Tíminn - 18.06.1927, Blaðsíða 1
©faíbferi
og afgrei&sluma&ur Címans er
XannDeig o r s t e i n s&ó (ti r,
Samban&sþúsinu, HeyfjaDÍf.
Cimans er í Samban&sfyúsinu.
®pin öaglega 9—\2 f.
Simi ^96.
XI. ár.
Reykjavík, 18. júní 1927.
28. blað.
Utanúrheimi.
Kina.
Fyrir rúmum mánuði síðan
þótti horfa svo að mjög- tæki að
hallast hagnr uppreisnarmann-
anna, sjálfstæðismannanna frá
Kanton. Norðurherinn frá Peking,
eem er í bandalagi við Englend-
inga, var þá um hríð sigursæll.
En hitt var talið skifta mestu að
svo leit út sem um mikla innri
misklíð væri að ræða í hóp sjálf-
stæðismannanna svo að jafnvel
var búist við að þeir bærust á
banaspjótum sín í milli. Annars-
vegar voru hinir kínversku
Kommúnistar, sem flutt höfðu
aðalaðsetur sitt frá Kanton til
Hankow, og voru í náinni sam-
vinnu við útsendara Rússastjóm-
ar og höfðu á hendi alla innri
stjóm í þeim hluta Kína sem
sjálfstæðismennimir höfðu á
valdi sínu — nálega öllu landinu
fyrir sunnan Yangtsekiang. Hins-
vegar var aðalhershöfðingi sjálf-
stæðismannanna, hinn sigursæli
Chiang-Kai-shek, sem hafði aðal
aðsetur sitt í Nanking og talið
var að væri orðinn svo fjandsam-
legur sínum gömlu samherjum í
Hankow og hann myndi snúa
hemum í gegn þeim, enda hefðu
Kommúnistamir í Hankow og að
sínu leyti lýst yfir að þeir teldu
hann afsettan frá herstjórninni.
Þvi var það fullkomlega gefið út,
fyrir mánuði síðan, að nú liði
ekki á löngu áður en þetta kín-
verska æfintýri væri úti; norður-
herinn ætti það aðeins eftir að
standa formlega yfir höfuðs-
vörðum hinna tvískiftu sjálf-
stæðismanna.
En nú er alveg það gagnstæða
uppi á teningunum. Kommúnista-
stjómin situr í Hankow, sterkari
en nokkru sinni áður, þó að Eng-
lendingar segðu fyrir mánuði
síðan að ekki væri hægt að semja
við þá stjóm sem ekkert vald
hefði. Enginn bardagi hefir orð-
ið milli hennar og hershöfðingj-
ans í Nanking, heldur en að-
staðan sú, að báðir þessar aðilar
berjast nú af fylsta krafti gegn
norðurhernum, og nú er það
norðurherinn sem hörfar undan
allsstaðar og sumsstaðar er hann
á fullum flótta. Og nú er ekki
talað um að bráðlega muni Han-
kow og Nanking falla í hendur
norðurhersins, heldijr er nú talið
að skamt geti verið þess að bíða
að Kantonherimir sameinaðir nái
Peking á vald sitt. Og loks er því
nú bætt við að hinn margumtal-
aði kristni hershöfðingi í Kína,
Feng-Yu-Hsiang, þrengi og að
norðurhemum og muni hjálpa til
að ráða niðurlögum hans. Það er
með öðrum orðum talið standa
nær nú en nokkru sinni áður að
Kínverjar standi sameinaðir gegn
útlendingunum. —
Merkilegt er það er svo gjör-
andstæðar fregnir berast frá
sama landi á stuttum fresti og
mun það mála sannast að erfitt
sé að gera sér fulla grein fyrir
því, sem gerist í Kína. En eftir
mjög áreiðanlegu Kaupmanna-
hafnarblaði er það sagt. sem hér
að framan greinir.
-o-
Fjárhagsvoðinn.
