Tíminn - 02.07.1927, Qupperneq 1

Tíminn - 02.07.1927, Qupperneq 1
©jaíbfert og afgrei&sluma&ur C i m a n s er XannDeig o r s t e i n s öóttir, Sambanösþúsinu, Heyfjapíf. iS.fgreibsía Cimans er t Samban&síjúsinu. ©pin ðaglega 9—(2 f. I}. Stmi 496. XL ár. Utanúrheimi. Frá Noregi. Margt hefir löngum verið líkt með okkur og frændunum í Nor- egi, og svo er það enn. Afar- miklir erfiðleikar eru þar í landi um allan atvinnurekstur, bæði til sjávar og sveita, eins og hér. Og höfuðástæðan til kreppunnar er hin sama og hér: ör og forsjár- laus hækkun peninganna. Hafa Norðmenn orðið enn harðara úti en við íslendingar í þessu efni, því að hækkunin hefir orðið enn örari þar. Fjármála- og stjóm- málamenn þeirra vildu hindra hækkunina, en þá brast þrek til að gera fullnægjandi ráðstafanir til þess. Því urðu Norðmenn leik- soppur í hendi erlendra fjár- plógsmanna sem fluttu stórfé til iandsins í bili til þess að hækka krónuna. Græddu þeir stórkost- lega á hækkuninni og fluttu svo peninga sína burt aftur. En at- vinnulífið í Noregi liggur eftir í rústum og hvergi rofar til. Bændablaðið norska „Nation- en“, barðist á móti hækkuninni mjög harðlega. Hefir sumum hér á landi þótt Tíminn sækja það mál af miklu kappi, að verðfesta peningana. Bændablaðið norska hefir í því efni kveðið enn fastar að orði. Og þá hefir blaðið ekki síður dregið upp skýrar myndir af því hverjar afleiðingamar hafa orðið fyrir landbúnaðinn. Vofir nú yfir gengishmn í Noregi, hvað sem verður. Fyrir forgöngu bændaflokksins norska hefir nýlega fengist lög- leidd tolllagabreyting sem veitir bændunum nokkra tollvemd. Gengur sú alda yfir löndin sem reynt hafa að hækka peningana, og t. d. í Danmörku er nú lík- legast að vemdartollar fyrir iðn- aðinn valdi þar stjómarskiftum. Bændumir norsku fagna þess- ari tolllagabreytingu og vona, og vita reyndar fyrir, að hún hefir í för með sér nokkuð bætta sölu- möguleika innanlands. En erfið- leikarnir era svo miklir að menn óttast að þessi hj álp hrökkvi skamt. Er um þetta mjög ritað nú upp á síðk^stið, eins og lík- legt er, í bændablaðið norska, og er það mjög lærdómsríkt fyrir ís- lenska bændur hvað blaðið legg- ur höfuðáherslu á í þessu sam- bandi: Tolllagabreytingin er aðeins lítil byi’jun til þess að bjarga bændunum úr þeim miklu erfið- leikum sem gengishækkunin hef- ir leitt yfir þá, segir blaðið. Það sem mestu skiftir um að bæta fjárhagslega afkomu bændanna er aukinn samvinnufélagsskapur. í nágrannalöndunum, sem keppa við norsku bænduma um mark- aðinn, hefir samvinnufélagsskap- urinn náð meiri útbreiðslu en í Noregi. Hann hefir skapað þar stórum bætta aðstöðu. Norsku bændurnir hafa lært að vinna saman um að auka framleiðsluna, en það þarf meira til sem þeir hafa ekki lært. Þeir hafa ekki komið nægu skipulagi á afurða- söluna og heldur ekki á innkaup vara til búanna. Að dæmi ná- grannanna á að gjöra þetta með samvinnufélagsskap — og svo rekur blaðið í stórum dráttum á- stæðumar fyrir gagnsemi sam- vinnufélaganna, Vitað er að blaðið á fyrst og fremst við fyrirmyndina frá Dan- mörku. Er það hið mikla hrós- unarefni danskra bænda, að hafa náð mestri fullkomnun um sam- vinnufélagsskap bænda. Endurtekur sú saga sig æfin- lega, að allra helst þegar krepp- ir að, þá er það samvinnufélags- skapurinn sem er þrautalending- in. Og svo sem bændablaðið norska leggur slíka megináherslu á þýðingu samvinnufélagsskap- arins um að bjarga bændunum í Noregi — svo mættu þau orð og bergmála um sveitir íslands nú, þegar íslenskir bændur eiga við hina sömu erfiðleika að stríða fjárhagslega, sem auk þess era af sömu rótum rannir. ----o---- „Víðreísnín". „Viðreisn fjárhagsins“ var hið mikla viðfangsefni íhaldsstjóm- ar og flokks. Það hefir verið sýnt undanfarið hér í blaðinu hvemig sú viðreisn hefir tekist á ýmsum sviðum. Þó að mesta góðæri hafi yfir landið komið, í tíð núverandi stjórnar, sem þekst hefir á þess- ari öld, þá hefir svo sorglega til tekist' með fjármálastjómina, að ekki hafa íslendingar átt við eins örðuga fjárhagsafkomu að