Tíminn - 11.06.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.06.1927, Blaðsíða 2
TIMINN 102 Notad um allan heim. Árið 1904 var i fyrsta sinn þaklagt i Dan- mörku úr - Icopal. — Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Lótt -------- Þétt --------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. Frá úílöndum. Sendiherra Rússa í Póllandi hefir verið myrtur á götu í Var- sjá. Eru viðsjár með Rússum og Pólverjum út af því. — Albaníudeilan harðnar en sjatnar ekki. Stjómin í Albaníu er orðin mjög háð Itölum og læt- ur flest að þeirra vild. Hefir hún nýlega látið handtaka mann úr sendisveit Júgóslava, saka hann um njósnir og vill ekki láta hann lausan. Stjómin í Belgrad hefir kallað sendiherra sinn heim. — Nú alveg nýverið hefir flug- maður flogið í striklotu frá New York og til Eisleben á Þýska- landi á 43 klukkutímum. Flug- maðurinn ætlaði til Berlínar, en varð bensínlaus og varð að lenda. Þykir þetta mikil frægðarför. Auðmaður einn í Bandaríkjunum kostaði förina og sat sjálfur í flugvélinni sem farþegi. — Þing Frakka hefir sam- þykt lög um að banna innflutn- ing á kolum frá öðmm löndum, nema með sérstöku leyfi stjóm- arinnar. Bretum þykir þetta grá- lega gert í sinn garð og vilja fá bannið afnumið, en það mun ganga treglega. Hver þjóð vill nota sín náttúrugæði, og stoðar ekki þátt nábúar og vinir eigi i hlut. ---o—— Frétttr. Veðrið. Hagstæð og mild tíð, en nokkuð þur, einkum á Suður- landi. 1 gær sást sleginn gras- blettur við hús í Suðurgötu. Gestir í bænum. Sigurður Greipsson íþróttakennari frá Haukadal, Guðmundur Mosdal frá Isafirði og Kristján Karlsson frá Akureyri. Allir í stjóm Ung- mennasambands Islands, komnir til að undirbúa aðalfund næstu daga. Þá er mikill mannfjöldi víðsvegar að af landinu á stór- stúkuþing þar á meðal þessir: Brynleifur Tobíasson stórtemplar, Þorsteinn M. Jónsson, Ámi Jó- hannsson bókhaldari í kaupfélagi Eyfirðinga, Steinþór Guðmunds- son skólastjóri, Akureyri, Hall- Ihaldið hefir nú farið með for- ustu landsmálanna hátt á 4 ár. Þá er sanngjamt að spyrja um meðferðina á þessu trúnaðar-um- boði landsmanna. Valdið var að flestu leyti illa fengið. Flokkurinn gekk nafnlaus til kosninga. Margir af flokks- mönnunum vom kosnir sem Framsóknar-, samvinnu- eða ut- anflokkamenn. Eniginn þeirra kendi sig þá við íhald eða aftur- hald. Hitt var síst betra að hið er- lenda fjármagn í landinu vann með þessum Islendingum. Allar útlendar verslanir sem hér starfa studdu málstað þeirra beint og ó- beint. Berléme hefir játað að um það leyti gaf hann í eitt skifti 2000 kr. í sjóð Mbl. — Þessir út- lendingar voru svo frekir að þeir heimtuðu að Þ. Gíslasyni væri vikið frá ritstjóm aðalblaðsins, af því hann var of þjóðlegur. I stað hans vom settir skoðana- leysingjar, sem voru til með að segja á prenti alt það sem hinir erlendu hagsmunir kröfðust. I ofanálag á þennan málatilbúnað bættist bardagaaðferðin. Hóf- lausar blekkingar vom hafðar í frammi. Allir bændur í sam- vinnufélögum og Framsóknar- flokknum voru byltingarmenn, sem vildu taka alt af öllum. Þá dór Friðjónsson ritstjóri, Akur- 1 eyri með frú, Guðmundur rit- stjóri Skutuls með frú. Frá Seyðisfirði til stuttrar dvalar Ari Amalds sýslumaður og frá Norð- firði Jónas Guðmundsson