Tíminn - 13.08.1927, Qupperneq 1

Tíminn - 13.08.1927, Qupperneq 1
©Jaíbfeti og afgrei&slumaður Cimans er Sannpetg þ o r s t e i n s&ó t lir, Sambanðsþúsinu, Heyfjaoíf. ^fgteifcsla Cimans er i Sambanðsþúsinu. ©pin öaglega 9—(2 f. I). Shni <00. XT. ar. Reykjavík, 13. ágúst 1927. 36. blað. I Steplíái fi. Steplia I Klettaf jallaskáldið fræga, andaðist 9. þessa mánaðar. Er þar til moldar hniginn einn af merkustu sonum íslensku þjóðarinnar. — Hans verður síðar minst hér í blaðinu. -----0---- Utan úrheimi. England. Haustið 1924 fóru fram kosn- ingar til enska Parlamentsins, og unnu íhaldsmenn þá meiri sigur en dæmi eru til á síðari tímum. Ýmsir stjórnfræðingar spáðu því þá, að þessi mikli sig- ur myndi verða hættulegur fyrir flokkinn. Það er gömul venja að því voldugri sem þingflokkur er, því meiri verða deilurnar milli foringjanna innan flokksins. Ef andstaðan er veik, er meirihluta- flokkurinn jafnan í hættu, af innri orsökum. Þetta hefir komið greinilega fram á Englandi. Stjórn Baldwins og félaga hans hefir verið veik og hvarflandi, og sífelt sundurlyndi innan flokksins. í koladeilunum reyndi stjómin lengi vel að miðla málum, en það tókst ekki betur en svo, að bæði námueigendur 0 g verkamenn voru jafnóánægðir með aðgerðir hennar. 1 flotamálunum stendur alt í stað. Þar hefir engin lausn fengist. Stjómin hefir ekki vilj- að auka flotann eins mikið og hervaldssinnar hafa krafist, en hinsvegar hefir hún ekki gengið eins langt í afvopnun og friðar- vinir hafa heimtað. Af starfsemi hennar í þessu máli hefir því enginn árangur orðið. I utanríkismálum hefir betur gengið.Stjórninni hefir ekki tekist að miðla málum milli Frakka og Þjóðverja eða annara þjóða er í deilum eiga. Margir Englending- ar tala um það með sárri gremju, að England sé ekki lengur önd- vegisríkið í heimspólitíkinni. Frakkland, undir forustu Poin- carés, er að verða áhrifamesta ríki heimsins nú sem stendur, en enskir borgarar vilja ógjam- an að föðurland þeirra sé annað eða hið þriðja í röðinni. Stjórn- in sleit sendiherrasambandi við Rússland í vor. Mun það hafa verið gert eftir áeggjun hinna hörðustu íhaldsmanna. En hver hefir árangurinn orðið? Enginn. Kaupmenn og verksmiðjueigend- ur heimtuðu að fá að halda á- fram verslun við Rússland, og það hafa þeir fengið. Svo heim- urinn hefir fengið að sjá það ein- kennilega fyrirbrigði að tvö ríki hafa slitið sendiherrasamband- inu, og slíkt er vant að þýða ó- frið, en þó reka þau verslun sín á milli, á friðsamlegan hátt, eifis 0g ekkert hafi ískorist. Það voru skiftar skoðanir með- al borgaraflokkanna ensku um þessa ákvörðun stjómarinnar, en úr því sem komið er nú, eru all- ir óánægðir með gjörðir hennar. Úr því hún fór að reiða hnef- ann til höggs, átti hún að slá, en ekki að stinga honum í vas- ann aftur. Verkfallslögin, sem flestir munu kannast við hafa heldur ekki orðið til þess að auka veg stjórnarinnar. Hvað sem segja má um þessi lög, þá er þáð víst, að þau eru ekki í samræmi við skilning Englend- inga á frjálsræði einstaklingsins. Þess vegna eru lögin óvinsæl af öllum almenningi. En það, sem þó hefir orðið þyngst á metunum er frumvarp stjómarinnar um breytingu á efri deild Parlamentsins. Lávarða- deildin hefir í margar aldir verið einn af kjörgripum Englendinga, en þó hafa þeir jafnan gætt þess, að hún geti ekki orðið þröskuldur í vegi