Tíminn - 30.07.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.07.1927, Blaðsíða 2
128 TlMINN Frá útlöndum. Enska landbúnaðarráöuneytiö er nú að undirbua tillögur um að koma skipuiagi á sölu iandbún- aðarafuröa, eftir dönskum fyrir- myndum. Er gert ráð fyrir að stofnuð verði samvinnuíélög eft- ir danski'i fyrirmynd, og gengiö þó feti lengra í því að draga úv ágóða heiidsaianna, koma skipu- lagi á vöruílutninga o. fl. Er gert ráð íyrir, að það taki nokk- ur ár að koma fyrirætlunum þessum í framkvæmd. — O’Higgins dómsmálaráð- herra írlands var myrtur fyrir nokkru síðan. Var þar um hefnd skilnaðarmanna írskra að ræða fyrir hfiát O’Connors og fleiri byitingamanna. Hafa skilnaðar- menn oftlega veitt stjómarmönn- um banatiiræði, en með harðfylgi og festu hafði O’Higgins tekist að stöðva þann ófögnuð svo að kalla. O’Higgins var myrtur á leið til kirkju. Hafði hann geíið lögreglumanni, sem jafnan fylgdi honum, hvar sem hann fór, or- lof þegar á hann vai’ ráðist. Faðir hans, sem var dómari, var myrtur fyrir nokkru í hefndar- skyni við O’Higgins. — Kosningar eru nýlega um garð gengnar í Finnlandi með þeim árangri, að líklegast er að stjóm Tanners sitji áíram með stuðningi sænsk-finska flokksins og jafnaðarmanna, og hafa þeir tveir flokkar þó ekki helming at- kvæða í þinginu, en því átti stjómin ekki heldur að fagna fyrir kosninguna. I þinginu eru sex flokkar og stjórnarmynd- anir því oftlega örðugar. ----o--- Skáldsagan Glataði sonurinn (The Prodigal Son) eftir enska rithöfundinn Hall Caine er nú að koma út í íslenski þýðingu eftir Guðna Jónsson norrænunema við Háskóla íslands. Sagan gerist hér á landi og lýsir íslensku fólki og staðháttum. Höfundur bókarinn- ar dvaldi á íslandi um nokkurt skeið, um aldamótin; gast hon- um svo vel að landi og þjóð, að hann hefir síðan sótt efni og um- gerð hingað í sumar bestu skáld- sögur sínar, m. a. Glataða son- inn. Sögur Hall Caine hafa náð feikna útbreiðslu og verið þýddar á fjölda tungumála. „Einnig í peningamálun- um verðum vér sjálfir að sjá oss farborða. En til þess að það geti lánast verða allar ákvarðanir að byggj- ast á sem fullkomnastri þekkingu á þeim viðburðum sem gerst hafa á þessu sviði, og sem gleggstum skilningi á samhengi or- saka og afleiðinga i þess- ari rás viðburðanna" (Jón þorl.: Lággengi). I 24. tbl. Varðar, frá 11. júní þ. á. er alllöng grein með yfir- skriftinni: Pistlar, en skift í sex kafla. Undir greininni stendur stjörnumerki, og mun það eiga að gefa til kynna að höf. sé ein- hver stjama á himni íhalds- íiokksins; en hamingjan komi til ef það er leiðarstjama þar. Vegur sannleikans er svo illa varðaður í þessari sexkaflagrein, að eg finn hvöt hjá mér til að lagfæra dálítið eitt vörðubrotið. I einum kaflanum er minst á enska lánið frá 1921. Greinarhöf. í'inst þörf á að rifja dálítið upp sögu þess vegna umræðna, sem fram hafi farið í Tímanum, og „skýra satt frá málavöxtum, því það gerir Tíminn aldrei“, bætir höf. við. „Enska lánið var tekið eftir beinni fyrirskipun þingsins“, seg- ir höf. Hálfur sannleikur. Þingið samþykkir og fyrirskipar lán- töku, en ekki slíka ókjara-lántökn sem enska lánið. En ráðherrann, sem