Landið er sokkið í botnlausar
skuldir. Stöðugur tekjuhalli á at-
vinnurekstrinum. Hallæri af
mannavöldum, sem enginn sér
fyrir endann á, er skollið yfir
þjóðina.
Þetta hallæri hefir komið fram
í tveim bylgjum. Sú hin fym var
tekjuhalli fjárlaganna frá 1917—-
23. Hin síðari era hinar gegndar-
lausu lántökur síðan 1926. Síð-
ari voðinn er verri hinum fyrri.
Til að íhaldsmenn efist ekki um
að þessi skoðun sé því miður of
rökstudd skulu rakin hér eftir
Mbl. frá 14. febr. 1924 ummæli
Jóns Þorl. um fjármálastjórnina
hjá Jóni heitnum Magnússyni frá
1917—1922.
Það er alt af sama sagan, að
frátöldu einu ári. Alt af tekju-
halli sem skiftir miljónum. Hall-
inn skiftist þannig á hin ein-
stöku ár meðan Jón M. stýrði
ráðuneytinu.
1917. Tæpar tvær milj. króna.
1918. Tvær og hálf milj. króna.
1920. Tvær miljónir og tvö
hundruð þúsund.
1921. Tvær miljónir og sex
hundrað þúsund.
1922. Tvær miljónir og sex
hundruð þúsund.
Á þessum árum komust tekjur
ríkissjóðs hæst upp í 10 miljónir
1920, en smáminkuðu svo, þannig
að á síðustu fjárlögunum sem
Jón M. boinlínis tók við, voru
tekjumar ekki nema á 9. miljón.
Áður en Jón M. og M. G. hrökluð-
ust frá völdum 1922 höfðu þeir
mótað síðustu tekjuhallafjárlög-
in fyrir 1923, og hefðu verið af-
arglaðir að mega vera þá við
.stjóm líka. Þeir bera þess vegna
sinn fulla skerf af ábyrgðinni á
þeim fjárlögum líka.
Viðrétting kom engin á málið
fyr en Tr. Þ. skrifaði um fjár-
aukalögin miklu. Upp úr því
spruttu svo þau tvenn tekjuauka-
lög á þinginu 1924, sem, þar sem
andstæðingar íhaldsins bentu á
þá leið, sem farin var til að ná
inn nógu háum sköttum til að fá
jöfnuð á fjárlögin.
Það er hægt að undrast rósemi
Jóns M. að sitja og vilja sitja ár
eftir ár og horfa aðgerðalaus á
árlegan miljónahalla hlaðast upp.
Skyldi honum aldrei hafa skilist,
að hann var að sökkva þjóðar-
skútunni. Jón Þorl. var samherji
J. M. og mjög nátengdur. Ekki
sá hann betur. Aldrei varð vart
við að hann gæfi nafna sínum
nein bjargráð. Hann sýnist hafa
sofið værum svefni, þar til grein-
ar Tímans um fjáraukalögin
vöktu alla. B. Kr. tók rólega
móti fyrstu tekjuhallafjárlögun-
um. Magnús Guðm. var sem fjár-
málaráðherra riðinn við öll tekju-
; hallalögin 20, 21, 22 og 23, að
| því leyti að hann bar hin síðustu
fram og tók glaður þátt í að út-
búa þau eins og hin fyrri. Jón
Þorl. sagði að eftirmenn Jóns M.
verðskulduðu ekki tekjuhallalaus
fjárlög.
Upp úr tekjuhalla ríkisins rís
svo tekjuhalli atvinnuveganna.
Magnús Guðm. tekur fyrst 3
miljóna innanlandslán 1920 í
eyðsluna. Síðan tekur hann 10
miljónirnar í Englandi með 7%
og 15% afföllum og mátti ekki
i. borga upp í 10 ár. Þetta lán
i, segir M. G. nú í blaði sínu að
hafi orðið stórgróða fyrirtæki.