fyrir athöfnum hinnar þjóðkjörnu neðri deildar. Síðan 1911 hefir neðri deild ráðið öllu um fjármál ríkisins, og þetta hefir afarmikla þýðingu, því án fjár er fátt hægt að gera. Nú kom stjórnin í vor fram með frumvarp til breytinga á skipun lávarðadeildarinnar. Þingmönnum hennar skyldi eftir því fækkað frá 720 ofan í 350, og áttu þeir að vera að mestu leyti kosnir af hinum arfgengu lávörðum, og úr þeirra flokki. Jafnframt átti nefnd, sem skipuð væri jafn- mörgum fulltrúum úr báðum þingdeildum, að skera úr því, hvaða mál heyrðu undir fjárveit- ingavaldið. Hingað til hefir for- seti neðri deildar (Speaker) haft úrskurðarvald í þeim efnum. Þetta frumv. fékk afarslæmar viðtökur hjá þjóðinni. Það voru ekki aðeins frjálslyndi flokkurinn og verkamenn, sem risu upp gegn því, heldur einnig fjöldi atvinnu- rekenda, sem hin’gað til hefir fylgt íhaldsflokknum að málum. Enda er það ofurskiljanlegt, því ef það hefði orðið að lögum, hefði lávarðadeildin orðið að minsta kosti eins voldug og House af Commons, en slíkt geta Englend- ingar ekki þolað. Nú kom líka það undarlega atvik fyrir, að frumvarpið var felt með miklum atkvæðamun, en þó situr stjórnin hin rólegasta, eins og ekkert hafi í skorist. Enda þótt það sé ensk- ur skilningur, að stórn verði að standa og falla með stórpólitísku frumvarpi (Public Bill). Það eru líka bersýnileg straum- hvörf í enskri pólitík nú á dögum. Margar aukakosningar til neðri deildar þingsins hafa fram í vet- ur og vor, og þær hafa jafnan gengið á móti íhaldsmönnum. Sumum kjördæmum hafa þeir tapað, og í öðrum hefir atkvæða- tala þeirra lækkað að miklum mun. En það er frjálslyndi flokk- urinn, sem grætt hefir á þessu, en ekki verkamenn. Á stríðsár- unum féll frjálslyndi flokkui’inn í mola, en nú er hann að rétta sig við aftur. Foringi hans er Lloyd George, en tveir af höfuð- skörungum Breta, Reading lá- varður, áður vísikonungur á Ind- landi og Herberi Samúel, áður landsstjóri á Gyðingalandi hafa tekið að sér að stjóma kosninga- baráttu flokksins. Vænta menn sér mikils af starfi þessara manna, og eins og nú horfir við, má segja að alt útlit sé fyrir því, að hinn frjálslyndi mið- flokkur muni innan skamms taka við völdum á Englandi. ----0----- Stjórnarskiftin. Miðstjóm Framsóknarflokksins hefir boðað þingmenn flokksins til fundar í Reykjavík 22. þ. m., til þess að taka ákvarðanir um stjórnarmyndun. Með þessu móti er reynt að komast hjá því að kveðja til þings, og stjórnar- myndunin ætti að ganga fult eins greiðlega og þótt þing væri kallað saman. Væntanlega tekur hin nýja stjóm við völdunum síðast í þessum mánuði. ----o--- t Geir Sæmundsson vígslubiskup á Akureyri andaðist þann 9. þ. m. eftir rúmlega hálfs- mánaðar legu. Síra Geir var fæddur að Hraun- gerði í Flóa 1. sept. 1867, sonur Sæmundar Jónssonar prófasts þar. Hann tók stúdentspróf 1887, las guðfræði við Hafnarháskóla og lauk þar prófi 31. jan. 1894. Fékk veitingu fyrir Hjaltastað 23. jan. 1897, en hafði áður fengist við kenslustörf um skeið. Akureyrarprestakall fékk hann 8. júní 1900, og prófastur í Eyja- firði var hann skipaður 8. júní 1907 og gegndi hann þeim em- bættum til dauðadags. Síra Geir var einkar skyldu- rækinn embættismaður og vin- sæll og vel látinn af öllum er einhver kynni höfðu af honum. Þegar lögin um stofnun vígslu- biskupa voru gefin 1909, var það