Tíminn - 30.07.1927, Blaðsíða 3
TÍMINN
129
greiddu verði pundanna, sem
verður að bæta við nú, síðan
pundið náði lögverði, til þess að
hafa nógu stór pund til endur-
greiðslu lánsins.
Enska lánsupphæðin mun hafa
verið 400.000 sterlingspund. Mik-
ill meiri hluti þessa láns mun
ógreitt enn.
Upphæð þessi hefir svarað til
að vera 5.812.000 gullkrónur.
Ekki er hallað á ágæti enska
lánsins (sbr. „besta og ódýrasta
lánið“) að áætla að greiðst hafi
100.000 sterlingspund við 90%
gullgengi pundsins en hinn hlut-
inn greiðist við fullu gullverði
pundsins. Þá er gengistap 1.556.-
000 eða rúml. 1(4 miljón gullkr.
Afföllin 15% verða 871.800 gull-
kr. Afföll og gengistap samtals
2.427.800. Við þann raunverulega
höfuðstól í gulli, sem fékst með
enska láninu 4.940.200 gullkr.
verður að bæta við til endur-
greiðslu 2.427.800 gullkr., að
minsta kosti, vil eg bæta við, því
líklega er gengistapið heldur meir
en hjer er talið, því tæplega mun
1 /4 lánsins ■ hafa greiðst áður en
pundið komst í gullverð. Fyrir
hverjar 100 gullkr. sem fegnar
hafa verið i ísl. þjóðarbúið með
enska láninu verður að svara aft-
ur nálega 145 gullkr.
„Fyrirsjáanlegur stórmikill
gengisgróði“(!) segir Varðar-
höf., „ódýrasta og besta lánið“(!)
bætir hann við.
En auk þessa mikla taps á
höfuðstólnum verður einnig gíf-
urlegt gehgistap á öllum vaxta-
greiðslum. Þeir hækka um 20—
25% að gullgildi frá þeim tíma,
sem lánið var tekið.
Enn kemur til greina mikilvægt
atriði, er meta skal hagnaðinn
af enska láninu, sem og fleirum
lánum sem tekin hafa verið á
seinni árum. Það er verðhækkun
gulls móti vörum. Þennan að-
stöðumun má vafalaust sýna all-
nákvæmlega með samanburði á
gullverðlagi hjer á landi og í við-
skiftalöndunum á þeim tíma sem
enska lánið var tekið og hagnýtt,
og þeim tíma sem greiðslur fara
fram.
Höfundur Varðar-greinarinnar
segir sjálfur að enska lánið hafi
verið tekið „til þess að greiða
hallann, sem varð á framleiðsl-
unni 1919 vegna gífurlegs verð-
falls á íslenskum afurðum þá“
sem og er margsagt áður. I raun
og veru er lánið þá framlenging
á tapi þjóðarbúsins frá þeim
tíma sem gullverð á vörum varð
einna hæst hjer og í viðskifta-
löndunum. Enska lánið hefir því
ekki í raun og veru skapað neinn
þjóðarauð. En þó að við hugsuð-
um okkur að það hefði orðið til
að freimleiða verðmæti og auka
fjármuni þjóðarbúsins í hlutfalli
við kaupmátt gullsins á þeim
tíma, þá er aðstöðumunurinn
mikill fyrir það, því þegar nú
þarf að seilast eftir gullinu til
endurgreiðslu, verður að láta mik-
ið meira vörumagn af hendi en
fékst við hin fyrri skiftin. Gera
má ráð fyrir því helmingi meiru
við seinni skiftin.
Enska lánið frá 1921 er því
óhagstætt og erfitt lán og það af
þessum ástæðum:
1. Hin upphaflegu lánskjör
voru afarerfið, 'hrein og bein |
neyðarkjör.
2. Gengistap stórkostlegt.
3. Mikil verðhækkun gulls móti
vörum.
4. Að það var eyðslulán.
„Til að sýna að enska lánið frá
1921 er ekki það sem oss þreng-
ir“, eins og höf. kemst að orði,
þá minnist hann á að lán sem
tekin hafa verið í Danmörku séu
óhagfeldari, því að „gagnstætt
gengisgróðanum af enska láninu
er um 20% gengistap á dönsku
lánunum“, segir hann.
