Tíminn - 16.04.1927, Qupperneq 3
TIMINH
60
Notad
um allan
heim.
Áriö 1904 yar
i fyrsta sinn
þaklagt i Dan-
mörku úr
— Icopal. —
Bosta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum.
Þurfa ekkert viðhald þann tíma.
Lótt -------- Þétt --------- Hlýtt
Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök.
Fœst alstadar á Islandi.
Jens Villadsens Fabríker,
Köbenhavn K.
Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn.
T. W. Bucli
(liitasmidja Buchs)
Tietgensgade 64. Köbenhavn B.
LITIR TIL HEIMALITUNAR:
Demantssorti, hrafnssvart, kaatorsorti, Parísarsorti og
allir lltir, fallegir og sterkir.
TIL HEIMANOTKUNAR:
Gerduft „Fermenta", eggjaduft, ávaxtadropar, soya,
matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan, sjáf-
vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blœsódinn,
„Dixin“-sápuduftið, „Ata“-akúriduftið, kryddvörur, blámi,
ikilvinduolia o. fL
Brúnspónn.
LITAR V ÖRUR:
Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónslitir.
6LJÁLAKK:
„Unicum“ á gólf og húsgögn. þomar vel. Ágœt tegund.
HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT:
Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur.
Fæst alstaðar á íslandi.
kom út fyrir rúml. 3 árum. Síð-
an hafa birst skáldsagan Gestir,
Sögur úr sveitinni og nú síðast
leikritið: Óskastundin.
Rússneskur fiðluleikari, Mit-
nizky að nafni er kominn hingað
til bæjarins og hefur haldið
hljómleika. Fjölgar mjög þeim er-
lendu mönnum er gjörast til
þess að sýna listir sínar hér á
landi og þá einkum í Rvík, enda
eru skemtanir þeirra venjulega
vel sóttar.
Vígsluneitun biskupsins. Fyrir-
lestrar Lúðvígs Guðmundssonar
stud. theol. um það efni, eru ný-
komnir út. Svo sem mörgum mun
kunnugt flutti Lúðvíg fyrirlestra
þessa í tilefni af því að biskup
neitaði að vígja ungan guðfræð-
ing, Þorgeir Jónsson að nafni,
sem ætlaði að gjörast prestur hjá
ísl. söfnuði í Vesturheimi.
Tvö meiðyrðamál hafa nýlega
verið höfðuð fyrir norðan: Bæj-
arfógetinn á Siglufirði hefir
stefnt sr. Gunnari Benediktssyni
1 Saurbæ fyrir ummæli í skáld-
sögunni „Við þjóðveginn", og
telur hann þau meiðandi fyrir
sig. — Margeir Jónsson á Ög-
mundarstöðum hefir höfðað mál
gegn Jónasi Þorbergssyni rib-
stjóra Dags fyrir ummæli í dómi
um Stuðlamál. Jónas Þorbergsson
hefir gagnstefnt Margeiri. Reyn-
ast þeir seinhepnir Skagfirðing-
ar í svörum sínum til ritstjóra
Dags.
Búnaðarbálkur.
Alifuglarækt við Reykjavík.
1 Danmörku hefir alifugla-
ræktin komist á einna hæst stig.
Ilefir eggjasala til Englands um
alllangan aldur verið einhver
drýgsta búbót danskra bænda.
Þar hefir alt farið saman: vís-
indaleg þekking og kynbætui* á
bústofninum, ótrúlega mikil ná-
kvæmni í meðferð alifuglanna frá
hálfu bændanna, og fullkominn
samvinnufélagsskapur, er náði
yfir alt landið, sem trygði söluna.
Hér er alifuglaræktin enn í
bernsku, og víða lítill sómi sýnd-
ur, ef frá eru taldar einstaka
loflegar undantekningar. Lang-
oftast leggja menn hér á landi
litla rækt við alifuglaræktina, og
fá líka Lítið í aðra hönd. AJlra-
mest vantar þar á nákvæmni og
umhyggju.
MeðaJ hinna fáu en merJdlegu
undantekninga, er alifuglabú Ó-
lafs Jónssonar gjaldkera á Eiði
á Seltj arnarnesi. Hann vinnur
alla virka daga á skrifstofu inni
í bænum, en kemst þó yfir að
hirða að mestu sjálfur kvölds og
morgna, eitt hið prýðilegasta ali-
fuglabú, sem til er hér á Jandi.
