Tíminn - 13.08.1927, Side 2

Tíminn - 13.08.1927, Side 2
134 TÍMINN ' Frá útlöndum. Fyrir nokkrum árum voru tveir ítalskir kommúnistar Sacco og Vanzetti að nafni, ákærðir fyrir morð í fylkinu Massachu- setts í Bandaríkjunum. Þeir voru dæmdir til dauða, en fjöldi manna hugði þá vera saklausa og Jafnaðarmenn í ýmsum lönd- um hófu mótmæli gegn dómnum og reyndu að fá mennina náðaða og mál þeirra tekið upp til nýrr- ar rannsóknar. Þeir hafa síðan setið í fangelsi, en nú fyrir skömmu neitaði fylkisstjórinn að náða þá og hæstiréttur synjaði um endurskoðun málsins, en þá hófust jafnframt miklar óspektir víða í Bandaríkjunum. Mótmæla- verkföll gegn líflátsdómnum eru hafin á ýmsum stöðum, og hreyf- ingin hefir náð til margra landa. Þannig hafa franskir kommún- istar reynt að koma á stað alls- herjarverkfalli. I Argentínu og fleiri löndum hafa orðið uppþot út af þessu. Búist er við alvar- legum afleiðingum. Nýkomin fregn hermir að af- taka Saeco og Vanzettis hafi ver- ið ákveðin í gær, en ríkisstjórinn í Massachusetts neyddist til þess á síðustu stundu, að fresta af- tökunni þar til annan mánudag. Orsök frestunarinnar var hin geipilega æsing út af þessu máii í öllum borgum Bandaríkjanna. Var sumstaðar barist á götunum. — Flotamálaráðstefnunni i Genf hefir nú verið slitið án þess nokkur árangur næðist. Það má búast við því að stórþjóðimar auki flota sína eftir því sem Washington-samþyktin leyfir. — Nýkomnar fréttir herma, að Japanar hafi sett stjórnunum í Kína úrslitakosti. Vilja þeir fá yfirráð yfir Mongólalandi og Manchúríu. I Kína geysar sífelt borgarastyrjöld milli ýmsra flokka og ástandið þar er ekki ósvipað Sturlungaöldinni hér á landi. Nokkrir herforingjar keppa um völdin, en allur almenningur situr hjá, en bíður þó ógurlegt tjón af ófriðnum. í Kína búa yf- ir 400 miljónir manna, en allar hersveitirnar, sem taka þátt í ó- friðnum, nema ekki einni miljón. Sýnir þetta best að hinir kín- tlotadrjúgt Éilt Þegar talað er um afrakstur atvinnuveganna hér á landi, tekjurnar sem þeir gefa í þjóðar- búið og þýðingu þeirra fyrir af- komu þjóðarinnar, er venjulegast vitnað í verslunarskýrslurnar og landsreikningana og þýðing at- vinnuveganna metin eftir þeim upplýsihgum, sem þessar heim- ildir gefa um hlutdeild þeirra í verslunarviðskiftum út á við og í tekjum ríkissjóðsins, eins og öll afkoma þjóðarinnar sé undir þessu tvennu komin og engu öðru, og að þetta sé sú löggilta vog sem sýni réttilega þýðingu at- vinnuveganna fyrir þjóðarbúskap- inn, þjóðarheildina og einstak- lingana sem að atvinnuvegunum standa. Það er ekki nema eðlilegt að landbúnaðurinn verði léttvæg- ur fundinn til móts við sjávarút- veginn af þeim sem trúa á þessa sviknu vog, einkarlega þegar metið er eingöngu eftir útflutn- ingsskýrslunum, eins og margir virðast gera. Það er ekki tilgangurinn með þessum fáu línum að fara í neinn atvinnuvegajöfnuð, eða leiða rök að því hversu ranglátur þessi mælikvarði er, sem margir nota, ætti öllum að vera ljóst að ekki er nema hálfsögð sagan og ekki það, með því að meta atvinnu- vegina mestmegnis eftir útflutn- ingsskýrslum, án þess að gera versku þjóðir. standa eigmlega utan við ófriðinn, sem ribbalda- höfðingjamir heyja sín á