Tíminn - 03.09.1927, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1927, Blaðsíða 3
TIMINN 147 Bér, aö' láta engan kala koma fram gagnvart andstæðingum sinum, þegar talaö er við útlendinga. J. J. bendir á að íhaldsmenn geti máske setið við völd lengur. Að íhaldsmenn sjálfir telji ósigur sinn ekki mikinn. 0g fyrir sjálf- um ósigrinum gefur J. J. ekki þær skýringar sem landslýður veit um, hin mörgu hneikslismái íhaldsins, þar á meðal að hafa Áma í Múla erlendis tvö sumur í röð, Krossanes, herinn, meðferð áfengismálanna o. s. frv. Hann reynir auðsýnilega að láta erlenda lesendur fá þá hugmynd sem mildust gat verið um fallna and- stæðinga. Árni í Múla sem sjálfur hefir brotið svo mjög af sér við þjóð sína og flokk sinn utanlands, leyfir sér að áfella þessa fram- komu erlendis. Það þarf töluverða ósvífni til þess í hans sporum, sérstaklega þegar þess er gætt, að kunnugum mun finnast að honum veita ekki af kröftum sínum óskiftum til að halda upp aga og góðu siðferði í skrifstofu þeirri er íhaldið hefir fengið honum til meðferðar. A. ----o--- Hvað er bóndi? Ameriskt búnaðarblað hefir svarað ofannefndri spumingu þannig: Bóndi er maður, er ekki berst fyrir því að verða miljónaeigandi. Verk hans eru mest verð en minst virt allra verka. Hann er máttar- viður þjóðanna, en aðrir eru eins og greinar á þeim meiði. En þetta skilja fáir eða viðurkenna. Bónd- inn tók upp 8 stunda vinnu, löngu áður en menn fór að dreyma um verkamanna- og iðnaðarfélög. Frá ómunatíð hefir hann unnið 8 stundir íyrripartinn og 8 stundir seinni part dagsins, jafnt í regni sem sólskini, sorg og gleði. Og fyrir þessa vinnu sína fær hann álíka laun og kaupstaðarbúinn fyrir einnar stundar vinnu. Verði sprettan góð, þá er mark- aðsverð afurðanna ekki hærra en svo, að bóndinn fær borgað sæðið, aðkeypta áburðinn og vinnuna. Þá hlæja skrautbúnir kaupstaða- búar að slitnum klæðum bóndans og hrörlegum híbýlum. Verði mis- æri, og vörurnar stíga í verði, þá er heimtuð söluskylda og há- marksverð á afurðum bóndans. Þá er milliliðunum skemt. Mið- lungs kaupstaðaborgarinn álítur bóndann eitthvert viðundur. En sannleikurinn er sá, að- bóndinn hefir fengið það uppeldi, sem margur háskólastúdent hefir aldrei heyrt nefnt. Hann hefir gengið í undursamlegasta skóla heimsins,- skóla náttúrunnar, og hvern líðandi dag, tekur hann þátt í framhaldsnámi í þeim skóla. Stjórnmálaflokkarnir láta dátt við bændur um kosningar, en þegar til þess kemnr að efna öil fögru loforðin, þá er komið annað hljóð í strokkinn. Bóndinn les blöðin og fylgist með tímanum, en hver hefir heyrt getið um kaupstaðarbúa, sem lesi búnaðarblöðin, til þess að fylgjast með málef num bóndans ? Þess i vegna verða kaupstaðabúar lélegir ! bændur, en kaupstaðirnir fá sína bestu krafta úr sveitunum. Þótt bóndinn sé fátækur og gangi í slitnum klæðum, þá er hann þó sinn eiginn herra, og lík- lega er hann eins ánægður og hver annnar. Hann getur jafnvel veitt sér að hafa kjöt á borðum einstaka siimum, án þess að verða gjaldþrota. Bóndinn hugsar ekki um að þurfa sem minst á sig að leggja. Hann gerir hvað hann getur, oft undir erfiðum kringumstæðum. M. S. -----o--- Jóhannes Larsen listmálarinn