Tíminn - 30.07.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.07.1927, Blaðsíða 1
©faíbfert og af§rei&slumaí>ur tEímans er Jlannueig }5 o r s t e t n söó 11 i r, Sambanösljúsinu, HeYfjaoíf. 2^.fgtex5öía tE i m a n s er í Sambanösfjúsinu. ©pin öaglega 9—(2 f. íj. 3tmi 96. Xí. ár. Reykjavík, 30. iúlí 1927. £ 34. blað. Samvinnuskólinn 1927-28. Skólatíminn 7 mánuðir, frá 1. okt. til aprílloka. Kenslugrein- ar: Samvinnusaga, félagsfræði, hagfræði, verslunarsaga, verslunar- löggjöf, verslunarlandafræði, bókfærsla, reikningur, verslunar- reikningur, skrift, vélritun, íslenska, danska, enska og fyrir þá sem þess óska sérstaklega byrjunarkensla í þýsku og frönsku. I fjarveru skólastjórans tekur Rannveig Þorsteinsdóttir í Sambandshúsinu móti umsóknum og svarar fyrirspumum skólan- um viðvíkjandi. TJtan úrlieimi. Berges-inálið. Frá hví er Albertimálið var á döfinni í Danmörku, hefir ekkert mál á Norðurlöndum vakið því- líka athygli og Bergesmálið norska, og hefir allmikið veríð um það ritað í íslenskum blöð- um. Mál þetta var i mikið ill- deiluefni í Noregi cg rampóli- tískt flokkamál. En alt varð mál- ið í meðferðinni afar víðtækt og ramflækt, og rannsókn þess hin hvimleiðasta rekistefna. Vitna- leiðslurnar voru miklar og marg- víslegar, svo að sum réttarhöldin voru blátt áfram hláleg, mönnum stefnt langar leiðir til þess að spyrja þá um einhvern hégóma. En við alt þetta sjatnaði nokkuð hitinn í mönnum, og því heldur sem frá leið og málið drógst alt á langinn. Þegar það icvisaðist, að ríkisdómurinn norsk.; mundi vísa málinu frá sem fyrndii sök, kom það engum á óvart, sem hlerað hafði eftir gangi málsins í Noregi; því að Norðmenn voru sjálfir löngu leiðir á þrasi ]-essu, pó að þeir verði annars sein- þreyttir á deilum. Það var þó al- ment álitið, að Berge mundi dæmdur í einhverja sekt, sem í rauninni yrði sama sem niðurfa’l sakarinnar. En málinu lauk með sýknudómi, svo sem kunnugt er. Með aðalákæruliðnum gegn Berge voru 12 atkvæði kviðdómsins, ca , 12 á móti, en einn greiddi ekki atkvæði, taldi sökina fymáa. — Ekki þarf að geta þess, aÖ i með- vitund mikils þorra Norðmanna er málið jafn óútkljáð fyrir þennan dóm, og þykja dómsat- kvæðin hafa farið mjög eftir pólitískri skoðun dómendanna sjálfra. Það var mál „Handelsbankens", sem ófst inn í og gerði allar flækjurnar. Því ■’.ð kjarni máls- ins gegn Berge var mjög einfald- ur, hið formlega og raunverulega afbrot hans, forsætisráðherrans, sem þá var. Hann tók upp á sitt eigið eindæmi 25 miljónir úr ríkissjóðinum, í laumi, og lánaði Handelsbanken, sem var einka- fyrirtæki og á heljarþröminni af fjárhagsvandræðum. Þetta var hvergi fært til bókar í reikning- um ríkissjóðs, og er bankinn leitaði styrks síðar af þinginu (hann fékk þá 15 miljónir), leyndi Berge enn hinum fyrri styrk. Bankinn var loks tekinn undir ríkiseftirht, en varð gjald- þrota alt um það, og féð sást aldrei meir. Þegar þetta tiltæki Berges vitnaðist síðar meir og óðalsþing- ið ákvað að stefna honum fyrir ríkisdóm, þá skifti þegar í tvo flokka um mál hans, ekki einasta í Noregi, heldur og víðar um lönd. Norskir íhaldsmenn úthróp- uðu málshöfðunina af hinni mestu frekju og hófu Berge til skýjanna sem bjargvætt þjóðar- innar. Hann hefði með þessu forðað Noregi frá fjárhagslegu hruni og meira böli en hægt væri að ímynda sjer; hrakyrtu þeir andstæðinga hans og svívirtu sem mest máttu þeir, og kölluðu þetta pólitíska ofsókn af versta tæi á hinn mætasta dreng. Fyrst lengi mátti svo heita, að engar raddir heyrðust nema þessar, hvorki í Noregi nó utan Noregs. Það var ekki fyr en frá leið, að málið var rætt með nokkurrí gætni og verulegum x-ökum. Fylgismenn Berges sögðu og segja enn: Noregur var kom- inn að fjárhagslegu hruni 1922— 23. Hver bankinn af öðrum varð gjaldþrota. Noregur var að missa síðustu leifarnar af erlendu láns- trausti. 