milli. — Stjómin í Egyptalandi hef- ir mælst til þess, að hersveitir Englendinga verði fluttar frá Kaíró og látnar hafa aðalaðsetur sitt Asíumegin Súesskurðarins. Hefir stjómin mælst til þess vegna andúðar þjóðernissinna gegn Bretum. — Jámbrautarslys varð ný- lega í Hollandi, og biðu nokkrir menn bana. Stjórn Póllands hefir vísað úr landi tveimur rússneskum her- | íoringjum, er ásakaðir voru um i æsÍTigastarfsemi gegn Sovjet- i stjórninni. j — Símað er frá Berlín, að skot- j ið hafi verið á Georg Grikklands- konung, er hann var staddur á járnbrautarstöð einni við landa- mæri Kúmeníu. Skotin hæfðu ekki. — Síðustu fregnir herma, að hæstiréttur Bandaríkjanna hafi ákveðið að taka mál Sacco og Vanzettis til nýrrar rannsóknar. Akaíar æsingar höfðu orðið í landinu út af dómnum, og víða voru blóðugir bai'dagar á götun- um. Stjómarvöldin óttuðust al- gerða uppreisn og þorðu ekki annað en slaka til. En það var ekki aðeins í Bandaríkjunum, sem óspektir urðu. Um nálega allan hinn ment- aða heim, hefir fjöldi manna, og það án tiliits til stjórnmálaskoð- ana, tekið málstað þeirra Saccos og Vanzettis og barist fyrir því að þeir yrðu sýknaðir, en af þessu hafa sumstaðar orðið upp- hlaup. Til dæmis urðu nýlega all- miklar óspektir fyrir framan bú- stað ameríska sendiherrans í Lundúnum og er slíkt einsdæmi. Það má með sanni segja, að síðan Dreyfusmálið var á ferð- inni hefir enginn dómur vakið eins mikla eftirtekt og líflátsdóm- ur Saccos og Vanzettis, og allaf eru þeir að verða fleiri, sem trúa á algert sakleysi þeirra. Látinn er nýlega frægi vatna- lífsfræðingurinn dr. F. K. Reinsch. Banamein hans var krabbamein. Hann ferðaðist um Suður- og Austurland sumarið 1925, og eignaðist hjer marga vini. -----o---- sér nokkra grein fyrir hvað inn er flutt vegna þeirra sömu aí vinnuvega, sem settir eru á vog- arskálamar, án þess að líta nokk- uð á afstöðu þeirra til peninga- mála landsins, án þess að líta á hluttöku landbúnaðar og sjávar- útvegs í framfærslu og uppeldi þjóðarinnar og því síður án þess að taka smávægilegri atriði á nokkurn hátt til greina. „Það er drjúgt, sem drýpur“, segir máltækið, en annar megin- þátturinn í tekjum bóndans og landbúnaðarans mega kallast drjúpandi tekjur, kúamjólkin. Til j skamms tíma var það alsiða að ; færa frá og þessar drjúpandi I tekjur voru þá bæði sauðamjólk j og kúamjólk, en ekkert af þess- um tekjum — að undanskildum lítilsháttar útflutningi af smjöri um fárra ára skeið — hefir nokkumtíma komist inn í versl- unarskýrslumar, og þeirra hefir ekki gætt í tekjum ríkissjóðsins. En þeirra hefir drjúgum gætt — og gætir enn — í sveitabúskapn- um. Leitið að þessum tekjum í verslunarskýrslunum og hugsið ykkur hins vegar mjólkurlaust land! Tekjurnar finnast þar ekki og enginn getur þó hugsað sér j mjólkurlaust land. Er þó augljóst | hversu svikin mál það eru, versl- | unarskýrslurnar og landsreikn- j ingurinn, þegar um það er að i ræða hverja þýðingu einn at- vinnuvegur hefir fyrir þjóðfé- | lagið. j Hér eru að vísu ekki stór kúa- ' bú í sveitum og menn kunna að Fréttir. í júlímánuði voru fluttar út íslenskar afurðir fyrir 2,645,320 kr. Allur útflutningur fyrstu sjö mánuði ársins hefir numið 17, 558,200 