vinnur í umboði þingsins að lántökunni, staðhæfir, að ekki hafi verið hægt að gera betur. Og við það situr. En það er komið sem komið er. Lánið var tekið sem afleiðing með vaxandi fallþunga af áður drýgðum yfirsjónum. Lánskjörin voru 7% vextir, 15% afföll, bindandi ákvæði um tolltekjur landsins og lánið mátti ekki greiðast á skemmri tíma en 10 árum. Ef til vill hefir al- menningi þótt erfiðast þetta síð- asta ákvæði um óuppsegjanleik lánsins, að mega ekki greiða það þegar í stað er hægt væri að sæta betri lánskjörum. Magnús Guðmundsson, sem þá fór með umboð þingsins í fjármálum, og stóð fyrir lántökunni, taldi sig hafa séð hag landsins borgið eins ítarlega ög hægt hefði ver- Alþýðuskólinn á Hvítárbakka hefst fyrsta vetrardag og endar^ um sumarmál. Samskóli í tveimur deildum. Inntökuskilyrði í yngri deild: Umsækjandi sje 16 ára (skóla- stjóri getur þó veitt undanþagu), sje ekki haldinn neinum næmum sjúkdómi, sje siðsamur og hafi öðlast þá íræðslu, sem krafist er til fullnaðarprófs í lögum 15. júní 1926 um fræðslu barna. Umsókn fylgi: skírnarvottorð, bólusetningarvottorð, heilbrigðisvottorð frá hjeraðslækni og yfirlýsing frá^ áreiðanlegum manni^um ábyrgð á allri greiðslu, er skólaveran hefir í för með sjer. Síðastliðin vetur var fæðis- og þjónustu- gjald pilta kr. 1,58 á dag, stúlkna kr. 1,24. Allur kostnaður pilta (fyrir fæði, þjónuBtu,ikhúsnæði, ljós, hita og keuslu) var kr. 365,72, stúlkna kr. 303, 16. Skólinn leggur til rúmstæði með dýuu, annan sængur- fatnað verða neinendur að hafa með sjer. — Þeir, er óska, fá senda námsáætlun fyrir næsta vetur. Umsóknir tilkynnist skólastjóra hið fyrsta, skriflega eða símleiðis. Símasamband: EinkalínafráSvignaskarði. Hvítárbakka. Luðvig Gruðiuuudssou. Skólastjóri. ið, vegna hins erí'iða ástands peningamarkaðsins. Eg hygg rétt munað, að hann : og fleiri, hafi þá haldið fram, að gróði gæti orðið af þessu láni, ef íslensk króna hækkaði að gull- j gildi frá því, sem hún var, er j lánið var tekið. I fyrnefndri Varðargrein talar j höf. einmitt um þessháttar gróða af láninu. llann segir: þegar það j lán var tekið var gengi sterlings- | punda manna í milli hjer 26—27 j ísl. kr. Nú kostar sterlingspund j eins og kunnugt er 22,15 ísl. kr. j Á láni þessu er því fyrirsjáanleg- ur stórmikiil gengisgróði*), þar ! sem lántakendur fengu nokkru '• hærra verð fyrir sterlingspundin ! er lánið var tekið, en þeir þurfa j að borga fyrir þau, þegar vext- ir og afborganir er greitt. Enska lánið verður því ódýrasta og besta lánið, sem tekið hefir verið í nafni ríkissjóðs*), þrátt fyrir mikil afföll á því og háa vöxtu“. Eg hefi orðið þess var að þessi ummæli greinarhöf hafa komið þeirri hugsun inn hjá lesendum, að hér sé um raunverulegan gróða að ræða fyrir þjóðarbúið. En eg sé ekki betur en að sá skilningur sé rangur, og geti orð- ið alvarleg blekking, ef hann leið- ir til þess að þjóðin verði fúsari en áður til að leggja út 1 slík gróðafyrirtæki. Greinarhöf. segir okkur, að gróðinn sé gengisgróði, sé þann- ig til kominn, að lántakendumir hafi fengið hærra verð fyrir pundin þegar lánið var tekið, en *) Auðkent af mér. þeir þurf'i að greiða fyrir