Tíminn - 16.04.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1927, Blaðsíða 2
63 TlM'IHN snáRfl SHJBRLiKÍ KZa.u.pfélagsst] órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjðrliki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. Bréf Síra Matthiasar og óprentuð kyæði. Það eð eg hefi í hyggju á næstu árum að gefa út öll rit föður rriíns, eru það vinsamleg tilmæli mín til allra þeirra, sem eiga bréf og kvæði eftir hann, þau er áður hafa eigi komið fyrir almenningssjónir, að gjöra svo vel að senda mér þau til láns, eða afrit af þeim. Akureyri 7. mars 1927. Steingríinur Matthiasson. P.WJacobsen&Sön Timburverslun. Símnefni: Ghranfuru. Carl Lundsgade Stofnað 1824. Köbenhavn Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipBfarmu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni i þilfar til skipa. Frá útlðndum. Kunnur hagfræðingur hefir fært rök að því að síðustu árin muni Danmörk hafa tapað 2500 miljónum króna. Þaraf er talið að 500 miljónir króna hafi tap- ast á mishepnuðum „spekúlatí- ónum“ í stríðslokin. En aðal- ástæðan til hins tapsins tvö þús- und miljóna króna, er gengis- hækkun dönsku krónunnar. — Dómur féll síðast í f. m. í málinu gegn Abraham Berge fyrverandi forsætisráðherra 1- haldsmanna í Noregi, og vitorðs- mönnum hans um miljónalánið, til hins illa stadda banka. Dóm- endur voru 25. Af þeim vildu 12 kveða upp sýknunardóm og 12 sektardóm. Úrslitum réði 25. at- kvæðið. Og sá sýknaði á þeim grundvelli, að svo langur tími væri liðinn síðan lánið var veitt, að of seint væri að koma fram á- byrgð á hendur ráðherranum. — Almennar kosningar eiga að fara fram í Noregi á hausti komanda, og er talið víst, að þær verði mjög harðsóttar. Er einkum búist við, að Jafnaðar- mönnum aukist þingfylgi, því að flokkur þeirra hefir verið klof- inn undanfarið, og flokkarnir borist á banaspjótum, en hafa nú nýlega samið frið, og ganga sameinaðir til kosninga. Hins- vegar hefir Ihaldsflokkurinn norski alls ekki náð sér aftur eft- ir hinn mikla álitshnekki er hann beið, er það varð kunnugt hvern- ig forsætisráðhera hans, Berge, hafði farið að í fjármálunum. Og mikið vantar á að uppreisn hafi fengist með þeim sýknunar- dómi sem að framan er getið. — Lengi hefir verið að því unnið að koma á nánara sam- starfi milli Hollands og Belgíu. Nú síðast höfðu utanríkisráð- herrar beggja landa orðið sam- mála um samning milli landanna, sem búist var við að gæti jafn- vel síðar leitt af sér sameining landanna, enda væri það fyrir margra hluta sakir eðlilegt. Samningurinn átti nálega ein- huga fylgi að fagna í Belgíu. En svo fóru leikar á Hollandi að hann var feldur í efri málstofu þingsins með 35 .atkvæðum gegn 17, og varð utanríkisráðherrann þá þegar að segja af sér. Ástæð- Eftir Pálma Hannesson. I. Lífsorku vatna nefni eg mátt þeirra til þess, að framfleyta lífi. Per hún eftir þrennu: efnum vatnana, hita þexrra og gerð. Efni þau sem uppleyst eru í vötnum eni næsta misjöfn að vöxtum og gæðum; sum eru gagnleg, önnur skaðleg. Gagnleg eru áburðarefni og súrefni, en skaðleg, jámsambönd, brenni- steinn, húmussýnir o. fl. Því meira sem er af áburðarefnum í vötnunum og því minna sem er af skaðlegum efnum, því frjórri enx vötnin. Áburðarefnin og skaðlegu efnin fá vötnin úr jarðveginum, en súrefnið úr