1923 fóru tveir stórbank- ar á höfuðið samtímis. Helsti fj ármálafulltrúi Noregs gagnvart enskum bönkum og amerískum sendi þá Berge svolátandi skeyti: Hrynji einn banki enn, þá er úti um Noreg. — Sendiherra Norð- manna í París hefir síðar skýrt frá því, að hann hafi þá oftar en einu sinni orðið að ganga í það persónulega, að bankinn, sem hann hafði samband sitt við í París, vildi gi'eiða norskar ávís- anir, hvað þá aðrir bankar. Svo afskaplegt var ástandið. Þá var Handelsbanken eini verulegi viðskiftabanki Norð- manna, sem eftir var. Og hann var á heljarþröminni, þó að því væri leynt. Loks var honum ekk- ert undanfæri axmað en þessi hjálp úr ríkissjóði, sem Berge veitti í skyndi og í kyrþey, án þess að spyrja kong eða klerk. Handelsbanken flaut í bili, og Noregur flaut. En sitthvað tók að kvisast um Handelsbanken og rekstur hans „Arbeiderbladet" hóf á hann þungar árásir, bankinn hrundi og rannsóknamefnd var sett í alt hans mál. Skýrsla nefndar- innar kom ekki út fyr en síðast- liðið haust, og er þar skemst af að segja, að sú skýrsla fór eins og hvalsaga um Norðurlönd og enn víðar; því að niðui'staða æfndarinnar og gögn þau, sem þá komu í dagsins ljós um stjórn bankans og alt hans athæfi, það var alt stórum verra en árásar- menn hans höfðu leyft sér að bera á hann. Þessi skýrsla varð afskaplegt reiðarslag fyrir mál- stað Berges og fyrir alla hans fylgismenn, utanlands og innan. Enginn hefir þó haldið því fram, svo að mark væri tekið á, að Berge hafi vitað um þá óreiðu, sem á bankanum var, né að hann hafi auðgast sjálfur né hagnast minsta grand á þessu tiltæki sínu. En mai'gir, sem voru honum póli- tískt nákomnir, komust á snoðir um alt saman og björguðu sínu. Var stórfé forðað úr bankanum áður en hann hrundi, og voru þar að verki margir helstu íhalds- menn og nánustu fylgifiskar Berges. Miljónir ríkissjóðsins gengu í rauninni fyrst og fremst til þess að bjarga þeim, sem mest áttu í bankanum; þeir vissu, hvað öllu leið. En þeir, sem grandalausir voru, mistu alt, og svo í’íkissjóðurinn. Þetta er mál út af fyi'ir sig og í sjálfu sér óviðkomandi hinni raunverulegu sök Berges, stjómarskrárbroti hans, sem stefnt er fyrir. Berge var sjálfur grandlaus og því sýkn um sviksamlegt athæfi, og má það heita alment viður- kent, að hann hafi breytt eftir bestu samvisku. En stjómar- skrárbrot hans var alveg efalaust, og allir gætnari íhaldsmenn utan Noregs viðurkendu það hiklaust, að hann ætti að sæta ábyrgð fyr- ir það brot. Eins og rómverskir herforingjar hefðu fengið að halda sigurför inn í Róm, þó að síðan ætti að draga þá fyrir lög og dóm vegna afbi'ota í herstjórn- inni, svo væri og um Berge; hann ætti að sæta refsingu fyrir brot sitt, þó að hann hefði með af- broti sínu gerst bjargvættur þjóðarinnar. Þessi skilningur átti eins og kasta enn meiri Ijóma á þá hetjudáð og það hugrekki og það mannsbragð Berges, sem ílialdsmenn víðsvegar hafa lof- sungið hann íyrir. Hvers vegna vakti mál Berges svo mikla athygh, langt út yfir endimörk