rit- stjóri. Frá Björgvin kemur með Lyra næst A. Skásheim merkur norsk- ur íslandsvinur, sem er kunnur mjög mörgum Islendingum er til : Noregs hafa komið. Skásheim er einn af áhuga- og áhrifamestu | leiðtogum ungmennafélagshreyf- ingarinnar í Noregi, og mjög framarlega í flokki heitustu þjóð- ræknismanna þar í landi. Út frá þeirri lífsskoðun ann hann Is- lendingum sem hinum nánustu frændum Norðmanna. Hann dvel- ur hér um stund, fer austur yfir fjall, og um Borgarfjörð, og síð- an heim snemma í j úlí norðan um land. Menn vænta þess að hann muni halda einn fyrirlestur í Reykjavík og ef til vill víðar. Ræktun Vestmannaeyja. Vest- manneyinga hefir vantað tvent tilfinnanlega: Gott neysluvatn og ræktarland. Nú er verið að bæta úr þessum meinum, grafa brunna undir fjallshlíð við bæinn til að fá drykkjarvatn, og rækta Eyjarnar. Trúnaðarmenn Búnaðarfélagsins hafa verið austur þar í ráði með Eyjarbúum, og eftir því sem Pálmi Einarsson ráðunautur tjáir Tímanum virðist mega vænta að koma megi ræktun Eyjanna í það horf að þar geti verið 500 kýr. Þá verða 6 menn um hverja kú. Viðurkenna leiðtogar Eyja- manna að forganga Búnaðarfé- lagsins hafi hrint máli þessu áleiðis. Sama átak þyrfti að gera í Homafirði, Norðfirði og víðar, þar sem hin besta ræktarjörð bíður lítt noðuð, við fjölmenni. Flóaáveitan. Nú fyrir skömmu var Hvítá í fyrsta sinn veitt á Flóann. Mikið vatn kemur í aðal- skurðina og mun vafalaust gera töluvert gagn í sumar. En frem- ur mun þó þessi áveita verða sem tilraun, enda koma ýms mistök fram, sem væntanlega má fyrir- byggja næsta ár. Mesti ágallinn er að vatnið kemur mjög mis- jafnlega á hin ýmsu hverfi. Sum- staðar alt of lítið, annarstaðar alt of mikið. I Hraungerðishreppi, næst aðalskurðinum er vatnið of lítið, en alt of mikið í Villinga- var það sem Þórarinn kallaði Kristmund kaupstjóra á Borðeyri byltingamann, en vildi ekki standa við það eftir á. Hvort þessar æsingar hafa haft veru- leg áhrif á úrslit kosninganna skal ekki sagt neitt um hér. En hitt er víst, að þær voru fram- kvæmdar móti betri vitund og í eigingjömu skyni. Þær báru vott um mannspillingu á háu stigi, sem hlaut að hafa eftirköst fyrir þá sem báru í sér hinar lágu hvatir. Ihaldsflokkurinn fékk ekki nema 20 atkv. af 42. Sig. Egg. og Klemens Jónsson gátu setið við stjóm. En Framsóknarflokk- urinn vildi ekki vera í meirihluta með ósamstæðum mönnum. Jón Þorl. langaði mjög í völdin og þóttist fullviss um að hann gæti tekið við. Hann át meir að segja óorpin egg, og ráðstafaði tveim- ur embættum við Islandsbanka handa gæðingum sínum, áður en hann fékk valdið. Þungamiðjan í þinginu fluttist með Sig. Egg. og fylgismönnum hans yfir til íhaldsins. Sigurður veitti sér sjálfum annað em- bættið í bankanum, en dugandi bankamanni hitt. Jón Þorl. náði ekki upp í nefið á sér yfir að missa veiðina. Ef hann hefði haft afl til að taka við stjóminni með eigin liðskosti, myndi hann vafa- laust hafa látið það vera sitt fyxsta verk að reka Sigurð aftur úr bankanum. En fyrir Sigurð var aftur á móti lífsnauðsyn að halda Jóni úti. Þessvegna synjaði holthreppi, svo að bændum þar þykir mein að vatnsmagninu. Sennilega verður fyrir næsta ár, að gera til muna fleiri stíflur í skurðum með traustum útbúnaði, svo að