Tíminn - 21.05.1927, Blaðsíða 1
--r- - r-—~-— ■ " u«W"T«E."r-...'i-r -'i:hv -
Aðalfundur
Sambands íslenskra samvinnufélaga.
©faíbfcri
og afgr«65lumaftur íímans er
Hannueig í> o r s t e i n s öó 11 ir,
5amfaanö*ijú5tnu, Xeyfjatnf.
XI. ár.
Ár 1927, mánudaginn 9. maí kl.
5,30 síðdegis, vai’ aðalfundur
Sambands ísl. samvinnufélaga
settur í húsi þess í Reykjavík,
samkv. fundarboði Sambands-
stjómar. — Fundinn setti for-
maður Sambandsins Ingólfur
Bjarnarson í Fjósatungu. Mintist
hann þess, að 20. febr. s. I. hefðu
verið liðin 25 ár frá stofnun Sam-
bandsins. En það var stofnað að
Ystafelli 20. febr. 1902, af þrem-
ur félögum. Gat hann þess, að
Sambandsstjórnin hefði verið á
fundi hér í Reykjavík þennan af-
mælisdag síðastliðinn vetur, og
þá ákveðið, að eitt hefti af tíma-
ritinu „Samvinnan“ þetta ár
skyldi helgað minningu Sam-
bandsins þennan fyrsta aldar-
fjórðung. Fundarmenn vottuðu
stofnendum Sambandsihs virð-
ingu sína og þökk með því að
standa upp úr sætum sínum.
Að tillögu formanns var sam-
þykt að kjósa 3ja manna kjör-
bréfanefnd, og í hana kosnir í
einu hljóði:
Jón Ivarsson, kaupfélagsstjóri
á Ilornafirði,
Vilhjálmur Þór, kaupfélags-
stjóri á Akureyii og
Sigurður Jónsson, bóndi á Am-
arvatni.
.Var því næst gj ört hlé, til
starfa fyrir þá nefnd.
Að störfum nefndarinnar lokn-
um, var fundinum framhaldið.
Kjörbrjefanefndin lagði til, að
kosning þessara fulltrúa væri
tekin gild og var það samþykt:
Kaupfél. Hvammsfj.: Bjami
Jensson, Ásgarði. Kaupfél. Saur-
bæinga: Ben. Magnússon, Tjalda-
nesi. Kaupfél. Króksfjarðar: Jón
Ólafsson, Króksfjarðamesi. Kaup-
fél. Dýrfirðinga: Björn Guð-
mundsson, Núpi. Kaupfél. Ön-
firðinga: Magnús Guðmundsson,
Flateyri. Kaupfél. ísfirðinga:
Ketill Guðmundsson, ísafirði.
Kaupfél. Nauteyrarhr.: Jón Fjall-
dal, Melgi-aseyri. Verslunai’fél.
SteingTÍmsfjarðar: Sigurjón Sig-
urðsson, Ilólmavik. Kaupfél.
Vestur-Húnvetninga: • Hannes
Jónsson, Hvammstanga, Helgi
Thorlacíus, Tjöm. Sláturfél.
Austur-Húnvetninga: Magnús
Jónsson, Sveinsstöðum, - Guðm.
Ólafsson, Ási. Kaupfél. Húnvetn-
inga: Jónas B. Bjamason, Litla-
dal. Verslunarf. Vindhælinga:
ólafur Lárusson, Skagaströnd.
Sláturfél. Skagfirðinga: sr.
Arnór Ámason, Hvammi. Kaup-
fél. Skag-firðinga: Sigfús Jónsson,
Sauðárkróki, Sigurður Bjömsson,
Veðramóti. Kaupfél. Fellshrepps:
Tómas Jónasson, Miðhóli. Kaup-
fél. verkamanna, Akureyri: Er-
lingur Friðjónsson, Akureyri.
Kaupfél. Eyfirðinga: Vilhjálmur
Þór, Akureyri, Davíð Jónsson,
Kroppi, Ingimar Eydal, Akureyri,
Ingimar Hallgrímsson, Litlahóli.