Ilann hefir ofurlítinn túnblett við
þjóðveginn. í kjallaranum er
sérstakt herbergi, þar sem 3 út-
ungunarvélar klekja út mörg
hundruð, ef ekki þúsundum unga
á hverju vori. Sérstakar vélar
hjálpa til að fóstra ungana. Á
túnblettinum við húsið er hús
fyrir alifuglana, sérstök íbúð
fyrir hænsni og önnur fyrir end-
ur, og er hvor íbúðin fyrir sig
haglega sniðin eftir séreðli hvorr-
ar tegundar. Eru þessi híbýli í
einu hæfilega stór, björt, hlý og
loftgóð, heppilegar stíur fyrir
matinn, hentugur brunnur að
drekka úr og vel lagaðir kassar
til að verpa í. Ólafur hefir feng-
ið sér hin bestu hænsna- og
andakyn frá útlöndum, og bera
bæði alifuglar hans og egg þeirra
af um stærð og útlit. Fá margir
í Rvík og nágrenninu hjá honum
kynbótaunga, og breiðist hið
góða kyn þannig út. En það sem
erfiðara er að fá heldur en kyn-
góð egg, er sú mikla nákvæmni
og umönnun, sem ólafur sýnir.
Án slíkra eiginleika í fari þeirra
sem'eiga alifuglana, verður þessi
grein búskaparins aldrei tekju-
grein fyrir Islendinga.
----o-—
SamvinnumáL
NI. -----
Bækistöð félagsins varð bráð-
lega nokkurskonar sölutorg fé-
lagsmanna. Þangað lágu allra
götur. Þeim varð því fljótt ljós
nauðsyn þess að sameina sölu og
aðdrætti um einn stað. Hófst svo
verslun þess fyrir félagsmenn,
sem venjuleg kaupfélagsstarf-
semi. Hefir hún farið sívaxandi
og orðið allumsvifamikil síðari
árin. Aðaláhersluna leggur félag-
ið á kjamfóðurverslunina sem
heita má ný grein hér á landi.
Því að þótt lengi hafi tíðkast að
gefa kúm fóðurbæti með heyi,
þá hefir hin eiginlega mjólkur-
fóðrun ekki þekst hér fyr en á
síðustu árum. En hún byggist á
mjög nákvæmri blöndun fóðurs-
ins eftir þörfuni mjólkurkúnna.
Viðfangsefnið hér verður þá að
sjálfsögðu það að útbúa eingæfa
fóðurblöndu, sem eigi við íslenska
heyið, — bæti kúnum upp skort
þess á ýmsum nauðsynlegum
næringaref num. Mj ólkurf élagið
hefir gjört fyrstu alvarlegu til-
raunina í þá átt og tekist allvel
þó að skamt sé komið enn, því
að þarna er mikið viðfangsefni
og flókið. Mun það halda áfram
tilraunum sínum í þessu efni eft-
ir föngum. Síðastliðið ár kom það
sér upp kommillu allmikilli, sem
út í skuld, nú verðum við að
greiða skuldina. Við verðum að
nýrækta fisk í þeim vötnum,
þar sem hann er útdauður og
auka hann í hinum uns lífsorka
þeirra er fullnotuð, og gefa þeim
síðan jafngildi þess er við tökum.
Þá rænum við ekki vötnin en
skiftum við þau. Þá leikum við
ekki á náttúruna og það er æ
hollast. —
Bændur eyða árlega miklu fé
til kaupa á sjófangi og flutn-
ings á því, geymist það og illa á
sumrum og er rýrara til fæðu,
en silungur og lax, er því auðsær
sá arður og hollusta sem bænd-
um mætti verða að aukinni veiði
í vötnum og ám.
1 vötnum vorum eigum við
þannig mikla fjársjóði ónotaða.
Þessa fjársjóði má gera arðbæra
með litlum tilkostnaði ef rétt er
farið að.
VI.
Hvemig má nú hagnýta lífs-
orku vatnanna? Það má gera með
því, að rækta í vötnunum veiði-
fiska, þannig, að þeir fullnoti
lífsorkuna, en ofbjóði henni ekki.
Fiskinn rækta menn með klaki
og skynsamlegum veiðiaðferðum.
Lax og silungur hrygna hér á
landi á haustin og snemma vetr-
ar; klekjast hrognin út yfir vet-
urinn, en er vorgróðinn vaknar í
vötnum og ám verða seyðin
sjálfbjarga.