gullkróna, og er það einni miljón hærra en á sama tíma í fyrra. Síldveiöi er enn mikil. Líklega meiri en nokkru sinni fyr. Lang- mest af aflanum hefir farið í bræðslu, en verksmiðj umar fyrir norðan, sem allar eru eign út- lendinga, hafa ekki 'getað tekið við allri síldinni, svo margir bát- ar eru hættir veiðum. Það virð- ist vera brýn þörf á að Islend- ingar sjálfir komi sér upp verk- smiðju til síldarbræðslu á Siglu- firði eða við Eyjafjörð. Núver- andi ástand er okkur til van- sæmdar. En það er líka margt annað viðvíkjandi síldarútvegin- um, sem þörf er á að athuga og kippa í lag. ! Sama veðurblíðan hefir verið til þessa tíma um land alt. Þetta sumar hefir verið eitt hið feg- ursta í manna minnum. 1 Mikill fjöldi útlendinga er hér á ferðalagi í sumar. Eins og j vant er ber þar mest á Englend- ingum. íslendingar eru nú einn- ig farnir að leggja mikla stund á fjallaferðir á sumrin, er það vel farið. Tveir menn gengu í síðasta mánuði yfir þveran Lang- jökul, frá Þjófadölum í Flosa- skarð. Gekk þeim vel ferðin, enda var veður hið besta. Leiðin yfir jökulinn var um 30 kílómetra. Bifreiðaslys óvenjumörg hafa orðið í nágrenni Reykjavíkur ný- lega. Verður að taka í taumana, j og á einhvern hátt stemma stigu fyrir ógætilegum bifreiðaakstri. Gestir í bænum. Arnór Sigur- j jónsson skólastjóri á Laugum i stóð hér við í bænum um tíma. ! Fór norður með íslandi um miðja j vikuna. — Ásmundur Guðmunds- j son skólastjóri á Eiðum er ný- | kominn til bæjarins og dvelst i frameftir mánuðinum. Hann fór um norðausturland á vegum Prestafélagsins, ásamt Sig. P- Sivertsen prófessor, og flutti prédikanir og erindi. — Guð- mundur Pétursson kaupfélags- stjóri í Ófeigsfirði kom snögga halda að tekjur af kúm séu smá- munir, sem lítið muni um í þjóð- arbúskapnum. En heimilin eru heldur ekki stór vel flest, svo að mjólkurdropinn verður þeim þó drjúgt og notalegt búsílag. Alls eru í landinu 18—19 þús. mjólk- andi kýr. Gerum ráð fyrir 18 þús. kúm og að þær skiftist á 6000 býli; hefir þá hvert heimili 3 kýr. Kýrnytin er eftir því sem næst verður komist um 2300 lítrar og heimilismjólkin verður því um 6900 lítrar. Sé lítirinn metinn 30 aura, nemur þetta 2070 kr. á heimili hvert og fyrir þau öll röskl. 12,4 milj. kr. ár- lega. Það skiftir ekki máli frá því sjónarmiði sem hér er tekið, þótt fáeinir menn hafi stór kúa- bú eftir íslenskum háttum, né heldur hitt, að kaupstaðabúar eiga allmargar kýr, að öðru leyti en því, að þessir kúaeigendur geta, eftir núverandi mjólkur- verði í kaupstöðunum, reiknað sér mjólkina meira virði en 30 aura. Hækkar þá heildarupphæð- in — heildartekjumar af mjólk- urframleiðslunni í landinu. Auk þess má telja sláturafurðir naut- gripa alt að miljón króna virði. Vitanlega er það álitamál hvað meta skal mjólkina hátt og til þess að taka tiliit til þeirra mis- munandi skoðana um þetta og til óviðráðanlegra verðbreytinga vil eg sýna hér verðmæti mjólk- urframleiðslunnar eftir mismun- andi mati, frá 20—40 aurum lítr- inn. Samkvæmt framansögðu er mjólkurframleiðslan alls 41,4 ferð til bæjarins og fór heim með Esju. — Sigurður Guð- mundsson skólameistari á Akur- eyri og frú hans eru stödd í bænum. Finnur Jónsson prófessor hefir dvalist