allsstaðar talið sjálfsagt, að hann yrði vígslubiskup í Hólastifti hinu forna, og var hann vígður til þess embættis í Hóladómkirkju 10. júlí 1910. Hinn eini íslenski biskup, sem þar hefir hlotið vígslu. Síra Geir mun þó fræg- astur fyrir söng sinn. Hann lagði mikla stund á söngnám á Hafnar- árum sínum, og mun það ekki of- sögum sagt, að hann hafi um langt skeið verið besti söngmaður landsins. Tón hans og söngur mun flestum minnisstætt, er á heyrðu. Kona síra Geirs var Sigríður Jónsdóttir háyfirdómara Péturs- sonar. Hún andaðist 23. október 1923. Lifa tvö börn þeirra upp- komin. Þátttaka í alþingiskosningunum. Landskosningar til efri deildar Alþingis fóru fyrst fram 5. ágúst 1916. Þá voru kjósendur 24,189 eða 26,8% af landsmönn- um. Aðeins 5,873, eða 24,3% kjósenda greiddi atkvæði. Næst, vai’ kosið 8. júlí 1922. Þá voru kjósendur orðnir að tölu 29,094, eða 30,2% af landsmönnum, og atkvæði greiddu 11,962 eða 41% af kjóséndum. Má þetta teljast slæm þátttaka, en þess ber að gæta að allmikill hluti kjósenda eru gamlir menn og heilsuveilir, sem ekki geta sótt kjörfund. Við kosningamar 1. júlí í fyrra voru greidd 14,113 atkv. en tala kjós- enda var 30,767. í öll þessi skifti var kosfð á blíðum sumardegi, en þegar kos- inn var einn maður til efri deild- ar 23. okt. síðastliðið var blind- stórhríð víða um land og illmögu- legt að kjósa í mörgum sveitum, en samt var atkvæðatalan hærri en nokkru sinni fyr, 15,698, eða nákvæmlega helmingur kjósenda. Það kann að virðast undarlegt að best skyldi vera kosið í ill- viðrinu, en þær orsakir lágu til þess, að í fyrsta lagi var mikið kapp í kosningunum og hinsvegar fóru þá einnig fram almennav kjördæmakosningar í Reykjavík, Dalasýslu og Rangárvallasýslu. t þessum þremur kjördæmum kusu 1414 fleiri en við kosningamar 1. júlí. Það er því auðséð að mikill hluti kjósenda hefir ekki enn fengið skilning á því hve lands- kosningamar eru þýðingarmiklar fyrir þjóðina. Öðru máli er að gegna um kjördæmakosningamar. Þær hafa oft verið vel sóttar. Við kosning- arnar 1919 voru greidd 14,463 at- kvæði, eða rúm 45% kjósenda hans, en þá var ekki kosið í 9 kjördæmum. Við kosningarnar 27. okt 1923 var tala greiddra atkv. 31,146 eða 71% af kjósendatöl- unni. Þá var ekki kosið í þremur litlum kjördæmum. Þetta var mesta þátttaka, sem átt hafði sér stað, síðan síðan kosningarréttur- inn var almennur, enda var blíð- | 1 veður kjördaginn, og heimakosn- ingar leyfðar sjúklingum. Um hálft þriðja þúsund atkvæða var greitt heima af fólki, sem ekki hefði annars kosið. Við kosningai’nar 9. júlí síðast- liðið var þátttakan þó enn meiri, enda þótt heimakosningar væru þá úr lögum numdar. Nákvæmar tölur er ekki hægt að fá ennþá (til dæmis urn ógild atkv.), en það má telja víst, að um 33,000 hafi neitt kosningari’éttar síns. Ef heimakosningar hefðu verið leyfðar eins og 1923 mundi at- kvæðatalan hafa orðið yfir 35 þúsund, en nú var líka kosið í öllum kjördæmum landsins. Bi’eytingar hafa ekki orðið mikl- ar á þátttökunni í kjördæmum. I stærxi kaupstöðum var þátttak- an heldur daufari en 1923, valda ! því mest heimakosningai’nar, en ! í sumum sveitum hefir hún auk- | ist mikið, til dæmis í Barða- strandarsýslu og báðum Húna- vatnssýslum. Einna best var þó sótt kosningin í Mýi’asýslu, lík- lega undir 90% kjósenda, en þar var ekki kosið 1923. Tala kjósenda mun nú vei'a milli 45 og 46 þúsund, svo það j má ekki teljast mikið þó um | 33% kjósenda greiði atkvæði. 