Tíminn - 09.04.1927, Qupperneq 2
58
TlMINN
M íitlöndiini,
Eitt ákvæðið í hinum grimmu
friðarsamningum í Versölum var
svohljóðandi: Stjórnir Banda-
manna lýsa því yfir og Þýska-
land viðurkennir, að Þýskaland
og samherjai- þess bera ábyrgð-
ina á því að hafa gefið tilefni
til alls þess taps og tjóns sem
stjórnir Bandamanna og borgar-
ar hafa orðið fyrir vegna styrj-
aldarinnar sem þeir voru neyddir
til að taka þátt í vegna árásar
Þýskalands og samherja þeirra.
— Það var sem sje ekki nóg með
það að Þjóðverjar urðu að ganga
að öllum skilmálum um 1 anda-
missi og skaðabætur, sem Banda-
menn settu, heldur urðu þeir og
að játa það sjálfir, með vörun-
um a. m. k., að þeir bæru ábyrgð
á styrjöldinni, af því að það væru
þeir sem hefðu gert árásina. —
Fáum árum eftir friðarsamning-
ana, 1925, gerðust þau tíðindi að
rúmlega hundrað menn franskir,
þar á meðal sumir hinna nafn-
toguðustu rithöfunda Frakklands,
gáfu úr opinbert ávarp út af
þessari grein friðarsamninganna.
Þeir mótmæltu greininni einum
rómi. Þeir bentu á að Þjóðverj-
ar hefðu verið kúgaðir til að sam-
þykkja greinina. Og um það
hver ætti sökina sögðu þessir
frönsku menn: Um það er nú
ómögulegt að fella“ dóm. Nálega
alt mannkynið er meir og minna
riðið við þetta mikla mál. Engan
óhlutdrægan dómstól er hægt að
skipa nú til úrskurðar um þetta.
Því eigum við að skjóta því til
sagnfræðinga síðari tíma. —
Vakti það að vonum hina mestu
eftirtekt að svo margir merkir
Frakkar tóku þannig beina af-
stöðu gegn Versalafriðnum. —
Nú hefir merkur sagnritari am-
erískur ritað mikla bók um styrj-
öldina miklu og tildrög hennar
sjerstaklega. Kveður hann upp
þann dóm að aðalsökina á því að
heimsstyrjöld hófst út af við-
burðunum í Serbíu eigi Rússland
og Frakkland. Næst, en þó miklu
minni sök, falli á Austurríki; en
minsta sölc verði að leggja á bak
Þýskalands og Englands. Hann
kveður upp mjög þungan áfellis-
dóm yfir þátttöku Bandaríkjanrxa
í styrjöldinni og um ummæli Ver-
salafriðarins um þetta atriði seg-
ir hann að sá dómur sje upp
kveðinn af dómurum sem sjálfir
voru sakaraðilar og því með öllu
óhæfir til að kveða upp dóminn.
En um ákafa Bandamanna að
halda því fram að Þjóðverjar eigi
sök á styrjöldinni sé það að
segja að lengi ætli að standa á
því að heimurinn læri að lifa
eftir hinu foma boðorði: Þú
skalt ekki ljúgvitni bera gegn ná-
unga þínum.
— Nánari fregnir eru nú
komnar af þeim tíðindum sem
gerst hafa í Albaníu, og frá var
skýrt í síðasta blaði. Undir
stjórn Tyrkja voru óeirðir í Al-
baníu daglegt brauð, svo að kalla.
A. m. k. var það jafnan talið
víst, að þegar fór að vora og
vegir orðu færir, þá yrðu ein-
hverjar meixi eða minni róstur í
Albaníu. Eftir að Albanía varð
sjálfstætt ríki hefir ekki dregið
úr óeirðunum og hinir ýmsu
flokkar sem borist hafa á bana-
spjótum, hafa annað kastið flúið
til nágrannalandanna og sótt
þangað liðsstyrk eða peninga.
Er því ekki að undra þó að ná-
grannaþjóðimar einkum ítalía og
Suður-Slafaland, hygðu fast á að
ná áhrifum um landsstjórnina,
enda er nú talið víst að Ítalía
hafi náð því marki. Fyrir nokkru
síðan fór biskup einn, Fau Noli,
með völdin og var talið að hann
væri mikill vin ítala. Ahmed
Zogu hóf þá flokk á móti og var
það opinbert leyndarmál að hann
fékk bæði fjárstyrk og liðsstyrk
frá Suður-Slöfum. Honum tókst
að ná völdum, en jafnharðan hóf
biskupinn aftur flokk á móti.