Noregs? Ekki var það svo nýstáx'legt, þó að Norðmenn færu í hár saman imxbyrðis. Ekki var það mei'ki- legt, þó að stjórnmálamanni yrði það á, að treysta vel banka, sem hafði þá enn almannatraust. Ekki var það nein séi'stök stjórnviska, þó að foi'sætisráðherrann gerði það, sem hver einasti fjái'mála- ráðunautur hans taldi lífið á liggja: að forða helsta viðskifta- bankanum og þar með landinu frá gjaldþroti. Jafndauður var Noregur eftir sem áður fyrir þessar 25 miljónir. Fjárhæðin sjálf hefir aldrei verið talin svo mikilsverð. Berge braut stjórnai’skrána, segja andstæðingar hans; hann tók sér einveldi; hann beitti þingið gerræði. — Berge bjargaði Noregi, segja hinir. Berge gerði það eina rétta og á í’éttu augna- bliki. Hér varð áð hrökkva eða stökkva, umsvifalaust. Eins dags bið gat eyðilagt alt. Hefði hann kvatt saman þingið, þá hefðu risið deilur og þjark um málið; þá var öllum augljóst, hvernig Noregur var staddur, og hefði það' kvisast meir en orðið vai’, þá var úti um alt. Berge gat ekki farið með málið í þingið. Það má telja víst, að hvaða afbrot sem Berge hefði framið annað en stjói'narskrárbrot, til þess að bjarga landinu, þá hefðu færri mælt honum bót. En það var einmitt þetta, að hann skeytti ekki um stjómarskrá, að hann skeytti ekki um þing, að hann tók sér einn alt valdið, eins og hann ætti einn ríkissjóðinn og landið, það var þetta, sem gerði, að svo margir vörðu hann og dáð- ust að honum út um lönd. Það var ekki gleðin yfir því, að Nor- egi var bjargað, þó að staglast væii á því. Það var gleði yfir því, að „þingið“ var þó einu sinni hundsað, að það var ekki tekið neitt mark á „fulltrúum þjóðar- innar“. Berge hafði með hægð brugðið einveldissprotanum á loft á Norðuxiöndum. Það var ein- ræðisstefnan, sem í hi’oka sínum og drýgindum hlakkaði yfir til- tæki Berges. Það kom vatnið fram í munninn á einræðispost- ulunum og þeii'ra dindlum. En þó að svo væri, að örþrifa- ráð Bei'ges hafi verið hið eina í'étta, og þó að það hafi bjai'gað landinu — þó að svo væri — þá gat Berge þegar á eftir skýxt þinginu frá því, hvað harm hafði neyðst til að gera. Þetta segja andstæðingar hans. Og vitanlegt er það, að hefði Berge gert þetta, þá mundi aldi'ei hafa ver- ið á neina sök minst. En Berge og hans menn svör- uðu því svo, að þegar svona mik- ið lá við, þá hafi alls ekki vei'ið eigandi undir þagmælsku og drengskap þingmanna. Þessum grun Berges og þessari þungu á- kæru var fyrst og fremst beint til jafnaðarmanna og kommún- ista í þinginu. Og ei'lend íhalds- blöð tóku undir þetta og játuðu þetta rétt vera. „Lokaðai’ þing- dyr eru ekki til, þar sem al- þjóðakommúnisminn er kominn inn fyrir þröskuldinn“, sagði eitt helsta blað Svía hér um. En hversu gagnaðist Berge þessi vöm? Það kom á daginn í vitnaleiðsl- unum í haust eð leið, að þessir hættulegu menn, kommúnistamii’ í norska þinginu, fengu snemma vitneskju um tiltæki Berges. Ti'anmæl, ritstjóri að „Arbeider- bladet“ vissi um þetta því nær undir eins. Hann steinþagði í heilt ár. Kommúnistaflokkui’inn ræddi rnálið á flokksfundum sín- um, og lá þeim við hvað eftir annað að spyrjast fyrir í þing- inu um þetta mál, en þeir gerðu það ekki, vegna þess, hve allur hagur landsins var í mikilli hættu. Þeir steinþögðu, og hafði þó ekki verið trúað fyrir neinu. Þegar næsti ársreikningur Hand- elsbankens kom út í janúar 1924 og alt var þar yfirhylmað, þá fyrst hóf Tranmæl árás sína. Þessar vitnaleiðslur