hér í bænum í mánaðar- tíma. Skrapp austur að Berg- þórshvoli, þar sem fornfræðing- arnir sækja nú gröftinn af kappi. En það munu ekki vera rústirn- ar af bæ Njáls sem þeir nú eru að rannsaka. — F. J. hefir ný- iega lokið við mjög vandaða út- gáfu af Færeyingasögu, og aðra útgáfu af Sæmundareddu. Hann er enn við ágæta heilsu og j fullu fjöri, þótt sjötugur verði að ári, og láti þá af kenslustörfum við háskólann. Hann fer heim í næstu viku. Ihaldsmenn virðast ekki vera sérlega hræddir við sócíalistana nú upp á síðkastið. Fyrst styðja þeir Jafnaðarmann til kosninga í Suður-Þingeyjarsýslu, og svo samþy kkir atvinnumálaráðherr- ann, að Einar Olgeirsson verði einskonar sendiherra utanlands. Nú er það alkunnugt, að Einar er einn hinn ákveðnasti og rót- tækasti Jafnaðarmannaforingi landsins, svo þetta er allundarleg ráðstöfun hjá íhaldsráðherranum, Ætli það sé nú ekki kominn tími til þess fyrir íhaldsblöðin að hætta við að „agítera“ með hræðslunni við Jafnaðarmennina. Nýdáinn er Hjálmar Lárusson tréskeri, dóttursonur Bólu-Hjálm- ars. Hann var merkilegui' mað- ur í ýmsu og snillingur tii hand- anna. Lærði hann skurðlist aí' sjálfum sér og náði miklum þroska í þeirri list, þó ekki fengi hann kenslu notið um dagana. Síldarsalan. Útgerðarfélagið á Akureyri og nokkrir sunnlenskir útgerðarmenn senda Einar 01- geirsson stúdent til Kaupmanna- hafnar í síldarsöluerindum og er hann nýfarinn utan. Hann á í samráði við íslenska sendiherr- ann að vinna að síldarsölu í Rússlandi og víðar, eftir því sem vænlegt þykir. Er þetta gert í samráði við atvinnumálaráðherra. Sagt er að Norðmenn hafi selt mikið af síld í Rússlandi. Samkvæmt skýrslu Fiskifélags- ins var búið að salta 6. ágúst rúmar 94,000 tunnur, krydda 22,700 tn., en 332 þús. mál höfðu milj. litra en nú reikna eg til hægðarauka með 40 miljónum, Verður þá verðmæti árl. mjólkur- framleiðslu, ef lítrinn er metinn 20 aurar . . alls 8 milj. kr. 25 aurar . . alls 10 milj. kr. 30 aurar . . alls 12 milj. kr. 35 aurar .. alls 14 milj. kr. 40 aurar .. alls 16 milj. kr. Af þessu má sjá að hver 5 aura verðbreyting á mjólkinni nemur 2 milj. króna í þjóðarbú- skapnurn til hækkunar eða lækk- unar, og stendur því ekki alveg á sama hvernig mönnum tekst að „gera sér mat úr mjólkinni“. Þótt mjólkurtekjurnar séu ekki stórkostlegar, þá býst eg samt við að æðimargir hafi ekki gert sér grein fyrir, að þær væru þó svona miklar, og þess er vert að gæta, að til þess að afla þeirra er mjög lítið sótt út úr landinu, svo að þetta mega kallast „heima- tekjur“ og „holt er heima hvat“. Þetta eru ekki uppgripatekjur sem koma eins og „síldartorfur“ eða hvalreki, en það eru tekjur, sem renna jafnt og þétt í bú bóndans hvern ársins dag. Þær gefa rösklega 1 lítra í hvern munn í landinu daglega, sem rennur í merg og blóð þjóðarinn- ar líka daglega og eiga drjúgan þátt í því að viðhalda hreysti hennar og heilbrigði. Án þessa orkugjafa gæti þjóðin ekki lifað, og því meiri sem mjólkurfram- leiðslan verður, þess betur mun þjóðinni vegna. Þess vegna á að leita allra ráða til þess að mjólk- urframleiðslan geti aukist og farið í bræðslu; er það margfalt meira, en brætt hefir verið nokkru sinní fyr. Niels Bukh, hinn kunni