loft- inu í ölduróti og straumum. Hiti vatnanna er sú orkulind, sem gefur lífi þeirra þróttinn, vex því lífsorka vatnanna með hitanum, uns hann verður svo hár, að hann skaði lífsvemr þær, sem í vatninu þróast, svo sem er hér víða í laugum. Gerð vatnanna: lögun, botn, dýpi, botngróður og straumur, er næsta misjöfn og hefir allmikil áhrif á lífsverur vatnanna, en ekki verða þau rakin hér. H. ' 1 vötnum hér á landi mun vera ærið súrefni, því að ekki skortir ur til synjunarinnar eru annars vegar aðallega ótti iðjuhöldanna við samkepni frá Belgíu og hins- vegar óttinn við að nánara sam- band við Belgíu kynni að draga Holland inn í styrjöld í Norður- álfu, ef yfir skylli. En sú varð reynslan í síðustu styrjöld, eins og kunnugt er, að Hollandi tókst að sitja hjá. — Ákveðið er að ólympíuleik- imir eigi að fara fram í Amst- erdam á næsta ári, og um öll lönd búa íþróttameim sig undir það af kappi að sækja leikina. En frá Finnlandi berst sú fregn að þaðan muni engir íþrótta- menn verða sendir, og er það enn eftii'tektarverðara fyrir þá sök, að á síðasta leikmóti gátu finsku íþróttamennirnir sér framúrskar- andi góðan orðstýr. Annarsvegar er því íborið við að þátttaka í olympíuleikjunum kosti of fjár og væri því fé betur varið til styrktar íþróttalífinu heima fyr- ir. Hinsvegar hafa og farið nokkuð misjafnar sögur af leik- unum hin síðari árin: eins mik- ið gengið út á sukk og veislu- höld og íþróttir. — Rétt fyrir síðustu mánaða- mót andaðist einn af kunnustu stjórnmálamönnum Dana: IGaus Berntsen. Mun það vera nálega einsdæmi, að hann hafði óslitið verið þingmaður í 50 ár. Ráð- herra var hann oftar en einu sinni og forsætisráðherra um hríð. Hann var alla tíð í flokki vinstrimanna. ----ö—— Fpéttir. Veðrið. Suðvestanátt ríkust fyrri hluta vikunnar. Gestir í bænum: Friðjón bóndi á Hofstöðum í Mýrasýslu, Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaður á Staðax-felli, bræðurnir Gunn- laugur bóndi Magnússon á ósi í Strandasýslu og Ingimundur póstafgreiðslumaður á Bæ í Barðastrandai’sýslu, Jóhannes Jó- hannesson bóndi á Lóni á Langa- nesi, Helgi Ágústsson bóndi á Syðra-Seli í Árnessýslu, Gísli Jónsson bóndi á Reykjum í Hraungei'ðishreppi og Guðmund- ur Pétursson kaupfélagsstjóri úr ófeigsfirði í Strandasýslu. Um sumarmál fyrir 25 árum öldurót né strauma. Hiti þeirra er aftur nokkuð misjafn. Hiti stöðuvatna er mjög hinn sami og meðalhiti loftsins er um þann tíma, sem þau eru íslaus, nema í þau falli heitar eða kaldar upp- sprettur svo miklu nemi. Straum- vötn eru nokkuð ólík að hita, köld eru jökulvötn og fjallavötn (þverár), heitari ei’u ár þær, sem spretta upp í vötnum eða fló- lendi. Áburðarmagn vatna hér á landi er næsta misjafnt eftir legu þeirra. Áburðarrík enx þau vötn, sem graslendi liggur að, en hin ábui’ðariýr, sem liggja í möl og grjóti. Sama er að segja um skaðlegu efnin, því að þau ber- ast vötnunum úr jarðveginum eins og áburðarefnin. Brenni- steinn er í þeim vötnum, sem hafa aðrensli frá brennisteins- hvenxm, en jarðsambönd og humussýrur í þeim, sem fúaflóar liggja að. III. Á vorin þegar vötnin taka að hitna, sprettur upp í þeim ara- grúi af örsmáum plöntum, sem svífa í yfirborði vatnsins. Gróður vatna, og einkum þess- ar smávenxr enx undirstaða alls annars lífs, sem viðgengst í vötnunum, því