Tíminn - 21.05.1927, Blaðsíða 4
86
VfmiTM
miði hins meinlausa manns og athafnalitla borgara,
sem lítur á ait með hversdagslegum augum og
deigum hug. Abraham Lincoln varð frumkvöðull að
blóðugri styrjöld og voðalegum bræðravígum, og
vissulega orka verk hans tvímælis. En öll sú eldraun
sýndi best göflgi hans og sálarþrek. Enginn mið-
lungsmaður mun fella rjettlátan dóm um hvatir og
hugsjónir hamfai*a sálar, nje um verk slíkra manna.
Fáir vita þá baráttu, sem þeir kunna að eiga hið
innra með sjálfum sjer.
Jeg gleymi aldrei blaðafregn, seon jeg las á bams-
aldri. Sikip sökk úti á miðju Atlantshafi. Bátunum
var róið frá skipinu svo drekkhlöðnum sem mest
mátti verða, en alt um kring syntu druknandi menn
og sárbændu þessa fáu hólpnu að gefa sjer líf og
lofa sjer með. Þeir voni svo áfjáðir, að það varð
að lemja þá burtu með ámnum. En hverjir hjeldu
á bareflunum, og hvað var í húfi? Mennimir, sem
lömdu bræður sína í kaf, þar vora meinhægir menn
og atkvæðahtlir, alveg algengir menn, sem voru að
lengja sitt eigið vesæla líf um fáein hverful ár, og
þeir unnu þetta til.
Slíkt lesa menn og þykir það hörmulegt, en eng-
inn er sakfeldur fyrir þetta. En þó fella menn þunga
dóma og margan sleggjudóm um höimungaverk
byltingatímanna, þegar menn berjast fyrir lífi og
hamingju heilla þjóða og ganga fegnir í dauðann
fyrir trú sína á framtíðina og sannleikann, eða þá
þegar heift margra kynslóða brýst fram undan
fargi langra kvala. Stundum tekur nútíðin þungar
hríðir og fæðir af sjer nýja framtíð með sárastu
harmkvælum.
Fylgismenn Mussolinis telja hann munu verða
upphafsmann nýrrar aldar og nýira tíma. Þeir segj a,
að dagar þingræðis og höfðatöluvalds sjeu taldir, að
ný stjómaraðferð sje komin í staðinn. Hitt mun
raunar heldur, að Mussolini er einn þeirra manna,
sem um stundarsakir spyma móti broddum tímans,
og þá mun framtíðin sjálfkrafa mola verk hans í
sundur að þessu leyti.
En þó að stjómarfar Mussolinis líði aftur undir
lok, þá má fyrir því vel vera, að Itahr hafi varan-
legt gagn af stjóm hans og stjómsemi, ef honum
endist aldur og vit til að afstýra mestu hættunni:
gagnbyltingunni, sem yfir honum vofir. Enginn kann
heldur að segja, hvernig land hans væri nú statt, ef
hans hefði ekki notið við. Hann stjómar með fá-
dæma harðýðgi og afskiftasemi, eins og Pjetur mikli
á sinni tíð. Pjetur tók menn sína og rakaði af þeim
skeggið, segir sagan, og skar neðan af klæðum
þeirra, til þess að kenna þeim nýja siði. Mussolini
hefur fyrirboðið konum að gagna í stuttum klæðum
eða flegnum, hann hefur sagt fyrir um það, hverjir
rjettir matar mættu vera á borðum þjóðarinnar,
hann hefur lokað háskóladeildum fyrir konum, vegna
þess, að það sje meiningarlaust fyrir kvenfólk að
vera að fikta við þungar vísindagreinir. Pjetur zar
tróð fraikkneskri menning upp á sína þjóð. En
Mussolini vill fyrst og fremst endurvekja og efla
hina innlendu menning, fordæma útlent prjál og
munað, allan útlendan yfirgang og íhlutun, vinna og
spara, hefja þjóðina til 'hagsældar, samtaka og
skyldurækni. Hann hefur tekið sjer fyrir hendur að
koma á stjómsemi og aga með þeirri þjóð, sem er
hverri annari þjóð tómlátari um stund og stað og
alla reglusemi, en blóðheit og óstýrilát. Þar í landi
hafa þjófar og ránsmenn hafst við á vegum úti alt
til þessa dags, og sumir verið dáðir af lýðnum eins
og þjóðhetjur. Það duga ekki tómar málalengingar
til þess að kippa slíku í lag. Ungir bolsivíkar stofna
nú með sjer f jelög um alt Rússland til þess að vinna
á móti ýmsum löstum í fari þjóðar sinnar og land-
lægum óvenjum. Þessir menn mundu vissulega vera
fasistar í Italíu. Það er mjög skamt sjeð, að telja
bolsivíka og fasista tvær algerðar andstæður. Þeir
eru tveir sjóir á hinu sama hafi.
