Tíminn - 16.06.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.06.1928, Blaðsíða 3
TÍMINN 107 Fréttir. Ráðherramir. Tryggvi JJórhallsson og Jónas Jónsson og frúr þeirra komu heim 10. þ. m. Tr. p. fór til Dan- ínerkur, Finnlands og þýskalands. Tók hann eins og áður var getið, þátt í opinberri heimsókn í Finnlandi. Til þýskalands fór ráðherrann m. a. til að athuga möguleika um kaup á til- húnum áburði. Er útlit fyrir góðan árangur þeirrar farar. — J. J. ferð- eðist víða um Danmörku og kynti sér fyrirkomulag betrunarhúsa og vinnuhæla, sem mjög mega verða til fyrirmyndar um framkvæmd lag- anna frá siðasta þingi..— Ennfremur vann haann að undirbúningi strand- varnaskips. Verður bygging þess boð- in út innan skamms, og leitað til- boða í Danmörku og víðar. — Munu ráðherramir báðir rita eitthvað í Tímann, áður langt líður, um árang- urinn af ferðum sinum. ASalfundur Samb. isl. samvinnufé- laga hófst hér siðastl. þriðjud. og lauk á föstudag. Var hann fjölsóttur. Birtist fundargerðin í þessu blaði. — A fimtudagskvöld þágu fundarmenn heimboð af Tryggva þórhallssyni for- sætisráðherra og frú hans. Mun það vera fyrsta sinn, að bændur og for- göngumenn þeirra fjölmenni svo mjög á heimili islensks forsætisráð- herra. Á föstudag, að loknum fundi, var farið til þingvalla, og var Tr. p. ráðh. með í þeirri för. Var för sú hin ánægjulegasta, enda ágætt veður. — í dag laggja flestir fulltrúamir af Norður- og Austurlandi af stað heim- leiðis með Esju, en nokkrir fara þó landveg norður um Holtavörðuheiði. Jón Árnason framkvæmdastjóri tólc sér far til Noregs með Lyrú 14. þ. m. Slys. Leifur Guðmundsson, sonur Guðmundar Hannessonar prófessors, lést með sviplegum hætti í Dan- mörku 13. þ. m. Féll hann niður úr flugvél og beið bana af. Leifur heit- inn lauk stúdentsprófi við menta- skólann hér vorið 1925, en stundaði síðan nám í liðsforingjaskólanum danska. Hann var vel gefinn maður. Togarinn Menja sökk vestur á Halamiðum 9. þ. m. Kom skyndilega leki að skipinu án þess að orsakir séu kunnar. Skipverjar björguðust í báta og flutti togarinn Surprise þá til Hafnarfjarðar. Skipstjóri á Menju var Kolbeinn-porsteinsson. Skipið var eign hlutafélagsins „Grótti", það var smíðað í þýskalandi árið 1920 og að sögn vátrygt fyrir 400 þús. kr. Aðalfundur Búnaðarfélags fslands var haldinn í Stykkishólmi 13. þ. m. Bjarni Ásgeirsson alþm. mætti þar fyrir hönd félagsstjómarinnar. Skýrði hann frá helstu umbótum er síðasta Alþingi gerði í búnaðarmálum. Auk hans fluttu erindi búnaðarmála- stjóramir báðir og Hannes Jónsson dýralæknir. Búnaðarþingsfulltrúi fyr- ir Vestfirðingafjórðung (til 4 ára) var kosinn Magnús Friðriksson á Staðarfelli, og til vara Hallur Krist- jánsson á Gríshóli. Flngvélinní farnast heldur ógæfu- samlega. Eftir að nýjahreyfivélinkom, var flogið einu sinni með farþega til Akureyrar. En þegar til kom bar hún aðeins 3 farþega en eigi 4 eins og gert hafði verið ráð fyrir. Litlu síðar bilaði hún svo, að flugferöum er hætt fyrst um sinn og verða eigi teknar upp á ný fyr en varahlutir eru fengnir frá