Fiskurinn hrygnir á grynning-
um, oftast með löndum fram,
og er því auðveiddur um hrygn-
ingartímann, enda er það ekki
sparað. Hitt er algengt, að sil-
ungur er helst veiddur að haust-
inu. Þessi haustveiði er mjög
hættuleg fyrir fiskastofninn,
einkum ef hrygningarsvæðin eru
lítil, en svo er víða.
I náttúrunni frjóvgast aðeins
nokkur hluti hrognanna, þó að
fiskurinn fái frið til að hrygna
þeim. Á vetnrm og vorum eru
hrogn og seyði í mikilli hættu
fyrir vatnagangi, óvinum og ísa-
brotum, ferst fjöldi þeirra af
þessum ástæðum. Loks er hætt
við, að þau deyi úr hungri, þegar
seint vorar og vötn eru lengi á
ís og gróðuríaus.
Af þessu leiðir, að ársafkoma
fiskastóðsins er næsta misjöfn,
kemur það og skýrt fram í
veiðinni, sem breytist mjög frá
ári til árs.
Þegar klakið er, frjóvgast alt
að 100% af þeim hrognum, sem
fengist hafa, ef annars er rétt
farið að. Ennfremur eru hrogn
og seyði varðveitt um þann tímá,
sem þeim er hættulegastur. Hafa
menn því mjög á valdi sínu árs-
viðkomuna og þar með fiski-
mergð vatnanna. Gagnsemi klaks-
ins er einkum fólgin í því, að
veiðin verður jafnari frá ári til
árs, auk þess sem fjölga má
fiskinum meðan lífsorka vatn-
anna leyfir, og þannig auka veið-
ina.
1 ýmsum vötnum á landi hér
er allmikil lífsorka, en engin
veiði. Stafar þetta sumstaðar af
því, að fiskurinn hefir aldrei náð
að „nema“ vatnið, en síðar mun
fiskastofn vatnsins hafa drepist
út, annaðhvort af óáran, sóttum
og heimskulegri veiði, eða af eld-
gosum. Því að silungsseyði og
smáverur vatna drepast oft unn-
vörpum fyrir öskufalli.
Þar sem svo stendur á, má ný-
rækta fisk í vötnunum. Árang-
urinn fer eftir lífsorkunni, en
hún verður ekki metin nema með
rannsókn.
Laxinn gengur sjaldan nema
einu sinni til hrygningar, að
henni lokinni fer hann aftur til
sjávar og týnist þar. Af þessu
leiðir, að skaðlaust er þó að
veiddur sé allur sá lax, sem í
árnar gengur, ef þess er gætt,
að klekja svo miklu, sem lífsorka
ánna megnar að framfleyta.
Allmörg vötn eru þannig gerð,
að erfitt er að veiða fiskinn nema
á hrygningarsvæðunum, þessi
veiði er varhugaverð, en ekki
þarf hún að saka ef þess er gætt
að klekja nógu í stað þess, sem
veitt er. Yfirleitt má stunda
veiði á fullorðnum fiski af kappi,
ef séð er fyrir viðkomunni með
klaki og ungviði ekki veitt.
í útlöndum hafa menn klakið
laxfiskum um langt skeið, og eru
allir, sem vit hafa á, einhuga um
það, að mildl nytsemi sé að klak-
inu, þar sem það á við.
Hér á landi hefir lítil eða eng-
in reynsla fengist á klaki, nema
við Mývatn, en þar hafa kostir
þess komið skýrt í ljós; veiðin
hefir aukist að miklum mun og
orðið jafnari, en áður var. Hér
vorar missnemma og ekki skort-
ir vatnavexti né ísaruðninga,
má því nærri geta, að mikið
farist af hrognum og seyðum, og
að líkindum oft og einatt allur
þorri af ársviðkomunni. Alt
bendir þetta á, að mikið gagn og
veiðiauki megi verða af klaki
víða hér.
VII.
Þó að klak, svo sem nú hefir
verið sagt, geti orðið til veiði-
bóta, má enginn ætla, að það sé
töframeðal, sem geti leitt fisk í
hvern poll og læk. Það er ekkert
undraráð og á ekki alstaðar við.
Sumir menn halda, að með
klaki megi auka veiði takmarka-
laust, en þetta er fásinna, því að
átan afskamtar fiskimagnið, en
svo nefni eg samanlagðan þunga
þeirra fiska, sem í hverju vatni
lifa; átuna afskamtar áftur lífs-
orkan. Ef fiskastóði er fjölgað
meira en lífsorkan leyfir, rýrnar
fiskurinn að stærð og gæðum.