danski hélt heimleið- is á miðvikudaginn með „Drotn- ingunni“. Barst honum hingað fregn um veikindi á heimili hans og var hann beðinn að koma heim við fyrsta tækifæri. ' Hann hafði ferðast um sögu- stöðvarnar hér sunnanlands og var kominn vestur að Hvamms- firði er hann varð að snúa við, svo löngu fyr en hann hafði ætlað sér. Lengst hafði hann dvalið á Þing- völlum, í Rangárvallasýslu og í Borgarfirði og hafði hann á ferð sinni búið til um tvö hundruð myndir, aðallega landlagsteikn- ingar sem eiga að prýða hina nýju útgáfu Gyldendals af ls- lendingasögunum. Voru þær snildarlega gerðar, enda er Jó- hannes Larsen einn af hinum stærri spámönnum meðal málara á Norðurlöndum. Býst eg við að mörgum muni þykja unun að horfa á margar af þessum teikn- ingum hans, en einkum er mér þó minnisstæð myndin af Snorra- laug. — Samkvæmt áskorunum hafði hann ætlað að halda sýn- ingu á þessum rnyndum sínum í haust, en vegna hinnar skyndi- legu brottferðar gat ekki af því crðið. Vel lét hann yfir dvöl sinni hér og gerir hann ráð fyrir að koma hingað til lands að ári, til þess að ljúka við myndirnar í íslendingasögumar, og ferðast þá aðallega um Vestur- og Norður- land. En slíkir menn sem Jóhannes Larsen eru góðir gestir á landi voru. R. Á. ----o--- Esperanto. Þeir eru margir, sem harrna mjög hve lítið Esperanto er orð- ið útbreytt hér á landi og er það ekki að ástæðulausu. Allir vita hversu móöurmál okkar er máttlaust út á við, en vegna afstöðu okkar og ýmsra skilyrða er landi og lýð ómiss- andi viðskifti við aðrar þjóðir og til þess útheimtist mikil tungumálakunnátta. En mikillar málaþekkingar geta þeir aðeins aflað sér, sem betur eru settir á sviði fjármála og frístunda, en þeir sem ver eru settir verða að láta sér lynda mola þá, sem falla af borðum fræðimannanna. Kennir þarna, eins og svo víða annarsstaðar, ójafnaðar mikils, sem illa kemur niður, en til að bæta úr þeim bresti er esperanto einkar vel til fallið, enda var það skapað til að vera alheimshjálpar- mál — vegur til viðkynningar þjóðunum. Esperanto er léttara að læra en nokkurt annað tungumál og getur því almenningur numið það til nokkurs gagns án mikils til- kostnaðar og tímaeyðslu. — En alt til þessa og' enn vantar við- unanlegar kenslubækur í esper- anto á íslensku og ennfremur hafa -verið lítt og ekki fáanlegar esperantobækur til framhalds- lesturs í bókabúðum hjer á landi og hindrar þetta hvorutveggja óefað útbreiðslu málsins. Eg skal nú geta þess að til að gera löndum mínum léttara fyrir með að ná í esperantobækur hefi eg komist í sambönd við bóksölu- félög í Frakklandi og Þýskalandi og hefi jáfnan fyrirliggj andi bæk- ur frá þeim og geta því þeir, sem vilja snúið sér til mín með bóka- pantanir sínar. Fyrirspurnum svara eg og sendi bókaverðskrár þeim er þess óska. Kirkjuhv. pr. Patreksfjörð. 