Höf. nefnir aðeins lán sem Sig.
Eggerz hafi tekið 1 Danmörku
1919. Þegar það var tekið stóð
dönsk króna í 85—86% af gull-
gegni, eins og íslensk, en á næstu
5 árum var hún oftlega kring um
65%.
Á þeim árum hefir því sjáan-
lega orðið gengishagnaður • á
þessu Eggerz-láni, þar sem 85
gullaurar hafa fengist úr hverri
krónu sem tekin var að láni, en
greiddar aftur á þeim árum með
um 65 gullaurum. En nú er auð-
vitað svo komið að gengistap er
á greiðslum vegna þessa láns, þar
sem dönsk króna er komin í gull-
verð.
En því miður munu miljónalán
vera til frá þeim tíma sem dönsk
króna stóð í 65—70 gullaurum, og
á þeim verður gífurlegt gengis-
tap.
En að dönsku lánin séu yfir-
leitt svo ill að enska lánið verði
„ódýrasta og besta lánið“ saman-
borið við þau mun sem betur fer
ekki vera rétt. Greinarhöf. „Varð-
ar“ ,meir að segja afsannar það
sjálfur, því að i einum kafla
greinar sinnar skýrir hann frá að
stjórnin hafi, samkvæmt lögum
frá íhaldsflokknum(!), tekið 3
milj. kr. lán til vaxtabréfakaupa,
og fákk lánið með mjög hagstæð-
um kjörum“, segir höf. og er
það ekki ofmælt, þegar það t. d. j
er borið saman við enska lánið og
önnur erfið lán. Á þessu láni verð- ;
ur ekki gegnistap. Danska krón- j
an var í gullverði þegar það var
tekið. Vextir og afföll stórum
minni. Lánið tekið við lægra gull-
verðlagi, og svo bjartsýn megum
við til að vera, að trúa því, að
húsin sem voru bygð fyrir það,
að mestu í Rvík, sé ekki' bygt á
sandi, — sviknum atvinnugrund-
velli.
Landið er stórskuldugt, svo að
ekki hefir jafnvont verið á und-
anförnum áratug.
Bölvunin af gengishækkun
hinna útlensku peninga bitnar
þunglega á landsmönnum, því að
af þeim er heimtaður stórum
hærri höfuðstóll en þeir fengu
lánaðan. Gullið sem afla þarf í
greiðslur er stórum dýrara en á
þeim tíma er því var eytt. Fram-
leiðsla á seljanlegum vörum erf-
ið. Markaðsverð lágt og atvinnu-
rekendur og framleiðendur kúg-
aðir af undanfarandi innlendri
gengishækkun.
Ríkjandi ástand er farið að
opna augu almennings fyrir því,
að þeir sem mest hafa haft ráðin
um fjármál og atvinnulíf lands-
manna undanfarinn áratug hafa
ekki haft „sem kullkomnasta
þekkingu á þeim viðburðum, sem
gerst hafa á þessu sviði, eða sem
glegstan skilning á samhengi or-
saka og afleiðinga í þessari rás
viðburðanna“.
Eg hefi orðið langorður um aug-
ljóst efni.Greinin er skrifuð vegna
samtals við menn sem höfðu þá
föstu skoðun að gegnishækkun
íslensku krónunnar létti að sama
skapi útlendar skuldagreiðslur.
Greinin á því að vera stíluð til
þeirra manna, og tilraun til að
koma í veg fyrir þann misskiln-
ing.
3. júlí 1927.
G. G.
iflfli? íilÉðlÉlifl I. í
(Tekið eftir Félagsblaði í. R.).
Dagana 15.—22. maí var hátíð.
