Tíminn - 07.05.1927, Síða 4

Tíminn - 07.05.1927, Síða 4
76 TfMISV Ivn ii M einasta tieimili. I engu landi þekkist það nema á íslandi um nokkur af andstöðu- blöðum samvinnumanna, að þeim sé dreift gefins um landið. Þetta bragð er ekki leikið nema við ís- lenska bændur. Sömu blöðin sem er kastað ókeypis út um bygðir landsins hafa í kaupstöðunum fásta kaupendur og hætta að senda þeim „viðskiftavinum“ sem ekki borga. Þetta er líka sú regla, sem öll erlend blöð fylgja. En til- gangurinn með því að gefa blöð sem eru andstæð sjálfbjargarvið- leitni bændafólksins einmitt sveitamönnum sjálfum er ein- göngu sá að lokka þá til að gleyma sjálfstæði sínu og verða atkvæðafénaður andstæðinga sinna. Framh. af 1. síðu. verið þar til 1. umræðu. Af- greiddi neðri deild það með 15:11 atkv. Voru mótatkvæðin öll úr Ihaldsflokknum. Efri deild hefir nú haft fjár- lögin til meðferðar og endursent þau neðri deild. Hafa gjöldin ver- ið lækkuð all mikið og er frv. nú tekjuhallalaust. Mest er lækkun á fjárveiting- um til vega og brúa, ca. 94 þús. og landhelgisgæslu 65 þús. Auk þess eru þessar lækkanir helstar: Til stúdentagarðsins um 25 þús., símalagninga um 26 þús., greiðsl- ur samkv. lögum, til húsabóta á prestssetrum um 11 þús., greiðsl- ur samkv. jarðræktarlögum um 10 þús., til vitabygginga um 10 þús., til Hvanneyrarskólans (til fjósbyggingar) um 9 þús. Þá feldi deildin og niður byggingar- styrk til húsmæðraskóla á Laug- um 11 þús., skaðabætur vegna brunans á Stokkseyri 10 þús. og styrk til félagsins Landnám 3 þús., lækkaði styrk til raflýsingar Blönduóssskólans um 2000 kr. en hækkaði tillag til Kvennaskólans í Rvík um 3000 kr. Samþykt var að veita alt að 120 þús. kr. lán úr viðlagasjóði til hafnarbóta á Siglufirði og 3000 kr. til eiganda jarðarinnar Steina undir Eyjafjöllum vegna skemda, sem urðu á jörðinni af skriðufallinu í vetur. ----«----- Bjarni Daðason bóndi frá Uppsölum. F. 30. mars 1869. D. 29. júní 1926. I. Vel sje vordægrum, er verma jurtir, hlýja hugi manna og láta ljósálfa lypta vængjum yfir góðs manns gröf. — Eiga sér allir æsku-dægur: vöxt í trú og vonum, gróa í geislum guði vígðum, eignast blóm og blað. Falli líka í feyskju fyrir tímann sum hin traustu trje, hníga svo að mold og hverfa sýnum — þá er auðnin eftir. II. Báru þig, Bjami, björt vordægur fram á sjónarsvið sem atgerfis-kvist íslenskrar moldar, góðan bæði og gildan. Ungum var þjer gefin athyggja sú, nýta menn er mótar; gerði þig grandvaran H.f. Jón Svmnndani A O*. Trúlofunar- hringarnir þjóðkunnu, úrval af steinhringum, skúf- hólkum og svuntuspennum, margt fleira. tíenf með póstkröf u út um land,ef óskað ei. Jón Sigmundason guilsmiður- tíími 888. —■ Laugaveg 8. Með því að það er ákveðið, að bygt verði á Hólum í stað húss- ins sem brann í haust, tilkynnist, að skólinn starfar að vetri eins og að undanfömu. Jafnframt tilkynnist að alt sumarið milli skólavetranna geta nokkrir piltar fengið tækifæri til að stunda verklegt nám við nýyrkju eingöngu. Páll Zóphóníasson. á götu hverri dygð í orði og athöfn. Óx þér aldur, óx þér viska; heilum sjónum sástu: menn verða menn og merkisberar fyrir vönduð verk. Gekstu góðbúans gangstíg þann, er lá til sveitarsómans; áttir ei oflæti, en