áveitustjórinn geti fylli- lega ráðið við hve mikið eða lít- ið kemur í hvem af aðalskurð- unum. Formaður íþróttafélags Reykja- víkur hefir beðið Tímann að geta flokksbrot hans Jóni um stjóm- arstuðning, en bauð Jóni M. aft- ur fylgið, ef hann yrði forsætis- ráðherra og yfirmaður bankans. Jón Þorl. sat eftir meS sárt enn- ið en Jón M. hafði forsætið sem hann kunni vel við og Eggerz var eftir í bankanum. Þegar Jón Þorl. ,tók við störfum af Jóni heitnum síðastliðið vor mun honum hafa þótt lið sitt of lítið til að fram- fylgja löngun sinni viðvíkjandi Eggerz, en þess lét hann getið i þingræðu í vetur, að þó að Sig- urður hefði skipunarbréf frá sjálfum sér, þá vantaði enn þá erindisbréfið, og margt kæti kom- ið til greina, þegar það væri gefið. Embættin við Islandsbanka höfðu þannig haft mikil áhrif á aðstöðu foringja íhalds- og frjáls- lyndaflokksins og stjórnarmynd- unina. Sigurður og tveir eða þrír af samherjum hans veittu íhald- inu þann stuðning sem þurfti til að komast að og yfir byrjunar- örðugleikana. Auk þess vora þeir Sigurður Eggerz og Möller jafn- an með stjóminni í öllum versl- unarmálum og eggjuðu fremur en löttu íhaldið til stórræðanna, að þóknast sem best milliliða- stéttinni. I andlegum málum var Eggerz hinsvegar miklu fremri venjulegum íhaldsmönnum. Nýja stjómin tók nú við völd- unum. öllu hinu ósamstæða liði, sem Jónamir og M. Guðm. réðu fyrir, var steypt í eina heild, íhaldsflokkinn. Hann var mynd- aður sem andstaða Framsóknar- þess að flokkar þeir tveir er til Noregs fóru hafi verið úr því fé- lagi og Bjöm Jakobsson kennari þeirra. Eftir fregnum sem dag- blöðin birtu um þessa för var hægt að álíta að formaður félags- ins eða gjaldkeri þess stjórnaði æfingunum og þar þetta sumstað- ar talið svo vera. Ferð, þessi er vitaskuld til sóma því félagi sem hinir einstöku íþróttamenn eru í. flokksins og áleit eiginlega sitt merkasta verkefni að standa í vegi fyrir framföram og umbót- um. Sjálft nafnið skýrði stefn- una. Gott dæmi um hugsunarhátt flokksins er það, að þegar Mbl. sagði frá framboði Magnúsar docents nýlega, fann það honum ekki annað til gildis en að hann hefði barist móti landsverslun með olíu og tóbak. Annað frv. hafði B. Kr. borið fram, hitt M. Guðm. Og helsta dygð eins af liðtækari mönnum íhaldsflokksins var að dómi helsta málgagn í- haldsmanna, sú að hafa rifið nið- ur tvenn lög sem sett höfðu ver- ið og reynst vera til almennings- heilla. Ekki var getið um nokk- ura nýjung eða umbót sem M. J. væri valdur að, heldur hitt að hafa rifið niður. Þrjár stoðir runnu undir í- haldsflokkinn þegar frá byrjun. Þar var nálega allur kaupmanna- og verslunarmannaskari lands- ins og vegna þeirra liðsmanna var landsverslunin eyðilögð. Þar næst komu togaraútgerðarmenn og þeirra vegna var 600 þús. kr. eftirgjöfin 1925, og síðar léttir á tollum er hittu þá stétt. I þriðja lagi komu embættismenn, kaup- túnanna velflestir, einkum úr Reykjavík. Árni Pálsson lýsti ný- lega á fundi yfir því um embætt- ismannafélagið, að félagsmenn þess hefðu á undangengnum ár- um staðið eins og múr, á bak við íhaldið og stjómina, Þetta er al- veg rétt. Embættismenn í Reyk- javík sóttu í vetur um verulega En það er smámál sem kemur við þeim einum er um þá hlið hugsa. Hitt er