Tíminn - 16.06.1928, Blaðsíða 4
TÍMXNN
103
Kvennaskólinn á Blönduósi
Kennsla hefst í skólanum 15. sept. í haust og stendur til 20. júní
næsta vor. Kennt verður: Hússtjórn, vefnaður, allskonar kvenfatasaum-
ur og önnur handavinna og karlmannafatasaumur í sérstakri deild.
í bóklegu er aðaláherslan lögð á íslensku og reikning.
Inntókuskilyrði eru þessi:
1. Að nemandi sé ekki yngri en 16 ára. Við hússtjóra helst ekki yngri
en 18 ára.
2. Að hann hafl engan næman sjúkdóm, sé heilsugóður og sanni það
með læknisvottorði.
8. Að hann hafi v'ottorð um góða hegðun.
4. Að helmingur af skólagjaldinu og fæðisgjaldinu sé greitt við inn-
töku og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvunum.
5. Að uaasækjandi sanni með vottorði að hann hafl tekið fullnaðar-
pióf samkv. fræðslulögunum. |
Skólagjald er 75 kr. um námstímann. Nemendur hafa matarfélag j
og skólinn sér um allar nauðsynjar.
Skólinn leggur námsmeyjunum til rúmstæði með dýnum. Annan í
sængurfatnað þurfa þær að hafa, góðar hlífðarsvuntur, handklæði og
mundlínur. Æskil^gt að sem flestar hafi saumavél. Nemendur hafi með
sér eina eða fleiri flíkur til að sníða uppúr eða gera við.
Þeir hafl og með sér sálmabók, Passíusálma og texta við íslenskt
söngvasafn.
Nú er hvert rúm 1 skólanum fyrir næsta vetur löngu lofað og
nokkrum neraendum lofuð skólavist veturinn 1929—30.
Umsóknir sendist formanni skólanefndar, Þórarni hreppstjóra Jóns-
syni á Hjaltabakka.
Iþróttaskólinn í Haukadal.
íþróttaskóli minn byrjar 1. nóv. n. k. og stendur yfir 5 til 6
mánuði. Verða þar kendar alskonar íþróttir, svo sem: glímur, leikfimi,
Mullersæfingar, útiíþróttir og sund. Leikið verður á skautum og skíðum
þá er færi gefst.
Bókleg fræði. Kend verður íslenska, reikningur, saga, heilsufræði
o. fl. Reynt verður að fá hæfa menn til þess atð flytja fyrirlestra
stöku sinnum. Námstíminn, skiftist í tvent, eldri og yngrideild. Eldri-
deild verður fyrir þá sem eru eldri en 16 ára, og starfar frá 1. nóv.
til 10. febr.
Kenslugjald er kr. 70,00. Fæði, ljós og þjónusta kr. 1.80 á dag.
Skólahúsið er hitað upp með laugavatni. -
Aðsókn er þegar orðin nokkuð mikil að skólanum og allir þeir,
sem hafa hug á að sækja hann ættu að skrifa mér sem fyrst, gef ég
þá nánari upplýsingar um skólann ef óskað er.
Nemendur verða að hafa með sér rúmföt. Þeir verða og að sýna
lækniavottorð um heilsufar sitt.
Siguröur Greipsson
hefir
brúnn hestur með stjörnu í enninu
Mark: biti afta,n hægra. Brenni-
mark á hægri framfæti: „Þórður“
Aldur 6 veti a. Upplýsingar á
Bjargarstíg 14 Reykjavík.
Tapast
Fálkaungar
og
tveir hrafnsungar
óskast keyptir.
Konráð Stefánsson
Laugaveg 10 Sími 1221
Kaupið þér
Vikuútgáfu
Alþýðublaðsins?
Ef svo er ekki, þá verðið þér
að gerast áskrifendur undir eins.
