 40 stúlkur geti stundað þar nám. Málinu var vísað til mentamálanefndar Ed. Eiga þar sæti I. H. B., Jóh. Jóh., og J. J. Má telja víst að þau þrjú ýti málinu áfram, I. H. B. sem fulltrúi kvenna, aem mjög hafa verið afræktar í þessum efnum, Jóh. Jóh. sem þingmaður Seyð- firðinga og J. J. sem áður hefir flutt það. Þó að tækist að koma í gegn fjárveitingu til byggingar móti framlagi frá Austfirðingum, myndi nokkuð verða að bíða kenslunnar. Munu meðhaldsmenn málsins því vilja beita sér fyrir því að frú Sigrún í Mjóanesi fái nokkum styrk til að geta haft húsmæðrafræðslu fyrir 7—10 stúlkur á heimili sínu, þar til skólinn er kominn upp. Þess má geta að hingað til hefir hið verklega uppeldi kvenna verið gersamlega vanrækt, að því er snertir aðstöðu til skóla- göngu. Má heita að ekki kæmi skrið á málið fyr en tveir þing- menn Framsóknarflokksins komu með frv. um Staðarfellsskólann á þingi 1923. Síðan hefir vaknað áhugi víða um land fyrir umbót- um í þessu efni. Mun sú stefna rétt, sem nú er fylgt, að feta sig hægt áfram, hafa nokkra litla skóla, ýmist 1 sveit eða bæjum, og haga svo til að þeir séu ódýrir í rekstri. Árskostnaður við tvo, þrjá skóla fyrir tugi af hús- mæðraefnum landsins þarf ekki að vera meiri en við einn meðal- lagi dýran embættismann í Rvík. Ameríska lánið átti að ganga í gegn á stuttum tíma með af- brigðum í þingsköpum, hafa lánsheimild ótakmarkaða og leyna sund sektaðir um 800 kr. fyrir bannlagabrot. Norðlendingamót var haldið í Rvík 18. þ. m. Tíðkast slík fjórð- ungsmót hér á vetri hverjum. Félag er stofnað hér í bænum til að vinna að útvegun markaðs fyrir ísl. fisk í Suður-Ameríku. Stjóm þess skipa Þorgeir Páls- son, Guðm. Ásbjömsson og Hjalti Jónsson. ísafjarðarkaupstaður hefir keypt lóðir og hús, er Sameinuðu verslanimar áttu þar í bænum, svonefnda Neðstakaupstaðareign fyrir 135 þús. kr. Þýskan togara tók Fylla ný- lega við ólöglegar veiðar austan við Ingólfshöfða. Hitti hún tog- arann í myrkri, og þrætti skip- stjórinn fyrir, að hann væri inn- an við landhelgislínu. Biðu svo skipin uns birti og kom þá í ljós að varðskipið hafði rétt fyr- ir sér. Fór Fylla með togarann til Rvíkur, og var hann dæmdur í 12500 kr. sekt, en afli og veið- arfæri gjört upptækt. Brúarfoss, kæliskipið nýja, kom til Rvíkur á sunnudagsnótt. En vegna influensuvamanna kom hann ekki að landi fyr en á mánudagsmorgun. Mikill mann- söfnuður þyrptist saman niðri við höfnina til að taka á móti skipinu. Vai' það mjög fánum skreytt er það sigldi að landi. Magnús Guðmundsson atvinnu- málaráðhen-a flutti ræðu og bauð skipið velkomið. Enginn efi er á því, ^ð almenn- ingur og þá ekki síst í sveitum landsins fagnar komu þessa skips. Er það og hið ásjálegasta og búið nýtískutækjum, til síns hlutverks, nl. þess að annast flutning á frosnu kjöti. Brúar- foss er nokkru stærri en Gull- foss, rúmar 1577 smálestir. Tvær frystivélar eru í skipinu og geta þær kælt loftið í lestunum, þegar þær eru tómar niður í 7 y% stigs frost. I einni lestinni er lítið kæli- rúm, ætlað smásendingum. — Eins og kunnugt er, er Brúarfoss einkum ætlaður til að flytja kælt kjöt. Þó hefir hann nokkurt far- þegarými. Á 1. farrými er rúm fyrir 26 farþega og á 2. farrými fyrir 20. Hraðinn er 13mílur á vöku, og er ekkert annað skip Eimskipafél. svo hraðskreitt. — Vjelbátur fylgir skipinu, og er hann ætlaður til að draga upp- skipunarbáta á höfnum. Er þetta nýbreytni. Skipstjóri á Brúar- fossi er Júlíus Júliníusson. Með landsmenn öllu um tilgang láns- ins. 1 neðri deild beitti Tr. Þ. sér fast móti málinu, og sannaði að hér væri um gengislán að ræða. Ætlaði stjómin að breiða yfir hrun atvinnuveganna með því að spýta nýju láninu in í tekjuhallann, einkum við stórút- gerðina. I Ed. var málið tekið til ítarlegrar meðferðar í fjár- hagsnefnd af B. Kr., Jóni Baldv. og J. J. Höfðu þeir hver sitt að kæra um lánið og átti B. Kr. mestan þátt í því að stjómin varð að tiltaka fasta upphæð, og er sú fúlga alment talin 9 milj. J. B. mótmælt aðferð stjórnarinn- ar, pukrinu og laununginni, og því að J. Þorl. gerði sig að banka- stjóra, og leiddi rök að því að Jón hafði gert sitt til að festa a. m. k. miljón af þessu reikningsláni þannig að borga með því gamla skuld í Englandi. J. J. átaldi sér- staklega skuldasöfnunina og gerði grein fyrir því að í vor myndu lán bankanna út á við geta orðið milli 40—50 miljónir, ef Jón Þorl. fengi lánsheimildir sínar. Verður nefndarálit hans birt hér í blað- inu og fleiri rök er að því máli lúta. Málið marðist fram í Ed. með 7 gegn 5, en ólund var í mörgum fylgismönnum stjómar- innar, því að þeir urðu fyrir áhrifum frá nokkmm hluta em- bættisstéttarinnar, sem varð skelkuð er hún sá að lántökur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.