þýskalandi. Dönsku löojafnaðarnefndannenn- imir komu hingað með íslandi sið- astl. sunnud. Standa fundir nefndar- innar yfir fram í næstu viku. það hefir verið venja að nefndin hafi tek- ið sé ferð út úr bænum, þegar fundir hafa verið hér. Fer hún að þessu sinni upp í Borgarfjörð, og dvalur þar 1—2 daga. í bíl yfir Holtavörðuheiði komu nokkrir Sambandsfundarmenn að norðan. Mun það vera í fyrsta sinn sem fólksflutningabifreið fer þá leið. Fóru þeir í bifreiðinni alla leið frá Svínavatni í Húnavatnssýslu, um Blönduós, og suður undir Forna- hvamm í Norðurárdal. Gengu þeir þaðan niður að Hvammi, en fóru þaðan í bíl til Borgarness. Er vega- lengd sú, sem þeir fóru i bíl, fullir 200 km. Lögðu þeir af stað frá Blönduósi kl. 3V2 e. h. og komu suð- ur af heiðinni kl. 1 y2 um nóttina, en dvöldust þó ca. 2 tíma á leiðinni. Farþegar voru alþingismennirnir Ingólfur í Fjósatungu og Einar á Eyrarlandi, Jón bóndi í Stóradal og sr. Björn Stefánsson á Auðkúlu. Á leiðinni var vegurinn sumstaðar ó- greiður, en þeir telja, að hægt sé að gera hann sæmilega bílfæran með mjög litlum kostnaði. Bílstjórinn var Klemens þórðarson á Blönduósi. — Róma þeir félagar mjög dugnað hans og gætni. Hafa þeir nú farið þess á leit, að vegurinn yfir Holtavörðu- heiði yrði lagfærður nú þegar. Hefir þeirri málaleitun verið vel tekið og má vænta þess, að bráðlega verði iiægt að fara í bifreið óslitið frá Borgarnesi að Vatnsskarði. Stofnfé lianda Landsbankanum, 3 milj. kr., hefir ríkissjóður nú lagt fram og fengið þá upphæð lánaða hjá bankanum sjálfum fyrst um sinn. Embættisprófi í lögfræði hafa lokið hér við háskólann Gustav Adolf Sveinsson (I. eink. 1342/3 st.) og Ó- lafur þorgrímsson frá Lauganesi (I. eink., 1162/s st.). G. Sv. var áður skólastjóri á Hvítárbakka. Siglflrðingar hafa í vor stofnað kúabú, sem bæjarfélagið á að reka framvegis. Var byrjað með rúml. 20 kúm. Úr ljósmæðraskólanum útskrifuðust að þessu sinni 8 nemendur. Um prófessorsstöðu þá er Finnur Jónsson lét af við Hafnarháskóla, eru 7 umsækjendur. Meðal þeirra eru Jón Helgason og Sigfús Blöndal. þýskan togara tók Óðinn við Reykjanes 12.. þ. m. Hugðist skip- stjóri togarans að forða sér á flótta. ÞAKKARORÐ. Innilegustu hjartans þakkir ðllum þeim, sem leituðu, leitað hafa og leita kunna, að drengnum okkar, sem týndist 16. febr. síðastl.; og sömuleiðis öllum þeim, sem á annan bátt sýndu okkur samúð við það tækifæri. þess skal getið, að í aðalleitinni tóku þátt yfir 80 manns, sem við vissum um, og auk þess síðan margir fleiri, — þó hefir enn ekki auðnast að finna drenginn okkar. Við biðj- um Guð að launa öllum þessum mönnum og konum hjálp sína og samúð, og láta þau finna ljós og yl hamingjusólarinnar, við hvert óstigið fótmál æfileiðar sinnar. Lára Guðmundsdóttlr. Slgurjón Kristjánsson. Krumshólum. Auglýsing. I Laugardalshólum er í óskilum móbrúnn hestur, fullorðinn, járn-- aður með slitnum flatskeifum, feitur. Mark; biti af v. Ingvar Grímsson. H.f. Jón Bigmundsson & Co. Erma- hnappar og alt til upphluta mest úrval, altaf fyrirliggjandi. Jón Sigmundsson, gullsmiður