að þær einar eru þess megnugar, að vinna ólíf- ræn efni úr loftinu fyrir kraft sólarljóssins. Hvert vatn er heimur fyrir sig, fluttist hingað einn af merkileg- ustu erlendum landnemum þessa lands síðan um aldamót, L. Kaaber bankastjóri. Ilann hefir lært málið og lifað sig inn í líf og hugsunarhætti Islendinga, þeiri’a, sem þjóðræknastir eru. Kaaber var annar aðalstofnandi hins fyrsta innlenda heildsölu- firma í Reykjavík. Hann reynd- ist víðsýnn og réttlátur maður í starfi sínu, og nú munu flestir íslendingar telja það vel farið, með sérstök lífsskilyrði, sérstak- ar lífsverur og sérstaka efnisrás: frá dauðu, ólífrænu efni í lifandi og frá lifandi 1 dautt. Svifgróður sá (phytoplankton), sem getið hefir verið um, aflar vötnunum lífrænna efna. Hann er frumáta vatnanna, því að á hon- um lifa svo sníkjudýrin(zorpIank- ton) en á þeim aftur hin stærri dýrin, koll af kolli. Svifgróður- inn nærist á áburðarefnum vatns- ins, en þiggur orku frá hita þess, því munu menn skilja, að efni og hiti vatna ráði mestu um lífsorku þeirra. IV. Hvert vatn er heimur fyrir sig, og á sér margþætt^festi af lífsmyndum, frá ósýnilegum ver- um til stærstu fiska. Hver teg- und á sína bráð og sína fjendur, fer því jafnan svo, að þar sem náttúran er ein í leik, heldur hver tegundin annari í skefjum, þannig, að nokkumveginn jafn- mikið fæðist og deyr. Þetta er jafnvægi náttúrunnar, og ef það raskast á einhvern hátt getur til mikils dregist fyrir líf það, sem í vatninu býr. Fiskamir eru æðstir þeirra vera, sem í vötnunum lifa. Þeir eiga ýmsa bráð en fáa fjendur í vatninu; er því, víðast hvar, fjölgun þeirra ekki önnur tak- mörk sett, en lífsorka vatnanna, nema þar sem ránsveiði er stund- uð. er hinn fyrsti ísl. samvinnumað- ur í ráðherrasessi valdi þennan þjóðholla útlending til að vera bankastjóri í þjóðbanka landsins. Nýtt blað er farið að koma út hér í bænum og heitir Fákur. Er það gefið út af hestamannafélag- inu Fákur og á að flytja ritgerð- ir o. fl. um hesta. Iðjufélag íslands nefnist fé- lagsskapur, sem 17 ísl. iðnrek- endur stofnuðu með sér 24. f. m. Eru 15 iðnaðarfyrirtækin í Rvík V. Þess er getið í fornum ritum, að á landnámsöld hafi verið mikil veiðisæld í vötnum og ám á landi hér. Líklegt er að þessa sé getið af því, að veiðin hafi verið tek- in að minka á dögum þess er ritaði. Nokkur örnefni benda á það, að veiði hafi verið meiri forð- um, en nú er. Þannig heita sum- ar ár Laxá, þó að nú sé þar lítil laxveiði eða engin. Eggert ólafs- son talar um, að mikil laxgengd sé í Blöndu, en nú verður þar ekki laxvart. Mörg önnur skilríki benda og á, að veiði hafi minkað eða horfið með öllu úr ýmsum vötnum og ám á síðari öldum. Hver er nú ástæðan? Það er ekki líklegt, að lífsorka vatna hafi minkað svo miklu nemi. Hitt er víst, að öskufall hefir skemt eða eyðilagt veiði hér og þar, því að smáverur vatna eru harla við- kvæmar fyrir ösku og eiturefn- um þeim, sem einatt berast í vatnið með henni, en þrátt fyrir þetta mundi náttúran sjálf leiða líf að nýju í flest þessara vatna, ef eigi væru mennimir henni mótsnúnir. Sama má segja um mikil ísabrot; þau geta um hríð eytt veiðikosti vatna, en fiskur- inn kemur brátt aftur ef náttúr- an ræður ein. Hvorugt þetta get- ur því skýrt til fulls veiðirýmun- ina. Skýringin er veiðin