Tíminn - 18.06.1927, Blaðsíða 4
108
TlMIlfN
Framh. af 1. síflu.
og hann lýsti henni 1908. Hann
hefir í heilt kjörtímabil fram-
kvæmt íhaldstefnu á þjóð sinni.
Þetta má sanna í löngu máli,
sýna hvemig íhaldsmenn hafa á
öllum sviðum kostað kapps um að
„færa myndina“ frá 1908 „út í
lífið“, eins og þeir segja í Reykjív-
vík.
En hér mun eg þó aðeins víkja
að einu, sem að vísu snertir alla
alþýðu landsins, en okkur Þing-
eyinga þó sérstaklega.
J. Þ. segir 1908 að íhaldsmenn
vilji ekki styðja mentun alþýðu.
En þessu verði þeir að halda
leyndu til að afla sér kjörfylgis.
Aðrar ástæður en mótþróinn gegn
alþýðufræðslunni verði að koma
fram á yfirborðinu.
J. Þ. og sporgöngumenn hans
hafa lagt sérstaklega mikla alúð
við að gera þessa drætti lista-
verksins frá 1908 lifandi. Þeir
vita sjálfir vel að íhaldsflokkur-
inn er stéttasamband langskóla-
manna og hinnar fámennu stétt-
ar, sem ræður yfir meginhlutan-
um af fjármagni landsins. En
þessu verður að leyna eins og
fleiru í aðalstefnunni (sbr. J. Þ.
1908). Þeim nægir ekki til valda-
gengis flokkur sá sem stefnir upp
í fjárráðastéttir (búðarlokur og
braskarar), eða háskólagegnir ör-
eigar, og efnaðasti hluti mið-
stéttar, sem þeim fylgir af ein-
lægni. Til þess að ná meirihl. og
halda honum þurfa allir íhalds-
flokkar vel að búa þá þjóðlygi að
þeir hugsi meir um þjóðarheill
en stéttarheill. Þessu þurfa þeir
að fá alþýðu til að trúa. Frh.
Jón Sigurðsson
frá Ystafelli.
P.W.Jacobsen&Sön
Timburverslun.
Símnefni: öranfuru.
Stofnað 1824.
Carl Lundsgade
Köbenhavn
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfarmu i'rá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir.
Eik og sfni i þilfar til skipa.
iL.-ílj
„Þessi maður“.
íhaldið var að halda fund um
framboðið fyrir skömmu. Það er
farið að bresta í böndunum.
Hagsmunir eyðslustéttanna í bæj-
unum eru farnir að rekast á, og
það svo um munar.
Lárus Jóhannesson hafði geng-
ið um bæinn til að afla sér og
Hjalta vini sínum meðmæla.
Báðir vilja á þing. Báðir eiga
erfitt með að klifra upp Eldeyj-
arhamar kosninganna.
Fundurinn byrjar. Árni Pálsson
ræðst með hörku á íhaldið, vegna
embættismanna. Hann lýsir sem
satt er, hversu verklýðsfélag em-
bættismanna hefir staðið „eins
og múr“ með stjórninni. Ámi
veit að kaupmennimir og útvegs-
mennimir hafa fengið mörg
hlunnindi hjá stjóminni. „Verka-
lýður landsins" hefir vonað að
röðin kæmi að sér. í stað þess
verður hagur embættismanna
verri með hverju missiri.
Magnús dócent reynir að af-
saka stjómina. Það er ekki gam-
an að hækka launin rétt fyrir
kosningar. Hann segir ekki hvað
gera mætti eftir kosningar. Hann
lætur þá háttvirtu giska á 'hvað
gera mætti með Ólafi Thors og
Bimi, Einari Amórs, Einari og
Björgvin, Jóni Kjartans og Páli
Sveinssyni, Hólmaprestinum, Jó-
hannesi, Áma, sýslumönnum Ey-
firðinga og Þingeyinga, læknin-
um á Dalvík, Líndal, M. Guðm.,
Þórami og Leví, prestinum á
Rafnseyri, prestinum í Hvammi,
lækninum í ólafsvík og nokkmm
viljalausum skjólstæðingum odd-
borgaranna.