Kaupfél. Svalbarðseyrar: Stefán
Kristjánsson, Vöglum. Kaupfél.
Þingeyinga: Sigurður S. Bjarklind
Húsavík, Jón Gauti Pétursson,
Gautlöndum, Sigurður Jónsson,
Arnarvatni. Kaupfél. Norður-
Þingeyinga: Bjöm Kristjánsson,
Kópaskeri. Kaupfél. Vopnfirð-
inga: Ólafur Metúsalemss., Vopn-
afirði. Kaupfél. Austfjarða: Karl
Finnbogason, Seyðisfirði. Kaupfél.
Héraðsbúa: Páll Hermannsson,
Eyðum. Kaupfél. Eskifjai’ðar:
Ólafur Hermannsson, Eskifirði.
Kaupfél. Breiðdæla: Einar Bjöms
son, Breiðdalsvík. Kaupfél. Bem-
fjarðar: Þórhallur Sigtryggsson,
Djúi>avogi. Kaupfél. Austur-Skaft
fellinga: Jón ívarsson, Höfn.
Kaupfél. Skaftfellinga: Bjarni
Kjartansson, Vík. Kaupfél. Reylt-
víkinga: Ilaraldur Guðmundsson,
Reykjavík.
Auk framantalinna fulltrúa, og
fomianns Sambandsins, sem áð-
ur er getið, vora mættir á fund-
inum:
Einar Árnason, stj.nefndarm.
Jón Jónsson, stj .nefndann.
Þorsteinn Jónsson, stj.nefndarm.
Sigurður Kristinsson, forstjóri
Aðalst. Kristinsson, framkv.stj.
Jón Árnason, framkvæmdastj.
Jón Guðmundss., endurskoðandi.
Ennfremur voru mættir á fund-
inum nokkrir fleiri starfsmenn og
varastarfsmenn Sambandsins, og
ýmsir gestir.
Frá 9 sambandsdeildum vora
engir fulltrúar mættir.
Samkvæmt tillögu kjörbréfa-
nefndar. ákvað fundurinn að á-
minna Sambandsdeildimar um, að
hafa kjörbréf fulltrúanna í góðu
lagi. — Séu þau útdráttur úr
fundargjörð, helst staðfest af
sýslumanni eða hreppsstjóra. Að
öðrum kosti vottfest af fundar-
stjóra og fundarskrifara, eða að
minsta kosti af formanni við-
komandi félags.
Var þá til dagskrár gengið og
f yrirtekið:
1. Kosning fundarstjóra.
Sigurður Bjarklind, og til vara
Jón Jónsson í StóradaJ, báðir
kosnir með lófataki.
2. Kosning fundaskrifara.
Jónas B. Bjarnson í Litladal og
Ólafur Metúsalemsson á Vopna-
firði, vora af fundarstjóra til-
nefndir og kosnir skrifarar.
3. Reikninganefnd kosin.
Samkvæmt undanfarinni venju,
var kosin sjö manna nefnd, til að
athuga fjárhagsmál Sambandsins
og deilda þess.
Kosningu hlutu með óbundinni
kosningu: Jón ívarsson, Horna-
firði með 24 atkv., Vilhjálmur
Þór Akureyri 16 atkv., Sigfús
Jónsson, Sauðárkrók 15 atkv.,
Páll Hermannsson, Eiðum 14
atkv. Karl Finnbogason, Seyðis-
firði 14 atkv., Sigurður Jónsson,
Arnarvatni 13 atkv. og Jón Gauti
Pétursson, Gautlöndum, með
hlutkesti milli hans og Hannesar
^Jónssonar á Hvammstanga, sem
báðir fengu 11 atkv.
4. Ferðakostnaðarnefnd kosin.
Til þess að athuga, og gjöra til-
lögu um ferðakostnaðaiTeikninga
fulltrúa á fundinn, vora kosnir
í einu hljóði: Guðmundur ólafs-
son, Ási, Stefán Kristjánsson,
Vöglum og Bjöm Kristjánsson,
Kópaskeri.
