Tíminn - 02.07.1927, Page 4

Tíminn - 02.07.1927, Page 4
118 TlMINN sveitir, og koma bændum á rétt lag við nýræktarframkvæmdir“. Tillagan feld með öllum atky. gegn 2. 8. Kaupgjaldsmál: Fundurinn lýsir yfir, að hann telur 20 kr. kaup á viku handa kvenmanni og 35 kr. kaup á viku handa karlmanni, hvort- tveggja meðalkaup, hæfilegt eft- ir afurðaverði á þessum tíma. Samþykt. 9. Samþykt að veita búnaðar- félagi Hvammshrepps í Skafta- fellssýslu kr. 100,00 styrk til sjóðmyndunar í félaginu til stuðnings jarðrækt og ábui’ðar- hirðingu. 10. Skólamál: . „Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands vill enn sem fyrri beina þeirri áskorun til almenn- ings á Sambandssvæðinu, að vinna beri að því, að héraðsskóli Sunnlendinga verði reistur sem bráðast; að sýslurnar verði sam- an um skólann og því nauðsyn- legt að afstýra því, sem tillaga hefir komið fram um, að einstök sýsla hér á Suðurlandi einangri sig um stofnun héraðsskóla. Einnig leggur fundurinn áherslu á, að þess verði gætt frá önd- verðu, þegar skóhnn verður reist- ur, að nemendum, körlum og kon- um gefist kostur á að nema hin nauðsynlegustu handbrögð heim- ilanna“. Tillagan samþykt í einu hljóði. 11. Stjómarkosning: Úr stjóminni gengur í þetta sinn Dagur Brynjólfsson og er hann endurkosinn með 19 atkv. Sömuleiðis varamaður endur- kosinn Þorsteinn Þórarinsson með 11 atkv. og endurskoðunarmenn Magnús Jónsson Klausturhólum og Gunnl. Þorsteinsson Kiðja- bergi. Báðir endurkosnir í einu hljóði. Fleiri mál ekki til umræðu. Fundargerðin lesin upp og sam- þykt. Fundi slitið. Guðm. Þorbjarnarson. Dagur Brynjólfsson. ----o---- frá UnQinnÉliuni. Sambandsþing Ungmennafélag- anna, hið 7. í röðinni, var haldið hér í bænum úr miðjum f. m. Sóttu þaðl um 30 fulltrúar viðs- vegar að af landinu. Skipa nú sambandsstjóm: Kristján Karls- son barikaritari á Akureyri, sam- bandsstjóri, Guðmundur Jónsson hinn skurðhagi frá Mosdal, sam- bandsritari og Sigurður Greips- son, glímukappi frá Haukadal, sambandsféhirðir. — Ungmennafélagsskapurinn stendur enn með miklum blóma víðsvegar um land, einkum í sveitum og er þess að vænta, að hann Jfái nú aftur byr undir vængi. Því að vafalaust er það, að Ungmennafélögin hafa unnið mikið gagn. Sambandsþingið ber vott um vaxandi þrótt félaganna. Þrír helstu brautryðjendur fé- laganna voru kosnir heiðursfélag- ar: Jóhannes Jósefsson íþrótta- maður, Þórhallur Bjamai'son prentsmiðjustjóri og Helgi Val- týsson forstjóri. Nokkurra tillaga sem samþykt- ar voru, verður getið hér á eftir. I bindindismálinu vom sam- þyktar tvær tillögur, báðar í einu hljóði, sem bera gleðilegan vott um festu félaganna og trygð við þaðmál. „Skorar þingið á öll félög inn- an Sambandsins að hefja nýja sókn í bindindismálinu og láta ekkert undir höfuð leggjast, sem miða má til þess að útrýma allri vínnautn úr landinu. Sérstaka áherslu skulu félögin leggja á það, að hafa sjálf hrein- an skjöld í þessu máli, eins og öllum öðrum málum sem þau snerta. — Þingið skorar enn- fremur á Sambandsstjóm, að hlutast til um að fyrirlestrastarf- seriii Sambandsins miði að því, að fræða og hvetja til framsókn- ar í bindindismálinu og á allan hátt styðja að efhng þess“. „Samband U. M. F. I. heldur fast við bindindisheitið í skuld- binding sinni, þar sem brot á því er annaðtveggja, brot á landslög- um eða undirgefni undir kúgun- artilraunir annai’ar þjóðar og því algert brot á þjóðræknislegum viðreisnargrundvelli U. M. F. í“. Þá á að leggja mikla rækt við Þrastaskóg, sem Tryggvi Gunn- arsson gaf félögunum: bæta enn girðinguna, slétta rjóðrið hjá Tryggvatré og gera