Mussolini er bragðið um leikaraskap og gort og
hrokafull stóryrði. En þess ber og að gæta, að þjóð-
hans, ítalimir, era öðravisi í skaplyndi en norðlæg-
ari þjóðir. Þeir skilja ekki þögn og þumbaraskap
Bretans, nje skipulagsfestu Þjóðverjans. Það sýður
í þeim blóðið, ef mikið á að gera. Og foringi lýðsins
verður að gera þjóð sinni til hæfis. Mussolini heldur
ræður „fyrir fólkið“, fyrir þjóðina, sem hann þarf
að fá til fylgis við sig og halda sífeldu sambandi við.
Loyd George var forsætisráðherra Breta, þegar
Þjóðverjar vörpuðu sprengikúlum yfir Lundúnir. Þá
steig hann niður í undirdjúp Lundúnaborgar og tal-
aði fyrir lýðnum. Skríllinn heimtaði, að Þjóðverjum
yrði sýnd sömu skil, flugvjelar sendar inn yfir land
þeirra og sprengikúlum látið rigna yfir þá. „Það skal
verða gert“, svaraði forsætisráðherrann sinni ást-
kæru þjóð. En alt reyndist þetta látalæti. Og var-
lega skyldi hver öðrum lá.
Elsta dóttir Mussolinis heitir Edda, og hef j eg það
fyrir satt, að hún heiti svo til heiðurs við hina
fornu norrænu menning, sem Mussolini hafi snemma
fengið mætur á. Það er ýmislegt, sem bendir til þess,
að Mussolini sje miklu mentaðri maður og víðsýnni
en ýmsir hafa viljað vera láta. Það hafa verið gerð-
ar af Mussolini margar háðmyndir. En ein tegund
skrípamyndanna er að öllu verst. Það eru hroka-
fullir og sjergóðir afturhaldsdólgar víðalivar annar-
staðar, sem hafa ætlað að taka sjer af hans dæmi
kraft og þor; það era þeir, sem vilja apa hann.
Ef nú einhver byssukúla yrði svo þrautvígð, að
hún mætti granda Mussolini — hvemig færi þá?
Mundi þá þjóðin ekki rísa upp og varpa af sjer oki
fasistanna, þvo af sjer hermdarverk þeirra í nýju
blóði? Og fer ekki svo, hvenær sem dagar Musso-
linis verða taldir? — Ekki er það víst. Margt bendir
til þess, að hann muni slá skipi sínu nokkuð undan
vindi og liðka stjórnartaumana í hendi sjer, að hann
stýri hjá brotsjóum nýrrar byltingar. Mörgum þykir
nú sýnt, að stjórnkænska hans og hyggindi muni
hvergi minni en frekja hans og harðneskja. En verði
hann myrtur, hvað þá? Banamenn Cæsars, sem voru
göfgir menn og einlægir,hjelduþað,að alt væri unnið,
ef þeir losnuðu við Cæsar sjálfan. En það fór mjög
á aðra leið. Einn af mönnum Cæsars tók upp merki
hans, hjelt stjómartauimunum, og gekk milli bols
og höfuðs á banamönnum hans. Svo gæti enn farið.
