Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 2
88 TlMINN þinganefnd í skattamálum 1907— 1908. Formaður í milliþinganefnd í fjármálum 1912—13. Var full- trúi af Islands hálfu í London 1918 við bresku samningana. Hann er æðsti maður Oddfellow- reglunnar á íslandi. Enginn núlifandi maður á Is- landi á að baki sér jafnlangt og jafn margháttað starf í þjónustu hins opinbera. Síðari árin hefir hann jafnan átt sæti í fjárhags- nefnd og samgöngumálanefnd- um neðri deildar og löngum verið formaður þeirra. Að hvötum hans sótti fossafélagið Títan um sér- leyfi til fossavirkjunar og jám- brautarlagningar austur yfir Hellisheiði, enda er hann í stjóm þess félags, og þótt allmjög væri um deilt þá var það sérleyfi veitt á nýafstöðnu þingi og reynir nú á hvort jámbrautin kemur og virkjunin. Ekki síst mun hann hafa beitt sér fyrir þetta mál nú, vegna kjósendanna í Rangárvalla- sýslu. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kon- an: Þorbjörg (d. 1902) Stefáns- dóttir sýslumanns, síðast í Ár- nesssýslu Bjamarsonar. Síðari konan: Anna María, dóttir Hin- riks Schiöths póstafgreiðslumanns á Akureyri. Ingvar Pálmason 2. þm. S.-Múl. Ingvar er fæddur á Litla-Búr- felli í Svínadal í Húnavatnssýslu 26. júlí 1873, sonur Pálma (d. 1884) bónda þar, Sigurðarsonar bónda í Rugludal, Helgasonar, en Ingibjörg, móðir Pálma var dótt- ir Pálma bónda í Sólheimum, Jónssonar, Benediktssonar og er fjöldi þektra manna nú á lífi af þessari ætt. Móðir Ingvars, Guð- rún (d. 1897) var Sveinsdóttir, bónda á Þorbrandsstöðum og Helgu Jónsdóttur bónda í Garði í Hegranesi og Guðrúnar Jóns- dóttur . bónda í Kálfárdal, Jóns- sonar Hólaráðsmanns, Ámasonar, Þorsteinssonar, Benediktssonar, Bjamarsonar, Magnússonar, Bjamarsonar prests á Melstað, Jónssonar biskups Arasonar. Ingvar fluttist austur á Norð- fjörð laust fyrir aldamót og hóf þar (útgerð 1896. Hefir dvalist á Norðfirði síðan og á sinn mikla þátt í því að Norðfjörður er nú blómlegasta kauptúnið á Aust- i fjörðum. Hóf að búa á Ekm í Norðfirði 1906 og hefir búið þar síðan. Fjölmörg opinber störf hefir hann haft á hendi. Hreppsnefnd- armaður síðan um aldamót og oddviti þess stóra hrepps um langt skeið. Sýslunefndarmaður síðastliðin 20 ár, í stjóm spari- sjóðs Norðfjarðar frá stofnun hans og formaður íshússfélags Norðfjarðar frá 1922. 1 félags- skap útgerðarmanna hefir hann tekið mikinn þátt og var forseti fjórðungsþings Fiskifélags Is- lands í Austfirðingafjórðungi 1917—1923. Þá hefir hann látið bindindismálið mjög til sín taka; verið bindindismaður sjálfur í 36 ár og forgangsmaður í þeim félagsskap. Ingvar bauð sig fyrst fram til þings 1923, við hlið Sveins ó- lafssonar, og bar þegar hinn glæsilegasta sigur af hólmi. Um alt hefir hann sýnt að hann er fyllilega maklegur þess mikla trausts sem SunnMýlingar þá sýndu honum. Hann hefir átt sæti í efri deild síðasta kjörtíma- bil og í öllum málum jafnan komið fram svo sem best gegnir. Hann er hinn prúðasti og virðu- legasti maður í allri framkomu, vel máli farinn og fylgir fast máli sínu. Mest hafa afskifti hans orðið af málum sjávarút- vegarins og fjárhagsmálum. Svo vel sem Ingvar Pálmason hefir skipað þingmannssess sinn, á hinu fyrsta kjörtímabili sínu, ætti að mega telja víst að hann verði endurkosinn, er hann nú