gangstígi um skóginn; safna í skóginn og gróðursetja þar sem flestar inn- lendar jurtir; og reyna að láta vinna að þessu í sjálfboðavinnu félagsmanna. Mikið var rætt um Alþingishá- tíðina 1930 og lögð áhersla á að yfir henni hvíldi sem þjóðlegast- ur blær. Meðal þeirra tillaga sem samþyktar voru í sambandi við það mál má nefna: „Að ungmennafélögin beiti sér fyrir því, að 1930 verði sýndur þáttur úr sögu Þingvalla til foma, samkvæmt bestu heimild- um sem fyrir liggja í fomsög- unum“. „Sambandsþingið ályktar samkvæmt framkominni skoðun um þátttöku U. M. F. í. í þjóð- hátíðarhaldinu á Þingvöllum 1930, að kenslu þeirri í íslenskum þjóð- dönsum (vikivökum), sem hafin var á síðastliðnum vetri beri að halda kappsamlega áfram. Telur þingið sjálfsagt að- þegar á næsta vetri verði haldin náms- skeið á vegum sambandsins, í hverjum landsfjórðungi, er sami maður veiti forstöðu, sé á þann hátt fengin undirstaða að námi og æfingum þjóðdansanna sem víðast í sveitum landsins. Sambandsþingið skorai' þess vegna á sambandsstjóm að hpnda þessu máli áleiðis á þá leið, sem hér er ráð fyrir gert, og á hvem annan hátt, sem hún kann að sjá vænlegast fyrir framgang þessa máls“. „Sambandsþing U. M. F. í. lítur svo á, að allir fslendingar, jafnt karlar sem konur, éigi að klæðast islenskum þjóðbúningi á Þingvöllum 1930. Skorar þingið því á ungmennafélaga, að fylgj- ast vel með í þessu máli og ger- ast brautryðjendur þess hvar sem auðið er“. Ennfremur var samþykt eftir- farandi tillaga: „Þingið skorar á sambands- sjórn U. M. F. í., að beita sér af alefli fyrir áhrif á Alþing og landsstjóm, til að Þingvellir verði leystir úr ábúð fyrir 1930 og verði ekki bygðir aftur, en að staðurinn verði friðaður og hans gætt sem helgidóms þjóðarinn- ar“. ——o------- Gin- og klaufnaveikin. Bráðabirgðalögin, sem Alþingi ætlaðist til að Magnús Guð- mundsson setti, eru ókomin enn. Eins og eg gat um í seinustu grein minni í þessu blaði um gin og klaufnaveikina og vamir gegn henni, þá var frv. um það efni svæft í Ed. Alþingis í vor. En það var þó gert með þeim for- mála, að ef stjómin áliti gildandi lög um það efni eigi nógu víðtæk eða fullkomin, skyldi hún gefa út bráðabirgðalög um það efni og leggja svo málið fyrir næsta þing. Nú hafði Magnús Guðmunds- son atvinnumálaráðherra lýst yf- ir því margsinnis í þinginu, að lögin um vamir gegn veikinni væri ekki fullnægjandi og að efa- mál væri hvort auglýsing stjóm- arinnar um eftirlit með ferða- mönnum hefði stoð í lögum. Bjuggust því flestir við, að stjórn in mundi gefa út bráðabirgðalög hið fyrsta, eða um likt leyti og hin önnur lög, er þingið afgreiddi voru staðíest af konungi. Mönn- um þótti þetta þeim mun lík- . legra þar sem kosningax . stóðu fyrir dyrum og þai- sem kunnugt vai', að ekkert mál bera íslenskir , landbúnaðarmenn meira fyrir brjósti heldur en þáð, að spomað lega veiki berist hingað til lands- ins — veiki, sem getur kollvarp- að landbúnaði vorum svo að segja á svipstundu. Um áhuga bænda íyrir þessu máli átti stjórninni að vera kunnugt aí hinum möi'gu áskorunum, sem þinginu bárust í vetur um að setja íulltrygga lög- gjöf urn varnir gegn veikinni. En hvað gerir Magnús Guð- mundsson atvinnumáJaráðherra og þingmaður eins hins stæi'sta bændakjördæmis á landinu V Hann stingur máhnu undir stól, þvert ofan í yfirlýstan vilja ails þings- ins, þvei't ofan í yfirlýstan vilja margra þúsunda kjósenda og þvert ofan í yfirlýsingar sínar um það, að gildandi löggjöf un^ þetta efni sé ekki fullnægjandi og að ráðstafanir stjórnarinnar hafi ekki stoð í lögum. Það er ekki Magnúsi að þakka