1 Það er ekki hægt að kalla veru- | lega vel kosið fyr en 80—85% , kjósenda gi’eiðir atkvæði, þegar | kosið er á sólbjöi'tum sumai’degi, og auðvelt er að sækja kjörfund, 1 jafnvel í hinum strjálbygðustu j sveitum landsins. En þess verða ! menn vel að gæta, að það er lítið gagn að því að hafa kosningar- rétt og geta haft áhrif á stjórn- ai*far landsins, ef menn sitja heima og neyta ekki réttar síns þegar á kjördag kemur. -----0---- Móðurmálskensla, Morgunblaðið og „bíóin“. .Islendingar hafa löngum mikl- ast af því að hafa geymt tungu feðra sinna lítið bjagaða um mörg hundruð ára. Trúa því margir, að ef vér hefðum ekki varðveitt mál feðra vorra væri 'stjói'nai'farsleysi og menningar- legi’i tilveru íslensku þjóðarinnar löngu lokið. Til munu þó þeir menn, sem ekki teldu það veru- lega miður farið, þó hér væri töluð einhver stórtunga, því það mundi létta einangrun af þjóð- inni að ýmsu leyti, en engan höfum vér heyrt halda því fram, að skaðlaust væri þó vér af leti og kænileysi létum tunguna rotna niður og mállýskur nema land í staðinn. Er það og sannast að segja, að íslenska þjóðin hefir lagt á sig meira erfiðiog fjár- útlát við kenslu tungunnar en allra annara fræðigi’eina til sam- ans. Skiftir það fé hundruðum þúsunda ki’óna sem til íslensku- kenslu er varið árlega í landinu í beinum fjárútlátum. Er nokkuð spurt um árangur þessarar fyrir- hafnar og fjárútláta sem þjóðin leggur á sig til viðhalds tungunn- ar? Eg held ekki. Og ekkert er gert til þess að varna því að tungan spillist I Reykjavík lifir fullur fimti hluti þjóðarinnar, Börnin og unglingarnir, sem alast þar upp, venja komur sínar á kvikmyndahús og lesa dagblöðin. Skal hvoi'ugt lastað því hvort- tveggja getur verið til menning- arauka. En hvemig er séð fyrir andlegum þörfum unglinganna í kvikrnyndahúsunum og dagblöð- unum ? Útbi-eiddasta dagblaðið, Morgunblaðið, er skrifað á svo illu máli, að þeir embættismenn þjóðarinnar, sem einkum er falin varðveisla tungunnai', en það em kennararnir, verða að gera ráð- stafanir til þess, að óheimilt sé að gefa út blöð, nema i'itstjór- ar þeirra sanni móðurmálskunn- áttu sína. Ef blöðin eigi að síður birta málspillandi greinar, þarf að skipa eftii'litsmenn við þau, sem lesi pi’ófai’kir og leiðrétti vit- leysurnar. Eg greip af handahófi niður í „dagbók“ Moi'gunblaðsins í dag 0g rakst þar á svohljóðandi fréttapistil: „Lagning skolpröranna í aust- „uruppfyllinguna austur fyrir „hafnargarðinn hefir gengið til- „tölulega fljótt. Er búið að grafa „ræsið, og farið að láta rörin nið- „ur og er byi'jað að austanvex'ðu. „Hver rörbútur er mikið bákn „og svo víður, að lítið vantar á, „að fullvaxinn maður fái gengið „uppréttur í þeim. Talsverðum „erfiðleikum er það bundið, að „koma svo stórum og þungum „í'örum fyrir í i-æsinu“. Hvaða einkunn mundi ferm- ingarbarn fá fyrir svona ritgerð? Allar skýringar á myndum kvikmyndahúsanna í Reykjavík eru á dönsku! Þarf ekki orðum að því að eyða hvílík hneisa þetta er fyrir þjóð, sem talar sérstaka tungu og telur sér það helst til gildis. Verður að krefjast, að þessari óhæfu sé hætt og skýr- ingar myndanna þýddar á sæmi- legt íslenskt mál. Gamall kennari. ----o----- í

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.