sjálf. Síðan á landnámsöld hefir veiði verið stunduð víða hér á landi en 2 á Akureyri (klæðaverk- smiðjan og smjörlíkisgerðin). Markmið félagsins er m. a. að hafa áhrif á löggjöfina iðnaðin- um til hagsbóta. Kunnugt er nú hvert skipið var það, er sigldi á færeysku skútuna fyrir nokkru og sökti henni. Heitir það Hafstein og er einnig frá Færeyjum. Sviplegt slys varð í Grímsey fyrir nokkrum dögum. Ungur maður, sonur síra Matthíasar Eggertssonar présts í eynni var að fuglaveiðum í bjargi, en steinn féll í höfuð honum og rotaðist hann til dauða. Sjötugsafmæli átti ólöf Sig- urðardóttir skáldkona frá Hlöð- um 9. þ. m. Stórkostlegt vínbrugg hefir komist upp rétt við Elliðaámar í grend Reykjavíkur. Tveir menn urðu uppvísir að því að vera valdir að brugguninni. Hafa þeir verið sektaðir um 500 kr. hvor, eða 28 daga fangelsi og greiði auk þess 300 kr. máls- kostnað báðir saman. Verkalýðssamband er stofnað á Vesturlandi. Formaður þess er Ingólfur Jónsson lögfræðingur. I sambandinu eru 6 félög. Prófi hefir Anna Pjeturss, — dóttir dr. Helga Pjeturss — lok- ið við hljómlistarskólann í K.- höfn. Hlaut hún ágætis einkunn. Aukaútsvör á Akureyri eru á þessu ári 145 þús. kr. Er það 20 þús. kr. hærri upphæð en síð- astliðið ár. Mest gjalda: Ragnar Ólafsson 9 þús. kr., Höepfners- verslun 7 þús. kr., Klæðaverk- smiðjan Gefjun og Kaupfélag Eyfirðinga 5 þús. kr. hvort, Sig- valdi Þorsteinsson kaupmaður 4800 kr., Smjörlíkisgerð Akur- eyrar 4500 kr., Ingvar Guðjóns- son útgerðarm. 3400 kr. og Nat- han & Olsen 2500 kr. Samsæti var Kristínu Sigfús- dóttur skáldkonu haldið hér í bænum 30. f. m. Tóku um 130 manns þátt í því. Aðalræðuna fyrir minni skáldkonunnar flutti frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, en margir töluðu þar fleiri,, konur og karlar. Systurnar breiðfirsku Herdís og ólína Andrésdætur orktu ljóð við tækifærið. — Kristín hefir þegar unnið sér þjóðarhylli fyrir bækur sínar og er þó skamt síðan hún hóf að láta gefa út rit sín. Fyrsta bók hennar, leikritið Tengdamamma, af hinum mesta ránskap, en lít- illi fyrirhyggju. Mun því hafa farið um fiskigengdina sem skóg- ana, að mennimir hafa eytt kost- um landsins, en ekki látið neitt koma á móti. Menn hafa fram á síðustu daga veitt alt það, sem þeir hafa náð í. Hvorki ungviði né riðafiski hefir verið vægt. Þvert á móti er það víða tíðkað enn, að veiða fiskinn þegar hann gengur und- ir land til hrygningar. Um vötnin er það að segja, að víðast hagar vel til um veiði, einkum ef riða- fiskur er veiddur. Má af þessu hver maður sjá, að jafnvægi náttúrunnar er stórlega raskað, og engin furða þó að nokkuð rýrni veiðiskapurinn, eins og skógarhöggið þverr þegar höggv- inn er skógurinn. VI. Þess er áður getið að litlar lík- ur séu til, að lífsorka vatna hafi minkað til muna síðan á land- námsöld. Vötnin geta því enn framfleytt jafnmiklu af fiski og þá. Þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið á vötnum hér benda og allar á það, að lífsorka þeirra sé mikil og geti víða þolað miklu meiri fiskimergð en nú er. % Hvernig getum við nú aukið veiðina þannig að hún fullnýti lífsorkuna? Með fiskirækt, en svo nefni eg klak og skynsamlegar veiðiaðferðir. Við höfum rænt vötnin, við höfum stöðugt tekið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.