En það sökk raunar í áður skap-
aða skuldahít. Magnús hafði í
þinginu barist á móti lántöku
i þessari, en er til kom kúguðu
spekúlantamir hann. Islandsbanki
| gat ekki yfirfært að heldur. Hjá
honum settust þá fastai' 6 miljón-
: ir ísl. við póstsjóð Dana*). Alt
fór það í sömu gjá og enska lán-
i ið. Landsbankinn gat ekki ann-
ast öll skifti út á við nema með
! nýju láni 4—5 milj. frá 1921.
I Magnús G. skrifar upp á það
fyrir landsins hönd. Þyngsli
| tekjuhallans í atvinnurekstrinum
| lentu nú mest á Landsbankanum,
eftir því sem hinn færði saman
kvíarnar. Árið 1924 fær Lands-
bankinn sitt 4 miljóna lán til 20
ára í Englandi, með ríkisábyrgð.
Góðærið og mikli aflinn kom þá,
en samt dugði hvorki hann eða
öll þessi miklu lán. í vetur undir-
býr Jón Þorl. nýja lántöku, 9
miljónir. Landsbankinn átti þá 4
milj. erlendis af óeyddu fjár-
magni, er hann réð yfir. Hann
var í engri bráðri hættu. Sam-
dráttur lánsfjár hans í Dan-
mörku gat í mesta lagi orðið 1
til 2 milj. — Isl.b. bað um tvær
milj. og fékk eina undir eins fyr-
ir atbeina Jóns Þorl. — Vafasamt
er hvort Landsbankinn þurfti
nokkurt lán, vegna sinna við-
skifta, síst 9 milj. — En Jón
Þorl. heimtaði að lánið væri svona
hátt, ekki krónu minna. Hann
mun væntanlega hafa séð fram á
nógu mikla þörf, að halda krón-
unni uppi yfir hrundu atvinnu-
lífi.
1 löndum með verðfasta pen-
inga er það vani, að veðlánsstofn-
anir geta selt verðbréf sín sjálf-
ar. Dönsku lánsfélögin hafa feng-
ið mörg hundruð miljónir á þann
hátt án aðstoðar ríkisvaldsins. En
Jóni Þorl. fer öðruvísi. Hann
tekur ríkislán handa veðdeildinni,
enda er frjáls sala á veðdeildar-
bréfum óhugsandi erlendis meðan
myntin er svífandi. Þær tæpar 8
milj. sem Jón Þorl. er búinn að
taka erlendis eða er að taka í
fasteignalán hér hefðu betur
verið fengnar með sölu verðbréfa
utan við ríkisvaldið. En slík leið
er óhugsandi vegna þess að krón-
an er ekki föst.
Þjóðin er nú að sligast undir
þessari glæsilegu(!) fjárstjórn.
Skattarnir sem hafa að nokkru
gengið til að endurborga hina
miklu ríkisskuld sem safnaðist
aðallega í tíð Jóns M., eru ekki
nema að nokkru leyti á framleiðsl-
unni. Þeir era að miklu leyti
orðnir að verslunarskuldum þegar
tollvaran er keypt, en verslunar-
skuldirnar lenda á bönkunum. Til
að geta hjálpað versluninni er
svo tekið hvert stórlánið af öðru
með ríkisábyrgð, og síðast heimt-
aði Jón Þ. að það væri 9 milj.
Fylgismenn hans segja að mikið
af því sé óeytt enn. Því áður
mun Jón hafa barist fyrir að lán-
ið væri svona hátt, að hann hefir
talið eyðsluþörfina næga í náinni
framtíð.
Ekki bætir það aðstöðuna að
Jón Þ. ætlaði að taka þetta lán
bak við þingið, án þess að það
vissi. En úr því það tókst ekki
vildi hann samt leyna kjósendur
upphæðinni.