Elti varðskipið hann alllanga leið og skaut að honum mörgum skotum áð ur en hann gæfist upp. Mokafli er nú við Norðurland. Sr. Guðmundur Einarsson á þing- völlum hefir verið kosinn prestur í Mosfellsprestakalli í Grímsnesi. Fimlelkaflokkurinn islenski, sem fór á íþróttamótið í Qalais er nú kominn heim. Vakti haím mikla at- hygli og var hvarvetna vel tekið, þar sem hann kom fram opinberlega. Flokkurinn notar nýtt fimleikakerfi, sem fundið er upp af Bimi Jakobs- syni kennara og þykir mjög gott. Hafa meyjamar orðið þjóð sinni til sóma. Tvo kappróðrarbáta hefir Sundfé- lag Rvíkur létið byggja í vor. Voru þeir vígðir í Örfirisey 11. þ. m. Bát- amir eru jafnstórir, 25 feta langir, 4 feta breiðir og 2 feta djúpir og kost- uðu um 1800 kr. Aflaði félagið fjár- ins með happdrætti og samskotum. Bátamir verða leigðir þeim, sem hafa hug á að æfa sig í róðri. Fær hver bátshöfn (5 menn) bát til aínota tvisvar í viku og greiðir hver maður 5 kr. fyrir sumarið. Formaður Sund- félags Rvíkur er Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn. Er góður og innlendur. Notið hann Kjöttunnur, L. Jacobsen,, KÖBENHAVN Símn.: Cooperage VALBT alt til beykÍBÍðnar, Bmjörkvartel o. s. frv. frá sUerttu bojrkúsmiðj- um í Danmörku. Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. Síldareinkasalan Viðtal við formann síldarútflutningsneftidar Út af þvættingi Morgunblaðsins um síldareinkasöluna, hefir Tím- inn haft tal af formanni síldar- útflutningsnefndarinnar, hr. Er- lingi Friðjónssyni, alþm., sem dvalið hefir hér í bænum undan- farna daga. Fer viðtalið hér á eftir: — Er það rétt, að Brödrene Levy í Khöfn hafi selt síld fyrir einkasöluna? — Nei, það sem selt hefir verið, hefir framkvæmdastjóri sfldar- einkasölunnar selt beint, að nokkru undanteknu, sem sænskur síldarkaupmaður hefir selt til staða, sem einkasalan átti óhægt með að ná til. — Hvernig er útlit með sölu og verð? — Við höfum þegar selt fyrir- fram svo mikið, sem við teljum ráðlegt að svo stöddu. Verðið má teljast gott miðað við fyrirfram- sölu undanfarandi ára. Hingað til hefir mest verið selt til Sví- þjóðar, en auk þess nokkuð til Finnlands. Von um að takast megi að selja nokkuð til Rúss- iands og Þýskalands og ef til vill eitthvað til Ameríku. — Hefir orðið vart við, að út- gerðarmenn vildu eigi skifta við einkasöluna? — Einkasölunni hafa nú borist umsóknir um sölu á hátt á fimta hundrað þús. tunnum sfldar og bendir það eigi á ótta við að skifta við hana. Svona hljóða staðreyndimar, en Morgunblaðið og leppamir kveina. skilyrði þingeyska skólans, jarð- hitann. Borgfirðingar hafa nú um nokkur ár rekið héraðsskóla á Hvítárbakka. Skólinn er á köldum stað, en að öðru leyti prýðilega settur, í miðri sveit, í hinu blóm- lega þéttbygða héraði. En síðan vitneskjan um gildi jarðhitans fyrir skóla varð al- menn í Borgarfirði hafa hugir manna snúist að því að flytja skólann úr miðju héraði, að hverastað í útjaðri bygðarinnar. Flutningurinn kostar mikið. Hér- aðsbúar og landssjóður em búnir að verja miklu fé í byggingar á Hvítárbakka. Þær byggingar verða að mestu verðlausar hér- aði og landi, ef skólinn er fluttur. Og þó er fyrirsjáanlegt að úr flutningi verður á næstu ámm. Á stórum mannfundi að Hvanneyri voru síðastliðinn vetur hafin sam- skot til byggingar hins nýja hér- aðsskóla í Borgarfirði. Á einu kvöldi söfnuðust 6000 kr. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri reið á vaðið og gaf 1000 kr. En hann gaf með því skilyrði, að skólinn yrði reistur á hverastað og hitað- ur með jarðhita. Ungmennafélög- in í héraðinu beitast fyrir sömu stefnu, flutningi héraðsskólans frá köldum stað að heitum. Leið- togar ungmennafélaganna snem sér til landsstjómarinnar og báðu um aðstoð sérfræðinfa til að velja hinn besta heita stað fyrir nýja skólann. Landsstjómin fékk hina færustu menn, Guðjón Samúels- son húsameistara pg Benedikt Gröndal verkfræðing til að athuga hverastaði í Borgarfirði. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að skilyrði væru best í Reykholtsdal, annaðhvort í Deildartungu eða Reykholti. Á báðum stöðunum er mikil gnægð af heitu vatni og gufu. — Skömmu síðar samþykti sýslufundur Borgfirðinga, að ef Hvítárbakkaskólinn yrði fluttur, þá ætti hann að endurreisast á bæ Snorra Sturlusonar Reykholti. Athafnir Borgfirðinga í þessu efni eru mjög merkilegar. Þeir eiga unglingaskóla á mjög falleg- um stað, svo að segja nákváem- lega í miðju héraði. En af því að jarðhitann vantar, þá virðast margir af helstu áhugamönnum héraðsins fúsir til að fóma miklu verðmæti í jörð og einkum þó húseignum, til að fá jafngóða að- stöðu eða betri, við jarðhita, og Þingeyingar hafa á Laugum. Suðurláglendið, Árnes- og Rangárvallasýsla, eru stundum talið vera hjarta landsins. Að minsta kosti er þar stærst sam- felt ræktarland á Islandi. En í meir en heila öld, eða síðan Skál- holtsskóli var fluttur burtu, hefir engin mentastofnun verið í hér- aðinu, til ómetanlegs tjóns fyrir héraðið og landið alt. Sunnlendingar hafa fundið þetta, en ekki orðið vel samtaka. I síðustu 30 árin hafa þeir talað mikið um að stofna héraðsskóla. Margir fundir hafa fjallað um málið. Margar ályktanir hafa verið samþyktar því til stuðnings. Gjafaloforð hafa verið fengin til eflingar væntanlegum skóla, en ekki innheimt. En framkvæmd- irnar urðu minna en engar. Fyrst deildu sýslurnar um hvorumegin Þjórsár skólinn skyldi standa, og lcomust að engri niðurstöðu. Þá byrjuðu hreppamir innbyrðis tog- streitu um skólastaðinn. Meðferð málsins sannaði voðamátt sundr- ungarinnai’. Veturinn 1926 var byrjað að taka nokkuð fastari tökum á þessu máli. Sýslunefnd Ámesinga ákvað að reisa skólann þá um vorið á hverastað ofarlega í Ár- nessýslu, að Laugarvatni. Þar eru einna flest náttúrugæði sam- einuð á einum stað, þau sem prýða mega ungmennaskóla. Bær- inn á Laugarvatni stendur á túni er hallar suður að litlu veiðisælu stöðuvatni. Að norðan og vestan liggur bærinn og vatnið í skjóli við lágar hlíðar, skógi vaxnar, þar sem fjallalækir liggja eins og silfurstrengir frá brekkubrún og niður undir vatnið. Móti suðri og austri blasir við útsýn yfir mest- alt