Meðan Magnús gefur vonir um
launahækkun handa verkafólki
landssjóðs situr Ámi úti 1 homi
\ og tautar fyrir munni sér: „Það
er kanske mannlegt. En ekki er
það mikilmannlegt“.
Lárus Jóhannesson kemur í
pontuna. Hann barmar sér yfir
meðferðinni á föður sínum bæj-
arfógetanum. Hann sé gömul
stytta flokksins. Nú sé honum
att út á Seyðisfirði þar sem gera
megi ráð fyrir að hann falli. 1
stað þess ætti að setja hann
efstan á lista í Reykjavík. Með
sonai'legri viðkvæmni gefur hann
Jóni Ól. spark fyrir verslunar-
brask og sendir dócent vel lag-
aðar ( hnútur. Einar Amórsson
ræðst á blöðin, Mogga og fylgi-
kálfana. Þau séu ónýt að skamm-
ast. Þau verði að herða sig og
skilja ekki eftir hvítan díl á and-
stæðingunum fram yfir kosning-
ar. Kristján reynir að afsaka sig.
Hinir þegja.
Jóhannes rýfur þögn sem orð-
in er óþægileg. Hann segir að
„þessi rnaður" (Lárus sonur
hans) fari villur vegar. Hann
sé gamall maður. Hann sé til með
að hætta ef stríðslukkan bili fyr-
ir austan. Hann fari út í stríðið
fyrir sinn kæra flokk, en ekki af
neinni fordild eða valdalöngun.
Ekki var heldur að heyra, að
brennandi áhugamál þyngdu á
þessum verkamanni landssjóðs.
Að lokum gat hann þess, að í-
haldið hefði verið sér gott, boðið
sér vegtyllur sem hann hefði
ekki þegið, sett sig í trúnaðar-
stöður. Hann væri ánægður.
„Þessi maður“ hefði misskilið að-
stöðu sína.
Ámi á Höfðahólum og nokkrir
aðrir íhaldsmenn létu í ljósi skoð-
i un sína í gremjublöndnum tón.
Engin niðurstaða fékst. Ihaldið
skyldi með þeirri tilfinningu að
kjötkatlar landsins væru of fáir.
Fleirum þyrfti að koma að stað-
góðu launuðu starfi.
Vonandi rætist vilyrði Magn-
úsar dócents. Eftir kosningamar
má hækka tollana, hækka launin,
fjölga embættunum. Káinn.
Kð tiast kiiMH spiðtin
Sig. Eggerz myndaði fordæmi.
Hann fann engan verðugri sér til
að taka þátt í stjórn Islands-
banka. Þess vegna lofaði hann
Jóni ekki að veita starfið. Nú bú-
ast eftirmenn Sigurðar, M. G. og
Jóns Þorl. við að svo geti farið,
að þeir verði að hröklast frá
stjórn. I aðra röndina mun þeim
ægja við að eiga að sitja við
stýrið, þegar verstu afleiðingar
þess hallæris, þem þeir hafa bú-
ið til, skella á. Kunnugir telja að
þá ætli þessir tveir menn að
hreiðra um sig eftir föngum.
Þess vegna sé símstjórastaðan
ekki veitt. En Jón .ætli að veita
sér sjálfum forsæti í bankaráði
Landsbankans.
„Gleðilegt er þegar slík æfintýri
gerast með þjóð vorri“.
' Melan.
Frambióðendur
og þingmenn Mbl.
Þessir eru „verkamenn lands-
ins“: M. dócent, Einar Amórs-
son, Björgvin, Páll Sveinsson,
Jóh. Jóh., Ámi, Pétur Zóphónías-
son, Steingrímur Jónsson, Sigur-
jón læknir, M. Guðm., Jónas
Kristj., Bjöm símstjóri, sr. Sigur-
geir, sr. Böðvar, sr. Ásgeir, Stein-
sen. Kaupmenn og spekúlantar:
Jón Þorl., Ól. Thórs, B. Kr., Lín-
dal, Jón Ólafsson, Jón Kjai'tans-
son, Sig.. Ai’ngrímsson, Jóhann
Eyjólfsson, Léví, Jón Auðunn. Þá
koma fáeinir bændur, flestir eða
allir á stöðum þar sem þeir em
líklegir að falla: Valdimar, Skúli,
Einar, Þorsteinn, Gísli, Sigurjón
(líka socialisti), Jón, Þórarinn,
Ottesen, Hákon.
