Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.05.1927, Blaðsíða 4
90 TÍMINN Benedíkt Sveínsson þm. N.-ping. Benedikt forseti er fæddur á Húsavík í Þingeyjarsýslu 2. des. 1877. Faðir hans, Sveinn Víking- ur (d. 1894), var Magnússon, Gottskálkssonar hreppstjóra í Nýjabæ, Pálssonar bónda á Gunn- arsstöðum, Magnússonar. En móð- ir Sveins Víkings var Ólöf, Bjömsdóttir (d. 1848) bónda á Víkingavatni, Þórarinssonar yngra bónda á Víkingavatni, Pálssonar bónda á Víkingavatni, Amgrímssonar sýslum., Hrólfs- sonar sterka og verður sá ætt- leggur hiklaust rakinn í beinan karllegg til Þórðar Gellis. — Móðir Benedikts, Kristjana, var dóttir Sigurðar bónda á Hálsi í Kinn, Kristjánssonar bónda á Illugastöðum, Jónssonar bónda á Arnarstapa, Kolbeinssonar, Sig- mundssonar, er báðir bjuggu á Arnarvatni. Benedikt lauk stúdentsprófi 1901 og heimsspekiprófi, hér heima, 1902, en hélt ekki áfram við embættisnám. Drógst hann þá þegar inn í stjómmálin, var einn af stofnendum Landvamar- flokksins 1903 og næstu árin öll, meðan hörðust var hríðin í sjálf- stæðisbaráttunni, var hann meir og minna riðinn við blaðútgáfu frá ýmsum öðrum þingstörfum. En skýrt hefir það komið í ljós hin síðari árin, að hann hefir mjög hnigið á sveif með Fram- sóknarmönnum. I beinu fram- haldi af því hefir hann nú í þing- lokin gengið í Framsóknarflokk- inn. Og svo sem því verður á- reiðanlega mjög fagnað af hinum mörgu vinum hans nyrðra — þvi að Norður- og Suður-Þingeyinga mun ekki skilja á um stefnur í stjórnmálum — svo mun það og vekja gleði víða um land í hóp Framsóknarmanna, að svo gam- alkunnur og mætur þingmaður bætist í hópinn. Kvæntur er Benedikt Guðrúnu Pétursdóttur bónda í Engey Kristinssonar. Asgeir Asgeirsson þm. V.-ísf. Ásgeir er fæddur í Kóranesi á Mýrum 13. maí 1894 og var yngstur allra þingmanna á hinu nýafstaðna kjörtímabili. — Faðir hans er Ásgeir fyrrum kaupmaður í Reykjavík, Eyþórs- son kaupmanns í Reykjavík (f. 1830), Felixsonar á Brunná í Saurbæ, Sveinssonar á Galtarnesi í Víðidal, Sveinssonar, Jónssonar. En Kristín, hjet móðir Ásgeirs vel óvíst að nokkur fáist til að gera tilraun til að bjóða sig fram móti honum vestra. Hann er kvæntur Dóru Þór- hallsdóttur biskups Bjamarsonar. Jör. Brynjólfsson 2. þm. ' Árn. Jörundur er fæddur 20. febr. 1884. Faðir hans: Brynjólfur bóndi á Starmýri í Álftafirði, Jónssonar bónda á Geithellum, Brynjólfssonar bónda á Hlíð í Lóni. Móðir Jörundar: Guðleif, var dóttir Guðmundar bónda á Starmýri, Hjörleifssonar sterka í Höfn, Árnasonar bónda í Höfn, Gíslasonar prests á Desjannýri, Gíslasonar lögréttumanns á Hösk- uldsstöðum í Breiðdal, Eiríks- sonar, Jónssonar, Ketilssonar, Ól- afssonar prests og sálmaskálds á Sauðanesi Guðmundssonar. Jörundur var meðal hinna fyrstu sem gengu á kennaraskól- ann og að loknu því námi var hann um hríð kennari við barna- skóla Reykjavíkur. Gaf út kenslu- bók í reikningi, með öðrum, sem náð hefir miklum vinsældum. Á þessum árum drógst Jörundur mjög inn í félagslíf í bænum var í hóp binna eindregnustu Sjálf- stæðismanna og einn af atkvæða- bóndanum umboð sitt á Alþingi, því að hann hefir vel og rösk- lega farið með það hingað til. Jörundur er kvæntur Þjóð- björgu Þórðai'dóttur, trésmiðs í Reykjavík Narfasonar. Bjarni Asgeirsson bóndi á Reykjum. Bjarni er fæddur á Knaramesi á Mýrum 1891. Faðir hans