Vikuútgáfan kemur út hvem mið-
vikudag. Hún flytur hressandi
greinir um þjóðfélagsmál, fréttir
og fróðleik allskonar. Verð ár-
Ocxxxxxxxxxxx*
gangsins er aðeins 5 lcr.
Ritstjóri er
Haraldur Guðmundsson, alþm.
Utanáskrift: Alþýðublaðið
Hverfisgötu 8. Reykjavík.
Tófuyrðlinga
kaupir hsesta verði Jtsi
refarœktarfjelagið" hJ.
1L Stefánsson, Laugav. 10.
Sími 1221.
P.W.Jacobsen&Sön
Timburverslun.
Símnefni: Granfuru. G#rl Lnndagade
Stofnað 1824. Kðbenhavn
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfarma frá Svíþjóð. SIs og umboðesalar annast pantanrr.
EIK OG EFNI I ÞILFAR TIL SKIPA.
H.f. Jón Sigmundsson & Co.
Millir
og alt til
upphluta
sérl. ódýrt
Skúfhólkar
úr gulli og silfri.
Sent með póstkröfu út
um land, ef óskað er.
Jón Sigmundsson, gullsmiður
Sími 883 — Laugaveg 8.
Ritstjóri: Jónas Þorbergsson,
Sími 2219. Laugaveg 44.
Prentam. Aeta.
Veðdeildarbrjef. 11200 krónur 1
Bsnksvaxtabrjef (veOdeildar- i verðlaun.
brjef) 7. flokke veðdeilder Kaupið F J alHsonaskósverhma, 1
Lsndsbsnkane ttet keypt i . g »em w tvímælalaust besta skó- jg
Landsbankammi og útbúum g sverta *em fæst hór & landl og 1
hsne. É reynið jafnhliða að hreppa hin I
Vesdir af benkswnitabrJefUm B háu verðlaun.
þeeea flokks eru 5%, er grelO- þaö er tvennskonar hagnaður, n
aet i tvenmi lagi, 9. Janðar og p sem þár verðið aðnjótandi, — 1 E
1. júlf ér hvert. || fyrsta lagi, fóíð þér bestu skó- |l
SOIuverO brjefsnaa m 80 § svsrtuna og i öðru lagi gefst yð- ||
krönur fýrtr 100 Ma brjef Pl ur tækifæri til að vinna stóra §
að nafnverOI. peningaupphæð i verðlaun.
Brjefln hljóðe á ÍOO kr., || Lesið verðlaunaregluraar, sem p
BOO kr., 1000 kr. og 6000 kr. SS eru tll sýnis i sérhverrí verslun. g
Landsbanki Ibiano* i HJL Efnagerð Reykjavflnue. á
É Kemisk verksmiðja.
J
40Ö kr. eftir því sem reynsla
Þingeyinga sannar. Nú hafa ung-
lingar þessir lítil öxmur ráð en að
leita námsdvalar í Reykjavík, sem
að jafnaði mun verða um 1200
kr. á mann. Skaðinn fyrir for-
eldra í sveitum eystra við að fá
ekki skóla sinn haustið 1926 er
því nálega 50 þús. kr. árlega.
Munurinn á eyðslu nemenda á
skóla á Laugarvatni og í Reykja-
vík hefði endurborgað stofnkostn-
að sýsluskóla Árnesinga á liðlega
hálfu þriðja ári. Jón Magnússon,
ritstjórar íhaldsblaðanna og aðrir
þeir, sem eyddu skólamáli Ár-
nesinga 1926, hafa því sæmilega
þungan fjárhagsskuldabagga á
baki sér.
Nú urðu sýnilegar tvær stefn-
ur í málinu. Annarsvegar voru
þeir sem vildu hafa skólann á
heitum stað, gera reksturinn ó-
dýran og skólasókn auðvelda fá-
tækum mönnum. Hinsvegar var
Jón Magnússon og bandamenn
hans. Viðurkend og yfirlýst
stefna þeirra var að skóli Sunn-
lendinga yrði á köldum stað í
miðju héraði, fundarhús og sam-
komustaður aðvífandi manna,
auk dvalar fyrir búsetta ung-
linga.