þau, j í vöxtuin og aíborgunum. Þetta j er sýnilega rangt. Höf. virðist ! skoða bankana hér sem hina eig- i inlegu lántakendur. Þeir fengu j mestan hluta enska lánsins til | meðferðar, en eru ekki nema , milliliður, auðvitað nauðsynlegur, milli lánveitanda og þeirra sem 1 í raun og veru ávaxta og endur- j borga lánið, atvinnurekenda og | þeirra sem að framleiðslu starfa í landinu. Þegar bankarnir fá j þetta enska lán tii meðíerðar er | hverju steriingspundi skift í 26— : 27 ísl. kr. Það er gengi þá. Bank- arnir reikna viðskiftamönnum sínum og skuldunautum pundin til skuldar eftir þeim krónu- j fjölda. Seinna verður sú breyting j á, að ísl. kr. stækkar, gullgildi j hennar eykst og fer svo um skeið | að 22,15 ísl. kr. jafngildi sterl- ingspundi. En nú er það skrítna rjéttlæti ríkjandi að þeir, sem seinastir J fengu pundin að láni til ávöxt- unar og endurgreiðslu verða að greiða pundin með jafnmörgum krónum og þau giltu þegar þeir fengu þau að láni, þrátt fyrir að. þær krónur voru að miklum mun minni. Þeir verða að greiða meira gullvirði en þeir fengu. Það verð- ur þeirra gengistap. Þetta kem- ur fram hjá bönkunum sem geng- isgróði, sem þó er þeim mjög vafasamur gróði, þar sem hann veikir afstöðu skuldunauta bank- anna til að standa í skilum. Þessi rangláta tilfærsla á verðmæti milli aðila á þjóðarbúinu virðist vera það sem greinarhöf. kallar „stórmikinn gengisgróða“. Hvort sem enska láninu hefir verið dreiít meðal fleiri eða færri aðiia á íslenska þjóðarbu- inu, þá verður þjóðarbúið að greiða hvert einasta pund af lán- unum með ekki minna gulh en tekiö var á móti, og þess vegna getur ekki veriö um neinn gengis- grooa af láninu að ræða út á við. Pessu er hkt farið og ef eg fengi iuiia tiu-potta fötu mjólkui' hjá nágranna mínum þai' tii kýr- in mín ber. Ur íötunni mæh eg 40 mái (pela), en þegar eg læt í hana til endurgreiðslu nota eg stærri mái (hálfílöskur) og þart þvi færri, en jaínmikla mjóik þarf tii að fylla íötuna. Eg græði því ekki mjóik á notkun stærri máianna. En þrátt fyrir að eg ávaxta þessa ianuóu mjóik (greiði mjólk- ur-vexti) getur komiö th mála að nágranni miim heimti af mér mjóik i stærri fötu en hann mældi mér i, vegna þess að þær eru úr sögunni og hann notar nú yfii'- leitt stærri fötur. Eg get oröið að sætta mig við það. Og emmitt þannig er því farið með enska lániö. Þegar það var tekiö, árið 1921, var sterhngs- pundið fallið niður fyrir hið gamia guhgiidi, stóð í um 80% af guhgildi þess 1914. Næstu þrjú árin er það í um 90—95 gullgildi og nú 100% eða jafnstórt og 1914. Við lántökuna hefir ekki verið samið um að greiða vexti og af- borganir af lámnu miðað við gullstærð pundsins þá. Á enska láninu verðui' því stórkostlegt gengistap til viðbótar ægilegum iánskjörum. Gengistap sem nem- ur 20—25% af lánsupphæðinni. Eg vil greina nánar hvað mér virðist íslenska þjóðarbúið hafa hrept við töku enska lánsins, og hverju verður af hendi slept þeg- ar það er greitt, í gulli. Steriingspundið í fuhu gull- verði jafngildir 18, 16 ísl. guh- krónum. Þegar enska lánið var tekið 1921 vai' pundið gildandi um 80% af því verði eða 14,53 ísl. gullkr. En nú voru 15% af- föll