aftur ljær máls á því. Kvæntur er hann Margréti Finnsdóttur bónda í Tungu í Fá- skrúðsfirði Guðmundssonar. Hannes Jónsson dýralæknir í Stykkishólmi. Hannes dýralæknir er fæddur að Hvarfi í Bárðardal 8. sept. 1882, sonur Jóns hreppstjóra, Sigurgeirssonar, Jónssonar prests í Reykjahlíð, hins alkunna ætt- föður Reykjahlíðarættarinnar, Þorsteinssonar bónda í Reykja- hlíð, Jónssonar bónda í Ási í Kelduhveríi, Jónssonar. En móðir Iiannesar, Helga, Jónsdóttir bónda á Eyjadalsá Ingjaldssonar, var systkinabarn við Stefán G. Klettafj allaskáld. Hannes byrjaði nám á Möði'u- valiaskóla og á að baki einn hinn glæsilegasta námsferil íslenskra manna, á öllum skólum sem hann sótti, enda er maðurinn íluggáf- aður. Síðan stundaði hann nám á lýðháskólanum í Askov og á land- búnaðarháskólanum lauk hann prófi með miklu lofi. Hvarf þá heim og gerðist um hríð ráðu- nautur og starfsmaður hjá Bún- aðarsambandi Vestfjarða, átti þá heima á Isafirði og kom upp gróðrarstöð Sambandsins þar. Hvarf aftur að námi, nú í dýra- lækningum, í Höfn og lauk því prófi, einnig með miklu lofi. Var þá um hríð aðstoðardýralæknir á Skáni, og þá stóðu honum opnar góðar stöður bæði í Svíþjóð og Þýskalandi. En hann vildi heldur hverfa heim, og hefir síðan gegnt dýralæknisstörfum í Vestfirðinga- fjórðungi og setið í Stykkishólmi. Á námsárunum fékk Hannes náin kynni af hinum blómlega danska landbúnaði. Síðan þá er hann brennandi áhugasamur mað- ur fyrir alhliða framförum land- búnaðarins og samvinnufélag- anna. Væri þess mikil þörf að fá mann á þing með þekkingu hans. Hann er og maður frábær- lega vel máli farinn, rökvís og skýr í hugsun. Kemur því engum kunnugum á óvart að bændur í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hafa ein- dregið hnígið að því ráði að bjóða hann fram til þings í hóp Fram- sóknarmanna. Verður áð telja víst að allir bændur kjördæmisins fylki sér einhuga undir merki hans. Kvæntur er Hannes Júlíönu Jónsdóttur, úr Stykkishólmi. Einar Arnason 1. þm. Eyf. Einar er fæddur 27. nóv. 1875 að Hömrum í Eyjafirði. Faðir hans var Ámi bóndi (f. 1831) síðast á Eyrarlandi, Guðmunds- sonar bónda (d. 1841) á Jódísar- stöðum, Halldórssonar (d. 1835) bónda á Jódísarstöðum, Þorláks- sonar bónda á Jódísarstöðum, Halldórssonar bónda á Jódísar- stöðum, Árnasonar bónda á Garðsá, Sigmundssonar bónda á Garðsá. En Petrea móðir Einars var Jónsdóttir bónd a á Ytra- Laugalandi, Halldórssonar bónda á Jódísarstöðum og voru þau hjón bræðrabörn. Þorgerður kona Halldórs, en móðir þeirra bræðra (d. 1832) var Guðmundsdóttir bónda í Brúnagerði, Pálssonar bónda í Fjósatungu, Guðmunds- sonar bónda á Hömrum, Tómas- sonar, en Ragnheiður móðir Hall- dórs var dóttir Ólafs skálds á Þverbrekkum, Jónssonar bónda á Uppsölum í Eyjafirði Ilákonar- sonar. Einar útskiifaðist úr Möðru- vallaskóla 1893 og hafði kenslu- störf á hendi næstu árin, fram að aldamótum. Vorið 1901 kvæntist hann Margréti Eiríksdóttur, bónda á Hallandi á Svalbarðs- strönd ólafssonar og byrjaði þá búskap á Eyrarlandi og hefir bú- ið þar síðan. Síðustu 25 árin hef- ir hann verið í sveitarstjórn öng- ulsstaðahrepps, og var í fast- eignamatsnefnd Eyjafjarðarsýslu síðast. En einkum hefir hann látið að sér kveða í félagsskap bænda á verslunarsviðinu og verður talinn fremstur í