athugaðir vel undirstöður allar Stiltir þú í hóf stórum orðum — spakmáll kann þá speki —, fórst því framarla í fylking þinni meðan orka entist. Fanstu þér festu í fjallasveit, gerðist stoð og stytta. Barstu fyrir brjósti: „bú er landstólpi“, alla þína æfi. — era smíðaðar úr völdu sænsku stáh. Greiðulengd 3% og 4 fet. (Einnig stærri vélar). Vélamar eru með ýmsum nýtísku endurbótum, sem ekki era á öðrum vélum, t. d. stangarstilli, sem er gerður sér- staklega fyrir íslenska hesta og íslenska staðhætti. Leiðarvísir á íslensku. Varahlutabirgðir hjá okkur. Samband ísl. samvinnufélaga. HERKULES-sláttuvélar Urðu endaslepp undir vanheilsu lífs þíns daggardægur; minst er þó í virðing við moldir þínar alls, sem var að varð. Glóa glitfagrar gegnum rökkrið minningar frá morgni. Komið var kul og kvöldskuggar — því var haldið heim. — Kveðja þig með klökkvi og kærrí þökk vandamenn og vinir. — Heilsi þér himinn hátignar-fagur ofar stjamastólum. Júlí 1926. Halldór Helgason. ——»—*■- Ijiróttaiðkanir. Stutt yfirlit. I. Um síðustu aldamót fór að bera meira á íþróttaáhuga hér á landi en áður hafði veríð um langt skeið. Fyrst var það aðallega íslenska glíman, sem yðuð var, en svo smábættust fleiri íþróttir við. Norðlendingar gengu hér að mörgu leyti á undan. Einkum mun mega þakka Jóhannesi Jós- epssyni mikið framgang þessara mála. Vorið 1906 fóru þeir Jó- hannes og Jón Pálsson kringum land og sýndu ýmsar íþróttir, og í þessari ferð kepti Jóhannes við norskan mann, Faaten að nafni, í grísk-rómverskri glímu hér í Keykjavík og bar sigur af hólmi, en þessi maður var þá að sýna íþrótt sína hér. Sumarið 1907 kom Friðrik kon- ungur VIII. hingað til lands, og var þá glímd íslensk glíma fyrir hann á Þingvöllum. Þá komu fram tveir nýir glímumenn, sem reynd- ust snjallari en Jóhannes. Það voru þeir Hallgrímur Benedikts- son og Guðmundur Stefánsson. Árið 1908 fóra íslendingar í fyrsta sinni til Olympíuleikanna til þess að sýna íslenska glímu, þar kepti og Jóhannes 1 grísk- rómverskri glímu. Um þetta leyti var ungmenna- félagshreyfingin að ryðja sér til rúms hér á landi. Félögin höfðu íþróttamálin ofarlega á sinni stefnuskrá, og unnu ötullega fyr- ir þau og aí miklum áhuga. Árið 1911 gekst Samband ung- mennafélaga íslands (U.M.F.I.) fyrir því að leikmót yrði háð hér í Reykjavík fyrir alt land. Þetta fyrsta allsherjaríþróttamót, sem boðað var til hér á landi hófst í Reykjavík, laugardaginn 17 júní á aldarafmælisdegi Jóns Sigurðs- sonar forseta og var sett af bisk- upi landsins, hr. Þórhalli Bjama- syni. Á þessu móti var kept í nær 20 íþróttagreinum; en það voru tiltölulega fá félög, sem sóttu þetta mót og svo hefir það jafn- an verið síðan, að þátttaka í alls- herjarmótum er ekki nógu al- menn, en við því má búast, að svo verði enn um sum, á meðan samgöngur eru ekki betri og íþróttamenn og félög eiga við svo þröngan kost að búa sem raun gefur vitni um. Um 1910 eða jafnvel fyr fóru að heyrast raddir um, að nauð- legt væri að stofna sérstakt íþróttasamband, sem hefði aðeins á hendi yfirumsjón með íþróttum um alt land. Af þessu varð þó eigi fyr en 28. janúar 1912, en þá var íþróttaamband Islands stofnað hér í Reykjavík. Það er því 15 ára 28. jan. í vetur. Þó að 