1 ágúst 1927. Magnús Jónsson ---o---- Fréttir frá Vestui’-fslendingum. Ingimar Ingjaldsson var kosinn | í Gimli, með 200 atkvæða meiri- ! hluta, á fólksþingið í Manitoba. Dánaidægui'. Hinn 18. mai | þessa árs lést í Swan Rivei’, Man., Snorri Sigurjónsson frá Einars- stöðum í Reykjadal, rúmlega 65 ára gamall. Snorri fluttist vestur um haf 1883. Var hann kvæntur Halldóru Friðbjamardóttur frá Köldukinn í Ljósavatnshi’eppi. Þói’ður Pjetursson, ættaður úr Mýrasýslu, andaðist í Selkirk, Manitoba í apríl síðastl., nærri 82 ára að aldri. Iiann var kvænt- ur Guðrúnu Halldórsdóttur frá Leirulæk í Mýrasýslu. Þórður heitinn var bróðir Sigurðar fahga- varðar Péturssonar í Reykjavík. Blaðið „San Francisco Chion- icle“ gat þess nýlega, að hinn góðkunni íslendingur, Magnús Árnason, er býr í San Francisco, hafi nýlega verið kosinn til kenn- araembættis við hstfélagið í Berkeley (Berkeley League of fine Ai’ts). Er vafalaust óhætt að telja Magnús með gáfuðustu og efnilegustu íslensku hstamöxmum Minningarhátíð Canada er ítar- lega lýst í nýkominni Heims- kringlu og sagt í-ækilega frá hinni miklu afmælishátíð, er fram fór í júlíbyrjun. Segir svo um þátttöku Íslendinga: íslendingar óku fram borg, en á mihi borgarveggjanna afar miklum vagni og voru fyrir leika á búskaparskilyrðum í Fló- anum til þess að geta gert ákveðnar tillögur um ræktun hans í framtíðinni og um hag- nýting þeirra möguleika, sem áveitan kann að gefa. Hversu stórt land nýbýli þarf að hafa í Flóanum, fer fyrst og fremst eftir því hvort ætlast er til að býhð sé algerlega sjálf- stætt, þannig að bóndinn, sem á því býr, hafi þar alla sína at- vinnu og byggi afkomu sína ein- göngu á því, sem býlið gefur af sér, eða hann ætlar að leita sér atvinnu utan þess að einhverju leyti. Eg geri ráð fyrir því fyr- nefnda sem aðalreglu, en hitt get- ur þó hentað betur einstökum mönnum, vegna pei’sónulegra eiginleika þeirra, og eins má gera ráð fyrir að mönnum, búsettum á Eyrarbakka og Stokkseyri, kæmi vel að fá áveitu- og beitiland uppi í Flóa og máske líka túnræktar- land til viðbótar við það land, sem þeir kunna að hafa til rækt- unar heima hjá sér til tún- og garðræktar, og til þess að hafa eitthvað annað við að styðjast, en sjósókn, eða handverk. Er þá undir mörgu komið hversu stórt land hverjum einum hentar best undir þessum kringumstæðum, því að þær geta verið margvís- legar. En ætli maðurinn að vei’a bóndi eingöngu og byggja af- komu sína alla á því, sem ný- býlið gefur af sér, býst eg við að ekki veiti af 40—45 ha. lands handa býlinu. Þar með er ekki sagt að þetta sé hin heppilegasta stærð, enda er það mjög undir manninum komið hversu stórt ábýli honum hentar best, s. s. búskapai’hæfileikum hans og öðr- um þeim skilyi’ðum, er hann hef- ir til búskapar, en þetta er vitan- lega ómögulegt að meta. Nauðsynleg stærð og heppileg skifting nýbýlalandsins í tún, á- veituland og bithaga, fer eftir gæðum þess og því hversu stórt bú nýbýlingurinn þarf að hafa, til þess að það geti veitt honum sæmilega afkomu. Kemur þá til greina, auk stærðar fjölskyldunn- ar m. a. framleiðslukostnaður fóð- ursins og búfjárafurðanna og verðlag á þeim. Um framleiðslu- kostnað fóðursins ráða mestu gæði landsins, ræktunarhættir bóndans og vinnubrögð. Alt þetta hefir sömuleiðis áhrif á fram- leiðslukostnað búfjárafurðanna, en auk þess veltur þar mjög á eiginleikum gripanna og meðferð á þeim. Sé miðað við núvei’andi bún- aðarástæður í Flóanum og gert ráð fyrir að afkoma bænda sé þar sæmileg við þann bústofn, sem þeir hafa, þá ætti