Af grein sr. E. Albertssonar má
sjá hvernig J.Þ. sparkaði bændum
frá áhriifum, enda er auðséð, að
bændur eiga ekki erindi í flokk
þennan nema sem eyðufylling við
vonlausu virkin.
Bóndi úr Amessýslu vék því að
einum þessum frabjóðanda á
fundi þar á dögunum, að það væri
undarlegt að sjá hann, sem væri
alinn upp við harðrétti þar í sýsl-
unni við bændakjör ganga nú í
lið með andstæðingum sveitanna
og reyna að véla bændur til að
fela andstæðingum að fara með
umboð sín.
Langmest ber í þessum hóp á
launamönnum landssjóðs. Magnús
dócent sagði stéttarbræðrum
sínum að ekki væri gaman að
hækka embættislaunin rétt fyrir
kosningamar. Einar Amórsson
réð embættismönnum í Rvík, sem
heimtuðu launahækkun frá að
mynda sérstakan flokk. Hann
yrði of lítill til að koma fram
kröfum þeirra. Betra væri að
koma sér inn í íhaldsflokkinn.
Annar launamaður í Rvík, sem
óvægur vildi á þing, sagði á sama
fundi að starfsmenn landsins í
Rvík hefðu staðið eins og múr
með stjóminni.
Launamennirnir vilja sjúga í
sig landssjóðinn. Stórútgerðin
dregur vinnuaflið til sín úr bygð-
unum, og féð úr bönkunum —
en nær þó alloft ekki í að vera
fær til skattgreiðslu.
Eiga þessir menn erindi á
þing? J. J.
----o----
ijOlir
Með hinni gömlu, viðurkendu
og ágætu gæðavöru
Herkulesþakpappa
sem framleidd er á verksmiðju
vorri „Dortheasminde11 frá því
1896 — þ. e. í 30 ár — hafa
nú verið þaktir í Danmörku og
Islandi.
ca. 30 milj. fermetra þaka.
Fæsf alstadar á Eslandi.
Hiutaféiagið
IIiIék fairier
Köbenltavn K.
í síðasta blaði benti eg á að
allir ritstjórar íhaldsins væru
hugsjóna og þekkingarsnauðir, og
að enginn þeirra hefði beitt sér
fyrir neinu umbótamáli. Dæmi
voru tekin um hin mörgu
stóru, almennu umbótamál,
sem ritstjórar samvinnublaðanna
hefðu unnið að. Ihaldsblöðin hafa
ekki getað hrakið þessa tvöföldu
staðreynd. Með þögn hafa rit-
stjórar íhaldsins orðið að játa að
á 4 undanförnum árum hafa þeir
ekki barist fyrir einu einasta um-
bótamáli.
Gott sýnishorn er Valtýr. Fað-
ir hans beitti sér mjög fyrir að
Akureyrarskólinn yrði gerður að
sjálfstæðum mentaskóla, en vann
ekki á hinu heimska, eigingjama
Rvíkurvaldi. Valtýr vill vera með
máli föður síns, en þorir ekki —
fyrir húsbændunum. Nýlega seg-
ir hann að Framsókn tefji málið
með kröfu um prófrétt. Betra að
heimta fullkominn skóla. En hann
gleymir að Framsókn hefir tvis-
var beitt sér fyrir málinu í frv.
formi, en íhaldið eytt því. Val-
týr hafði þá ekki lagt minsta
liðsyrði. Ekki einu sinni fengið
meðritstjóra sinn til að vera mál-
inu hlyntur. Svo segir hann að
málið sé tafið með kröfum um
prófrétt, sem er nálega kostnaðar-
laust úrrræði, en flokksmenn Val-
týs fella samt.