Varð sú hríð allhörð og var fyrst
lokið stuttu fyrir áramótin með
fullum sigri Ahmeds Zogus. En
svo bar svo undarlega við að
rétt eftir gerir hann svo hinn
mjög umtalaða samning við
ítalíu sem raunverulega gerir
Albaníu að ítalskri nýlendu. Og
sömuleiðis er það orðið uppvíst
að Ahmed Zogu heíir þegið geysi-
háar mútur frá Ítalíu. En bisk-
upinn Fau Noli, sem fyr var rek-
inn frá fyrir of mikla vináttu
við ítali, gekk síðan á mála hjá
Suður-Slöfum. Og bera þessi
tíðindi öll hin ljótasta vott um
spilling st j órnmálamannanna á
hinu allra hæsta stigi og eins má
af því ráða hitt, hver hætta smá-
þjóðunum stendur af ásælni
voldugri nágranna.
)) KairHM I Omew C
Ábnrðnr
Eins og' undanfarin ár höfum
við til sölu:
Noregssaítpétur,
Þýskan saitpétur,
Kaií,
Superfosfat
Þessar áburðartegundir höfum við fyrirliggjandi á útbú-
um okkar á Isafirði, Akureyri, Seyðisfirði, og hér í Reykjavík.
Köfnunarefnisáburðurinn er að mun ódýrarí nú en
undanfarin ár.
Áburðurinn verður ódýrastur sé hann tekinn við skips-
lilið. Munið því eftir að panta hann nógu snennna.
GS-rasfræ, Sáðhafra, munum við hafa til sölu í Reykjavík.
Veðrið. Austanátt ríkust.
Krapahríðarél öðru hvei'ju eink-
um á Norður- og Austuriandi.
Annars má segja að tíðin sé al-
staðar góð. Er það sumra manna
mál, að meira sé en hálf öld síð-
an jafn mikil veðurblíða hefir
verið á góu hér syðra og nú í
vetur.
Ákveðið er að Jóhann Fr.
Kristjánsson húsagerðarmaður
fari í maí byrjun austur í Skafta-
fellssýslu til þess að leiðbeina
þar. Bændur þeir sem vilja hafa
not af ferð hans, láti boð liggja
fyrir á símastöðvunum: Holti og
Garðsauka oig hjá sýslumannin-
um í Vík í Mýrdal, sem gefur
nánari upplýsingar.
Var Jesús sonur Jóseps heitii'
j ný-útkominn bæklingur eftir sr.
Gunnar Benediktsson í Saurbæ í
Eyjafirði. Eins og nafnið gefur
til kynna er þar tekin til með-
ferðar skoðunin um það, að
Jesús hafi fæðst með yfirnáttúr-
legurn hætti og eigi átt jarðnesk-
an föður. Rekur sr. Gunnav
ástæður þær er mæli móti því, að
sé gamli skilningur sé réttur 'og
reynir að sýna fram á hvert
vei'ið hafi tilefni til þess, að
skoðun kirkjunnar varð til og
hvenær hún vaið til. Telur höf.
eigi ástæðu til að efast um að
Jósep hafi í raun og veru verið
faðir Jesú.
Gestir I bænum. Sr. Guðmund-
ur Einarsson Þingvöllum, Böðvar
Magnússon bóndi Laugavatni,
Kolbeinn Guðmundsson bóndi
Úlfljótsvatni, Stefán Diðriksson
kaupfél.stjóri Minniborg og sr.
Eiríkur Stefánsson Torfastöðum.
Dánai'dægur. Nýlátinn er noi’ð-
ur í Skagafii'ði Bjöm Bjama-
son fyrrum bóndi í Brekku við
Víðimýri. Dvaldi hann síðsutu
árin hjá dóttur sinni Sigurlínu
og manni hennar Jóni Jónssyni
bónda á Hofi á Höfðaströnd.
Björn sálugi bjó lengst æfi sinn-
ar í Brekku. Hann var tvíkvænt-
ur. Fyri'i kona hans, Margrét
Andrésdóttir fi'á Stokkhólmi dó
eftir skamma sambúð þeirra. Bjó
hann svo lengi með ráðskonu, en
giftist síðar Stefaníu Stefáns-
dóttur, sem lifir mann sinn.
Björn átti 9 böm. Eitt þeirra var
Andrés í’ithöfundui’, sem lést fyr-
ir nokkrum árum hér í bænum.
Var hann þjóðkunnur gáfumaður
og skáld, og hverjum manni vin-
sælli. Sigurbjörg kona Jóns bónda
í Deildartungu er eitt bama
hans, tvær dætur hans eru -gift-
ar hér í bænum, Margrét og Jór-
unn. Eru öll böm Björns sál.
prýðisvel gefin og nýtir menn.