í sumum vötnum er lífsorkan
svo lítil, að ekki borgar sig að
nýta hana. í öðrum eru skilyrðin
þannig, að haganlegast er að
friða fiskinn á hrygningarstöðv
unum, en klak borgar sig ekki.
í enn öðrum eru náttúrleg skil-
yrði, fyrir hrygningu og upp-
vexti fiskjarins, svo góð, að við-
malar allan rúg og maís sem fé-
lagið verslar með. Auk kjamfóð-
urs og annarar komvöru hefir
félagið einkum lagt sig eftir á-
burðarversluninni, enda nota
meðlimir þess mikinn hluta af
þeim áburði sem til landsins
flyst. — En áburðarkaupin eiga
hvað drýgstan þátt í því hve
jarðyrkjunni hefir fleygt fram í
nágrenni Reykjavíkur á síðustu
árum.
Félagið hefir stundum átt örð-
uga daga. Það keypti mest af
húsum sínum og vélum þegar að
dýrtíðaraldan reis hæst. Hún
hefir því fallið á það með öllum
sínum þunga. En félagsmenn
hafa lagt hart að sér. Á síðustu
5 árum hafa þeir borgað eignir
sínar niður um rúmar hundrað
þúsundir og á sama tíma safnað
sér álíka upphæð í sjóðum. Það
á marga áhugasama og ötuia fé-
laga og nýtur ágætra starfs-
krafta. Þegar að alt þetta er at-
hugað, virðist mega vona að þau
olnbogaskot sem félagið verður
fyrir frá óviðkomandi mönnum,
verði því jafn hættulaus, sem
þau eru skiljanleg.
---o---
Kvedjuorö.
Fáir minnast þess hverra gæða
þeir hafi notið fyrri en þeir hafa
mist þau, mælti Steingrímsfirð-
ingur nokkur þegar Einar skip-
stjóri Stefánsson stýrði Goða-
fossi hér út frá Hólmavíkurhöfn
30. janúar síðastliðinn. En þá
var það kunnugt, að hann átti að
hætta siglingum hér um slóðir.
Rétt er það nú athugað, að á
öllum þeim árum, sem Einar
skipstjóri hefir siglt hér um
Húna- og Strandaflóa á Sterling
og Goðafoss, hefði oft verið á-
stæða til þess, að íbúar nærliggj-
andi héraða mæltu ánægju og
þakkarorð í tilefni af dugnaði,
fyrirhyggju og sérstakri gæfu,
sem ferðum skipstjórans hefir
fylgt, hér um skerjóttar og
hættulegar skipaleiðir. Það er
sérstaklega eftirtektarvert, að
öll þessi ár mun Einar skipstjóri
aldrei hafa tafist um heilan dag
hér á Strandaílóa, vegna þoku,
storms eða hríðarbyls. Stundum
hefir sýnst svo, að höfuðskepn-
urnar hafi stilt sig á meðan Ein-
koman hefir ofboðið lífsorkunni,
er þá fiskimergðin mikil, en fisk-
urinn smár og rýr. Þar sem svo
hagar til er klak til skaða. Verð-
ur þar að útrýma fiskinum og
flytja siðan inn annan kynbetri
stofn. Loks geta þeir annmark-
ar verið á veiði stofnfiskjar eða
klakvatni, að ekki sé hægt að
koma klaki á, verður þá að
vernda fiskistofninn með skyn-
samlegri veiðiaðferð og öðrum
ráðum.
En þrátt fyrir alt þetta mun
þó mega auka veiðina í öllum
þorra veiðivatna, með klaki og
skynsamlegri veiðiaðferð. Auk
þess mun og víða mega rækta
fisk í vötnum, sem veiðilaus eru
og loks má bæta fiskakynið með
því að klekja hrognum bráð-
þroska fiska. En rannsóknir ein-
ar geta leitt í ljós hvað best
hentar á hverjum stað.
VIII.
Þegar reisa á ldakstöð ber
fyrst að líta á veiði stofnfiskjar.
Klakstöðin verður að vera þar
sem á hverju hausti er völ á
nógum stofnfiski og helst kyn-
góðum (bráðþroska), því að veiði
stofnfiskjar er miklu meiri ann-
mörkum bundin en menn alment
álíta. Þá er næst að finna góða
klaklind, kaldavermsl með nógu,
óþrotlegu, súrefnisríku, hreinu og
köldu vatni. Þá er að byggja
klakhúsið og gera það svo tryggi-
lega, að klakvatnið tapist ekki,