aðalatriðið sem bent var á hér í blaðinu, að hér er sér- fræðingur í íþróttum, sem hefir getað skapað nýjung, er rekur eftirtekt og aðdáun hjá mönnum í öðrum löndum, sem eru vel dóm- hæfir í þessum efnum. Slíkar hýjungar eru aldrei gerðar af fé- lögiun eða félagsstjómum, held- ur af einstökum mönnum er skilja efnið nógu vel. Ástæðan til þess að knattspymumenn höfuð- staðarins hafa ekki getað jafn- ast á við erlenda flokka, er vitan- lega fyrst og fremst sú, að þar hefir enn vantað hina sérfróðu forgöngu, þó að félögin séu góð, og leggi yíirleitt mikla alúð við æíingamar. Guðm. Hagalín rithöfundur er nýkominn heim frá Noregi með fjölskyldu sína. Hann hefir verið í Noregi síðan haustið 1924, far- ið þar víða um og haldið alls um 450 fyrirlestra um íslensk efni og auk þess ritað mikið af greinum í norsk blöð. Síldarafli er á Austfjörðum. Hafa veiðst undanfaiið um 200 200 tunnur á Seyðisfirði. Norð- menn byrjuðu síldveiðar á Aust- urlandi eftir 1880, og kendu þær íslendingum. Veiddist þá oft geysimikið við Austurland, en nú um mörg ár hefir þar engin síld- veiði verið fyr en í sumar sem leið. Kappreiðar fóru fram við Ell- iðaárnar á 2. hvítasunnudag. Var þar fjöldi fólks og veður hið besta. 28 hestar voru reyndir. Fyrir skeið fjekk 1. veriðl., 200 kr., Sjúss F. Hansens 1 Hafnar- firði, og auk þess verðlaunabik- ar, gefinn af Ól. Magnússyni ljósmyndara, 2. verðl. fjekk Sleipnir Sig. Z. Guðmundssonar í Rvík, 100 kr., og 3. verðL Baldur Einars E. Kvaran, 50 kr. — Fyr- ir stökk fjekk 1. verðl., 200 kr., Móðnir frá Deildartúngu og auk þess 50 kr. og silfurbikar, gefinn af öl. Magn., fyrir að setja nýtt met (22V4 sek.). 2. verðL, 100 kr., fjekk Reykur Jóns Guðna- sonar í Rvík, og 3. verðl. öm Einars Sæmundssonar skógfræð- ings, með hlutkesti milh hans og Sörla Ölafs Magnússonar, sem áður hefur fengið fyrstu verðL, en nú er 18 vetra gamall. Flokks- hækkun á launum sínum, en mál- ið sofnaði í nefnd í N:d. Magnús docent afsakaði sig gagnvart félagi starfsmahna landsins á umræddum kaupkröfufundi em- bættismanna með því að ekki hefði verið gaman að hækka laun rétt fyrir kosningar. En í því liggur þó vilyrði eftir á, ef vel gengi nú í vor. En þó að íhaldið hafi ekki beinlínis hækkað launin alment, þá hefir það fjölgað launamönnum drjúgum. 1 tvo sendherra, í Khöfn og á Spáni fara 80—90 þús. Embætti Mog- ensens með 18 þús. er haldið við. Aukagetu til Sig. Briem 4000 ofan á lögmælt laun, er haldið við. Ekkert embætti smátt eða stórt hefir verið lagt niður, hvort sem það var þarft eða ekki. Á varðskipunum tveimur vildi stjórnin búa til 40—50 föst störf. Með samskólafrv. í vetur hefðu fljótlega myndast alt að 30 föst embætti, og að sjálfsögðu litlu síðar orðið að gera alla ung- mennakennara landsins að föst- um starfsmönnum, eftir sömu reglum og hér var fylgt. Með samskólafrv. var opnaður vegur til að koma á landið mjög skyndi- lega. fjölmörgum andlegum at- vinnuleysingjum, sem nóg er af á vegum íhaldsins í Reykjavík. Talsvert af eldri bændum hér og þar loðir við einstaka menn í hinum þrem deildum. En lítið hefir verið gert fyrir þá eða stétt þeirra af íhaldinu nema að gefa þeim fylgiblöð Mbl. Fyrsta árið, sem íhaldið sat við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.