Björn í Brekku var ekki talinn
stórbóndi eða efnamaður um
dagana og lét ekki eftir sig'
þunga féþyngju. En hann galt
hvei’jum sitt og leitaði ekki á
annara náðir, þó efnin væru lítil.
Það eru ekki endurminningar um
vei’kleg afrek, eða aurasafn, sem
heldur minningu Bjöms sáluga á
lofti. En hann var di’engskapar-
maður í besta lagi, gáfaðui* og
fjölfróður, og sískemtinn í tali.
Fyrir mannkosti og gáfur má
óhætt skipa honum í röð fremstu
manna, sem uppi voru honum
samtímis í Skagafii’ði og þó víð-
ar sé leitað. — Látinn er í Vest-
mannaeyjum Ólafur Jónsson úr
Grindavík sonur Jóns Helgason-
Tvær raddir
um tilraunastarfsemi.
Það bar til um síðustu helgi, að
blöðin Tíminn og Vörður fluttu
sína i'öddina hvort við sama
lagið, svo að samhljómur varð
úr. Sigurður búnaðarmálastjói’i
skrifar í Tímanum um jarðyrkju-
tilraunir, Guðmundur Jónsson bú-
fræðiskandidat frá Torfalæk
skrifar um tilraunastarfsemi í
Vörð. Efni beggja gi’einanna er
að miklu leyti hið sama, og báð-
ir leika mest á sama strenginn,
þann, að nauðsynlegt sé að koma
nú þegar á stofn tilraunabúi
helst á ólafsvöllum á Skeiðum,
enda sé sú tilrauna3tarfsemi, sem
verið hefir hér á landi hingað
til, mjög lítils virði.
Guðmundur fræðir menn um
það, að jarðyrkjan hafi hleypt úr
hlaði fyrir 4—5000 áx-um með til-
tölulega hörðum en stuttum hlað-
spretti, en svo hafi hún lötrað
seinaganginn, alt fram á 19. öld
til þess er framfarimar komu
eins og „þruma úr heiðskíru
lofti“ eftir margra alda kyrstöðu.
Sigurður heldur sér að mestu
við „land vort“, bendir á bestu
engjar landsins og setur mönn-
um það markmið, að knýja fram
þvílíkan gróðurþroska, sem þar
er, á öllum móum, holtum, mýr-
um, melum og söndum landsins.
Meiri kröfur virðist honum ekki
ástæða til að gera fyrst um sinn.
Hraunin og jöklana eigum við
ekkert að hugsa um að rækta
„fyrst um sinn“, enda er „land
vorf“ víðlendara en t. d. Dan-
mörk, en „vér erum fáir og smá-
ir“. í þessu sambandi bendir hann
réttilega á það sláandi dæmi, sem
verða mætti til alvarlegrar íhug-
unar öllum þeim, sem vilja fram-
farir landbúnaðarins hér á landi,
að Færeýingar njóta nú árlega
50 þús. króna styrks úr ríkis-
sjóði til tilraunastarfsemi hjá sér.
Báðum kemur þeim saman um
það að jarðræktartilraunir séu
nauðsynlegar fyrir landbúnaðinn,
en Guðmundur gengur það lengra,
an hann sér enga leið landbúnað-
inum til viðreisnar, aðra en jarð-
ræktartilraunir. Styrkveitingar,
lán og verðlaun megna ekkerf og
ekki virðist ástæða til að minn-
ast á bættar samgöngur, betri
markaðsskilyrði, kynbætur bú-
fjárins og- betri meðferð þess eða
aðra þvílíka smámuni í sambandi
við viðreisn landbúnaðarins. Og
til þess að engum verði á að taka
mark á þeim tilraunum, sem
hingað til hafa verið gerðar hér
á landi, síst þeim, sem gerðar
hafa verið hin síðari árin, halda
þeir báðir fram að þær séu lítils
eða einkis virði, og þetta vildi
Guðmundur sanna á Búnaðar-
þingi í vetur með því, að þær
væru allar gerðar vitlaust upp af
því að ekki hefði verið lagður á
þær meðalskekkjureikningur, og
ranglega reiknaðar meðaltölur í
yfirlitsskýrslum, sem aldrei hafa
verið til! Þessum og öðrum
firrum og fjarstæðum Guðmund-
ar svaraði eg á Búnaðarþingi og
Varðar-greinin gefur ekki bein-
línis tilefni til að gera þær að
umtalsefni hér. Guðm. segir að
„enda þótt íslenska tilraunastarf-
semin hafi nú starfað í fjórðung
aldar“ þá sé þó árangurinn af
þessari starfsemi ekki meira en
„bendingar“, og að innlenda