Fimm hreppar 1 ofanverðri
Ámessýslu héldu fast við ákvörð-
un sína um Laugarvatn og skóla
við jarðhita. Og þessir menn hafa
sýnt trú sína í verki. Þeir hafa
ákveðið að leggja fram í skóla
sinn um 40 þús. kr. Sú fóm sýn-
ir áhuga þeirra og skilning á
málinu. 1 fyrravetur ákváðu leið-
togar þessarar hreyfingar að þeir
vildu hefjast handa með bygg-
ingu héraðsskóla á Laugarvatni.
Snemma í vor tilkyntu þeir nú-
verandi stjóm að þeir mundu
hefja bygginguna í vor og óskuðu
eftir framlagi úr ríkissjóði, eftir
því sem fjárlög heimila. Með því
að áhangendur þessir höfðu sýnt
lofsverðan áhuga í málinu og
mikla fórnfýsi, hét stjómin þeim
styrk til byggingarinnar eftir því
sem lög standa til og fjárlög
heimila. Hefir nú þegar verið
byrjað á skólabyggingunni og
gerir skólanefndin ráð fyrir að
taka megi til starfa í skólahús-
inu seint í haust. Ekki virðist
skorta aðsókn, því að litlu síðar
en homsteinninn var lagður vora
komnar 12 umsóknir, þar af sum-
ar úr Rangárvallasýslu og aðrar
neðan úr Flóa. Mun því varla
þurfa að kvíða nemendaskorti á
Laugavatni.
Vinir hins kalda staðar hafa
líka haldið málinu vakandi. Sýslu-
fundir Rangæinga og Ámesinga
hafa gert margar samþyktir
snertandi málið. En samkomulag
fekst ekki um neitt milli sýsln-
anna, ekki einu sinni um skólar
staðinn, uns núverandi stjóm
lagði til oddamann. Hallaðist
hann á sveif með Rangæingum og
í anda Jóns Magnússonar var á-
kveðinn kaldur staður „mið-
leiðis“ við Árbæ, vestan til í
Rangárvallasýslu. Við þessa fram-
kvæmd situr enn sem komið er,
nema að hvor sýslunefnd fyrir
sig hefir samþykt tillögu um
skólamálið fullar af skarpri djúp-
hyggju. Rangæingar orða auk
þess tillögu sína þannig, að ef
ekki verður úr byggingu skóla á
köldum stað, þá hvíli ábyrgðin á
Ámesingum. Svo sem að líkindum
lætur hafa Ámesingar ekki vilj-
að vera eftirbátar í stjómkænsku
og er tillaga þeirra ennþá meira
meistaraverk ef nokkuð er.
Þó undarlegt sé, áfella sumir
af fylgismöxmum kalda skólans
núverandi stjóm fyrir að hafa
heitið Laugarvatnsmönnum bygg-
ingarstyrk eftir því sem fjárlög
mæla fyxir. Þessi ásökun er ekki
beinlínis sanngjöm. Stefnurnar
em tvær og markmiðin tvö. Ann-
ar málsaðili uppfyllír skilyrði
þingsins og fær þá jákvætt svar
landsstjómarinnar. Hiim aðilinn
talar um að hann muni einhvem-
tíma uppfylla skilyrðin og hefst
ekki annað að. Ef eg misskil ekki
því meira orðræður vina hins
kalda skólastaðar, þá er þeim
ekki nóg með að halda að sér
höndum hvað framkvæmdum við-
víkur, heldur vilja þeir að fyrir-
mæli fjárlaganna séu virt að vett-
ugi gagnvart áhugamöimum Ár-
nesinga.