á láninu svo að lánþiggjandi (íslenska ríkið) tekui- ekki við nema 12,35 ísl. gullki'. fyrir hvert sterhngspund, en verður að endurgreiða það með 18,16 ísl. guilkr. eftir að pundið komst í lögverð. Mismunuiimi 5,81 ísl. gullkr. er það sem greiða verður meir fyrir hvert pimd en tekið var á móti. Það eru 47% af guh- Predikun eftir sr. Halld. Kolbeins Stað í Súgandafirði. Flutt í samkomuhúsi Suðureyrar. B æ n. Sannleikans heilagi gjafari. Ileim- anna og himnanna eilífa ljós. Lifandi guð! Faðir vor! Á þessum dýrðlega tíma aðventunnar leitar hugur vor hvíldar í faðmi þínum og vér þökk um þér gjöf trúarinnar, vonarinnar og kærleikans. þökkum þér að þú hefir sent oss frelsara vorn drottinn Jesúm Krist. Gef þú oss náð til að þekkja hann, lúta honum í lotningu og játa hann drottinn vorn og frels- ara með lífi í þjónustu. Meistari meistaranna, blessa þú heiminn með heilagri nærveru þinni. Leið þú oss á brautum sannleikans og ljóssins. Helga þú líf vort í hugsunum vorum, orðum og framkvæmdum með orku og bjartsýni. Veit þú oss viðsýni og hugsjónaranda, gef oss elskuríkt hjarta. Gjör oss að sönnum vöku- mönnum í ríki þínu. Kenn þú oss að verja oss gegn hinu illa og vera stöðugt starfandi og vaxandi. Meist- ari meistaranna. Konungur vor Kristur. Blessa þú oss í heilagri nærveru þinni, svo að vér lútum sannleikanum, svo að vér verðum bjartsýnir, vakandi menn. Heyr bæn vora sökum þíns óumbreytilega kær- leika. Amen. Textar: Jóh. 18, 37. Jóh. 1, 46. 47. Matt. 25, 1—3. Matt. 13,24. . Það var í öðrum stærsta sam- komusal Reykjavíkur. Hann var svo þéttskipaður sem auðið var Guðspekifélagið hafði boðað hingað erlenda konu, er flutti er- indi, er eitthvað lutu að komu væntanlegs mannkynsleiðtoga, eem félagið „Stjaman í austri“ boðar, að sé væntanlegur. Þetta kvöld, sem eg var þar staddur, voru menn samankomnir til þess að leggja spurningar fyrir fyrir- lesarann, um þau efni, er hún hafði rætt um undanfarin kvöld. Er nokkrar spumingar höfðu ver- ið fram bornar, og þeim svarað, stendur upp einn af trúmálaleið- togum vorum og spyr: „Hvemig eigum vér að þekkja hann? Á hverju verður hann þektur?“ Án þess að svara þeirri spurningu, hvort félagið „Stjaman í austri“ hafi rétt fyrir sér, er það boðar, að Kristur muni enn á ný koma hér til jarðar og dvelja meðal vor í holdi, vil eg gera hina spurninguna að íhugunarefni í dag, þessa: Hvemig eigum vér að þekkja hann, Krist, þegar hann kempr, hvort sem hann kemur til vor andlega eða sýni- legur vomm líkamlegu augum. En mér þykir þó réttara að spyrja ekki: „Hvemig eigum vér að þekkja Krist, eða á hverju eigum vér að þekkja hann“, held- ur spyrja að hinu: „Hvemig eig- um vér að vera, svo að vér getum þekt hann og orðið viss- ir um nálæg hans“. Því að það er í þessu efni um oss eins og híbýli mannanna. Það er eigi spurningin: Hvernig á sólin að vera, svo að bjart verði í her- berginu, heldur er hitt spurning- in: Hvernig eiga híbýlin að vera, svo að sólin geti sent þangað inn geisla sína, til að verma og lýsa. Vér gjörum þá að íhugunar- efni á þessari helgu stundu: Hvernig eigum vér að vera svo að vér þekkjum meistarann. Og vér skýrum efnið með því