- mikil haldin í Gautaborg, til
minningai- um fimleikafrömuðinn
P. H. Ling. Ling er fæddur árið
1776. Ungur nam hann fimleika
og skilmingar, og varð síðan íor-
stjóri fyrir kgl. Gymnastiske
Gentralinstitutet í Stokkhólmi
þar til hann dó, 1839. Ling kynti
sér nákvæmlega líkamsfræði og
lífeðlisfræði og myndaði því næst
sitt eigin fimleikakerfi, sem nú
er mest notað um allan heim.
Fimleikakerfi Lings er notað við
kenslu í flestum skólum í Sví-
þjóð, Noregi, Danmörku, Finn-
landi, Grikklandi, Belgíu og Eng-
landi. Að fimleikakerfi hans er
notað svo víða, sýnir yfirburði
þess. Svíar heiðruðu minningu
hans á vel viðeigandi hátt. Þessa
viku, sem hátíðin stóð yfir, voru
fimleikasýningar á hverjum degi,
og tóku þátt í þeim samtals um
1400 manns.
Síðasta dag mótsins, sumiud.
22. maí, voru fimleikaflokkar I.
R. komnir til Gautaborgar. Þann
dag var afhjúpað líkneski Lings,
á Slottskogsvallen. Danir, Norð-
meim og Finnar lögðu við þetta
tækifæri blómsveiga við minnis-
varða Lings, og Sveinn Bjöms-
son, sendiherra Islands í Kaup-
mannahöfn, afhenti blómsveiga,
sem kveðju frá íslendingum. í öll-
um blómsveigunum voru bönd
með fánalitum hvers lands.
Um kvöldið var mikilfengleg
fimleikasýning í Cirkus. Þar
sýndi kvenflokkur I. R. Sænsk
blöð segja, að sýning íslenska
flokksins og finska kvenflokksins
hafi ótvírætt verið merkilegustu
fimleikasýningarnar þessa viku,
sem hátíðahöldin stóðu yfir.
„Göteborgs-Posten“ skrifar 23.
maí um sýningu kvenflokksins:
• . . Og svo hófst algerlega
frumleg, yndisleg fögur sýning,
sem myndi leggja allan heim-
inn að fótum þessara íslensku
stúlkna, ef þessari fyrstu utan-
för þeirra væri breytt í ferða-
lag um öll lönd. Langir flokkar
fullkomnustu hreyfinga, sem
virtust eins og hljóðfall, og sem
smátt og smátt höfðu náð til
: hvers einasta vöðva líkamans.
Armhreyfingarnar 1 þessari ís-
lensku leikfimni, eru dásamlegar,
alt er svo þægilegt, jafnt og fag-
urt, likast því sem einhver æðii
máttur hefði gefið heilum flokki
af meistaraverkum listarinnar
| líf. Við tölum stundum um góð-
an j afnvægisgang. Maður hefir
enga hugmynd um, hve hægt er
að komast langt í þessari grein
leikfimninnar, nema að hafa séð
þessar íslensku stúlkur. Áhorf-
endurnir voru snortnir dýpstu að-
dáun, meðan á sýningunni stóð“.
Eftir sýninguna var flokknum
j afhentur silfurskjöldur Ling-
! bandalagsins.
j Mánudaginn 23. maí fóru flokk-
j arnir frá Gautaborg til Frederik-
stad, og sýndu þar. Þaðan til Osló
og Berg-en, og héldu þaðan heim-
leiðis með „Lyru“ 26. maí. Á
heimleiðinni var haldin sýning í
Færeyjum, sem tókst ágætlega
vel, og til Reykjavíkur komu
flokkarnir þriðjudaginn 31. maí.
Alikið var í ráðist, þegar ákveð-
ið var að senda fimleikaflokkana
til Noregs og Gautaborgar. I-
þróttafélögin hér eiga við mikla
fj árhagsörðugleika að stríða, svo
það sýndist ógemingur að kosta
22 menn til útlanda. Norðmenn
brugðust vel við, og vegna góðra
tilboða af þeirra hálfu er hall-
inn á ferðinni ekki tilfinnanleg-
ur. Til Alþingis eða Bæjarstjóm-
ar Rvíkur var að þessu sinni
ekki sótt um fararstyrk. I öðru
lagi voru þeir tiltölulega fáir, sem
kvæmdum, hversu mikið, sem
leggja verður í sölurnar. Eigi
aðeins að standa með sannleik-
anum í orði heldur og á borði,
bera sannleikanum vitni, þegar
það er hættulegt og þegar það
virðist auðvelt að hliðra sér hjá
því, án þess að hljóta ámæli
nokkurs manns. Vertu sannleik-
ans megin, líka þegar enginn
eggjar þig til þess, nema hin
hljóða rödd samviskunnar, og þú
munt þekkja Krist.