Blöðin eiga að brjóta leið
gagnlegum umbótum. En íhalds-
blöðin hafa brugðist skyldu þeirri
gersamlega. Þess vegna óttast
þau nú dóm kjósenda. Sök blað-
anna er sök flokksins. Framkoma
V. iSt. í áhugamáli föður síns,
sem hann vill þó styðja, er gott
dæmi um hvemig .flokkurinn hef-
ir troðið hann undir sig. J. J.
Framboðsfundir.
Mjög hafa íhaldinu gengið á
móti fundir þeir sem frétt er af.
Við Ölfusárbrú var frammistaða
íhaldsframbjóðandanna svo dauf,
sljó og lakleg, að öllum er til
heyrðu var ljós hver dómur kjós-
enda yrði um þá 9. júlí. Sama er
að frétta úr Mýrasýslu. Jóhann
gamli Eyjólfsson var lítt að sér í
málunum, talaði yfirleitt á þann
veg, sem gömlum mönnum verður
á á hnignunarskeiðinu. Aftur er
rómuð mjög framkoma Bjama
Ásgeirssonar. Er maður sá á
besta aldri, glæsilegur, vel viti
borinn og áhugasamur. Hann tal-
ar svo vel að jafnvel andstæðing-
ar hans hrifust með.
Kunnugur.
H.f. Jón Sigmundsaon & Cc
Millur
og alt til upphluts
sérlega ódýrt.
Skúfholk&r
úr gulli og silfri.
Sent með póstkröfu
út um land ef óskað er.
Jón Sigmundsson gullsmiflnr.
Sími 388. — Laugaveg 8.
Maltöl
Bajerslct öl
Pilsner
Best. — Odýrast.
Innlent.
J
Þrjár kýr og
ALFA-to4L
skilvilda eru þyngri á metunum
en fjórar kýr án skilvindu.
ALFA-LAVAL skilur engan
rjóma eftir í undanrennunni; það
er því gróðavænlegra að kaupa
ALFA-LAVAL skilvindu en að
bæta við sig fjórðu kúnni.
Snúið yður til Sambandskaup-
félaganna, sem gefur yður allar
nánari upplýsingar.
Samband IsL Samvinnufélaga.
TILKYNNING.
Sendi þeim er þess óska alt
efni til gummiskóviðgerðar gegn
póstkröfu, hvert á land sem er.
Verðlisti og leiðarvísir ókeypis.
Þórarinn Kjartansson
Laugaveg 76. Rvík.
Þingmálafundur í Borgarnesi.
S. 1. sunnudag héldu frambjóð-
endur í Mýrasýslu fund með kjós-
endum í Borgamesi. Fundurinn
var mjög fjölsóttur og stóð frá
kl. rúml. 3 e. h. fram yfir mið-
nætti. Auk frambjóðendanna
Bjama Ásgeirssonar og Jóhaxms
Eyjólfssonar tóku þessir til máls:
Af hálfu Framsóknarflokksins
Hervald Bjömsson skólastjóri,
Steingrímur Steinþórsson kenn-
ari og Vigfús Guðmundsson gisti-
hússtjóri. Af hálfu íhaldsflokks-
ins Guðm. Jóhannsson Eyjólfs-
sonar kaupm. í Rvík, Magnús
Jónsson gjaldkeri og Stefán
Björsson, Borgamesi. — Aðalfor-
kólfar Ihaldsins í Borgamesi,
sýslumaðurinn og læknirinn sátu
þegjandi hjá og horfðu í gaupnir
sér. — Tvo fundi aðra héldu þeir
í sýslunni. ,
Finnbogi G. Lárusson er fluttur
frá Búðum, þar sem hann hefir
lengi búið og til Ólafsvíkur. Hef-
ir þar síma nr. 4.
Ásgeir Ásgeirsson fór í gær
vestur í kjördæmi sitt til funda-
halda. — Jónas Jónsson er í dag
staddur á kosningafundi fram-
bjóðenda í Vestur-Skaftafells-
sýslu í Vík í Mýrdal.
-----o----
Ritatjóri Tryggvi Þórhallason.
Prentamiðjan Acta.