Ás- geir (f. 1853) bóndi í Knaramesi, Bjamasonar bónda í Knaramesi, Benediktssonar (f. 1796) prests á Fagranesi í Skagafirði, Björns-- sonar prests (f. 1764) í Hítardal, Benediktssonar (d. 1816) prests á Hamraendum í Dölum, Iiannes- sonar (d. 1782) prests á Kvenna- brekku, Bjömssonar bónda á Bæ í Borgarfirði Gíslasonar. — Móð- ir Bjarna eldra í Knararnesi var Þuríður; systir Ragnheiðar konu Bjarnar yfirkennara Gunnlaugs- sonar, dóttir Bjarna bónda í Svið- holti á Álftanesi, Halldórssonar bónda í Skildinganesi, Bjama- sonar bónda í Skildinganesi, Bergsteinssonar Bjarnasonar, og verður Bjarnanafnið þannig hik- laust rakið í 9 ættliði. — Móðir Bjama á Reykjum, Ragnheiður Helgadóttir bónda í Vogi á Mýr- um, Helgasonar (d. 1851) al- hinna hörðustu Sjálfstæðis- manna, jafnan í hóp og í fylking- arbrjósti þeirra sem harðastar gerðu kröfurnar og 1918 greiddi hann, einn neðrideildarþing- manna, atkvæði gegn sambands- lögunum. Er það vafalaust að mjög drjúgan þátt átti Benedikt Sveinsson í hinum mörgu sigrum S j álf stæðisf lokksins. Hann bauð sig fram til þing- mensku í fyrsta sinn haustið 1908 í Norður-Þingeyjarsýslu. Vann þar þá mjög glæsilegan sigur og hefir jafnan verið end- urkosinn síðan, 1 þrjú síðustu skiftin gagnsóknarlaust. Fjöl- mörg opinber störf hefir hann haft á hendi: Yfirskoðunarmaður Landsbankans 1912—15, endur- skoðandi landsreikninganna 1916 —17; settur gæslustjóri Lands- bankans 1917 og bankastjóri hans 1918—21. Ráðinn 1922 til að semja og sjá um samning sögu Alþingis frá upphafi tii 1930. I fullveldisnefnd Alþingis átti hann sæti, er starfaði 1917 —18, í milliþinganefnd um bankamálið var hann kosinn 1925 og í Grænlandsnefndina 1924. Forseti neðri deildar hefir hann verið á öllum þingum síðan 1920. — Þá hefir hann og unnið mikið starf fyrir íslenskar bók- mentir, enda er hann hinn fróð- asti í fomsögunum og hefir séð um útgáfu á allflestum íslend- ingasögum fyrir Sigurð bóksala Kristjánsson. Ber þess mjög merki málfar hans, því að aldrei heyrist á þingi fegurra mál og ramíslenskara og j afnframt hreimfegurra en þá er forseti neðri deildar talar. Benedikt Sveinsson verður jafnan talinn með þingskörung- um. Sómir hann sér með afbrigð- um vel í forsetasæti; er skör- ungsskapur hans í úrskurðum, og þá er gera þarf um einhverjar sakir, alment viðurkendur. Þar sem hann hefir svo lengi verið forseti, hefir hann meir dregist eldra, dóttir Gríms prófasts á Helgafelli (d. 1853), Pálssonar prests í Vestmannaeyjum, Magn- ússonar, en maður Kristínar var hinn alkunni maður á sinni tíð Ásgrímur Hellnaprestur Vigfús- son. — Móðir Ásgeirs alþm. er Jensína Matthíasdóttir trjesmiðs í Reykjavík, Markússonar prests á Álftamýri (d. 1839), Þórðar- sonar stúdents í Vigur, Ólafsson- ar lögréttumanns á Eyri í Seyðis- firði vestra Jónssonar. Er út af Ólafi lögréttumanni kominn mjög fjölmennur ættbálkur og merkur t. d. var hann móður- faðir Sigurðar prests á Rafns- eyri föður Jóns forseta. — En móðir Jensínu var Solveig yfir- setukona í Reykjavík, dóttir Páls prests skálda í Vestmannaeyjum. Ásgeir tók stúdentspróf 1912 og embættispróf í guðfræði 1915. Var biskupsskrifari næsta ár og stundaði framhaldsnám í Ilöfn og Uppsölum 1916—17. Vann fyrst á eftir í Landsbankanum en varð kennari við kennaraskólann um haustið 1918. Dvaldist í Dan- mörku og