Stefnumar í skólamálum Sunn-
lendinga hafa verið tvær. Þær fá
nú að reyna sig í frjálsri sam-
kepni. Laugarvatnsmenn byggja í
sumar og vilja byrja kenslu í
haust. Árbæjarmenn hafa ekki
aflað sér fjár, ekki kosið fram-
kvæmdamefnd, og ekki svo mikið
sem látið teikna bygginguna er
reisa skal í Árbæ.
Þrátt fyrir seinlæti þeirra sem
vilja menta böm sín á köldum
stað, hefir núverandi stjóm verið
þeim betra en ekki. Með hjálp
frá oddamanni er núverandi
stjórn útnefndi tókst að finna j
skólastað er fullkomlega var í
anda Jóns Magnússonar frá 1926.
Og þegar að því kemur að vinir
hins kalda staðar byrja fyrir al-
vöru að hefja framkvæmdir, þá
vill svo vel til að jafnvel þá er
hægt frá hálfu landsstjómarinnar
að vinna að málinu svo að segja
eftir beinum fyrirmælum Jóns
Magnússonar, þó að hann sé nú
fallinn frá. Svo vel vill til að í
plöggum í stjómarráðinu liggur
einskonar erfðaskrá hins frá-
fallna kenslumálaráðherra í þessu
efni. Skjal þetta er með eigin :
hendi J. M. og má af því fullkom- 1
lega fá hugmynd um hvert við-
horf hans var til skólabyggingar
austanfjalls.
Jafnframt því að samherjar J.
M. í málinu um „kaldan“ stað og
„miðleiðis" fagna yfir vitneskj-
unni um að þÓtt mannaskifti
hafa orðið í stjómarráðinu, þá er
eiginhandrit hins látna samherja
þeirra enn haft sem leiðarljós
vegna Árbæjarskólans, þá er
ástæða til að vænta verulegra at-
hafna til framkvæmda frá þeim
sem staðið hafa að hinum djúp-
sæu tillögum í skólamálinu.
Og fyrir íslenska samkepnis-
menn, ætti lausn málsins, sem hér
blasir við, að verða fagnaðarefni.
Ef fylgjendur beggja stefnanna,
vinir skóla með þægindum, er
jarðhiti veitir, og dáendum kaldr-
ar stofnunar „miðleiðis“, þar sem
sífeld fundahöld og stutt nám-
skeið fjörga skólalífið, sýna hug
og dug og einlægan vilja til sam-
taka og ósérplægni, þá munu báð-
ir koma fram vilja sínum. Verk-
efnið ætti að vera yfirfljótanlegt
í héraði, sem hefir verið algerlega
svift skólum í meira en hálfa öld.
Sérstaklega má vænta þess að
blaðamönnum þeim er unnu að
I „köldu stefnunni“, í tíð Jóns
1 Magnússonar verði ljóst, að þdr
eiga mikið ógert, m. a. að út-
vega sr. Kjartani 1 Hruna aftur
heiðurslaun þau er sá er þetta
ritar hafði áður trygt honum, og
síðar féllu niður um leið og feld-
ur var úr sögunni skóli sá, er
sýslunefnd Ámesinga hafði
ákveðið að reisa vorið 1926.
Af því yfirliti er hér hefir ver-
ið gert virðist það einsætt, að
hugsandi menn landsins hallast
um stofnun héraðsskólanna miklu
meir að því að nota ókeypis jarð-
hita, með þeim mörgu þægindum
er því fylgja, heldur en bresku
kolin flutt langt upp til sveita.
Samt má vænta þess að þeim
mönnum í Rvík og annarsstaðar,
sem hafa trú á því að uppeldi
hinna ungu sveitamanna sé best
borgið undir skilyrðum líkum
þeim og verið hafa á Hvítár-
bakka, þyki nú vel sæma að
sýna trú sína í verkinu. Mun þess
þá varla langt að bíða, að á Suður-
landi rísi tvær keppandi menta-
stofnanir, er beri vott um fram-
sýni forgöngumannanna. J. J.