reynslu hafi hún myndað sára-
litla, og geti ekki myndað fyr en
tilraunirnar verði reknar sem
sjálfstæð starfsemi, á tilrauna
stöð upp í sveit. Svipuð er niður-
staða Sigurðar um gildi tilraun-
anna, en hann finnur þá afsökurx
að þær hafi verið gerðar í hjá-
verkum, þar til nú síðustu árin,
en einmitt þá þegar að hans dómi
— sem reyndar er rangur — er
hætt að hafa tilraunastarfið í
hjáverkum, keyrir svo um þver-
bak, að tilraunir þeirra ára eru
allra auðvirðilegastar. Nú mætti
þó ætlast til að árangurinn yrði
meii'i ef óskift er unnið að ein-
hverju starfi, en þegar það er
haft í hjáverkum. En „veldur
hver á heldur“, og er mönnum þá
ætlandi að skilja, að hér muni
það vera mannamunurinn, sem
ræður, og leiti ekki dýpra að or-
sökunum sem legið gætu að þessu
dularfulla fyrirbrigði. —
Á Búnaðarþinginu flutti Guð-
mundur Jónsson fyrirlestur um
jarðræktartilraunir víðsvegar um
lönd og sýndi með tölum hversu
vítæk sú starfsemi er og hversu
: miklu fé er til hennar varið úr
i ríkissjóði í nágrannalöndunum
; sumum. I framhaldi af þessu
komst hann að þeirri niðurstððu,
; sem lýst er hér að framan um
j okkar tilraunir, að þær væru
| mjög lítils virði og að nauðsyn
beri til að koma nú þegar upp
einu tilraunabúi í sveit á Suður-
í landi og stefna að því að koma
þeim upp 4, — einu í hverjum
landsfjórðungi.
Eg er Guðmundi fyllilega sam-
; mála um það, að nauðsyn beri
j til þess að koma upp tilrauna-
búum í sveit, þar sem möguleikar
séu til þess að reka tilrauna-
j starfsemina undir sem náttúrleg-
; ustum skilyrðum, því í gróðrar-
j stöðvunum er það ekki hægt
j nema að litlu leyti, og síst í
: gróðrarstöðinni hér, eins og land-
inu og ræktunarástandinu þar
; er nú háttað. öðru máli var að
í gegna þegar tilraunimar voru
j hér í byrjun, og á Akureyri og á
; Eiðum er landrýmið meira en
i hér. I þeim stöðvum er og enn
: óræktað land þar sem gera má
nýræktartilraunir og eg hygg, að
j gróðrarstöðin á Eiðum hafi nú
fengið land, sem framfærslutil-
raunir má gera á. I öllum stöðv-
i unum var byrjað með tilraunir á
j óræktuðu landi og þær höfðu
í þá, þótt í smáum stíl væri, vegna
starfsfjárvöntunar, aðstöðu til
! nýræktartilrauna, og eg held því
óhikað fram að árangurinn af
þeirri og annari tilraunastarfsemi
hér hafi orðið eftir öllum von-
um og jafnvel framar en það.
Eg get þess vegna alls ekki
gengið inn á þá „taktik“, sem
þeir hafa báðir í greinum sínum,
G. J. og S. S., að reyna að láta
menn- sjá í hyllingum gull og
græna skóga, ef komið yrði upp
tilraunabúi í sveit, en rífa jafn-
framt niður þá tilraunastarfsemi,
sem hér hefir verið rekin hingað
til. Það er ekki nauðsynlegt að
rífa niður hið gamla til þess að
byggja upp nýtt — og betra,
nema endilega þurfi að byggja á
gamla grunninum, og það er þá
gert af því að ekki er völ á öðr-
um betri. Hér stendur að vísu svo
á, að starfsemi tilraunabúanna,
þegar þau koma, á að reisa á
þeim gnindvelli, sem lagður er
með tilraununum, sem þegar er
búið ag gera, en þá sýnist mér
hyggilegra, að sýnt sé fram á, að
sá grundvöllur geti borið stærri
byggingar — víðtækari tilrauna-
starfsemi — en hingað til. Og
þetta má vel gera. Það má telja
æðimargt, sem tilraunirnar hafa
gefið „bendingar" um, sem verða
má j arðræktinni til framfara og
þegar hefir markað ýms fram-
faraspor í íslenskri jarðrækt, og
Jxrátt fyrir allar átölur og kyr-
stöðutón, verður þó ekki hjá því
komist að viðurkenna, að íslensk
jarðrækt hefir á þessari öld tek-
ið meiri framförum en á nokkr-