að ekki reyndist gin og klaufna- veiki í beljunni í Kolsholti. En hefði þar verið um þá veiki að ræða, þá var það hans sök frem- ur en nokkurs annars, að sá vá- gestur var kominn th íslands- bygða. Hann getur nú átt von á því þá og þegar, að sú þunga á- byrgð skelli á honum, að haxm hafi með kæruleysi sínu og skeyt- ingarleysi um að framkvæma vilji Alþingis og landsmanna yfirleitt, orðið þess valdandi, að gin og klaufnaveikin berist hingað. Það er að vísu breitt bakið á Magnúsi, en minni byrði mundi þó geta beygt það. Undir þessari ábyrgð gæti haim ekki risið, en það er auðvitað minst um vert. Hitt er sorglegra en tárum taki, að hugsa til þess hverjar afleið- ingar það hefði fyrir landið að veikin bærist hingað, því að þjóð- in fengi ekki undir þeirri byrði risið, þrátt fyrir alla fjármálar speki Jóns Þorlákssonar. Þess vegna verjður að krefjast þess, að stjómin gefi út bráða- birgðalög þau, sem Alþingi hefir fyrirskipað, undir eins, ekki sjálfs sín vegna, heldur þjóðar- innar vegna. ólafur HvanndaL ----o---- Úr bréfí. Borgarfirði 25. júní. Nú er mikið talað um kosn- ingarnar hér. Báðir flokkar ota því sem þeir telja helst stefnu- mál sín. Ihaldsmenn segjast vera að „rétta við fjárhaginn“, ein- kenni síns flokks sé spamaðurinn og ráðdeildin! Framsóknarmenn segjast leggja aðaláhersluna á að bæta landið og þroska fólkið, einkum að styðja alla góða sam- vinnu og samhjálp í sjálfsbjarg- arviðleitni mairna. Framsóknar- menn benda á hvort þeim og þeirra flokki sé ekki eins trú- andi til að vera sparsamir og ráðdeildarsamir eins og mestu eyðslustéttunum í bæjunum, sem er aðalkjarni íhaldsflokksins, á- samt nokkuruni fépúkum hingað og þangað, sem af einhverjum á- stæðum hafa ánetjast Ihaldinu, kannske fengið vel launaða mark- aðsferð eða einhvern smábita. Framsóknarmönnum sýnist ekk- ert vera líklegri til ráðdeildar „spekúlantamir“ í Rvík og jafn- vel víðar, er almenningur hef- ir tapað hjá tugum miljóna, sem er smátt og smátt að koma á hendur hans í háum vöxtum, tollum og sköttum. Bjöm Þórðarson nýtur hér al- menns álits, þykir mörgum mjög álitlegt að fá hann á þing. Þang- að veiti sannarlega ekki af að komi nýir heilbrigðir menn með margháttaða þekkingu, hvai' sem þeir eiga heimili, þó það væri úti í Kaupmannahöfn. Aðalmeðmælin með Ottesen hjá fylgismönnum hans, er að hann sé bóndi. Og það eru sömu mennimir, sem kusu embættismanninn á móti bóndanum við síðasta landskjör. En bændur hafa samt heldur lít- ið orðið varir við bændaáhuga hans á þingi ennþá í öll þau ár sem hann er búinn að vera þing- maður. Aðrir halda að þeim á- huga fari að skjóta upp úi' þessu. Meðgöngutíminn sé ekki 11 mán- uðir eins og hjá því eina húsdýri, sem Ottesen hefir sýnt áhuga fyrir, heldur 11 ár! Annars er Ottesen vel látinn persónulega, og það sem hanii fær af atkvæðum hér efra mun hann einkum draga þannig, hjá mönnum, sem enn þá eru ekki farnir að gera sér grein fyrir málunum og sjá ekki í hvert ó- efni stefnir hjá „spekúlöntum“ og eyðslustéttum kaupstaðanna, sem Ottesen hefir því miður þræl- bundist á klafa hjá. Sama kvað vera um Jóhann í Mýrasýslunni. Hann á mörg kunningsskaparbönd í upphérað- inu síðan hann var þar. Og þau ásamt búskap hans í Sveinar- tungu, sem þótti þó vanalega meir rekinn af dugnaði en fyrir- hyggju, er það sem helst veldur því að ýmsir ætla að kjósa hann, sem ekki hafa áttað sig á mál- unum, og einstaka svo blindaðir af blekkingum og rógi Ihalds- blaðanna, að þeir hræðast Fram- . sókn, Samyinnufélögin og alt þ. h. Atvinnurekstur Jóhanns í Rvík láta þeir hggja á milli hluta. Annars er