Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 1
©iaíbfeti 99 afgrei&sluma&ur QT t m a n s er Hannneig p o r s t e i n s&ó 11 i r, Sambanösfyúsinu, SeyfjaDÍf. J2^fgteibs(a Cimans er i Samban&sfyúsinu. ©pin öagiega 9—(2 f. tj. Sírrti <*96. XI. ár. Reykjavík, 28. maí 1927. 2£. blað. Frambjódendur Framsóknarfiokksins viö kosning~arnar 9. júlí í snmar. Þorleifur Jónsson þm. A.-Skaft. Þorleifur Jónsson er fæddur á i Hólum í Homafirði 21. ágúst. j Faðir hans Jón (d. 1878) hrepp- stjóri, Jónssonar (d. 1843) prests á Hofi í Álftafirði, Bergssonar (d. 1837) prófasts á Stafafelli, Magnússonar (d. 1834) prests í B j amanesi, Ólaf ssonar sýslu- manns í Baga á Barðaströnd, Árnasonar prests í Hvítadal, Jónssonar prófasts í Belgsdal og verður þessi karlleggur hiklaust rakinn til Lofts ríka og þaðan til Þórðar gellis. — Móðir Jóns hreppstjóra, Rósa var Brynjólís- dóttir (d. 1825) prests í IJeydöl- um, Gíslasonai- (d. 1797) prests í Heydölum, Sigurðssonar prests í Heydölum, Símonarsonar bónda á Svínafelli. — Móðir Þorleifs, Þór- unn (d. 1906) var dóttir Þorleifs bónda í Hólum, Hallssonar bónda í Hólum, Þorleifssonar bónda í Hólum, Halldórssonar bónda í Þórisdal, Pálssonar. Er Þorleifur þannig a. m. k. fimti maður ætt- arinnar, sem situr jörðina og hinn þriðji með Þorleifs nafni. Þorleifur var í Möðruvallaskóla 1881—82. Hefir búið allan sinn langa búskap á Hólum; verið hreppstjóri samfleytt í 37 ár, sýslunefndarmaður í 22 ár og gegnt fjölmörgum opinberum störfum, þar á meðal hefir hann oftast verið aðalumboðsmaður sýslumanns við ýmsar meirihátt- ar ráðstafanir, sem til hafa fallið þar eystra. Þorleifur var kosinn á þing 1908 og hefir jafnan verið endur- kosinn síðan, stundum gagnsókn- arlaust. Aðeins einn þingmaður á síðasta þingi átti þá lengri sam- felda þingsetu að baki. Hefir hann jafnan átt mikilli virðingu og vinsemdum að fagna á Al- þingi. Má sjá þess vott meðal annars á því að enginn þingmað- ur hefir eins lengi samfelt átt sæti í fjái’veitinganefnd neðri deildar og enginn maður núlif- andi verið eins oft og hann for- maður þeirrar atkvæðamestu nefndar Alþingis. í flokki sínum hefir Þorleifur jafnan átt tilsvarandi virðingu og vinsældum að fagna, enda hefir hann verið formaður Framsókn- arflokksins undanfarin ár, og mjög oft undanfarið hefir hann verið fyrri varaforseti neðri deildar. Oft hefir hann, sem for- maður, orðið að koma fram af hálfu Framsóknarflokksins og jafnan farist það prýðilega úr hendi. Er það öllum vinum og sam- herjum mikil gleði að Þorleifur gefur enn kost á sjer til þing- mensku og vissulega munu sýslu- búar, enn sem fyr fela honum umboð sitt. Kvæntur er Þorleifur Sigur- borgu Sigurðardóttur bónda í Krossbæj argerði Þórarinssonar. r Sveinn Olafsson 1. þm. S.-Múl. Sveinn í Firði — svo er hann jafnan nefndur — er fæddur í Firði í Mjóafirði 11. febr. 1863; var næstelstur neðrideildarmanna á síðasta þingi. Faðir hans: Öl- afur (d. 1896) óðalsbóndi í Firði, Guðmundssonar bónda á Urriða- vatni, Sturlusonar, Stefánssonar, en móðir Ólafs í Firði, Anna, var Jónsdóttir, bónda á Urriðavatni, Ámasonar á Löndum í Stöðvar- firði, Torf'asonar í Sandfelli, Páls- sonar prófasts á Kolfreyjustað Ámundasonar. Móðir Sveins: Katrín var dóttir Sveins skálds á Kirkjubóli í Norð- firði, Jónssonar bónda á Firði í Seyðisfirði, Ögmundssonar. Sveinn fór utan á unga aldri og dvaldist um hríð á lýðskóla í Noregi 1881—82, þvínæst lauk hann prófi við Möðruvallaskóla 1884 og síðan sótti hann „Köben- havns Seminarium 1885-86. Störf þau er Sveinn Ólafsson hefir leyst af hendi í almennings þarfir á sinni löngu æfi, eru svo mörg að hjer verða aðeins fá tal- in. Sveinarstjómarstörf