flokki bændanna sem myndað hafa Kaupfélag Eyfirðinga og látið það vaxa svo, að það er nú stærsta og best stæða kaupfélag landsins og öllum öðrum til fyr- irmyndar. Var hann fyrst kosinn í stjórn þess 1906 og 1918 var hann kosinn formaður Kaupfé- lags Eyfirðinga og verið það jafnan síðan. í stjóm Sambands íslenskra Samvinnufélaga hefir hann einnig átt sæti síðan í fyrra. Einar bauð sig fyrst fram til þings í Eyjafjarðarsýslu 1916, náði þegar kosningu og hefir jafnan verið endurkosinn síðan. Á öllum þingum síðan hefir hann átt sæti í stjóm Framsóknar- flokksins. Tvö síðustu kjörtímabilin hefir Einar átt sæti í efri deild og verið skrifari deildarinnar. Hann er þingmaður með lífi og sál, sístarf- andi og ávalt jafnáhugasamur að vinna að góðum málum. Hefir hann verið mjög ötull og jafn- framt laginn að koma í fram- kvæmd stórmálum þeim, sem Eyfirðingar hafa haft á prjónun- um undanfarið. Einar er einn hinn vinsælasti af þingmönnunum, samvinnuþýð- ur með afbrigðum, en lætur þó hvergi hlut sinn. Jafnframt er hann hinn athugulasti maður, ráð- ugur og farsæll. Og svo sem Ey- firðingar hafa hiklaust valið hann í formannssess síns ágæta kaup- félags, árum saman, svo munu þeir og efalaust og hiklaust fela honum enn lengi, og svo lengi sem hans nýtur við, að fara með umboð sitt á Alþingi. Guðmundr Ólafsson þm. A.-Hún. Guðmundur er fæddur 13. okt 1867 á Guðrúnarstöðum í Vatns- dal. Faðir hans Ólafur (d. 1876) bóndi á Guðrúnarstöðum, Ólafs- sonar bónda á Eiðsstöðum (d. 1864) , Jónssonar (d. 1837) bónda á Steiná í Svartárdal, Jónssonar bónda á Amarnesi í Eyjafirði, en Sigurbjörg var móðir Ólafs á Guðrúnarstöðum, Tómasdóttir (d. 1824) bónda á Eiðsstöðum, Tómassonar bónda í Ásbjamar- nesi á Vatnsnesi Þórðarsonar. Móðir Guðmundar alþm., Guðrún, (d. 1906), var dóttir Guðmundar (f. 1802) bónda á Guðlaugsstöð- um í Blöndudal, Arnlj ótssonar (d. 1834) bónda á Guðlaugsstöðum, Illugasonar (d. 1788) bónda á Guðlaugsstöðum, Jannessonar bónda í Grundarholti í Vatnsdal, Bjarnasonar, en Elín hét móðir Guðrúnar, Amljótsdóttir (d. 1865) , bónda á Gunnsteinstöðum, Sigurðssonar bónda á Gunnsteins- stöðum, Þorlákssonar bónda á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, Jónssonar hreppstjóra á Veðra- móti. Guðmundur útskriíaðist úr Flensborgarskólanum vorið 1889 og fjórum árum síðar kvæntist hann Sigurlaugu Guðmundsdótt- ur bónda 1 Ási í Vatnsdal, Jónas- sonær bónda í Ási. Reistu þau þá bú í Ási og hafa búið þar síðan, við hina mestu rausn og myndar- skap. Síðan þá hafa meir og minna hlaðist á Guðmund opin- ber störf heima fyrir, sem of- langt yrði hér upp að telja. — Vorið 1914 bauð Guðmundur sig fram til alþingis fyrsta sinni og var þá þegar kosinn og svo jafn- an endurkosinn síðan, fyrst í sýslunni óskiftri og þvínæst í Austur-Húnavatnssýslu, eftir að kjördæminu var skift. Hefir Hún- vetningum löngum verið gjarnt að skifta um þingmexm, en Guð- mundi hefir aldrei verið þar hætt. Það er engin tilviljun að Guð- mundur í Ási hefir náð svo traustu fylgi í Húnavatnssýslu. Hann er búinn öllum kostum hins mentaða og forsjála bónda. Iiann er vitur maður og næsta gagn- rýninn, stefnufastur svo að af ber og vegna hinnar miklu þekk- ingar og reynslu sem hann hefir aflað sér við hið langa og far- sæla starf að