íþrótta- kennari, kemur hingað 21. þ. m. með tvo fimleikaflokka, karla og' konur, og fer héðan norður til Akureyrar. Jón Þorsteinsson í- þróttakennari sér um móttöku flokkanna og greiðir götu þeirra á meðan þeir dveljast hér. — Niels Bukh kom hingað fyrir mörgum árum og hefir síðan re,ynst Íslendingum ágæta vel. — Fimleikaflokkar hans hafa mikið orð á sér, og ætlar hann að láta pá sýna leikfimi í mörgum lönd- um í haust. Sögufélagsbækumar fyrir 1927 eru nýkomnar út. Þær eru: Al- þingisbækur íslands V. b. 3. h., nær þetta hefti yfir árin 1624— 1630, Blanda III. 4. h., Lands- yfirréttar- og hæstaréttardómar 1801—1873 III. b. 2. h., Grund í Eyjafirði eftir Kl. Jónsson og svo loks síðast en ekki síst, Þjóðsög- ur Jóns Árnasonar I. b. 3. h., ná- kvæm endurprentun eftir frum- útgáfunni, 10 arkir. Þetta eru alt merkisbækur, sem mikla þýð- ingu hafa fyrir sögu vora og bókmentii'. Auk þess fá félags- menn ársskýrslu félagsins og félagatal. Sögufélagið hefir vaxið ákaf- lega á síðustu árum. Árið sem leið fjölgaðu félagar þess um 91, og nú eru þeir orðnir alls 1040. Jafnframt hefir fjárhagur fé- lagsins batnað og hagur þess á allan hátt blómgast. Er gleðilegt að sjá hvílíkan áhuga þjóðin hefir sýnt á að styðja Sögufé- lagið, kemur hér enn sem fyr í ljós áhugi hennar á sögu vorri. Dr. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörður er eins og áður forseti Sögufélagsins. Góður gestur. Meðal hinna út- lendu gesta, sem heimsótt hafa ísland í sumar er nafnkunnur enskur lögfræðingur W. W. Grantham að nafni. Hann er með- limur í borgarstjórn Lundúna- borgar og mikilsháttar maður. Hefir hann ferðast víða um heim, meðal annars dvaldi hann lengi hér á landi sumarið 1923 og eign- aðist hér marga vini. Hann er íþróttavinur mikill og hefir kent hér sjaldgæfan enskan knatt- leik (Stoolball). Héðan fer Mr. ráðið er í rauninni aðeins eitt: Ræktun, ræktun jarðarinnar. ræktun kúnna og ræktun lands- manna sjálfra. Eins og ræktun- arástand túnanna er nú, lætur nærri að kýrfóður fáist af hekt- ar túns, enda er minst á munun- um að nautgripaeignin svari til jafnmargra kúaþunga á fóðrum eins og stærð túnanna er talin í hektörum. Með góðum áburði, hæfilegri framræslu og góðri hirðingu túnanna ætti hektarinn að gefa hálft annað kýrfóður og ætti því að mega fjölga kúnum og öðrum nautpeningi um Va án þess að stækka túnin og án þess að gengið sé á fóðurbirgðir ann- ara gripa. Þetta nemur 20 milj. lítra af mjólk árlega í viðbót við það sem nú er, eða 6 milj. króna virði með 30 aura verðlagi og við þetta batnar aðstaðan til enn bættrar og aulcinnar rækt- unar, vegna vaxandi áburðar. Önnur leið til fjölgunar og aukinnar mjólkurframleiðslu er sú að rækta land að nýju — stækka túnin og sé sú ræktun í góðu lagi ættu 2 ha. nýrra túna að geta fóðrað 3 kýr. Væri ný- ræktin 2000 ha. árlega, eða x/3 ha. (nál. dagsl.) á hverju býli, mlðað við að býlin séu 6000, þá samsvarar sú töðuaukning, sem af þessu verður, 3000 kúa fóðri, nærri 7 milj. litra af mjólk og rösklega 2 milj. króna virði í aukinni mjólkurframleiðslu. Mörgum kann að sýnast sem dregið sé fyrir odd með því að spenna bogann svona hátt. Lát-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.