Hvað er að vera sólarmegin?
Þannig er um þorpið hér, að það
er undir fjalli reist. Og Spillirinn
hylur sól frá sýn mikinn hluta
sólarhringsins, og jafnvel stund-
um allan daginn, mánuðum sam-
an. Til er sá spillir í andans heimi.
sem lokar sól frá sýn. Og meðal
þeirra manna, sem í andlegum
skilningi reisa bæ sinn undir
þeim spilli, nýtur að vísu nokkuð
áhrifa ljóssins, svo sem einnig
hér, en það sér oft eigi til sólar
langa lengi. Þar er ekkert sólar-
lag og engin sólaruppkoma, því
að Spillirinn skyggir á. Og svo
miklu, sem lifandi andinn er vold-
. ugri og aflmeiri dauðu efninu,
svo miklu hættulegri eru þau
fjöll í andans ríki, sem byrgja
andanum sólarsýn. Og því miður,
hefir margur þannig, í andlegum
skilningi, reist bæ sinn undir svo
háum spilli að- hann sér eigi né
þekkir Krist, þegar hann kemur,
því um bæinn þann er altaf hálf-
rökkur. Og þessi spillir, sem hyl-
ur mönnum sól sannleikans,
skyggir á ásjónu drottins vors
Jesú Krists. Það er spillir tor-
trygninnar, það er spillir bölsýn-
innar, það er spillir þrönghyggj-
unnar og það er spillir syndar-
innar. Og svo getur hver yðar
áheyrandi minn, útfært nánara
líkinguna um spillirinn í andans
ríki. En eg mun að þessu sinni
útskýra nánar þessi nefndu at-
riði. Órökstudd tortryggni er
stórháskaleg glöggsýni manna á
hið góða og fagra. Getur nokkuð
gott komið frá Nasaret? Það er
spuming, sem því miður á marg-
ar hliðstæður á vorum tímum.
Og það lakasta er, að menn
spyrja eigi aðeins: Getur nokk-
uð gott komið frá Nasaret, held-
ur fullyrða: Það getur ekkert
gott komið þaðan. Menn eru í
trúmálum, stjómmálum og í öðr-
um efnum oft þannig fyrir fram
sannfærðir og fullir hleypidóma,
að þetta fjall hjartans, þessi
sálarspillir lokar allri sólarsýn
sannleikans. Vér þurfum í lík-
ingu talað að hætta slíkum full-
yrðingum. Það getur ekkert gott
komið frá Nasaret, lítilfjörlegum,
fyrirlitlegum bæ. Og þaðan kem-
ur hann í líkingu talað altaf. Ver
þess vegna eigi tortrygginn um
neitt, er þú eigi þekkir! Og ef
einhver boðar þér fundinn sann-
leika, þá ver þú eigi tortrygginn,
en kom þú og sjá.