að leysa úr þessum spurningum: Hvað er það að vera sannleikans megin? Hvað er það að vera sólar megin? Og hvað er það að vera vökumaður ? Hvað er það að vera sannleik- ans megin? Það sem vér eigum hér við með sannleika, er hið andlega lífemi, því að andlegt líf er veruleiki, er sannleikurinn, í mótsetningu við hið ytra, sem er háð hverfulleika og blekkingu. Að vera sannleikans megin, er því fyrst og fremst að lifa andlegu, hreinu lífi. Og er vér nefnum sannleikann, og tölum um að vera sannleikans megin, eigum vér ennfremur við, að sannleikurinn er það, sem guð opinberar oss. Sannleikurinn er opinberun guðs í Jesú Kristi, — opinberaður sannleikur guð orða um hugsjón mannlífsins, alt um skyldur manna og tilgang lífs þeirra, og um guðs eilífa og heilaga kær- leika. Þetta er sannleikurinn. En sannleikurinn er einnig sá sann- leikur, er jafnt getur verið í huga heiðins manns. Það er hreinskilni við sjálfan sig og aðra. Hin hreina og djarfa játning þess, sem rétt er. Það er að standa með því, er maðurinn veit rétt og satt, óttast eigi eða smjaðra. Það er sú drottinhollusta við það sanna, sem er mótsetning þess óhreinlyndisanda, er sveigir af brautum vegna ótta eða smjað- urs. Að vera sannleikans megin er því einnig það, að þora að standa með þeim sannleika, sem er hættulegur jarðneskri vellíðan mannsins, getur kostað vináttu manna, lífsstöðuna eða jafnvel lífið sjálft. Þeir sem eru sannleik- ans megin mega því eiga það á hættu að verða píslarvottar. Þess vegna er þetta spurningin fyrir þann, sem vill þekkja Jesúm Krist: Þorir þú að vera sannleik- ans megin, þó að það kosti þig öll lífsins þægindi, þó að það kosti þig lífsstöðu þína, þó að þú verðir ofsóttur? Þorirðu að vera sannleikans megin í hugsunum, orðum og athöfnum, í trúmálum og stjórnmálum og hversdagslegu líferni? Þorirðu að fylgja þeim sannleika, sem er enn fótum troðinn af öllum lýð og á hvorki athvarf hjá íhaldi eða framsókn, eða neinum ríkjandi flokki? Ef þú ert svo hugrakkur, einbeittur og hreinskilinn og auðmjúkur og ósérhlífinn, að þú þorir að vera sannleians megin í öllum skiln- ingi, þá ertu vissulega nálægt eldinum, Jesú Kristi, og þá þekk- ir þú hann hvar og hvenær sem þú sérð hann. Hann er sjálfur sannleikurinn. Eg verð að nefna til það atriði, hvenær mönnum al- ment er erfiðast að fylgja sann- leikanum í daglegu líferni. Það er, þegar sannleikurinn krefur af þeim, að þeir játi að þeim hafi skjálast. Að þeir hafi mælt rangt og barist fyrir röngu mál- efni. Þeir, sem standa þannig gagnvart óhjákvæmilegum sinna- skiftum eða forherðingu, velja eigi ósjaldan veg forherðingarinn- ar. En sú forherðingarbraut í fylgi við það, er þeir áður hugðu rétt vera, er drepsóttarupp- spretta í öllu mannlífi. Þá hefi eg gjört grein fyrir, hvað það er, að vera sannleikans megin. Það er að meta andlegt verðmæti óend- anlega miklu meira en hið ver- aldlega, það er að lúta í lotningu og leita daglega anda sínum upp- lýsinga í guðs orði. Og það er að þora að fylgja því, sem rétt er í öllum atriðum. Hafa hugrekki til þess að vera í öllu sannur, í hugsunum, orðum og fram-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.