ýmislegt gott um Jó- hann að segja, einkum frá því að hann var í blóma hfsins. Það hafði komið glögt 1 ljós á fund- unum um daginn, hvað Jóhann er orðinn utan við flest helstu dag- skrármál þjóðarinnar, auðséð hrömunarmerki á gamla mann- inum. Er ekki laust við að marg- ir velunnarar Jóhanns telji illa gert að fara að þvæla honum út í þetta stjórnmálavafstur, sem hann var að mestu búinn að draga sig út úr og sem hann virðist enginn maður til að taka þátt í öðruvísi en sem atkvæði aftan við íhaldið. — Bjami Ásg. er mjög vel látinn maður, jafnvel elskaður og virtur af mörgum skoðanaandstæðingum, þó að „sorptrog lhaldsins“, sem svo hafði verið kallað á Borgamess- fundinum, heiti því að gera hann ærulausan! Kunningsskaparbönd og áhrif bein og óbein Íhaldsklíkunnar í Borgamesi valda aðahega þeim atkvæðum sem Ottesen og Jóh. fá hér uppi í héraðinu. Flestum hugsandi mönnum finst hvort- tveggja vera jafn óafsakanlegt. ----o---- Jónas Jónsson frá Hriflu hefir verið á nokkrum kjósendafund- um á Snæfellsnesi og Húnaþingi og er nú nýkominn heim. — Fyrsti fundur frambjóðendanna þriggja á Snæfellsnesi var á Grand í Eyrarsveit á föstudag- inn í fyrri viku. Var Steinsen þar all-gunnreifur í fyrstu en smádró úr honum, er honum var sannað hvemig leiðtogar íhalds- ins hafa unnið að því að setja fjármál landsins og einstakling- anna í óreiðu síðan 1917. Safnað- ist • Hannesi dýralækni þar mikið fylgi. I Stykkishólmi var fundur á sunnudaginn, og kom Jón Þorl. þangað eftir gömlu loforði með Steinsen. Var sá fundur fjöl- mennastur í Stykkishólmi, allra er þar hafa verið haldnir síðan um aldamót, er L. H. B. og Einar Benediktsson deildu þar. Var í- H.f. Jón SigmnndaBon & Co. SYuntnspennur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef óskað er. Jón Sigmnndsson gnllamiSor. Sími 388. — Laugaveg 8. Maltöl Bajerskt öl Pilsner Best. — Odýrast. Innlent. Persil! Bóndinn fer í ferð af stað, fylgir konan út á lilað. Kyssir hún þai' karlinn sinn: — „Kauptu Persil, góði minn“. Kominn aftur heim í hlað, liittast þau á sama stað. Konan leiðir karlinn inn. — „Keyptirðu Persil, góði minn?“ Gott er alt að hai'a heimt, hefir bóndinn éngu gleymt, hvorki Persil-pökkunum né pinklum handa krökkunum. haldið í miklum minnihluta á þeim fundi. Varð J. Þ. að þola að sönnuð væri á íhaldsforkólfana skuldaaukning ríkissjóðs frá 1917, skuldir bankanna síðan 1920, og skuldaaukningin út á við um nálega 8 miljónir gull- krónur í tíð núverandi stjómar. Sást á öllu að Jón fann að spila- borgin var að hrynja. Á mánudag fór J. J. með vélbát í Búðardal og á hestum norður á Borðeyri, en á þriðjudagsmorgun landveg til Hvammstanga á fund er M. Guðm. sótti þann dag með fram- bjóðendum sýslunnar. Vora þar á 5. hundrað manns. Fundurinn gekk mjög í vil Framsókn. Um kvöldið reið J. J. til Borðeyrar, um nóttina til Búðai'dals, um morguninn með vélbát til Stykk- ishólms og reið þaðan tafarlaust suður yfir fjall að Fáskrúðar- •bakka og tók þar þátt í umræð- um, og síðar um kvöldið á fundi að Hofgörðum fyrir Staðarsveit. Hafði Steinsen nálega ekkert fylgi í sveitahreppum þessum, en það hneig alt til Hannesar Jóns- sonar, enda hefir íhaldið og Steinsen skammarlega vam'ækt þessi héruð. I Hofgörðum gafst Steinsen alveg upp eins og þreyttur hestur, sem réttir frá sér allar fætur. Reyndi alls ekki að verja íhaldið og reið af fundi. Áhrif íhaldsins á bændur á Snæ- fellsnesi era nú þrotin. Hvítáibakkaskólinn. Skólastjóri hans biður væntanlega nemendur að senda umsóknir um skólann sem fyrst. , ----o----- Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.