Þriðjudaginn 10. maí, kl. 10
árdegis var fundi framhaldið, og
þá tekið fyrir:
5. Skýrsla framkvæmdarstjóra
Innf lutningsdeildar:
Aðaisteinn Kristinsson fram-
kvæmdastjóri, gjörði igi’ein fyr-
ir aðflutningi útlendra vara á ár-
inu 1926 á vegum Sambandsins.
Alls hafði Sambandið útvegað
Reykjávík, 21. maí 1927.
hinum einstöku félögum vörar
fyrir rúmlega 4600.000 kr.
Um skýrslu þessa urðu litlar
umræður, en framkvæmdarstjóri
óskaði, að ræða það mál betur,
á kvöldfundi við kaupfélagsstjór-
ana og þá fulltrúa er þess. ósk-
uðu.
Var þá fundi frestað. Sama dag
kl. 4,15 síðdegis var fundi frarn-
haldið, og fyrir tekið:
6. Skýrsla forstjóra.
Sigurður Kristinsson forstjóri,
gjörði mjög ítarlega grein fyrir
störfum Sambandsins árið 1926,
með samanburði við árið 1925.
Las hann upp rekstursreikning
og fjárhagsreikning félagsins
s. 1. ár, og skýrði hann þá reikn-
inga, lið fyrir lið. Var ræða for-
stjóra hin greinilegasta, og þökk-
uð af fundinum með lófataki.
7. Útflutningur á kældu og
frystu kjöti.
Framkvæmdarstjóri Útflutn-
ingsdeildar, Jón Árnason, skýi’ði
frá að út hefði verið flutt síðast-
liðið haust 1800 kroppar af kældu
kjöti, og’ um 11200 kroppar af
frystu kjöti. Kaupendum líkaði
kjöt þetta yfirleitt vel, og sala á
því gekk sæmilega, samanborið
við sölu á saltkjöti.
Framkv.stj. lagði til að kosin
væri 5 manna nefnd til þess að
gjöra tillögu um verðreikning á
þessu kjöti nú og framvegis, og
ýmislegt fleira, er lýtur að út-
flutningi á þessari vöra.
Um mál þetta urðu nokkrar
umræður. Nefndarkosning sam-
þykt, og í hana kosnir:
Iiannes Jónsson með 24 atkv.
Þorsteinn Jónsson með 23 atkv.
Jón Árnason með 21 atkv.
Vilhjálmur Þór með 16 atkv.
sr. Amór Ámason með 10 atkv.
Fundi frestað til næsta dags.
Miðvikudaginn 11. maí kl. 9
árdegis var fundi framhaldið.
8. Skýrsla framkvæmdarstjóra
Útflutningsdeildar.
Jón Ámason framkvæmdar-
stjóri útflutningsdeildar gaf ná-
kvæma skýrslu um sölu íslenskra
vara sl. ár, og rakti hann ná-
kvæmlega gang sölunnar á hverri
vörategund fyrir sig.
Alls hafði Sambandið selt ís-
lenskar vörar fyrir 6.700.000 kr.
Framkvæmdastjóri talaði nær
því 3 kl.st., var ræða hans öll
hin greinilegasta, og þökkuð með
lófataki.
Út af ræðu framkvæmdastjóra
komu fram ýmsar fyrirspumir
sem framkv.stj. svo svaraði.
Umræður urðu töluverðar, sér-
staklega um sölu innanlands, og
samþykti fundurinn, að endur-
taka ályktanir þær 1—3, er síð-
asti aðalfundur í 13. máli þeirr-
ar fundargjörðar samþykti.
í sambandi við mál þetta sam-
þykti fundurinn svohljóðandi til-
lögu frá Guðbrandi Magnússyni:
„Fundurinn ályktar, að skora
á stjóm Sís, að taka það til at-
hugunar, hvort tiltækilegt sé að
koma á smásöluútsölu í Reykja-
vík fyrir ýmsa matvælafram-
leiðslu Sambandsfélaganna“.