Og, sjá, Jesús kemur frá
Nasaret. Hvað er þá að vera sól-
armegin? Það er í fyrsta lagi að
vera án tortrygni og hleypi-
dóma. Og að vera sólarmeg-
•in er einnig að eiga bjart-
sýni djúpsæinnar. Enginn getur
komið auga á hið bjarta, fagra
og góða, sem eigi leitar að því,
en að vera bjartsýnn, er einmitt
það, að leita hins fagra og góða
í lífinu. Maður nokkur átti fag-
urt og glæsilegt hús á fallegum
stað. Það var allsstaðar bjart í
húsinu, nema í kjallaranum, en
einmitt þar settist eigandinn að,
enda var hann alla daga í hálf-
rökkri, og kvartaði stöðugt um
hve dimt væri í húsinu. Á líkan
hátt, sem þessi maður, lifa ýmsir
lífinu, og verða þannig blindir á
það fegursta og besta, sem lífið
hefir að bjóða. En með þessu
móti sljóvgast einnig sýnin fyrir
því sanna og góða. Þess vegna
verður hver, sem þekkja vill
Jesúm Krist, að æfa huga sinn,
skilning og tilfinningu, við
að finna og fá fram það
besta og göfugasta, sem er í
fari samferðamannanna á lífs-
leiðinni. Hann verður í þessum
skilningi að lifa lífinu sólarmegin,
leita að Jesú Kristi í hverri
mannssál, því það besta og göf-
ugasta í fari annara manna,
bendir til hans. Og eins og Jesús
er mynd föður vors í himnunum,
þannig er hið bjartasta í fari
mannanna myndin af Jesú Kristi.
Og þótt sú mynd verði nokkuð
ófullkomin, þá er það einmitt
víst, að eftir þeirri mynd og
engri annari fremur, má þekkja
Jesúm Krist. En með því að
maðurinn þannig, eftir eðh sínu,
er í guðs mynd skapaður, þá er
það, að horfa þannig á mannlíí-
ið, eigi aðeins að vera sólarmegin
í lífinu, heldur einnig að vera
sannleikans megin. Sá sem á
þessa bjartsýni djúpsæinnar,
þekkir Jesúm Krist. Og frá sama
bjartsýninnar sjónamiiði, ber
oss að líta á öll atvik lífsins,
hvort sem oss er ljóst, hvernig
þau verða til blessunar eðá ekki,
en þessi bjartsýni er nauðsynleg
til að þekkja hann, hvers líf var
sannleika var maður bjartsýninn-
ar, bjartsýnni en nokkur annar
sorgarleikur, en sem í raun og
hefir venð í þessari veröld. Því
að sú bjartsýni, sem hér um ræð-
ir, er eigi bjartsýni grunnhyggj-
unnar, heldur bjartsýni fómandi
kærleika, það er bjartsýni þeirra
manna, sem vilja fórna sér fyrir
aðra menn, af því að þeir treysta
á verðmæti þeirra, ódauðleik sál-
arinnai- og almætti kærleikans.
Að líta þannig á lífið, er í sann-
leika að vera sólarmegin og vera
sannleikans megin, og sá er þann-
ig lítur á lífið, þekkir Jesúm
Krist. En að vera sólarmegin í
lífinu, er eigi aðeins það, að vera
bjartsýnn, heldur og það, að vera
víðsýnn. Því að þar sem skins
sólar nýtur best, þar er bæði
bjartsýni og víðsýni. Víðsýni og
umburðarlyndi eru einkenni
þeirra manna, er í þeirri merk-
ingu, sem hér um hefir rætt
verið, reisa bæ sinn sólarmegin.
Það er eigi víðsýni stefnuleys-
ingjans, sem stöðugt hvarflar frá
einu til annai’s. Það er ekki víð-
sýni spjátmngsins og uppskafn-
ingsins, ^sem í dag er fylgjandi
þessu máli en á morgun öðru, er
með öllu og engu yfirleitt. Nei,
það er víðsýni hugsjónarandans
og mannkærleikans. Það er sú
víðsýni, sem játar og lýtur í
lotningu sannleikanum, hvar sem
hann er að finna. Það er sú víð-
sýni, sem leitar alstaðar sann-
leikans, jafnt eftir nýjum leið-
um og gömlum, það er sú víð-
sýni, sem postuli Krists hvetur
til, er hann segir: „Rannsakið
alt og haldið því sem gott er“.
Það er sú víðsýni, sem segir:
Vér skulum einnig fara til Naz-
aret og leita sannleikans þar.
Þetta er víðsýni hugsjónarand-
ans, sannleiksandans, kærieiks-
andans. Þetta er víðsýni guðs-
ríkishugsjónarinnar. Þetta er
víðsýni framsóknarinnar og iðr-
unarinnar. Það er sú víðsýni, sem