Mussolini hefur vissulega á móti sjer marga hina
bestu menn, bæði með sinni eigin þjóð og um alla
Evrópu. En ekki má gleyma því, að mai’gir þeir,
sem níða hann mest, hinir römmustu yfirgangsmenn
meðal stórveldanna, þeir mundu sjálfir hvergi svíf-
ast alls hins versta, sem þeir bera honum á brýn.
Þeir hrópa hátt gegn Mussolini á mannúð og rjett-
læti, sem þeir sjálfir svíkja og fótumtroða. Þeir-
eru ekki að ofsækja ranglætið og frekjuna og ásæln-
ina, sem er matur og drykkur sjálfra þeirra. Þeir
era að ofsækja mann, sem er þeim óþægur ljár í
þúfu. Þeir vilja ekki viðgang og veldi hinnar ítölsku
þjóðar, heldur væri sundrang hennar og niðurlæging
þeirra gagn.
I
á nógu af óvanalega ódýrum
fiski. Var fiskafli afskaplega
mikill og verðið lágt. Brýndu
blöðin mjög fyrir almenningi, að
nota sem mest af fiski til matar,
til að létta af erlenda fiskmark-
aðnum og spara með því inn-
flutning á kjöti.
Undanfarin ár hefir flust mik-
iðj af söltuðu amerísku fleski til
Noregs, en í vetur tók alveg fyr-
ir það vegna aukinnar fram-
leiðslu í landinu.
Þessi mikla fleskframleiðsla
Norðmanna stafar af því, að
mjólk hefir fallið þar geysimikið
í verði og mikið af henni reynst
óseljanlegt af því margar mjólk-
urverksmiðjur hafa orðið að
hætta störfum, eða minka fram-
leiðslu sína stórum. Bændur
byrjuðu því að gera smjör og
ala grísi á undanrennunni.
Gat eg áður um smásöluverðið
og er það ótrúlega lágt, en þó er
heildsöluverðið tiltölulega mikið
lægra. Bestu grísir kostuðu í
heilum skrokkum á torgi í Osló
(í marsm.) um kr. 1.00 kg.
Þegar miðað var við áðumefnt
smásöluverð á fleski, þá er það
sýnilegt, að ísl. saltkjötið var of
dýrt á kr. 1.30—1.70 pr. kg. Það
var því vitanlega nauðsynlegt að
koma smásöluverði á ísl. kjötinu
niður í samræmi við verð á öðru
kjöti, sem var á markaðnum,
enda var það alt of hátt, miðað
við það verð, sem ísl. kjötið var
selt fyrir í heildsölu eftir ára-
mót, og bygðist, eins og áður er
sagt, á því hve margir lágu með
dýrar birgðir, sem þeir ekki vildu
fella í verði.
Um það leyti sem eg kom til
Noregs byrjaði hið mesta kapp-
hlaup um kjötsöluna. Allir, sem
áttu ísl. kjöt voru að verða
hræddir við að þeir brynnu inni
með það. Keptu þar bæði ís-
lenskir útflytjendur, danskir um-
boðssalar og norskir innflytjend-
ur, sem áttu miklar kjötbirgðir
óseldar.
Kaupendur gengu svo á milli
og mátti heita að verðið félli
daglega. Urðu þeir þá mjög var-
færir með kaup, því þeir gátu
búist við að kjöt, sem selt var
fyrir 85 kr. í dag yrði ekki nema
80 kr. á morgun og svo koll af
kolli. Komst verðið á þennan
hátt niður í kr. 60.00 pr. tn. og
jafnvel kr. 55.00—50.00, ef um
stærri kaup var að ræða.
Með þessu lága heildsöluverði
var það trygt, að hægt var að
selja kjötið svo ódýrt í sölubúð-
unum, að umsetning ykist til
stóra muna. En þá þurfti að gera
ráðstafanir til þess að smásalar
héldu kjötinu ekki of dýru og
hömluðu með því sölunni. Þetta
tókst og studdu margir heildsal-
amir að þessu, af því þeir voru
famir að sjá, að það" var eina
leiðin til að koma öllu kjötinu út
fyrir sumarið. í Osló komst smá-
söluverð á ísl. kjötinu í kr. 1.20
—1.00 pr. kg. fyrir síðu og fram-
parta og kr. 1.40 pr. kg. í lærum.