nýbýling- urinn áreiðanlega ekki að vei’a ver settur en þeii’, ef hann getur framfleytt 10—12 kúm á nýbýl- inu, eða sem því svarar af kúm og kindum, auk nauðsynlegra hesta og það ætti hann sennilega að geta, ef nýbýlið hefir 5 ha. túnstæði og það er ræktað, 20 ha. áveitulands og 15—20 ha. bit- haga, ef gera má ráð fyrir að hver ha. áveitulands gefi af sér 1500 kg. af heyi, en það heyfall er miðað við athuganir Pálma á Skeiðum sumaiið 1924. Ef gert er ráð fyrir, sem byi’jun, að eitt nýbýli væai reist. í landi hvers býlis sem nú er í Flóanum, þá liggur næst að athuga hvoi’t þau mega missa þetta land. Eftir ný- legum skýrslum (sbr. Búnaðari’it 36. ár., bls. 65) eru í Flóanum 155 áveitubýli og telur hvert þeirra til jafnaðar: • 7,5 menn, 5 nautgiipi, 50 kindur, 7 hestai’, 95 töðuhesta, 400 útheyshesta, 184 ha. lands alls (virðist eiga að vera 177 ha.) og 101 áveitulands. Eg hefi hér að framan talið líklegt að áveitulandið verði minna en þetta eða um 77 ha. á býli (reikna til hægðarauka með 80 ha.). Sé gert ráð fyrir að áveitan auki heyfenginn um 500 kg. á ha., þá nemur það 400 hestb. á 100 kg. á býli, ef alt er unnið upp, en heyskaparmögu- leikar á áveitulandi hvers býlis, ef þeir eru notaðir til fulls, og heyfengur áætlaður 1500 kg. af ha. verða 1200 hestb. á 100 kg. Væru nú teknir 20 ha. áveitu- lands frá hverju býli til nýbýlis, þá yrðu þó, eftir þessari áætlun, eftir möguleikar til 900 hesta heyskapar á áveitulandi hvers býlis. Það má miklu muna á þess- aði áætlun, ef það yrði tilfinnan- legt fyrir gömlu býlin hvað hey- skapinn snertir, þótt reist væri eitt nýbýli í landi hvers þeiri’a, enda þótt teldð sé tillit til þess að gömlu býlin muni alls ekki vinna upp alt áveituengið, enda óvíst að það spi’etti svo að árlega megi slá það alt. En þá hafa þau líka áveituland til beitar, og yrðu því ekki ver sett með það, jafn- vel þótt nokkuð af þeim bithaga, sem þau hafa nú, verði að sjálf- sögðu tekinn til túnræktar á býl- unum sjálfum. En hverjar eru þá afkomuvonir nýbýlingsins. Tún sem er 5 ha. að stærð ætti að gefa af sér að minsta kosti 200 töðuhesta í meðalári — og 240 hesta, ef vel er ræktað — og 20 ha. áveitulands um 300 hesta. Þetta er að hestatali í’íflega það sem nú er á býli, en meira að vöxt um og gæðum, því hér er átt við 100 kg. „hesta“, taðan er meii*i en á gömlu býlunum og útheyið alt af áveituengi. Eg geri í’áð fyr- ir, að nýbýlingurinn hafi aðallega kýr, eða að minsta kosti ekki fleiri kindur en svo að hann hafi nógar sláturafurðir fyrir heimil- ið og ull til heimilisþarfa. Ef miðað er við skýrslur nautgripa- ræktarfélaganna, sem nú ei’u á Flóaáveitusvæðinu, um fóðui’þörf kúa þar, þá samsvarar heyfengui’- inn 17 kýi’fóðrum. Eg tel þetta þó of lítið fóður fyrir 17 kýr og svo þarf nýbýlingurinn að hafa minsta kosti 2—3 hesta og ungviði í fjósi til uppeldis. Einnig rná búast við að ekki megi slá alt engið árlega. Að þessu athug- uðu geri eg þó ráð fyrir, að hafa megi 10 mjólkandi kýr á nýbýl- inu, og eg vil ganga út frá að lögð sé sú rækt við val þeii’ra og honum sex hestar, hinir mestu stólpagripir. Voru aktýgi hest- anna skreytt fánum og veifum af ýmsri gerð, en á milli var brugðið