opinberum málum, er hann flestum mönnum hæfari til að skera úr þeim málum sem að hendi bera á Alþingi. Hefir jafnan lagt mikla vinnu í þing- störfin, enda löngum átt sæti í hinum þýðingarmestu nefndum: annaðhvort í fjárhagsnefnd eða í fjárveitinganefnd og nú síðast bæði í fjárveitinganefnd og alls- herjarnefnd. Hann er mjög vel máli farinn, og jafnframt oft hnyttinn í orðatiltækjum. Einlæg- ari og grandvarari samverkamað- er vandhittur, og munu Húnvetn- ingar jafnan hafa fylsta sóma af Guðmundi Ólafssyni, enda er það almannarómur að svo lengi sem hann Ijær máls á því, að fara með umboð þeirra, svo lengi muni þeir og fela honum umboðið, og trúa engum til þess, betur en honum. Bernh. Stefánsson 2. þm. EyL Bemharð er fæddur á Þverá í Öxnadal 8. jan. 1889. Stefán faðir hans lifir enn. Faðir hans var Bergur bóndi á Rauðalæk á Þelamörk, Bergssonar bónda á Rauðalæk, Þórarinssonar. Móðir Bemharðs, Þorbjörg er dóttir Friðriks bónda á Syðra-Gili í Skagafirði, Vigfússonar hrepp- stjóra á Myrká, Gíslasonar bónda á Grindli Þorlákssonar, en móðir Friðriks hét Þorbjörg (d. 1842) Gamalíelsdóttir (d. 1846) prests á Myrká, og Hólmfríðar (d. 1830), Stefánsdóttur prests í Laufási og Þuríðar, Jónsdóttur prests á Myrká og Þorbjargar, Jónsdóttur prests á Myrká og Hólmfríðar, Benediktsdóttur, Pálssonar, Guðbrandssonar bisk- ups. Bernharð lauk kennaraprófi við Flensborgarskólann vorið 1908 og var kennari í Öxnadalshreppi í 14 árin næstu. Ilann kvæntist 1917 Hrefnu Guðmundsdóttur hreppstjóra á Þúfnavöllum Guð- mundssonar og fór þá að búa á Þverá. Oddviti Öxnadalshrepps hefir hann verið síðan 1915, sýslunefndarmaður síðan 1922 og í stjóm Kaupfélags Eyfirðinga síðan 1921. Hann bauð sig fram til þings haustið 1923 og átti þá í móti að sækja hinum vinsælasta manni og grónum þingmanni í héraðinu. Ber það ljósan vott um dugnað og snerpu hins unga manns, að hann bar sigur af hólmi í þeim viðskiftum, þó að litlu munaði. Á Alþingi hefir Bernharð reynst hinn liðgengasti maður, einbeittur, fastur fyrir, fylginn sér og stefnufastur. Hann er maður prýðilega máli farinn. Er líklegt að hann eigi eftir að fara lengi með umboð Eyfirð- inga svo rösklega sem hann ruddi sér rúm í fyrstu. > ..'í i;..- Lárus Helgason bóndi á Kirkjubæjarklaustri. Lárus á Klaustri er fæddur 8. ágúst 1873 á Fossi á Síðu. Helgi (d. 1900) faðir hans var Bergs- son bónda á Fossi, Jónssonar spítalahaldara á Hörgslandi, Jónssonar, en Þorbjörg hét móðir Bergs á Fossi, Bergsdóttir gamla prests á Kirkjubæjarklaustri Jónssonar prests á Kálfafelli og Katrínar Jónsdóttur sýslumanns, ísleifssonar sýslumanns og var hann í föðurætt fjórði maður frá Gísla biskupi en fimti frá Jóni Arasyni, en í móðurætt líka fimti frá Jóni Arasyni. — Katrín kona Bergs prests gamla var dóttir hins þjóðkunna manns Jóns pró- fasts Steingrímssonar. — Móðir Lárusar, Halla, er Lárusdóttir bónda í Mörtungu, Stefánssonar. Byrjaði búskap 1901 á Múlakoti en fluttist að Kirkjubæjarklaustri 1905 og hefir síðan setið þann stað með þeim myndarskap sem alkunnur er um land alt og allir dást að sem þangað koma og fá að njóta hinnar miklu gestrisni hans. Má svo að orði kveða, að hann hafi verið sverð og skjöldur hér- aðsbúa sinna undanfarið í hinum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.