Annarstaðar var smásöluverðið
nokkru lægra, t. d. í Bergen að-
eins um kr. 1.00 pr. kg. að með-
altali. Þegar kjötið var komið í
svona lágt verð jókst eftirspurn-
in geysilega. I tveimur stóram
kjötbúðum í Osló, sem alt af selja
ísl. kjöt, seldust í hvorri búð
2—3 tn. á dag í smásölu, fyrir
utan það sem selt var í heilum
tunnum, en áður höfðu þær ekki
selt meira á viku.
Þrátt fyrir hið lága verð í
sölubúðunum, sem eg álít að hafi
verið óhjákvæmilegt, hefði heild-
söluverðið aldrei þurft að fara
svo langt niður, sem raun varð á,
ef kapphlaupið milli þeirra, sem
seldu, hefði ekki verið eins
gegndarlaust og það var. Með því
útsöluverði, sem eg nefndi áðan,
að verið hefði í Osló, hefði tunn-
an ekki þurft að fara niður úr n.
kr. 75.00—70.00, þó áðumefndu
útsöluverði hefði verið haldið.
Eg skal geta þess, að norsku
innflytjendumir kvörtuðu lang-
mest um saimkepnina frá dönsku
umboðssölunum. Þeir buðu kjöt-
ið stöðugt niður, jafnvel eftir að
Augnlækningaferðalag 1927.
Helgi Skúlason.
Frá Akureyri með Esju til Norðfjarðar 8. júlí. — Dvöl á Norð-
firði 10.—16. júlí. Frá Norðfirði með Goðafossi 16. júlí til Seyðisfjarð-
ar. Dvöl á Seyðisfirði 17.—24. júli. Frá Seyðisfirði með Nova 24. júlí
til Húsavíkur. Dvöl á Húsavík 25.—27. júlí. Frá Húsavík með Esju 27.
júlí til Borðeyrar. Dvöl á Borðeyri 30. júlí—2. ágúst. Frá Borðeyri
landveg til Blönduóss 3. ágúst. Dvöl á Blönduósi 4.—6. ágúst. Frá
Blönduósi landveg til Sauðárkróks 7. ágúst. Dvöl á Sauðárkróki
8.—13. ágúst. Frá Sauðárkróki með Esju til Siglufjarðar 14. ágúst.
Dvöl á Siglufjarði 14.—19. ágúst. Frá Siglufirði til Akureyrar með
Brúarfossi 19. ágúst.
Guðmundur Guðfinnsson ferðast um Suður- og Vesturland.
Helgi Skúlason.
Ljósmóðurstaðan á Húsavík
er laus.
Umsóknarfrestur til 1. júní.
Unisóknir skai senda landlækni og hóraðslækni á Húsavík.
H.f. Jón Sigmundaaon A Co.
SYuntuspennnr
Skúfhólkar,
Upphlutsmillur og
og alt til upphluts.
Trúlofunarhringarnir
þjóðkunnu. Mikið af steinhringum.
Sent með póstkröfu út um land
ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullnmiður.
Sími 383. — Laugaveg 8.
Sigurmundur Sigurðsson hefir
fengið veitingu fyrir Grímsness-
læknishéraði.
Kosningar í þinglokin fóru
þannig: Endurkosnir vora í
stjóm Gjafasjóðs Jóns Sigurðs-
sonar: Sigurður Nordal, Ölafur
Lárusson og Hannes Þorsteins-
son. I milliþinganefnd í landbún-
aðarmálum: Jörundur Bi’ynjólfs-
son og Þórarinn Jónsson. Endur-
skoðunarmenn landsreikninganna
voru kosnir: Árni Jónsson, Pét-
ur Þórðarson og Þórarinn Jóns-
son. I bankaráð Islandsbanka, í
Best. — Odýrast.