ýmisleg hefir hann meir og minna á hendi síðastliðin 35 ár. í amtsráði Aust- uramtsins átti hann sæti. Um- boðsmaður þjóðjarða í Múlaþingi hefir hann verið síðan 1909, í jarðamatsnefnd átti hann síðast sæti og í öllum félagsmálum bænda hefir hann tekið meiri og minni þátt. Hann hneigðist snemma að skoðunum Sjálfstæðis- manna. Sunn-Mýlingar kusu hann í fyrsta sinn á þing 1916 og þá og jafnan síðan hefir hann verið fyrri þingmaður kjördæmisins. I flokksstj óm Framsóknarflokksins hefir hann löngum átt sæti og var formaður hans 1920—21. Frægastur varð hann út um land af starfi sínu í milliþinganefnd- inni í vatnamálunum. Reis hann þar öndverður, bóndinn ólærði, gegn „vatnsráns"—kenningu hinna lærðu manna og bar fullan sigur af hólmi. Sveinn í Firði er einn hinn vitr- asti og tillögubesti af þingmönn- um þeim er sátu undanfarin þing. Er því jafnan veitt mikil eftir- tekt sem hann leggur til mál- anna. Samgöngumálunum hefir hann jafnan fylgt fram með hinni mestu einbeitni, einkum því, að bæta strandferðirnar. Hefir enginn þingmaður fylgt því máli eins fast og hann. Þá hefir hann og látið málefni sjávarútvegarins mikið til sín taka, og var for- maður sjávarútvegsnefndar neðri deildar á síðasta þingi. Sveinn í Firði á að fagna meira og almennara trausti, en alment er, bæði hjá héraðsbúum sínum og samherjum. Enginn vafi leik- ur á því, að' svo lengi, sem hann gefur kost á sér verður hann endurkosinn þingmaður Sunn- Mýlinga. Eg hefi verið á mörgum stjórnmálafundum, en hvergi hefi eg fundið aðra eins samstill- ingu milli fólks og leiðtoga, eins og á Egilsstaðafundinum í fyrra, þegar Sveinn í Firði talaði. Þar talaði „sá sem vald hafði“, af þvi að hann hafði áunnið sér óskorað traust kjósendanna. Sveinn í Firði er tvíkvæntur. Fyrri konan: Kristbjörg (d. 1895) Sig'urðardóttir, Kristjáns- sonar. Síðari konan: Anna Þor- steinsdóttir prests Þórarinssonar á Hofi í Álftafirði. Elstur barna hans' er Ólafur gjaldkeri við út- bú Landsbankans á Eskifirði, kvæntur dóttur samþingismanns- ins, Ingvars Pálmasonar. Ingólfur Bjarnarson þm. S.-ping. Ingólfur í Fjósatungu er fædd- ur í Haga í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu 6. nóv. 1874. Björn (d. 1878) faðir hans, var Guð- mundsson bónda í Fagranesi í Þingeyjarsýslu, Bjamarsonar bónda í Bakkaseli í Fnjóskadal, Pálssonar bónda í Brúnagerði, Guðmundssonar bónda á Hömr- um, Tómassonar, en Anna móðir Björns bónda í Haga var Eyjólfs- dóttir bónda á Þverá í Laxárdal, Sæmundssonar bónda á Gaut- löndum, en Sigríður kona Eyj- ólfs var Aradóttir bónda á Skútu- stöðum, Ólafssonar og Jórunnar dóttur Þorleifs stiftsprófasts í Múla Skaftasonar. Vai- Þorleifur stiftsprófastur 6. maður frá Jóni Arasyni um síra Björn á Melstað, en Ingibjörg kona hans 7. maður um síra Sigurð á Grenjaðarstað. — Móðir Ingólfs, Inigibjöi’g (d. 1923), var dóttir Jóns bónda á Fomastöðum, Jónssonar (d. 1843) bónda í Sýmesi (Jón sá er líka langafi Jónasar frá Hriflu, bæði í föðurætt hans og móður- ætt), Kristjánssonar bónda á Halldórsstöðum í Reykjadal, Jónssonar bónda á Hvassafelli í Eyjafirði, Tómassonar, en í móðurætt var Jón bóndi í Sýr- nesi 6. maður frá Guðbrandi biskupi og Hrólfi sterka. — Móð- ir Ingibjargar, Halldóra, var Jónsdóttir eldra, bónda á Forna'- stöðum og Ingibjargar, Ólafs- dóttur prests á Kvíabekk, Jóns- sonar prests á Stað í Kinn, Guð- mundssonar bónda á Hleiðargarði í Eyjafirði, Ólafssonar, Jónsson- ar sýslumanns á Geitaskarði Einarssonar, en Kristín var kona Einars dóttir Gottskálks biskups. Ingólfur útskrifaðist úr Möðru- vallaskóla 1892 og fékst við ýms störf fyrst á eftir: Kenslu og verslunarstörf. Þvínæst