9. Alþjóðasamband. Forstjóri
Sigurður Kristinsson, flutti eftir-
greinda tillögu, sem var samþykt
í einu hljóði:
„Fundurinn felur stjóminni, að
beiðast upptöku fyrir S. I. S. í
Alþjóðasamband samvinnufélag-
anna“.
Þegar fundurinn hófst að
morgni næsta dags þá mættu
eftirgreindir fulltrúar, og af-
hentu kjörbréf sín:
Frá Kaupfélagi Stykkishólms:
Sigurður Steinþórsson, Stykkis-
hólmi. Verslunarfél. Hrútfirð-
inga: Kristmundur Jónsson,Borð-
eyri. Kaupfélagi Hallgeirseyjar:
Guðbrandur Magnússon, Hall-
geirsey. Kaupfélagi Grímsnes-
inga: Stefán Diðriksson, Minni-
borg.
Voru alls mættir 41 fulltrúi.
10. Samvinnuskólinn og „Sam-
vinnan“.
Skólastjóri Jónas Jónsson gaf
glögga skýrslu um Samvinnuskól-
ann, nemendafjölda, fyrirkomu-
lag kenslunnai’, fjárhag skólans
o. fl. Gat hann um lagaframvarp
það sem fyrir Alþingi hefir legið
nú, um Samskóla, og hverja þýð-
ingu það gæti haft fyrir Sam-
vinnuskólann.
Sömuleiðis gaf hann skýrslu
um tímaritið „Samvinnan“.
Gat hann um hverjar ritgjörð-
ir væru í því hefti, sem nú væri
að koma út, og hverja stefnu
hann hefði hugsað sér að hafa í
vali ritgjörða í tímaritið í næstu
framtíð. Hvatti hann samvinnu-
menn sérstaklega til þess, að
senda tímaritinu ritgjörðir um
samvinnumál.
Niðurl. næst.
----o----
t
Jón Guðmundsson
frá Hoffelli.
Éinn af öðrum, hníga þeir til
moldar hinir góðu gömlu stofn-
ar í Hornafirði. Hinn 6. þ. m.
andaðist Jón Guðmundsson óðals-
bóndi í Hoffelli í Nesjum. •
Jón sál. var kominn á níræðis-
aldur, fæddur 11. des. 1845. For-
eldrar hans vora Guðmundur óð-
alsbóndi á Hoffelli Eiríksson
hreppstjóri Benediktssonar Bergs
sonar, og Sigríður Jónsdóttir frá
Hlíð í Skaftártungu Jónssonar.
Móðir Sigríðai’ var Ragnhildur
Gísladóttir frá Geirlandi.
Jón sál. Guðmundsson var
kvæntur Halldóru Björnsdóttur
frá Flugustöðum í Álftafirði, og
lifir hún mann sinn.
Þau hjón eignuðust 6 böm, eru
þau þessi: Bjöm bóndi og odd-
viti í Dilksnesi, Guðmundur bóndi
í Hoffelli, Hjalti bóndi í Hólum.
Sigurbjörg ógift heima, Sigríður
og Kristín, báðar dánar.
Allan sinn aldur ól Jón sál, í
Hoffelli. Hafði hann forstöðu bús
þar aldarhelming, og var með
fremstu mönnum þar í sveitum
að ráðsnild og dugnaði, og stóð
bú hans lensgtum, með miklum
blóma, Hoffell er höfuðból og
merkissetur, þar var lengst af
kirkjustaður, (bændakirkju),
annexia frá Bjamarhöfn nú nið-
urlögð fyrir nokkru. Jörðin var
fyrir meir hin mesta vildisjörð,
fjallhagi mjög víðlendur, og nið-
ur á sléttunni út frá bænum,
voru engjar miklar og góðar. En
fyrir mörgum áratugum, eyddu
Hornafjarðarfljót hinu fagra og
frjósama engjalandi, og rýmaði
jörðin mjög að gæðum við það.
Jón sá, að úr þessu yrði að bæta
eftir mætti, og hann tók , til
snemma á áram, að bæta og'
stækka túnið. Sléttaði hann alt
gamla túnið, og færði út að
JKjgrsibö(a
Ilmans *r t Sambcmösþtoinu.