blómafljettum. Var vagn- inn til að sjá sem voldug kletta- borg, en á milli borgarveggjanna sá inn á grænan völl, og þar sátu í þrísettum hring 72 menn í lit- klæðum af fomi gerð, en yfir sjer höfðu þeir skikkjui’, er ým- ist voru bláar rauðar eða gular. Hái’ höfðu þeir á herðar mður og var bundið skarband um ennið. Allir voru mennimir stórir vexti og flestir yfir þrjár álnir á hæð. Öndvegi stóð fyrir stafni og var þar forseti þessarar samkomu. Var þar komið Alþingi hið foma og sýnt inn á Lögréttuna. Gekk á málaflutningi meðan á akstrinum stóð og stóðu menn af og til upp úr sætum sínum og lýstu áliti sínu með snjöllum ræðum“. Skrúðgöngunni lauk upp úr há- degi og stefndi þá allur hátíða- skaiinn í City Park. SJcorað hafði verið á þjóðir þær, er þátt tóku í sýningunni, að sýna þjóðbúninga sína þar úti í garðinum. — Fór sú sýning fram um kvöldið á aðalsýninga- pallinum. — Gekk hver þjóð- flokkur með fylktu liði upp pall- inn og fylkti sér undir fána breska ríkisins, er dóttir Sir John Mc Donalds, fyrsta foi’sætisráð- herra Canada hélt á. Fyrstir voru Skotar, þá íslendingar og svo hver af öðrum. Engum blandað- ist hugur um það, sem á horfði, að íslenski búningurinn bar þar af öllum hinum. Forseta nefndarinnar bárust mörg heillaóskaskeyti fyrir fram- komu íslendinga, m. a. frá forseta hátíðanefndar Manitobafylkis og hátíðanefndar Winnipegborgar. í Heimskringlu eru og birt skeyti frá forsætisráðherra íslands til Mackenzie King forsætisráðheiTa Canada, í tilefni af hátíðinni, og svarskeyti King’s. Fyrstu vei’ðlaun, fyrir LögTéttu sýninguna, hlutu Islendingar. — Gyðingar hlutu önnur verðlaun fyrir sýningu sína (sáttmálsörkin frá Shiloh) og Grikkir þriðju verðlaun, en þeir sýndu Partheon- hofið mikla í Aþenu. ----o----- meðferð að meðalkýrnytin vei’ði 2500 lítrar á ári, og eg geri enn- fi’emur ráð fyrir að mjólkurbú geti borgað bændum 30 aura fyrir lítrann. Mjólk úr 10 kúm verður þá 25000 lítrar og verð- mæti hennar 7500 krónur. Til samanburðar má athuga af- urðir meðalbúsins í Flóanum, eins og þau eru nú þ. e. 5 nautgripir og 50 kindur. Það er ekki hallað á það bú, ef gert er ráð fyrir 5 fullmjólkandi kúm og meðalnyt þeirra talin 2230 lítrar (hún er lægri í nautgriparæktarfélögun- á svæðinu), og 40 lambám og' brúttóai'ður 30 kr. af hverri. | Verða þá bi’úttótekjur af þessum I bústofni: 11150 lítrar nýmjólk á j 0,30 kr. 3345,00 og ai’ður af 40 j ám á 30,00 kr. 1300,00. Alls kr. ! 4545,00, eða nál. 3000 kr. lægi’i en* j hjá nýbýlingnum, og þó verður ný ! býlingnum, ódýrari búreksturinn | en bóndanum. Sé mjólkin of hátt metin kemur það vitanlega miklu harðar niður á nýbýlingnum, en þó hún sé sett niður í 20 aura, þá verða þó bruttotekjur hans 5000 krónur, en bóndans 3430 krónur. Eftir þessu ætti nýbýlingnum að vera vel borgið samanborið við bændur í Flóanum nú, þótt gera megi ráð fyrir miklu meiri bygg- ingai’kostnaði hjá honum en nú gerist alment hjá bændum og rentum og afborgun af honum, ef áveitulandið gefur af sér nálægt því sem hér hefir verið gert ráð fyrir og beitilandið er nægilegt fyrir þá gripi, sem áætlað var að fóðra mætti á heyjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.