búa og nú, svo að mörgum árum skiftir. Og enn berast að eyrum mjög alvarlegar frásagnir um það hví- lík „viðreisnin“ er. Hagur og afkoma bankanna er vitanlega einn besti prófsteinn- inn á það hvað líður fjárhags- legri afkomu þjóðarinnar. Hagur þeirra er svo nátengdur hag at- vinnurekendanna, að raunveru- lega má segja að bankareikning- arnir segi einna best til um af- komu þjóðarinnar. Reikningar beggja bankanna eru að verða alþjóð heyrinkunnir. Hvaða birtu varpa þeir yfir „við- reisnina“ í fjármálastjóm I- haldsins ? Reikningur íslandsbanka fyrir liðið ár er kominn út fyrir nokkru í Danmörku. Ræða ný- komin dönsk blöð um hann og segja frá einstökum atriðum í honum. Eftir þeim heimildum (Berlinske Tidende 18. júní, kvöldblaðið) eru þær fregnir fluttar sem hér fara á eftir, því að ekki hefir sá er þetta skrifar átt kost á að sjá reikninginn. Allar tekjur íslandsbanka á ár- inu hafa numið ca. iy% milj. kr. Þegar frá hefir verið dreginn all- ur reksturskostnaður, og þar á meðal gengistap, tæpar 190 þús. kr., verða eftir rúmar 700 þús. krónur. Fyrir tapi á víxlum á árinu verður bankinn að afskrifa rúm- lega hálfa aðra miljón króna. Til þeirrar afskriftar gengur allur tekjuafgangurinn og það sem eftir var af varasjóði bankans. Ennfremur er þess getið að bankaeftirlitsmaðurinn hafi áætl- að að Islandsbanki hafi auk þess tapað 21/4 miljón króna. Á reikh- ingnum er þessi upphæð flutt á nýjan lið, sem kallaður er „Til jafnaðar“. „Eftir því á annað- hvort að vinna þessa upphæð upp síðar, eða að nota hlutaféð til að afskrifa hana; upphæð þess er 41/2 milj. kr.“ — segir Berlingur. 30. tbl. Reykjavík, 2. júlí 1927. / \ HERKULES- sl áttuvél ar eru smíðaðar úr völdu sænsku stáli. Greiðulengd Sy% og 4 fet. (Einnig stærri vélar). Vélamar eru með ýmsum nýtísku endurbótum, sem ekki era á öðrum vélum, t. d. stangarstilli, sem er gerður sér- staklega fyrir íslenska hesta og íslenska staðhætti. Leiðarvísir á íslensku. Varahlutabirgðir hjá okkur. Sambund ísl. samvinniífélaga. Dagana áður en þessi grein stóð í Rerlingi voru hlutabréf Is- landsbanka seld á kauphöllinni i Kaupmánnahöfn fyrir 25—28 kr. hvert 100» kr. bréf. Þrem dögum síðar (21. júní) era þau seld á 12—13 kr. hvert 100 kr. bréf. Síðan hefir ekki af því frést. Slíkri birtu kastar reikningu)- Islandsbanka yfir „viðreisnina“. Reikningur Landsbankans fyrir árið sem leið er að koma út þessa dagana. Og vitanlega liggur mönnum það alment enn meir á hjarta að fá fregnir af afkomu hans. Af reikningum undanfar- inna ára vita menn að Lands- bankinn hefir orðið að nota stór- kostlega mikið fé til þess að af- skrifa töp. Reikningur ársins sem leið er því miður ekki undantekning frá því. Landsbankinn hefir enn orð- ið að afskrifa mikil töp og hefir orðið að nota til þess nokkuð á aðra miljón króna. Og til þess að geta afskrifað þessi töp hefir Landsbankinn orðið að nota alt það fé sem hann átti eftir í vara- sjóði sínum. íhaldsmenniniir hrópa: Við höfum reist við fjárhaginn. Þess vegna á aftur að fela okkur fjár- málastjórn landsins nú við kosn- ingamar. Þetta eru orð og fullyrðingar. En hverjar eru staðreyndirnar? Hinar sorglegu staðreyndir flytja bankareikningarnir og þeir eru besti prófsteinninn á fjár- hagsafkomuna. Lifandi myndin af viðreisninni er sú,að báðir bankamir eru bún- ir að tapa svo miklu, að auk þess sem allur tekjuafgangur þeirra fer í töpin, þá hafa þeir nú báðir orðið að fóma öllum vai’asjóðum sínum. Um leið og hæst er hrópað um „viðreisn fjárhagsins" verða peningastofnanimar báðar að fórna öllu því sem dregið hefir verið saman í áratugi og lagt í varasjóð, — og eru nú báðir varasjóðslausir um það leyti sem þjóðin á að kveða dóminn upp yfir fjármálastjórn íhaldsflokks- ins. Því að það er opinber leyndar- dómur að ein helsta ástæðan til tapa bankanna og hrans atvinnu- veganna er sú gálausa gengis- hækkun peninganna, sem Ihalds- stjórnin og fjármálaráðherrann sérstaklega ber ábyrgð á, bæði lagalega og siðferðilega. Þessa spegilmynd af fjármála- ástandinu á Islandi