1. S. I. væri nú stofnað gegst samt Samband U. M. F. I. fyrir öðru allsherjarleikmóti 1914. Eftir það var ekki boðað til alls- herjaríþróttamóts fyr en 1920 og gekst 1. S. I. fyrir þvi og hefir gert það á hverju ári síðan. Hér fer á eftir yfirlit yfir bestan árangur (met) í nokkram íþróttum frá 1914 og 1926. (Fremri talan er alstaðar frá 1914 en hin síðari frá 1926): Hlaup: 100 metrar ll4/5 sek., 10,3 sek. 200 metr. 26Vio sek., 28,4 sek. PÖNTUN ARMIÐI. Ritstjórn „Strauma“, Rvík. Undirrit. óskar að gjörast kaup- andi trúmálaritsins ..Straumar“, Gjörið svo vel að senda mér burðargjaldsfrítt ...... eint. af „Vígsluneitun biskupsins" eftir Ludvig Guðmundsson. Nafn ........................... Heimili ........................ „Straumar" koma út einu ainni í mánuði, ein örk (16 bls.) í senn, Árg. kostar kr. 5.00. „Vígsluneitun biskupsins" kostar kr. 3,50 (kaup- endur „Strauma" fá hana fyrir kr. 2.75). Fyllið út miða þenna og strikið yfir það er þér eigi óskið aö fá, og sendið miðann hið fyrsta til ritr stjórnar „Strauma", Reykjavik. 400 m. 1 mín. 1 sek., 56,2 sek. 800 m. 2 mín. 15,5 sek., 2 mín. 8,s sek. 1500 m. 4 mín. 52,8 sek., 4 mín. 28,G sek. 5000 m. ekkert, 15 mín. 23 sek. 10000 m. 38 mín. 19 sek., 34 mín. 13,8 sek- 4X100 m. boðhlaup 52,5 sek., 48,s sek. Stökk (með atrennu): Hástökk 1,50 m., 1,70 m. Langstökk 5,55 m., 6,37 m. Stangarstökk 2,60 m., 2,96 m. Þrístökk 11,41 m., 12,40 m. Köst (betri hendi): Kúluvarp 9,95 m., 10,83 m. Spjótkast 38,55 m., 45,90 m. Kringlukast 30,88 m., 38,58 m. Köst (báðar hendur): Kúluvai-p 18,13 m., 20,03 m. Spjótkast ekkert, 72,40,5 m. Kringlukast 45,83 m., 67,88 m. Sund: 100 metra ekkert, 1 mín. 32,2 sek. 150 m. 2 mín. 24 sek., ekkert. 200 m. 4 mín 2,5 sek., 3 mín. 36,3 sek. Af þessu géta menn séð hvað miðað hefir fram á við síðustu 12 árin. Hergeir. Ritatjóri Tryggvi Þórhallaaon. Prentsmiðjan Acta. Með hinni gömlu, viðurkendu og ágætu gæðavöru Herkulesþakpappa sem framleidd er á verksmiðju vorri nDortheasmindeu frá því 1896 — þ. e. i 30 ár — hafa nú verið þaktir í Danmörku og Islandi. ca. 30 milj. fermetra þaka. Fæat alstaðar á Islandi. Hlutafélagið )m Uiiladsens MW Köbenhavn K. Þrjár kýr og AiFA'I^AL skilvilda eru þyngri á metunum en fjórar kýr án skilvindu. ALFA-LAVAL skilur engan rjóma eftir í undanrennunni; það er því gróðavænlegra að kaupa ALFA-LAVAL skilvindu en að bæta við sig fjórðu kúnni. Snúið yður til Sambandskaup- félaganna, sem gefur yður allar nánari upplýsingar. Samband ísl. Samvinnufélaga. Almenna óvirðingu ætti Ihalds- flokkurinn að hljóta fyrir fram- • komu sína í bannmálinu. Þykjast stórstúkumenn nú illa sviknir á Jónasi Kristjánssyni. Síðasta af- rek flokksins í þágu bannsins var að fella tillögur, sem árum sam- an hafa verið aðaláhugamál templara: Fækkun vínsölustaða, takmörkun á ,resepta‘-sölu lækna o. fl. —• Nú sýnist ekki örvænt um að forvígismenn Reglunnar hafi fengið hugboð um hve illa þeir eru leiknir. Á það bendir grein scm Sigurbjöm Á. Gíslason hefir skrifað í Vísi síðastl. viku. Kveð- ur hann þar upp úr með það, að framkoma Ihaldsmanna sé óverjandi. Ekki er líklegt, að J. Kr. verði upplitsdjarfur á Stór- stúkuþinginu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.