Svíþjóð 1920 til þess að kynnast skólamálum. Var settur fræsðlumálastjóri í fyrrasumar. Hann bauð sig fram til þing- mensku í Vestur-ísafjarðarsýslu 1923 og vann hinn glæsilegasta kosningasigur. Hefir verið einn hinna atkvæðamestu þingmanna. Átt sæti í mentamálanefnd öll þingin og látið þau mál mjög til sín taka, sem líklegt er. Sjávaiút- vegsmál hefir hann látið mjög til sín taka og var formaður sjávar- útvegsnefndar neðri deildar 1925. Síðustu þingin tvö hefir hann átt sæti í fjárhagsnefnd, kynt sér gengismálið flestum betur og ritað um það og rætt mjög ræki- lega. Hann var kosinn í milli- þinganefnd í bankamálum 1925 og fór þá utan í erindum þeirrar nefndar og var þá jafnframt full- trúi íslands á norrænum kennara- fundi og á norrænum þingmanna- fundi 1 Finnlandi. Talið er jafn- mönnum í Ungmennafélögunum. Átti þá um hríð sæti í bæjar- stjórn og lét þar mjög að sér kvoða. Hann var í framboði til Alþingis í Reykjavík 1916 og þó að þar væru hinsvegar á móti hinir mestu valdamenn, þá var Jörundur kosinn með langhæstri atkvæðatölu af öllum og þótti þá ekki lítið í fang færst af einum bamakennara. Hann bauð sig ekki fram aftur við næstu kosn- ingar, enda var hann þá farinn að búa í Úthlíð í Biskupstung- um og fluttist þaðan á biskups- setrið forna. Bauð sig fram í Ár- nessýslu 1923 og var kosinn með miklum atkvæðamun. Á Alþingi hefir Jörundur látið mjög mikið til sín taka, því að hann er hin mesta hamhleypa að hverju sem hann gengur, með- an hann tekur á heilum sér. Kendi nokkurs heilsubrests fyrir árum tveim, en hefir nú aftur náð heilsu og á síðasta þingi átti hann sæti í tveim erfiðum nefndum, var formaður allsherj- amefndar, sem flest mál fær til meðferðar og starfaði mjög mikið í landbúnaðarnefnd. Á þinginu í fyrra var hann aðalflutningsmað- ur járnbrautarfrumvai’psins. Mun leitun á manni sem jafn kapp- samlega og hann fylgir málum héraðs síns. Bardagamaður er hann mikill ef því er að skifta, stórhöggur og þolgóður til vígs; en honum er það ógijarnt að leita á aðra að fyrrabragði. Er að honum hinn mesti styrkur, til sóknar og varnar, í góðum mál- um, enda er hann prýðilega ment- aður og þekkingarríkur um al- menn mál. Um langt skeið hafa Fram- sóknamienn kosið hann endur- skoðunarmann landsreikninganna, en nú var hann í þess stað kos- inn í milliþinganefndina í land- búnaðarmálum. I margar aldir litu Árnesingar upp til Skálholtsbóndans. Nú munu þeir aftur fela Skálholts- þingismanns og bónda í Vogi, Helgasonar (d. 1814) bónda í Vogi, Helgasonar bónda í Vogi, Oddasonar. En Soffía hét móðir Ragnheiðar í Knararnesi, Vem- harðsdóttir (d. 1863) prests í Reykholti, Þorkelssonar prests á Stað í Hrútafirði, Guðmundsson ar bónda í Húsavík við Stein- grímsfjörð, Hallssonar bónda á Kolbeinsá við Ilrútafjörð, Guð- mundssonar, Einarssonar prests á Stað í Steingrímsfirði. Bjarni lauk prófi á verslunar- skólanum 1910 og á bændaskól- anum á Hvanneyri 1913. Fór að búa á Knaramesi 1915 og bjó þar til 1921. Dvaldist ytra 1916 —17 við landbúnaðamám í Dan- mörku og Noregi. Fór að búa á Reykjum í Mosfellssveit 1921 og hefir búið þar síðan. Reisti fyrst- ur gróðurhús við hverahita og rekur búskapinn á Reykjum með mesta myndarbrag í nýtískusniði. Er í sveitarstjóm í Mosfellssveit, í stjórn Mjólkurfélags Reykja- víkur síðan 1923, kosinn af Bún- aðarþingi