nú kálla I- haldsmennimir „viðreisn fjár- hagsins“ eru kampakátir yfir og heimta traustsyfii’lýsingu þjóð- arinnar fyrir! En í ljósi bankareikninganna verður mér að segja: Forði forsjónin fósturjörðinni við því að nokkru sinni verði aftur framkvæmd „viðreisn“ í þessari mynd! ----o—•— frðmsóknarfokkirjnn og Reykjavík. Það hefir löngum verið sagt, að Framsóknarmenn væru and- stæðir kaupstöðum, og hugsuðu fyrst og fremst um hag bænda og á fundum í Reykjavík hefir Magnús Jónsson dósent altaf pré- dikað, að það væri háski fyrir land og lýð að Framsóknarmenn kæmust til valda. Þetta gaf mér ástæðu til þess að tala fáein orð á þingmálafundi í Reykjavík 30. júní 1927 í bamaskólagarðinum í Reykjavík. Eg skýrði í fám orðum frá stefnuskrá Framsóknai’flokksins. Eg talaði á þessa leið: Fyrsta atriðið á stefnuskrá okkar, er að rækta landið. Vér trúum ekki á sjávarútveginn ein- göngu, en viljum, að bændur í sveit og hin foma íslenska bændamenning sé þungamiðjan í menningarlífi íslendinga. Annað atriði á stefnuski’á okkar er áð bæta alþýðumentun. Vér Framsóknarmenn viljum koma á fót góðum alþýðuskólum víðsvegar um land. Vér viljum menta fólkið og treystum valdi þekkingar og lærdóms. Þá er aðalatriðið. Eftir árslok 1940 getur Alþingi Islendinga og ríkisþing Dana heimtað að „nýi sáttmáli" sé endurskoðaður. Vér Framsóknarmenn munum senni- lega allir, þegar þar að kemui’, greiða atkvæði með því, að við segjum að fullu ogy öllu skilið við Dani. En fyrst og fremst munum vér krefjast þess að vér séum andlega og efnalega færir um að verða algerlega sjálfstæð þjóð. Stefnuskrá Framsóknarflokks- ins er í stuttu máli: að gera landið betra og byggi- legra en það var áður, að gera fólkið betra og ment- aðra en það var áður, að vemda alt, sem er þjóðlegt og rammíslenskt. Vér viljum bæta landið og bæta fólkið. Vér erum Framsóknar- menn. HaJlgr. Hailgrímsson, mag. art., bókavörður. ----o---- Lars Eskeland sextugur. Ávarp til íslenskra nemenda hans og vina. Yður mun það öllum kunnugt, að vinur vor Lars Eskeland skóla- stjóri á Vörsi varð sextugur fyr- ir skömmu. Hefir staðið styr mikill um nafn hans undanfarin misseri út af trúarskoðunum hans, og hefir þeim málum lokið þannig, að Eskeland lætur nú af skólastjóm og hverfur frá skóla sínum, en Eysteinn sonur hans tekur við og heldur áfram starfi föður síns. Eigi mun þurfa að skýra yður frá, að nemendur Eskelands hafa staðið með honuxn mannjafnt í baráttu þessari, og vildu þeir fegnir styðja hann af öllu megni. Hafa þeir sýnt honum margvís- legan vott vináttu sixmar og trygðar á þessum erfiðustu stundum æfi hans. Einnig hér á landi hafa gamlir nemendur hans og vinir viljað sýna honum ein- hvern vott vináttu sinnar og þakklætis í tilefni af sextugs-af- mæli Eskelands. Hefir því verið efnt til samskota og honum verið send minningargjöf nokkur héð- an að heiman. Af vissum ástæð- um vai’ð þó gjöf þessi nokkuð síðbúin, og varð hún eigi send héðan fyr en 19. þ. m. Mun Guðmundur rithöfundur Hagalín hafa afhent Eskeland gjöfina í gær eða fyrradag, og borið hon- ,um kærar kveðjur og ámaðarósk- ir frá íslenskum nemendum og vinum. Minningargjöf þessi er bóka- hilla vönduð mjög og haglega gerð. Hefir Ríkarður Jónsson myndhöggvari teiknað hana og skorið af hugviti miklu og hag- leik. Kostar hillan með öllu full- ar 500 krónur. Er tilætlast, að allir ísl. nemendur Eskelands og vinir fái tækifæri til að leggja sinn skerf til samskota þessara, enda hefir því verið tekið með fögnuði miklum víðsvegar um land, og hafa þegar fjölda marg- ir gefið sig fram, óðar er þeir fréttu ávæning af tiltæki þessu. Skora eg nú á alla þá, er æskja að taka þátt í samskotum þess- umj að gefa sig fram við mig sem fyrst. Er búist við, að hlut- taka verði svo mikil, að eigi komi meira en 10—12 kr. á hvem. Verður Eskeland síðan send skrautrituð skrá með nöfnum allra gefenda. En sjálfir fá þeir góða ljósmynd af hillunni til kvittunar fyrir gjaldi sínu. Helgi Valtýsson, Pósthólf 533.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.