©pin faoðfega 9—(2 f,
*9ö.
22. blað.
miklum mun, svo nú er Hoffells-
túnið eitt af stærsu og fallegustu
túnum í sýslunni. Enda skorti
þar aldrei hey. Þá voru gerðar
þar miklar girðingar og áveitur
töluverðar. Jón sál. hlaut verð-
laun úr Ræktunarsjóðnum fyrir
mörgum árum, fyrir jarðrækt og
húsabætur, og var það að verði-
leikum, því óvíða í sýslunni hafa
verið gjörðar eins miklar bætur
á jörðu, enda hefir verið thaldið
áfram alt fram á þenna dag af
sonum hans, að bæta og prýða
jörðina. Auk ýmiskonar hagræð-
is, var þar komið upp lítilli raf-
magnsljósastöð, fyrir nokkrum
árum. Þó Iioffell sé nokkuð úr
þjóðleið, þá gjörðu héraðsbúai’,
og jafnvel langferðamenn sér
einatt ferð þangað, til að sjá
ýmislegt, sem þar er til fyrir-
myndar, hvað búskap snertir.
Var þar oft margment af að-
komufólki á sunnudögum á sumr-
in, enda vora húsbændumir góðir
heim að sækja. Jón sál. var mjög
vel greindur, og mun hafa lesið
allmikið, en dulur var hann að
eðlisfari, einkum við ókunnuga,
en við nánari viðkynningu hlutu
allir að finna, að mikið var í
manninn spunnið, og mjög var
gaman að ræða við hann um bú-
skap og fjármál, kom þá athygli
hans og skerpa í ljós. Og þótt
talið hneigðist að bókmentum
varð þess fljótt vart, að hann
fylgdist þar einnig allmikið með.
Jón sál. var mikill hagleiks-
maður, stundaði hann söðlasmíði
á vetrum ásamt búskapnum, og
voru reiðfæri hans svo smekkleg
og traust, að af þótti bera. Mun
hann hafa staðið mjög framar-
lega í þeirri iðnaðargrein.
Jón sál. gaf sig lítið að opin-
berum málum, honum var kærast
að sitja að búi sínu, og hlynna
að þroska og vexti alls hins besta
á heimilinu. Halldóra kona hans
er orðlögð fyrir góðvild og dreng-
skap, og voru þau hjón einkar-
samhent í öllu því er prýða má
eitt heimili. Því var við brugðið
hve bömin voru vel upp alin,
enda era þau öll hið ágætasta
fólk. Þau hjónin bjuggu svo að
hjúum sínum og heimilisfólki, að
það fýstist ekki vistaskifta, og
sumt ílengdist þar fyrir lífstíð.
Haustið 1921 efldu böm þeima
hjóna til veislu mikillar í Hof-
felli, til að minnast gullbráð-
kaups þeima. Var þar vel og
höfðinglega veitt. Vinir þeirra og
sveitungar færðu þeim skrautrit-
að ávarp í fallegri umgjörð, með
myndum og útskurði eftir Rík-
harð Jónsson, sem lítirrn vott
virðingar og vináttu. Þegar á alt
er litið, er óhætt að segja að Jón
sál. væri gæfumaður. Hann átti
gæta konu, og vel gefin böm;
hann undi glaður við sitt, sá
ávöxt verka sinna heimilinu til
frama, var sjálfur göfugmenni,
og hafði mannhylli mikla. Hann
var að vísu oft fremur tæpur
á heilsu, og síðustu 7 árin varð
hann að bera erfiðar sjúkdóm.
En þá kom líkt best í ljós, hin
mikla umönnun ástvina hans, sem
alt gerðu, sem unt var til að létta
honum sjúkdómsbölið.
Minning Jóns Guðmundssonar í
Hoffelli verður vinum hans kær,
og ættaróðalið mun lengi bera
menjar atorku hans og hagsýni.
Ritað 18. maí 1927.
Þorl. Jónsson.
-----o—■—