varð hann um hríð skrifari hjá bæjar- fógetanum á Akureyri og þá stundum settur sýslumaður og bæjarfógeti, enda upp á eigin á- byrg-ð. Hann byrjaði búskap í Fjósatungu í Fnjóskadal 1905 og hefir biúið þar síðan. Hafa síðan hlaðist á hann opinber störf, sem ekki verða talin hér nema fá. Hreppsnefndar- og sýslunefndar- störfum hefir hann gegnt lengi og verið hreppstjóri síðan 1907. Formaður og framkvæmdastjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar frá 1906 og síðan. í stjórn Sambands íslenskra Samvinnufélaga hefir hann setið síðan 1917, formaður þess var hann kosinn eftir Ólaf Briem látinn 1925 og jafnan end- urkosinn síðan. Þingmaður Suð- ur-Þingeyinga var hann kosinn 1922, eftir lát Péturs á Gautlönd- um og endurkosinn 1923. Svo hafa aðrir hlaðið störfum á Ingólf í Fjósatungu, en sjálfur hefir hann jafnan viljað helst draga sig í hlé. Hann hefir sig og ekki mikið frammi á þingfundum og talai- þar sjaldan. En hann er einhver hinn ráðhollasti, farsæl- asti og tillögubesti maður til samstarfs. Lætur sá svo ummælt sem unnið hefir með honum í fjárveitinganefnd á fjórum þing- um samfleytt. Það fer mjög vel á því að þingmaður Suður-Þingeyinga sé um leið fonnaður Sambands ís- lenskra Samvinnufélaga, og Ing- ólfur í Fjósatungu verður jafnan farsæll fulltrúi fyrir það hérað sem átti frumherja samvinnu- stefnunnar og átti og á enn for- gangsmenn um margar framfai’- ir í búnaði. Ilann er einn af þeim sem best er metinn af þeim sem þekkja hann best. Kvæntur er Ingólfur Guðbjörgu Guðmundsdóttur bónda í Fjósa- tungu Davíðssonar. Klemens Jónsson 1. þm. Rang. Klemens Jónsson er fæddur á Akureyri 27. ágúst 1862 og hefir hann verið aldursforseti neðri deildar á undanförnum þingum. Faðir hans, Jón Borgfirðingur, (d. 1912) lögregluþjónn og fræði- maður var launsonur síra Jóns Bachmanns (d. 1845) á Hesti í Borgarfirði, Hallgrímssonar lælm- is Bachmanns í Bjai’narhöfn, Jónssonar stúdents, Þorgrímsson- ar bónda á Skjöldólfsstöðum. Móðir síra Jóns Baehmanns, Hall- dóra, var dóttir Skúla landfógeta Magnússonar og Steinunnar konu hans, Bjarnardóttur Thorlacíus- ar prests í Görðum, Jónssonar sýslumanns á Víðivöllum, Þor- lákssonar biskups á Hólum, Sbúlasonar og Steinunnar dóttur Guðbrands biskups. — Guðríður (d. 1859) móðir Jóns Borgfirð- ings var dóttir Jóns bónda á Norður-Reykjum, Vilhjálmsson- ar (d. 1785) bónda í Amarholti á Kjalarnesi, Jónssonar (d. 1776) lögréttumanns á Esjubergi, Þor- leifssonar lögréttumanns á Esju- bergi, Sigurðssonar lögréttu- manns, Núpssonar ráðsmanns, Sigurðssonar, en móðir Guðríðar, Kristín, var dóttir Áma bónda á Sjávarhólum á Kjalamesi, Gests- sonar (d. 1752) prests á Móum á Kjalamesi, Ámasonar bónda 1 Effersey, Símonarsonar í Effers- ey, Ámasonar. — Móðir Klem- ensar, Anna Guðrún (d. 1881) var Eiríksdóttir (d. 1859) bónda á Vöglum við Eyjafjörð, Sigurð- arsonar bónda í Engey, Jóhanns- sonar, norsks manns, er var á Nesi við Seltjöm Mauritssonar, en Guðný var móðir Önnu Guðrún- ar, dóttir Gísla tréfótar í Reykja- vík Þórðarsonar. Hann tók stúdentspróf 1883 og embættispróf í lögum við Hafnarháskóla 1888. Var nokkur ár aðstoðarmaður í íslenska stjómarráðinu í Kaupmannahöfn. Var sýslumaður í Eyjafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á Akui’eyri 1892—1904. Tók við landritara- embættinu þegar það var stofnað 1904 og gegndi því uns það var lagt niður 1917. Varð atvinnu- málaráðherra 1922, jafnframt fjármálaráðherra 1923 og gegndi þeim störfum til 1924. Var þingmaður Eyfirðinga frá 1892—1903 og síðan Rangæinga frá 1923. Forseti neðri deildar 1901—1903. Formaður í milli-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.