Innlent.
sæti Bjama heitins frá Vogi, var
kosinn Magnús Kristjánsson al-
þm., eftir endurtekna kosningu
og fékk hann 21 atkvæði við síð-
ari kosninguna, en Bjöm Krist-
jánsson 19. I hið nýja bankaráð
Landsbankans vora kosnir: Magn-
ús Jónsson, Jónas Jónsson, Jó-
hannes Jóhannesson og Jón Árna-
son forstjóri S. I. S.
Ritstjóri Trynrvi ÞórhaOason.
Prentsmiðjan Acta.
verðið var orðið svo lágt í heild-
sölu, að engar líkur voru til auk-
innar sölu, þó það væri lækkað
meira. Þar að auki seldu þeir og
buðu kjöt til smásalanna um
þveran og endilangan Noreg.
Um leið og unnið var að söl-
unni í Noregi, bauð eg kjötið
allsstaðar þar sem nokkrar líkur
voru til sölu. I Danmörku seldist
sama og ekkert þrátt fyrir þetta
lága verð, enda er kjötverð á-
kaflega lágt þar í landi eins og
allsstaðar í nágrannalöndunum.
Mér tókst að selja 150 tn. til
heildsölu sænsku kaupfélaganna.
Lagði eg mikla áherslu á að
koma þeirri sölu í framkvæmd,
ef ske kynni að viðskiftin yrðu
til frambúðar. Hefir heildsalan
aldrei keypt kjöt frá íslandi áður.
Nú er svo komið að kjötið er
að mestu selt. Eru eftir óráðstaf-
aðar hér á landi um 200 tn. af
dilkakjöti og 400 tn. af ærkjöti
(o. fl.). Þó erfitt kunni að verða
að selja eftirstöðvar ærkjötsins,
tel eg vafalaust að það takist.
En verðið verður afskaplega lágt.
Var það öllum ljóst strax í haust,
að þetta kjöt var illseljanlegt á
erlendum markaði og munu
flestir hafa gert ráð fyrir lágu
verði.
Eg hefi gert all-nákvæma áætl-
un um verð dilkakjötsins. Eftir
því fá kaupfélögin um kr. 120.00
fyrir tunnu á útflutningshöfn,
að öllum kostnaði frádregnum.
Það leit svo út um tíma, að
ekki yrði nema um tvent að
velja, annaðhvort að skila tals-
verðu af kjötinu aftur til kaup-
félaganna, eða gera það ónýtt. Þó
salan sé ekki glæsileg, þá varð
þó komist hjá þessu.
Það er erfitt að gera sér grein
fyrir saltkjötssölunni næsta
haust. Innflytjendur í Noregi
hafa tapað á íslenska kjötinu
mörg undanfarin ár, þó sjaldan
eins mikið og síðastliðið ár. Eg
veit um einn innflytjanda, sem
tapaði 45 þús. kr. á ísl. kjöti í
vetur sem leið. Það má því búast
við að innflytjendur fari varlega
næsta haust.
Hið háa verð, sem verið hefir
á ísl. saltkjöti í Noregi undan-
farin ár, hefir gert það að verk-
utn, að fólk var farið að verða
fráhverft kaupum á því. I vetur
og vor breyttist þetta mikið.
Almenningur átti ekki kost á
öllu ódýrari mat en íslensku
saltkjöti og má búast við að á-
hrifin af þessu lága verði vari
fyrst um sinn.
Svo sem kunnugt er var kjöt-
skortur og hátt verð á íslensku
kjöti í Noregi 1917 og 1918. Þá
var ísl. kjöt mjög ódýrt, enda
jókst neysla þess í Noregi mjög
á þessum árum, og varð miklu
almennari en hún hafði nokkum-
tíma verið áður. Bætti þetta
kjötmarkaðinn áreiðanlega næstu
árin á eftir.
Þó salan væri erfið árið sem
leið, held eg að ástæðulaust sé að
óttast, að ekki verði hægt að
selja saltkjötið í Noregi næsta
haust, ef verðið er hæfilegt,
miðað við markaðsverð á nýju
kjöti og fleski.