Því miður er þessi stóra lán-
*) Ennfremur hafði fsl.b. í vetur
j 5 milj. lausaskuld erlendis.
taka ekki leikur. Hún er spor í
áframhaldi af fyrstu tekjuhalla-
fjái'lögunum sem B. Kr. tók við
1917, með nálega 2 miljónum.
Höfuðástæðan til þess að íhald-
ið á að falla nú við kosningamar
er hin gegndarlausa fjársóun, al-
gerð vöntun á yfirliti um þjóðai-
búskapinn og fullkomið kæra-
leysi um framtíðina. Allir eyðslu-
sömustu þættir þjóðlífsins sam-
einast í íhaldsflokknum. Hann er
þrautavígi þeirra. Þar hefir
hvergi enn bólað á kjai’ki til að
benda á að eyðslulánin leiða þjóð-
ina beint út í glötun og kúgun.
J. J.
----o-----
M. Guðm. og Jón Þorl. láta
hæla sér fyrir framgöngu í kjöt-
tollsmálinu og Spánarsamningn-
um. Einkum þykjast þeir hafa
staðið sig vel vegna bændanna.
Sá var fyrst munur í þeim
málum, að þegar Spánvérjar hót-
uðu verslunarstríði, ef bannið
lifði, þá létu Mbl.-menn strax
undan. Mbl. heimtaði að bannið
væri afnumið og fylgilið þess tók
undir. Svo mikið lá á, að ekki
tnátti bera það undir þjóðina með
atkvæðagreiðslu. Gunnar Egil-
son, mesti fjandmaður bannlag-
anna, var sendur til Spánar af
Jóni M. og M. G. til að sannfæra
Spánverja um gildi og réttmæti
bannlaganna.
Um tillögur Jóns Guðnasonar
og Ingvars Pálmasonar í vínmál-
unum, sem íhaldið feldi í vetur,
er það nýtt að segja, að Jónas
Kr. hafði skriflega heitið þeim
fylgi í haust við stjóm reglunn-
ar. Auk þess hafa íhaldsmenn 1
Goodtemplar-reglunni gert lands-
stjórnina ómerka að illindum
hennar móti fi'v. um ölvan em-
bættismanna og tillögum sr. Jóns
og Ingvars. Aðalfundur Góðtempl-
ai’a tók algerlega í strenginn í
áfengismálinu með Fi’amsókn, en
móti íhaldinu. Og meir en helm-
ingur fundarmanna mun hafa
verið íhaldsmenn. Verri snoppung
gat íhaldsflokkurinn á þingi tæp-
lega fengið, eftir frammistöðu
sína í bannmálinu.
Um kjöttollinn ætti íhaldið
sem minst að tala. Tíminn sótti
þar á, íhaldið og blöð þess sváfu.
Almannadómui’inn safnaðist um
stefnu tímans. íhaldið vildi enga
rnenn senda héðan að heiman til
samninganna, vildi láta sam-
þykkja fyrirfram að láta enga
tilslökun koma um síldveiðina
móti lækkun tolls. Ef Framsókn
hefði ekki sótt svo haii; fram í
málinu myndi íhaldið hafa marg-
sinnis fómað hagsmunum bænda
fyrir gróðavonir síldannanna.
Tr. Þ. stakk fyrstur upp á að
útgerðin bætti bændum upp toll-
inn, þar sem hann var vitanlega
svar við fiskiveiðalöggjöfinni.
Síðar bergmálaði ólafur Thórs
þessa till. eftir að séð var að ekki
þuxfti að framkvæma hana.
En hvemig hefði sjávarútveg-
ui’inn borið í áram eins og nú
ganga að endurborga bændurn
kjötið. Hvað segir Kveldúlfur nú?
I báðum þessum málum hefir
íhaldið sýnt blinda séi’dx’ægni.
J. J.
——o-------
l&9ld 09 ol&ýðuflieiinio
„íhaldsmenn semja i öllum löndum
stefnuskrár sínar þannig, að þær
gangi sem best í augu almennings.