í stjóm Búnaðarfélags íslands og af Alþingi varamaður í bankaráð Landsbankans nú ný- verið. Pétur Þórðarson bóndi í Hjörs- ey hverfur nú frá langri og far- sælli þingmensku og hann hefir, við ráð héraðsbúa, kjörið Bjama til að verða eftirmaður sinn í Mýrasýslu. Það kjör hefir komið vel niður. Bjarni á Reykjum er einn hinn allra efnilegasti og glæsilegasti af ungum bændum á íslandi. í viðreisnarbaráttunni fyrir land- búnaðinn er mikil þörf slíkra manna á Alþingi: víðsýnna, bjart- sýnna, djarfra og stórhuga. Mun enginn draga í efa að Bjami verði átthögunum til hins mesta sóma. Hann er kvæntur Ástu Jóns- dóttur, skipstjóra í Reykjavík Þórðarsonar, systur Guðmundar skipstjóra á Skallagrími, hins mikla aflakóngs. Brynleifr Tobíasson kennari á Akureyri. Brynleifur er fæddur í Geld- ingaholti í Skagafirði 20. apríl 1890. Faðir hans Tobías, (d. 1899) bóndi í Geldingaholti var Eiríksson (d. 1853) bónda á Skörðugili, Jónssonar bónda á Skörðugili, Jónssonar bónda á Skörðugili, Eiríkssonar bónda í Dæli í Sæmundarhlíð, Jónssonar, Andréssonar. Móðir Tobíasar var Jófríður dóttir Gísla hins fróða Konráðssonar, systir Konráðs pró- fessors. — Móðir Brynleifs, Sig- þrúður Helgadóttir bónda á Skörðugili. Voru þeir Helgi faðir hennar og Jón rektor Þoi'kelsson systrasynir. ' Brynleifur var í Hólaskóla 1905 —1907 og stundaði verklegt bú- fræðinám þar á eftir. 1909 lauk hann prófi við kennaraskólann í Reykjavík. Næstu 5 árin var hann við barna- og unglinga- kenslu bæði í Skagafirði og Reykjavík og var jafnframt verkstjóri vor og haust við garð- ana á Reykjarhóli og við Búskap heima í Geldingaholti. — Fór í lærdómsdeild Mentaskólans 1915 og lauk stúdentsprófi 1918. Sama haust var hann settur kennari við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri, eftir lát síra Jónasar á Ilrafnagili. Fékk veitingu ári síðar og hefir síðan gegnt því starfi. Gaf út blaðið „íslending“ á Akureyri árið 1920, óháð blað öllum flokkadeilum. Var í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands 1921—23 og í skólanefnd Akur- eyrarkaupstaðar frá 1920 til þessa dags. Þá hefir Brynleifur, svo sem þjóðkunugt er orðið, tekið hinn mesta þátt í bindindisstarfsem- inni hjer á landi. Var hann kjör- inn stórtemplar á stórstúkuþingi 1924 og verið endurkosinn í þá virðulegu stöðu á báðum þing- unum, sem síðan hafa verið háð. Um sama tíma hefir hann verið ritstjóri „Templars“. — Dvaldist ytra veturinn 1922—23, með styrk af sáttmálasjóði, til þess að kynnast sögukenslu og til frekara sögunáms. Fór utan síð- astliðið sumar sem fulltrúi stór- stúkunnar og ríkisstjómarinnar á alheimsbindindisþing á Eistlandi. Að ósk Framsóknármanna í Skagafirði, býður Brynleifur sig nú fram, þar til þings. Er hann svo kunnur maður þar í átthög- unum, að engin þörf er á að fara orðum um hann vegna Skagfirð- inga. En um land alt verður því eftirtekt veitt hvort Skagfirð- ingar vilja ekki hrista af sér ok íhalds og koma í hóp þeirra sveitakjördæma sem senda Fram- sóknarmenn á þing. Einkum munu margir vænta þess nú er svo merkur maður og líklegur til þingmensku, sem Brynleifur er, gefur þar kost á sér. Kvæntur var Brynleifur Sigur- laugu Hallgrímsdóttur af Garðs- árætt í Eyjafirði. Misti hana 1922 og hefir ekki kvongvast aftur. ----o------ Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.