fóru raun- ar með síðustu leifarnar af veru- legri vörn fyrir Bei'ge. Um 70 bankamönnum hafði verið trúað fyrir því leyndarmáli, sem for- sætisi'áðheri'ann vantreysti þing- mönnum þjóðarinnar til að geta farið ráðvandlega með. ótíndir bankaþjónar gengn um og kjöft- uðu þessu í hvern sem var, en þingmennii'nir fréttu það utan að sér. Berge sýndi það hugrekki, að taka til sinna ráða á hættulegu augnabliki; hann sýndi þá kai'l- mensku, að taka einn á sig á- byrgðina. En hann sýndi það hugleysi, að flýja þing þjóðarinn- ar, og þá dæmalausu grunnhygni, að trúa bankaþjónum og fjár- málabröskui’um betur en þing- mönnum þjóðar sinnar. Þessi ósvífna móðgun við þing þjóðarinnar, þessi lítilsvirðing á fulltrúum hennar varð þung á metunum, þegar þessi atriði urðu öllum ljós. Bei'ge og menn hans töpuðu leiknum fyrir dómi alls almennings, og mun það best sýna sig við kosningar þær, sem nú fai-a í hönd í Noi’egi. Það er ekki líklegt, að norski íhalds- flokkurinn beri höfuðið hátt frá þeirri sennu. Berge er gamall maður, vel ( IjílmklliBS á fjn. „Fana folkehögskule") Vetrarnámsskeið fyrir pilta og stúlkur í 6 mán. frá 3. okt. Námsskeið fyrir stúlkur apríl —júní. Nánari greinargerð hjá Martin Birkeland, Store-Milde, Noregi. metinn og vinsæll. Hann er nú farinn að heilsu, og mun þetta mál hafa íengið mjög á hann. Fár eða enginn mundi óska hon- um neinna refsinga. En mörgum af sækjendum málsins mun þó þykja verra, að úrshtin urðu ; orði kveðnu sýknudómur, og mundu heldur hafa kosið hreina frávikningu málsins. Einræðismenn og íhaldsmenn a Noi’ðurlöndum voru lengi vel gleiðir og kampakátir yfir afreki Berges. Það hlakkaði heldur en ekki í þeim görnin. En þrátt fyr- ir dómsúrslitin höfðu þeir að lok- um bæði skömm og skaða af Bergesmálinu, og svo mun þeim víðar farnast. Jökull Bárðarson. ----o--- Úrslit kosninganna. Stjórnin segir af sér. Á miðvikudaginn komu loks úr- slit úr Suður-Þingeyjarsýslu. Hlaut lngólfur Bjamarson kosn- mgu. Fékk hann 931 atkvæði. Sigurjón Friðjónsson fékk 211 atkvæði. Er þá útsjeð um kosninga- úrshtin. Framsóknarflokkurinn hefir fengið 17 þingmenn, íhalds- flokkurinn 13, Jafnaðarmenn 4, Sjálfstæðismenn 1. Eixm þing- maður telst utan flokka. Verður þá þingið svo skipað, þegar hinir landkjömu koma til: Framsókn- arflokkurinn 19 þingmexm, Ihalds- flokkur 16, Jafnaðarmenn 5, Sjálfstæðismenn 1 og 1 utan flokka. Jafnskjótt og úrshtafregnirnar komu, símaði landsstjónhn til konungs og baðst lausnar. Var sú lausn veitt með símskeyti kon- ungs, er kom í gær, með tilmæl- um um, að stjórnin sæti þar til annað ráðuneyti væri myndað. Við svcr búið stendur. Stjórnin mun vilja losna sem fyrst frá störfum, meðal annars vegna þess, að hentugra sje og réttara, að þeir ráði undirbún- ingi fjárlaga og annara löggjafar- málefna fyrir næsta þing, sem meiri hafa ráð í þinginu en hún og hennar flokkur hefir nú. Má telja það víst, eftir öllum mála- vöxtum, að Framsóknarflokkur- inn myndi hina nýju stjórn. En hvenær það verður og með hverj- um hætti, þá er tvent til; annað- hvort, að stjómin verði mynduð án þess að þing sje kvatt saman þeirra hluta vegna, og tíðkast það yfirleitt í öllum þingræðis- löndum og þykir sjálfsagt, þó að menn hafi ekki vanist því hér á landi ennþá; samt hefir það ver- ið gert einu sinni hjer; hitt er, að kallað verði saman aukaþing til frekari aðgerða. ■■■■ -O- ■■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.