því að á því veitur fylgið. þess vegna
segja þeir ekki: Við viljum enga
nýja vegi, ekki talsíma, ekki jám-
brautir, ekki hafnir, kærum okkur
ckki um alþýðuskóla o. s. frv. Ef
þeir segðu það, fengju þeir sem sé
lítið fylgi. þeir segja aðeins sem svo:
Við viljum fara sparlega með iands-
fé, við viljum styðja gætilega fjár
málastefnu, við viljum ekki hleypa
okkur í skuldir. þeir vita það ofur-
vel, að ef þeir geta passað, að þjóð-
in komist ekki i landssjóðinn, þá
frer þjóðin hvorki alþýðuskóla, hafn-
ir, járnbrautir eða annað slíkt, sem
liún telur sig þurfa, en þeir íhalds-
mennirnir halda að hún geti án ver-
ið. það eru venjulega hinir efnaðri
borgarar í hverju þjóðfélagi, sem
fylla íhaldsflokkinn, þeir eru ánægð-
ir með sinn hag og finna þess vegna
ekki, að þörf sé breytinga eða bóta á
liag þjóðarinnar, og vilja ekki láta
; beimta af sér skatta í því skyni.
Framfara- og umbótaflokkana skipa
aftur þeir efnalitlu, sem finnaaðþjóð-
félagið þarf að gera margt og mikið
til þess að bæta liífsskilyrði alþýð-
unnar, sömu stefnu fylgja og þeir
meðal efnaðri manna, sem einbJína
ekki á sina eigin pyngju, heldur
liafa hag þjóðarinnar í heild fyrir
augum...........
þetta er eymamark í’eglulegs aftur-
| lialdsflokks, hverju nafni, sem hann
kýs að nefna sig, vantrú á landinu,
að það svari arði, ef synir þess vilja
kosta upp á að hlynna að því, og
vantrú á þjóðinni, að hún sé fær
um að nota sér þær lyftistengur, á
| leiðinni til hagsældar og sjálfstæðis,
! sem aflmestar hafa re.ynst annars-
| staðar".
(Jón þorláksson í Lögréttu 10.
tbl. 1908).
Jón Þorláksson, forsætisráð-
herra og foi’ingi íhaldsmanna,
hefir tvisvar dregið upp mynd af
íhaldinu og stefnu þess. I fyrra
skiftið, 1908, hoi’fði listamaður-
inn á fyrinnyndina augliti til
auglitis og teiknaði hvem di’átt í
andliti „Medúsahöfuðsins“ ágæt-
lega skýrt, greinilega og óhlut-
drægt. Myndin sem hann gaf
þjóðinni þá af íhaldinu var ódauð-
legt listaverk. En það virðist að
Jón Þoi’láksson hafi horft helst
til lengi og fast á „Medúsuhöf-
uðið“. Skömmu síðar fengu
stjómmálaskoðanir hans að stein-
renna smátt og smátt. Nú er
er hann oi’ðinn fullkomlega jám-
kaldur steingei’ður íhaldsmaður
fyxir möi’gum árum.
I fyrra vildi listamaðurinn J.
Þ. mála nýja mynd af íhaldinu,
sem væri í betra samræmi við
þai’fir flokksins og þó líkur til að
alþýða tæki gilda og góða. En
myndin í „Eimi’eiðinni“ hefir al-
veg mistekist. Sú tilraun ,varð
spémynd af baksvip hans sjálfs
eins og hann vill líta út í augum
þein-a er aftastir standa í fylking
hans.
En Jóni Þoi’lákssyni hefir tek-
ist annað. Hann hefir blásið lif-
andi anda í nasir listaverksins frá
1908. Hann hefir gjörsamlega
saxmað að lýsing hans á íhaldinu
þá væri rétt. Hann hefir þrætt
nákvæmlega íhaldsstefnuna, eins
Framh. á 4. aíðu.