suðurláglendið. Að austan bera við himin Hekla, Tindafjöll og Eyjafjallajökull. Uppi í hlíðinni sprettur upp bergvatn, hentugt til neyslu. Litlu fjær liggur all- stór á sem aldrei frýs, mjög auð- veld til rafvirkju til ljósa og smá- iðju. En við túnfótinn niður undir vatninu eru þrjár miklar upp- sprettur. Kemur þar upp úr djúp- um gígum gegnum klöpp mikið af sjóðandi vatni og gufu. Stór lækur með nálega sjóðandi vatni rennur frá hverunum út í stöðu- vatnið. Á Laugavatni eru sameinuð flest fegurðareinkenni íslenskrar náttúru, og þau skilyrði sem mesta þýðingu hafa fyrir uppeldi ungra manna. Enginn annar stað- ur á íslandi er að öllu samtöldu jafngóður fyrir fjölmennan skóla eins og Laugavatn. Framsóknarmenn á Alþingi studdu einhuga þesSa lofsverðu og þörfu framkvæmd Ámesinga. Mér þótti málið sérstaklega gott, og studdi það á tvénnan hátt. Fyrst með því að verða þess vald- andi að Alþingi bauð að veita sr. Kjartani Helgasyni í Hruna heið- urslaun um leið og hann tæki að sér forstöðu Árnesingaskólans, og í öðru lagi með því að hafa nokkra framkvæmd um að útvega ríflegt lán með góðum kjörum í viðbót við gjafir sýslubúa. Flest- ir Ámesingar sem þá unnu að því að hrinda skólamálinu áfram, vildu hafa sr. K. H. forstöðu- mann. Með því að launa honum með sérstökum heiðurslaunum var engin áhætta fyrir hann að sleppa embætti sínu, og skólanum veittur fastur aukastyrkur meðan þess tiltekna forstöðumanns naut við. Jón Magnússon var þá kenslu- málaráðherra. Hann mun hafa verið mjög mótfaUinn því að byggja héraðsskóla við jarðhita. Og í nánu sambandi við J. M. kom upp sterk hreyfing á suður- landi um að ekkert skyldi aðhafst í það sinn, en stefnt að því að reisa einskonar Hvítárbakkaskóla, á köldum stað, en á miðju undir- lendinu. Fyrir mörgum af sam- starfsmönnum Jóns Magnússonar í þessu máli vakti að skólinn gæti verið fundarhús fyrir stór náms- skeið og samkomur manna yíðs- vegar í héraðinu. Þess vegna var það einkunnarorð þeirra er vildu skóla á köldum stað, að hann skyldi vera „miðleiðis", þ. e. eitt- hvað nærri Þjórsárbrú. Svo sem kunnugt er varð nið- urstaðan sú að Ámesingar hættu við skólabygginguna vorið 1926, eftir ráðum og að undirlagi Jóns Magnússonar. Eyðing skólamáls- ins var studd af öUum afturhalds- blöðum í landinu, en sérstáklega | af blaði sem útlendir kaupsýslu- | menn gáfu út í höfuðstaðnum. ; Heiðurslaun sr. Kjartans féHu I niður og hafa ekki verið tekin ! upp á fjárlög síðan. Hin útlendu ; afturhaldsblöð og Jón Magnússon höfðu þannig í ásókn sinni, ann- j aðhvort að eyða með öUu skóla- máli Sunnlendinga eða í leit eftir að koma skólanum á „kaldan“ stað og „miðleiðis“ eyðilagt með öUu ákvörðun nálega allrar sýslu- nefndar Ámesinga og meirihluta Alþingis. Þessi kynlega forganga þáver- andi mentamálastjómar hefir orðið bændum austanfjalls og bömum þeirra býsna dýr. Á Laugavatni hefðu vel getað verið um 60 nemendur eins og ástæður voru til skólabyggingar 1926. Dvalarkostnaður á mann um skólatímann myndi hafa verið um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.